Síða 1 af 1
Hilux 88 Extracab TDI (variable vane turbo)
Posted: 08.sep 2010, 12:39
frá BragiGG
jæjja, var að kuapa mér bíl fyrir veturinn
þetta er semsagt Toyota Hilux 88
hann er með 2.2 blöndungs bensín mótor (4Y) og er orginal með hásingu að framan og orginal diskalás að aftan.
það sem ég er búinn að gera so far er:
taka upp startarann
skipta um kerti, kertaþræði, kveikjulok og kveikjuhamar
setja í hann geyslaspilara og læsingarcilendra úr daihatsu feroza
ný afturljós
kaupa 38/36" kanta
redda mér 12" breyðum felgum
kominn með tvö stikki 36" möddera og tvö stikki 36" ground hawk
planið er að gera hann soldið snirtilegri og setja brettakanntana á hann, jafnvel sprauta hann og reyna svo að fara einhvað á honum í vetur
myndir:








Re: Hilux 88 Extracab
Posted: 09.sep 2010, 08:52
frá Tómas Þröstur
Léttur og lipur. Flottur á 36unni og heil hásing að framan. tveir þumlar upp
Re: Hilux 88 Extracab
Posted: 22.okt 2010, 19:52
frá Kreml
Já flottur hjá þér, en er einhver sem á 80-83 modelið..mjúka lúkkið?
Re: Hilux 88 Extracab
Posted: 23.okt 2010, 09:07
frá sukkaturbo
sæll veit um einn ef þú hefur áhuga kveðja guðni gsm 8925426
Re: Hilux 88 Extracab
Posted: 23.okt 2010, 15:54
frá sindri thorlacius
flottur hjá þér en getur hann ekki teigt sig meira
Re: Hilux 88 Extracab
Posted: 23.okt 2010, 19:17
frá StefánDal
Bíllinn er alveg óklipptur og orginal svo það er ekki skrítið að hann teygi sig ekki meira. Fyrir utan það að vera á fjöðrum.
En Bragi á einmitt svona gamlan "mjúkan" Hilux líka sem er til sölu.
Re: Hilux 88 Extracab
Posted: 06.nóv 2010, 19:49
frá BragiGG
tók 2.2 blöndungsmótorinn úr honum og setti þennan í staðin

Re: Hilux 88 Extracab
Posted: 07.nóv 2010, 09:45
frá arntor
ég á hásingu handa tér ad aftan(mjórri gerdina eins og er undir honum), tómt ror reyndar, en tad eru 4link stífufestingar á henni, thverstífan er á. svo á ég oxlana í hana líka, fékk mér hásingar undan nýrri hilux, sem eru adeins breydari. getur fengid thetta fyrir segjum 25tús kall ef thú vilt, 773-7874
Re: Hilux 88 Extracab
Posted: 08.nóv 2010, 20:28
frá gislisveri
Gaman að sjá svona heillegan Hilux með þessu boddíi, hefur alltaf þótt þetta flottir bílar.
Re: Hilux 88 Extracab
Posted: 10.nóv 2010, 17:10
frá BragiGG
arntor wrote:ég á hásingu handa tér ad aftan(mjórri gerdina eins og er undir honum), tómt ror reyndar, en tad eru 4link stífufestingar á henni, thverstífan er á. svo á ég oxlana í hana líka, fékk mér hásingar undan nýrri hilux, sem eru adeins breydari. getur fengid thetta fyrir segjum 25tús kall ef thú vilt, 773-7874
nei takk, á nóg af auka hásingum, en takk samt :)
síðan er ég hættur við 36" og núna er stefnan að setja hann á 38", kominn með dekk og breyðari kannta, á síðan til 5.29 og 5.71 hlutföll, er svona að melta það hvor hlutföllin ég á að nota, hugsa að ég endi á 5.29...


Re: Hilux 88 Extracab
Posted: 10.nóv 2010, 19:15
frá ellisnorra
Fjandi líst mér vel á þetta hjá þér, svo er bara að bæta fjöðrunarkerfið og læsingavæða hann og þá er hann fær í flestan sjó :)
Re: Hilux 88 Extracab
Posted: 05.feb 2011, 14:39
frá fannar
Alltaf gaman að sjá þegar menn halda lífinu í þessum gömlu jálkum :)
Re: Hilux 88 Extracab
Posted: 06.feb 2011, 18:54
frá BragiGG
jæjja, kominn tími á smá update...
sett í hann variable túrbínu úr nýja freelandernum, túrbína sem getur breytt skurðinum á blöðin á afgashúsinu, sem gerir manni mögulegt að fá mikið boost á lágum snúning.
front mount intercooler, ryðfríar intercoolerlagnir, og ryðfrítt púst,
síðan er þessu stýrt með fremur einföldu vaccum stjórnboxi (tók rafmagnsstýringuna af túrbínunni og setti vacuum pung af variable túrbínu sem er vacuum stýrð)
og síðan með þessu setti ég boost mæli, afgashitamæli og vaccum mæli svo ég geti séð í hvaða stöðu túrbínan er..
myndir:



millistikkið


hérna er þetta komið saman að mestu
gleymdi að taka mynd af þessu þegar þetta var allt komið saman
búinn að prófa þetta aðeins og aflaukningin var mjög mikil, get náð 14 pundum kyrrstæður í frígír ef ég stilli túrbínuna þannig...
er núna að fikra mig áfram með olíuna, hann þarf trúlega soldið hressilega mikið af olíu í viðbót með þessari túrbínu... afgashitinn hefur farið mest í 500 gráður undir miklu álagi... en er á milli 200 - 300 gráður í venjulegum akstri...
varði breytingar, þá hefur stefnan verið tekin á 44" auk þess sem ég er kominn með minna beyglaðan framenda á hann...

Re: Hilux 88 Extracab
Posted: 06.feb 2011, 18:59
frá birgthor
Mikið hrikalega lýst mér vel á þetta....
Re: Hilux 88 Extracab TDI (variable vane turbo)
Posted: 06.feb 2011, 20:29
frá Fetzer
allt að gerast ., lyst vel á
Re: Hilux 88 Extracab TDI (variable vane turbo)
Posted: 07.feb 2011, 01:48
frá fannar
Hvað ertu að láta bínuna blása miklu ?
Re: Hilux 88 Extracab TDI (variable vane turbo)
Posted: 07.feb 2011, 11:58
frá BragiGG
fannar wrote:Hvað ertu að láta bínuna blása miklu ?
eins og er er hún að blása svona mest 14-15 pund og hann fær ekki næga olíu til að full nýta það.. á eftir að skrúfa meira upp í olíunni,
vitið þið hvað svona mótorar þola í blæstri?
Re: Hilux 88 Extracab TDI (variable vane turbo)
Posted: 07.feb 2011, 12:15
frá Óskar - Einfari
Flottur... ég er svo veikur fyrir Hiluxum (big surprise)....... þetta boddy finnst mér m.a. mjög skemmtilegt...
Þessar variable vane túrbínur eru mjög skemmtilegar.... þetta er í hilux 3.0 d4d eins og ég er á og þetta gerir þessa turdo diesel bíla mun skemmtilegri þar sem maður þarf ekki að bíða og bíða eftir að túrbínan komi inn....
Keep the pictures coming :)
Kv.
Óskar og einfari
Re: Hilux 88 Extracab TDI (variable vane turbo)
Posted: 07.feb 2011, 12:20
frá Haukur litli
Ég held að þú sért kominn alveg í toppþol 2L-T í 14 PSI. Ég myndi halda eldsneytisblöndunni í veikari kantinum bara upp á afgashitann að gera.
Re: Hilux 88 Extracab TDI (variable vane turbo)
Posted: 07.feb 2011, 13:01
frá BragiGG
Haukur litli wrote:Ég held að þú sért kominn alveg í toppþol 2L-T í 14 PSI. Ég myndi halda eldsneytisblöndunni í veikari kantinum bara upp á afgashitann að gera.
afgashitinn er að fara í max 500 gráður við mikil erviði.. þannig ég hef alveg efni á soldið ríkari blöndu...
Re: Hilux 88 Extracab TDI (variable vane turbo)
Posted: 07.feb 2011, 13:29
frá Haukur litli
Já, þú hefur efni á ríkari blöndu en ég myndi sam tekki fullnýta loftið.
Loftið kælir og ég held að ekki veiti af.
Re: Hilux 88 Extracab TDI (variable vane turbo)
Posted: 07.feb 2011, 13:43
frá BragiGG
Haukur litli wrote:Já, þú hefur efni á ríkari blöndu en ég myndi sam tekki fullnýta loftið.
Loftið kælir og ég held að ekki veiti af.
ég hef náttúrulega bara eins mikið af olíu og ég get án þess að afgashitinn fari upp fyrir öll velsæmismörk.
Re: Hilux 88 Extracab TDI (variable vane turbo)
Posted: 07.feb 2011, 13:47
frá Óskar - Einfari
Hérna er eitthvað um Hilux túrbínuna fyrir þá sem hafa áhuga, henni er stýrt með dc mótor
http://www.youtube.com/watch?v=KgVrpiFfp8U&feature=related
Re: Hilux 88 Extracab TDI (variable vane turbo)
Posted: 07.feb 2011, 15:29
frá ellisnorra
Ég er ekki smeykur við að láta dótið blása, þó 7psi sé original þá er sko alveg óhætt að dobla það að minnstakosti. Þetta er allt stillt eftir afgashitamæli eins og þú segir og ef maður býr svo vel að hafa svoleiðins mæli þá getur maður séð hvað er að gerast í rauntíma og passað sig eftir því.
Wastegate-ið hjá mér bilaði um daginn og ég leyfði henni að þola 1.5bar max í nokkra daga, ég er búinn að laga það núna en mótornum var eftir því sem mér sýndist alveg sama.
Re: Hilux 88 Extracab TDI (variable vane turbo)
Posted: 07.feb 2011, 20:05
frá nobrks
elliofur wrote:Ég er ekki smeykur við að láta dótið blása, þó 7psi sé original þá er sko alveg óhætt að dobla það að minnstakosti. Þetta er allt stillt eftir afgashitamæli eins og þú segir og ef maður býr svo vel að hafa svoleiðins mæli þá getur maður séð hvað er að gerast í rauntíma og passað sig eftir því.
Wastegate-ið hjá mér bilaði um daginn og ég leyfði henni að þola 1.5bar max í nokkra daga, ég er búinn að laga það núna en mótornum var eftir því sem mér sýndist alveg sama.
Já þú hefur verið heppinn, 20psi í einn dag á mínum gamla endaði með sprungnum sveifarás. (litlir púlsar upp í kúplingspedalann).
En flottur hilux hjá þér! 'eg hugsa að túrbínan geti verið komin á tamp hjá þér, og ef þú ferð yfir mörkin á henni þá fer hún á yfirsnúning hviss bamm búm. Hvað er annars stór vél í Freelander?
Re: Hilux 88 Extracab TDI (variable vane turbo)
Posted: 07.feb 2011, 20:59
frá BragiGG
nobrks wrote:elliofur wrote:Ég er ekki smeykur við að láta dótið blása, þó 7psi sé original þá er sko alveg óhætt að dobla það að minnstakosti. Þetta er allt stillt eftir afgashitamæli eins og þú segir og ef maður býr svo vel að hafa svoleiðins mæli þá getur maður séð hvað er að gerast í rauntíma og passað sig eftir því.
Wastegate-ið hjá mér bilaði um daginn og ég leyfði henni að þola 1.5bar max í nokkra daga, ég er búinn að laga það núna en mótornum var eftir því sem mér sýndist alveg sama.
Já þú hefur verið heppinn, 20psi í einn dag á mínum gamla endaði með sprungnum sveifarás. (litlir púlsar upp í kúplingspedalann).
En flottur hilux hjá þér! 'eg hugsa að túrbínan geti verið komin á tamp hjá þér, og ef þú ferð yfir mörkin á henni þá fer hún á yfirsnúning hviss bamm búm. Hvað er annars stór vél í Freelander?
varstu með orginal turbo mótor?
túrbínan er úr 2.2 mótor
og ef ég er að fara yfir mörkin þá á ég eina vara túrbínu :) (alveg eins og er í honum núna)
síðan á ég til variable túrbínu af 2.8 range rover með sama flangsi...
var aðeins að fikta með olíuna, skrúfaði aðeins upp í olíunni, afgashitinn fór úr max 520 í svona sirka max 590, svosem ervitt að fá nákvæma tölu á þetta, en þetta er hitastig sem ég næ í eins mikilli áreynslu og ég get sett á mótorinn innanbæjar, krafturinn jókst töluvert við þetta... stefnan er að láta afgashitan fara í svona 700 gráður í eins mikilli áreynslu og ég get sett á hann... þá hefur maður einhverjar nokkrar gráður í enþá meiri átökum... annars er hitinn í venjulegum akstri í kringum 200-300 gráður...
Re: Hilux 88 Extracab TDI (variable vane turbo)
Posted: 08.feb 2011, 16:38
frá nobrks
Nei, 2L +turbo.
Ertu búinn að prófa að eiga við turbo membruna á olíuverkinu? það er hægt að stilla hana bæði með stilliskrúfu og skinnum til að gefa meiri olíu við þrýsting, hefur mikil áhrif á viðbragðið.
Re: Hilux 88 Extracab TDI (variable vane turbo)
Posted: 08.feb 2011, 18:23
frá BragiGG
nobrks wrote:Nei, 2L +turbo.
Ertu búinn að prófa að eiga við turbo membruna á olíuverkinu? það er hægt að stilla hana bæði með stilliskrúfu og skinnum til að gefa meiri olíu við þrýsting, hefur mikil áhrif á viðbragðið.
já oki, það er náttúrulega allt annað að blása 20 pund inn á 2l eða 2lt, þar sem 2lt er með mun lægri þjöppu, auk þess sem hann er sterkari
en já, varðandi olíuverkið... þá er olíuverk af none turbo bíl á honum núna... sem er ekki alveg að gera sig, það var sett á hann þegar orginal verkið fór að leka (gert af fyrri eiganda)
þannig að næsta vers í þessum mótorpælingum er að taka upp gamla olíuverkið sem á líka að vera einhvað sprækara samkvæmt því sem ég hef lesið (mótorinn kemur úr canada útgáfu úr cressidu) og skipta um tímareim...
Re: Hilux 88 Extracab TDI (variable vane turbo)
Posted: 09.feb 2011, 12:10
frá nobrks
BragiGG wrote:nobrks wrote:Nei, 2L +turbo.
Ertu búinn að prófa að eiga við turbo membruna á olíuverkinu? það er hægt að stilla hana bæði með stilliskrúfu og skinnum til að gefa meiri olíu við þrýsting, hefur mikil áhrif á viðbragðið.
já oki, það er náttúrulega allt annað að blása 20 pund inn á 2l eða 2lt, þar sem 2lt er með mun lægri þjöppu, auk þess sem hann er sterkari
en já, varðandi olíuverkið... þá er olíuverk af none turbo bíl á honum núna... sem er ekki alveg að gera sig, það var sett á hann þegar orginal verkið fór að leka (gert af fyrri eiganda)
þannig að næsta vers í þessum mótorpælingum er að taka upp gamla olíuverkið sem á líka að vera einhvað sprækara samkvæmt því sem ég hef lesið (mótorinn kemur úr canada útgáfu úr cressidu) og skipta um tímareim...
Þetta er nú eiginlega sami grauturinn, 22:1 á móti 20:1 í þjöppu, og bæði 2L og 2L-T skila nánast sama aflinu orgnial, svo ég myndi ætla ða styrktarmunurinn sé óverulegur.
Er búinn að grautast með 2L-T 2L+T og 3L +T með mismunandi turbínum svera downpipe og púst + intercooler, skárst var 3L+T. Það eina vitræna í stöðunni er að fara beint í 3.0l úr 4runner, því L-vélarnar verða aldrei viðunandi í afli ....það eru mínar 5krónur ;).
...ég myndi allavegna ekki tíma að borga fyrir upptekt á olíuverki fyrir svona vél
Re: Hilux 88 Extracab TDI (variable vane turbo)
Posted: 09.feb 2011, 15:38
frá BragiGG
nobrks wrote:BragiGG wrote:nobrks wrote:Nei, 2L +turbo.
Ertu búinn að prófa að eiga við turbo membruna á olíuverkinu? það er hægt að stilla hana bæði með stilliskrúfu og skinnum til að gefa meiri olíu við þrýsting, hefur mikil áhrif á viðbragðið.
já oki, það er náttúrulega allt annað að blása 20 pund inn á 2l eða 2lt, þar sem 2lt er með mun lægri þjöppu, auk þess sem hann er sterkari
en já, varðandi olíuverkið... þá er olíuverk af none turbo bíl á honum núna... sem er ekki alveg að gera sig, það var sett á hann þegar orginal verkið fór að leka (gert af fyrri eiganda)
þannig að næsta vers í þessum mótorpælingum er að taka upp gamla olíuverkið sem á líka að vera einhvað sprækara samkvæmt því sem ég hef lesið (mótorinn kemur úr canada útgáfu úr cressidu) og skipta um tímareim...
Þetta er nú eiginlega sami grauturinn, 22:1 á móti 20:1 í þjöppu, og bæði 2L og 2L-T skila nánast sama aflinu orgnial, svo ég myndi ætla ða styrktarmunurinn sé óverulegur.
Er búinn að grautast með 2L-T 2L+T og 3L +T með mismunandi turbínum svera downpipe og púst + intercooler, skárst var 3L+T. Það eina vitræna í stöðunni er að fara beint í 3.0l úr 4runner, því L-vélarnar verða aldrei viðunandi í afli ....það eru mínar 5krónur ;).
...ég myndi allavegna ekki tíma að borga fyrir upptekt á olíuverki fyrir svona vél
mótorinn sem ég er með heitir 2l-tII og er í rauninni miklu nær 3l en 2l, sama hedd, olíuverk, vatnsdæla olíudæla og svo framvegis, 2l-tII eru líka með sterkari sveifarás en aðrir 2l mótorar samkvæmt því sem ég hef lesið..
2l-tII voru skráðir 94hp og 215 nm miðað við 85hp og 188nm í 2l-t
2l-tII komu í toyota Crown og cressidu, mótorinn sem ég er með er tekinn úr cressidu..
síðan varðandi annan styrktarmun þá er það ekki einhvað sem ég ætla að hengja mig á, einhvað sem maður hefur lesið á erlendum spjallborðum
ástæðan fyrir því að ég er að nota þennan mótor og þessar túrbínur er að ég fékk flest allt þetta dót fyrir mun minni pening en það hefði kostað mig að fara í 3.0 4runner mótor...
varðandi "uppgerðina" á olíuverkinu þá á víst að vera hægt að skipta um þessa pakkningu sjálfur án mikillar þekkingar á svona olíuverki... þannig hugmyndin er ekki að senda það á einhvað diesel verkstæði í uppgerð...
Re: Hilux 88 Extracab TDI (variable vane turbo)
Posted: 08.mar 2011, 01:19
frá hilux
átt að geta notað olíuverk af 2,4. Má ég forvittnast hvar þú fékkst þessa vél ? 'Eg átti hérna fyrir nokkrum árum hilux með vél úr cressedu vél sem ég tók sjálfur úr og setti í minn hilux, leitaði lengi að olíuverki endaði með að ég setti af 2,4 vélinni á og aldrei neitt vesen
Re: Hilux 88 Extracab TDI (variable vane turbo)
Posted: 08.mar 2011, 08:08
frá BragiGG
hilux wrote:átt að geta notað olíuverk af 2,4. Má ég forvittnast hvar þú fékkst þessa vél ? 'Eg átti hérna fyrir nokkrum árum hilux með vél úr cressedu vél sem ég tók sjálfur úr og setti í minn hilux, leitaði lengi að olíuverki endaði með að ég setti af 2,4 vélinni á og aldrei neitt vesen
´
tók hana úr hvítum 82 hilux, maðurinn sem átti hann á undan mér tók hana úr creessidu
gæti notað 2.4 turbo olíuverk, en hitt á bara að vera betra..
Re: Hilux 88 Extracab TDI (variable vane turbo)
Posted: 03.des 2011, 20:58
frá Fetzer
vitið þið hvað svona orginal 2l-t með orginal ct20 á að vera að blása max?
Re: Hilux 88 Extracab TDI (variable vane turbo)
Posted: 03.des 2011, 22:21
frá nobrks
Fetzer wrote:vitið þið hvað svona orginal 2l-t með orginal ct20 á að vera að blása max?
mig minnir að Rauða turbo (overboost) ljósið Í LC73 lýsi við 12psi án þess að lofa því, ættir að geta googlað þetta.
Re: Hilux 88 Extracab TDI (variable vane turbo)
Posted: 05.des 2011, 01:20
frá Fetzer
turbinan sem eg er med er slöpp, ekki séns að koma henni ovar en 5 (0.5) er að panta glæ nyja
Re: Hilux 88 Extracab TDI (variable vane turbo)
Posted: 05.des 2011, 10:34
frá BragiGG
er að blása 14 psi, ekkert vesen so far...
afgashitinn er að ná max 600 °c þannig að maður ætti að geta sett soldið af olíu við þetta í viðbót...
annars fór bíllinn aftur á götuna í gær, þannig nú er það bara að koma 44" undir og sjá hvað það gerir
Re: Hilux 88 Extracab TDI (variable vane turbo)
Posted: 05.des 2011, 12:09
frá jongunnar
+Eg fór nú bara að spekulera hvort að þetta gæti verið sniðugt að setja svona túrbínu á Patrol mér finnst hún koma svo seint inn.
Re: Hilux 88 Extracab TDI (variable vane turbo)
Posted: 05.des 2011, 13:59
frá Startarinn
Jón Gunnar, bættu bara annari túrbínu við, ég spjallaði um daginn við strákinn sem gerði þetta á Króknum við 2,4 Hilux, hann sagði að þær kæmu fyrr inn og héldu sér alveg út snúningssviðið. Það er örugglega mun minna vesen en að koma stýringunni í gott lag fyrir þetta variable vane dót. Og örugglega ódýrara líka að kaupa aðra venjulega en að kaupa eina með svona auka stýringum. Og minnsta málið fyrir þig að föndra þetta í sjálfur
Re: Hilux 88 Extracab TDI (variable vane turbo)
Posted: 05.des 2011, 19:50
frá ellisnorra
Gaman væri að sjá betri myndir af útfærslunni hjá þessum á Króknum. Það er ekkert rosalegt pláss þarna í þessu húddi, sérstaklega ef maður er kominn með ac dælu aukalega :)
Einnig upplýsingar um hvaða túrbínur hann er með.
Re: Hilux 88 Extracab TDI (variable vane turbo)
Posted: 05.des 2011, 20:05
frá Startarinn
Svenni30 tók einhverjar myndir af þessu og setti hérna inn frá sýningunni Kraftur 2011.
Ef ég man rétt þá voru þetta bara einhverjar bínur sem hann fann fyrir lítiðog komu úr sitthvorum bílnum
Það eru nú fleiri á þessu spjalli en ég sem þekkja betur til þessa bíls, en svo er nú kannski óþarfi að stela þræðinum