Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Teikningin af tengingunni hjá mér er þá nokkurnveginn svona. Vonandi er þetta rétt. Þetta allavega virkar rétt en ef þetta er rangt og sérstaklega ef það er hætta á að ég kveiki í druslunni þá væri frábært að fá komment á það.
Síðast breytt af muggur þann 09.nóv 2023, 07:50, breytt 1 sinni samtals.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
-
- Innlegg: 1919
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Undir milljón - Reynslusaga
Flott hjá þér þetta er einmitt eins á Hi lux þá er aðalljósunum stýrt með jarðpólnum, annars er alltaf stöðug 12v. spenna inn á pólana í H4 perunni öllu jafna. Þangað til kveikt er á ljósunum.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Re: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Búinn að ganga nokkurnveginn frá vírum og öðrum leiðindum í kringum kastarana. Loka tiltekt í vélarrúminu fer fram þegar annað hvort er farið að hlýna úti eða þá ef ég set bílinn inn í skúr vegna einhvers annars. Kom breytirofanum fyrir stöðuljósin á kösturunum fyrir á lítt áberandi stað við stýrið. Hitti ekki alveg í miðjuna á lokinu en held að þetta sleppi.
Svo var það í akstri að allt í einu fóru að koma smellir/hljóð sem einna helst vöktu hugrenninga tengsl um að verið væri að slá bílinn með blautu handklæði. Það er þetta voru ekki svona hefðbundnir stýris/drif-smellir sem ég er orðinn ansi vanur. Þessir smellir fylgdu ekki neinni sérstakri reglu nema að þeir heyrðust einungis á svona 70+ km hraða. Fannst þetta í upphafi koma að framan, hægra megin en svo stundum frá hægri hlið bílsins. Gat ekki séð neitt laust sem gæti slegist í bodyið og undir virtist allt fast og flott. Þar sem ég ligg undir bílnum verður mér litið fram með honum og sé þá að svuntan milli innra brettis að framan og grindar er laus. Þarna var þá komið "blauta handklæðið". Götin sem plast smellunar fara í gegnum farin að ryðga hressilega. Tímabundið reddað með þykkari smellum.
Svo var það í akstri að allt í einu fóru að koma smellir/hljóð sem einna helst vöktu hugrenninga tengsl um að verið væri að slá bílinn með blautu handklæði. Það er þetta voru ekki svona hefðbundnir stýris/drif-smellir sem ég er orðinn ansi vanur. Þessir smellir fylgdu ekki neinni sérstakri reglu nema að þeir heyrðust einungis á svona 70+ km hraða. Fannst þetta í upphafi koma að framan, hægra megin en svo stundum frá hægri hlið bílsins. Gat ekki séð neitt laust sem gæti slegist í bodyið og undir virtist allt fast og flott. Þar sem ég ligg undir bílnum verður mér litið fram með honum og sé þá að svuntan milli innra brettis að framan og grindar er laus. Þarna var þá komið "blauta handklæðið". Götin sem plast smellunar fara í gegnum farin að ryðga hressilega. Tímabundið reddað með þykkari smellum.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Re: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Er svaka ánægður með kastarana en finnst þá vanta vinnuljós á hliðarnar. Annað sem ég hef aðeins pælt í eftir að ég keyrði í algjöru kófi síðastliðinn vetur er hversu erfitt getur verið að sjá bílinn í slíkum aðstæðum. Tala nú ekki um ef maður þyrfti að stoppa í vegakannti á þjóðveginum í blindbil. Hef þessvegna aðeins verið að pæla í svona ljósastöng eða blikkljósum. En til að koma slíku á jeppann þarf að festa svoleiðis á einhvern hátt.
Er með fjóra Thule þverboga á bílnum og stórann kassa. Hef oft hugsað um það að kaupa toppgrind en kostnaðurinn við það er fáranlegur 200 þús eða meira. Allavega finnst mér það dýrt miðað við að þetta er bara einföld grind. Geri mér samt alveg grein fyrir að ef slíkt væri smíðað þá færu þó nokkrar vinnustundir í slíka smíði. Á rápi á netinu lenti ég á youtube videoi um "ódýrastu toppgrind á netinu". Þar var gaur sem notaði s.k. "unistrut" til að smíða grind. Þessir "unistrut" eru prófílar, ekki ósvipaðir hilluefni, sem eru notaðir mikið til að festa lagnir (pípu/rafmagns). Þetta dót er ekki dýrt og keypti ég fjóra 2m prófíla ásamt vinklum og dóti fyrir aðeins norðan við 10 þús kallinn.
Kosturinn við þetta er að þetta er ryðfrítt, hellingur af götum til að festa dót á og frekar ódýrt. Hugmyndin var svo að mála þetta bara svart og þá yrði þetta frekar snyrtilegt. En svo fór ég að hafa áhyggjur af því að þessi göt myndu virka eins og blokkflauta á 90 km hraða. Þá var það bara "Redneck" lausnin, svart strigateip. Það á eftir að koma í ljós hvernig það dugar eða öllu heldur veðrast. En það er amk auðvellt að setja þá bara annað lag.
Pantaði mér tvær pakkningar ar þessum ljósum af Amazon, þannig fjögur ljós allt í allt.
og svo þessi blikkljós
Áskorunin við þetta er að fjórir kastarar og átta blikkljós á toppinn eru ansi margir vírar sem þurfa að komast í rafmagn. Til að gera ekki allt of mörg göt á toppinn þá keypti ég rafmagnskassa í Rönning sem á að vera vatnsheldur. Hann á þá að safna saman öllum vírunum og hýsa stjórnstöðina fyrir blikkljósin. Síðan eiga bara að liggja tveir vírar úr boxinu og inn í bíl í gegnum toppinn. Leiðindin eru að á hverju blikkljósi er tengi sem er svakalega stórt m.v. vírinn svo þetta þarf að klippa og splæsa svo saman aftur. Það verður handavinna.
Er með fjóra Thule þverboga á bílnum og stórann kassa. Hef oft hugsað um það að kaupa toppgrind en kostnaðurinn við það er fáranlegur 200 þús eða meira. Allavega finnst mér það dýrt miðað við að þetta er bara einföld grind. Geri mér samt alveg grein fyrir að ef slíkt væri smíðað þá færu þó nokkrar vinnustundir í slíka smíði. Á rápi á netinu lenti ég á youtube videoi um "ódýrastu toppgrind á netinu". Þar var gaur sem notaði s.k. "unistrut" til að smíða grind. Þessir "unistrut" eru prófílar, ekki ósvipaðir hilluefni, sem eru notaðir mikið til að festa lagnir (pípu/rafmagns). Þetta dót er ekki dýrt og keypti ég fjóra 2m prófíla ásamt vinklum og dóti fyrir aðeins norðan við 10 þús kallinn.
Kosturinn við þetta er að þetta er ryðfrítt, hellingur af götum til að festa dót á og frekar ódýrt. Hugmyndin var svo að mála þetta bara svart og þá yrði þetta frekar snyrtilegt. En svo fór ég að hafa áhyggjur af því að þessi göt myndu virka eins og blokkflauta á 90 km hraða. Þá var það bara "Redneck" lausnin, svart strigateip. Það á eftir að koma í ljós hvernig það dugar eða öllu heldur veðrast. En það er amk auðvellt að setja þá bara annað lag.
Pantaði mér tvær pakkningar ar þessum ljósum af Amazon, þannig fjögur ljós allt í allt.
og svo þessi blikkljós
Áskorunin við þetta er að fjórir kastarar og átta blikkljós á toppinn eru ansi margir vírar sem þurfa að komast í rafmagn. Til að gera ekki allt of mörg göt á toppinn þá keypti ég rafmagnskassa í Rönning sem á að vera vatnsheldur. Hann á þá að safna saman öllum vírunum og hýsa stjórnstöðina fyrir blikkljósin. Síðan eiga bara að liggja tveir vírar úr boxinu og inn í bíl í gegnum toppinn. Leiðindin eru að á hverju blikkljósi er tengi sem er svakalega stórt m.v. vírinn svo þetta þarf að klippa og splæsa svo saman aftur. Það verður handavinna.
Síðast breytt af muggur þann 28.nóv 2023, 10:28, breytt 1 sinni samtals.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
-
- Innlegg: 1919
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Gott hjá þér og mér lýst vel á þessar pælingar, hef einnig verið að leita að ódýrri lausn með að koma ljósum á toppinn án þess að gera mörg göt, hafðu þó auga með rafmagnstöflunni því þó hún sé merkt vatnsheld er hún það mögulega ekki til lengdar uppi á topp á bíl á fullri ferð.
Rafvirkjar (amk. á youtube) hafa stundum fyllt þessi box af epoxy þegar allt er komið á sinn stað og farið að virka. Mögulega er það varanleg lausn :)
Rafvirkjar (amk. á youtube) hafa stundum fyllt þessi box af epoxy þegar allt er komið á sinn stað og farið að virka. Mögulega er það varanleg lausn :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Re: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Sævar Örn wrote:Rafvirkjar (amk. á youtube) hafa stundum fyllt þessi box af epoxy þegar allt er komið á sinn stað og farið að virka. Mögulega er það varanleg lausn :)
Áhugavert, þó að manni finnist það hljóma illa að steypa allt draslið fast, svona ef manni dytti í hug að breyta þessu eitthvað seinna. Smá gúgl virðist samt leiða mann á eitthvað svona sem virðist vera þannig að hægt er að taka epoxyið af ef þarf að vinna í þessu:
https://www.powerandcables.com/product/product-category/3m-scotchcast-8882-resin/
Væri gaman að fá upplýsingar um hvar hægt er að kaupa þetta hér á landi eða svipað efni ef einhver veit um það.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Re: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Sköðun á heimasíðu Rönning leiðir mann á þetta efni. Virðist hafa réttu eiginleikana:
https://www.ronning.is/%C3%BE%C3%A9ttigel-280-ml-ip68-wondergel-280
https://www.ronning.is/%C3%BE%C3%A9ttigel-280-ml-ip68-wondergel-280
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
-
- Innlegg: 1231
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Toyota Hilux
Re: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Virkilega sniðug lausn þetta með MPC brakketin. Hvaða stærð ertu að nota? Þetta myndi henta vel á minn aldamótagæðing.
Ég er með Trooper og til að fá straum upp á topp fór ég þá leiðina að smella listanum frá öðru megin við framrúðuna (utanfrá) og leggja eins sveran kapal og ég gat upp undir honum.
Ég er með Trooper og til að fá straum upp á topp fór ég þá leiðina að smella listanum frá öðru megin við framrúðuna (utanfrá) og leggja eins sveran kapal og ég gat upp undir honum.
Re: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
StefánDal wrote:Virkilega sniðug lausn þetta með MPC brakketin. Hvaða stærð ertu að nota? Þetta myndi henta vel á minn aldamótagæðing.
Ég er með Trooper og til að fá straum upp á topp fór ég þá leiðina að smella listanum frá öðru megin við framrúðuna (utanfrá) og leggja eins sveran kapal og ég gat upp undir honum.
Þetta var grennsta týpan, 28x18mm ca. Vildi hafa þetta nett, hægt að fá þetta í ýmsum stærðum. Ljósameistarinn er með lista sem maður getur límt á framrúðuna til að fela kapla, sem er þá svipað og þú gerðir með að fela hann bakvið rúðulistann. Það var gat í toppnum hjá mér eftir gps lofnet svo ég notaði það bara.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Re: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Jæja þá er þetta allt saman komið á toppinn og farið að virka. Aldrei þessu vant þá bara kviknaði á öllu draslinu um leið og það var tengt, ekkert vesen með sambandsleysi. Það þarf því ekkert að setja upp jólaljós heima, nóg að svissa bara á jeppanum :-)
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Re: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Flott hjá þér og vel útfært.
Re: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Gleðilegt ár
Í upphafi árs ákvað ég að tékka á hvaða jeppaferðum Útivist myndi bjóða upp á árið 2024. Sé ég ekki mér til mikillar undrunar mynd af gamla rétt við það að leggja í mikla brekku við Langasjó. Gaman af því!
Helvíti ljótir þessir brúsar á toppnum. Á óskalistanum er aukatankur eða að stækka orginal tankinn.
Í upphafi árs ákvað ég að tékka á hvaða jeppaferðum Útivist myndi bjóða upp á árið 2024. Sé ég ekki mér til mikillar undrunar mynd af gamla rétt við það að leggja í mikla brekku við Langasjó. Gaman af því!
Helvíti ljótir þessir brúsar á toppnum. Á óskalistanum er aukatankur eða að stækka orginal tankinn.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Re: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Keypti mér merkivél í Costco, fyrsta verkefni að merkja inn á lokið í aukarafkerfinu.
Sumir jeppar fengu ný dekk í jólagjöf frá eigendum sínum en pæjan varð að sætta sig við bremsuklossa! Búið að moka pening í þennan bíl síðastliðn tvö ár og svo var farið að ískra að aftan þegar var bremsað. En ákvað að kaupa klossa af fínni sortinni af Rockauto. Brembo að framan og Bosch að aftan. Var ekki til sama merki á báða öxla. Svona betri framleiðendur mega eiga að það er nú aðeins meira lagt í þetta en þegar maður kaupir ódýrari klossa. Klossunum vafið inn í pappír og fylgir með feiti og spennurnar á kjammana.
Svo í þýðunni um daginn var farið í að skipta. Byrjaði að framan og sá þá að klossarnir þar voru bara ca hálfnaðir, en skipti nú samt fyrst þetta var komið sundur. Svo var það að aftan h/m þaðan sem ískrið kom. Þar var klossinn búinn, nánast kominn í járn. Það var alveg sama hvað ég reyndi þá kom ég ekki stimplinum á dælunni nægjanlega til baka. Var nærri búinn að eyðileggja heljarinnar þvingu þegar ég loks gafst upp. Þessar dælur að aftan tók ég sjálfur upp og skipti um stimpla og gúmmí fyrir að ég held 5-6 árum þannig að endingin er kannski allt í lagi. En ég nenni þessu ekki aftur þannig að ég setti þetta bara saman aftur og pantaði dæluna af Rockauto, kostaði um 24 þús kall heim komin. Það sem er gaman við Rockauto dælurnar er að maður fær kjálkann með sem er náttúrulega bara snilld. En svo kom frost og ég mikið að vinna svo ég komst ekkert í að laga þetta strax en bíllinn svo sem ekki í mikilli notkun.
En svo fór ég að hugsa, sem er aldrei gott fyrir veskið, að líklega væri þá dælan v/m komin á tíma líka. Það væri því best að skipta bara um hana líka. Svo aftur var farið á Rockauto og pöntuð önnur dæla. Svo á föstudaginn fyrir hádegi þá fór hitinn aðeins yfir frostmark um morguninn. Ég snjóhreinsaði svona 2 fermetra á planinu fyrir framan skúrinn og dúðaði mig upp og óð í þetta. Tók nú bara um 90 mínútur og ekkert svo kalt.
Þannig að jólagjöfin til pæjunar endaði með að kosta talsvert meira en til stóð....
Sumir jeppar fengu ný dekk í jólagjöf frá eigendum sínum en pæjan varð að sætta sig við bremsuklossa! Búið að moka pening í þennan bíl síðastliðn tvö ár og svo var farið að ískra að aftan þegar var bremsað. En ákvað að kaupa klossa af fínni sortinni af Rockauto. Brembo að framan og Bosch að aftan. Var ekki til sama merki á báða öxla. Svona betri framleiðendur mega eiga að það er nú aðeins meira lagt í þetta en þegar maður kaupir ódýrari klossa. Klossunum vafið inn í pappír og fylgir með feiti og spennurnar á kjammana.
Svo í þýðunni um daginn var farið í að skipta. Byrjaði að framan og sá þá að klossarnir þar voru bara ca hálfnaðir, en skipti nú samt fyrst þetta var komið sundur. Svo var það að aftan h/m þaðan sem ískrið kom. Þar var klossinn búinn, nánast kominn í járn. Það var alveg sama hvað ég reyndi þá kom ég ekki stimplinum á dælunni nægjanlega til baka. Var nærri búinn að eyðileggja heljarinnar þvingu þegar ég loks gafst upp. Þessar dælur að aftan tók ég sjálfur upp og skipti um stimpla og gúmmí fyrir að ég held 5-6 árum þannig að endingin er kannski allt í lagi. En ég nenni þessu ekki aftur þannig að ég setti þetta bara saman aftur og pantaði dæluna af Rockauto, kostaði um 24 þús kall heim komin. Það sem er gaman við Rockauto dælurnar er að maður fær kjálkann með sem er náttúrulega bara snilld. En svo kom frost og ég mikið að vinna svo ég komst ekkert í að laga þetta strax en bíllinn svo sem ekki í mikilli notkun.
En svo fór ég að hugsa, sem er aldrei gott fyrir veskið, að líklega væri þá dælan v/m komin á tíma líka. Það væri því best að skipta bara um hana líka. Svo aftur var farið á Rockauto og pöntuð önnur dæla. Svo á föstudaginn fyrir hádegi þá fór hitinn aðeins yfir frostmark um morguninn. Ég snjóhreinsaði svona 2 fermetra á planinu fyrir framan skúrinn og dúðaði mig upp og óð í þetta. Tók nú bara um 90 mínútur og ekkert svo kalt.
Þannig að jólagjöfin til pæjunar endaði með að kosta talsvert meira en til stóð....
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Re: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Rakst á video um hvernig ætti að stilla kickdown-barkann í jeppanum hjá mér.
https://youtu.be/tX7ZvMn3RqI?si=m1pBElO9lFA61LdT
Þetta er svona týpískt amerískt myndband um lítið efni sem samt tekst að teygja í 8 mínútur. Nóg er náttúrlega bara að sýna myndina úr service manualnum
Þegar ég skipti um vél í bílnum, úr 3lítra í 3.5 lítra þá þurfti að mixa festinguna fyrir barkann. Það var bara gert með strekkböndum og alltaf planað að laga þetta alminnilega seinna. Þannig að svona er þetta búið að vera í nærri þrjú ár. Hef bara verið nokkuð sáttur með skiptinguna svona miðað við að bíllinn er breyttur og allt það.
Mælingar leiddu í ljós að bilið milli stoppara og enda kapalsins var um 4cm en á að vera 3.5cm hjá mér sem er nú eiginlega það sama og í videoinu hjá kananum. Þannig að nú var loks ákveðið að hætta þessu strekkbandafúski og gera alvöru festingu. Upp með slípirokk og ESABinn. Tók mig ekki nema ca 15 mínútur að rífa þetta úr, sjóða og pússa. Því næst málað og látið þorna.
Svo var þetta sett í og stillt rétt. Ekki laust við að ég hafi fundið einhver týnd hestöfl við þetta en get samt ekki bægt hugsuninni frá mér að þetta sé bara lyfleysuáhrif. Hins vegar þá eru allavega vélarskiptin loksins kláruð!
https://youtu.be/tX7ZvMn3RqI?si=m1pBElO9lFA61LdT
Þetta er svona týpískt amerískt myndband um lítið efni sem samt tekst að teygja í 8 mínútur. Nóg er náttúrlega bara að sýna myndina úr service manualnum
Þegar ég skipti um vél í bílnum, úr 3lítra í 3.5 lítra þá þurfti að mixa festinguna fyrir barkann. Það var bara gert með strekkböndum og alltaf planað að laga þetta alminnilega seinna. Þannig að svona er þetta búið að vera í nærri þrjú ár. Hef bara verið nokkuð sáttur með skiptinguna svona miðað við að bíllinn er breyttur og allt það.
Mælingar leiddu í ljós að bilið milli stoppara og enda kapalsins var um 4cm en á að vera 3.5cm hjá mér sem er nú eiginlega það sama og í videoinu hjá kananum. Þannig að nú var loks ákveðið að hætta þessu strekkbandafúski og gera alvöru festingu. Upp með slípirokk og ESABinn. Tók mig ekki nema ca 15 mínútur að rífa þetta úr, sjóða og pússa. Því næst málað og látið þorna.
Svo var þetta sett í og stillt rétt. Ekki laust við að ég hafi fundið einhver týnd hestöfl við þetta en get samt ekki bægt hugsuninni frá mér að þetta sé bara lyfleysuáhrif. Hins vegar þá eru allavega vélarskiptin loksins kláruð!
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Re: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Fór í smá endurlagningu á loftkerfinu hjá mér. Það eru tvær ástæður fyrir því.
Í fyrsta lagi þá henti ég ARB-dælunni í rétt fyrir Bárðargötuferðina og var það gert í flýti og loftkerfið (kistan með inn og úttökum) lá í reiðileysi við hliðinna á dælunni. Allt var þetta tengt meira og minna með gúmmíslöngum og hosuklemmum.
Hitt var að Sölvi kíkti á úrhleypibúnaðinn hjá mér og var ekki hrifinn af kerfinu hjá mér. Sagði að það væri óheppilega mikil mótstaða í lögnunum hjá mér. Mælti t.d. með að svera útloftunina úr 10mm í 12mm og hafa rörið bara styðstu og beinustu leið út. En hjá mér var þetta lagt aftan úr bíl, undir teppinu í gegnum hvalbakinn h/m og meðfram honum og undir bíl v/m. Var þá ekkert að segja honum frá því að í hægra afturdekk lægi slangan undir teppinu, fram í hvalbak og þaðan fram í bíl að framljósi. Þaðan inn í frambrettakant h/m, niður og undir stigbrettið og svo aftur inn í aftari brettakant. Þ.e. ábyggilega hátt í 6 metra leið en boxið og er líklega ekki nema 40cm frá úttakinu í brettakantinum :-) Þetta er svo enn lengra og meiri hlykkir í afturdekkið v/m!
Ákvað því að færa loftkistuna fram í grill og skipti út gúmmíslöngum fyrir legris-slöngur. Frá olíuskilju er því 12mm slanga að kistunni. Þar eru svo úttök fyrir úrhleypibúnaðinn og lofttengin sem eru framan og aftan á bílnum (hægt að pumpa í dekk með slöngu). Er einnig með mæli tengdan og tvo þrýsitirofa. Annar er fyrir ARB dæluna og slær hann út í 5 börum og svo hinn fyrir York dæluna og slær hann út í 10 börum. Ég ákvað að taka í burtu þrýstijafnarann þannig að fræðilega væri hægt að setja 10 bör í dekkinn ef ekki er varlega farið. Með mæla og því að ég þykist vita hvað ég er að gera þá er það ólíkleg sviðsmynd. Græði meira flæði og þá hraðari pumpun með þetta úr.
Við að færa loftkistuna fram í grill þá losnar um pláss við ARB dæluna. Loftinntakið fyrir ARB-inn var bara tvær legris-slöngur fram í vélarrúm en nú ákvað ég að tengja þær við lofthreinsarann. Vissulega er ég að stela smá lofti frá vélinni en efast um að ég finni nokkurntíma fyrir því í vinnslu á bílnum. Þannig að ARB-dælan fær ferskt, hreint og síað loft frá snorkeli en Yorkinn verður að láta sér nægja að sjúga loft úr horni vélarrúmsins.
Svo var það úrhleypibúnaðurinn. Þegar ég lagði hann fannst mér ekki vera neinn augljós staður til að taka lagnir í gegn að aftan h/m. Það er ákaflega lítið eftir af brettinu aftan við brettakant vegna hásingafærslu og ekki hægt að koma borvél með góðu móti að innan vegna grindarinnar og bensíntanks. Reif klæðninguna að innan úr og svo plastið úr brettinu að utan. Sá þá að hægt væri að bora þrjú göt þarna á bakvið brettaplastið. Þar setti ég 12mm gegnumtak fyrir út-loftið og tvö 10mm fyrir afturdekkin. Svo lagði ég slöngu í vinstra dekkið bara yfir bensíntankinn og upp í brettakant. Þannig að leiðin í afturdekkin er orðin mikið styttri og beinni en áður var. Er ekki búinn að prófa búnaðinn eftir þetta en það verður allavega ekki hægara að hleypa úr og í eftir þetta.
Svo að lokum þá er ég með tvöfaldann mæli inni í bíl. Áður var þetta þannig að annar mælirinn var á kistunni og sýndi þá þrýsting á kút og kerfinu. Hinn mælirinn var hinum megin við þrýstijafnarann og sýndi þá þrýsting á úrhleypibúnaði og loftslöngum. Nú færði ég nemann á lögnina á annað framdekkið. Það er því "analog" vöktun líka á úrhleypibúnaðnum.
Í fyrsta lagi þá henti ég ARB-dælunni í rétt fyrir Bárðargötuferðina og var það gert í flýti og loftkerfið (kistan með inn og úttökum) lá í reiðileysi við hliðinna á dælunni. Allt var þetta tengt meira og minna með gúmmíslöngum og hosuklemmum.
Hitt var að Sölvi kíkti á úrhleypibúnaðinn hjá mér og var ekki hrifinn af kerfinu hjá mér. Sagði að það væri óheppilega mikil mótstaða í lögnunum hjá mér. Mælti t.d. með að svera útloftunina úr 10mm í 12mm og hafa rörið bara styðstu og beinustu leið út. En hjá mér var þetta lagt aftan úr bíl, undir teppinu í gegnum hvalbakinn h/m og meðfram honum og undir bíl v/m. Var þá ekkert að segja honum frá því að í hægra afturdekk lægi slangan undir teppinu, fram í hvalbak og þaðan fram í bíl að framljósi. Þaðan inn í frambrettakant h/m, niður og undir stigbrettið og svo aftur inn í aftari brettakant. Þ.e. ábyggilega hátt í 6 metra leið en boxið og er líklega ekki nema 40cm frá úttakinu í brettakantinum :-) Þetta er svo enn lengra og meiri hlykkir í afturdekkið v/m!
Ákvað því að færa loftkistuna fram í grill og skipti út gúmmíslöngum fyrir legris-slöngur. Frá olíuskilju er því 12mm slanga að kistunni. Þar eru svo úttök fyrir úrhleypibúnaðinn og lofttengin sem eru framan og aftan á bílnum (hægt að pumpa í dekk með slöngu). Er einnig með mæli tengdan og tvo þrýsitirofa. Annar er fyrir ARB dæluna og slær hann út í 5 börum og svo hinn fyrir York dæluna og slær hann út í 10 börum. Ég ákvað að taka í burtu þrýstijafnarann þannig að fræðilega væri hægt að setja 10 bör í dekkinn ef ekki er varlega farið. Með mæla og því að ég þykist vita hvað ég er að gera þá er það ólíkleg sviðsmynd. Græði meira flæði og þá hraðari pumpun með þetta úr.
Við að færa loftkistuna fram í grill þá losnar um pláss við ARB dæluna. Loftinntakið fyrir ARB-inn var bara tvær legris-slöngur fram í vélarrúm en nú ákvað ég að tengja þær við lofthreinsarann. Vissulega er ég að stela smá lofti frá vélinni en efast um að ég finni nokkurntíma fyrir því í vinnslu á bílnum. Þannig að ARB-dælan fær ferskt, hreint og síað loft frá snorkeli en Yorkinn verður að láta sér nægja að sjúga loft úr horni vélarrúmsins.
Svo var það úrhleypibúnaðurinn. Þegar ég lagði hann fannst mér ekki vera neinn augljós staður til að taka lagnir í gegn að aftan h/m. Það er ákaflega lítið eftir af brettinu aftan við brettakant vegna hásingafærslu og ekki hægt að koma borvél með góðu móti að innan vegna grindarinnar og bensíntanks. Reif klæðninguna að innan úr og svo plastið úr brettinu að utan. Sá þá að hægt væri að bora þrjú göt þarna á bakvið brettaplastið. Þar setti ég 12mm gegnumtak fyrir út-loftið og tvö 10mm fyrir afturdekkin. Svo lagði ég slöngu í vinstra dekkið bara yfir bensíntankinn og upp í brettakant. Þannig að leiðin í afturdekkin er orðin mikið styttri og beinni en áður var. Er ekki búinn að prófa búnaðinn eftir þetta en það verður allavega ekki hægara að hleypa úr og í eftir þetta.
Svo að lokum þá er ég með tvöfaldann mæli inni í bíl. Áður var þetta þannig að annar mælirinn var á kistunni og sýndi þá þrýsting á kút og kerfinu. Hinn mælirinn var hinum megin við þrýstijafnarann og sýndi þá þrýsting á úrhleypibúnaði og loftslöngum. Nú færði ég nemann á lögnina á annað framdekkið. Það er því "analog" vöktun líka á úrhleypibúnaðnum.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Re: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Jæja er ekki kominn tími á smá update, ekki hægt að láta Jón einan um baráttuna við að halda jeppaspjallinu á lífi!
Svo sem ekki mikið búið að ganga á nema að í vor sá ég auglýsingu fyrir toppgrind á fésbókinni og þrátt fyrir miklar yfirlýsingar með Unistruttana í vetur þá lét ég slag standa. Grindin var örlítið lifuð svo ég ákvað að mála hana svarta og koma henni svo á toppinn. Á eftir að færa öll ljósin og tengja þau en það bíður betri tíma. Verð samt að gera það áður en það fer að kólna of mikið.
Svo þegar ég var að bjástra við koma grindinni raunverulega á toppinn þá tókst mér að brjóta gluggahlífina að aftan. Það er svona að vera bjástra þetta einn og biðja helst aldrei um hjálp.
Nú bensín er alltaf eitthvað sem ég er með hugann við á mínum ferðum og þá aðallega að það sé nóg af því! Svo ég smíðaði þriðju grindina fyrir fjóra bensínbrúsa til að hafa við hliðina á toppkassanum. Þarf aðeins að bæta hönnunina á henni þar sem að maður nær eiginlega ekki brúsunum úr henni nema með kúbeini.
Skrapp í Þórsmörk í vor og svo núna um helgina á Fjallabak. Fórum upp Fljótshlíðina og gistum í Hvanngili. Það var frábært veður á laugardeginum og geðveikt útsýni. Því var ekki alveg að heilsa á sunnudeginum. Við keyrðum í Strútsskála og tókum þar góða göngu upp að ég held að heiti Króksgil. Lentum í talsverðu sandfoki á Mælifellssandi, svo miklu að á tíma keyrði maður bara eftir gps á milli stika.
Nú eru unglingarnir hættir að nenna að fara með svo ekki var ég að danglast með kerru aftan í mér. Þvílíkur munur að sleppa henni! Bæði hvað bílinn er léttari og allt einfaldara í akstrinum. Eyðslan náttúrulega datt niður, tók með mér tvo fulla 20 lítra brúsa en fyllti bílinn eins og lög gera ráð fyrir á Hvolsvelli. Keyrði semsagt í Strút upp Fljótshlíð og Öldufellsleið heim og framhjá Vík í Mýrdal. Komst það auðveldlega á einum tanki. Það var því alger óþarfi að taka með sér auka bensín.
Svo sem ekki mikið búið að ganga á nema að í vor sá ég auglýsingu fyrir toppgrind á fésbókinni og þrátt fyrir miklar yfirlýsingar með Unistruttana í vetur þá lét ég slag standa. Grindin var örlítið lifuð svo ég ákvað að mála hana svarta og koma henni svo á toppinn. Á eftir að færa öll ljósin og tengja þau en það bíður betri tíma. Verð samt að gera það áður en það fer að kólna of mikið.
Svo þegar ég var að bjástra við koma grindinni raunverulega á toppinn þá tókst mér að brjóta gluggahlífina að aftan. Það er svona að vera bjástra þetta einn og biðja helst aldrei um hjálp.
Nú bensín er alltaf eitthvað sem ég er með hugann við á mínum ferðum og þá aðallega að það sé nóg af því! Svo ég smíðaði þriðju grindina fyrir fjóra bensínbrúsa til að hafa við hliðina á toppkassanum. Þarf aðeins að bæta hönnunina á henni þar sem að maður nær eiginlega ekki brúsunum úr henni nema með kúbeini.
Skrapp í Þórsmörk í vor og svo núna um helgina á Fjallabak. Fórum upp Fljótshlíðina og gistum í Hvanngili. Það var frábært veður á laugardeginum og geðveikt útsýni. Því var ekki alveg að heilsa á sunnudeginum. Við keyrðum í Strútsskála og tókum þar góða göngu upp að ég held að heiti Króksgil. Lentum í talsverðu sandfoki á Mælifellssandi, svo miklu að á tíma keyrði maður bara eftir gps á milli stika.
Nú eru unglingarnir hættir að nenna að fara með svo ekki var ég að danglast með kerru aftan í mér. Þvílíkur munur að sleppa henni! Bæði hvað bílinn er léttari og allt einfaldara í akstrinum. Eyðslan náttúrulega datt niður, tók með mér tvo fulla 20 lítra brúsa en fyllti bílinn eins og lög gera ráð fyrir á Hvolsvelli. Keyrði semsagt í Strút upp Fljótshlíð og Öldufellsleið heim og framhjá Vík í Mýrdal. Komst það auðveldlega á einum tanki. Það var því alger óþarfi að taka með sér auka bensín.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Re: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Félagi minn hringdi í mig um daginn og bar sig aumlega þar sem að startarinn í Troopernum hans var orðinn lélegur. Ég tók nú vel í að hjálpa honum með þetta og sagði eitthvað á þá leið að minn bíll hafi nú verið til friðs svo lengi að verkfærin mín væru nú bara farin að rykfalla! Þvílíkt djöfulsins vesen að skipta um startara í Trooper m.v. Pajero! En eftir þetta bras keyrði félaginn í burt og ég ætlaði þá að færa jeppann minn aftur í stæðið fyrir framan bílskúrinn. Þá var alveg steindautt á bílnum.... Svo dramb er falli næst.
Hlóð geyminn yfir nótt og þá startaði bílinn auðveldlega. Er með volt-mæli í bílnum en undanfarnar vikur hefur hann verið falinn bakvið gps-tækið. Hleðslan var heldur mikil eða 15-17V en þessu tók ég eftir þegar ég keyrði bílinn í rafgeymatékk. Kom í ljós að rafgeymirinn var orðinn frekar slappur og svo var altenatorinn ekki að hlaða rétt. Svo það var nýr altenator og rafgeymir, pakki upp á 80 þús kall.
Svo var rokið aftur á fjöll og aftur á Fjallabak. Upp í Hvanngil, þaðan Faxafit, Langisjór, Blautulón, Skælingar, Hólaskjól. Frábær ferð í góðu veðri.
Komnir smá smellir vinstramegin að framan svo ég kíkti á skoðunarstöð, spindilkúla vm og slag í báðum hjólalegum að framan. Þannig að eftir hlátur kemur grátur :-)
Hlóð geyminn yfir nótt og þá startaði bílinn auðveldlega. Er með volt-mæli í bílnum en undanfarnar vikur hefur hann verið falinn bakvið gps-tækið. Hleðslan var heldur mikil eða 15-17V en þessu tók ég eftir þegar ég keyrði bílinn í rafgeymatékk. Kom í ljós að rafgeymirinn var orðinn frekar slappur og svo var altenatorinn ekki að hlaða rétt. Svo það var nýr altenator og rafgeymir, pakki upp á 80 þús kall.
Svo var rokið aftur á fjöll og aftur á Fjallabak. Upp í Hvanngil, þaðan Faxafit, Langisjór, Blautulón, Skælingar, Hólaskjól. Frábær ferð í góðu veðri.
Komnir smá smellir vinstramegin að framan svo ég kíkti á skoðunarstöð, spindilkúla vm og slag í báðum hjólalegum að framan. Þannig að eftir hlátur kemur grátur :-)
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Re: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Í ljósi skoðunarinnar þá pantaði ég af partsouq spindilkúlu(r) og hjólalegur ásamt pakkdósum. Fyrir valinu urðu orginal hjólalegur og svo 555 spindilkúlur. Svo beið ég spenntur eftir dótinu en þegar ég fékk tölvupóst um að búið væri að græja pöntunina þá var verðið eitthvað skringilega lágt. Kom í ljós að spindilkúlurnar voru ekki til svo að það voru einungis hjólalegurnar sem komu. Ákvað því að rölta bara í bílanaust þar sem ekki var til orginal í Heklu. Gat ekki fundið neitt slag í hjólalegunum og feitin var eins og ný, svo ég bara herti upp á legunum og lét þar við sitja. Enga stund verið að skipta um spindilkúlu, enda geri ég það á hverju ári.
Það var leiðindaspá um verslunarmannahelgina en við ákváðum að fara í Kerlingarfjöll og tjalda þar aðfaranótt laugardags og sunnudags. Hef ekki komið þangað síðan lúxushótelið opnaði og ánægjulegt hvað það er búið að gera tjaldstæðið flott. Það tekur samt í burtu hálendisstemminguna svoldið að hafa gott gras, skjólgarða og skála með rafmagnshellum og dóti til að elda. En það þarf svo sem ekki allt að vera í naumhyggjunni. Allavega þá var ansi hvasst þarna og kviður upp á 15-20 m/sek. Þannig að tjaldlífið var nú kannski ekki það huggulegasta.
Ákváðum því að taka "hringinn" utan um Kerlingarfjöll, sem var nú í raun bara lengri leiðin heim. En við keyrðum norður og austur fyrir Kerlingafjöllin og að Setrinu. Svo var haldið í vestur, Klaksleið um Kisubotna. Þetta var skemmtileg leið en því miður var rokið svo mikið að það var eiginlega hálfgerð áskorun að fara út úr bílnum á köflum. Talsverð mikil drulla áður en komið var að Kisu og maður veltir fyrir sér hvort ekki sé önnur leið/vegstæði þannig að ekki þurfi að keyra á mold/drullu. En líklega var þetta bara slæmt vegna rigninga undanfarna daga. Svo var keyrt niður Hrunamannaafrétt og endað við Gullfoss. Fannst það nú fremur einsleit leið og fer ábyggilega aðra leið næst.
Ágætisferð fyrir utan veður. Setti nýtt met í fjölda ferða þetta sumar og slapp vel frá bilunum. Svona af verkefnalistanum þá náði ég að setja aftur vinnu- og blikkljósin á toppgrindina. Toppgrindin er það stór að hún fór yfir VHF-loftnetið á toppnum svo ég keypti mér bátaloftnet sem er djöfulli töff að mér finnst. Fékk samt nánast hjartaáfall þegar ég var að keyra yfir brúnna við Kjarnholt þá rakst lofnetið í þverbitana á brúnni. Þurfti að fara útúr bílnum og lækka lofnetið þarna á miðri brúnni. Þurfti nú ekki mikið til að maður myndi detta ofan í ánna.
Það var leiðindaspá um verslunarmannahelgina en við ákváðum að fara í Kerlingarfjöll og tjalda þar aðfaranótt laugardags og sunnudags. Hef ekki komið þangað síðan lúxushótelið opnaði og ánægjulegt hvað það er búið að gera tjaldstæðið flott. Það tekur samt í burtu hálendisstemminguna svoldið að hafa gott gras, skjólgarða og skála með rafmagnshellum og dóti til að elda. En það þarf svo sem ekki allt að vera í naumhyggjunni. Allavega þá var ansi hvasst þarna og kviður upp á 15-20 m/sek. Þannig að tjaldlífið var nú kannski ekki það huggulegasta.
Ákváðum því að taka "hringinn" utan um Kerlingarfjöll, sem var nú í raun bara lengri leiðin heim. En við keyrðum norður og austur fyrir Kerlingafjöllin og að Setrinu. Svo var haldið í vestur, Klaksleið um Kisubotna. Þetta var skemmtileg leið en því miður var rokið svo mikið að það var eiginlega hálfgerð áskorun að fara út úr bílnum á köflum. Talsverð mikil drulla áður en komið var að Kisu og maður veltir fyrir sér hvort ekki sé önnur leið/vegstæði þannig að ekki þurfi að keyra á mold/drullu. En líklega var þetta bara slæmt vegna rigninga undanfarna daga. Svo var keyrt niður Hrunamannaafrétt og endað við Gullfoss. Fannst það nú fremur einsleit leið og fer ábyggilega aðra leið næst.
Ágætisferð fyrir utan veður. Setti nýtt met í fjölda ferða þetta sumar og slapp vel frá bilunum. Svona af verkefnalistanum þá náði ég að setja aftur vinnu- og blikkljósin á toppgrindina. Toppgrindin er það stór að hún fór yfir VHF-loftnetið á toppnum svo ég keypti mér bátaloftnet sem er djöfulli töff að mér finnst. Fékk samt nánast hjartaáfall þegar ég var að keyra yfir brúnna við Kjarnholt þá rakst lofnetið í þverbitana á brúnni. Þurfti að fara útúr bílnum og lækka lofnetið þarna á miðri brúnni. Þurfti nú ekki mikið til að maður myndi detta ofan í ánna.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
-
- Innlegg: 2660
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Þú hefur greinilega farið "Nyrðri Klakksleiðina" Hún er flott og syðri leiðin er enn einsleitari, bara sandur og melar. Drullan á leiðinni að Kisu er oft leiðinleg, sérstaklega í rigningarsumrum eins og núna, Það eru hugmyndir uppi um að færa leiðina nær brekkunni, en þá verður hún grýttari og seinfarnari í staðinn.
Re: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
jongud wrote:Þú hefur greinilega farið "Nyrðri Klakksleiðina" Hún er flott og syðri leiðin er enn einsleitari, bara sandur og melar. Drullan á leiðinni að Kisu er oft leiðinleg, sérstaklega í rigningarsumrum eins og núna, Það eru hugmyndir uppi um að færa leiðina nær brekkunni, en þá verður hún grýttari og seinfarnari í staðinn.
Já Nyrðri Klakksleiðin var mjög flott, bara leiðin frá Klakksskála og niður á Gullfoss fannst mér svona fremur einsleit, sérstaklega svona síðustu 2/3 hlutar þeirrar leiðar. Sniðugt að færa leiðina við Kisu, allt í lagi að það sé seinfarið að mér finnst. Drullan er náttúrulega mold að mestu leiti og það þýðir að gróður getur þrifist þar, sem hann gerir að vissu leiti. Þetta er semsagt ekki algengt að svona sé uppi á hálendi, meira af melum og söndum. Þannig að ég held að það sé hið besta mál að færa leiðina.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Re: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
í hossingnum í kringum Setrið um verslunarmannahelgina gafst annað stuðarahornið upp svo að segja. Þegar ég breytti bílnum þurfti ég að klippa mikið af því og þar með talið talsverðan hluta af járninu sem boltast við miðhluta stuðarans. Þetta járnadót var í þokkabót orðið vel ryðgað. Var auk þess ekki alveg sáttur við stuðarann svona eftir að kanntarnir komu á en var heldur ekki viss um 38 tommu kanta hornin sem hægt er að fá hjá Brettakantar.is.
Þannig að ég byrjaði á því að taka hornin af en fannst það nú ekki lúkka vel, einum og hrátt. Svo upp með slípirokkinn og migguna og byrjað að föndra. Var ekki alveg með plan um hvernig þetta ætti að líta út en þetta átti að vera svoldið wild en þó þannig að snyrtimennskan væri í fyrirrúmi.
Svo var málað, fyrst með jotamastic grunni yfir allt og svo með epoxy það sem ekki sést svo vel og haft svart. Þá var að utan notast við bílalakk og glæru úr brúsa. Eins og vanalega "fjarska fallegt" og kallinn bara nokkuð sáttur. Föndraði meira að segja aftur á rúðupissið fyrir ljósin sem var náttúrulega byltingakennt in þe eitís and næntís!
Þannig að ég byrjaði á því að taka hornin af en fannst það nú ekki lúkka vel, einum og hrátt. Svo upp með slípirokkinn og migguna og byrjað að föndra. Var ekki alveg með plan um hvernig þetta ætti að líta út en þetta átti að vera svoldið wild en þó þannig að snyrtimennskan væri í fyrirrúmi.
Svo var málað, fyrst með jotamastic grunni yfir allt og svo með epoxy það sem ekki sést svo vel og haft svart. Þá var að utan notast við bílalakk og glæru úr brúsa. Eins og vanalega "fjarska fallegt" og kallinn bara nokkuð sáttur. Föndraði meira að segja aftur á rúðupissið fyrir ljósin sem var náttúrulega byltingakennt in þe eitís and næntís!
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
-
- Innlegg: 48
- Skráður: 06.júl 2013, 19:28
- Fullt nafn: Elvar Elí Jónasson
- Bíltegund: Chevrolet Camaro
Re: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
kemur snyrtilega út
-
- Innlegg: 304
- Skráður: 09.mar 2012, 22:56
- Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
- Bíltegund: D-MAX
Re: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Snyrtilegt hjá þér
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur