1978 Landcruiser BJ40 "Pikku Monsteri"


Höfundur þráðar
Pikku Monsteri
Innlegg: 6
Skráður: 16.sep 2010, 20:53
Fullt nafn: Halldór Kristófer Guðmundsson

1978 Landcruiser BJ40 "Pikku Monsteri"

Postfrá Pikku Monsteri » 16.sep 2010, 21:04

Sæl ir/ar.

Ákvað að henda hérna inn smá info og myndum af jeppanum mínum, sem er 1978 Landcruiser BJ40 með 3.5 lítra túrbó dísil vél, og hækkaður fyrir 38.5 tommu boggera.(keyri dags daglega á 35 tommu mudzilla dekkjum).

Old Man Emu hækkunarsett og bodyhækkaður.

Plana að henda af honum þessum ógeðslegu dekkjakönntum að framan og setja eitthvað sem líkist originalinum aðeins meira.

Myndir:

Image

Image

er á 35 tommu mudzilla dekkjunum þarna og á bakvið hann sitja 38.5 tommurnar og bíða eftir næsta bogg/crawl túr...




gudnithor
Innlegg: 45
Skráður: 01.feb 2010, 12:07
Fullt nafn: Guðni Þór Björgvinsson

Re: 1978 Landcruiser BJ40 "Pikku Monsteri"

Postfrá gudnithor » 16.sep 2010, 22:27

MEGA flott. Hvar í heiminum kemst maður í svona gullmola?


Höfundur þráðar
Pikku Monsteri
Innlegg: 6
Skráður: 16.sep 2010, 20:53
Fullt nafn: Halldór Kristófer Guðmundsson

Re: 1978 Landcruiser BJ40 "Pikku Monsteri"

Postfrá Pikku Monsteri » 16.sep 2010, 22:52

gudnithor wrote:MEGA flott. Hvar í heiminum kemst maður í svona gullmola?


Það er nokkuð til af þeim hérna í Finnlandinu.

Bestir eru þeir ef þeir eru héðan úr Lapplandinu þar sem raki er lítill og því oft ryð litlir eða jafnvel ryð lausir bílar komnir yfir þrítugt.

Verstir ef þeir hafa verið í sjávarþorpum/svæðum, eitthvað sem allir Íslendingar þekkja.

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: 1978 Landcruiser BJ40 "Pikku Monsteri"

Postfrá Járni » 17.sep 2010, 10:13

Töff. Hvernig er jéppamennskan þarna í Finnlandi? Má gera svipaða hluti og hér?
Land Rover Defender 130 38"


Höfundur þráðar
Pikku Monsteri
Innlegg: 6
Skráður: 16.sep 2010, 20:53
Fullt nafn: Halldór Kristófer Guðmundsson

Re: 1978 Landcruiser BJ40 "Pikku Monsteri"

Postfrá Pikku Monsteri » 17.sep 2010, 11:30

Járni wrote:Töff. Hvernig er jéppamennskan þarna í Finnlandi? Má gera svipaða hluti og hér?


Hún er reyndar nokkuð ólík.

Td eru stóri blöðrurnar(einsog þessi 38.5 tommu bogger sem sitja þarna á myndinni hjá mér) ólögleg á götunum(á reyndar líka við um þessi 35 tommu mudzilla sem eru undir honum).

Bíllinn þarf að vera skoðaður fyrir staka dekkjastærð.

Allir torfærubílar eru skyldaðir niður í 80 km hámarkshraða(hérna er 100km algeng á lengri leiðum og þar sem eru fleiri en ein akrein hvora átt fer hann stundum í 120 km.

Svo er Jeppamennskan hérna allt önnur en á Íslandi, þeir virðast sækja mest í sama og kaninn, bogging og crawling einsog þeir kalla það.
Hérna er enginn snjó vetrarakstur í gangi, eða mjög lítið allavegana og þá yfirleitt á sömu slóðunum og þeir keyra crawl/bogging ferðirnar á sumrin.

Besta dæmið um hvað það er öfugt miðað við Ísland þar sem margir setja jeppana á minni dekk á sumrin til að spæna þeim ekki upp eins hratt, gera Finnar það sama...á veturna! Setja oft bíla á 31-33 tommu(eftir hvað þeir eru breyttir) nagladekk, eða hreinlega leggja þeim yfir sumarið.
Margir eru ekki með þá göruskráða, alveg tileinkaða torfærunni/slóðum/bogging/crawling.

Þeir vilja oft vera grófir hérna hvað varðar útlit og þessháttar...mér finnst þeir oft slátra bílunum...en það líka fylgir að keyra mikið í skóglendi að bíllinn er allur dældaður og rispaður.

User avatar

nobrks
Innlegg: 327
Skráður: 31.jan 2010, 21:12
Fullt nafn: Kristján Arnór Gretarsson

Re: 1978 Landcruiser BJ40 "Pikku Monsteri"

Postfrá nobrks » 17.sep 2010, 11:34

Flottu bíll!! :) ...væri gaman að sjá myndir af honum í action!

Hver er verðmiðinn á lítið riðguðum LC40 þarna úti?


Höfundur þráðar
Pikku Monsteri
Innlegg: 6
Skráður: 16.sep 2010, 20:53
Fullt nafn: Halldór Kristófer Guðmundsson

Re: 1978 Landcruiser BJ40 "Pikku Monsteri"

Postfrá Pikku Monsteri » 17.sep 2010, 19:14

nobrks wrote:Flottu bíll!! :) ...væri gaman að sjá myndir af honum í action!

Hver er verðmiðinn á lítið riðguðum LC40 þarna úti?



Takk fyrir það.

Set inn myndir af honum í action þegar ég hef þær(var bara að versla bílinn um seinustu helgi og ekkert farinn að fara ennþá).

Getur skoða það(og margt annað) hérna:

http://www.nettiauto.com/

velur svo bara: In English ef Finnskan er ekki til staðar og svo Advanced Search og velur þar hvað það er sem þú vilt skoða hverju sinni.


Höfundur þráðar
Pikku Monsteri
Innlegg: 6
Skráður: 16.sep 2010, 20:53
Fullt nafn: Halldór Kristófer Guðmundsson

Re: 1978 Landcruiser BJ40 "Pikku Monsteri"

Postfrá Pikku Monsteri » 03.júl 2011, 22:53

Sælir,

Datt í hug að henda inn smá update or fleiri myndum af græjunni.

Vélin er víst ekki 3,5L Turbo einsog fyrri eigandinn hafði haldið fram. Heldur er græjan með Toyota 3B vélinni sem er 3,4L og er búið að túrbínuvæða bílinn með tilheyrandi breytingum til að blása inn einum 20 psi.

Búið að styrkja "veikleikana" í drifunum með chromoly birfield's og læsa afturdrifinu 100%.

Henti toppnum af núna í sumar(enda rignir sjaldan og beint niður og sól restin af tímanum!

http://www.flickr.com/photos/8627847@N05/5899139150/in/photostream#/photos/8627847@N05/5899139150/in/photostream/lightbox/

Búinn að vera að keyra um á bílnum svona í um mánuð og það er alveg á tæru að þakið fer ekki á aftur fyrr en fer að snjóa af fullri alvöru næsta vetur!

User avatar

Grease Monkey
Innlegg: 61
Skráður: 02.feb 2010, 00:17
Fullt nafn: Baldvin Orri Þorkelsson
Staðsetning: Reykjanesbær

Re: 1978 Landcruiser BJ40 "Pikku Monsteri"

Postfrá Grease Monkey » 05.júl 2011, 07:05

Hann er helvíti reffilegur hjá þér Halldór !

Hvernig er með það er eitthvað sem heitir fjórhjólamenning þarna úti, ég fórnaði sleðanum mínum fyrir Can Am Outlander og ég sé sko ekki eftir því og það er kannski meira útaf snjóleysi í sleðamennskunni heldur en annað
Jesus loves you, but everyone else thinks you're an asshole.


Höfundur þráðar
Pikku Monsteri
Innlegg: 6
Skráður: 16.sep 2010, 20:53
Fullt nafn: Halldór Kristófer Guðmundsson

Re: 1978 Landcruiser BJ40 "Pikku Monsteri"

Postfrá Pikku Monsteri » 19.mar 2012, 11:17

Grease Monkey wrote:Hann er helvíti reffilegur hjá þér Halldór !

Hvernig er með það er eitthvað sem heitir fjórhjólamenning þarna úti, ég fórnaði sleðanum mínum fyrir Can Am Outlander og ég sé sko ekki eftir því og það er kannski meira útaf snjóleysi í sleðamennskunni heldur en annað



Seint svarað hjá manni(ekki mjög virkur hérna á síðunni) en já það er einhver fjórhjólamenning, en fjórhjólin eru næstum gagnslaus hérna í Lapplandinu yfir vetrartímann vegna fannfergis, erum að tala um að td í dag eftir rúmlega viku af dögum í kringum og yfir núll gráðunum þá er samt 92cm af jafnföllnum snjó á jörðinni. En orðinn nokkuð þéttur, ekki þetta botnlausa púður sem er yfirleitt út í gegnum vetrartímann.

Fjórhjólamenningin er meira í kringum 4x4 fjórhjól og vinnu/landsumsjón. Td margir landeigendur sem eiga smá skika sem þeir eru að stunda smá skógarhögg á og þannig eru oft með fjórhjól með viðgættum glussakerfum og þessháttar til að keyra kerru og smá krana til að flytja trén út eftir að hafa sagað þau niður. Eins er hægt að fá hérna fjórhjólin í "traktors" útgáfu sem eru þá götuskoðuð en skráð sem traktor og með hraða takmörkunum(minnir það sé 40-50km/klst hámark) sem er stjórnað af einhverju limiter sem er settur í græjuna.

Eins margir sem nota fjórhjól til að skafa snjó úr innkeyrslunum og plóg.

Sport fjórhjól sér maður svotil ekkert af, og yfirleitt ekki einusinni í sölubæklingum og infoi frá umboðum. Verður að sér panta allt þannig.

Krossara og götuhjól eru hérna mun algengari yfir sumartímann og svo vélsleðarnir yfir vetrartímann(Rovaniemi sem er bærinn sem ég bý í, er talin mekka vélsleðamenningarinnar í Finnlandi og td haldi stærsta vélsleða/fjórhjóla sýning í Evrópu að mér skilst).

Jeppamennskan hérna þjáist af sama vandamálinu og fjórhjólamennskan, það er hreinlega ekki hægt að keyra þessi tæki með dekkjum í púðursnjónum sem er hérna. Reyndar eitthvað um að fólk setji beltakerfi undir fjórhjólin líka, í stað dekkja. En það er nokkuð dýrt svo ekki á færi allra. Vélsleðar eru hérna líka í allri flórunni, MJÖG mikið um vinnusleða(ég td bý "út í sveit" cirka 50 km frá Rovaniemi og þar eru hver einasti bær/staður/hús með allavegana einn sleða, og oftast nokkuð gamla) en hjá okkur "adrenalínsfíklunum" eru "mountain" og "trail" sleðarnir mest að gera sig, ég sjálfur mest í "Deep Snow/Mountain" sleðunum.

Vinn svo sem guide í vélsleðaferðum með hrúgur af touring sleðum.


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 93 gestir