Grease Monkey wrote:Hann er helvíti reffilegur hjá þér Halldór !
Hvernig er með það er eitthvað sem heitir fjórhjólamenning þarna úti, ég fórnaði sleðanum mínum fyrir Can Am Outlander og ég sé sko ekki eftir því og það er kannski meira útaf snjóleysi í sleðamennskunni heldur en annað
Seint svarað hjá manni(ekki mjög virkur hérna á síðunni) en já það er einhver fjórhjólamenning, en fjórhjólin eru næstum gagnslaus hérna í Lapplandinu yfir vetrartímann vegna fannfergis, erum að tala um að td í dag eftir rúmlega viku af dögum í kringum og yfir núll gráðunum þá er samt 92cm af jafnföllnum snjó á jörðinni. En orðinn nokkuð þéttur, ekki þetta botnlausa púður sem er yfirleitt út í gegnum vetrartímann.
Fjórhjólamenningin er meira í kringum 4x4 fjórhjól og vinnu/landsumsjón. Td margir landeigendur sem eiga smá skika sem þeir eru að stunda smá skógarhögg á og þannig eru oft með fjórhjól með viðgættum glussakerfum og þessháttar til að keyra kerru og smá krana til að flytja trén út eftir að hafa sagað þau niður. Eins er hægt að fá hérna fjórhjólin í "traktors" útgáfu sem eru þá götuskoðuð en skráð sem traktor og með hraða takmörkunum(minnir það sé 40-50km/klst hámark) sem er stjórnað af einhverju limiter sem er settur í græjuna.
Eins margir sem nota fjórhjól til að skafa snjó úr innkeyrslunum og plóg.
Sport fjórhjól sér maður svotil ekkert af, og yfirleitt ekki einusinni í sölubæklingum og infoi frá umboðum. Verður að sér panta allt þannig.
Krossara og götuhjól eru hérna mun algengari yfir sumartímann og svo vélsleðarnir yfir vetrartímann(Rovaniemi sem er bærinn sem ég bý í, er talin mekka vélsleðamenningarinnar í Finnlandi og td haldi stærsta vélsleða/fjórhjóla sýning í Evrópu að mér skilst).
Jeppamennskan hérna þjáist af sama vandamálinu og fjórhjólamennskan, það er hreinlega ekki hægt að keyra þessi tæki með dekkjum í púðursnjónum sem er hérna. Reyndar eitthvað um að fólk setji beltakerfi undir fjórhjólin líka, í stað dekkja. En það er nokkuð dýrt svo ekki á færi allra. Vélsleðar eru hérna líka í allri flórunni, MJÖG mikið um vinnusleða(ég td bý "út í sveit" cirka 50 km frá Rovaniemi og þar eru hver einasti bær/staður/hús með allavegana einn sleða, og oftast nokkuð gamla) en hjá okkur "adrenalínsfíklunum" eru "mountain" og "trail" sleðarnir mest að gera sig, ég sjálfur mest í "Deep Snow/Mountain" sleðunum.
Vinn svo sem guide í vélsleðaferðum með hrúgur af touring sleðum.