Undir milljón - Reynslusaga


Gisli1992
Innlegg: 64
Skráður: 02.des 2013, 16:54
Fullt nafn: Gísli Kristinn Sveinsson
Bíltegund: 2006 MMC Pajero Sp

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá Gisli1992 » 06.maí 2022, 23:35

mæli með að skera þau með dekkjahníf áður en þú byrjar að hleypa úr þeim að ráði hef heyrt mikið um að víralöginn í munstrinu eiga það til að slitna í sundur


2006 Mitsubishi Pajero Sport (í notkun)
1995 Ford Explorer Eddie Bauer (R.I.P)
1993 Ford Explorer Limited (R.I.P)
1991 Ford Explorer Eddie Bauer (Pressaður)
1992 Ford Explorer XLT (seldur)
2009 Mitsubishi Lancer (seldur)
2005 Mitsubishi Lancer (seldur)

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 283
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 07.maí 2022, 13:28

Gisli1992 wrote:mæli með að skera þau með dekkjahníf áður en þú byrjar að hleypa úr þeim að ráði hef heyrt mikið um að víralöginn í munstrinu eiga það til að slitna í sundur


Þú segir nokkuð, athuga það fyrir næsta vetur.

Annars lét ég valsa felgurnar og bora fyrir krönum. Þetta þýðir að málingin er ónýt. Var mælt með að ég léti sandblása þær og zinkhúða. Ábyggilega skynsamlegt en ég held ég fari bara í Jotamastic kokteilinn minn sem ég notaði á grindina.
Viðhengi
F3416FF7-064C-449A-AB89-C93A57DC325B.jpeg
Valsað.
F3416FF7-064C-449A-AB89-C93A57DC325B.jpeg (1.59 MiB) Viewed 1699 times
D85E73D0-C0D4-4B31-83C0-8E0F389D906E.jpeg
Gat fyrir krana
D85E73D0-C0D4-4B31-83C0-8E0F389D906E.jpeg (2.64 MiB) Viewed 1699 times
Síðast breytt af muggur þann 02.jún 2022, 23:02, breytt 1 sinni samtals.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 283
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 07.maí 2022, 18:30

Ég var sannspár um að það yrði eitthvert bras í endann. Á miðvikudag var loksins búið að ganga frá rörinu frá bensínlúgunni og niður í tank. Þá var náttúrulega helvíti freistandi að setja á hann bensín og starta.

Það var með mikilli eftirvæntingu sem ég sneri lyklinum. Hann bara sneri mótornum en startaði ekki. Reyndi ansi lengi en ekkert gerðist. Datt í hug að það þyrfti að draga upp í gegnum dæluna og rörin að mótornum. Þetta gerði ég, losaði slönguna við bensínsíuna sem er undir miðjum bíl. Saug svo bara og áður en ég vissi af var munnurinn fullur af bensíni og svo sullaðist yfir mig allann.

Reyndi aftur að starta og nú tók hann við sér og eftir nokkrar tilraunir fór hann í gang. Gangurinn var truntulegur en það versta var að ef ég gaf honum inn steindrapst á honum. Reyndi þetta nokkrum sinnum með þá von að þetta væri bara loft inni á kerfinu en alltaf sama niðurstaða.

Eitt sem ég pældi aðeins í þegar ég var að leggja bensínrörin aftur var að rörið frá dælu var aðeins sverara en bakflæðisrörið og öndunarrörið (eða hvað þessi rör heita). Ákvað því að prófa að svera dælurörið upp með því að nota slöngu. Eftir það gekk betur að starta honum, hægagangurinn varð betri en því miður þá var erfitt að gefa honum inn en þó var hægt að halda honum með herkjum í gangi upp að 2000 snúningum.

Þetta leiddi mig að því að fara að gruna tankdæluna. Að hún væri ekki nægjanlega kröftug. Svo núna fór ég í það að ná pickupinu upp úr tanknum. Það er lúga í gólfinu í skottinu einmitt fyrir þetta en vegna hásingafærslunar er lúgan komin vel fram fyrir. Svo tankurinn niður!!!

Sem betur fer var ég ekki búinn að henda gömlu dælunni og gat sett gömlu dæluna á nýja pickupið. Orginal dælan er mun stærri og þyngri en kínadælan. Allavega þegar þetta var komið saman…… gekk eins og klukka!!!!!

D7C83EFB-FDF7-4BA8-9461-7A8FAFFEA0B3.jpeg
Orginal tv og kínadælan th
D7C83EFB-FDF7-4BA8-9461-7A8FAFFEA0B3.jpeg (4.32 MiB) Viewed 1681 time


Svo var svarta plastinu hnoðað í hjólskálarnar og bílnum hennt út í fyrsta skipti í 2 mánuði. Nú hefst að koma dekkjunum á felgur og sérskoðun!!!!

BF726B8B-DA85-41D4-BFCE-2E89A4363A50.jpeg
Kominn út í vorið
BF726B8B-DA85-41D4-BFCE-2E89A4363A50.jpeg (5.13 MiB) Viewed 1681 time
Síðast breytt af muggur þann 24.maí 2022, 14:09, breytt 2 sinnum samtals.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


elli rmr
Innlegg: 289
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá elli rmr » 09.maí 2022, 19:29

Ánægður með þig að fara ekki í Raptor á boddýið :)

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 283
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 19.maí 2022, 21:45

Jæja þá er hann "búinn", kominn með skoðun og alles!!!!

Það gekk á ýmsu á lokasprettinum. Fyrst var að koma dekkjunum á felgur, ég pantaði tíma hjá Kletti í dekkjaskipti á netinu um helgi og fékk tíma á þriðjudegi. Þegar ég skoðaði póstinn sá ég að þetta var bókun fyrir fólksbíl þannig að ég hringdi á mánudeginum og bað um að breyta þessu. Mér var sagt að þetta yrði ekkert mál, bara að mæta með bílinn og dekkinn. Með þessa vitneskju bókaði ég tíma hjá Arctic trucks í hjólastillingu á miðvikudeginum. Þegar ég mæti í Klett þá er mér sagt að þetta gangi ekki, mér hafi bara verið sögð tóm vitleysa og ég geti líklega komið í næstu viku en það sé brjálað að gera og allt það..... Mér fannst þetta ekki góð þjónusta þarna í Klettagörðum og algjör andstaðan við hið góða og vinalega viðmót sem ég fékk hjá þeim sem seldu mér dekkin. Þeir svöruðu alltaf póstum mjög fljótt, tóku dekkin frá fyrir mig og skutluðu þéim heim. Þannig að söludeildin fær 10 hjá mér í einkunn en dekkjaverkstæðið skorar ekki hátt.

Nú með dekkin á kerrunni fyrir utan Klett hringi ég í Arctic Trucks þar sem ljóst var orðið að hjólastillingin yrði að frestast. Viðmótið hjá Arctic var bara "Engar áhyggjur, við reddum þessu fyrir þig". Hinn óþolandi frasi Toyota kom upp í hugann "Engin vandamál, bara lausnir" en þar sem ég er MMC-hardcore þá er það eitthvað sem ég nota helst ekki. En, Haukur á þjónustuverkstæðinu sagði mér bara að renna við og hann myndi troða dekkjunum inn á milli og svo færu þeir í hjólastillinguna. Ég mæti í Arctic og ræði aðeins við gaurana á dekkjaverkstæðinu sem voru uppfyrir haus. Það var nú ekki að heyra að þeir væru neitt rosa ánægðir með þetta loforðhans Hauks.

Svo á miðvikudeginum hringir Haukur í mig og segir mér að ekki sé hægt að hjólastilla þar sem það sé komið slag í stýrisenda en spyr hvort ég vilji að þeir reddi því. Ég var fljótur að segja já. En núna var ég náttúrulega heldur betur farinn að troðast inn í dagskrána svo að þeir komust ekki í hjólastillinguna fyrr en á föstudaginn. Svo hringir Haukur í mig eftir hádegi og segir mér að hjólastillingavélin hafi bilað. En bíllinn var græjaður um hádegi á mánudag. Greinilega fagmenn þarna, bæði er bílinn góður í stýri og svo stilltu þeir stýrishjólið þannig að það er "rétt" en síðast þegar bíllinn var stilltur kom hann til baka með stýrishjólið svona 20 gráður til vinstri.

Vegna þessara tafa allra voru þeir mjög sanngjarnir í reikningnum. Finnst ég hafa heyrt menn kvarta yfir Arctic Trucks að þeir séu dýrir og bara í að þjónusta ferðaþjónustuaðila en það er svo sannarlega ekki mín reynsla. Mjög sáttur við þá, svo sáttur að ég setti Arctic Trucks auglýsinga drullusokka á jeppann :-)

Nú svo var það skoðunin og þar voru engin vandamál. Eina sem skyggði á gleðina var að á eftir mér var einhver RAM-Sonax trukkur á einhverjum þeim stærstu jeppadekkjum sem ég hef séð. Þannig að pæjan var bara eins og Yaris fyrir framan hann.

IMG_0869.jpg
Hlunkur er þetta
IMG_0869.jpg (170.52 KiB) Viewed 1340 times

IMG_3587.JPG
Cirka svona fékk ég bílinn fyrir 11 árum
IMG_3587.JPG (98.43 KiB) Viewed 1340 times


Þessi þráður ef ég man rétt var eiginlega svona bókhald yfir rekstur á gömlum jeppa. Er löngu hættur að pæla í svona kostnaði en fyrir þá sem hafa áhuga á stærðargráðu þá er samkvæmt minni (sem hefur tilhneigingu til að lækka svona tölur) kostnaðurinn eihverstaðar ca svona:
    Aðkeypt þjónusta þ.e. lenging á drifskafti, völsun á felgum, hjólastilling og skoðun ca 250 þús
    Suðugas, vír líklega um 100 þús. Ég er með litla eignarflösku, það hefði verið skynsamlegt að leigja sér kút í þetta verkefni
    Skurðarskífur, rör, slöngur, kítti, máling og allskonar smádrasl ca 150-250 þús
    Dekk ca 550 þús og felgur 185 þús, brettakanntar notaðir 50 þús

Þannig að þetta er kostnaður og maður hefði líklega getað sparað sér vinnu og fengið sæmilegan 38 tommu jeppa fyrir þennan pening.
Viðhengi
IMG_0859.jpg
Bara svoldið fullorðins
IMG_0859.jpg (160.58 KiB) Viewed 1340 times
Síðast breytt af muggur þann 02.jún 2022, 23:05, breytt 2 sinnum samtals.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 283
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 21.maí 2022, 14:46

Aðeins farin að prófa bílinn. Þarf líklega að hækka samsláttapúðana að aftan og svo er eins og nudd að framan í krappri hægri beygju sem ég get ekki séð þegar ég labba í kringum bílinn.
Helvítis lásinn virkar ekki en mig grunar að það sé loftleki í rörinu við dæluna. Var ansi ryðgað þegar ég var að brasa í þessu.
203CF9BA-4998-4F91-A802-7DD97D30E777.jpeg
203CF9BA-4998-4F91-A802-7DD97D30E777.jpeg (3.47 MiB) Viewed 1176 times


A87C4ADA-ECBC-49E2-8097-035D8D4748B6.jpeg
A87C4ADA-ECBC-49E2-8097-035D8D4748B6.jpeg (3.81 MiB) Viewed 1176 times


Svo er að koma loftdælu í bílinn. Ætla að herma eftir Sævari á ferðahilux og nota York dælu en Tacomunni hans Jóns að byrja bara með loftkút og slöngur. Stefni á úrhleypibúnað þegar veskið er aðeins búið að jafna sig
Viðhengi
E0CFED55-FB3F-4DA6-A7D0-20886B2D9793.jpeg
Næsta verkefni
E0CFED55-FB3F-4DA6-A7D0-20886B2D9793.jpeg (3.14 MiB) Viewed 1176 times
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


Kalli
Innlegg: 401
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá Kalli » 22.maí 2022, 11:43

Til hamingju með jeppan og það var gaman að fylgjast með ferlinu.

User avatar

draugsii
Innlegg: 284
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hilmar Ingimundarson
Bíltegund: Toyota Hilux 93
Staðsetning: Akureyri

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá draugsii » 28.maí 2022, 10:01

þetta er orðin hin glæsilegasta bifreið
1993 árg Toyota Hilux (hvaðan kemur þetta Hilux ??) 35 - 36"
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)
kominn á 38” og með 22RTE sem er heldur snarpari en gamla
Kv Hilmar

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2800
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá ellisnorra » 28.maí 2022, 12:09

Frábært að fylgjast með hér. Þó ég skrifi ekki við hvern póst þá fylgist ég spenntur með :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 283
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 28.maí 2022, 21:32

Það er yljar um hjartaræturnar að lesa að fólk hafi gaman af þessu brasi mínu. Maður er orðinn eins og versti áhrifavaldur, póstar þessari breytingu á hinar og þessar MMC síður og lækin virka eins og heróín á mann....

En já ég er bara nokkuð sáttur við bílinn eins og er þó að það trufli mig aðeins að ég hef sterkan grun um að það gæti orðið eitthvert nudd frá dekkjunum í miklum látum. Það er þá bara við mig að sakast og það verður leyst með tíð og tíma.

Pípari sem var að vinna fyrir mig sagði um lagnirnar í húsinu hjá mér... þetta virkar allt en það er líklegt að um leið og eitthvað er farið að taka á þeim gefi sig allskonar hlutir. Það er dáldið raunin með jeppann. Loftlásinn virkar ekki en ég er búinn að staðfesta að það er gat á röri sem er upp við dæluna. Þó að allt sé hannað af stakri snilld í pajero þá er þetta rör hálf asnalegt. Sitthvor sverleikinn á endunum. Ætla að reyna að panta þetta áður en ég mixa þetta betur en núna. Notaði smá rörbút og festi upp með strekkbandi.

Bracket.jpg
Gatið á rörinu
Bracket.jpg (3.95 MiB) Viewed 893 times


Ég ætti kannski að færa þráðinn á "Barnaland" en læt bara vaða þar sem þetta er nú ekki svo slæmt. Nú er ég að safna dóti í loftkerfi og öll ráð sem ég hef fengið segja að fara í Landvélar og þar viti menn allt um svona jeppaloftkerfi og slíkt. Þannig að fullur bjartsýni mætti ég á föstudagsmorgun með York-dæluna og teikningu af loftkerfi. Maður sem afgreiddi mig var líklega ekki búinn að fá kaffibollann sinn þennan morguninn því að hann fann ekkert útúr gengjunum á dælunni og sagði mér að koma aftur þegar ég fyndi útúr því. Þannig að ég fór í Barka og þar mætti mér allt annað viðhorf, fundu með "det samme" fittings á portin á dælunni og líka á hugsanlegan smurgang í kjallarann.

Þegar þetta var komið fór ég með hálfgerðum kvíða aftur í Landvélar en þá lennti ég á öðrum starfsmanni sem vildi allt fyrir mig gera og gaf góð ráð. Hann skyldi ekkert í því að ég skyldi ekki kaupa beygjurnar á dæluna hjá þeim, þetta væri allt til. Þannig að já kannski að maður mæti eftir morgunkaffið í framtíðinni.

Það var reyndar smá bras með beygjurnar á toppinn á dælunni. Það standa einhverjar skrúfur upp úr hausnum á dælunni sem hindra að maður nái að herða þetta alveg niður. En með félaga slíppirokk þá fræsti ég aðeins af köntunum á rónni og þá var þetta ekkert mál.

Toppurinn.jpg
Beygjurnar fyrir Sog og Útblástur
Toppurinn.jpg (2.23 MiB) Viewed 893 times


FræsaVel.jpg
Fræst neðan af könntunum á rónni
FræsaVel.jpg (1.76 MiB) Viewed 893 times


Svo er það loftkerfið, það verður til að byrja með einfallt og bara með úrtök að framan og aftan til að setja í dekkin. Úrhleypibúnaður kemur seinna. Eina sem er "fansí" er að ég set þrýstiminnkara til að ekki sé hægt að setja meira í dekkin en 40psi. Svo er ég búinn að kaupa 8 takka aukarafkerfi frá Auxbeam svo það vantar ekkert til að koma þessu í gagnið

Kerfið.jpg
Loft"kerfið"
Kerfið.jpg (3.18 MiB) Viewed 893 times


Held samt að ég hafi soðið yfir mig um daginn og ég bara finn ekki hjá mér orku til að smíða bracket fyrir dæluna og koma henni í vélarrúmið, einnig ætla ég að hafa kútinn undir bíl og smíða festingar við grindina og bolta kútinn þar undir. Stefni svo á að hafa málmtækniplast undir honum til að verja hann steinkasti. En já nú er ég orðinn hálfgerður sófaskúrakall.... verð að rífa mig upp því það styttist í að hálendið opni.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2800
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá ellisnorra » 29.maí 2022, 00:07

Þetta eru geggjaðar dælur. Ég er með eina svona við 2000l haugsugu hjá mér!

Samanburður á aircon dælu og fini. Ég var með hilux með einhverri toyota ac dælu fyrir nokkrum árum. Á 2000rpm dældi ég í mín fjögur 35" dekk og tvö 38" dekk hjá félaga mínum meðan hann dældi í tvö 38" með nýlegri fini.
Svo er 210cc york töluvert öflugri.

Eitt tips. Tengdu gaumljós við spóluna á dælunni svo þú sjáir alltaf inn í bíl þegar hún er í gangi. Ég var með rofa með gaumljósi fyrir mína ac dælu í umræddum hilux og ég sá með stöðunni á rofanum hvort kerfið væri í gangi og svo kom gaumljósið á rofanum inn þegar dælan var í gangi. Ef eitthvað klikkar í loftkerfinu þá sérðu það um leið, að dælan sé óeðlilega lengi í gangi.
http://www.jeppafelgur.is/


Kalli
Innlegg: 401
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá Kalli » 29.maí 2022, 15:34

Þessa stýringu er ég með og er sáttur. https://www.aliexpress.com/item/3301920 ... 7866%21gdf


Ásgeir Þór
Innlegg: 226
Skráður: 15.des 2011, 23:51
Fullt nafn: Ásgeir Þór Hallgrímsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá Ásgeir Þór » 01.jún 2022, 00:21

Sæll

Myndi færa skiljuna lengra frá dælu. Er búin að sprengja 2 svona skiljur útaf hita. Færði hana lengra frá og engin vandamál.

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 283
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 01.jún 2022, 08:13

Ásgeir Þór wrote:Sæll

Myndi færa skiljuna lengra frá dælu. Er búin að sprengja 2 svona skiljur útaf hita. Færði hana lengra frá og engin vandamál.


Algerlega! Þessu var bara stillt svona upp til að vera alveg viss um að ekki vantaði einhver fittings. En skiptir máli hæðin á glasinu mv dæluna? Dælan mun verða frekar neðarlega en hugmyndin var að hafa kistuna efst á hvalbaknum. Mætti smurglasið vera þar líka?
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


Axel Jóhann
Innlegg: 281
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá Axel Jóhann » 05.jún 2022, 21:47

Hér eru fínar upplýsingar um york dælurnar.

https://www.therangerstation.com/tech_l ... ssor.shtml
Hér eru upplýsingar um að blinda olíugöng til að geta haft olíu á dælunni.

https://www.jedi.com/york-air-oil-mod/
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur