Teikningin af tengingunni hjá mér er þá nokkurnveginn svona. Vonandi er þetta rétt. Þetta allavega virkar rétt en ef þetta er rangt og sérstaklega ef það er hætta á að ég kveiki í druslunni þá væri frábært að fá komment á það.
Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Síðast breytt af muggur þann 09.nóv 2023, 07:50, breytt 1 sinni samtals.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
-
- Innlegg: 1913
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Undir milljón - Reynslusaga
Flott hjá þér þetta er einmitt eins á Hi lux þá er aðalljósunum stýrt með jarðpólnum, annars er alltaf stöðug 12v. spenna inn á pólana í H4 perunni öllu jafna. Þangað til kveikt er á ljósunum.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Re: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Búinn að ganga nokkurnveginn frá vírum og öðrum leiðindum í kringum kastarana. Loka tiltekt í vélarrúminu fer fram þegar annað hvort er farið að hlýna úti eða þá ef ég set bílinn inn í skúr vegna einhvers annars. Kom breytirofanum fyrir stöðuljósin á kösturunum fyrir á lítt áberandi stað við stýrið. Hitti ekki alveg í miðjuna á lokinu en held að þetta sleppi.
Svo var það í akstri að allt í einu fóru að koma smellir/hljóð sem einna helst vöktu hugrenninga tengsl um að verið væri að slá bílinn með blautu handklæði. Það er þetta voru ekki svona hefðbundnir stýris/drif-smellir sem ég er orðinn ansi vanur. Þessir smellir fylgdu ekki neinni sérstakri reglu nema að þeir heyrðust einungis á svona 70+ km hraða. Fannst þetta í upphafi koma að framan, hægra megin en svo stundum frá hægri hlið bílsins. Gat ekki séð neitt laust sem gæti slegist í bodyið og undir virtist allt fast og flott. Þar sem ég ligg undir bílnum verður mér litið fram með honum og sé þá að svuntan milli innra brettis að framan og grindar er laus. Þarna var þá komið "blauta handklæðið". Götin sem plast smellunar fara í gegnum farin að ryðga hressilega. Tímabundið reddað með þykkari smellum.
Svo var það í akstri að allt í einu fóru að koma smellir/hljóð sem einna helst vöktu hugrenninga tengsl um að verið væri að slá bílinn með blautu handklæði. Það er þetta voru ekki svona hefðbundnir stýris/drif-smellir sem ég er orðinn ansi vanur. Þessir smellir fylgdu ekki neinni sérstakri reglu nema að þeir heyrðust einungis á svona 70+ km hraða. Fannst þetta í upphafi koma að framan, hægra megin en svo stundum frá hægri hlið bílsins. Gat ekki séð neitt laust sem gæti slegist í bodyið og undir virtist allt fast og flott. Þar sem ég ligg undir bílnum verður mér litið fram með honum og sé þá að svuntan milli innra brettis að framan og grindar er laus. Þarna var þá komið "blauta handklæðið". Götin sem plast smellunar fara í gegnum farin að ryðga hressilega. Tímabundið reddað með þykkari smellum.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Re: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Er svaka ánægður með kastarana en finnst þá vanta vinnuljós á hliðarnar. Annað sem ég hef aðeins pælt í eftir að ég keyrði í algjöru kófi síðastliðinn vetur er hversu erfitt getur verið að sjá bílinn í slíkum aðstæðum. Tala nú ekki um ef maður þyrfti að stoppa í vegakannti á þjóðveginum í blindbil. Hef þessvegna aðeins verið að pæla í svona ljósastöng eða blikkljósum. En til að koma slíku á jeppann þarf að festa svoleiðis á einhvern hátt.
Er með fjóra Thule þverboga á bílnum og stórann kassa. Hef oft hugsað um það að kaupa toppgrind en kostnaðurinn við það er fáranlegur 200 þús eða meira. Allavega finnst mér það dýrt miðað við að þetta er bara einföld grind. Geri mér samt alveg grein fyrir að ef slíkt væri smíðað þá færu þó nokkrar vinnustundir í slíka smíði. Á rápi á netinu lenti ég á youtube videoi um "ódýrastu toppgrind á netinu". Þar var gaur sem notaði s.k. "unistrut" til að smíða grind. Þessir "unistrut" eru prófílar, ekki ósvipaðir hilluefni, sem eru notaðir mikið til að festa lagnir (pípu/rafmagns). Þetta dót er ekki dýrt og keypti ég fjóra 2m prófíla ásamt vinklum og dóti fyrir aðeins norðan við 10 þús kallinn.
Kosturinn við þetta er að þetta er ryðfrítt, hellingur af götum til að festa dót á og frekar ódýrt. Hugmyndin var svo að mála þetta bara svart og þá yrði þetta frekar snyrtilegt. En svo fór ég að hafa áhyggjur af því að þessi göt myndu virka eins og blokkflauta á 90 km hraða. Þá var það bara "Redneck" lausnin, svart strigateip. Það á eftir að koma í ljós hvernig það dugar eða öllu heldur veðrast. En það er amk auðvellt að setja þá bara annað lag.
Pantaði mér tvær pakkningar ar þessum ljósum af Amazon, þannig fjögur ljós allt í allt.
og svo þessi blikkljós
Áskorunin við þetta er að fjórir kastarar og átta blikkljós á toppinn eru ansi margir vírar sem þurfa að komast í rafmagn. Til að gera ekki allt of mörg göt á toppinn þá keypti ég rafmagnskassa í Rönning sem á að vera vatnsheldur. Hann á þá að safna saman öllum vírunum og hýsa stjórnstöðina fyrir blikkljósin. Síðan eiga bara að liggja tveir vírar úr boxinu og inn í bíl í gegnum toppinn. Leiðindin eru að á hverju blikkljósi er tengi sem er svakalega stórt m.v. vírinn svo þetta þarf að klippa og splæsa svo saman aftur. Það verður handavinna.
Er með fjóra Thule þverboga á bílnum og stórann kassa. Hef oft hugsað um það að kaupa toppgrind en kostnaðurinn við það er fáranlegur 200 þús eða meira. Allavega finnst mér það dýrt miðað við að þetta er bara einföld grind. Geri mér samt alveg grein fyrir að ef slíkt væri smíðað þá færu þó nokkrar vinnustundir í slíka smíði. Á rápi á netinu lenti ég á youtube videoi um "ódýrastu toppgrind á netinu". Þar var gaur sem notaði s.k. "unistrut" til að smíða grind. Þessir "unistrut" eru prófílar, ekki ósvipaðir hilluefni, sem eru notaðir mikið til að festa lagnir (pípu/rafmagns). Þetta dót er ekki dýrt og keypti ég fjóra 2m prófíla ásamt vinklum og dóti fyrir aðeins norðan við 10 þús kallinn.
Kosturinn við þetta er að þetta er ryðfrítt, hellingur af götum til að festa dót á og frekar ódýrt. Hugmyndin var svo að mála þetta bara svart og þá yrði þetta frekar snyrtilegt. En svo fór ég að hafa áhyggjur af því að þessi göt myndu virka eins og blokkflauta á 90 km hraða. Þá var það bara "Redneck" lausnin, svart strigateip. Það á eftir að koma í ljós hvernig það dugar eða öllu heldur veðrast. En það er amk auðvellt að setja þá bara annað lag.
Pantaði mér tvær pakkningar ar þessum ljósum af Amazon, þannig fjögur ljós allt í allt.
og svo þessi blikkljós
Áskorunin við þetta er að fjórir kastarar og átta blikkljós á toppinn eru ansi margir vírar sem þurfa að komast í rafmagn. Til að gera ekki allt of mörg göt á toppinn þá keypti ég rafmagnskassa í Rönning sem á að vera vatnsheldur. Hann á þá að safna saman öllum vírunum og hýsa stjórnstöðina fyrir blikkljósin. Síðan eiga bara að liggja tveir vírar úr boxinu og inn í bíl í gegnum toppinn. Leiðindin eru að á hverju blikkljósi er tengi sem er svakalega stórt m.v. vírinn svo þetta þarf að klippa og splæsa svo saman aftur. Það verður handavinna.
Síðast breytt af muggur þann 28.nóv 2023, 10:28, breytt 1 sinni samtals.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
-
- Innlegg: 1913
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Gott hjá þér og mér lýst vel á þessar pælingar, hef einnig verið að leita að ódýrri lausn með að koma ljósum á toppinn án þess að gera mörg göt, hafðu þó auga með rafmagnstöflunni því þó hún sé merkt vatnsheld er hún það mögulega ekki til lengdar uppi á topp á bíl á fullri ferð.
Rafvirkjar (amk. á youtube) hafa stundum fyllt þessi box af epoxy þegar allt er komið á sinn stað og farið að virka. Mögulega er það varanleg lausn :)
Rafvirkjar (amk. á youtube) hafa stundum fyllt þessi box af epoxy þegar allt er komið á sinn stað og farið að virka. Mögulega er það varanleg lausn :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Re: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Sævar Örn wrote:Rafvirkjar (amk. á youtube) hafa stundum fyllt þessi box af epoxy þegar allt er komið á sinn stað og farið að virka. Mögulega er það varanleg lausn :)
Áhugavert, þó að manni finnist það hljóma illa að steypa allt draslið fast, svona ef manni dytti í hug að breyta þessu eitthvað seinna. Smá gúgl virðist samt leiða mann á eitthvað svona sem virðist vera þannig að hægt er að taka epoxyið af ef þarf að vinna í þessu:
https://www.powerandcables.com/product/product-category/3m-scotchcast-8882-resin/
Væri gaman að fá upplýsingar um hvar hægt er að kaupa þetta hér á landi eða svipað efni ef einhver veit um það.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Re: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Sköðun á heimasíðu Rönning leiðir mann á þetta efni. Virðist hafa réttu eiginleikana:
https://www.ronning.is/%C3%BE%C3%A9ttigel-280-ml-ip68-wondergel-280
https://www.ronning.is/%C3%BE%C3%A9ttigel-280-ml-ip68-wondergel-280
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
-
- Innlegg: 1224
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Toyota Hilux
Re: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Virkilega sniðug lausn þetta með MPC brakketin. Hvaða stærð ertu að nota? Þetta myndi henta vel á minn aldamótagæðing.
Ég er með Trooper og til að fá straum upp á topp fór ég þá leiðina að smella listanum frá öðru megin við framrúðuna (utanfrá) og leggja eins sveran kapal og ég gat upp undir honum.
Ég er með Trooper og til að fá straum upp á topp fór ég þá leiðina að smella listanum frá öðru megin við framrúðuna (utanfrá) og leggja eins sveran kapal og ég gat upp undir honum.
Re: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
StefánDal wrote:Virkilega sniðug lausn þetta með MPC brakketin. Hvaða stærð ertu að nota? Þetta myndi henta vel á minn aldamótagæðing.
Ég er með Trooper og til að fá straum upp á topp fór ég þá leiðina að smella listanum frá öðru megin við framrúðuna (utanfrá) og leggja eins sveran kapal og ég gat upp undir honum.
Þetta var grennsta týpan, 28x18mm ca. Vildi hafa þetta nett, hægt að fá þetta í ýmsum stærðum. Ljósameistarinn er með lista sem maður getur límt á framrúðuna til að fela kapla, sem er þá svipað og þú gerðir með að fela hann bakvið rúðulistann. Það var gat í toppnum hjá mér eftir gps lofnet svo ég notaði það bara.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Re: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Jæja þá er þetta allt saman komið á toppinn og farið að virka. Aldrei þessu vant þá bara kviknaði á öllu draslinu um leið og það var tengt, ekkert vesen með sambandsleysi. Það þarf því ekkert að setja upp jólaljós heima, nóg að svissa bara á jeppanum :-)
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Re: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Flott hjá þér og vel útfært.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur