Undir milljón - Reynslusaga

User avatar

jongud
Innlegg: 2527
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá jongud » 04.jan 2023, 08:05

það verður að passa að hafa vel hitaþolnar slöngur frá dælunni. Ég fékk sjálfur búmm! þegar ég var að bæta í dekk norðan við skjaldbreið á landcruiser 90 sem ég græjaði mótordælu í.User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 310
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 12.jan 2023, 18:21

Jæja þá er það taka tvö á þetta loftkerfi eða kannski númer 3. Heilmikið rör með allskonar beygjum komið frá dælunni, að mestu keypt í Húsasmiðjunni og svo afgangar. Gerði svo aðra breytingu sem er að láta lögnina frá dælunni liggja beint í loftkútinn og svo lögn þaðan í grindina. Sjáum hvað þetta gerir….

371B8FFC-DFC5-4D70-B707-91B97674EA3C.jpeg
Taka tvö eða þrjú!!
371B8FFC-DFC5-4D70-B707-91B97674EA3C.jpeg (2.71 MiB) Viewed 471 time
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


vhic
Innlegg: 8
Skráður: 10.aug 2017, 21:43
Fullt nafn: Viktor B Björnsson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá vhic » 12.jan 2023, 21:45

þessi frásögn um þennan pajero er nú bara ca það sem kostar að eiga jeppa. Kanski ágætis fróðleikur fyrir þá sem eru að spá í jeppa en hafa ekki reynslu af jeppum. Sjálfur hef ég átt jeppa sem auka bíl í um 35 ár. Sá fyrsti Bronco 74 svo bæði ameríska og japanska líka musso hann var nú ekki sá versti. Allt bilar þetta dót ég hef nú reyndar getað lagað flest allt sjálfur og hef ekki svo mikið sem spáð í rekstrarkostnaði.Það eru allavega örugglega ófáar Tenerife ferðir með fjölskylduna svona ef maður vildi það frekar, en þetta er áhugamálið allt kostar. Núna hinsvegar eru erfingjarnir hættir að koma með þannig það eru bara ég og hundurinn (stundum frúin) þá fékk ég mér jimmni sjálfskiftann setti hann á 31" nota hann óspart og er viðhaldslaus allavega enn sem komið er þessi 3 ár. Mæli mjög með þessum bílum fyrir þá sem vilja eiga jeppa og þurfa ekki mikið pláss.

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 310
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 24.jan 2023, 12:04

vhic wrote:þessi frásögn um þennan pajero er nú bara ca það sem kostar að eiga jeppa. Kanski ágætis fróðleikur fyrir þá sem eru að spá í jeppa en hafa ekki reynslu af jeppum. Sjálfur hef ég átt jeppa sem auka bíl í um 35 ár. Sá fyrsti Bronco 74 svo bæði ameríska og japanska líka musso hann var nú ekki sá versti. Allt bilar þetta dót ég hef nú reyndar getað lagað flest allt sjálfur og hef ekki svo mikið sem spáð í rekstrarkostnaði.Það eru allavega örugglega ófáar Tenerife ferðir með fjölskylduna svona ef maður vildi það frekar, en þetta er áhugamálið allt kostar. Núna hinsvegar eru erfingjarnir hættir að koma með þannig það eru bara ég og hundurinn (stundum frúin) þá fékk ég mér jimmni sjálfskiftann setti hann á 31" nota hann óspart og er viðhaldslaus allavega enn sem komið er þessi 3 ár. Mæli mjög með þessum bílum fyrir þá sem vilja eiga jeppa og þurfa ekki mikið pláss.


Jamm upphaflega var þessi þráður nú hugsaður þannig og vonandi virkar hann að einhverju leiti sem slíkur. En eftir því sem árin hafa liðið hefur sýkingin versnað og meira verið mokað af vinnu og peningum í bílinn. En þetta er bara gaman þó að ég viðurkenni að stundum er maður svoldið sár út í jeppann að bila eftir alla þá ást sem hann hefur fengið.

Ekki að ég sjái eftir því að breyta bílnum svona mikið en breytingin skapar vissar áskoranir. Fyrir það fyrsta er að það er ólíkt leiðinlegra að nota hann innanbæjar og aksturseiginleikarnir eru ekki þeir sömu og á óbreyttum. T.d. að bakka útúr stæði er eithvað sem er talsvert meira juð en áður. Hinsvegar á fjöllum er þessu ekki saman að jafna. En það læðist aðeins að mér að ég hefði kannski átt að láta 38 tommuna duga. En ef ég hefði farið þá leið væri ég ábyggilega að hugsa að ég hefði átt að fara í 42 tommur!

Átti suzuki SJ410 (Fox) í gamla daga, hann var eiginlega verri en pajeroinn í viðhaldi og slíku enda með Volvo vél og body farið úr ryði. En konseptið er gott þ.e. ef maður er ekki að ferðast með fjölskylduna og mikinn farangur. En ef ég væri í þeirri stöðu og þekkjandi sjálfan mig þá myndi ég líklega vera á willys með svaka dekkjum og 500+ hp mótor..... þannig að hinn ætlaði léttleiki væri farinn út um veður og vind.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 3 gestir