Chevrolet Suburban 46"

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 06.feb 2014, 19:27

Þetta hefur gengið hundleiðinlega hægt hjá mér vegna annara verkefna, bæði aukavaktir í álverinu og svo höfum við feðgar verið í heilmiklum umhverfisframkvæmdum heima, jarðvegsskiptum, drenlögnum og núna liggur fyrir að endurnýja tengingar við hverinn.
En um daginn kíkti ég aðeins á millikassann, hann söng fyrir mig áður svo ég kíkti á hann og skipti verstu legunum út fyir aðrar skárri. Ef hann heldur ekki kjafti núna þá panta ég upptektarsett í hann, ég veit þó allavega að hann er heill og óbrotinn.

Image


http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 10.feb 2014, 17:04

Nú er verkið komið á skrið aftur. Geri mér vonir um að ná 3-4 dögum í skúrnum í þessari viku. Sjáum hvað setur :)


Innan í olíupönnuna, lítur mjög vel út.
Image

Kjallari neðanfrá
Image

Kjallari neðanfrá, allir boltar hertir með herðslumæli eftir höfuð- og stangaleguskipti og pickup rörið frágengið.
Image


Og nú er pannan komin undir og allt frágengið í kjallara. Næst á dagskrá að koma mótornum í bílinn og máta hvar túrbínan fer best og smíða svo pústgreinina.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 14.feb 2014, 17:42

Ég er búinn að vera í pípulögnum. Ákvað að geyma að henda mótornum í, plássið við hliðina á mótor er yfirdrifið nóg og hvergi þrengir að túrbínunni þannig að ég stillti þessu bara upp útá gólfi, þe afstöðunni á vél og túrbínu.

Í þetta fjárans flatjárn fóru milli 8 og 10 tímar, mæla út, merkja, brenna, slípa og hjakkast á helvítis götunum með þjöl. Þarf að fara að eignast fræs! Ég hætti ekki fyrr en ég var ánægður, þurfti meira að segja að sjóða í þar sem ég brenndi aðeins of mikið og fínixera aftur með þjölinni, mikið þolinmæðisverk :)
Image

Afstaða milli vélar og túrbínu ákveðin, þá er bara eftir að leggja smá pípulagnir.
Image

Þarna eru pípulagnir klárar, 1 1/2 tomma, 4.5mm efnisþykkt, furðu létt grein samt. Fánsarnir eru úr 10mm stáli.
Image

Image

Eins og augljóst er þá þarf ég að snúa compressor húsinu til að þetta passi nú aðeins betur :)
Image

Sver rör og pínulítið gat inn í túrbínuna :)
Image
http://www.jeppafelgur.is/


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá villi58 » 14.feb 2014, 18:55

Þetta er flott hjá þér að bjarga sér með skurðargræjunum og þjöl.
Ég hefði alveg geta lánað þér loftfræs beinan og vinkil þegar þú ferð í svona listasmíði.
Kveðja! VR

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 14.feb 2014, 21:47

Þakka þér fyrir Villi :)

Eitt sem ég fór að spá eftir ábendingu, lendi ég í veseni með þetta út af hitaþenslu með að hafa hedd flánsinn svona langa? Þetta er 65cm löng 10mm þykk plata, getur einhver reiknað fyrir mig hver hitaþenslan gæti orðið þegar þetta fer frá ca -20 gráðum uppí tjah, vonandi ekki meira en 700 gráður, mögulega 800 þar sem það verður heitast, svo kaldara á milli útblástursopa.

Auðvitað er lítið mál að brenna þetta niður þannig að það sé einn fláns á cylinder en ég vill helst hafa þetta svona.
http://www.jeppafelgur.is/


Haukur litli
Innlegg: 329
Skráður: 08.mar 2010, 12:43
Fullt nafn: Haukur Þór Smárason

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá Haukur litli » 14.feb 2014, 22:30

Ég myndi bara renna slípirokknum í gegnum flangsinn á milli röranna ef þú hefur áhyggjur af þenslu. 1.6mm skífa ætti að gefa þér yfirdrifið rými á milli flangsanna fyrir þenslu. Allar B3.9, B5.9 og C8.3 Cummins vélarnar sem ég hef verið að vinna í eru allar með staka flangsa á turbogreinunum. Ég myndi svo setja stífu utarlega frá turbogrein og niður í blokk, bara 20mm vinkil eða svipað að einhverju snittuðu boltagati á blokkinni, það er enginn skortur á þeim, þá hangir ekki öll þyngdin á flöngsunum við heddið.

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 14.feb 2014, 22:36

Það var líka planið að setja svoleiðis styrkingu niður á blokk, reyndar ekki búinn að útfæra það en það var pælingin. Einnig ætla ég að festa pústið við blokkina ca fyrir miðri blokk til að koma í veg fyrir að pústi jagi greinina og túrbínuna og öfugt. Svo verð ég að sjálfsögðu með - vír-krump-hólk/liðamót - eða hvað það kallast á póstinu.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá StefánDal » 14.feb 2014, 22:55

elliofur wrote:Það var líka planið að setja svoleiðis styrkingu niður á blokk, reyndar ekki búinn að útfæra það en það var pælingin. Einnig ætla ég að festa pústið við blokkina ca fyrir miðri blokk til að koma í veg fyrir að pústi jagi greinina og túrbínuna og öfugt. Svo verð ég að sjálfsögðu með - vír-krump-hólk/liðamót - eða hvað það kallast á póstinu.


Þennslumúffa ;)

En þetta miðar vel hjá þér! Hlakka til að fara í bíltúr með þér.


Haukur litli
Innlegg: 329
Skráður: 08.mar 2010, 12:43
Fullt nafn: Haukur Þór Smárason

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá Haukur litli » 14.feb 2014, 23:14

Great minds think alike.


Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá Valdi B » 15.feb 2014, 01:06

þetta er flott hjá þér :)
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá villi58 » 15.feb 2014, 16:15

elliofur wrote:Þakka þér fyrir Villi :)

Eitt sem ég fór að spá eftir ábendingu, lendi ég í veseni með þetta út af hitaþenslu með að hafa hedd flánsinn svona langa? Þetta er 65cm löng 10mm þykk plata, getur einhver reiknað fyrir mig hver hitaþenslan gæti orðið þegar þetta fer frá ca -20 gráðum uppí tjah, vonandi ekki meira en 700 gráður, mögulega 800 þar sem það verður heitast, svo kaldara á milli útblástursopa.

Auðvitað er lítið mál að brenna þetta niður þannig að það sé einn fláns á cylinder en ég vill helst hafa þetta svona.

Elli ég mundi renna skífu og slíta flangsinn í sundur því þú verður öruggari vegna mishreyfingar á heddi og flangsi, yfirleitt er þetta smíðað þannig hjá framleiðendum og ekki að ástæðulausu. Annars helvíti flott hjá þér.
Það verður meiri þensla á flangsinum heldur en á heddinu vegna efnismunar, rörin geta hreyfst slatta eins og flatjárnið. Ég þarf að athuga í Töflubókinni hvort það sé eitthvað um þenslu á mismunandi efnum, snildar bók sem allir ættu að eiga.


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá lecter » 15.feb 2014, 22:43

sæll þetta er svo stutt en þú getur kælt greinina við flansinn með að sjóða hring utanum og setja kælivatnið þar i gegn jafnvel fundið turbinu af shjóvél sem er með kældu húsi lika

User avatar

Icerover
Innlegg: 29
Skráður: 18.apr 2011, 19:03
Fullt nafn: Ásgeir Ingi Óskarsson

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá Icerover » 15.feb 2014, 23:07

Sæll Elli!

Ég mundi ráðleggja þér að splitta þessu í þrennt eins og einhverjar Cummins pústgreinar eru original:
Image

Lengingin á 650mm löngu flatjárni í 800°c hitamun eru held ég 6,76mm.

Það er líka alveg hægt að gleyma að nota vatnskælda eldkuðunga af bátavélum þar sem venjulegur vatnskassi getur aldrei kælt þann hita, allt annað að vera með vatn/vatn varmaskipti og nóg af köldum sjó

Með kveðju, Ásgeir

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 15.feb 2014, 23:39

Þetta eru feikiskemmtilegar umræður.
Ef maður googlar cummins exhaust header þá fær maður upp fullt af myndum þar sem "flatjárnið" er í fullri lengd. Reyndar í mismunandi formum, göt á milli og allskonar en samt í heilu. Einnig fær maður líka upp myndir líkt og þessi hér

Image

Fleiri myndir þessari grein hér

Ég er að hugsa um að skipta minni grein upp til öryggis, hvort ég geri það með einföldum skurði eða geri það meira fancy kemur í ljós síðar, bæði hefur kosti og galla í för með sér.
http://www.jeppafelgur.is/


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá grimur » 16.feb 2014, 02:18

Það þarf ekkert að saga þetta alveg í sundur, en að taka raufar sitt hvoru megin frá, svona 2/3 af breiddinni, á milli cylindera, ætti að taka þensluna alveg. Svona "Z" consept.
Skemmtilega flott smíði, eins og alltaf hjá þér Elli.

Kv
Grímur


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá olei » 16.feb 2014, 04:58

Flott Elli.

Flangsinn við heddið hitnar ekki nærri jafn mikið og rörin. Flatarmálið sem afgasið á við sjálfan flangsinn er fremur lítið, hann hefur síðan talsverða yfirborðskælingu og fær líka einhverja kælingu frá heddinu - fer vissulega eftir pakkingarefni. Rörin leiða þó talsverðan hita inn á hann. Líklega væri samt gott að splitta honum upp á 2 cylindra fresti.

Vandamálið hér eru rörin sjálf, einkum þau lengstu. Hreyfingin á þeim við hitabreytingarnar spennir flangsinn við heddið til og frá og hætt við að það fari að pústa út, sér í lagi við endana þar sem lengingin er mest.

Ég smíðaði svipaðar túrbógreinar á v8 chevy small block (reyndar úr rústfríu, en það breytir litlu) og setti - einhverra hluta vegna - þenslusamskeyti í aðra greinina miðja. Það var ekkert vandamál með hana en hin fór fljótlega að pústa út við fremsta cylinder. Ég setti síðan inn í hana ein þenslusamskeyti á miðjuna, svipað og ég hafði gert upphaflega við hina og það reddaði málinu. Á þeim greinum eru flangsarnir heilir.

Þessi þenslusamskeyti eru bara rennt rör stungið inn í annað örlítið sverara; eða eins og ég var með það í 12 mm þykkan hnall sem ég renndi mátulegt gat í fyrir rörið. Prinsippið er að innra rörið hitnar meira en það ytra og þenur sig því meira og þéttir við ytra rörið (eða hnall) þegar greinin er orðin heit. Samskeytin leyfa samt tildrátt. Ég man ekki í augnablikinu rýmið sem helga túrbóbókin gaf upp sem heppileg fyrir þetta og efast um að ég hafi farið eftir þeim: aðal atriðið er að þetta sé þröngt en auðvitað þarf maður að koma þessu saman með góðu móti við smíðina. (þetta er líklega sama fyrirbæri og er á samsettu túrbógreininni sem myndin er af hér að ofan frá Icerover)

Þetta er eitthvað sem þú getur haft bak við eyrað ef greinin fer að stríða þér, líklega best að prófa þetta eins og það er fyrst að þú ert búinn að smíða kvikindið.

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 16.feb 2014, 09:24

Mjög athyglisvert comment Ólafur. Kannski að það sé bara best að prufa þetta eins og það er og sjá hvað gerist. Ég var einmitt búinn að átta mig á að hedd-flánsinn (flatjárnið) hitnar ekkert að ráði nema rétt við púst götin sjálf. Pabbi á ódýran laser hitamæli sem væri hægt að skoða þetta þegar fram líða stundir.
Ætli þetta fari ekki bara á svona í fyrstu tilraun, þá má alltaf losa nokkra bolta og fikta meira í þessari grein, bæta inn þenslumúffum eins og þú lýsir eða eitthvað slíkt.

Takk fyrir frábær ráð kæru jeppaspjallsfélagar :)
http://www.jeppafelgur.is/


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá lecter » 16.feb 2014, 09:26

ég er ekki að tala um að nota sjó púst greinina bara sjó turbinu ,,, en það er liklega best að skera upp flatjárnið milli tveggja og alveg nóg með millimetra skifu en ég talaði um að smiða fyrir ofan turbinu flansinn vatnkælingu utanum rörið það kælir þá hitann sem kemur til baka upp i greinina frá turbinuni en er ekki bara að aka með afgasmælir og skipta bara niður um 1 gir ef gasið stigur upp en halda samt sömu ferð þetta er lika spurning um hvað þessi heima smiðaða grein losar sótið vel burt ein spurning fyrir ykkur er munur á vatnskældum turbinum og ókældum

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá Hr.Cummins » 16.feb 2014, 13:53

Sendu mér ESN númerið af vélinni Elli, mér langar að skoða hvort að þetta er Lucas CAV DPA olíuverk...
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 16.feb 2014, 17:39

Ég þurfti að googla smá til að átta mig á hvað þú varst að biðja um, ef þú hefðir beðið mig um serial númerið strax þá hefði það verið einfaldara :)

20130913_123534.jpg
20130913_123534.jpg (196.4 KiB) Viewed 7866 times


Hvar flettir þú þessu upp?
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá Hr.Cummins » 17.feb 2014, 01:02

júbb, þetta er verkið sem að ég hélt að það væri...

ég kíki við hjá þér í næstu ferð norður og leysi nokkra hesta fyrir þig ;)
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]


Sæfinnur
Innlegg: 103
Skráður: 24.apr 2013, 16:19
Fullt nafn: Stefán Gunnarsson
Bíltegund: CJ 7 360

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá Sæfinnur » 17.feb 2014, 09:24

elliofur wrote:Mjög athyglisvert comment Ólafur. Kannski að það sé bara best að prufa þetta eins og það er og sjá hvað gerist. Ég var einmitt búinn að átta mig á að hedd-flánsinn (flatjárnið) hitnar ekkert að ráði nema rétt við púst götin sjálf. Pabbi á ódýran laser hitamæli sem væri hægt að skoða þetta þegar fram líða stundir.
Ætli þetta fari ekki bara á svona í fyrstu tilraun, þá má alltaf losa nokkra bolta og fikta meira í þessari grein, bæta inn þenslumúffum eins og þú lýsir eða eitthvað slíkt.

Takk fyrir frábær ráð kæru jeppaspjallsfélagar :)


Það er kanski einn punktur í viðbót sem mætti velta fyrir sér áður en þú ferð að skera sundur flangsinn á vélinni. Þar sem endarörin hjá þér eru tiltölulega bein og það er að öllum líkindum mesta hitaþenslan í þeim þá gæti flangsinn á heddunum einmitt haldið á móti þeirri þenslu frekar en að hún fari í að jaga lausa staka flangsa á hverju heddi. Ég vona að ég hafi komið þessum pælingum skiljanlega frá mjer.
Annars þá er þetta æðislegt verkefni.
Bkv.

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 17.feb 2014, 09:31

Þakka þér fyrir Sæfinnur.

Ég held að ég sé, eftir marga snúninga, búinn að ákveða að prufa þetta svona. Ef eitthvað gerist/skemmist/brotnar/skekkist þá laga ég það bara, bæti þenslumúffum á löngu rörin eða skeri flánsinn eða eitthvað þegar ég er búinn að prufa þetta svona. Síðasta pæling hjá mér er einmitt þannig að flánsinn hjálpi til og geri meira gagn svona massífur heldur en ógagn.
Nú læt ég bara plana þetta eins og það er og skrúfa svo saman.
http://www.jeppafelgur.is/


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá villi58 » 17.feb 2014, 13:07

Ef þú bíður eðlisfræðinni byrginn þá verður þú bitinn í rassinn. Ef þú ert fastur á því að prufa svona þá mundi ég hafa boltagötin aðeins rúm vegna þenslu í málminum.


Bjarni Ben
Innlegg: 82
Skráður: 23.nóv 2011, 10:12
Fullt nafn: Bjarni Benedikt Gunnarsson
Bíltegund: Willys

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá Bjarni Ben » 17.feb 2014, 14:53

Ég myndi ekki skera flangsinn Elli, hann heldur á móti rörunum. þú færð fyrst alvöru hreyfingu á þetta ef þú skerð hann.

kv.Bjarni
Bjarni Benedikt
Willysdellukall

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá StefánDal » 17.feb 2014, 16:26

Ég myndi skera í flangsinn svo þetta vindi sig ekki í drasl en passaðu þig á því að skera ekki í flangsinn svo þetta fari ekki að vinda sig í drasl.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá villi58 » 17.feb 2014, 16:45

StefánDal wrote:Ég myndi skera í flangsinn svo þetta vindi sig ekki í drasl en passaðu þig á því að skera ekki í flangsinn svo þetta fari ekki að vinda sig í drasl.

Like

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 17.feb 2014, 16:58

Haha þið eruð snillingar :)

Boltagötin eru 13mm og boltarnir 10mm.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá Stebbi » 17.feb 2014, 20:00

Er ekki bara best að sjóða þetta fast í heddið.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

heidar69
Innlegg: 142
Skráður: 20.maí 2012, 18:22
Fullt nafn: gudmundur heidar asgeirsson

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá heidar69 » 20.feb 2014, 08:35

Verður ekki öruglega video þegar þú startar henni í fyrsta skiptið?

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 20.feb 2014, 11:01

Það verða einhver video þegar eitthvað video-vert fer að gerast :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 24.feb 2014, 17:04

Eitt og annað sást eftir mann í dag. Mótorinn kominn í, allir kassar komnir í og allt fast í endanlegri stöðu. Næsta mál er að plögga sköftum í, græja kúplingspetala, smella gírstönginni í og fleira. Ég fór með pústgreinina í plönun í dag og svo er hægt að festa henni á endanlega og græja túrbínuna, tengja stýri og bara restin.. :)


Á leiðinni í. Stefnan er að hún fari ekki úr aftur á næstunni!
Image

Sest og föst. Kjurr!
Image

Tyllti framendanum á til að athuga plássið.
Image

Já, plássið er ekkert mikið í afgang.
Image

Kem ekki venjulegri viftu, verð að fara í rafmagnsviftu. Bjóst alveg eins við því.
Image
http://www.jeppafelgur.is/


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá sukkaturbo » 24.feb 2014, 17:36

Sæll Elli þetta er orðið verklegt og flott hjá þér og ég orðinn spentur að sjá og heyra gullmolana fara í gang. kveðja guðni


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá villi58 » 24.feb 2014, 17:46

Flott Elli, er þó sérstaklega ánægður með bláa litinn. Gangi þér!

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá Hr.Cummins » 24.feb 2014, 22:13

Er Gallharður Cummins maður.... finnst þetta mega flott...

en.... color scheme-ið fyrir Cummins er:

Seed Pearl
SWC 104

Cummins Black
SWC 125

Vibrant Red
SWC 124
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 24.feb 2014, 22:33

Haha ég bað um álit á lit fyrir löngu síðan og fékk engin spes viðbrögð :) Þetta er húsasmiðjublár og amen! :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá Stebbi » 24.feb 2014, 22:55

Mér finnst svona RAL 5010 flottur, enda í stíl við nýjasta aukahlutinn sem er í RAL 5006.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá Hr.Cummins » 24.feb 2014, 23:28

elliofur wrote:Haha ég bað um álit á lit fyrir löngu síðan og fékk engin spes viðbrögð :) Þetta er húsasmiðjublár og amen! :)


Ég missti af því, annars hefði ég stungið uppá Cummins Black með Vibrant Red ventlalok ;) þannig verður hann hjá mér hehehehe

Annars er military útgáfan hreinlega bara Seed Pearl
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]


Offari
Innlegg: 200
Skráður: 16.des 2010, 12:06
Fullt nafn: Starri Hjartarson

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá Offari » 24.feb 2014, 23:35

Bláar vélar endast best.


303hjalli
Innlegg: 113
Skráður: 16.okt 2013, 19:33
Fullt nafn: Hjálmar Kristinn Hlöðversson
Bíltegund: 4x4

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá 303hjalli » 25.feb 2014, 00:12

Gefðu mér upp mál á vatnsdæluöxli og milli bolta( mitt í mitt) lengsta bil ..s 8943765
Á mjög líklega spaða í.


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 20 gestir