Vandræði með ljós í mælaborði LC60


Höfundur þráðar
Guðjón S
Innlegg: 76
Skráður: 20.júl 2010, 16:43
Fullt nafn: Guðjón Smári Guðjónsson

Vandræði með ljós í mælaborði LC60

Postfrá Guðjón S » 17.sep 2010, 09:37

Góðan dag, ég er í þeim pínulitlu vandamálum með ljós í mælaborðið hjá mér, það vantar ljós í hraða, snúnings og túrbínumæli í mælaborði. Samt eru gaumljós í lagi s.s. fyrir háageislan, handbremsu ofl. Er búinn að skipta um allar perur í mælaborði, búinn að finna realy sem stýrir straumi fyrir stöðuljós og aðalljós og þau virðast vera í lagi. Er kannski eitthvað annað realy sem þarf að finna undir mælaborðinu? Vonandi er einhver þarna úti sem getur svarað mér.

Bestu kv.
Guðjón S



User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Vandræði með ljós í mælaborði LC60

Postfrá Járni » 17.sep 2010, 14:58

Er dimmir fyrir baklýsinguna? Mér dettur í hug sambandsleysi í honum.
Land Rover Defender 130 38"


Höfundur þráðar
Guðjón S
Innlegg: 76
Skráður: 20.júl 2010, 16:43
Fullt nafn: Guðjón Smári Guðjónsson

Re: Vandræði með ljós í mælaborði LC60

Postfrá Guðjón S » 17.sep 2010, 17:17

Nei það er víst ekki dimmir fyrir lýsinguna, vorum einmitt búnir að ath það.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Vandræði með ljós í mælaborði LC60

Postfrá ellisnorra » 17.sep 2010, 17:59

Þá er bara að mæla sig áfram, slíta mælaborðið úr, prentið á bakvið er mjög einfalt og auðvelt að sjá hvert það liggur, rekja sig áfram uppí víra, fær það plús... fær það mínus... mig minnir að það fái fastan plús og svo sé mínus stýrisstraumur. Gangi þér vel og taktu góða skapið með :)
http://www.jeppafelgur.is/


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Vandræði með ljós í mælaborði LC60

Postfrá Izan » 17.sep 2010, 22:15

Sæll

Bara ein aulaspurnign. ...búinn að skipta um allar perur, þú ert alveg klár á að LC 60 eru með 24V rafkerfi er það ekki?

Annars er þetta bara vinna með mæli, byrja t.d. á að átta sig á hvort vanti + eða - og rekja þann sem vantar afturábak. Getur verið í ljósarofanum (kviknar ekki baklýsingin með parkinu), það er örugglega 2 öryggi fyrir parkið og gæti verið eitt enn fyrir baklýsinguna, það öryggi gæti verið undir mælaborðinu. Gæti verið relay sem parkljósin stýra, gæti verið í tengingu við mælaborðið og í raun hvar sem er og ef eitthvað hefur verið gert við bílinn er alltaf mögulleiki að einhver hafi óvart borað í vírasúpu. Ég hef prófað það undir vinstra framljósi og það eina sem klikkaði var miðstöðin og ég skil ekki hvað vír sem tengdist miðstöðinni var að gera þar.

Eitt er víst að þetta er hrikalega gaman.

Kv Jón Garðar

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Vandræði með ljós í mælaborði LC60

Postfrá Stebbi » 19.sep 2010, 11:51

Svo er sögufrægt DOME öryggi í Toyotum sem tekur út ótrúlegustu og ólíklegustu hluti í bílnum þegar það springur. Þetta á að vera í öryggjaboxinu í húddinu og 5A eða 10A.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 36 gestir