Síða 1 af 1

1997 Nissan Patrol 260 (Spænskur)

Posted: 22.júl 2013, 13:15
frá ofursuzuki
Er kominn með eitt stk Patrol í staðin fyrir Súkkuna sem ég lét í góðar hendur á bróður mínum.
Þetta er 1997 árg. af Patrol framleiddum á Spáni og er því með sama boddý og gömlu 160 bílarnir.
Image
Hann er 2.8 túrbólaus beinskiptur og hrár og fínn, ekkert óþarfa dót. Er á fjöðrum allann hringinn en er 38" breyttur.
Vél og kram eru í mjög þokkalegu standi og bíllinn er ekki mikið ryðgaður ef frá er talið "pallhúsið" já þetta var eitt
sinn pickup en búið að bæta á hann húsi aftur og það er allt að ryðga til fjandans. Eins og kannski sést á þessari
mynd ef vel er að gáð.
Image
Það er svona eitt og annað sem þarf að laga en með því fyrst verður að setja í hann ný glóðarkerti en það er
aðallega gert fyrir íbúana í götunni svo þeir kafni nú ekki þegar maður gangsetur á morgnana. Nú svo held
ég að best væri að fjarlægja þetta hús og gera hann aftur að pickup, já ég ætla að gera hann að pickup
(ég hlýt að þjást af einhverskonar pickup complexum) það verður bara að hafa það, verður ekki fallegt
en einfaldast að framkvæma. Það gæti litið eitthvað svona út. :-)
Image
Svo veit maður ekkert hvað verður í framtíðinni, kannski gormar, kannski 44" og túrbína (á dótið til)
en fyrst er bara að koma honum í gegnum skoðun og nota hann svo í vetur eins og hann er nema kannski
mínus húsið og svo sér maður bara til.
Image

Björn Ingi Patrol eigandi

Re: 1997 Nissan Patrol 260 (Spænskur)

Posted: 22.júl 2013, 14:53
frá sukkaturbo
Sæll Björn og til hamingju með Patrolinn mæli með picupp útfærslunni.kveðja guðni

Re: 1997 Nissan Patrol 260 (Spænskur)

Posted: 22.júl 2013, 15:04
frá ofursuzuki
Takk Guðni, já ég vona að þetta verði tóm hamingja. Það er held ég eina vitið að taka þetta hús af, það er lokað á milli þannig að það er ekki mikið mál að fjarlægja þetta og loka svo gluggapóstunum aftast og allt klárt.

Kv. BIO

Re: 1997 Nissan Patrol 260 (Spænskur)

Posted: 22.júl 2013, 17:53
frá tampon
Þessi bíll reindist mér vel á sýnum tíma. verst með kraftleisið.
En svo var maður sem sagði mér að þessi bíll hefði eitt sinn verið friðargæslubíll í afganistan eða einhverju álíka landi.

Re: 1997 Nissan Patrol 260 (Spænskur)

Posted: 22.júl 2013, 17:54
frá tampon
og já á smurbókina fyrir þennan bíl. gleymdi alltaf að láta hana með bílnum :P er hérna einhverstaðar ef þú vilt fá hana.

Re: 1997 Nissan Patrol 260 (Spænskur)

Posted: 22.júl 2013, 18:04
frá stebbi1
Þetta er fallegasta tæki, endilega koma með nóg af myndum þegar þú ferð að brasa, og myndir innanúr kvikyndinu.
Hvaða ár er þessi fluttur inn?

Re: 1997 Nissan Patrol 260 (Spænskur)

Posted: 22.júl 2013, 19:20
frá ofursuzuki
tampon wrote:Þessi bíll reindist mér vel á sýnum tíma. verst með kraftleisið.
En svo var maður sem sagði mér að þessi bíll hefði eitt sinn verið friðargæslubíll í afganistan eða einhverju álíka landi.

Sæll Kjartan já hann á örugglega eftir að standa sig og ég heyrði einmitt þetta sama að hann hefði verið á vegum UN í
friðargæslu einhverstaðar. Kannski maður ætti að leita að kúlnagötum :-) Smurbókina hef ég svo sem ekkert við að gera
en veistu hvenær hann var fluttur inn?

Re: 1997 Nissan Patrol 260 (Spænskur)

Posted: 22.júl 2013, 19:23
frá ofursuzuki
stebbi1 wrote:Þetta er fallegasta tæki, endilega koma með nóg af myndum þegar þú ferð að brasa, og myndir innanúr kvikyndinu.
Hvaða ár er þessi fluttur inn?

Stebbi ég reyni að taka eitthvað af myndum þegar ég fer að brasa í honum. Ég veit ekki hvenær hann er fluttur inn en
ég var að syrja hann Kjartan hérna fyrr í þræðinum að því hvort hann vissi það þar sem hann kannast við gripinn.

Re: 1997 Nissan Patrol 260 (Spænskur)

Posted: 22.júl 2013, 19:34
frá eyberg
Grunnupplýsingar
    Skráningarnúmer ZZ346
    Fastanúmer ZZ346
    Árgerð/framleiðsluár 1997 / 1997
    Verksmiðjunúmer VSKAYG260U0597674
    Tegund NISSAN
    Undirtegund PATROL 4WD
    Framleiðsluland Spánn
    Forskráning 1997-07-23
    Fyrsta skráning 1997-08-05
    Nýskráning 1997-08-05
    Hópur Fólksbifreið (M1)
    Notkun Almenn notkun
    Innflutningsástand Nýtt
    Innflutningsfyrirtæki Bílastúdíó ehf

Tækniupplýsingar
    Viðurkenning None
    Gerðarnúmer VSKAYG26X501
    Orkugjafi Dísel
    Vélanúmer None
    Afl (kW) 69.8
    Afl (HÖ) 93
    Slagrými 2826 cc
    Cylindrar None
    Fjöldi hurða 4
    Sæti None
    Bremsukerfi None
    Hámarkshraði None km/klst.
    Hjólbarðar 35X12,50R15 / 35X12,50R15
    Þyngd 2040 kg.

Fengið af Partanet.is

Re: 1997 Nissan Patrol 260 (Spænskur)

Posted: 22.júl 2013, 20:03
frá ofursuzuki
Já Sællll Takk fyrir þetta Elvar, ætli þetta svari því ekki hvenær hann var fluttur inn :-)

Re: 1997 Nissan Patrol 260 (Spænskur)

Posted: 23.júl 2013, 15:35
frá Valdi B
með óþægilegri bílum sem ég hef setið í því miður... fjaðrir hringinn og vitleysa hehe :Dminnir mann á gamlann hilux !

Re: 1997 Nissan Patrol 260 (Spænskur)

Posted: 23.júl 2013, 17:52
frá Stebbi
VIN number VSKAYG260U0597674
Region Spain
Mark Nissan
Model Patrol
Body wagon
Serial Number 597674

Hann virðist vera yfirbyggður frá verksmiðju samkvæmt þessu VIN númeri.

Re: 1997 Nissan Patrol 260 (Spænskur)

Posted: 23.júl 2013, 18:57
frá stebbi1
En í þessum upplýsingum er bara talað um árið 1997 sýnist mér, hvenær var þetta þá bíll hjá friðargæslunni?

Re: 1997 Nissan Patrol 260 (Spænskur)

Posted: 23.júl 2013, 19:05
frá oggi
sá sem flutti þessa bíla inn lét breyta þeim í pickup úti

Re: 1997 Nissan Patrol 260 (Spænskur)

Posted: 24.júl 2013, 19:51
frá kári þorleifss
flottustu pattarnir, það er að segja áður en einhverjum dettur það í hug að breyta þeim pikkup. Lýst vel á þetta

Re: 1997 Nissan Patrol 260 (Spænskur)

Posted: 24.júl 2013, 20:53
frá Stebbi
stebbi1 wrote:En í þessum upplýsingum er bara talað um árið 1997 sýnist mér, hvenær var þetta þá bíll hjá friðargæslunni?


Getur varla hafa verið í notkun hjá UN ef hann er nýskráður 1997 hérna og er '97 módel nema hann sé endurunnin. Ætli hann sé þá 'grænt' ökutæki og sleppi við bílastæðagjöld. :)

Re: 1997 Nissan Patrol 260 (Spænskur)

Posted: 27.júl 2013, 19:36
frá ofursuzuki
Sælir, ég held að þessi UN saga sé svona flökkusaga sem komst á flug. Það er rétt að þessi var fluttur
inn nýr 1997 en þá voru Spánverjarnir allment hættir að flytja þessa bíla út á Evrópumarkað, held að
það hafi verið 1995 og það er mögulega vegna þess sem þessi saga komst á kreik. Það situr einhver
núna og skemmtir sér yfir því að hafa komið þessu rugli af stað. Þetta með að flytja þá inn sem pallbíla
var það ekki eitthvað vegna tolla og aðflutningsgjalda?

Kv. BIO

Re: 1997 Nissan Patrol 260 (Spænskur)

Posted: 07.aug 2013, 04:35
frá íbbi
telst ekki sem pallbíll nema skúffan sé aðskilinn frá boddýinu.

Re: 1997 Nissan Patrol 260 (Spænskur)

Posted: 03.okt 2013, 01:03
frá ofursuzuki
Jæja þá er búið að afhúsa Patrol og mátti ekki seina vera því þetta var farið að að valda skemdum vegna lélegs frágangs. Svona lýtur hann út núna, kemur bara betur út en ég átti von á.
Image
Image

Re: 1997 Nissan Patrol 260 (Spænskur)

Posted: 03.okt 2013, 20:30
frá sonur
Eitthvað við þetta, finnst þetta gæjalegt svona :D

Re: 1997 Nissan Patrol 260 (Spænskur)

Posted: 03.okt 2013, 21:24
frá jeepson
Þetta kemur bara nokkuð vel út.

Re: 1997 Nissan Patrol 260 (Spænskur)

Posted: 03.okt 2013, 23:49
frá ofursuzuki
Takk strákar, já ég hélt að þetta yrði asnalegt svona en það er það ekki. Bara nokkuð sáttur en þetta er bara fyrsti kafli því meira á eftir að gera. Næst verður farið í að skipta um allar fóðringar í fjöðrunum, ath leka á liðhúsum og yfirfara bremsur ofl.
Var að enda við að setja upp loftnetið og tengja talstöðina. Það legst alltaf eitthvað til enda er það partur af þessu að hafa gaman af að dunda í þessu bíladóti.