Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
-
- Innlegg: 75
- Skráður: 02.des 2013, 16:54
- Fullt nafn: Gísli Kristinn Sveinsson
- Bíltegund: 2006 MMC Pajero Sp
Re: Undir milljón - Reynslusaga
mæli með að skera þau með dekkjahníf áður en þú byrjar að hleypa úr þeim að ráði hef heyrt mikið um að víralöginn í munstrinu eiga það til að slitna í sundur
2006 Mitsubishi Pajero Sport (í notkun)
1995 Ford Explorer Eddie Bauer (R.I.P)
1993 Ford Explorer Limited (R.I.P)
1991 Ford Explorer Eddie Bauer (Pressaður)
1992 Ford Explorer XLT (seldur)
2009 Mitsubishi Lancer (seldur)
2005 Mitsubishi Lancer (seldur)
1995 Ford Explorer Eddie Bauer (R.I.P)
1993 Ford Explorer Limited (R.I.P)
1991 Ford Explorer Eddie Bauer (Pressaður)
1992 Ford Explorer XLT (seldur)
2009 Mitsubishi Lancer (seldur)
2005 Mitsubishi Lancer (seldur)
Re: Undir milljón - Reynslusaga
Gisli1992 wrote:mæli með að skera þau með dekkjahníf áður en þú byrjar að hleypa úr þeim að ráði hef heyrt mikið um að víralöginn í munstrinu eiga það til að slitna í sundur
Þú segir nokkuð, athuga það fyrir næsta vetur.
Annars lét ég valsa felgurnar og bora fyrir krönum. Þetta þýðir að málingin er ónýt. Var mælt með að ég léti sandblása þær og zinkhúða. Ábyggilega skynsamlegt en ég held ég fari bara í Jotamastic kokteilinn minn sem ég notaði á grindina.
- Viðhengi
-
- Valsað.
- F3416FF7-064C-449A-AB89-C93A57DC325B.jpeg (1.59 MiB) Viewed 25066 times
-
- Gat fyrir krana
- D85E73D0-C0D4-4B31-83C0-8E0F389D906E.jpeg (2.64 MiB) Viewed 25066 times
Síðast breytt af muggur þann 02.jún 2022, 23:02, breytt 1 sinni samtals.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Re: Undir milljón - Reynslusaga
Ég var sannspár um að það yrði eitthvert bras í endann. Á miðvikudag var loksins búið að ganga frá rörinu frá bensínlúgunni og niður í tank. Þá var náttúrulega helvíti freistandi að setja á hann bensín og starta.
Það var með mikilli eftirvæntingu sem ég sneri lyklinum. Hann bara sneri mótornum en startaði ekki. Reyndi ansi lengi en ekkert gerðist. Datt í hug að það þyrfti að draga upp í gegnum dæluna og rörin að mótornum. Þetta gerði ég, losaði slönguna við bensínsíuna sem er undir miðjum bíl. Saug svo bara og áður en ég vissi af var munnurinn fullur af bensíni og svo sullaðist yfir mig allann.
Reyndi aftur að starta og nú tók hann við sér og eftir nokkrar tilraunir fór hann í gang. Gangurinn var truntulegur en það versta var að ef ég gaf honum inn steindrapst á honum. Reyndi þetta nokkrum sinnum með þá von að þetta væri bara loft inni á kerfinu en alltaf sama niðurstaða.
Eitt sem ég pældi aðeins í þegar ég var að leggja bensínrörin aftur var að rörið frá dælu var aðeins sverara en bakflæðisrörið og öndunarrörið (eða hvað þessi rör heita). Ákvað því að prófa að svera dælurörið upp með því að nota slöngu. Eftir það gekk betur að starta honum, hægagangurinn varð betri en því miður þá var erfitt að gefa honum inn en þó var hægt að halda honum með herkjum í gangi upp að 2000 snúningum.
Þetta leiddi mig að því að fara að gruna tankdæluna. Að hún væri ekki nægjanlega kröftug. Svo núna fór ég í það að ná pickupinu upp úr tanknum. Það er lúga í gólfinu í skottinu einmitt fyrir þetta en vegna hásingafærslunar er lúgan komin vel fram fyrir. Svo tankurinn niður!!!
Sem betur fer var ég ekki búinn að henda gömlu dælunni og gat sett gömlu dæluna á nýja pickupið. Orginal dælan er mun stærri og þyngri en kínadælan. Allavega þegar þetta var komið saman…… gekk eins og klukka!!!!!
Svo var svarta plastinu hnoðað í hjólskálarnar og bílnum hennt út í fyrsta skipti í 2 mánuði. Nú hefst að koma dekkjunum á felgur og sérskoðun!!!!
Það var með mikilli eftirvæntingu sem ég sneri lyklinum. Hann bara sneri mótornum en startaði ekki. Reyndi ansi lengi en ekkert gerðist. Datt í hug að það þyrfti að draga upp í gegnum dæluna og rörin að mótornum. Þetta gerði ég, losaði slönguna við bensínsíuna sem er undir miðjum bíl. Saug svo bara og áður en ég vissi af var munnurinn fullur af bensíni og svo sullaðist yfir mig allann.
Reyndi aftur að starta og nú tók hann við sér og eftir nokkrar tilraunir fór hann í gang. Gangurinn var truntulegur en það versta var að ef ég gaf honum inn steindrapst á honum. Reyndi þetta nokkrum sinnum með þá von að þetta væri bara loft inni á kerfinu en alltaf sama niðurstaða.
Eitt sem ég pældi aðeins í þegar ég var að leggja bensínrörin aftur var að rörið frá dælu var aðeins sverara en bakflæðisrörið og öndunarrörið (eða hvað þessi rör heita). Ákvað því að prófa að svera dælurörið upp með því að nota slöngu. Eftir það gekk betur að starta honum, hægagangurinn varð betri en því miður þá var erfitt að gefa honum inn en þó var hægt að halda honum með herkjum í gangi upp að 2000 snúningum.
Þetta leiddi mig að því að fara að gruna tankdæluna. Að hún væri ekki nægjanlega kröftug. Svo núna fór ég í það að ná pickupinu upp úr tanknum. Það er lúga í gólfinu í skottinu einmitt fyrir þetta en vegna hásingafærslunar er lúgan komin vel fram fyrir. Svo tankurinn niður!!!
Sem betur fer var ég ekki búinn að henda gömlu dælunni og gat sett gömlu dæluna á nýja pickupið. Orginal dælan er mun stærri og þyngri en kínadælan. Allavega þegar þetta var komið saman…… gekk eins og klukka!!!!!
Svo var svarta plastinu hnoðað í hjólskálarnar og bílnum hennt út í fyrsta skipti í 2 mánuði. Nú hefst að koma dekkjunum á felgur og sérskoðun!!!!
Síðast breytt af muggur þann 24.maí 2022, 14:09, breytt 2 sinnum samtals.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
-
- Innlegg: 303
- Skráður: 09.mar 2012, 22:56
- Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
- Bíltegund: D-MAX
Re: Undir milljón - Reynslusaga
Ánægður með þig að fara ekki í Raptor á boddýið :)
Re: Undir milljón - Reynslusaga
Jæja þá er hann "búinn", kominn með skoðun og alles!!!!
Það gekk á ýmsu á lokasprettinum. Fyrst var að koma dekkjunum á felgur, ég pantaði tíma hjá Kletti í dekkjaskipti á netinu um helgi og fékk tíma á þriðjudegi. Þegar ég skoðaði póstinn sá ég að þetta var bókun fyrir fólksbíl þannig að ég hringdi á mánudeginum og bað um að breyta þessu. Mér var sagt að þetta yrði ekkert mál, bara að mæta með bílinn og dekkinn. Með þessa vitneskju bókaði ég tíma hjá Arctic trucks í hjólastillingu á miðvikudeginum. Þegar ég mæti í Klett þá er mér sagt að þetta gangi ekki, mér hafi bara verið sögð tóm vitleysa og ég geti líklega komið í næstu viku en það sé brjálað að gera og allt það..... Mér fannst þetta ekki góð þjónusta þarna í Klettagörðum og algjör andstaðan við hið góða og vinalega viðmót sem ég fékk hjá þeim sem seldu mér dekkin. Þeir svöruðu alltaf póstum mjög fljótt, tóku dekkin frá fyrir mig og skutluðu þéim heim. Þannig að söludeildin fær 10 hjá mér í einkunn en dekkjaverkstæðið skorar ekki hátt.
Nú með dekkin á kerrunni fyrir utan Klett hringi ég í Arctic Trucks þar sem ljóst var orðið að hjólastillingin yrði að frestast. Viðmótið hjá Arctic var bara "Engar áhyggjur, við reddum þessu fyrir þig". Hinn óþolandi frasi Toyota kom upp í hugann "Engin vandamál, bara lausnir" en þar sem ég er MMC-hardcore þá er það eitthvað sem ég nota helst ekki. En, Haukur á þjónustuverkstæðinu sagði mér bara að renna við og hann myndi troða dekkjunum inn á milli og svo færu þeir í hjólastillinguna. Ég mæti í Arctic og ræði aðeins við gaurana á dekkjaverkstæðinu sem voru uppfyrir haus. Það var nú ekki að heyra að þeir væru neitt rosa ánægðir með þetta loforðhans Hauks.
Svo á miðvikudeginum hringir Haukur í mig og segir mér að ekki sé hægt að hjólastilla þar sem það sé komið slag í stýrisenda en spyr hvort ég vilji að þeir reddi því. Ég var fljótur að segja já. En núna var ég náttúrulega heldur betur farinn að troðast inn í dagskrána svo að þeir komust ekki í hjólastillinguna fyrr en á föstudaginn. Svo hringir Haukur í mig eftir hádegi og segir mér að hjólastillingavélin hafi bilað. En bíllinn var græjaður um hádegi á mánudag. Greinilega fagmenn þarna, bæði er bílinn góður í stýri og svo stilltu þeir stýrishjólið þannig að það er "rétt" en síðast þegar bíllinn var stilltur kom hann til baka með stýrishjólið svona 20 gráður til vinstri.
Vegna þessara tafa allra voru þeir mjög sanngjarnir í reikningnum. Finnst ég hafa heyrt menn kvarta yfir Arctic Trucks að þeir séu dýrir og bara í að þjónusta ferðaþjónustuaðila en það er svo sannarlega ekki mín reynsla. Mjög sáttur við þá, svo sáttur að ég setti Arctic Trucks auglýsinga drullusokka á jeppann :-)
Nú svo var það skoðunin og þar voru engin vandamál. Eina sem skyggði á gleðina var að á eftir mér var einhver RAM-Sonax trukkur á einhverjum þeim stærstu jeppadekkjum sem ég hef séð. Þannig að pæjan var bara eins og Yaris fyrir framan hann.
Þessi þráður ef ég man rétt var eiginlega svona bókhald yfir rekstur á gömlum jeppa. Er löngu hættur að pæla í svona kostnaði en fyrir þá sem hafa áhuga á stærðargráðu þá er samkvæmt minni (sem hefur tilhneigingu til að lækka svona tölur) kostnaðurinn eihverstaðar ca svona:
Þannig að þetta er kostnaður og maður hefði líklega getað sparað sér vinnu og fengið sæmilegan 38 tommu jeppa fyrir þennan pening.
Það gekk á ýmsu á lokasprettinum. Fyrst var að koma dekkjunum á felgur, ég pantaði tíma hjá Kletti í dekkjaskipti á netinu um helgi og fékk tíma á þriðjudegi. Þegar ég skoðaði póstinn sá ég að þetta var bókun fyrir fólksbíl þannig að ég hringdi á mánudeginum og bað um að breyta þessu. Mér var sagt að þetta yrði ekkert mál, bara að mæta með bílinn og dekkinn. Með þessa vitneskju bókaði ég tíma hjá Arctic trucks í hjólastillingu á miðvikudeginum. Þegar ég mæti í Klett þá er mér sagt að þetta gangi ekki, mér hafi bara verið sögð tóm vitleysa og ég geti líklega komið í næstu viku en það sé brjálað að gera og allt það..... Mér fannst þetta ekki góð þjónusta þarna í Klettagörðum og algjör andstaðan við hið góða og vinalega viðmót sem ég fékk hjá þeim sem seldu mér dekkin. Þeir svöruðu alltaf póstum mjög fljótt, tóku dekkin frá fyrir mig og skutluðu þéim heim. Þannig að söludeildin fær 10 hjá mér í einkunn en dekkjaverkstæðið skorar ekki hátt.
Nú með dekkin á kerrunni fyrir utan Klett hringi ég í Arctic Trucks þar sem ljóst var orðið að hjólastillingin yrði að frestast. Viðmótið hjá Arctic var bara "Engar áhyggjur, við reddum þessu fyrir þig". Hinn óþolandi frasi Toyota kom upp í hugann "Engin vandamál, bara lausnir" en þar sem ég er MMC-hardcore þá er það eitthvað sem ég nota helst ekki. En, Haukur á þjónustuverkstæðinu sagði mér bara að renna við og hann myndi troða dekkjunum inn á milli og svo færu þeir í hjólastillinguna. Ég mæti í Arctic og ræði aðeins við gaurana á dekkjaverkstæðinu sem voru uppfyrir haus. Það var nú ekki að heyra að þeir væru neitt rosa ánægðir með þetta loforðhans Hauks.
Svo á miðvikudeginum hringir Haukur í mig og segir mér að ekki sé hægt að hjólastilla þar sem það sé komið slag í stýrisenda en spyr hvort ég vilji að þeir reddi því. Ég var fljótur að segja já. En núna var ég náttúrulega heldur betur farinn að troðast inn í dagskrána svo að þeir komust ekki í hjólastillinguna fyrr en á föstudaginn. Svo hringir Haukur í mig eftir hádegi og segir mér að hjólastillingavélin hafi bilað. En bíllinn var græjaður um hádegi á mánudag. Greinilega fagmenn þarna, bæði er bílinn góður í stýri og svo stilltu þeir stýrishjólið þannig að það er "rétt" en síðast þegar bíllinn var stilltur kom hann til baka með stýrishjólið svona 20 gráður til vinstri.
Vegna þessara tafa allra voru þeir mjög sanngjarnir í reikningnum. Finnst ég hafa heyrt menn kvarta yfir Arctic Trucks að þeir séu dýrir og bara í að þjónusta ferðaþjónustuaðila en það er svo sannarlega ekki mín reynsla. Mjög sáttur við þá, svo sáttur að ég setti Arctic Trucks auglýsinga drullusokka á jeppann :-)
Nú svo var það skoðunin og þar voru engin vandamál. Eina sem skyggði á gleðina var að á eftir mér var einhver RAM-Sonax trukkur á einhverjum þeim stærstu jeppadekkjum sem ég hef séð. Þannig að pæjan var bara eins og Yaris fyrir framan hann.
Þessi þráður ef ég man rétt var eiginlega svona bókhald yfir rekstur á gömlum jeppa. Er löngu hættur að pæla í svona kostnaði en fyrir þá sem hafa áhuga á stærðargráðu þá er samkvæmt minni (sem hefur tilhneigingu til að lækka svona tölur) kostnaðurinn eihverstaðar ca svona:
- Aðkeypt þjónusta þ.e. lenging á drifskafti, völsun á felgum, hjólastilling og skoðun ca 250 þús
- Suðugas, vír líklega um 100 þús. Ég er með litla eignarflösku, það hefði verið skynsamlegt að leigja sér kút í þetta verkefni
- Skurðarskífur, rör, slöngur, kítti, máling og allskonar smádrasl ca 150-250 þús
- Dekk ca 550 þús og felgur 185 þús, brettakanntar notaðir 50 þús
Þannig að þetta er kostnaður og maður hefði líklega getað sparað sér vinnu og fengið sæmilegan 38 tommu jeppa fyrir þennan pening.
- Viðhengi
-
- Bara svoldið fullorðins
- IMG_0859.jpg (160.58 KiB) Viewed 24692 times
Síðast breytt af muggur þann 02.jún 2022, 23:05, breytt 2 sinnum samtals.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Re: Undir milljón - Reynslusaga
Aðeins farin að prófa bílinn. Þarf líklega að hækka samsláttapúðana að aftan og svo er eins og nudd að framan í krappri hægri beygju sem ég get ekki séð þegar ég labba í kringum bílinn.
Helvítis lásinn virkar ekki en mig grunar að það sé loftleki í rörinu við dæluna. Var ansi ryðgað þegar ég var að brasa í þessu.
Svo er að koma loftdælu í bílinn. Ætla að herma eftir Sævari á ferðahilux og nota York dælu en Tacomunni hans Jóns að byrja bara með loftkút og slöngur. Stefni á úrhleypibúnað þegar veskið er aðeins búið að jafna sig
Helvítis lásinn virkar ekki en mig grunar að það sé loftleki í rörinu við dæluna. Var ansi ryðgað þegar ég var að brasa í þessu.
Svo er að koma loftdælu í bílinn. Ætla að herma eftir Sævari á ferðahilux og nota York dælu en Tacomunni hans Jóns að byrja bara með loftkút og slöngur. Stefni á úrhleypibúnað þegar veskið er aðeins búið að jafna sig
- Viðhengi
-
- Næsta verkefni
- E0CFED55-FB3F-4DA6-A7D0-20886B2D9793.jpeg (3.14 MiB) Viewed 24528 times
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Re: Undir milljón - Reynslusaga
Til hamingju með jeppan og það var gaman að fylgjast með ferlinu.
-
- Innlegg: 299
- Skráður: 31.jan 2010, 23:01
- Fullt nafn: Hilmar Ingimundarson
- Bíltegund: Toyota Hilux 93
- Staðsetning: Akureyri
Re: Undir milljón - Reynslusaga
þetta er orðin hin glæsilegasta bifreið
1993 árg Toyota Hilux (hvaðan kemur þetta Hilux ??) 35 - 36"
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)
kominn á 38” og með 22RTE sem er heldur snarpari en gamla og svo gafst hún upp og er kominn með
1kz-te
Kv Hilmar
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)
kominn á 38” og með 22RTE sem er heldur snarpari en gamla og svo gafst hún upp og er kominn með
1kz-te
Kv Hilmar
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Undir milljón - Reynslusaga
Frábært að fylgjast með hér. Þó ég skrifi ekki við hvern póst þá fylgist ég spenntur með :)
http://www.jeppafelgur.is/
Re: Undir milljón - Reynslusaga
Það er yljar um hjartaræturnar að lesa að fólk hafi gaman af þessu brasi mínu. Maður er orðinn eins og versti áhrifavaldur, póstar þessari breytingu á hinar og þessar MMC síður og lækin virka eins og heróín á mann....
En já ég er bara nokkuð sáttur við bílinn eins og er þó að það trufli mig aðeins að ég hef sterkan grun um að það gæti orðið eitthvert nudd frá dekkjunum í miklum látum. Það er þá bara við mig að sakast og það verður leyst með tíð og tíma.
Pípari sem var að vinna fyrir mig sagði um lagnirnar í húsinu hjá mér... þetta virkar allt en það er líklegt að um leið og eitthvað er farið að taka á þeim gefi sig allskonar hlutir. Það er dáldið raunin með jeppann. Loftlásinn virkar ekki en ég er búinn að staðfesta að það er gat á röri sem er upp við dæluna. Þó að allt sé hannað af stakri snilld í pajero þá er þetta rör hálf asnalegt. Sitthvor sverleikinn á endunum. Ætla að reyna að panta þetta áður en ég mixa þetta betur en núna. Notaði smá rörbút og festi upp með strekkbandi.
Ég ætti kannski að færa þráðinn á "Barnaland" en læt bara vaða þar sem þetta er nú ekki svo slæmt. Nú er ég að safna dóti í loftkerfi og öll ráð sem ég hef fengið segja að fara í Landvélar og þar viti menn allt um svona jeppaloftkerfi og slíkt. Þannig að fullur bjartsýni mætti ég á föstudagsmorgun með York-dæluna og teikningu af loftkerfi. Maður sem afgreiddi mig var líklega ekki búinn að fá kaffibollann sinn þennan morguninn því að hann fann ekkert útúr gengjunum á dælunni og sagði mér að koma aftur þegar ég fyndi útúr því. Þannig að ég fór í Barka og þar mætti mér allt annað viðhorf, fundu með "det samme" fittings á portin á dælunni og líka á hugsanlegan smurgang í kjallarann.
Þegar þetta var komið fór ég með hálfgerðum kvíða aftur í Landvélar en þá lennti ég á öðrum starfsmanni sem vildi allt fyrir mig gera og gaf góð ráð. Hann skyldi ekkert í því að ég skyldi ekki kaupa beygjurnar á dæluna hjá þeim, þetta væri allt til. Þannig að já kannski að maður mæti eftir morgunkaffið í framtíðinni.
Það var reyndar smá bras með beygjurnar á toppinn á dælunni. Það standa einhverjar skrúfur upp úr hausnum á dælunni sem hindra að maður nái að herða þetta alveg niður. En með félaga slíppirokk þá fræsti ég aðeins af köntunum á rónni og þá var þetta ekkert mál.
Svo er það loftkerfið, það verður til að byrja með einfallt og bara með úrtök að framan og aftan til að setja í dekkin. Úrhleypibúnaður kemur seinna. Eina sem er "fansí" er að ég set þrýstiminnkara til að ekki sé hægt að setja meira í dekkin en 40psi. Svo er ég búinn að kaupa 8 takka aukarafkerfi frá Auxbeam svo það vantar ekkert til að koma þessu í gagnið
Held samt að ég hafi soðið yfir mig um daginn og ég bara finn ekki hjá mér orku til að smíða bracket fyrir dæluna og koma henni í vélarrúmið, einnig ætla ég að hafa kútinn undir bíl og smíða festingar við grindina og bolta kútinn þar undir. Stefni svo á að hafa málmtækniplast undir honum til að verja hann steinkasti. En já nú er ég orðinn hálfgerður sófaskúrakall.... verð að rífa mig upp því það styttist í að hálendið opni.
En já ég er bara nokkuð sáttur við bílinn eins og er þó að það trufli mig aðeins að ég hef sterkan grun um að það gæti orðið eitthvert nudd frá dekkjunum í miklum látum. Það er þá bara við mig að sakast og það verður leyst með tíð og tíma.
Pípari sem var að vinna fyrir mig sagði um lagnirnar í húsinu hjá mér... þetta virkar allt en það er líklegt að um leið og eitthvað er farið að taka á þeim gefi sig allskonar hlutir. Það er dáldið raunin með jeppann. Loftlásinn virkar ekki en ég er búinn að staðfesta að það er gat á röri sem er upp við dæluna. Þó að allt sé hannað af stakri snilld í pajero þá er þetta rör hálf asnalegt. Sitthvor sverleikinn á endunum. Ætla að reyna að panta þetta áður en ég mixa þetta betur en núna. Notaði smá rörbút og festi upp með strekkbandi.
Ég ætti kannski að færa þráðinn á "Barnaland" en læt bara vaða þar sem þetta er nú ekki svo slæmt. Nú er ég að safna dóti í loftkerfi og öll ráð sem ég hef fengið segja að fara í Landvélar og þar viti menn allt um svona jeppaloftkerfi og slíkt. Þannig að fullur bjartsýni mætti ég á föstudagsmorgun með York-dæluna og teikningu af loftkerfi. Maður sem afgreiddi mig var líklega ekki búinn að fá kaffibollann sinn þennan morguninn því að hann fann ekkert útúr gengjunum á dælunni og sagði mér að koma aftur þegar ég fyndi útúr því. Þannig að ég fór í Barka og þar mætti mér allt annað viðhorf, fundu með "det samme" fittings á portin á dælunni og líka á hugsanlegan smurgang í kjallarann.
Þegar þetta var komið fór ég með hálfgerðum kvíða aftur í Landvélar en þá lennti ég á öðrum starfsmanni sem vildi allt fyrir mig gera og gaf góð ráð. Hann skyldi ekkert í því að ég skyldi ekki kaupa beygjurnar á dæluna hjá þeim, þetta væri allt til. Þannig að já kannski að maður mæti eftir morgunkaffið í framtíðinni.
Það var reyndar smá bras með beygjurnar á toppinn á dælunni. Það standa einhverjar skrúfur upp úr hausnum á dælunni sem hindra að maður nái að herða þetta alveg niður. En með félaga slíppirokk þá fræsti ég aðeins af köntunum á rónni og þá var þetta ekkert mál.
Svo er það loftkerfið, það verður til að byrja með einfallt og bara með úrtök að framan og aftan til að setja í dekkin. Úrhleypibúnaður kemur seinna. Eina sem er "fansí" er að ég set þrýstiminnkara til að ekki sé hægt að setja meira í dekkin en 40psi. Svo er ég búinn að kaupa 8 takka aukarafkerfi frá Auxbeam svo það vantar ekkert til að koma þessu í gagnið
Held samt að ég hafi soðið yfir mig um daginn og ég bara finn ekki hjá mér orku til að smíða bracket fyrir dæluna og koma henni í vélarrúmið, einnig ætla ég að hafa kútinn undir bíl og smíða festingar við grindina og bolta kútinn þar undir. Stefni svo á að hafa málmtækniplast undir honum til að verja hann steinkasti. En já nú er ég orðinn hálfgerður sófaskúrakall.... verð að rífa mig upp því það styttist í að hálendið opni.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Undir milljón - Reynslusaga
Þetta eru geggjaðar dælur. Ég er með eina svona við 2000l haugsugu hjá mér!
Samanburður á aircon dælu og fini. Ég var með hilux með einhverri toyota ac dælu fyrir nokkrum árum. Á 2000rpm dældi ég í mín fjögur 35" dekk og tvö 38" dekk hjá félaga mínum meðan hann dældi í tvö 38" með nýlegri fini.
Svo er 210cc york töluvert öflugri.
Eitt tips. Tengdu gaumljós við spóluna á dælunni svo þú sjáir alltaf inn í bíl þegar hún er í gangi. Ég var með rofa með gaumljósi fyrir mína ac dælu í umræddum hilux og ég sá með stöðunni á rofanum hvort kerfið væri í gangi og svo kom gaumljósið á rofanum inn þegar dælan var í gangi. Ef eitthvað klikkar í loftkerfinu þá sérðu það um leið, að dælan sé óeðlilega lengi í gangi.
Samanburður á aircon dælu og fini. Ég var með hilux með einhverri toyota ac dælu fyrir nokkrum árum. Á 2000rpm dældi ég í mín fjögur 35" dekk og tvö 38" dekk hjá félaga mínum meðan hann dældi í tvö 38" með nýlegri fini.
Svo er 210cc york töluvert öflugri.
Eitt tips. Tengdu gaumljós við spóluna á dælunni svo þú sjáir alltaf inn í bíl þegar hún er í gangi. Ég var með rofa með gaumljósi fyrir mína ac dælu í umræddum hilux og ég sá með stöðunni á rofanum hvort kerfið væri í gangi og svo kom gaumljósið á rofanum inn þegar dælan var í gangi. Ef eitthvað klikkar í loftkerfinu þá sérðu það um leið, að dælan sé óeðlilega lengi í gangi.
http://www.jeppafelgur.is/
Re: Undir milljón - Reynslusaga
Þessa stýringu er ég með og er sáttur. https://www.aliexpress.com/item/3301920 ... 7866%21gdf
-
- Innlegg: 226
- Skráður: 15.des 2011, 23:51
- Fullt nafn: Ásgeir Þór Hallgrímsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Re: Undir milljón - Reynslusaga
Sæll
Myndi færa skiljuna lengra frá dælu. Er búin að sprengja 2 svona skiljur útaf hita. Færði hana lengra frá og engin vandamál.
Myndi færa skiljuna lengra frá dælu. Er búin að sprengja 2 svona skiljur útaf hita. Færði hana lengra frá og engin vandamál.
Re: Undir milljón - Reynslusaga
Ásgeir Þór wrote:Sæll
Myndi færa skiljuna lengra frá dælu. Er búin að sprengja 2 svona skiljur útaf hita. Færði hana lengra frá og engin vandamál.
Algerlega! Þessu var bara stillt svona upp til að vera alveg viss um að ekki vantaði einhver fittings. En skiptir máli hæðin á glasinu mv dæluna? Dælan mun verða frekar neðarlega en hugmyndin var að hafa kistuna efst á hvalbaknum. Mætti smurglasið vera þar líka?
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
-
- Innlegg: 290
- Skráður: 11.jan 2012, 19:49
- Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
- Bíltegund: 38" Musso
- Staðsetning: 800
Re: Undir milljón - Reynslusaga
Hér eru fínar upplýsingar um york dælurnar.
https://www.therangerstation.com/tech_l ... ssor.shtml
Hér eru upplýsingar um að blinda olíugöng til að geta haft olíu á dælunni.
https://www.jedi.com/york-air-oil-mod/
https://www.therangerstation.com/tech_l ... ssor.shtml
Hér eru upplýsingar um að blinda olíugöng til að geta haft olíu á dælunni.
https://www.jedi.com/york-air-oil-mod/
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"
2001 Nissan Patrol 35"
Re: Undir milljón - Reynslusaga
Jæja tími á smá update
Er svona að truntast í gang aftur með þennan bíl. Búinn að prófa nokkuð vel og breytingin kemur bara vel út. Nuddhljóð hvarf með því að stilla beygjuradíusinn. Það er engin jeppaveiki og bíllinn góður á vegi á þessum dekkjum.
Um daginn var ég stoppaður á N1 í Borgarnesi og ávarpaður með “er þetta ekki Jeppaspjalls pajeroinn”. Kom smá spjall úr því. Fanst magnað að sá sem spurði var á willys sem var í raun Jimny. Vildi gjarnan lesa þráð um þá smíði.
Núna er helst að stríða mér smellir sem koma stundum þegar lagt er á stýrið, helst þegar bíllinn er kyrr. Fór með hann á skoðunarstöð og það var komið slag í efri spindilkúlu. Skipti um hana en smellinir halda áfram.
En York ævintýrið rann út í sandinn þar sem það var ekki nokkur leið að koma helvítinu fyrir. Þannig að það er bara rafmagnsdæla. Tók stóru ARB dæluna þar sem líklega var einfaldast að koma henni fyrir. Það tókst að lokum en ekki hef ég hugmynd um hvar ég á að koma fyrir kistunni og seinna úrhleypibúnaðnum.
Er svona að truntast í gang aftur með þennan bíl. Búinn að prófa nokkuð vel og breytingin kemur bara vel út. Nuddhljóð hvarf með því að stilla beygjuradíusinn. Það er engin jeppaveiki og bíllinn góður á vegi á þessum dekkjum.
Um daginn var ég stoppaður á N1 í Borgarnesi og ávarpaður með “er þetta ekki Jeppaspjalls pajeroinn”. Kom smá spjall úr því. Fanst magnað að sá sem spurði var á willys sem var í raun Jimny. Vildi gjarnan lesa þráð um þá smíði.
Núna er helst að stríða mér smellir sem koma stundum þegar lagt er á stýrið, helst þegar bíllinn er kyrr. Fór með hann á skoðunarstöð og það var komið slag í efri spindilkúlu. Skipti um hana en smellinir halda áfram.
En York ævintýrið rann út í sandinn þar sem það var ekki nokkur leið að koma helvítinu fyrir. Þannig að það er bara rafmagnsdæla. Tók stóru ARB dæluna þar sem líklega var einfaldast að koma henni fyrir. Það tókst að lokum en ekki hef ég hugmynd um hvar ég á að koma fyrir kistunni og seinna úrhleypibúnaðnum.
- Viðhengi
-
- 7ACD0E6D-D197-4B32-9738-77AB127FFAAC.jpeg (3.28 MiB) Viewed 23234 times
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Re: Undir milljón - Reynslusaga
Jæja held það sé komin niðurstaða í smellina sem heyrðust þegar lagt var á hann og svo þegar bremsað var snögglega.
Smellirnir voru byrjaðir þegar ég fór með hann í breytingarskoðun en ég tók einnig ástandsskoðunina á sama tíma. En þeir hafa versnað til muna síðan þá. Fór með bílinn aftur á skoðunarstöðina og þá fundu þeir slag í efri spindilkúlu. Dreif mig í að laga það (pantaði orginal kúlu og alles). En helvítis smellinir héldu áfram! Svo ég fer aftur og nú á aðra skoðunarstöð. Þá er einnig slag í neðri spindilkúlunni sem og að fóðringarnar í annari aftari spyrnunni eru í döðlum. Ég átti gamlar spyrnur með heilum fóðringum svo ég bara setti aðra þeirra í. Ætla samt svona þegar veskið jafnar sig aðeins að panta orginal fóðringar og setja í. Þetta er dáldið svekkjandi því ég setti þessar fóðringar í fyrir ca 5 árum. Þetta átti að vera svona fyrirbyggjandi viðhald en til að stöðva ekki bílinn of lengi inni í skúr þá reddaði ég mér spyrnum, dundaði við að mála þær og setja nýjar fóðringar í. En sem sagt fimm árum seinna eru þær ónýtar en sem betur fer geymdi ég gömlu spyrnunar (það var ekkert að fóðringunum í þeim).
Svo fyrst ég var farinn í þennan spindilkúlublús þá ákvað ég bara að skipta um allar fjórar. Þetta verður vonandi í lagi þá eitthvað áfram. Keypti þær efri orginal en nennti ekki að bíða svo ég tók þær neðri úr AB. Verð að nöldra aðeins, það er risa gat í hliðinni á þeim, líklega fyrir smurkopp en það fylgir enginn koppur með!! Svo eru gengjunar eitthvað óhefðbundið þannig að það þurfti fantaskap til að koma einhverju í gatið.
Aðrar fréttir eru helst þær að ég keypti VHF stöð í bílinn og lét setja hana í þar sem mælt er með því upp á að fá alminnilega virkni. Fékk nett sjokk þegar ég fékk reikninginn fyrir ísetningunni sem var reyndar einnig loftnet og kapall. En það var semsagt meira en ég gaf fyrir stöðina.
Nú er ARB dælan komin á sinn stað og búið að festa endanlega eftir að platan var máluð. Auka rafkerfið komi í og tengt. Það eina sem er eftir er að skrúfa loftkútinn í og tengja loftið og rafmagnið fyrir dæluna. Fátt um fína drætti er kemur að staðsetningu á loftkistunni og enda líklega á að setja hana fyrir framan vatnskassann eða þar um bil. Ekki alveg besti staðurinn en það er allstaðar þröng á þingi í kringum vélina.
Loftdælan er beintengd á geyminn, það er gert ráð fyrir rofa í víarlúminu sem fylgdi henni og verður rofavíranir tengdir inn á auka rafkerfið. Þrýstirofi verður samt tengdur inn á rofastrauminn sem og afloftunarventill sem er fyrir framan einstefnuventilinn sem er við loftkistuna frá dælunni. Svo liggur slanga í kútinn og svo verða tengi í stuðurunum fyrir loftslöngu. Væri gaman að fara alla leið og í úrhleypibúnað en það verður að bíða.
Smellirnir voru byrjaðir þegar ég fór með hann í breytingarskoðun en ég tók einnig ástandsskoðunina á sama tíma. En þeir hafa versnað til muna síðan þá. Fór með bílinn aftur á skoðunarstöðina og þá fundu þeir slag í efri spindilkúlu. Dreif mig í að laga það (pantaði orginal kúlu og alles). En helvítis smellinir héldu áfram! Svo ég fer aftur og nú á aðra skoðunarstöð. Þá er einnig slag í neðri spindilkúlunni sem og að fóðringarnar í annari aftari spyrnunni eru í döðlum. Ég átti gamlar spyrnur með heilum fóðringum svo ég bara setti aðra þeirra í. Ætla samt svona þegar veskið jafnar sig aðeins að panta orginal fóðringar og setja í. Þetta er dáldið svekkjandi því ég setti þessar fóðringar í fyrir ca 5 árum. Þetta átti að vera svona fyrirbyggjandi viðhald en til að stöðva ekki bílinn of lengi inni í skúr þá reddaði ég mér spyrnum, dundaði við að mála þær og setja nýjar fóðringar í. En sem sagt fimm árum seinna eru þær ónýtar en sem betur fer geymdi ég gömlu spyrnunar (það var ekkert að fóðringunum í þeim).
Svo fyrst ég var farinn í þennan spindilkúlublús þá ákvað ég bara að skipta um allar fjórar. Þetta verður vonandi í lagi þá eitthvað áfram. Keypti þær efri orginal en nennti ekki að bíða svo ég tók þær neðri úr AB. Verð að nöldra aðeins, það er risa gat í hliðinni á þeim, líklega fyrir smurkopp en það fylgir enginn koppur með!! Svo eru gengjunar eitthvað óhefðbundið þannig að það þurfti fantaskap til að koma einhverju í gatið.
Aðrar fréttir eru helst þær að ég keypti VHF stöð í bílinn og lét setja hana í þar sem mælt er með því upp á að fá alminnilega virkni. Fékk nett sjokk þegar ég fékk reikninginn fyrir ísetningunni sem var reyndar einnig loftnet og kapall. En það var semsagt meira en ég gaf fyrir stöðina.
Nú er ARB dælan komin á sinn stað og búið að festa endanlega eftir að platan var máluð. Auka rafkerfið komi í og tengt. Það eina sem er eftir er að skrúfa loftkútinn í og tengja loftið og rafmagnið fyrir dæluna. Fátt um fína drætti er kemur að staðsetningu á loftkistunni og enda líklega á að setja hana fyrir framan vatnskassann eða þar um bil. Ekki alveg besti staðurinn en það er allstaðar þröng á þingi í kringum vélina.
Loftdælan er beintengd á geyminn, það er gert ráð fyrir rofa í víarlúminu sem fylgdi henni og verður rofavíranir tengdir inn á auka rafkerfið. Þrýstirofi verður samt tengdur inn á rofastrauminn sem og afloftunarventill sem er fyrir framan einstefnuventilinn sem er við loftkistuna frá dælunni. Svo liggur slanga í kútinn og svo verða tengi í stuðurunum fyrir loftslöngu. Væri gaman að fara alla leið og í úrhleypibúnað en það verður að bíða.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Re: Undir milljón - Reynslusaga
Ekki reyndist nóg að skipta um spindilkúlur til að losna við smellina svo aftur var farið á skoðunarstöð, bilanaskoðun. Þeir bentu á framöxul sem ég þá skipti um en smellinir héldu áfram. Fór með æðruleysisbænina og komst að þeirri niðurstöðu að það væri búið að skoða og hrista bílinn oft og skipta um flest allt krítiskt svo ég yrði bara að lifa með þessum smellum enda þyrfti að fara að drífa sig á fjöll.
Er með farangurskerru sem ég gerði smá þráð um http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=2&t=36048 þar sem mikið er búið að hugsa og brasa varðandi sólarsellu. Fannst komast svona helst til lítið af drasli á kerruna miðað við vesenið með að hafa hana í eftirdragi. Svo ég ákvað að klambra upp húsi á hana. Það átti ekki að vera rykþétt eða neitt slíkt, aðallega bara að lyfta sólarsellunni upp og gera aðgengi auðveldara en með grindinni sem var á henni í fyrra. Svo pantaði ég mér brautir frá USA þannig að það var útdraganlegur pallur sem við röðum álkistum á. Kæliboxið var svo fremst í kerrunni og núna beintengt. Í fyrra var eilíft sambandleysi að plaga vegna tengjana á köplunum.
Svo var haldið af stað, hugmyndin var að fara ca í kringum Hofsjökul en "stóran hring" þar sem okkur datt ekki í hug að fara Sóleyjarhöfðavað eða Eyfirðingaveg. Keyrðum semsagt Kjöl og svo Eyvindarstaðaheiði, niður í Gilhagadal og svo var stefnt á Laugafell upp úr Goðdölum. Gistum fyrstu nóttina í Hvítárnesi og svo á Eyvindarstaðaheiði.
Það gekk allt ágætlega bílinn virkaði vel reyndar komu stundum alveg svakaleg ískurhljóð, eins og eitthvað væri að nuddast í snúningi. Þrátt fyrir mikla skoðun komst ég ekki að því hvað það var. Þetta gerðist helst þegar mikið gekk á og bíllinn fjaðraði. Þetta gerðist bara að ég held eftir að hleypt var úr dekkjum og demparar að framan settir á mýkstu stillingu. Bíllinn var náttúrulega mjög lestaður, með fjóra fullvaxna einstaklinga, tengdamömmubox fullt af drasli og svo kerruna aftan í. Þessi hljóð komu ekki þegar bíllinn var minna lestaður með fullpumpuð dekk og demparana stífari. Annars var krafturinn alveg sannfærandi á þessum dekkjum og með þetta hlass. Var aldrei hræddur um að hafa það ekki upp brekkur líkt og fyrir mótorskipti.
En svo skeði slysið, beislið á kerrunni brotnaði þegar við vorum að komin upp brekkunar úr Skagafirði. Nú voru góð ráð dýr. Ég man að ég hugsaði fyrir ferð að taka með mér suðupinna og kannski einhver járn en sleppti því. Það er viss hætta á að maður endi með að taka allan bílskúrinn með sér ef maður ætlar að vera við öllu búinn. Ástæðan fyrir þessu er bæði hönnunarmistök hjá mér við smíði kerrunar. Bitinn í beyslinu er 50x100mm úr 5mm þykku og á því að þola ýmislegt. En ég tók aðeins úr bitanum við grindina á kerrunni til "að fá lengri suðu". Bitinn brotnaði neðan frá svo ekki var það suðan sem gaf sig en ég hefði átt að sleppa því að taka úr bitanum auk þess að hafa skástífur líka og þannig mynda þríhyrning.
EN svo keyrði ég líka eins og asni, allt of hratt sem var ekki gott. Mun endurhanna beyslið á kerrunni. En núna er eldra barnið að komast á bílprófsaldur svo kannski er bara einfaldara að kaupa annan Pajero því það er alltaf smá bras með svona kerrur. Er ekki góður að bakka með hana, er stressaður upp brattar brekkur með hana í eftirdragi svo ekki sé minnst á stórar ár....
Er með farangurskerru sem ég gerði smá þráð um http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=2&t=36048 þar sem mikið er búið að hugsa og brasa varðandi sólarsellu. Fannst komast svona helst til lítið af drasli á kerruna miðað við vesenið með að hafa hana í eftirdragi. Svo ég ákvað að klambra upp húsi á hana. Það átti ekki að vera rykþétt eða neitt slíkt, aðallega bara að lyfta sólarsellunni upp og gera aðgengi auðveldara en með grindinni sem var á henni í fyrra. Svo pantaði ég mér brautir frá USA þannig að það var útdraganlegur pallur sem við röðum álkistum á. Kæliboxið var svo fremst í kerrunni og núna beintengt. Í fyrra var eilíft sambandleysi að plaga vegna tengjana á köplunum.
Svo var haldið af stað, hugmyndin var að fara ca í kringum Hofsjökul en "stóran hring" þar sem okkur datt ekki í hug að fara Sóleyjarhöfðavað eða Eyfirðingaveg. Keyrðum semsagt Kjöl og svo Eyvindarstaðaheiði, niður í Gilhagadal og svo var stefnt á Laugafell upp úr Goðdölum. Gistum fyrstu nóttina í Hvítárnesi og svo á Eyvindarstaðaheiði.
Það gekk allt ágætlega bílinn virkaði vel reyndar komu stundum alveg svakaleg ískurhljóð, eins og eitthvað væri að nuddast í snúningi. Þrátt fyrir mikla skoðun komst ég ekki að því hvað það var. Þetta gerðist helst þegar mikið gekk á og bíllinn fjaðraði. Þetta gerðist bara að ég held eftir að hleypt var úr dekkjum og demparar að framan settir á mýkstu stillingu. Bíllinn var náttúrulega mjög lestaður, með fjóra fullvaxna einstaklinga, tengdamömmubox fullt af drasli og svo kerruna aftan í. Þessi hljóð komu ekki þegar bíllinn var minna lestaður með fullpumpuð dekk og demparana stífari. Annars var krafturinn alveg sannfærandi á þessum dekkjum og með þetta hlass. Var aldrei hræddur um að hafa það ekki upp brekkur líkt og fyrir mótorskipti.
En svo skeði slysið, beislið á kerrunni brotnaði þegar við vorum að komin upp brekkunar úr Skagafirði. Nú voru góð ráð dýr. Ég man að ég hugsaði fyrir ferð að taka með mér suðupinna og kannski einhver járn en sleppti því. Það er viss hætta á að maður endi með að taka allan bílskúrinn með sér ef maður ætlar að vera við öllu búinn. Ástæðan fyrir þessu er bæði hönnunarmistök hjá mér við smíði kerrunar. Bitinn í beyslinu er 50x100mm úr 5mm þykku og á því að þola ýmislegt. En ég tók aðeins úr bitanum við grindina á kerrunni til "að fá lengri suðu". Bitinn brotnaði neðan frá svo ekki var það suðan sem gaf sig en ég hefði átt að sleppa því að taka úr bitanum auk þess að hafa skástífur líka og þannig mynda þríhyrning.
EN svo keyrði ég líka eins og asni, allt of hratt sem var ekki gott. Mun endurhanna beyslið á kerrunni. En núna er eldra barnið að komast á bílprófsaldur svo kannski er bara einfaldara að kaupa annan Pajero því það er alltaf smá bras með svona kerrur. Er ekki góður að bakka með hana, er stressaður upp brattar brekkur með hana í eftirdragi svo ekki sé minnst á stórar ár....
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Undir milljón - Reynslusaga
Þú kláraðir ekki söguna, hvernig fór með kerruna? :D
http://www.jeppafelgur.is/
Re: Undir milljón - Reynslusaga
ellisnorra wrote:Þú kláraðir ekki söguna, hvernig fór með kerruna? :D
Heyrðu já það er rétt :-)
Nú þetta gerðist náttúrulega með svoldið miklum látum og þetta var óneitanlega nokkuð mikið sjokk. Við byrjuðum á að velta fyrir okkur hvort við gætum gert eitthvað. Farið var í gegnum varahlutalagerinn en fljótlega kom í ljós að þeir boltar sem til voru yrðu af takmörkuðu gagni sérstaklega í ljósi þess að engin var borvélin né slípirokkurinn. Skoðuðum vel að nota drullutjakka en niðurstaðan var sú að það að nota bitann úr tjakknum ásamt ströppum væri lítt öruggt, sérstaklega að fara aftur niður þessar bröttu brekkur ofan í Skagafjörð.
Hringdum í neyðarlínuna sem gaf okkur samband við lögguna, löggan sagði okkur að hálendisvaktin væri ekkert í svona brasi og benti okkur á 2 aðila í Skagafirði sem væru í bílaflutningum og slíku. Hringdum í þá og annar var í fríi og hinn upptekinn. Þannig að viðhorfið sem við fengum var svoldið svona "leiðinlegt fyrir þig, vinur". En til að vera sanngjarn þá var þetta á föstudagskvöldi. Niðurstaðan varð því sú að strappa álkisturnar á þakið á jeppunum (vorum á tveimur bílum), fara til byggða og leita hjálpar á næsta bæ.
Þegar komið var að Þorljótsstöðum sem er eyðibýli en þar er sumarbústaður (efsti "bærinn" áður en farið er á fjall) ákváðum við að banka upp á og vonuðumst eftir að sumarhúsaeigendur myndu geta bent okkur á einhvern góðviljaðan bónda í nágreninu. En þetta var miklu betra, Húsráðandi spennti kerru fyrir sinn Pajero og sagði að það væri ómögulegt fyrir okkur að skilja kerruna eftir svona uppi á fjalli. Þannig að við fórum með honum og komum kerrunni á kerruna hans með talsverðum tilfæringum. Hann síðan keyrði hana niður af fjalli. Þannig að við stöndum í mikilli þakkarskuld við fólkið á Þorljótsstöðum, ég vona innilega að ég væri jafn bóngóður og þau ef eitthvert lið myndi banka uppá hjá mér í sumarbústað og væla um hjálp :-)
Við fengum að geyma dótið hjá þeim á Þorleifsstöðum og héldum svo í bæinn á föstudagskvöld og komum heim um 3 um nóttina. Kerrunni var svo komið á verkstæði á Hóli sem sauð beyslið saman þannig að hægt var að draga kerruna í bæinn. Þannig að allt fór þetta nú vel en hálendisferðin þetta árið varð fremur rýr. Vorum í raun bara búin að fara "minna áhugaverðan hluta leiðarinnar" en planið var að fara svo í Laugafell, Ingólfsskála og svo Nýjadal og labba í Vonarskarð. En það gengur bara betur næst.
Því má bæta við að á leiðinni í bæinn var ég endalaust blikkaður þó ég væri bara með lágu ljósin á. En síðastliðin 3 ár hef ég haft led perur frá audio.is í bílnum. Hef aldrei verið blikkaður með þetta áður þannig að þetta er svona aukaverkun af því að vera kominn á 42 tommur mv 35 tommur áður. Þannig að nú eru bara komnar venjulegar halogen perur í bílinn og í þessum 700km rúnti að sækja kerruna þá blikkaði mig enginn. Fæ mér líklega kastara bara með tíð og tíma.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Re: Undir milljón - Reynslusaga
Lítið búið að gerast en meira búið að pæla.
Er búinn að kaupa allt í úrhleypibúnað nema búnaðinn sjálfan. Þ.e. ég sveiflast milli Stýrivélaþjónustunar og Sölvabúnaðarins. Finnst það mikill galli að vera með búnaðinn í gegnum síma, sérstaklega Android þar sem að ég er fastur í hinum fallega heimi epplana. Langar voða lítið í Android apparat. Samt er Sölvabúnaðurinn með flottari fítusa en Stýrivélaþjónustan. En veskið er ennþá í tætlum svo maður verður bara að láta sig dreyma.
En það eru ýmsar aðrar pælingar i gangi.
Var að spá í hásingavæðingu og líklega væri best að fá hásingu af 60 Cruiser og láta snúa henni, þá gæti ég fengið í hana 5.29 hlutföll og lás. Þetta er samt mikill pakki, bæði vinna og kostnaður svo ég held ég láti þetta vera í bili. En þetta er samt eitthvað sem mér gæti alveg dottið í hug að byrja að safna í ef ég sæi svona hásingu auglýsta.
Það var dáldið svekkelsi með York dæluna og ég var ekki alveg sáttur við þessi endalok á því ævintýri öllu. Er mikið búinn að reyna að kaupa orginal AC-dælu með brakketi frá USA en partasölunar þar svara mér ekki. Vandamálið með Yorkinn var að hún var of stór þar sem AC-dælan er sett á vélina (neðarlega vinstra megin). Svo var hvíslað að mér að ég gæti annaðhvort fært stýrisdæluna (efst hægramegin) niður þar sem AC-dælan á að vera eða sett rafmagns stýrisdælu. Svona fljótt á litið þá ætti að vera hægt að troða Yorkdælunni í húddið ef maður losnar við stýrisdæluna. Þetta verður líklega næsta project. Vandamálið er að ég bara kem ekki bílnum inn í skúr, verð að redda mér gangi af skúradekkjum. Ef einhver á svoleiðis má alveg hafa samband.
Svo er ég búinn að fá fóðringar í stífunar af aftan og nýja balancestangarenda að framan, þetta þarf að fara í við tækifæri.
Er nú nokkuð sáttur við aflið og togið í bílnum, þetta er engin spyrnukerra en maður hefur það upp Kampana á svona 80 með miklum látum. Bíllinn var orginal 3 lítra en er nú með 3.5 vél sem munar mikið um..... en það er til 3.8 sem hægt er að föndra í. Svo þegar mér bauðst ein slík þá gat ég ekki hamið mig og sótti hana á Suðurlandið. Gott að eiga, vont að vanta. Held samt að þessi vél fái nú að safna ryki í talsverðan tíma.... fullt af öðrum verkefnum sem þarf að klára.
Er búinn að kaupa allt í úrhleypibúnað nema búnaðinn sjálfan. Þ.e. ég sveiflast milli Stýrivélaþjónustunar og Sölvabúnaðarins. Finnst það mikill galli að vera með búnaðinn í gegnum síma, sérstaklega Android þar sem að ég er fastur í hinum fallega heimi epplana. Langar voða lítið í Android apparat. Samt er Sölvabúnaðurinn með flottari fítusa en Stýrivélaþjónustan. En veskið er ennþá í tætlum svo maður verður bara að láta sig dreyma.
En það eru ýmsar aðrar pælingar i gangi.
Var að spá í hásingavæðingu og líklega væri best að fá hásingu af 60 Cruiser og láta snúa henni, þá gæti ég fengið í hana 5.29 hlutföll og lás. Þetta er samt mikill pakki, bæði vinna og kostnaður svo ég held ég láti þetta vera í bili. En þetta er samt eitthvað sem mér gæti alveg dottið í hug að byrja að safna í ef ég sæi svona hásingu auglýsta.
Það var dáldið svekkelsi með York dæluna og ég var ekki alveg sáttur við þessi endalok á því ævintýri öllu. Er mikið búinn að reyna að kaupa orginal AC-dælu með brakketi frá USA en partasölunar þar svara mér ekki. Vandamálið með Yorkinn var að hún var of stór þar sem AC-dælan er sett á vélina (neðarlega vinstra megin). Svo var hvíslað að mér að ég gæti annaðhvort fært stýrisdæluna (efst hægramegin) niður þar sem AC-dælan á að vera eða sett rafmagns stýrisdælu. Svona fljótt á litið þá ætti að vera hægt að troða Yorkdælunni í húddið ef maður losnar við stýrisdæluna. Þetta verður líklega næsta project. Vandamálið er að ég bara kem ekki bílnum inn í skúr, verð að redda mér gangi af skúradekkjum. Ef einhver á svoleiðis má alveg hafa samband.
Svo er ég búinn að fá fóðringar í stífunar af aftan og nýja balancestangarenda að framan, þetta þarf að fara í við tækifæri.
Er nú nokkuð sáttur við aflið og togið í bílnum, þetta er engin spyrnukerra en maður hefur það upp Kampana á svona 80 með miklum látum. Bíllinn var orginal 3 lítra en er nú með 3.5 vél sem munar mikið um..... en það er til 3.8 sem hægt er að föndra í. Svo þegar mér bauðst ein slík þá gat ég ekki hamið mig og sótti hana á Suðurlandið. Gott að eiga, vont að vanta. Held samt að þessi vél fái nú að safna ryki í talsverðan tíma.... fullt af öðrum verkefnum sem þarf að klára.
- Viðhengi
-
- 3.8 sleggja
- 6G75.jpg (198.04 KiB) Viewed 21850 times
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
-
- Innlegg: 290
- Skráður: 11.jan 2012, 19:49
- Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
- Bíltegund: 38" Musso
- Staðsetning: 800
Re: Undir milljón - Reynslusaga
Ef þig vantar rafmagms stýrisdælu þá er til slatti af þeim hjá Netpörtum, bara spurning hvað hentar. Getur heyrt í mér ef þû villt.
Annars er bíllinn orðinn helvíti vel heppnaður hjá þér, en ég er ekki aðdáandi af þessum bensínvélum í þessum bílum. :)
Annars er bíllinn orðinn helvíti vel heppnaður hjá þér, en ég er ekki aðdáandi af þessum bensínvélum í þessum bílum. :)
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"
2001 Nissan Patrol 35"
Re: Undir milljón - Reynslusaga
Axel Jóhann wrote:Ef þig vantar rafmagms stýrisdælu þá er til slatti af þeim hjá Netpörtum, bara spurning hvað hentar. Getur heyrt í mér ef þû villt.
Annars er bíllinn orðinn helvíti vel heppnaður hjá þér, en ég er ekki aðdáandi af þessum bensínvélum í þessum bílum. :)
Takk fyrir það, ætla að reyna að færa stýrisdæluna og hafa þetta allt reimdrifið en ef það verður mikið vesen þá er rafmagnsdæla að ég held lausninn. Áttu rafmagnsstýrisdælu úr Volvo, kaninn mælir mest með þeim?
Já bara ánægður með bílinn og að verða búinn að laga marga af "lausu endunum" eftir breytingu. Já við erum ekki mörg í Hinum íslenzka 6G7 aðdáendaklúbb. Fyrir utan smá drykkjuvandamál þá vil ég nú samt meina að þetta séu ágætis mótorar sem eru yfirleitt til friðs enda finnast þeir í hinum ýmsu bílum í einni eða annari mynd.
kv. Muggur
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Re: Undir milljón - Reynslusaga
Eitt af því sem var að plaga í sumar voru ónýtar fóðringar í afturspyrnunum. Pantaði mér nýjar frá Partsouq og lét pressa þær í fyrir mig. Gerði það sama fyrir þverstífuna. Ætlaði að endurnýja málinguna á hvorutveggja en svo nennti ég því ekki, sér þetta enginn!!
Spyrnufóðringarnar voru samt bara hluti af vandamálinu. Baulugúmmín sem koma á endann á spyrnunni og eru við grindina voru orðin ansi slitin. Í raun voru gúmmín svo mikið eydd að þegar hert var þá botnaði róin á endanum skrúfganginum án þess að gúmmíin væru farin að pressast neitt. Þannig að það var mikið slag í þessu. Ég reddaði mér í sumar með því að setja bara þriðja slitna gúmmíið sem ég átti til að ná herslu en það var bara djöfulsins fúsk.
Það sem verra var að útaf því að baulugúmmíin voru orðin svona eydd hafði spyrnan kjagað gatið í grindinni talsvert svo það hafði stækkað mikið. Einnig var dáldið rið og þynning á járninu þarna. Bollinn fyrir baulugúmmíið sem á að vera þarna var einnig ryðgaður í burtu.
Svo ég panntaði skinnur sem eiga að fara innst á spynuna, þær eru nokkuð voldugar með stóru gati. Planið var að nota þær sem bolla fyrir gúmmíið, sjóða þær á 3mm plötu sem síðan yrðu soðnar á grindina. Þarna væri búið að þrengja gatið á grindinni, þykkja efnið þannig að hægt er að ná herslu á spyrnurónna og þá allt í góðu. Þetta gekk bara vel, málaði svo yfir þetta allt saman.
Það gekk vel að koma þessu öllu saman aftur og herti svo spyrnurónna í 137nm líkt og manuallinn segir til. Líklega eru þetta "lyfleysu áhrif" en mér finnst bíllinn miklu "þéttari" að aftan í akstri.
Spyrnufóðringarnar voru samt bara hluti af vandamálinu. Baulugúmmín sem koma á endann á spyrnunni og eru við grindina voru orðin ansi slitin. Í raun voru gúmmín svo mikið eydd að þegar hert var þá botnaði róin á endanum skrúfganginum án þess að gúmmíin væru farin að pressast neitt. Þannig að það var mikið slag í þessu. Ég reddaði mér í sumar með því að setja bara þriðja slitna gúmmíið sem ég átti til að ná herslu en það var bara djöfulsins fúsk.
Það sem verra var að útaf því að baulugúmmíin voru orðin svona eydd hafði spyrnan kjagað gatið í grindinni talsvert svo það hafði stækkað mikið. Einnig var dáldið rið og þynning á járninu þarna. Bollinn fyrir baulugúmmíið sem á að vera þarna var einnig ryðgaður í burtu.
Svo ég panntaði skinnur sem eiga að fara innst á spynuna, þær eru nokkuð voldugar með stóru gati. Planið var að nota þær sem bolla fyrir gúmmíið, sjóða þær á 3mm plötu sem síðan yrðu soðnar á grindina. Þarna væri búið að þrengja gatið á grindinni, þykkja efnið þannig að hægt er að ná herslu á spyrnurónna og þá allt í góðu. Þetta gekk bara vel, málaði svo yfir þetta allt saman.
Það gekk vel að koma þessu öllu saman aftur og herti svo spyrnurónna í 137nm líkt og manuallinn segir til. Líklega eru þetta "lyfleysu áhrif" en mér finnst bíllinn miklu "þéttari" að aftan í akstri.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Re: Undir milljón - Reynslusaga
Jæja taka tvö að hefjast með yorkinn. Fyrsta mál að koma honum inn í bílskúr. Virkilega sorglegt að sjá pæjuna á svona allt of litlum skóm (31 tomma).
- Viðhengi
-
- Sad car
- 31EEADF6-A05A-4656-A650-7FB4CBE1A8F0.jpeg (3.77 MiB) Viewed 20584 times
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Re: Undir milljón - Reynslusaga
Fyrsta verk er að færa stýrisdæluna niður þar sem ac-dælan á að vera. Fann í gramsinu mínu bracket fyrir ac-dælu sem passaði á vélina.
Ákvað að nota festinguna fyrir stýrisdæluna og smíða einhverskonar teningu milli þessara tveggja festinga
Eins og sést þurfti að mixa strekkjara líka. Svo þarf náttúrulega að mála
Þá er nú vonandi komið pláss vinstramegin á vélinni fyrir York dæluna!
Ákvað að nota festinguna fyrir stýrisdæluna og smíða einhverskonar teningu milli þessara tveggja festinga
Eins og sést þurfti að mixa strekkjara líka. Svo þarf náttúrulega að mála
Þá er nú vonandi komið pláss vinstramegin á vélinni fyrir York dæluna!
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
-
- Innlegg: 2654
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Undir milljón - Reynslusaga
Flott að sjá þetta. Var ARB dælan ekki nógu öflug?
Re: Undir milljón - Reynslusaga
jongud wrote:Flott að sjá þetta. Var ARB dælan ekki nógu öflug?
Takk takk. ARB-dælan er fín og kom ágætlega út í sumar. Ekkert súper fljót að dæla úr 13psi í 26psi í 42 tommu. Það var þó ekkert þannig að fjölskyldan gæti sett upp grillið á meðan í vegarkantinum í sumar meðan ég brasaði við að pumpa. Viss um að með úrhleypibúnaði þá er hún bara fín (þarf ekki að stoppa til að dæla). Dáldill hávaði en eins og rafmagnsdælum fylgir.
Ég glími við dáldið þrjóskuvandamál og ég var búinn að kaupa York dæluna áður. Þarna í sumar var ég mikið að flýta mér að græja bílinn fyrir ferð. Svo var jeppabrasinneignin kom vel niður fyrir núllið hjá fjölskyldunni eftir breytinguna, smella vesenið og kerruföndur. Svo ég bara skellti mér á ARB-dæluna, kröftug og það sem mestu skipti, tiltölulega auðvelt að koma henni fyrir.
En þetta semsagt stuðaði mig mikið að koma Yorknum ekki í svo nú er gerð önnur tilraun. Þetta virðist ætla að virka að því gefnu að ég fái nógu langa reim í þetta (145cm sirka).
Síðast breytt af muggur þann 17.okt 2022, 11:13, breytt 1 sinni samtals.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Undir milljón - Reynslusaga
Þetta er frábært. Ég á einmitt nýja york undir borði sem þarf að fara í patrol með tíð og tíma :)
http://www.jeppafelgur.is/
Re: Undir milljón - Reynslusaga
ellisnorra wrote:Þetta er frábært. Ég á einmitt nýja york undir borði sem þarf að fara í patrol með tíð og tíma :)
Hefði kannski líka betur geymt mína undir borðinu því mín var í hillunni fyrir ofan vinnuborðið. Þar sat hún feit og glottandi sem tákn um brostnar vonir og glötuð tækifæri :-)
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Re: Undir milljón - Reynslusaga
Svona fyrst bíllinn er kominn inn í skúr þá er um að gera að sinna öðru viðhaldi. Sérstaklega þar sem það er næstum tveggja tíma process að koma honum inn.
Kenningin um smellina að framan er núna sú að um tvíþátt vandamál sé að ræða. Annarsvegar þá brakar/smellur þegar lagt er á bílinn í fjórhjóladrifinu. Ég skipti um annan öxulinn í sumar en ætla nú að prófa að skipta um hinn. En svo er það hin ástæðan að stundum koma lægri smellir við að taka af stað og þegar farið er yfir hraðahindranir. Held að ástæðan fyrir þessu sé að balancestangarendarnir að framan nuddist utan í demparana. Ástæðan er líklega að það eru klossar undir demparafestingunum sem bætt var við þegar millileggin voru sett á efri spindilkúlurnar. Þetta var aldrei vesen en eftir breytingu þá var bílinn aðeins skrúfaður meira upp á vindustöngunum. Þá fór þetta líklega að nuddast.
Þannig að planið er semsagt að skipta um öxulinn, taka klossana undan demparafestingunum og skipta um bs-endana að framan. Set orginal í staðinn þar sem að gúmíið á öðrum er orðið tæpt eftir hvað ca 3-4 ár.
Kenningin um smellina að framan er núna sú að um tvíþátt vandamál sé að ræða. Annarsvegar þá brakar/smellur þegar lagt er á bílinn í fjórhjóladrifinu. Ég skipti um annan öxulinn í sumar en ætla nú að prófa að skipta um hinn. En svo er það hin ástæðan að stundum koma lægri smellir við að taka af stað og þegar farið er yfir hraðahindranir. Held að ástæðan fyrir þessu sé að balancestangarendarnir að framan nuddist utan í demparana. Ástæðan er líklega að það eru klossar undir demparafestingunum sem bætt var við þegar millileggin voru sett á efri spindilkúlurnar. Þetta var aldrei vesen en eftir breytingu þá var bílinn aðeins skrúfaður meira upp á vindustöngunum. Þá fór þetta líklega að nuddast.
Þannig að planið er semsagt að skipta um öxulinn, taka klossana undan demparafestingunum og skipta um bs-endana að framan. Set orginal í staðinn þar sem að gúmíið á öðrum er orðið tæpt eftir hvað ca 3-4 ár.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Re: Undir milljón - Reynslusaga
Þetta potast áfram.
Nýtti festingu fyrir stýrisdæluna (átti auka) til að festa Yorkinn á sinn stað. Stýrisdælufestingin er úr 4mm. járni og fest við vélina með 4x10mm boltum. Platan sem Yorkinn er boltaður við er 6mm. Sauð þetta saman og styrkti aðeins hliðarnar á festingunni. Þrátt fyrir að Yorkdælan sé talsvert þyngri en stýrisdælan þá held ég að með þessari festingu sé hún ekki að fara neitt.
Til að fá dæluna nógu aftarlega upp á að vera í plani við sveifarástrissuna þurfti ég aðeins að fræsa úr henni þar sem að ventlalokið rakst í hana. Þetta var bara úr kantinum milli boltagatana. Ætti ekki að koma að sök.
.
Það var planið að nota orginal strekkjarann fyrir stýrisdæluna til að herða á reiminni, en hann virkar þannig að hann glennir í sundur reimina. Hinsvegar þar sem Yorkin er tengd við sveifarártrissuna þá myndi reimin fara í efri trissuna sem knýr stýrisdæluna. En með því að setja slétt reimahjól (sem ég átti í gramsinu) þá er hægt að nota strekkjarann til að þrýsta niður á reimina og þannig ná herslu og ýta henni frá því að rekast á efri trissuna.
En þetta var ekki bara þröngt útaf vélinni. Lofthreinsarinn er svakalegur hlunkur og þetta var því tæpt líka í hina áttina. Það eru alskonar rangalar útúr boxinu fyrir loftsíuna. Veit það ekki en líklega eru þetta einhverskonar vatnsgildrur. Ég ætla hinsvegar bara að treysta á snorkelið, svo til að búa til smá meira pláss þá tók ég þetta dót af boxinu. Notaði bara "brettaplast" afganga sem bætur. Hnoðaði þær í en setti einnig svarta brettakantalímið frá Wurth á milli. Held að bæturnar fari ekki neitt.
Það var smá vesen að koma vatnskassanum í aftur útaf rörunum í stýrisdæluna en hafðist að lokum. En þetta virðist allt ætla að sleppa, það er þröngt um Yorkdæluna. Held samt að þetta smá bil milli dælunar og lofthreinsarans sé nóg þannig að dælan fari ekkert að bræða boxið. Við sjáum til.
Þetta lítur bara ágætlega út eins og er. Þarf að nota bílinn um helgina svo ég ætla að bíða með að tengja yorkinn og taka ARB-dæluna úr. Ætla þá að nota tækifærið og taka aðeins til í loftslöngunum sem liggja þvers og kruss um vélarrúmið. Þetta var ekki alveg nógu vel útpælt í stressinu í sumar.
Það sem er eftir er að klára að taka klossana undan demparafestingunni öðrum megin og skipta um balancestangarendan þar. Svo þarf ég að loftræma stýrið, kvíður smá fyrir því en service manualinn er með góðar leiðbeiningar. Ef tími vinnst til þá er freistandi að reyna að setja úttök í brettakantana fyrir úrhleypibúnað amk að framan. En.... má líka alveg bíða þangað til ég tek ARB-dæluna og tengi Yorkinn. Stop while you are winning.... eins og kaninn segir.
Nýtti festingu fyrir stýrisdæluna (átti auka) til að festa Yorkinn á sinn stað. Stýrisdælufestingin er úr 4mm. járni og fest við vélina með 4x10mm boltum. Platan sem Yorkinn er boltaður við er 6mm. Sauð þetta saman og styrkti aðeins hliðarnar á festingunni. Þrátt fyrir að Yorkdælan sé talsvert þyngri en stýrisdælan þá held ég að með þessari festingu sé hún ekki að fara neitt.
Til að fá dæluna nógu aftarlega upp á að vera í plani við sveifarástrissuna þurfti ég aðeins að fræsa úr henni þar sem að ventlalokið rakst í hana. Þetta var bara úr kantinum milli boltagatana. Ætti ekki að koma að sök.
.
Það var planið að nota orginal strekkjarann fyrir stýrisdæluna til að herða á reiminni, en hann virkar þannig að hann glennir í sundur reimina. Hinsvegar þar sem Yorkin er tengd við sveifarártrissuna þá myndi reimin fara í efri trissuna sem knýr stýrisdæluna. En með því að setja slétt reimahjól (sem ég átti í gramsinu) þá er hægt að nota strekkjarann til að þrýsta niður á reimina og þannig ná herslu og ýta henni frá því að rekast á efri trissuna.
En þetta var ekki bara þröngt útaf vélinni. Lofthreinsarinn er svakalegur hlunkur og þetta var því tæpt líka í hina áttina. Það eru alskonar rangalar útúr boxinu fyrir loftsíuna. Veit það ekki en líklega eru þetta einhverskonar vatnsgildrur. Ég ætla hinsvegar bara að treysta á snorkelið, svo til að búa til smá meira pláss þá tók ég þetta dót af boxinu. Notaði bara "brettaplast" afganga sem bætur. Hnoðaði þær í en setti einnig svarta brettakantalímið frá Wurth á milli. Held að bæturnar fari ekki neitt.
Það var smá vesen að koma vatnskassanum í aftur útaf rörunum í stýrisdæluna en hafðist að lokum. En þetta virðist allt ætla að sleppa, það er þröngt um Yorkdæluna. Held samt að þetta smá bil milli dælunar og lofthreinsarans sé nóg þannig að dælan fari ekkert að bræða boxið. Við sjáum til.
Þetta lítur bara ágætlega út eins og er. Þarf að nota bílinn um helgina svo ég ætla að bíða með að tengja yorkinn og taka ARB-dæluna úr. Ætla þá að nota tækifærið og taka aðeins til í loftslöngunum sem liggja þvers og kruss um vélarrúmið. Þetta var ekki alveg nógu vel útpælt í stressinu í sumar.
Það sem er eftir er að klára að taka klossana undan demparafestingunni öðrum megin og skipta um balancestangarendan þar. Svo þarf ég að loftræma stýrið, kvíður smá fyrir því en service manualinn er með góðar leiðbeiningar. Ef tími vinnst til þá er freistandi að reyna að setja úttök í brettakantana fyrir úrhleypibúnað amk að framan. En.... má líka alveg bíða þangað til ég tek ARB-dæluna og tengi Yorkinn. Stop while you are winning.... eins og kaninn segir.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Re: Undir milljón - Reynslusaga
Facebook minnti mig á þetta í morgun. Maður er vissulega ekki lengur smástrákur við hliðina á svona Ford skrímsli…. Kannski svona meira fermingardrengur!
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Re: Undir milljón - Reynslusaga
Núna er loks búið að tengja Yorkdæluna. Loftið frá dælunni að olíuglasinu er í gegnum svera gúmmíslöngu sem liggur að hvalbak bakvið vél, út með brettinu framfyrir vatnskassa og aftur meðfram hinu brettinu og að olíuglasinu. Þetta eru líklega nærri 3 metrar og vonandi nær loftið að kólna á þessari leið.
Svo er komin heljarinnar tengigrind við hvalbakinn þar sem ARB-dælan var áður. Er með tvö auka úttök fyrir úrhleypibúnað framtíðarinnar og svo hugsanlega loftlás eða eitthvað annað
Kveikt er á dælunni í gegnum Auxbeam box. Auk þess er inni í bíl gaumljós sem lýsir þegar dælan er að vinna og mælir sem sýnir þrýstinginn á kerfinu.
Keypti “podið” á Ali og setti þar mælinn og ljósið. Svo er þarna hitamælir fyrir inni/útihita úr bílanaust þar sem að orginal mælirinn var á stærð við iphone. Þá setti ég 4 usb tengi í podið fyrir GPS tæki, spjaldtölvu og síma. Þetta er beintengt á rafgeyminn (með öryggi) og kveikt á þessu með rofanum við hliðina. Fer nefnilega í taugarnar á mér að GPS tækið vill alltaf slökkva á sér þegar drepið er á bílnum.
Alveg hreint ótrúlegt hvað Yorkinn er fljótur að fylla á kútinn og algerlega hljóðlaust fyrir utan pirrandi flökt í mælinum. Þarf að athuga með einhvern hljóðlátari mæli.
Þannig að það er hægt að tikka dæluna af listanum. Næst er það úrhleypibúnaður og svo áskotnaðist mér LC 60 hásingapar svo nú er mikið pælt. Er þá að byrja að velta fyrir mér hvaða stífur og stýrismaskína sé heppilegust…..
Svo er komin heljarinnar tengigrind við hvalbakinn þar sem ARB-dælan var áður. Er með tvö auka úttök fyrir úrhleypibúnað framtíðarinnar og svo hugsanlega loftlás eða eitthvað annað
Kveikt er á dælunni í gegnum Auxbeam box. Auk þess er inni í bíl gaumljós sem lýsir þegar dælan er að vinna og mælir sem sýnir þrýstinginn á kerfinu.
Keypti “podið” á Ali og setti þar mælinn og ljósið. Svo er þarna hitamælir fyrir inni/útihita úr bílanaust þar sem að orginal mælirinn var á stærð við iphone. Þá setti ég 4 usb tengi í podið fyrir GPS tæki, spjaldtölvu og síma. Þetta er beintengt á rafgeyminn (með öryggi) og kveikt á þessu með rofanum við hliðina. Fer nefnilega í taugarnar á mér að GPS tækið vill alltaf slökkva á sér þegar drepið er á bílnum.
Alveg hreint ótrúlegt hvað Yorkinn er fljótur að fylla á kútinn og algerlega hljóðlaust fyrir utan pirrandi flökt í mælinum. Þarf að athuga með einhvern hljóðlátari mæli.
Þannig að það er hægt að tikka dæluna af listanum. Næst er það úrhleypibúnaður og svo áskotnaðist mér LC 60 hásingapar svo nú er mikið pælt. Er þá að byrja að velta fyrir mér hvaða stífur og stýrismaskína sé heppilegust…..
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
-
- Innlegg: 1919
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Undir milljón - Reynslusaga
Sæll þetta er flott settu olíufylltan loftþrýstimæli eða færðu mælaslönguna í forðakútinn, það gerði ég, það eru þrýstingssveiflur í fæðilögninni frá dælunni
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Re: Undir milljón - Reynslusaga
Loksins kom snjór og því hægt að prófa gripinn í einhverjum aðstæðum. Var náttúrulega frábært að vera á honum hér innanbæjar í ófærðinni en satt að segja ekkert svo mikill munur og frá 35 tommunni. Skrapp upp í sumarbústað í Borgarfirðinum fyrir jólin. Að bústaðnum er um 4 km spotti sem aldrei er ruddur og lokast oftast í fyrstu snjóum. Vegurinn liggur í skóglendi svo þar eru oft leiðinda skaflar á leiðinni. Þegar ég kem að afleggjaranum þá er hann nánast auður sem um sumar væri, reyndar smá skafl í upphafi en ekkert mál fyrir minn fjallabíl. Svo var haldið upp langa brekku og í henni miðri er oft svellbunki sem getur verið erfiður. Pæjan þaut upp brekkuna enda komin með skrúfnagla í dekkin.
Fyrir ofan brekkuna kemur smá bolli í landslaginu sem er mikil snjóakista. Skógur mjög þétt að veginum og svo er kröpp beygja sem getur verið erfið. Þarna var einhver búinn að fara svo að það voru för í gegn og þetta reyndist lítil fyrirstaða. Þetta er yfirleitt erfiðasti partur leiðarinnar og það var því ekki laust við smá vonbrigði að þetta skildi ekki vera meira mál en raun bar vitni. Áður en komið er að bústaðnum er ein nokkuð brött brekka niður í móti þar sem oft myndast skafl. Vandamálið er að ef skaflinn er stór þá er brekkan mjög varhugaverð vegna hliðarhalla. En er ég kom að henni núna þá var myndarlegur skafl í henni en samt var hliðarhalli ekki vandamál að því er virtist. Ég hugsaði sem svo að skaflinn væri ekki það djúpur að ég myndi ná til botns alla leið og gæti örugglega bakkað mig til baka ef ég færi bara rólega.
Með talsverður hjartslætti lagði ég af stað í skaflinn, mjög rólega. Þegar ég var kominn um 1/3 af lengdinni ákvað ég að prófa að bakka til að skoða svo förin og bara tryggja að ég kæmi mér útúr þessu. Bíllinn spólaði í bakkinu og byrjaði að skríða til hliðar, sem betur fer þó í rétta átt, það er upp í hliðarhallan. Var samt nokkuð viss um að með smá brasi kæmist ég alveg útúr þessu. Hélt því áfram mjög hægt en þegar ég var ca hálfnaður í gegnum skaflinn byrjaði ég að spóla. Reyndi að bakka en hann bara spólaði. Í panikki tók ég kanann á þetta og gaf allt í botn en ekkert gerðist. Var með skóflu með mér og byrjaði að moka frá honum og undan honum. Setti í gír en hann bara spólaði. Fór aftur út og mokaði aðeins meira en aftur sama sagan.
Ég var semsagt þarna einn á ferð reyndar með skóflu og drullutjakk en ansi langt frá hjálp þannig að ekki var annað í boði en að losa sig sjálfur. Úrhleypingar er víst það sem eykur hvað mest drifgetu. Búinn að lesa það mörgum sinnum, séð óteljandi video af því og ætla að fá mér úrhleypibúnað. Samt verður að viðurkennast að innst inni hafði ég ekki mikla trú á því að það væri þessi töfralausn sem haldið er fram. En þarna var ég semsagt fastur og horfði fram á gífurlegan mokstur og drullutjakka ævintýri eða..... Þannig að ég ákvað að prófa að hleypa úr. Var bara með svona pílumæli sem mælir minnst 5 psi og hleypti úr þangað til að pílan hætti að hreifast. Svo settist ég inn í bíl og setti í gír. Byrjaði að spóla, ég beygði stýrinu aðeins og þá gerðist kraftaverkið, bíllinn fór áfram, lyftist upp og ég keyrði í gegnum skaflinn. Þetta var náttúrulega þvílíkur léttir og við skulum segja að ég sé núna fyllilega sannfærður um mátt úrhleypinga :-)
Það kom mér samt talsvert á óvart að dekkið búlgar ekkert mikið út þó það sé komið í 3-5 psi
Það gekk síðan bara vel að koma sér til baka, bjóst við að þetta gæti orðið bras á leiðinni upp brekkuna en nei, í lága drifinu með lásinn þá bara flaug ég upp. Svo var bara Yorkinn nýttur í að pumpa í dekkin fljótt og vel. Fannst helvíti töff að vera svona með felgurnar fullar af snjó, virkilega fjallalegt! Þegar út á þjóðveg var komið og hraðinn farinn að nálgast 80km byrjaði allt að nötra og víbríngur í stýri. Hélt fyrst að eitthvað hefði bognað í látunum í skaflinum en svo fattaði ég að snjórinn í felgunum var kannski ekki málið. Tæmdi felgurnar af snjó og klaka og þá hætti þessi vibringur. Þannig að skúrafúskarinn lærði helling í þessari stuttu ferð!
Prófaði einnig setupið á mælaborðinu, þ.e. með garmin tækið, spjaldtölvuna sem verður bæði gps og úrhleypibúnaðarskjár og svo bakkmyndavélina. Þarf eitthvað aðeins að jungla þessum RAM örmum betur.
Fyrir ofan brekkuna kemur smá bolli í landslaginu sem er mikil snjóakista. Skógur mjög þétt að veginum og svo er kröpp beygja sem getur verið erfið. Þarna var einhver búinn að fara svo að það voru för í gegn og þetta reyndist lítil fyrirstaða. Þetta er yfirleitt erfiðasti partur leiðarinnar og það var því ekki laust við smá vonbrigði að þetta skildi ekki vera meira mál en raun bar vitni. Áður en komið er að bústaðnum er ein nokkuð brött brekka niður í móti þar sem oft myndast skafl. Vandamálið er að ef skaflinn er stór þá er brekkan mjög varhugaverð vegna hliðarhalla. En er ég kom að henni núna þá var myndarlegur skafl í henni en samt var hliðarhalli ekki vandamál að því er virtist. Ég hugsaði sem svo að skaflinn væri ekki það djúpur að ég myndi ná til botns alla leið og gæti örugglega bakkað mig til baka ef ég færi bara rólega.
Með talsverður hjartslætti lagði ég af stað í skaflinn, mjög rólega. Þegar ég var kominn um 1/3 af lengdinni ákvað ég að prófa að bakka til að skoða svo förin og bara tryggja að ég kæmi mér útúr þessu. Bíllinn spólaði í bakkinu og byrjaði að skríða til hliðar, sem betur fer þó í rétta átt, það er upp í hliðarhallan. Var samt nokkuð viss um að með smá brasi kæmist ég alveg útúr þessu. Hélt því áfram mjög hægt en þegar ég var ca hálfnaður í gegnum skaflinn byrjaði ég að spóla. Reyndi að bakka en hann bara spólaði. Í panikki tók ég kanann á þetta og gaf allt í botn en ekkert gerðist. Var með skóflu með mér og byrjaði að moka frá honum og undan honum. Setti í gír en hann bara spólaði. Fór aftur út og mokaði aðeins meira en aftur sama sagan.
Ég var semsagt þarna einn á ferð reyndar með skóflu og drullutjakk en ansi langt frá hjálp þannig að ekki var annað í boði en að losa sig sjálfur. Úrhleypingar er víst það sem eykur hvað mest drifgetu. Búinn að lesa það mörgum sinnum, séð óteljandi video af því og ætla að fá mér úrhleypibúnað. Samt verður að viðurkennast að innst inni hafði ég ekki mikla trú á því að það væri þessi töfralausn sem haldið er fram. En þarna var ég semsagt fastur og horfði fram á gífurlegan mokstur og drullutjakka ævintýri eða..... Þannig að ég ákvað að prófa að hleypa úr. Var bara með svona pílumæli sem mælir minnst 5 psi og hleypti úr þangað til að pílan hætti að hreifast. Svo settist ég inn í bíl og setti í gír. Byrjaði að spóla, ég beygði stýrinu aðeins og þá gerðist kraftaverkið, bíllinn fór áfram, lyftist upp og ég keyrði í gegnum skaflinn. Þetta var náttúrulega þvílíkur léttir og við skulum segja að ég sé núna fyllilega sannfærður um mátt úrhleypinga :-)
Það kom mér samt talsvert á óvart að dekkið búlgar ekkert mikið út þó það sé komið í 3-5 psi
Það gekk síðan bara vel að koma sér til baka, bjóst við að þetta gæti orðið bras á leiðinni upp brekkuna en nei, í lága drifinu með lásinn þá bara flaug ég upp. Svo var bara Yorkinn nýttur í að pumpa í dekkin fljótt og vel. Fannst helvíti töff að vera svona með felgurnar fullar af snjó, virkilega fjallalegt! Þegar út á þjóðveg var komið og hraðinn farinn að nálgast 80km byrjaði allt að nötra og víbríngur í stýri. Hélt fyrst að eitthvað hefði bognað í látunum í skaflinum en svo fattaði ég að snjórinn í felgunum var kannski ekki málið. Tæmdi felgurnar af snjó og klaka og þá hætti þessi vibringur. Þannig að skúrafúskarinn lærði helling í þessari stuttu ferð!
Prófaði einnig setupið á mælaborðinu, þ.e. með garmin tækið, spjaldtölvuna sem verður bæði gps og úrhleypibúnaðarskjár og svo bakkmyndavélina. Þarf eitthvað aðeins að jungla þessum RAM örmum betur.
Síðast breytt af muggur þann 29.des 2022, 12:15, breytt 1 sinni samtals.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
-
- Innlegg: 1919
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Undir milljón - Reynslusaga
Þetta er bara geggjað hjá þér og já á góðum frídegi skaltu hleypa almennilega úr og prófa þig áfram með allt niður í 2 pund í þessum dekkjum og sjá hvernig gengur, fara aðeins út fyrir veg og láta hann fljóta
Þetta með að taka kanann á þetta og botngefa er eitthvað sem virkar eiginlega aldrei nokkurntíma, í það minnsta ekki með fullpumpuð dekk
Vel gert hjá þér, þessu bíll er orðinn mjög vel búinn og klár í flest
Þetta með að taka kanann á þetta og botngefa er eitthvað sem virkar eiginlega aldrei nokkurntíma, í það minnsta ekki með fullpumpuð dekk
Vel gert hjá þér, þessu bíll er orðinn mjög vel búinn og klár í flest
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
- Innlegg: 2654
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Undir milljón - Reynslusaga
Flott þetta, 5 pund eru reyndar byrjunarþrýstingur í brasi. En svo er líka betra að fara varlega í sparipundin hliðarhalla.
Það væri gaman að vita hvernig bakkmyndavélin virkar í þéttum skafrenningi, ætli hún geti séð í gegnum hann?
Það væri gaman að vita hvernig bakkmyndavélin virkar í þéttum skafrenningi, ætli hún geti séð í gegnum hann?
Re: Undir milljón - Reynslusaga
Bílinn er orðinn glæsilegur hjá þér og gaman að fylgjast með þessum breytingum.
Re: Undir milljón - Reynslusaga
Þessi ferð upp í bústað var svona undirbúningur fyrir áramótin sem fjölskyldan ætlaði að halda þar fjarri flugeldageðveikinni (styrki björgunarsveitir á annan hátt). Þetta leit nú ekkert mjög vel út þann 30. des, tvær gular viðvaranir fram á nýjársdag. Eftir miklar pælingar var ákveðið að láta slag standa.
Það gekk vel að keyra úr bænum að kvöldi 30. des, nánast logn og mikið frost eða á bilinu -15 til -20°C. Svona til öryggis var ákveðið að keyra bílinn til baka upp brekkuna sem ég festi mig í fyrir jól. Lítið varð nú úr gulu viðvöruninni þessa nótt, smá snjóföl um morgunin. Fórum í smá bíltúr á gamlársdag og er heim er komið tek ég eftir að loftmælirinn (þessi flöktandi) sýnir 0. Þ.e. enginn þrýstingur á kerfinu. Eftir smá leit sé ég að það er gat á slöngunni sem liggur aftur í stuðara rétt við hvalbakinn. Hefur líklega slegist til þar sem hún var ekki fest nægjanlega vel á þessum stað. Var smá bras að laga þetta sérstaklega að ná lofttenginu úr stuðaranum en þetta reddaðist. Setti bara slönguna fram í grill til bráðabirgða.
Fór svo með jeppann aftur upp brekkuna þó ég væri nú ekki trúaður á næstu gulu viðvörun. En þarna seinni partinn fór virkilega að snjóa og svo bara hélt það áfram! Áttum svo gott gamlárskvöld og um morguninn hafði bæst svona 30-40 cm af snjó en annars var fallegt veður. Ferjuðum dótið okkar upp brekkuna og í bílinn.
Nú byrjaði að kyngja niður snjó svo mjög að illa sást vegurinn. Ekki hjálpaði til að mikil gufa var í bílnum og miðstöðin léleg. Svo tók ég eftir að mælaborðið hætti að loga svo það sást lítið á það. En við komumst niður á þjóðveg og var þar tekið til við að pumpa í dekkin. Mér var kalt og eftir 2 dekk bað ég því konuna mína að standa bílinn í 2000 snúningum til að flýta fyrir. Á slíkum snúningi nær dælan að fylla á kútinn en jafnframt blása í dekkið á með pressustatið stilt á max 80psi. Allt í einu heyrðist ægilegur hvellur og þá hafði slangan við dæluna sprungið. Síðasta dekkið var komið í 21 pund svo ég hugsaði bara fokkit, það er kalt og erfið færð, skrölti bara svona niður í Borgarnes.
Til að bæta gráu ofan á svart hætti svo önnur afturhurðin að vilja opnast innan frá. Stoppaði svo í Baulunni og reyndi að finna útúr þessu með ljósið í mælaborðinu en það gekk ekki enda leitaði ég ekki lengi að brunnu öryggi. Þannig að gps tækið var hraðamælirinn heim.
Við skulum segja að sumum í ferðinni hafi ekki verið skemmt yfir þessu brasi. Það að reyna að slá á létta strengi og tala um Fálkann í Star wars sem alltaf bilaði en kom hetjunum samt alltaf í skjól var ekki að fljúga. Bara talað um peningalegt svarthol sem væri ekkert nema ryðguð dauðagildra….
En nú er semsagt kominn smá verkefnalisti, loftkerfið, miðstöð, hurðin og við bætast hjarir á afturhlerann ofl. Búinn að finna öryggið fyrir mælaborðið, tikk!!!!
Það gekk vel að keyra úr bænum að kvöldi 30. des, nánast logn og mikið frost eða á bilinu -15 til -20°C. Svona til öryggis var ákveðið að keyra bílinn til baka upp brekkuna sem ég festi mig í fyrir jól. Lítið varð nú úr gulu viðvöruninni þessa nótt, smá snjóföl um morgunin. Fórum í smá bíltúr á gamlársdag og er heim er komið tek ég eftir að loftmælirinn (þessi flöktandi) sýnir 0. Þ.e. enginn þrýstingur á kerfinu. Eftir smá leit sé ég að það er gat á slöngunni sem liggur aftur í stuðara rétt við hvalbakinn. Hefur líklega slegist til þar sem hún var ekki fest nægjanlega vel á þessum stað. Var smá bras að laga þetta sérstaklega að ná lofttenginu úr stuðaranum en þetta reddaðist. Setti bara slönguna fram í grill til bráðabirgða.
Fór svo með jeppann aftur upp brekkuna þó ég væri nú ekki trúaður á næstu gulu viðvörun. En þarna seinni partinn fór virkilega að snjóa og svo bara hélt það áfram! Áttum svo gott gamlárskvöld og um morguninn hafði bæst svona 30-40 cm af snjó en annars var fallegt veður. Ferjuðum dótið okkar upp brekkuna og í bílinn.
Nú byrjaði að kyngja niður snjó svo mjög að illa sást vegurinn. Ekki hjálpaði til að mikil gufa var í bílnum og miðstöðin léleg. Svo tók ég eftir að mælaborðið hætti að loga svo það sást lítið á það. En við komumst niður á þjóðveg og var þar tekið til við að pumpa í dekkin. Mér var kalt og eftir 2 dekk bað ég því konuna mína að standa bílinn í 2000 snúningum til að flýta fyrir. Á slíkum snúningi nær dælan að fylla á kútinn en jafnframt blása í dekkið á með pressustatið stilt á max 80psi. Allt í einu heyrðist ægilegur hvellur og þá hafði slangan við dæluna sprungið. Síðasta dekkið var komið í 21 pund svo ég hugsaði bara fokkit, það er kalt og erfið færð, skrölti bara svona niður í Borgarnes.
Til að bæta gráu ofan á svart hætti svo önnur afturhurðin að vilja opnast innan frá. Stoppaði svo í Baulunni og reyndi að finna útúr þessu með ljósið í mælaborðinu en það gekk ekki enda leitaði ég ekki lengi að brunnu öryggi. Þannig að gps tækið var hraðamælirinn heim.
Við skulum segja að sumum í ferðinni hafi ekki verið skemmt yfir þessu brasi. Það að reyna að slá á létta strengi og tala um Fálkann í Star wars sem alltaf bilaði en kom hetjunum samt alltaf í skjól var ekki að fljúga. Bara talað um peningalegt svarthol sem væri ekkert nema ryðguð dauðagildra….
En nú er semsagt kominn smá verkefnalisti, loftkerfið, miðstöð, hurðin og við bætast hjarir á afturhlerann ofl. Búinn að finna öryggið fyrir mælaborðið, tikk!!!!
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur