Síða 1 af 1

Patrol nr 2 felguhreinsun 5.7-13

Posted: 16.jún 2013, 17:43
frá jeepson
Jæja er ekki réttast að ga þráð um patrol nr 2 í minni eigu. Það vildi nú til að okkur fanst cherokee vera of lítill sem fjölskyldubíll. Þannig að ég fór og verslaði annan patrol.
Bíllinn er 94 árgerð, ekin 315þús. Það er nýlegur 2gja raða vatnskassi í honum og hann virðist alveg duga. Ég fékk bílinn á nýlegum 33" nagla dekkjum eknum 1000km. En hann er þó ekki alveg galla laus greyið. Það er ryð hér og þar sem þarf að huga að. Grindin er mjg góð í honum. Guðni á Sigló er búinn að eiga þennan bíl tvisvar og var ánægður með hann. Í gær ryðbætti ég geyma festinguna og hluta af innri brettinu í leiðinni. Bíllinn er á 31" dekkjum og þræl vinnur á þeim. Maður fer upp fagradalinn í 5.gír og hann bætir bara við sig ef að maður gefur í. Eyðslan virðist vera hófleg. Ég á þó eftir að mæla hann almennilega við tækifæri. Annars er þetta þokklega heillegur bíll sem hefur verið sprautaður fyrir einhverjum árum síðan. Helsta ryðið er í aftur brettunum neðst en það fer nú hluti af því þegar að ég set 35" kannta á hann.. Ég er bara þokkalega ánægður með þennan bíl. Þetta dettur altaí gang og keyrir eins og þetta á að gera. Hér koma myndir.

Image

Image

Image

Ég kem svo með fleiri mynir seinna.

Re: Patrol nr 2

Posted: 28.júl 2013, 11:32
frá jeepson
Smá update. Ég skipti um jósin á pattanum. En þessi aðal ljós voru ætluð á stóra pattann en þar sem að þau voru orðin ansi döpur á þessum þá ákvað að setja þau á hann. Ég fékk vitlaus ljós til að byrja með. Ljósin sem að ég pantaði voru með dökkum spegli en ég fékk þessi. Þetta looka bara nokkuð vel þannig að ég býst við að panta annað sett af svona ljósum á hinn. Nema bara með dökku botnunum. Vonandi lýst ykkur jeppa köllum og konum á þetta :) Frúin alveg voðalega ánægð með nýju ljósin á jeppanum sínum :D

Image

Image

Re: Patrol nr 2 Ljósa skipti 28.07.13

Posted: 28.júl 2013, 13:12
frá fordson
hvar fékkstu þessi ljós? hvað kosta þau?

Re: Patrol nr 2 Ljósa skipti 28.07.13

Posted: 28.júl 2013, 18:54
frá jeepson
Sæll Kraki. Ég fékk ljósin frá kana hreppi. Félagi minn pantaði þau fyrir á ebay. Þau kostuðu 9700kr hingað komin frá us. Þessi eru eins nema bara með park perum

http://www.ebay.com/itm/CLEAR-7-PROJECT ... e2&vxp=mtr

Re: Patrol nr 2 Ljósa skipti 28.07.13

Posted: 06.aug 2013, 22:47
frá jeepson
Ég tók smá felgu hreinsun í gær á sumar felgunum sem að eiga að fara undir frúar pattann.
Ég notaði felguhreinsir frá turtlewax. Felgurnar voru mattar,skítugar og ljótar. Og eru núna glansandi ljótar :)

Image
Versta felgan

Image
Versta felgan eftir 3 eða 4 umferðir

Image
Þessar voru talsvert skárri

Image
Það þurfti bara eina umferð á þessar

Re: Patrol nr 2 felguhreinsun 5.7-13

Posted: 06.aug 2013, 22:59
frá eyberg
Flott þarf að taka mínar svona líka :-)

Re: Patrol nr 2 felguhreinsun 5.7-13

Posted: 06.aug 2013, 23:07
frá Hfsd037
Svo má gera þær blingin með smá pússi.

Image

Image

Byrjar bara á 600P og uppúr, það á eftir að koma þér á óvart hvað þetta er fljótlegt!

Re: Patrol nr 2 felguhreinsun 5.7-13

Posted: 07.aug 2013, 21:28
frá jeepson
Hfsd037 wrote:Svo má gera þær blingin með smá pússi.

Image

Image

Byrjar bara á 600P og uppúr, það á eftir að koma þér á óvart hvað þetta er fljótlegt!


JÁ SÆLL!! En ég var einmitt búinn að velta því fyrir mér hvort að ég ætti að dunda við þetta í vetur og glæra svo felgurnar aftur. Þú byrjar semsagt með 600p og endar þá í 2000?? Og ertu að nota vatnspappír eða??

Re: Patrol nr 2 felguhreinsun 5.7-13

Posted: 08.aug 2013, 00:36
frá Hfsd037
jeepson wrote:
Hfsd037 wrote:Svo má gera þær blingin með smá pússi.

Image

Image

Byrjar bara á 600P og uppúr, það á eftir að koma þér á óvart hvað þetta er fljótlegt!


JÁ SÆLL!! En ég var einmitt búinn að velta því fyrir mér hvort að ég ætti að dunda við þetta í vetur og glæra svo felgurnar aftur. Þú byrjar semsagt með 600p og endar þá í 2000?? Og ertu að nota vatnspappír eða??



Já mig minnir það, felgurnar mínar voru svo illa farnar, kanntarnir sjúskaðir og djúpar rispur sumstaðar.
Hvort ég hafi ekki byrjað á 600P vatnspappír og unnið mig upp í 1000 eða 1200P, svo fór ég yfir felgurnar með massabóni frá mequiars, það munaði öllu! massabónið gerði mun meiri dýpt í póleringuna og er algjörlega ómissandi að mínu mati í póleringu.
En ég var einmitt að pæla í að láta húða þær með glæru lakki, við það hefði ég samt tapað helling af glans og auk þess kostaði það sprautun + efni sem gæti verið um 30 þús.. Ég viðheld felgunum bara með massabóninu og næ alltaf dýptinni til baka með því efni :)

Re: Patrol nr 2 felguhreinsun 5.7-13

Posted: 08.aug 2013, 21:00
frá jeepson
Ég verð að skoða þetta eitthvað :) Annars eru felgurnar mínar 8,5cm í backspace þannig að líklegast mun ég selja þær og fá mér aðrar felgur sem eru með 10cm backspace.

Re: Patrol nr 2 felguhreinsun 5.7-13

Posted: 08.aug 2013, 21:44
frá ellisnorra
jeepson wrote:Ég verð að skoða þetta eitthvað :) Annars eru felgurnar mínar 8,5cm í backspace þannig að líklegast mun ég selja þær og fá mér aðrar felgur sem eru með 10cm backspace.


Ég á þær handa þér. Reyndar úr stáli en þær looka ágætlega. Sandblásnar, zink grunnaðar og málaðar (minnir örugglega 2 umferðir) og notaðar í ár eftir það, hafa staðið inní skúr síðan þá.
Image

Re: Patrol nr 2 felguhreinsun 5.7-13

Posted: 08.aug 2013, 21:46
frá jeepson
Sæll Elli. Eru þær með 10cm backspace? Og vantar þig nokkuð álfelgur í staðin?

Re: Patrol nr 2 felguhreinsun 5.7-13

Posted: 08.aug 2013, 21:48
frá ellisnorra
Sendi þér pm :)