Undir milljón - Reynslusaga

User avatar

jongud
Innlegg: 2552
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá jongud » 04.jan 2023, 08:05

það verður að passa að hafa vel hitaþolnar slöngur frá dælunni. Ég fékk sjálfur búmm! þegar ég var að bæta í dekk norðan við skjaldbreið á landcruiser 90 sem ég græjaði mótordælu í.User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 320
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 12.jan 2023, 18:21

Jæja þá er það taka tvö á þetta loftkerfi eða kannski númer 3. Heilmikið rör með allskonar beygjum komið frá dælunni, að mestu keypt í Húsasmiðjunni og svo afgangar. Gerði svo aðra breytingu sem er að láta lögnina frá dælunni liggja beint í loftkútinn og svo lögn þaðan í grindina. Sjáum hvað þetta gerir….

371B8FFC-DFC5-4D70-B707-91B97674EA3C.jpeg
Taka tvö eða þrjú!!
371B8FFC-DFC5-4D70-B707-91B97674EA3C.jpeg (2.71 MiB) Viewed 1700 times
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


vhic
Innlegg: 8
Skráður: 10.aug 2017, 21:43
Fullt nafn: Viktor B Björnsson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá vhic » 12.jan 2023, 21:45

þessi frásögn um þennan pajero er nú bara ca það sem kostar að eiga jeppa. Kanski ágætis fróðleikur fyrir þá sem eru að spá í jeppa en hafa ekki reynslu af jeppum. Sjálfur hef ég átt jeppa sem auka bíl í um 35 ár. Sá fyrsti Bronco 74 svo bæði ameríska og japanska líka musso hann var nú ekki sá versti. Allt bilar þetta dót ég hef nú reyndar getað lagað flest allt sjálfur og hef ekki svo mikið sem spáð í rekstrarkostnaði.Það eru allavega örugglega ófáar Tenerife ferðir með fjölskylduna svona ef maður vildi það frekar, en þetta er áhugamálið allt kostar. Núna hinsvegar eru erfingjarnir hættir að koma með þannig það eru bara ég og hundurinn (stundum frúin) þá fékk ég mér jimmni sjálfskiftann setti hann á 31" nota hann óspart og er viðhaldslaus allavega enn sem komið er þessi 3 ár. Mæli mjög með þessum bílum fyrir þá sem vilja eiga jeppa og þurfa ekki mikið pláss.

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 320
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 24.jan 2023, 12:04

vhic wrote:þessi frásögn um þennan pajero er nú bara ca það sem kostar að eiga jeppa. Kanski ágætis fróðleikur fyrir þá sem eru að spá í jeppa en hafa ekki reynslu af jeppum. Sjálfur hef ég átt jeppa sem auka bíl í um 35 ár. Sá fyrsti Bronco 74 svo bæði ameríska og japanska líka musso hann var nú ekki sá versti. Allt bilar þetta dót ég hef nú reyndar getað lagað flest allt sjálfur og hef ekki svo mikið sem spáð í rekstrarkostnaði.Það eru allavega örugglega ófáar Tenerife ferðir með fjölskylduna svona ef maður vildi það frekar, en þetta er áhugamálið allt kostar. Núna hinsvegar eru erfingjarnir hættir að koma með þannig það eru bara ég og hundurinn (stundum frúin) þá fékk ég mér jimmni sjálfskiftann setti hann á 31" nota hann óspart og er viðhaldslaus allavega enn sem komið er þessi 3 ár. Mæli mjög með þessum bílum fyrir þá sem vilja eiga jeppa og þurfa ekki mikið pláss.


Jamm upphaflega var þessi þráður nú hugsaður þannig og vonandi virkar hann að einhverju leiti sem slíkur. En eftir því sem árin hafa liðið hefur sýkingin versnað og meira verið mokað af vinnu og peningum í bílinn. En þetta er bara gaman þó að ég viðurkenni að stundum er maður svoldið sár út í jeppann að bila eftir alla þá ást sem hann hefur fengið.

Ekki að ég sjái eftir því að breyta bílnum svona mikið en breytingin skapar vissar áskoranir. Fyrir það fyrsta er að það er ólíkt leiðinlegra að nota hann innanbæjar og aksturseiginleikarnir eru ekki þeir sömu og á óbreyttum. T.d. að bakka útúr stæði er eithvað sem er talsvert meira juð en áður. Hinsvegar á fjöllum er þessu ekki saman að jafna. En það læðist aðeins að mér að ég hefði kannski átt að láta 38 tommuna duga. En ef ég hefði farið þá leið væri ég ábyggilega að hugsa að ég hefði átt að fara í 42 tommur!

Átti suzuki SJ410 (Fox) í gamla daga, hann var eiginlega verri en pajeroinn í viðhaldi og slíku enda með Volvo vél og body farið úr ryði. En konseptið er gott þ.e. ef maður er ekki að ferðast með fjölskylduna og mikinn farangur. En ef ég væri í þeirri stöðu og þekkjandi sjálfan mig þá myndi ég líklega vera á willys með svaka dekkjum og 500+ hp mótor..... þannig að hinn ætlaði léttleiki væri farinn út um veður og vind.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 320
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 02.mar 2023, 13:40

Veit ekki alveg hvað það er en það kveikir ekkert í mér að setja úrhleypibúnað í bílinn, laga spottakassann, hjarirnar á afturhleranum eða skipta um rúðuþurrkuarma. Hinsvegar er ég alveg heltekinn af framhásingu sem ég hef engin ráð á að ráðast í strax. Líklega er þessi hásing svona stór áskorun og spennandi en hitt er bara leiðinda viðhald.

LC60 hásingaparið sem ég fékk gefins stóð úti í nokkur ár og ég er búinn að vera að dunda mér að taka framhásinguna í sundur. Kemur skemmtilega á óvart að mér hefur tekist að losa alla bolta án nokkurs vesens og þetta er bara nokkuð heillegt. Mun samt þurfa að endurnýja allar legur, pakkningar og eitthvað af boltum sem og stýrisenda. Bremsudælurnar þarf einnig að endurnýja að mér sýnist, held það sé ekki þess virði að reyna að gera þær upp.

IMG_2230.jpg
Hásingarekkinn. Held að ég hendi bara aftur hásingunni
IMG_2230.jpg (219.17 KiB) Viewed 1010 times

IMG_2557.jpg
Lítur nú ekki vel út svona riðgað og þakið drullu
IMG_2557.jpg (210.48 KiB) Viewed 1010 times


Kúlurnar á endanum eru að ég held alveg sæmilegar en samt er nú önnur talsvert verri en hin. Það er semsagt hið klassíska vandamál með rið á þeim. Búinn að pússa þær aðeins með sandpappír og líklega þegar til á að taka fer ég í það að setja einhver fylliefni í þær. Búinn að fara létt yfir rörið með flipaskífu svo hásingin er til í flip! Þarf að finna út úr hvað er heppilegur pinion halli og svo er það spindilhallinn. Heyri oftast töluna ca 8 gráður nefndar nema nokkrir þræðir það sem Guðni á Sigló er harður á 10 gráðum. Væri gaman að heyra skoðanir á pinionhalla frá þeim sem hafa hásingavætt pajero.

IMG_2562.jpg
Aðeins farið að sjást í járn
IMG_2562.jpg (146.52 KiB) Viewed 1010 times

IMG_2564.jpg
IMG_2564.jpg (146.98 KiB) Viewed 1010 times

IMG_2561.jpg
Þessi kúla er eiginlega verst
IMG_2561.jpg (128.23 KiB) Viewed 1010 times

IMG_2564.jpg
IMG_2564.jpg (146.98 KiB) Viewed 1010 times
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

jongud
Innlegg: 2552
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá jongud » 02.mar 2023, 18:38

Ef þú hendir afturhásingunni alls ekki henda kögglinum. Hann getur nýst við að styrkja 8-tommuToyota hásingar.

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 320
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 02.mar 2023, 20:33

jongud wrote:Ef þú hendir afturhásingunni alls ekki henda kögglinum. Hann getur nýst við að styrkja 8-tommuToyota hásingar.


Góður punktur en svo gæti hann hugsanlega passað að framan ekki satt? Það eru smk sömu hlutföll (partanúmer) bæði að framan og aftan.

Þetta verður dýrt dæmi að mér sýnist.
Hlutfall og lás ca 300-350 þús
Stýristjakkur ca 150 þús
Bremsur, legur og dót líklega um 200 þús
Demparar, gormar og stýrisendar amk 200 þús.
Allskonar annað sem á eftir að koma upp líklega 200-300 þús
Vinna við að flippa hásingu og stilla inn hlutfall ????

Vonum að Ásgeir fari að lækka vextina!
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

smaris
Innlegg: 231
Skráður: 16.feb 2010, 23:50
Fullt nafn: Smári Sigurbjörnsson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá smaris » 04.mar 2023, 09:26

Skemmtilegur þráður.
En þú notar bara afturhásingarörið að framan því ef ég man rétt er drifið í Pajero vinstra megin.
Þegar afturhásingar rörið er komið að framan er kúlan komin vinstra megin. Sagar svo bara rörið í rétta lengd báðu megin.
Þarft reyndar að láta renna stýringar í hásingaendana og utan af stýringunni á liðhúsinu því afturhásingin er efnismeiri.
Hef gert þetta einu sinni og var að mínu mati fín lausn.

Kv. Smári.

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 320
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 04.mar 2023, 10:14

smaris wrote:Skemmtilegur þráður.
En þú notar bara afturhásingarörið að framan því ef ég man rétt er drifið í Pajero vinstra megin.
Þegar afturhásingar rörið er komið að framan er kúlan komin vinstra megin. Sagar svo bara rörið í rétta lengd báðu megin.
Þarft reyndar að láta renna stýringar í hásingaendana og utan af stýringunni á liðhúsinu því afturhásingin er efnismeiri.
Hef gert þetta einu sinni og var að mínu mati fín lausn.

Kv. Smári.


Alveg hreint ótrúlega heimskt af mér að fatta þetta ekki. Þetta er svo augljóst þegar maður horfir á myndina af hásingunum í grindinni. Þetta er málið svo sannarlega!!!!

Er mikið mál að ná kúlunum úr framhásingarörinu? Það er er þeim þrykkt í rörið með pressu eða er dregur maður þær út þegar búið er að fræsa suðuna burt.

En takk fyrir þetta snildarráð!!!
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

smaris
Innlegg: 231
Skráður: 16.feb 2010, 23:50
Fullt nafn: Smári Sigurbjörnsson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá smaris » 04.mar 2023, 10:37

Nei, það var ekkert mál að ná þeim úr. Skar bara innan við suðuna og gat þá slegið þær úr.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1156
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá Kiddi » 04.mar 2023, 16:00

muggur wrote:Kúlurnar á endanum eru að ég held alveg sæmilegar en samt er nú önnur talsvert verri en hin. Það er semsagt hið klassíska vandamál með rið á þeim. Búinn að pússa þær aðeins með sandpappír og líklega þegar til á að taka fer ég í það að setja einhver fylliefni í þær. Búinn að fara létt yfir rörið með flipaskífu svo hásingin er til í flip! Þarf að finna út úr hvað er heppilegur pinion halli og svo er það spindilhallinn. Heyri oftast töluna ca 8 gráður nefndar nema nokkrir þræðir það sem Guðni á Sigló er harður á 10 gráðum. Væri gaman að heyra skoðanir á pinionhalla frá þeim sem hafa hásingavætt pajero.


Það er mikill og leiðinlega algengur misskilningur að það sé gott að hafa mikinn spindilhalla.
Það kann að vera að mikill spindilhalli nái að einhverju leiti að halda handónýtum, kúlulaga diagonal dekkjum örlítið rásfastari heldur en minni spindilhalli en það kemur ekki gefins.

Eftir því sem spindilhallinn er meiri þá veltur dekkið meira þegar þú leggur á og það er það sem býr til þessa rásfestu. Auðvitað er það ömurlegt að keyra bíl sem vill rása út um allt en það er heldur ekki gaman að keyra bíl sem vill ekki keyra nema beint.
Þó það séu til beinir vegakaflar á Íslandi þá eru þeir sjaldgæfir og þess vegna erum við alltaf eitthvað aðeins að beygja. Ef maður keyrir jeppa með spindilhalla í kringum 10 gráður og rykkir aðeins í stýrið þá finnur maður að bíllinn hefur tilhneigingu til þess að fara að vagga af því að hann lyftist öðru megin og lækkar hinu megin og það er ekkert sérstaklega góður eiginleiki. Ég fann þetta ágætlega á 44" Patrol sem ég keyrði fyrir og eftir spindilhallabreytingu, mér fannst það ekki bæta bílinn að auka spindilhallann.

Þegar ég breyti bílum reyni ég að fara ekki upp fyrir 6 gráður í spindilhalla og útkoman hefur alla jafna verið ágæt.

Létt gúggl sýnir að LC60 er original með 1°spindilhalla og LC80 er original með 3°spindilhalla. Það er sjálfsagt í lagi að bæta aðeins við það. Getur samt verið gott að hafa í huga hvað gerist þegar bíllinn er hlaðinn og stilla þetta af með það í huga.
Pajero er ekkert frábrugðinn öðrum jeppum hvað þetta varðar.

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 320
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 04.mar 2023, 18:56

Kiddi wrote:
Það er mikill og leiðinlega algengur misskilningur að það sé gott að hafa mikinn spindilhalla.
Það kann að vera að mikill spindilhalli nái að einhverju leiti að halda handónýtum, kúlulaga diagonal dekkjum örlítið rásfastari heldur en minni spindilhalli en það kemur ekki ókeypis.

Þegar ég breyti bílum reyni ég að fara ekki upp fyrir 6 gráður í spindilhalla og útkoman hefur alla jafna verið ágæt.

Létt gúggl sýnir að LC60 er original með 1°spindilhalla og LC80 er original með 3°spindilhalla. Það er sjálfsagt í lagi að bæta aðeins við það. Getur samt verið gott að hafa í huga hvað gerist þegar bíllinn er hlaðinn og stilla þetta af með það í huga.
Pajero er ekkert frábrugðinn öðrum jeppum hvað þetta varðar.


Hljómar skynsamlega. Kannski sé ég líka rásfestu í hillingum því að stýra uppskrúfuðum klafabíl á rásóttu malbiki er eins og að stýra bát í brælu.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


grimur
Innlegg: 882
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá grimur » 08.mar 2023, 01:58

Þessi veltingur útaf spindilhalla fer líka mikið eftir því hvað hjólmiðjan er langt fyrir utan spindlana. Því lengra, þeim mun meiri veltingur þess vegna.
Ef spindlar, bremsur og stýrisendar hefðu pláss til að vera nánast útundir miðju dekki væri hægt að hafa alveg svakalegan spindilhalla og komast upp með það.
Svo er trix sem er oft notað í klafafjöðrun og örlar fyrir í hásinga liðhúsum líka held ég, að hafa spindilkúlurnar mis utarlega, ef dregin er ímynduð lína í gegnum þær snertir sú lína oft jörð einhversstaðar vel úti á dekki. Þetta dregur einnig úr téðum áhrifum af beygju á velting.
Ég hef sett 38” hásingabreytingu upp með 12gráðu spindilhalla, breikkaði reyndar hásinguna til að færa liðhúsin út. Sá Hilux var rásfastur já, en ekki varð ég var við að veltingur truflaði. Kannski engin furða enda komst hann ekki svo hratt að það gæti skipt máli!


Gisli1992
Innlegg: 67
Skráður: 02.des 2013, 16:54
Fullt nafn: Gísli Kristinn Sveinsson
Bíltegund: 2006 MMC Pajero Sp

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá Gisli1992 » 08.mar 2023, 22:40

grimur wrote:Þessi veltingur útaf spindilhalla fer líka mikið eftir því hvað hjólmiðjan er langt fyrir utan spindlana. Því lengra, þeim mun meiri veltingur þess vegna.
Ef spindlar, bremsur og stýrisendar hefðu pláss til að vera nánast útundir miðju dekki væri hægt að hafa alveg svakalegan spindilhalla og komast upp með það.
Svo er trix sem er oft notað í klafafjöðrun og örlar fyrir í hásinga liðhúsum líka held ég, að hafa spindilkúlurnar mis utarlega, ef dregin er ímynduð lína í gegnum þær snertir sú lína oft jörð einhversstaðar vel úti á dekki. Þetta dregur einnig úr téðum áhrifum af beygju á velting.
Ég hef sett 38” hásingabreytingu upp með 12gráðu spindilhalla, breikkaði reyndar hásinguna til að færa liðhúsin út. Sá Hilux var rásfastur já, en ekki varð ég var við að veltingur truflaði. Kannski engin furða enda komst hann ekki svo hratt að það gæti skipt máli!að hafa spindilkúlur mis utarlega ertu þá að tala um að auka camber hallann á frammhjólum
2006 Mitsubishi Pajero Sport (í notkun)
1995 Ford Explorer Eddie Bauer (R.I.P)
1993 Ford Explorer Limited (R.I.P)
1991 Ford Explorer Eddie Bauer (Pressaður)
1992 Ford Explorer XLT (seldur)
2009 Mitsubishi Lancer (seldur)
2005 Mitsubishi Lancer (seldur)

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 320
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 21.mar 2023, 10:54

Hásingapælingar halda áfram að malla undir loki hjá mér.

Oft er hefur komið fram að smellir/slag í einhverju hefur verið að hrjá bílinn hjá mér. Búinn að fara á marga staði til að finna lausn á þessu. Í leit minni að lækningu hef ég skipt um ansi margt. Öxla að framan, spindilkúlur, hjólalegur, stýrisupphengju og pitman arm. Þá hef ég skipt um balance stangarenda að framan og gúmmí í afturstífum, bæði við hásingu og við grind. Einnig hert á dempurum og legið margar stundir undir bílnum með kúbein að leita að einhverju sem gæti verið í ólagi. Bílinn hefur einnig verið hrisstur sundur og saman á skoðunarstöðvum. Við allt þetta hafa þessir dynkir aðeins minnkað í hvert skipti (og stýrið skánaði mikið við nýja upphengju). Dynkirnir hafa hinsvegar aldrei horfið alveg og svo jafnvel ágerst.

Núna upp á síðkastið þá hefur þetta verið helst þegar tekið er af stað, sérstaklega í beygju. Þá finnst mér einnig eins og víbringur í keyrslu hafi aukist. Svo var það núna í daginn í enn einni hugleiðslunni undir bílnum í skíta frosti með skrúfjárn og kúbeinið í loppnum höndunum að ég fer að skoða drifrásina aðeins betur. Þ.e. í stað þess að einblína bara á hjólastellið þá fer ég að skoða drifskaftið, millikassa og skiptingu. Fer að velta fyrir mér hvort þessir dynkir gætu átt uppruna sinn þar. Ekki laust við að mér sýnist gúmmín á bitanum sem halda skiptingunni vera orðin ansi eydd. Þennan bita er hægt að fá ódýrt á Rock-auto en þar sem hann var ekki svo dýr orginal á Partsouq þá tók ég hann þaðan.

Það var ekki mikið mál að skipta um þetta. 8 boltar halda þverbitanum við grindina og tveir boltar sem festa upphengjuna (upplyftinguna?) við skiptinguna. Eina sem var böggandi var helvítis kuldinn meðan ég var að þessu. Nennti ekki að setja skúradekkin undir bílinn og tilfæra í bílskúrnum í 2 tíma (hjól, garðhúsgögn, dósir og allskonar rusl) til að geta gert þetta í skárri aðstæðum.

IMG_2653.jpg
Gamla og nýja sjálfskiptingarupphengjan (upplyftan)
IMG_2653.jpg (904.1 KiB) Viewed 293 times


Allavega þá minnkuðu dynkirnir mikið við þetta en því miður hurfu ekki alveg. Koma núna einungis þegar mikið er lagt á bílinn að mér finnst og stundum í hringtorgum. Grunar aðeins fóðringarnar i neðri klöfunum þar sem aldrei hefur verið skipt um þær í minni eigu (12 ár). Góðu fréttirnar eru að víbríngurinn i keyrslu er horfinn að mér finnst. Að stórum hluta má segja að ástæðan fyrir þráhyggjunni með hásingu að framn sé vegna þessara dynkja í bílnum. Þó hefði hásing engu breytt í varðandi þetta slit.

Varðandi festinguna á vélarlengjunni þá þar sem þetta er upphaflega 3.0 bíll (sbr 2.5 diesel) þá eru bara tveir vélapúðar og svo þessi festing á allri lengjunni. Í 3.5 bílnum og 2.8 diesel er kominn auka upphengja á millikassann. Nú er ég kominn með 3.5 vél í minn og náttúrulega mikið stærri dekk svo að þetta gæti í framtíðinni orðið svona reglubundið viðhald hjá mér. Kannski gæti ég mixað millikassaupphengju hjá mér. Sýnist vera boltagöt á millikassanum hjá mér sem hægt væri að nota.

Þegar maður les svona þræði þá má alltaf ætla að eftir breytingar eða ísetningu aukabúnaðar gangi allt eins og blómstrið eina eftir aðgerðina. Það er ekki alveg þannig hjá mér en þetta mjakast aðeins í áttina. Ég hef verið að brasa með loftkerfið hjá mér. Það hefur þjáðst af lekavandamálum lengst af. Svo tókst nú loks um áramótin að laga það og hélt það þrýstingi í kringum 9 bör alveg í það óendanlega. Svo allt í einu um daginn, kannski vegna frostsins þá fór það að leka. Þetta var svona leiðinda leki, kannski 1 bar á sólarhring. Keypti mér lekasprey en sá ekkert með því. Stal úðaranum og blandaði uppþvottalaugi 50:50 við vatn og úðaði en fann ekki neitt. Ákvað að taka rúnt á öllum hosuklemmum og herða aðeins upp á þeim. Það virtist laga þetta og nú heldur kerfið þrýsingi. Vissi ekki að það gæti losnað upp af hosuklemmum. Maður lærir alltaf eitthvað nýtt.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


grimur
Innlegg: 882
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá grimur » 23.mar 2023, 00:19

Hosuklemmu samsetningar eru eiginlega algert drasl.
Ef það er hægt að nota PU slöngur og hraðtengi(legris helst, annað er oft rusl) þá er það best. Otis klemmur eru líka mjög góðar. Hosuklemmur eru algerlega mitt síðasta val, í sumum tilfellum nota ég frekar plastbensli.

User avatar

jongud
Innlegg: 2552
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá jongud » 23.mar 2023, 07:46

grimur wrote:Hosuklemmu samsetningar eru eiginlega algert drasl.
Ef það er hægt að nota PU slöngur og hraðtengi(legris helst, annað er oft rusl) þá er það best. Otis klemmur eru líka mjög góðar. Hosuklemmur eru algerlega mitt síðasta val, í sumum tilfellum nota ég frekar plastbensli.


Ef það er A/C dæla á vélinni sem sér um loft inn á kerfið myndi ég ALDREI treysta neinni palstslöngu frá henni. Hitaþolin slanga með þrykktum endum er það eina sem ég myndi treysta fyrsta meterinn eða tvo.

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 320
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 23.mar 2023, 09:07

jongud wrote:
grimur wrote:Hosuklemmu samsetningar eru eiginlega algert drasl.
Ef það er hægt að nota PU slöngur og hraðtengi(legris helst, annað er oft rusl) þá er það best. Otis klemmur eru líka mjög góðar. Hosuklemmur eru algerlega mitt síðasta val, í sumum tilfellum nota ég frekar plastbensli.


Ef það er A/C dæla á vélinni sem sér um loft inn á kerfið myndi ég ALDREI treysta neinni palstslöngu frá henni. Hitaþolin slanga með þrykktum endum er það eina sem ég myndi treysta fyrsta meterinn eða tvo.


Lenti einmitt í svakalegum hvelli útaf því að ég var með gúmmíslöngu rétt við dæluna. Núna er ég kominn með stálrör ca fyrsta meterinn, svo tekur við þykk gúmmíslanga niður í kút (1.5m). Við kútinn er einstefnuloki svo mér er í raun sama um smá leka á lögninni frá dælu að kút, enda er enginn mælir á þeim hluta. Lekinn sem ég var að kljást við var einhverstaðar milli kúts, olískilju, kistu, og úttaka í stuðara. Ef leki verður eilífðarvesen á þessum hluta á kerfinu fylgi ég væntanlega ráðum Gríms og fer í Legris.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 2 gestir