Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)

User avatar

jongud
Innlegg: 2647
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá jongud » 04.jan 2023, 08:05

það verður að passa að hafa vel hitaþolnar slöngur frá dælunni. Ég fékk sjálfur búmm! þegar ég var að bæta í dekk norðan við skjaldbreið á landcruiser 90 sem ég græjaði mótordælu í.User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 357
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 12.jan 2023, 18:21

Jæja þá er það taka tvö á þetta loftkerfi eða kannski númer 3. Heilmikið rör með allskonar beygjum komið frá dælunni, að mestu keypt í Húsasmiðjunni og svo afgangar. Gerði svo aðra breytingu sem er að láta lögnina frá dælunni liggja beint í loftkútinn og svo lögn þaðan í grindina. Sjáum hvað þetta gerir….

371B8FFC-DFC5-4D70-B707-91B97674EA3C.jpeg
Taka tvö eða þrjú!!
371B8FFC-DFC5-4D70-B707-91B97674EA3C.jpeg (2.71 MiB) Viewed 25369 times
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


vhic
Innlegg: 11
Skráður: 10.aug 2017, 21:43
Fullt nafn: Viktor B Björnsson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá vhic » 12.jan 2023, 21:45

þessi frásögn um þennan pajero er nú bara ca það sem kostar að eiga jeppa. Kanski ágætis fróðleikur fyrir þá sem eru að spá í jeppa en hafa ekki reynslu af jeppum. Sjálfur hef ég átt jeppa sem auka bíl í um 35 ár. Sá fyrsti Bronco 74 svo bæði ameríska og japanska líka musso hann var nú ekki sá versti. Allt bilar þetta dót ég hef nú reyndar getað lagað flest allt sjálfur og hef ekki svo mikið sem spáð í rekstrarkostnaði.Það eru allavega örugglega ófáar Tenerife ferðir með fjölskylduna svona ef maður vildi það frekar, en þetta er áhugamálið allt kostar. Núna hinsvegar eru erfingjarnir hættir að koma með þannig það eru bara ég og hundurinn (stundum frúin) þá fékk ég mér jimmni sjálfskiftann setti hann á 31" nota hann óspart og er viðhaldslaus allavega enn sem komið er þessi 3 ár. Mæli mjög með þessum bílum fyrir þá sem vilja eiga jeppa og þurfa ekki mikið pláss.

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 357
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 24.jan 2023, 12:04

vhic wrote:þessi frásögn um þennan pajero er nú bara ca það sem kostar að eiga jeppa. Kanski ágætis fróðleikur fyrir þá sem eru að spá í jeppa en hafa ekki reynslu af jeppum. Sjálfur hef ég átt jeppa sem auka bíl í um 35 ár. Sá fyrsti Bronco 74 svo bæði ameríska og japanska líka musso hann var nú ekki sá versti. Allt bilar þetta dót ég hef nú reyndar getað lagað flest allt sjálfur og hef ekki svo mikið sem spáð í rekstrarkostnaði.Það eru allavega örugglega ófáar Tenerife ferðir með fjölskylduna svona ef maður vildi það frekar, en þetta er áhugamálið allt kostar. Núna hinsvegar eru erfingjarnir hættir að koma með þannig það eru bara ég og hundurinn (stundum frúin) þá fékk ég mér jimmni sjálfskiftann setti hann á 31" nota hann óspart og er viðhaldslaus allavega enn sem komið er þessi 3 ár. Mæli mjög með þessum bílum fyrir þá sem vilja eiga jeppa og þurfa ekki mikið pláss.


Jamm upphaflega var þessi þráður nú hugsaður þannig og vonandi virkar hann að einhverju leiti sem slíkur. En eftir því sem árin hafa liðið hefur sýkingin versnað og meira verið mokað af vinnu og peningum í bílinn. En þetta er bara gaman þó að ég viðurkenni að stundum er maður svoldið sár út í jeppann að bila eftir alla þá ást sem hann hefur fengið.

Ekki að ég sjái eftir því að breyta bílnum svona mikið en breytingin skapar vissar áskoranir. Fyrir það fyrsta er að það er ólíkt leiðinlegra að nota hann innanbæjar og aksturseiginleikarnir eru ekki þeir sömu og á óbreyttum. T.d. að bakka útúr stæði er eithvað sem er talsvert meira juð en áður. Hinsvegar á fjöllum er þessu ekki saman að jafna. En það læðist aðeins að mér að ég hefði kannski átt að láta 38 tommuna duga. En ef ég hefði farið þá leið væri ég ábyggilega að hugsa að ég hefði átt að fara í 42 tommur!

Átti suzuki SJ410 (Fox) í gamla daga, hann var eiginlega verri en pajeroinn í viðhaldi og slíku enda með Volvo vél og body farið úr ryði. En konseptið er gott þ.e. ef maður er ekki að ferðast með fjölskylduna og mikinn farangur. En ef ég væri í þeirri stöðu og þekkjandi sjálfan mig þá myndi ég líklega vera á willys með svaka dekkjum og 500+ hp mótor..... þannig að hinn ætlaði léttleiki væri farinn út um veður og vind.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 357
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 02.mar 2023, 13:40

Veit ekki alveg hvað það er en það kveikir ekkert í mér að setja úrhleypibúnað í bílinn, laga spottakassann, hjarirnar á afturhleranum eða skipta um rúðuþurrkuarma. Hinsvegar er ég alveg heltekinn af framhásingu sem ég hef engin ráð á að ráðast í strax. Líklega er þessi hásing svona stór áskorun og spennandi en hitt er bara leiðinda viðhald.

LC60 hásingaparið sem ég fékk gefins stóð úti í nokkur ár og ég er búinn að vera að dunda mér að taka framhásinguna í sundur. Kemur skemmtilega á óvart að mér hefur tekist að losa alla bolta án nokkurs vesens og þetta er bara nokkuð heillegt. Mun samt þurfa að endurnýja allar legur, pakkningar og eitthvað af boltum sem og stýrisenda. Bremsudælurnar þarf einnig að endurnýja að mér sýnist, held það sé ekki þess virði að reyna að gera þær upp.

IMG_2230.jpg
Hásingarekkinn. Held að ég hendi bara aftur hásingunni
IMG_2230.jpg (219.17 KiB) Viewed 24679 times

IMG_2557.jpg
Lítur nú ekki vel út svona riðgað og þakið drullu
IMG_2557.jpg (210.48 KiB) Viewed 24679 times


Kúlurnar á endanum eru að ég held alveg sæmilegar en samt er nú önnur talsvert verri en hin. Það er semsagt hið klassíska vandamál með rið á þeim. Búinn að pússa þær aðeins með sandpappír og líklega þegar til á að taka fer ég í það að setja einhver fylliefni í þær. Búinn að fara létt yfir rörið með flipaskífu svo hásingin er til í flip! Þarf að finna út úr hvað er heppilegur pinion halli og svo er það spindilhallinn. Heyri oftast töluna ca 8 gráður nefndar nema nokkrir þræðir það sem Guðni á Sigló er harður á 10 gráðum. Væri gaman að heyra skoðanir á pinionhalla frá þeim sem hafa hásingavætt pajero.

IMG_2562.jpg
Aðeins farið að sjást í járn
IMG_2562.jpg (146.52 KiB) Viewed 24679 times

IMG_2564.jpg
IMG_2564.jpg (146.98 KiB) Viewed 24679 times

IMG_2561.jpg
Þessi kúla er eiginlega verst
IMG_2561.jpg (128.23 KiB) Viewed 24679 times

IMG_2564.jpg
IMG_2564.jpg (146.98 KiB) Viewed 24679 times
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

jongud
Innlegg: 2647
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá jongud » 02.mar 2023, 18:38

Ef þú hendir afturhásingunni alls ekki henda kögglinum. Hann getur nýst við að styrkja 8-tommuToyota hásingar.

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 357
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 02.mar 2023, 20:33

jongud wrote:Ef þú hendir afturhásingunni alls ekki henda kögglinum. Hann getur nýst við að styrkja 8-tommuToyota hásingar.


Góður punktur en svo gæti hann hugsanlega passað að framan ekki satt? Það eru smk sömu hlutföll (partanúmer) bæði að framan og aftan.

Þetta verður dýrt dæmi að mér sýnist.
Hlutfall og lás ca 300-350 þús
Stýristjakkur ca 150 þús
Bremsur, legur og dót líklega um 200 þús
Demparar, gormar og stýrisendar amk 200 þús.
Allskonar annað sem á eftir að koma upp líklega 200-300 þús
Vinna við að flippa hásingu og stilla inn hlutfall ????

Vonum að Ásgeir fari að lækka vextina!
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

smaris
Innlegg: 233
Skráður: 16.feb 2010, 23:50
Fullt nafn: Smári Sigurbjörnsson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá smaris » 04.mar 2023, 09:26

Skemmtilegur þráður.
En þú notar bara afturhásingarörið að framan því ef ég man rétt er drifið í Pajero vinstra megin.
Þegar afturhásingar rörið er komið að framan er kúlan komin vinstra megin. Sagar svo bara rörið í rétta lengd báðu megin.
Þarft reyndar að láta renna stýringar í hásingaendana og utan af stýringunni á liðhúsinu því afturhásingin er efnismeiri.
Hef gert þetta einu sinni og var að mínu mati fín lausn.

Kv. Smári.

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 357
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 04.mar 2023, 10:14

smaris wrote:Skemmtilegur þráður.
En þú notar bara afturhásingarörið að framan því ef ég man rétt er drifið í Pajero vinstra megin.
Þegar afturhásingar rörið er komið að framan er kúlan komin vinstra megin. Sagar svo bara rörið í rétta lengd báðu megin.
Þarft reyndar að láta renna stýringar í hásingaendana og utan af stýringunni á liðhúsinu því afturhásingin er efnismeiri.
Hef gert þetta einu sinni og var að mínu mati fín lausn.

Kv. Smári.


Alveg hreint ótrúlega heimskt af mér að fatta þetta ekki. Þetta er svo augljóst þegar maður horfir á myndina af hásingunum í grindinni. Þetta er málið svo sannarlega!!!!

Er mikið mál að ná kúlunum úr framhásingarörinu? Það er er þeim þrykkt í rörið með pressu eða er dregur maður þær út þegar búið er að fræsa suðuna burt.

En takk fyrir þetta snildarráð!!!
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

smaris
Innlegg: 233
Skráður: 16.feb 2010, 23:50
Fullt nafn: Smári Sigurbjörnsson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá smaris » 04.mar 2023, 10:37

Nei, það var ekkert mál að ná þeim úr. Skar bara innan við suðuna og gat þá slegið þær úr.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá Kiddi » 04.mar 2023, 16:00

muggur wrote:Kúlurnar á endanum eru að ég held alveg sæmilegar en samt er nú önnur talsvert verri en hin. Það er semsagt hið klassíska vandamál með rið á þeim. Búinn að pússa þær aðeins með sandpappír og líklega þegar til á að taka fer ég í það að setja einhver fylliefni í þær. Búinn að fara létt yfir rörið með flipaskífu svo hásingin er til í flip! Þarf að finna út úr hvað er heppilegur pinion halli og svo er það spindilhallinn. Heyri oftast töluna ca 8 gráður nefndar nema nokkrir þræðir það sem Guðni á Sigló er harður á 10 gráðum. Væri gaman að heyra skoðanir á pinionhalla frá þeim sem hafa hásingavætt pajero.


Það er mikill og leiðinlega algengur misskilningur að það sé gott að hafa mikinn spindilhalla.
Það kann að vera að mikill spindilhalli nái að einhverju leiti að halda handónýtum, kúlulaga diagonal dekkjum örlítið rásfastari heldur en minni spindilhalli en það kemur ekki gefins.

Eftir því sem spindilhallinn er meiri þá veltur dekkið meira þegar þú leggur á og það er það sem býr til þessa rásfestu. Auðvitað er það ömurlegt að keyra bíl sem vill rása út um allt en það er heldur ekki gaman að keyra bíl sem vill ekki keyra nema beint.
Þó það séu til beinir vegakaflar á Íslandi þá eru þeir sjaldgæfir og þess vegna erum við alltaf eitthvað aðeins að beygja. Ef maður keyrir jeppa með spindilhalla í kringum 10 gráður og rykkir aðeins í stýrið þá finnur maður að bíllinn hefur tilhneigingu til þess að fara að vagga af því að hann lyftist öðru megin og lækkar hinu megin og það er ekkert sérstaklega góður eiginleiki. Ég fann þetta ágætlega á 44" Patrol sem ég keyrði fyrir og eftir spindilhallabreytingu, mér fannst það ekki bæta bílinn að auka spindilhallann.

Þegar ég breyti bílum reyni ég að fara ekki upp fyrir 6 gráður í spindilhalla og útkoman hefur alla jafna verið ágæt.

Létt gúggl sýnir að LC60 er original með 1°spindilhalla og LC80 er original með 3°spindilhalla. Það er sjálfsagt í lagi að bæta aðeins við það. Getur samt verið gott að hafa í huga hvað gerist þegar bíllinn er hlaðinn og stilla þetta af með það í huga.
Pajero er ekkert frábrugðinn öðrum jeppum hvað þetta varðar.

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 357
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 04.mar 2023, 18:56

Kiddi wrote:
Það er mikill og leiðinlega algengur misskilningur að það sé gott að hafa mikinn spindilhalla.
Það kann að vera að mikill spindilhalli nái að einhverju leiti að halda handónýtum, kúlulaga diagonal dekkjum örlítið rásfastari heldur en minni spindilhalli en það kemur ekki ókeypis.

Þegar ég breyti bílum reyni ég að fara ekki upp fyrir 6 gráður í spindilhalla og útkoman hefur alla jafna verið ágæt.

Létt gúggl sýnir að LC60 er original með 1°spindilhalla og LC80 er original með 3°spindilhalla. Það er sjálfsagt í lagi að bæta aðeins við það. Getur samt verið gott að hafa í huga hvað gerist þegar bíllinn er hlaðinn og stilla þetta af með það í huga.
Pajero er ekkert frábrugðinn öðrum jeppum hvað þetta varðar.


Hljómar skynsamlega. Kannski sé ég líka rásfestu í hillingum því að stýra uppskrúfuðum klafabíl á rásóttu malbiki er eins og að stýra bát í brælu.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá grimur » 08.mar 2023, 01:58

Þessi veltingur útaf spindilhalla fer líka mikið eftir því hvað hjólmiðjan er langt fyrir utan spindlana. Því lengra, þeim mun meiri veltingur þess vegna.
Ef spindlar, bremsur og stýrisendar hefðu pláss til að vera nánast útundir miðju dekki væri hægt að hafa alveg svakalegan spindilhalla og komast upp með það.
Svo er trix sem er oft notað í klafafjöðrun og örlar fyrir í hásinga liðhúsum líka held ég, að hafa spindilkúlurnar mis utarlega, ef dregin er ímynduð lína í gegnum þær snertir sú lína oft jörð einhversstaðar vel úti á dekki. Þetta dregur einnig úr téðum áhrifum af beygju á velting.
Ég hef sett 38” hásingabreytingu upp með 12gráðu spindilhalla, breikkaði reyndar hásinguna til að færa liðhúsin út. Sá Hilux var rásfastur já, en ekki varð ég var við að veltingur truflaði. Kannski engin furða enda komst hann ekki svo hratt að það gæti skipt máli!


Gisli1992
Innlegg: 75
Skráður: 02.des 2013, 16:54
Fullt nafn: Gísli Kristinn Sveinsson
Bíltegund: 2006 MMC Pajero Sp

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá Gisli1992 » 08.mar 2023, 22:40

grimur wrote:Þessi veltingur útaf spindilhalla fer líka mikið eftir því hvað hjólmiðjan er langt fyrir utan spindlana. Því lengra, þeim mun meiri veltingur þess vegna.
Ef spindlar, bremsur og stýrisendar hefðu pláss til að vera nánast útundir miðju dekki væri hægt að hafa alveg svakalegan spindilhalla og komast upp með það.
Svo er trix sem er oft notað í klafafjöðrun og örlar fyrir í hásinga liðhúsum líka held ég, að hafa spindilkúlurnar mis utarlega, ef dregin er ímynduð lína í gegnum þær snertir sú lína oft jörð einhversstaðar vel úti á dekki. Þetta dregur einnig úr téðum áhrifum af beygju á velting.
Ég hef sett 38” hásingabreytingu upp með 12gráðu spindilhalla, breikkaði reyndar hásinguna til að færa liðhúsin út. Sá Hilux var rásfastur já, en ekki varð ég var við að veltingur truflaði. Kannski engin furða enda komst hann ekki svo hratt að það gæti skipt máli!að hafa spindilkúlur mis utarlega ertu þá að tala um að auka camber hallann á frammhjólum
2006 Mitsubishi Pajero Sport (í notkun)
1995 Ford Explorer Eddie Bauer (R.I.P)
1993 Ford Explorer Limited (R.I.P)
1991 Ford Explorer Eddie Bauer (Pressaður)
1992 Ford Explorer XLT (seldur)
2009 Mitsubishi Lancer (seldur)
2005 Mitsubishi Lancer (seldur)

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 357
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 21.mar 2023, 10:54

Hásingapælingar halda áfram að malla undir loki hjá mér.

Oft er hefur komið fram að smellir/slag í einhverju hefur verið að hrjá bílinn hjá mér. Búinn að fara á marga staði til að finna lausn á þessu. Í leit minni að lækningu hef ég skipt um ansi margt. Öxla að framan, spindilkúlur, hjólalegur, stýrisupphengju og pitman arm. Þá hef ég skipt um balance stangarenda að framan og gúmmí í afturstífum, bæði við hásingu og við grind. Einnig hert á dempurum og legið margar stundir undir bílnum með kúbein að leita að einhverju sem gæti verið í ólagi. Bílinn hefur einnig verið hrisstur sundur og saman á skoðunarstöðvum. Við allt þetta hafa þessir dynkir aðeins minnkað í hvert skipti (og stýrið skánaði mikið við nýja upphengju). Dynkirnir hafa hinsvegar aldrei horfið alveg og svo jafnvel ágerst.

Núna upp á síðkastið þá hefur þetta verið helst þegar tekið er af stað, sérstaklega í beygju. Þá finnst mér einnig eins og víbringur í keyrslu hafi aukist. Svo var það núna í daginn í enn einni hugleiðslunni undir bílnum í skíta frosti með skrúfjárn og kúbeinið í loppnum höndunum að ég fer að skoða drifrásina aðeins betur. Þ.e. í stað þess að einblína bara á hjólastellið þá fer ég að skoða drifskaftið, millikassa og skiptingu. Fer að velta fyrir mér hvort þessir dynkir gætu átt uppruna sinn þar. Ekki laust við að mér sýnist gúmmín á bitanum sem halda skiptingunni vera orðin ansi eydd. Þennan bita er hægt að fá ódýrt á Rock-auto en þar sem hann var ekki svo dýr orginal á Partsouq þá tók ég hann þaðan.

Það var ekki mikið mál að skipta um þetta. 8 boltar halda þverbitanum við grindina og tveir boltar sem festa upphengjuna (upplyftinguna?) við skiptinguna. Eina sem var böggandi var helvítis kuldinn meðan ég var að þessu. Nennti ekki að setja skúradekkin undir bílinn og tilfæra í bílskúrnum í 2 tíma (hjól, garðhúsgögn, dósir og allskonar rusl) til að geta gert þetta í skárri aðstæðum.

IMG_2653.jpg
Gamla og nýja sjálfskiptingarupphengjan (upplyftan)
IMG_2653.jpg (904.1 KiB) Viewed 23962 times


Allavega þá minnkuðu dynkirnir mikið við þetta en því miður hurfu ekki alveg. Koma núna einungis þegar mikið er lagt á bílinn að mér finnst og stundum í hringtorgum. Grunar aðeins fóðringarnar i neðri klöfunum þar sem aldrei hefur verið skipt um þær í minni eigu (12 ár). Góðu fréttirnar eru að víbríngurinn i keyrslu er horfinn að mér finnst. Að stórum hluta má segja að ástæðan fyrir þráhyggjunni með hásingu að framn sé vegna þessara dynkja í bílnum. Þó hefði hásing engu breytt í varðandi þetta slit.

Varðandi festinguna á vélarlengjunni þá þar sem þetta er upphaflega 3.0 bíll (sbr 2.5 diesel) þá eru bara tveir vélapúðar og svo þessi festing á allri lengjunni. Í 3.5 bílnum og 2.8 diesel er kominn auka upphengja á millikassann. Nú er ég kominn með 3.5 vél í minn og náttúrulega mikið stærri dekk svo að þetta gæti í framtíðinni orðið svona reglubundið viðhald hjá mér. Kannski gæti ég mixað millikassaupphengju hjá mér. Sýnist vera boltagöt á millikassanum hjá mér sem hægt væri að nota.

Þegar maður les svona þræði þá má alltaf ætla að eftir breytingar eða ísetningu aukabúnaðar gangi allt eins og blómstrið eina eftir aðgerðina. Það er ekki alveg þannig hjá mér en þetta mjakast aðeins í áttina. Ég hef verið að brasa með loftkerfið hjá mér. Það hefur þjáðst af lekavandamálum lengst af. Svo tókst nú loks um áramótin að laga það og hélt það þrýstingi í kringum 9 bör alveg í það óendanlega. Svo allt í einu um daginn, kannski vegna frostsins þá fór það að leka. Þetta var svona leiðinda leki, kannski 1 bar á sólarhring. Keypti mér lekasprey en sá ekkert með því. Stal úðaranum og blandaði uppþvottalaugi 50:50 við vatn og úðaði en fann ekki neitt. Ákvað að taka rúnt á öllum hosuklemmum og herða aðeins upp á þeim. Það virtist laga þetta og nú heldur kerfið þrýsingi. Vissi ekki að það gæti losnað upp af hosuklemmum. Maður lærir alltaf eitthvað nýtt.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá grimur » 23.mar 2023, 00:19

Hosuklemmu samsetningar eru eiginlega algert drasl.
Ef það er hægt að nota PU slöngur og hraðtengi(legris helst, annað er oft rusl) þá er það best. Otis klemmur eru líka mjög góðar. Hosuklemmur eru algerlega mitt síðasta val, í sumum tilfellum nota ég frekar plastbensli.

User avatar

jongud
Innlegg: 2647
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá jongud » 23.mar 2023, 07:46

grimur wrote:Hosuklemmu samsetningar eru eiginlega algert drasl.
Ef það er hægt að nota PU slöngur og hraðtengi(legris helst, annað er oft rusl) þá er það best. Otis klemmur eru líka mjög góðar. Hosuklemmur eru algerlega mitt síðasta val, í sumum tilfellum nota ég frekar plastbensli.


Ef það er A/C dæla á vélinni sem sér um loft inn á kerfið myndi ég ALDREI treysta neinni palstslöngu frá henni. Hitaþolin slanga með þrykktum endum er það eina sem ég myndi treysta fyrsta meterinn eða tvo.

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 357
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 23.mar 2023, 09:07

jongud wrote:
grimur wrote:Hosuklemmu samsetningar eru eiginlega algert drasl.
Ef það er hægt að nota PU slöngur og hraðtengi(legris helst, annað er oft rusl) þá er það best. Otis klemmur eru líka mjög góðar. Hosuklemmur eru algerlega mitt síðasta val, í sumum tilfellum nota ég frekar plastbensli.


Ef það er A/C dæla á vélinni sem sér um loft inn á kerfið myndi ég ALDREI treysta neinni palstslöngu frá henni. Hitaþolin slanga með þrykktum endum er það eina sem ég myndi treysta fyrsta meterinn eða tvo.


Lenti einmitt í svakalegum hvelli útaf því að ég var með gúmmíslöngu rétt við dæluna. Núna er ég kominn með stálrör ca fyrsta meterinn, svo tekur við þykk gúmmíslanga niður í kút (1.5m). Við kútinn er einstefnuloki svo mér er í raun sama um smá leka á lögninni frá dælu að kút, enda er enginn mælir á þeim hluta. Lekinn sem ég var að kljást við var einhverstaðar milli kúts, olískilju, kistu, og úttaka í stuðara. Ef leki verður eilífðarvesen á þessum hluta á kerfinu fylgi ég væntanlega ráðum Gríms og fer í Legris.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá Axel Jóhann » 03.apr 2023, 16:38

Bíddu bara þangað til úrhleypibúnaðurinn er kominn í og þú búinn að nota aðeins, það er óhjákvæmilegt að þetta leki aðeins því þetta eru svo margar samsetningar og allskonar tengingar. :)

Hefur allavega ekki truflað mig, því ég kveiki bara á dælunni og þessu öllu þegar ég þarf að nota.
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 357
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 11.apr 2023, 08:40

Aðeins var nuddað í jeppanum um páskanna enda veður alveg einstaklega leiðinlegt. Sumarið nálgast svo nú þarf að fara að stytta verkefnalistann.

  1 Taka naglana úr
  2 Skipta um hjarir á afturhlera
  3 Græja betri festingu fyrir spottakassann
  4 Athuga með miðstöðina, skola út.
  5 Skipta um þurrkuarma að framan
  6 Laga festingu fyrir loftkút
  7 Úrhleypibúnaður
  8 Athuga með startarann (surg þegar startað er köldum)

Á föstudaginn langa skrúfaði ég naglanna úr dekkjunum. Það var svo sem ekkert stórmál en einhæft til lengdar. Miðað við að ekki er hægt að nota götin aftur þá er líklega hægt að nota naglana 2-3 aftur í þessi dekk svona upp á að finna heilann stað til að bora í. Þegar kemur að því að allir möguleikar til að bora í dekkið verða uppurnir þá er líklega kominn tími á ný dekk hvort sem er.
IMG_2894.jpg
Nagli skrúfaður úr.
IMG_2894.jpg (166.19 KiB) Viewed 23382 times


Afturhlerinn var orðinn ansi þungur hjá mér og lokaðist illa. Komið þetta hefðbundna slit í hjarirnar, sérstaklega þá efri. Dáldið skrítið til þess að hugsa að ég er að skipta um þær í annað skiptið, held að síðast hafi ég skipt fyrir um 8 til 9 árum. Það er smá bras að skipta um hjarirnar en gat notað ruslatunnuna til að setja undir hlerann, passar akkúrat núna þegar bíllinn er á 42 tommunni. Svo er þetta spurning um að renna hleranum aðeins út til að ná hjörunum út. Þannig má sleppa við að aftengja rafmagnið í hurðinni og stopparann að neðan en boltarnir í stopparnum eru haugryðgaðir og illa fastir. Tókst semsagt að gera þetta næstum einn, þurfti smá hjálp til að koma boltunum í efri lömina. Smurði upp afturhandfangið svona fyrst ég var þarna og núna lokast hlerinn vel og léttilega.
IMG_2920.jpg
Nýju hjarirnar
IMG_2920.jpg (166.1 KiB) Viewed 23382 times


Hef svosem ekki haft hátt um það, sérstaklega ekki heima, en mér fannst eins og að eyðslan hafi aðeins aukist. Jafnframt var hægagangurinn aðeins hraðari og óreglulegri. Kenndi nú aðallega um frostinu, stuttum vegalengdum og nöglunum en þetta svona böggaði mig aðeins. Svo ég fór aðeins að gúgla og þá var talað um vacumleka. Skoðaði slöngurnar, sérstaklega frá bremsu-boosternum og þar í kring. Allt virtist í lagi þar en svo hinum megin er lítil slanga úr barkanum frá lofthreinsaranum og niður í ventlalokið. Þegar ég skipti um vél þá var þessi slanga ansi tæp að ná þar sem throttle bodyið er aðeins öðruvísi á 3 lítra og 3.5 vélinni. Allavega þá hafði hún runnið upp af stútnum á ventlalokinu en það sást illa. Væntanlega gerst þegar ég var að vesenast í loftkerfinu sem er þarna í næsta nágrenni. Núna er hægagangurinn kominn í ca 600 rpm en var í tæplega 1100 rpm þegar slangan var laus. Vonandi sér þessa merki í eyðslunni einnig.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


bjornsnaer
Innlegg: 6
Skráður: 28.mar 2018, 17:18
Fullt nafn: Björn Snær

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá bjornsnaer » 11.apr 2023, 18:24

Hvaðan koma þessir skrúfnaglar og hvað ertu að setja marga í dekk sirka?

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 357
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 11.apr 2023, 18:38

bjornsnaer wrote:Hvaðan koma þessir skrúfnaglar og hvað ertu að setja marga í dekk sirka?


Þeir eru frá Kletti og voru um 150 í hverju dekki svona sirka. Þetta kostaði í komið í desember ca 85 þús með bita til að skrúfa naglana í og úr.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 357
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 24.apr 2023, 12:58

IMG-2884.jpg
IMG-2884.jpg (5.39 MiB) Viewed 23008 times


Jæja það snuddast í smáverkefnunum. Það líður að skoðun og nú er búið að herða allar reglur. Gott ef það er ekki akstursbann ef það logar ekki á númersljósi. Það að skipta um hjarir á afturhleranum kostaði ákveðið umstang sem gerir það að verkum að gott er að gera ýmislegt annað í leiðinni, svona fyrst þetta er allt opið. Önnur peran í númeraljósinu var farin og handfangið sjálft orðið ansi stirt. Númerljósið er alveg einstaklega leiðinleg hönnun í þessum bílum og til að skipta um peru í því þarf eiginlega að taka allt handfangið af því að skrúfunar sem halda glerjunum ryðga í drasl ekki seinna en 10 mínútum eftir að þær eru settar í. Nú ég byrja að snuddast í þessu og þegar ég er að bölva og ragna yfir þessari ryðhrúgu sem ljósajúnitið er þá ryfjast upp að ég var eitthvað búinn að skoða að kaupa nýtt ljós. Er með kassa fullan af varahlutadóti sem í huganum er kallaður "Neyslutrans-kassinn". Þetta er svona dót sem mér hefur dottið í hug að "kippa með" fyrst ég var að panta af netinu eitthvað lífsnauðsynlegt. Fann ég þarna mér til mikillar gleði ný orginal númerljós og handfang. Þetta hafði ég verslað fyrir lifandis löngu af Partsouq, líklega verið að panta þetta á laugardagskvöldi.
ljos.jpg
Nýju ljósin komin í, dugar vonandi eitthvað.
ljos.jpg (2.33 MiB) Viewed 23008 times


Svo var það spottakassinn. Búinn að vera með þennan kassa í mörg ár. Hann var festur með 6 plastblokkum og 4 af þessum 6 voru bara á veggnum á kassanum sjálfum. Þannig að þetta dúaði allt á afturhleranum. Útaf því þorði ég aldrei að hafa mikið í kassanum og aldrei drullutjakkinn þó að það væri festing á honum. Núna ákvað ég að smíða alminnlega grind fyrir kassann. Notaði afganga úr hinu og þessu, vinkla, plötu og flatjárn. Allt var þetta 3mm efni svo að þetta er ansi voldugt og endist ábyggilega bílinn.
IMG-2992.jpg
Grind og spottakassi
IMG-2992.jpg (2.56 MiB) Viewed 23008 times

IMG-2991.jpg
Grind og spottakassi
IMG-2991.jpg (2.63 MiB) Viewed 23008 times


Svo er ég búinn að vera að brasa við að leggja fyrir úrhleypibúnaði. Verð með úrtök í brettaköntunum og hermdi eftir Jóni og lagði rörin í barka þar sem þau liggja undir bílnum. Upphaflegt plan var að taka lagnirnar inn í bíl að aftan en vegna úrklippinga og færslu á hásingu var ekki nokkur leið að koma bornum að til að búa til 6 göt. Þannig að frá afturhjólum var lagt meðfram sílsum og inn í fremri brettakannt. Þaðan voru notuð göt fyrir bæði rörin (fram og aftur) inn í vélarrúm. Svo var þetta bara tekið í gegnum hvalbakinn farþegameginn.
IMG-2981.jpg
Brettakantur
IMG-2981.jpg (2.54 MiB) Viewed 23008 times

IMG-2988.jpg
Gegnumtök í hvalbak
IMG-2988.jpg (2.36 MiB) Viewed 23008 times

Svo bætti ég við porti fyrir úrhleypibúnaðinn. Hann kemur á eftir pressustatinu eins og loftslöngurnar og svo til að spara vesen setti ég krana á báðar lagnir. Það er þá hægt á auðveldan hátt að loka á draslið ef eitthvað bilar. Er búinn að vesenast mikið í þessu loftkerfisgizmoi. Fyrst í stað vildi ég leggja þetta sem snyrtilegast en eftir að hafa þurft að eiga við þetta í 10 stiga frosti þá aðhyllist ég allt aðra heimspeki. Hún er í stuttu máli sú að það sé auðvellt að komast að þessu og losa í sundur. Þannig að nú hef ég slöngur vel langar svo hægt sé að nálgast hosuklemmur og önnur leiðindi frekar auðveldlega.
IMG-2993.jpg
Loftkistann og kranarnir.
IMG-2993.jpg (2.71 MiB) Viewed 23008 times

Svo er að ákveða hvernig stjórnbúnað á að hafa í þessu. Held að ég endi í Sölvabúnaðnum (líklega búinn að skrifa það þrisvar hér á þessum þræði). Svo til að ná upp móralnum þá varð ég að máta eina spöngina.
IMG-2924.jpg
Ansi verklegt.
IMG-2924.jpg (3.59 MiB) Viewed 23008 times


Annars fékk unglingurinn að prófa smá æfingaakstur á jeppanum. Stóð sig ágætlega en var ekki hrifinn af akstureiginleikunum. Rásandi og kraftlaus m.v. fjölskyldubílinn. Hann var ekki sammála mér að fjölskyldubílinn væri bara karakterslaus drossía en jeppinn karakter og statement. Hugsa að unglingurinn endi bara á Yaris eða Hyundai smábíl.
Aefing.JPG
Aefing.JPG (105.32 KiB) Viewed 23008 times

Stor.JPG
Gaman þykjast vera stór, viss um að eigenda súkkunar finnst hann vera á miklum fjallabíl.
Stor.JPG (183.64 KiB) Viewed 23008 times
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 357
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 01.jún 2023, 08:48

Baráttan heldur áfram

Er búinn að vera að glíma við smá að mér finnst aukinn titring í hægagangi, þetta er alls ekki mikið en maður finnur þetta. Til þess að lesa tölvuna í þessum bílum þarf maður MUT-2 lesara sem er svona sér Mitsubishi lesari og ekki hægt að finna auðveldlega. En það á að vera hægt að lesa kóða með nokkurskonar morse-máli á vélarljósi eða prufulampa. Reyndi að nýta mér upplýsingar á netinu https://www.pajeroforum.com.au/forum/vehicles/generation-2-pajero/34391-diagnostic-trouble-codes-list
En að sjálfsögðu virkar það ekki hjá mér. Fæ bara stöðugt ljós. Er reyndar farin að gruna nýja E10 bensínið því mér fannst fjölskyldubíllinn sýna svipaða tendensa. En bíllinn virkar vel að öðru leiti og þessi víbríngur er mjög lítill. Er reyndar búinn að finna aðila sem á MUT-2 lesara en er ekki enþá búinn að kíkja með bílinn þangað.
Plugs_combined.jpg
Villulesa með morsetáknum
Plugs_combined.jpg (182.4 KiB) Viewed 22547 times


Um áramótin lenti ég í því að miðstöðin varla volgnaði og svo bunkaðist snjór á rúðuþurrkunar. Þetta leit á tímabili ekki vel út, sá varla út úr bílnum og þurfti að stoppa á eins kílómetra fresti og berja af þurrkunum. Svo ég fór núna í það fyrir sumarið að skola út miðstöðina. Notaði stíflueyðinn Trausta Hrausta sem má nota á kopar og gúmmí. Vandaði mig mikið, var með þykka hanska, andlitshlíf og drullugalla. Skolaði svo í gegn með garðslöngu og lét affallið fara í plastbrúsa. Því miður var ég eitthvað kærulaus er ég var að tæma brúsann og það skvettist smá af stíflueyði, blönduðum vatni, á hendurnar á mér. Þetta ölli brúnum blettum sem síðan breyttust í helvíti ljót sár. Lét mér þetta að kenningu verða. En allavega þá kemur núna fínn hiti á miðstöðina.
hendi.jpg
Áður en blettirnir breyttust í sár.
hendi.jpg (677.48 KiB) Viewed 22547 times


Síðan keypti ég mér í vetur hituð þurrkublöð sem ég skellti líka á og tengdi inn á takkaborðið. Þannig að nú í upphafi sumars er ég vel tilbúinn í veturinn. Það er ekki alslæmt þar sem það virðist ætla að hausta snemma þetta vorið hér á suðvesturlandi.
IMG-3039.jpg
IMG-3039.jpg (2.41 MiB) Viewed 22547 times


Breytir kom loks með alminnilega heimasíðu þar sem hægt er að skoða vöruúrvalið. Sé ég ekki mér til mikillar gleði að þeir eru að selja loftmæli sem er með ljósi. Mælirinn er með tveimur nálum. Svo ég tengdi hann þannig að annar sýnir þrýsting á kútnum og hinn á hlutanum bakvið pressustatið þar sem úrhleypibúnaðurinn mun tengjast. Aftur klár fyrir skammdegið.
IMG-3090.jpg
Mælir keyptur hjá Breyti hf
IMG-3090.jpg (2.9 MiB) Viewed 22547 times
.

Svo var það ástandsskoðun. Fékk endurskoðun út á stýrisenda og þar sem ég nenni ekki svona veseni á hverju ári þá pantaði ég alla fjóra og skipti þeim út. Tók þá frá Partsouq en sleppti orginal, tók 555 sem er japanskur framleiðandi sem að mér sýnist fær ágætis dóma á erlendum pallborðum. Þar sem ég er ekki góður í að telja snúninga og fá endana eins og þeir voru þá bara dreif ég hann í hjólastillingu. Hjólastilling kostar sitt en er ódýr miðað við ný dekk. Svo fyrst ég var að panta þá tók ég svona pjatthlut sem er "dempari" fyrir húddið. Þetta er nokkurskonar gúmípúði sem hindrar að húddið skrölti í akstri.
IMG-3081.jpg
Nýir glansandi hlutir
IMG-3081.jpg (3.59 MiB) Viewed 22547 times

IMG-3087.jpg
Komið í
IMG-3087.jpg (2.64 MiB) Viewed 22547 times

IMG-3083.jpg
Pjátur
IMG-3083.jpg (2.68 MiB) Viewed 22547 times


Svo var skoðunin kláruð og er hann nú kominn með 25 miða vegna aldurs. Ég er sáttur við að vera laus við bifreiðagjöld en hef blendnar tilfinningar gagnvart tveggja ára skoðun á svona jeppa. Held ég fari nú með hann á næsta ári í "bilanaskoðun" áður en ég fer á fjöll.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá grimur » 02.jún 2023, 00:11

Gisli1992 wrote:
grimur wrote:Þessi veltingur útaf spindilhalla fer líka mikið eftir því hvað hjólmiðjan er langt fyrir utan spindlana. Því lengra, þeim mun meiri veltingur þess vegna.
Ef spindlar, bremsur og stýrisendar hefðu pláss til að vera nánast útundir miðju dekki væri hægt að hafa alveg svakalegan spindilhalla og komast upp með það.
Svo er trix sem er oft notað í klafafjöðrun og örlar fyrir í hásinga liðhúsum líka held ég, að hafa spindilkúlurnar mis utarlega, ef dregin er ímynduð lína í gegnum þær snertir sú lína oft jörð einhversstaðar vel úti á dekki. Þetta dregur einnig úr téðum áhrifum af beygju á velting.
Ég hef sett 38” hásingabreytingu upp með 12gráðu spindilhalla, breikkaði reyndar hásinguna til að færa liðhúsin út. Sá Hilux var rásfastur já, en ekki varð ég var við að veltingur truflaði. Kannski engin furða enda komst hann ekki svo hratt að það gæti skipt máli!að hafa spindilkúlur mis utarlega ertu þá að tala um að auka camber hallann á frammhjólum


Nei dekkið er alveg nálægt núlli, þetta snýst um að spindilkúlurnar eru mis utarlega, sú efri innar, sem gerir hallandi snúningsása ef horft er á beint framan frá. Þessir ásar hitta jafnvel inn á banann á dekkinu niður við jörð. Semsagt nokkurs konar spindilhalli sem er 90gráður á það sem við vanalega teljum spindilhalla.


Gisli1992
Innlegg: 75
Skráður: 02.des 2013, 16:54
Fullt nafn: Gísli Kristinn Sveinsson
Bíltegund: 2006 MMC Pajero Sp

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá Gisli1992 » 03.jún 2023, 21:23

grimur wrote:
Gisli1992 wrote:
grimur wrote:Þessi veltingur útaf spindilhalla fer líka mikið eftir því hvað hjólmiðjan er langt fyrir utan spindlana. Því lengra, þeim mun meiri veltingur þess vegna.
Ef spindlar, bremsur og stýrisendar hefðu pláss til að vera nánast útundir miðju dekki væri hægt að hafa alveg svakalegan spindilhalla og komast upp með það.
Svo er trix sem er oft notað í klafafjöðrun og örlar fyrir í hásinga liðhúsum líka held ég, að hafa spindilkúlurnar mis utarlega, ef dregin er ímynduð lína í gegnum þær snertir sú lína oft jörð einhversstaðar vel úti á dekki. Þetta dregur einnig úr téðum áhrifum af beygju á velting.
Ég hef sett 38” hásingabreytingu upp með 12gráðu spindilhalla, breikkaði reyndar hásinguna til að færa liðhúsin út. Sá Hilux var rásfastur já, en ekki varð ég var við að veltingur truflaði. Kannski engin furða enda komst hann ekki svo hratt að það gæti skipt máli!að hafa spindilkúlur mis utarlega ertu þá að tala um að auka camber hallann á frammhjólum


Nei dekkið er alveg nálægt núlli, þetta snýst um að spindilkúlurnar eru mis utarlega, sú efri innar, sem gerir hallandi snúningsása ef horft er á beint framan frá. Þessir ásar hitta jafnvel inn á banann á dekkinu niður við jörð. Semsagt nokkurs konar spindilhalli sem er 90gráður á það sem við vanalega teljum spindilhalla.Eins og ég les þetta finnst mér það hljóma eins og hallinn á dekkinu verði meira neikvæður frá 90 gráðum
2006 Mitsubishi Pajero Sport (í notkun)
1995 Ford Explorer Eddie Bauer (R.I.P)
1993 Ford Explorer Limited (R.I.P)
1991 Ford Explorer Eddie Bauer (Pressaður)
1992 Ford Explorer XLT (seldur)
2009 Mitsubishi Lancer (seldur)
2005 Mitsubishi Lancer (seldur)

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá Kiddi » 05.jún 2023, 10:00

Það sem Grímur er að tala um er kallað á góðri íslensku kingpin horn. Í raun vinna kingpin hornið og spindilhallinn/caster saman í því að rétta bílinn af eftir beygju.
Mér sýnist misskilningurinn liggja í því að Grímur er að ýja að því að breyta afstöðu á hlut sem er ekki stillanlegur í neinum bílum sem ég veit af a.m.k.
Þannig að það er rétt hjá þér Gísli að ef þú myndir ýta neðri kúlunni utar á bílnum þá fengir þú halla á framhjólið, nema náttúrlega ef þú endursmíðar allt til að hafa meira kingpin horn.
Viðhengi
Schematic-of-kingpin-geometry.png
Schematic-of-kingpin-geometry.png (73.89 KiB) Viewed 22253 times

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 357
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 03.júl 2023, 09:26

Skrapp í Þórsmörk og stóð sá gamli sig bara vel. Það var mjög lítið í ánum en þvílíkur munur að fara yfir á stóru dekkjunum miðað við 35 tommuna. Svo helgina eftir festist rúta í ánni en þá virtist nú vera mun meira í. Hleypti úr og pumpaði svo í eins og lög gera ráð fyrir. Yorkinn var helvíti snöggur að því en nú var loksins ákveðið að hrinda draumnum í framkvæmd.

IMG-3232.jpg
Í Þórsmörk
IMG-3232.jpg (4.52 MiB) Viewed 21705 times


Setti mig í samband við Sölva og keypti kassann af honum. Hófust nú miklar pælingar um besta stað fyrir hann í bílnum. Sölvi vill að þetta sé inni í bíl og snúi rétt. Inntökin inni í bíl eru í hvalbaknum en að lokum ákvað ég að festa kassann í afturrúðuna vinstra megin í skottinu. Rökin eru enn og aftur að við erum ekki í fegurðinni heldur praktík, það þarf þá ekki að rífa innréttinguna úr ef eitthvað vesen er á búnaðnum. Auðvellt að komast að honum þarna. Þó vissulega sé mjög snyrtilegt að hafa hann bara falinn bakvið þilið. Lagði rörin bara meðfram miðjustokknum og aftur í undir teppið og svo bakvið þilið og koma rörin upp þar sem bílbeltið fór niður fyrir skottsætið. Þar sem ég "missti" einn farþega í breytingaskoðun þá er eiginlega bara rétt að taka bílbeltið. Hafði hugsað mér að tengja búnaðinn inn á rofaboxið en eftir spjall við mér fróðari menn var niðurstaðan bara að tengja hann inn á stýrisstraum þannig að það er alltaf rafmagn á búnaðnum þegar bíllinn er í gangi.

IMG_3355.jpeg
Kassinn í glugganum
IMG_3355.jpeg (2.63 MiB) Viewed 21612 times


Það sem ég hafði helst efasemdir um búnaðinn hans Sölva var þetta bluetooth bix. Er illa brendur af heyrnartöppum (airpods) þar sem annað eyrað nær ekki sambandi og þarf að reyna að tengjast aftur og aftur. Ekki hjálpaði til við efasemdirnar að appið er ekki í playstore heldur varar Android mann milljón sinnum um að þetta geti verið einhver sjóræningja hugbúnaður þegar maður setur þetta upp. En það gekk nú vel að koma hugbúnaðnum upp og svo bara einn, tveir og bingó þá tengdist spjaldtölvan kassanum og allt virkaði!!!

IMG-3287.jpg
Appið
IMG-3287.jpg (2.87 MiB) Viewed 21705 times


Lenti í miklum pælingum með slöngurnar, hvernig væri best að tengja þær frá köntum og niður í hné. Byrjaði með þær beint út úr köntunum en eftir ráðleggingar á Fésinu þá var niðurstaðan að hafa 90°hné úr kantinum.

IMG-3294.jpg
Ekki alveg málið
IMG-3294.jpg (3.39 MiB) Viewed 21705 times

IMG-3304.jpg
Mun betra með hné við kant
IMG-3304.jpg (3.47 MiB) Viewed 21705 times


Prófaði þetta svo á planinu og allt virtist virka vel. Tók svo í gær smá rúnt með hundinn í átt að Vigdísarvöllum. Prófaði að stilla á 10 pund og tók það kannski 300 metra að henda sér úr 26psi niður í 10. Það tók svo aðeins lengri tíma/vegalengd að ná sér aftur upp í 26 psi. En vá hvílík snilld sem svona búnaður er.

Næsta pæling er að hafa appið og Orux kortið í split window á spjaldinu. Fyrstu tilraunir gefa ekki alveg nógu góða raun. En þetta er svo sem ekki stórt mál þar sem ég er með Garmin GPS líka.

Held að með úrhleypibúnaðinn sé nú loksins breytingunni lokið og að búið sé að ná mestu krankleikunum úr bílnum eftir breytingu. Enþá heyrast reyndar smá smellir að framan sem ekki hefur tekist að greina en almennt er ég sáttur við bílinn. Eina sem mér finnst vanta eru kastarar fyrir veturinn. Draumurinn um framhásinguna er ekki horfinn en ég ætla líkt og með breytinguna á sínum tíma að "stefna á hana". Það er að gefa mér 2-3 ár í að safna drasli í þessa breytingu og ekki síður pening. Nú er bara að keyra og læra á bílinn í mismunandi aðstæðum í stað þess að vera sífellt að skrúfa í honum.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 357
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 08.aug 2023, 09:56

Smá update frá sumrinu.

Skrapp aftur í Þórsmörk, markmiðið var m.a. að prófa úrhleypibúnaðinn. Virkaði vel, fór niður í 10psi og það var bara nánast eins og að keyra á malbiki. Ég er samt smá smeykur um að þetta sé full mikil úrhleyping alla vega miðað við töfluna frá Arctic trucks sem talar um 14 til 16 pund á malarslóðum. En kannski telst Þórsmerkurvegurinn til "off road". En búnaðurinn reyndist vel og nú var mun meira í ánnum en síðast. En þetta gekk bara eins og í sögu. Eina vesenið var að á leiðinni inn í Mörk byrjaði að koma ljótur svartur reykur undan stokknum þar sem skiptistönginn fyrir sjálskiptinguna er. Hvarf nú fljótt og taldi ég að þetta væri bara vegna þess að við fórum yfir á og þetta væri einhver olíudrulla sem hefði hitnað og svo fengið á sig vatn.
IMG_3415.jpg
Í Krossá
IMG_3415.jpg (133.04 KiB) Viewed 21358 times


Hálendisferð síðasta sumars endaði snögglega þegar beislið af kerrunni brotnaði og Facebook finnst nauðsynlegt að minna mig á þau ósköp.
IMG_3453.jpg
Brotin kerra
IMG_3453.jpg (95.46 KiB) Viewed 21358 times


Það var því nauðsynlegt að hugsa þetta betur og ákvað ég að skipta um beyslisbitann. Setti eins bita í staðinn en auk þess setti ég prófíla til hliðanna. Þá setti ég einnig prófílstubb undir miðbitann þar sem hann brotnaði í fyrra og svo plötur yfir þá. Síðan hækkaði ég kúlutengið, skar það af gamla bitanum og sauð ofan á nýja. Þetta er þá hugsað til að getað minnkað droppið á kúlunni og þar með minnka álagið á beyslinu. En svo er ég ekki búinn að fjárfesta í minna droppi svo núna er þetta eiginlega bara verra en það var upp á vogarafl sem kerran getur valdið.
IMG_3190.jpg
Enduhannað beysli
IMG_3190.jpg (227.88 KiB) Viewed 21358 times


Annars er þessi kerra búin að vera í stöðugri þróun í gegnum árin. Setti á hana þak í fyrra og þurfti aðeins að lappa upp á það. Lokurnar voru hálf leiðinlegar sem ég valdi á þetta og auk þess hnoðaði ég þær í staðinn fyrir að bolta þær. Þannig að ein þeirra hvarf einverstaðar uppi á hálendi í fyrra. Setti bara gúmmí teygjur, svipað og húddkrækjur á gömlum willys sem ég fékk í Bílasmiðnum og virkuðu þær frábærlega. Konseptið er semsagt þannig með kerrunni að hún er með sólarsellu og neyslugeymi til að knýja pressubox. Ákvað að smíða í kringum pressuboxið og hafa þetta þannig að hægt væri að nálgast það frekar auðveldlega. Eini gallinn við þetta hjá mér núna er að boxið er dáldið hátt uppi og lokið á boxinu rekst í hlerann á kerrunni þegar maður opnar. En þetta er samt framför frá fyrri árum. Svo er útdraganlegur pallur aftan í kerrunni fyrir álkistur sem við ströppum niður. Þá er pláss fyrir fjóra bensínbrúsa á brettunum á kerrunni.
IMG_3599.jpg
Skúffan fyrir pressuboxið
IMG_3599.jpg (123.6 KiB) Viewed 21358 times

IMG_3559.jpg
Kerran
IMG_3559.jpg (125.88 KiB) Viewed 21358 times


Í áramótaferðinni í vetur brann yfir öryggi hjá mér þannig að lýsingin í mælaborðinu ásamt ljósunum að aftan duttu út. Þetta öryggi hefur verið að brenna yfir annarslagið. Auk þess fór driflásinn hjá mér að vera mjög skrítinn í vor, fór í gang alltaf þegar ég setti í lága drifið og ljósin fyrir drifin blikkuðu eins og ég veit ekki hvað. Þetta skrifaði ég á tölvugizmoið sem stýrir þessu, þ.e. hindrar að þú getir sett lásinn á nema í lága drifinu og slær hann út þegar þú ferð yfir 30 km/klst. Þessu reddaði ég með því að beintengja dæluna fyrir lásinn í rofaborðið. Núna í júlí tók ég eftir því að öryggið var brunnið yfir svo ég setti bara sterkara öryggi. Á að vera 10 amper en ég setti 20 ampera öryggi. Eftir smá stund fer að koma reykur undan stokknum eins og í Þórsmerkurferðinni. Talaði við Pajero hvíslarann og hann sagði að þetta væri líklega eitthvað tengt tengingum í miðjustokknum, útvarp, talstöð, ljós í miðstöð eða álíka. Þetta var mjög hjálplegt og þar sem reykurinn kom upp milli framsætanna þá var líklegt að þetta væri vegna einhvers rafmagnsvesens þar. Kom svo í ljós að plúsinn á kveikjartenginu hafði losnað og náð að snerta járn og útfrá því var plastið í stokknum farið að bráðna (svarti reykurinn). Einnig þá er þetta öryggi jafnframt ábyrgt fyrir 4wd heilanum og því líklega ástæðan fyrir veseninu með driflásinn. Líklega hefur plúsinn ekki alltaf náð jörð heldur var þetta dáldið breytilegt, stundum tengdi ég þetta við því að setja skiptinguna í bakk eða álíka. Þá hefur stöngin líklega togað aðeins í plúsvírinn hjá mér, amk stundum. Allavega þá eftir að þetta var tengt aftur rétt þá hefur 10 ampera öryggið ekki brunnið yfir og 4wd ljósin virka rétt. Er að spá í að tengja lásinn aftur eins og orginal.
IMG_3431.jpg
Öryggið sem var alltaf að brenna yfir (grænt en á að vera rautt)
IMG_3431.jpg (198.74 KiB) Viewed 21358 timesFerðin í sumar var upp á Fjallabak. Keyrðum Fljótshlíðina með kerruna og þegar brekkurnar fóru að aukast þá allt í einu kviknaði á AT ljósinu. Má segja að skiptingin hafi verið að gefa mér rauða spjaldið verandi með kerruna aftan í. Þannig að eftir þetta var ég duglegur við að setja í lága drifið og þá gekk þetta allt vel. Einnig minnugur þess að í fyrra keyrði ég alltof hratt með kerruna þá hafði ég þrýstinginn í dekkjunum frekar háan (16psi) sem hindraði það að maður freistaðist til að keyra hratt auk þess sem bíllinn var náttúrulega helvíti hlaðinn með 4 fullvaxna einstaklinga og kerruflykkið aftan í. Höfðum bækistöð í Hvanngili í tvær nætur, keyrðum slóðan frá Emstruskála að Entujökli og löbbuðum áleiðis að Entugjá og svo var keyrt í Hungurfit, Króksleið. Mikið gaman og pæjan komst létt á milli steinanna. Svo var keyrt í Álftavatnskrók og tjaldað þar. Var svoldið kvíðinn að komast aftur upp brekkurnar með kerruna. En það reyndust óþarfa áhyggjur. Keyrðum svo heim Fjallabaksleiði nyrðri og stoppuðum stutt í Landmannalaugum. Finnst þessi skýli sem allir eru að missa sig yfir bara fín!
IMG_3485.jpg
Við Entujökul
IMG_3485.jpg (80.32 KiB) Viewed 21358 times

IMG_3514.jpg
Á Króksleið
IMG_3514.jpg (172.84 KiB) Viewed 21358 times

IMG_3526.jpg
Suddi
IMG_3526.jpg (115.81 KiB) Viewed 21358 times


Þannig að pæjan stóð sig bara vel í sumar og kerran líka. Unglingurinn hafði orð á því að þetta væri nú bara í fyrsta skipti sem jeppinn bilaði ekkert í ferð. Fannst það nú ekki alveg sanngjarnt en vissulega er tíðni bilana eða óhappa nálægt 50% hjá mér. En ferðafélagi okkar var fjarri góðu gamni núna svo við vorum einbíla. Í ljósi reynslunar þá missti ég mig aðeins í dóti sem ég tók með mér. Var með auka spindilkúlu, stýrisenda, pitman arm, viftureimar, kerti, kertaþræði og einhverja gamla skynjara af vélinni. Þá voru allir boltarnir í bílskúrnum teknir með. Var með verkfæri m.a. til að skipta um spindilkúluna/arminn/stýrisendana, borvél og slípirokk. Tók helling af járni og suðupinna. En sem betur fer þurfti ég ekki að nota neitt af þessu.
IMG_3585.jpg
Á Fjallabaki nyrðra
IMG_3585.jpg (161.86 KiB) Viewed 21358 times
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 357
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 04.sep 2023, 09:03

Skrapp á skoðunarstöð þar sem aftur er komið bank að framan. Kemur í ljós að fóðringarnar í efri klafanum er farnar. Það var svo sem búið að vara mig við því þegar ég breytti bílnum að framstellið og sérstaklega fóðringar í klöfum myndu ekki vera til friðs á svona stórum dekkjum. Er búinn að endurnýja mikið af þessu dóti síðastliðið ár: spindilkúlur, stýrisenda, hjólalegur og núna er komið að klöfunum. Ákvað að panta orginal frá Partsouq og sjá hvað hann dugar. Reyndar þrisvar sinnum dýrari en að taka frá Rockauto svo ég tók bara annan.

Þegar svona leiðindi dúkka upp á þá kviknar á hásingapælingum. Hef verið mikið að pæla og nú er hugmyndin í stað þess að nota LC60 köggulinn að nota Pajero afturköggul. Í LC60 köggulinn þarf ég að kaupa hlutfall, legur og lás og með vinnu við að stilla þetta inn þá er það um 400-450 þús. kall. Vissulega væri LC60 köggulinn góð lausn en Pajero kemur með orginal lás sem klikkar ekki (amk mjög sjaldan) og til með 5.29 hlutfall. Þannig að ég fór að leita og ótrúlegt en satt tókst mér að komast yfir sett (köggull og framdrif) með 5.29 á um 20% af því verði sem hlutföll og ARB lás kosta komið í LC60 köggulinn.

Drif_529.jpg
Kögullinn fíni
Drif_529.jpg (3.07 MiB) Viewed 17038 times


Þetta er samt engin töfralausn að fá Pajero köggul, ég bara færi vandamálið til (kostnaðinn) ef svo má að orði komast. Það þarf þá að smíða kögulinn inn í hásinguna sem augljóslega þurfti ekki með orginal. Veit lítið um hvernig svona er gert, hvort betra sé að nota Pajero hásinguna og sjóða Toyota rörin á hana, sýnast rörin í Toyota hásingunni mun þykkari en á Pajero. Nú eða að setja kögulinn bara í Toyotu hásinguna og snitta fyrir nýjum boltum. Þá er spurning hvort kögullinn sitji rétt í hásingunni upp á að öxlarnir gangi rétt inn.

Svo eru það öxlarnir. Í Toyota eru þeir 33mm og hafa 30 rillur. Mér sýnist minnsta mál vera 31mm. Pajero öxlarnir eru samkvæmt netinu 30.5mm og 28 rillur. Þannig að mér skilst að það sé hægt að láta renna þá niður þannig að þeir passi í köggulinn. Önnur og líklega betri lausn væri að stækka gatið inni í kögglinum en þá þarf að rífa hann í sundur svo þá þarf að borga fyrir að stilla drifið. Þannig að þegar allt kemur til alls þá verður þetta ábyggilega ekkert ódýrara að nota Pajero köggulinn en þann frá Toyota. En bíllinn verður þá amk minna mengaður af TogaÝta hlutum.

Öll komment á þessar pælingar velkomin :-)

Öxull.jpg
LC60 öxull, þarf að fara í megrun
Öxull.jpg (2.15 MiB) Viewed 17038 times
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


Freysi
Innlegg: 21
Skráður: 13.mar 2011, 09:19
Fullt nafn: Freyr Gunnarsson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá Freysi » 05.sep 2023, 13:32

Frábær þráður og alltaf gaman að lesa þetta hjá þér mjög ýtarlegt og skemmtilegt.

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 357
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 11.sep 2023, 09:16

Dreif mig í að skipta um klafann um helgina. Það var ýmislegt sem var planað að gera í leiðinni eins og að skipt um öxulhosur en sú innri var rifin. Þá var einnig á dagskrá að skipta um pakkdós í drifinu hægra megin. Í fyrra þegar ég var að brasa við að skipta um þennan öxul þá fékk ég fyrst stærri gerðina sem passaði ekki. Tók nokkrar tilraunir og þegar ég svo var búinn að fá réttan öxul og koma honum í sá ég ekki þá að gormahringurinn úr pakkdósinni lá á planinu. Þannig að líklega hefur pakkdósin skaddast þegar ég var að reyna að "sannfæra" öxulinn um að ganga inn í drifið. Þegar ég kippti öxlinum út sullaðist út grá mjög svo vatnsblönduð olía. Þetta er bara eftir hálendisferðina í sumar, ekki Þósrmörk því ég skipti um olíu eftir það sull allt saman.

Þar sem það er nú reglulega skipt um einhverja spariparta í framstellinu hjá mér þá er þetta nú flest allt frekar auðvelt er kemur að því að ná hlutum í sundur. Stýrisendi, spindilkúlur, bremsudæla og dempari flugu úr. Til að ná klafanum úr þarf að losa bremsuslönguna frá bremsurörinu sem gengur upp í höfuðdælu. Það eru enþá orginal rörin þarna og auðvitað eyðilagðist kóninn á bremsurörinu þrátt fyrir að hafa verið baðaður í wd40 og farið varlega með pípulykilinn. Þannig að þetta var smá bras með wisegrip tangir og snúning á bremsuslöngunni með dælunna lafandi á endanum. En þetta hafðist.

IMG-3729.jpg
Kunnuglegt
IMG-3729.jpg (5.65 MiB) Viewed 15026 times


Næst var það öxullinn, Ákvað svona fyrst ég var að þessu að skipta um báðar öxulhosunar þó að aðeins önnur væri rifin. Þetta er ábyggilega í þriðja skiptið sem ég geri þetta og því bjóst ég nú ekki við miklu veseni. Klippa bönd, ýta hosu niður, ná út stóra splitthringnum og endasplittinu og svo bara að smyrja og setja hosunar á. Svo kom að því að festa böndin, á öllum hosum sem ég hef skipt um þá er þetta svona band með nokkrum hökum á sem maður krækir eins þétt og maður getur. Svo er notuð svona klípitöng til að pressa saman litla lykkju sem stendur upp og þannig fæst fín hersla. Svona var þetta á annari hosunni en á hinni var einhverskonar málmstrekkband sem þó strekktist ekkert. Klóraði mér mikið í skallanum yfir þessu gimmikki en fann svo gæja á jútjúbe með eins bönd og þá þarf maður einhverskonar dósaupptakaratöng til að fá þetta til að læsast. Sem betur fer átti ég hefðbundin bönd sem ég gat bjargað mér með en svona töng er kominn á listann yfir "gott a eiga, ómögulegt að vanta verkfæri".

IMG-3754.jpg
Öxullinn kominn í sundur
IMG-3754.jpg (3.22 MiB) Viewed 15026 times


töng.JPG
Töng
töng.JPG (13.71 KiB) Viewed 15026 times


Talandi um verkfæri þá byrjaði facbook að senda mér endalausar auglýsingar um stúta á koppafeitissprautur. Þetta er svona gizmo sem er eins og töng og maður setur upp á smurnippilinn og þá á engin koppafeiti að þrýstast út heldur allt að fara inn í nippilinn. Ákvað að prófa þetta því ég hef í fullri alvöru hugsað um að kaupa mér rafmagnskoppafeitisprautu þrátt fyrir óhugnanlegan kostnað fyrir svona skúrakall. Fékk þetta á Ali og hingað komið var þetta ca 3000 kall. Prófaði að bæta á stýrisenda og spindilkúlur og þetta svínvirkar.
IMG-3755.jpg
Bara virkar í koppafeitina
IMG-3755.jpg (1.9 MiB) Viewed 15026 times
Síðast breytt af muggur þann 11.sep 2023, 10:48, breytt 2 sinnum samtals.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 357
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 11.sep 2023, 10:24

Smá update er ég var að skipta um olíu í morgun þá tek ég eftir því að tveir boltar í festingunni við framdrifið þar sem öxullinn gengur inn í það eru lausir og eiginlega hálfir út. Þetta hefur örugglega ekki hjálpað vi að hindra að vatn gangi inn í drifið. Það er alltaf eitthvað.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 357
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 01.okt 2023, 09:38

Fékk sendingu frá Rockauto. Tveir risastórir kassar.
IMG_3828.jpeg
Sending
IMG_3828.jpeg (2.83 MiB) Viewed 10627 times


Innihaldið var ein neðri spyrna í Pajeroinn og svo freistaðist ég til að taka bremsudælur fyrir hásinguna. Spyrnan var í voldugum kassa en var sett í stærri kassa. Bremsudælurnar týndust nánast í sínum kassa. Ekki skrítið að flutningskostnaður sé hár þega svona er bruðlað með umbúðir og stærðin á sendingunni blásin út.

IMG_3830.jpeg
Innihaldið
IMG_3830.jpeg (4.35 MiB) Viewed 10627 times
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 357
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 03.okt 2023, 08:55

Hef verið lengi þeirrar skoðunnar að fóðringarnar í neðri klöfunum hjá mér séu komnar á tíma. Bíllinn er orðinn 26 ára og aldrei verið skipt um þær. Hinsvegar þá hafa skoðunarstöðvar gefið þeim grænt ljós. Helsta áskorunin í því að skipta um fóðringarnar er annarsvegar að ná þessu í sundur því að boltarnir, sérstaklega aftari boltinn, gróa fastir í fóðringarnar. Svo er það að ná fóðringunum út og pressa þær í aftur. Til að spara vinnu þá keypti ég nýja spyrnu frá Rockauto og slepp þar með við að vesenast með fremri fóðringuna. Aftari fóðringin er hinsvegar í grindinni á bílnum og henni þarf þá að ná út.

Ég reyndi að undirbúa mig vel, finna tól til að pressa fóðringuna í og gúgla svona verk í drasl. Það þarf að losa allt frá en þar sem svo mikið er búið að eiga við þetta allt hjá mér þá var ekkert mál að losa nafið, balancestangarenda, dempara og slíkt þannig að fljótlega var allt komið frá spyrnunni sjálfri. Framdrifið er aðeins fyrir vinstra megin svo maður þarf að losa það og lyfta smá upp, ekkert mál. Losaði boltan undir drifinu að aftan og svo einnig að framan vinstra megin. Svo tók ég fjóra bolta sem ganga inn í drifið á vinstri hliðinni úr. Þá er í raun festingin á þeirri hlið laus og hægt að ýta til hliðar. Var búinn að lesa allskonar bras með þetta, m.a. að skrera í festinguna eða taka allt drifið úr.

Nú tók við að ná spyrnunni undan, fremri boltann þurfti lítið að sannfæra, átaksskaft og svo bara úr. Aftari boltinn, ja róin náðist af en hann var algjörlega fastur í og ekki hægt að ná spyrnunni úr. Hugmyndin upphaflega var að ná spyrnunni heilli úr og eiga þá til vara en eftir mikið bras ákvað ég að nota bara slípirokkinn og eyðilagði spyrnuna. Ef ég hefði verið með netta sverðsög hefði ég kannski getað sagað boltann milli spyrnu og grindar. Nú þegar þetta var loks búið var það algerlega ljóst að þessar fóðringar voru í fullkomnu lagi en ég var semsagt búinn að koma málum þannig fyrir að ég varð að skipta um þær, söguð spyrna og ónýtur aftari bolti.

Nú til að ná fóðringunni út þá boraði ég í gúmíið allan hringinn og svo tók við mikið bras að ná málmslífinni úr. Braut skrúfjárn og meitil í þeim aðförum.
IMG-3833.jpg
Verið að ná gúmmíhlutanum út
IMG-3833.jpg (3.02 MiB) Viewed 10390 times

IMG-3836.jpg
Þurfti að beita öllum mínum sannfæringarkrafti
IMG-3836.jpg (2.39 MiB) Viewed 10390 times


Fóðringin rann svo tiltölulega auðveldlega inn þegar búið var að pússa aðeins gatið og smyrja vel með legufeiti. Svo var nú auðvellt að koma þessu saman og bíllinn stóð í öll hjól. Þetta tók mig allan laugardaginn, svona ca 8 tíma. Svekkjandi að þetta var óþarfi en fer í reynslu bankann og er vonandi fyrirbyggjandi viðhald.

IMG-3837.jpg
Nánast komin inn
IMG-3837.jpg (3.39 MiB) Viewed 10390 times


IMG-3838.jpg
Voða fínt að framan
IMG-3838.jpg (3 MiB) Viewed 10390 times

IMG-3839.jpg
Næstum eins fínt að aftan
IMG-3839.jpg (2.82 MiB) Viewed 10390 times
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 357
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 20.okt 2023, 09:44

Það gleður mig að gera heyrinkunnugt að smellirnir að framan hjá mér virðast vera horfnir! Með því að skipta um neðri klafann og svo neðri spindilkúlurnar báðar þá virðist þetta loksins vera í lagi. Það sem leiðinlegra er er að það brakar aðeins í fóðringunum nýju í klafanum í miklum látum. En meðan þetta er til friðs þá fara hásingapælingar á ís.

Nú er sirka ár síðan ég setti York dæluna í og hún svínvirkar. ARB tvöfalda dælan hefur legið uppi í hillu síðan þá. Það var smá pæling að unglingurinn sem nú er að fá bílpróf kæmi í jeppadelluna með mér og þá væri nú gott að geta gaukað að honum svona kostagrip eins og ARB dælu. En hugur hans virðist meira stefna í átt að "hnakkabílum" eins og Civic, Impresu og álíka. Maður reynir þá að hafa áhrif á þá vitleysu með að agentera fyrir Lancer Evo eða a.m.k. einhverju með þriggja tígla merkinu. Allavega þá hef ég ekki lagt í að selja dæluna því þá fær maður bara tilboð frá einhverjum jólasveinum sem vilja borga 30 þús kall og koma svo ekki að sækja.

Í sumar var ég með gömlu loftdæluna í spottakassanum (Viair 400) svona sem varadælu ef Yorkinn gæfist upp. En núna var stefnan sett á ferð og þá datt mér í hug að það væri bara sniðugt að tengja ARB dæluna aftur og vera þá með tvær dælur í bílnum. Þannig að ég rölti niður í Landvélar, keypti smá af fittings og þ.m.t. einstefnuloka og tengdi dæluna inn á kútinn sem er undir bílnum. Dælan fór svo á sinn gamla stað við hvalbakinn hægra megin. Svo tengt á geymi og í rofaboxið eins og áður. Þannig að nú er pæjan full af lofti, með tvær öflugar dælur!!! Ég get þá parkerað Viair dælunni upp í hillu og það er ólíklegt að báðar þessar dælur gefi sig í sömu ferðinni.

Þegar ég renn yfir þennan þráð minn þá er þetta svona 95% bras í bílskúrnum og kannski 5% notkun á bílnum. Það er nú kannski ekki alveg raunveruleikinn en þó nær því en ég kæri mig um að viðurkenna. En félagi minn hefur oft stungið upp á allskonar vatnasulli í sumarferðum okkar sem ég hef algerlega slegið útaf borðinu. Það eru þá ferðir eins og Eyfirðingavegur eða Bárðargata. Báðar þessar leiðir eru þannig að þær ætti fyrst og fremst að fara á haustin og þá með vönu fólki. Trú mín á getu jeppanns hefur aukist á undanförnum misserum svo ég ákvað að skrá mig í Bárðagötuferð Útivistar núna í haust.

Til að vera gjaldgengur í slíka ferð þarf maður að hafa rás 41 á stöðinni sinni. Mín stöð er frá Yeasu og mér var bent á að fara með hana í Vélasöluna/R.Sigmundsson til að láta forrita hana. Tveim vikum fyrir ferð fer ég með stöðina til þeirra og er sagt að þetta sé ekkert mál og líklega verði stöðin tilbúin á morgun eða hinn. Ekki var hún til þá og svo loksins er það voru þrír dagar í ferð þá segja þeir mér að þeir geti ekki forritað hana og spyrja tilhvers ég sé að standa í svona veseni fyrir eina rás!! Ég rauk á nokkur verkstæði og Múlaradíó sagðist geta gert þetta en gæti því miður ekki lofað stöðinni til baka fyrir ferðina. Þannig að ég leigði handstöð af útivist.

Ferðaplanið var þannig að hópurinn hittist við Hrauneyjar klukkan 9 á laugardagsmorgni og Bárðargata er ekin frá Svarthöfða niður í Jökulheima þar sem er gist. Daginn eftir yrði farið yfir Tungnaá, keyrt í flæðarmálinu á Langasjó og svo Faxafit niður í Landmannalaugar þar sem ferðin endaði á sunnudegi.
IMG_3996.jpeg
Trackið frá Laugardeginum
IMG_3996.jpeg (130.73 KiB) Viewed 9140 times


Við vorum hópur um 17 jeppa undir styrkri fararstjórn Sveins S. Kjartanssonar sem hefur lóðsað Útivistarhópa þessa leið oftar en hann man sjálfur. Það var öll flóran af bílum. Allt frá splunkunýjum Landcruiserum breyttum af Arctic Trucks niður í svona heimasmíðaðar druslur eins og minn bíll. Svo var með í för Hulkinn sem að Guðni á Sigló smíðaði, þvílíkt skrímsli er það maður. Ekki er sá bíll beint smáfríður en flottur er hann, a.m.k. finnst mér það.
IMG-3858.jpg
Á Sprengisandi
IMG-3858.jpg (3.19 MiB) Viewed 9140 times

IMG-3872.jpg
Horft í átt að Hamrinum
IMG-3872.jpg (4.37 MiB) Viewed 9140 times


Við vorum heppin með veður í upphafi dags, sást til sólar öðru hvoru en er leið á daginn þykknaði upp. Fyrsta áin sem eitthvað kvað að er Kaldakvísl en hún var lítill farartálmi. Mér kveið mest fyrir Sveðju enda heyrt miklar svaðilsögur af því fljóti. En það var ekkert í henni og þá meina ég EKKERT, áin var bara pollar. Þannig að á sama tíma upplifði ég létti og vonbrigði.
IMG-3883.jpg
Hið svokallaða stórfljót Sveðja!!!
IMG-3883.jpg (5.39 MiB) Viewed 9140 times


Síðan var klöngrast yfir hraun og upp í átt að Hamrinum. Í sjálfum sér ekkert erfitt en minnti aðeins á Gæsavatnaleið og náðum við í um 1100 metra hæð sem ég held að sé metið mitt á þessum bíl.
IMG-3890.jpg
Horft í vestur: Hágöngur
IMG-3890.jpg (3.55 MiB) Viewed 9140 times

IMG_4002.jpeg
Kóarinn var með dróna!!
IMG_4002.jpeg (424.14 KiB) Viewed 9140 times

IMG-3893.jpg
Við hæðsta punkt
IMG-3893.jpg (2.45 MiB) Viewed 9140 times


Svo lá leiðin að Sylgjufelli, flottur skáli þar og yfir Sylgju sem reyndist ekki mikill farartálmi. Við komum svo í Jökulheima er aðeins var farið að húma. Áttum fína stund í skálanum í Jökulheimum, grillað og sungið dáldið fram eftir.
IMG-3907.jpg
Rétt hjá Jökulheimum
IMG-3907.jpg (2.96 MiB) Viewed 9140 times

IMG-3920-ed.jpg
Jökulheimar
IMG-3920-ed.jpg (1.64 MiB) Viewed 7556 timesDagurinn var tekinn ágætlega snemma á sunnudeginum. Skálinn þrifinn og svo bara brunað að Gnapavaði í Tungnaá. Það var sama sagan mjög lítið í ánni og voru þetta í raun tveir álar sem eitthvað kvað að en ekkert sem var einhver hindrun.
IMG-3922.jpg
Við Tungnaá
IMG-3922.jpg (3.42 MiB) Viewed 9140 times

IMG_3995.jpeg
Trackið á sunnudeginum.
IMG_3995.jpeg (282.09 KiB) Viewed 9140 times


Yfir Breiðbak keyrðum við í þykkri þoku en þegar við komum að Langasjó komumst við aðeins niður úr henni. Skemmtilegt var að keyra í flæðarmálinu og svo þurfti að takast á við a.m.k eina bratta brekku. Borðuðm hádegismat við bílastæðið við SV-endann á Langasjónum og svo var það Faxafit.

IMG-3933.jpg
Langisjór
IMG-3933.jpg (3.08 MiB) Viewed 9140 times

IMG-3941.jpg
Við Langasjó
IMG-3941.jpg (2.22 MiB) Viewed 9140 times


Fór Faxasundið fyrir tveimur árum en hef aldrei fraið fitin. Faxfit er nú að mér sýnist flottari leið en ég er feginn að ég reyndi hana ekki með kerruna aftan í. Talsvert af bröttum brekkum bæði upp og niður.
IMG-3950.jpg
Við vegamótin Faxasund/Faxafit
IMG-3950.jpg (3.19 MiB) Viewed 9140 times

IMG-3955.jpg
Faxafit
IMG-3955.jpg (4.87 MiB) Viewed 9140 times


Svo var ferðinni slitið í Landmannalaugum. Frábær ferð og mikil öryggistilfinning sem fylgir því að ferðast í svona stórum hópi. Allavega fyrir svona nýliða eins og mig.

Pæjan stóð sig með miklum ágætum en lenti í smá veseni með úrhleypibúnaðinn sem ég þarf að græja fyrir næstu ferð.
Síðast breytt af muggur þann 06.nóv 2023, 10:16, breytt 3 sinnum samtals.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

jongud
Innlegg: 2647
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá jongud » 20.okt 2023, 10:30

Flottar myndir.
En hvernig talstöð ertu með? Skil ekki af hverju Vélasalan getur ekki forritað hana.

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 357
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 20.okt 2023, 10:54

jongud wrote:Flottar myndir.
En hvernig talstöð ertu með? Skil ekki af hverju Vélasalan getur ekki forritað hana.


Þetta er semsagt YEASU FTM-3100R. Sögðu að þeir ættu ekki kapal eða hugbúnað til að forrita hana. Múlaradío sagði hinsvegar að hún væri forrituð með tökkunum þ.e. manualt.
YEASU.JPG
YEASU.JPG (42.84 KiB) Viewed 9130 times
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 357
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)

Postfrá muggur » 06.nóv 2023, 10:11

H4 var það flottasta í lýsingu fyrir aldamót en er hálfgert kertaljós í dag. Svo alltaf annað slagið hef ég pælt í kösturum. Slíkri fjárfestingu hefur þó alltaf verið frestað þar sem nauðsynlegt viðhald eða annað dót hefur haft forgang. En núna í haust bauðst ágætis afsláttur hjá Ljósameistaranum ef maður forpantaði dót hjá honum. Fyrir valinu urðu 9 tommu OZZ kastarar.

Það að setja kastara á bílinn útheimtir smá pælingar. Hvar eiga þeir að vera, hvernig festir og svo náttúrulega tengingar. Satt að segja pældi ég í þessu í hátt í mánuð áður en ég fór í verkið. Niðurstaðan varð svo allt önnur en allar pælingarnar gerðu ráð fyrir. Fyrsta verkið var að rífa stuðarann af bílnum til að skoða möguleika á festingum. Bak við plastið á stuðaranum er nokkuð voldugur vinkill úr járni sem leit nokkuð vænlega út til að festa kastarana við. Þar voru einnig nokkur göt sem litu girnilega út til að bolta væntanlega festingu við.
IMG_4425.jpg
Nakinn að framan
IMG_4425.jpg (4.02 MiB) Viewed 7556 times


Svo var farið í járnahrúguna inn í bílskúr, nóg til af allskonar plötum og prófílum. Aðal hönnunarforsendan var að þetta átti að vera tiltölulega nett. Átti massíva stöng sem var ca 10*10mm og úr því skyldi kastaragrind smíðuð. Svo verður líklega einhverntíma bætt við hana fleiri festingum.
IMG_4424.jpg
Farin að koma mynd á þetta
IMG_4424.jpg (5.64 MiB) Viewed 7556 times


Svo þarf að mála, tveggja þátta epoxy lakk (Bátalakk). Bölvaði sjálfum mér fyrir að blanda allt of mikið þannig að stór hluti af lakkinu eyðilagðist.
IMG_4426.jpg
Málað
IMG_4426.jpg (3.56 MiB) Viewed 7556 times


Útkoman er bara nokkuð vígaleg, næsta mál er að tengja þá.
IMG_4430_ed.jpg
Búið að skrúfa á
IMG_4430_ed.jpg (3.02 MiB) Viewed 7556 times
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 357
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)

Postfrá muggur » 08.nóv 2023, 08:20

Þá er búið að tengja kastarana. Það var nú ekki alveg þrautalaust. Keypti tengisett með takka og þegar það var tengt við kastarana og rafgeyminn þá kviknaði á kösturunum en ég vildi hafa þetta þannig að þeir væru inni á háu ljósunum. Í tengisettinu var takkinn tengdur með þremur vírum, svörtum, bláum og hvítum. Mér var sagt að hvíti vírinn væri til að tengja inn á háu ljósin. Þetta reyndi ég en ekkert virkaði. Ákvað þá að rekja vírana inn á relayið sem fylgdi settinu. Þá kom í ljós að hvíti vírinn var tengdur inn á pól 30 á relayinu, blái á pól 85 og svarti á pól 86.

Teikning.JPG
Teikning af tengisettinu
Teikning.JPG (50.82 KiB) Viewed 7377 times


Þar sem ég ætlaði ekki að nota takkann heldur að setja þetta inn á rofaboxið þá var ljóst að blái vírinn var lykillinn að þessu. Svo ég tengdi bláa vírinn inn á háu ljósin. Svissaði á og þá kviknaði á kösturunum en slokknaði á þeim þegar ég setti háu ljósin á!! Samkvæmt þeim teikningum sem ég fann af H4 perum þá var ég að gera þetta rétt. Því var svo hvíslað að mér að með einhverjum rafmagns göldrum þá væri þetta öfugt í Pajero (og mörgum japönskum bílum). Þannig að þegar ég splæsti mig inn á lágu ljósin þá kviknaði á kösturunum þegar ég setti háu ljósin á.

Nú var eftir að tengja kastarana inn á rofaboxið. Vandamálið er að það gefur straum, svo ef að blái vírinn væri tengdur inn á það þá myndi ekki slökkna á kösturunum ef háu ljósin væru slökkt. Þessvegna bætti ég öðru relay við, þá kom blái vírinn frá relayinu inn á pól 30 og hélt svo áfram á pól 87. Rofaboxið gaf þá straum á pól 85 og póll 86 var jörð. Þetta virðist virka rétt. Þ.e. að bæði þarf að vera kveikt á rofaboxinu og háu ljósunum á til að það kvikni á kösturunum.

Það er víst ekki skylda að hafa kastarana háða háu ljósunum á breyttum jeppum en mér langar til að nota kastarana á þjóðveginum þar sem orginal lýsingin á jeppanum er ekkert sérstök. Þessvegna fór ég í þetta bras.

Kastarnir eru með stöðuljósi og maður getur valið um að hafa gult eða hvítt. Maður velur með því að tengja annað hvort gulan eða hvítan vír inn á stöðuljósin. Ég get ekki gert upp við mig hvort mér finnst flottara svo ég keypti tvívirkan rofa (á/af/á) sem ég tengi þá hvítur/slökkt/gulur og get þá breytt um lit eftir því hvernig skapi ég er í. Hallast samt mest að gulu.

IMG_4439ed.jpg
Hvít stöðuljós
IMG_4439ed.jpg (3.76 MiB) Viewed 7377 times

IMG_4440ed.jpg
Gul stöðuljós
IMG_4440ed.jpg (2.78 MiB) Viewed 7377 times

IMG_4441ed.jpg
Kastaranir á, hvít stöðuljós
IMG_4441ed.jpg (3.36 MiB) Viewed 7377 times
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur