Frágangur í mælaborði


Höfundur þráðar
jongunnar
Innlegg: 220
Skráður: 14.jún 2011, 21:03
Fullt nafn: Jón Gunnar Mýrdal

Frágangur í mælaborði

Postfrá jongunnar » 08.jún 2013, 20:21

Sælir
Ég er að velta fyrir mér hvernig menn hafa gengið frá mælum, rofum, tölvum og gps tækjum í mælaborði. Ég er að setja aukamæla og rofa, þess vegna fór ég að pæla í því hvernig menn hafa komið þessu fyrir í bílunum hjá sér.
Endilega pósta myndum af þessu.


Ef það er ekki olía undir enskum bílum þá er ekki olía á þeim

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Frágangur í mælaborði

Postfrá Freyr » 08.jún 2013, 23:51

Svona er þetta í mínum cherokee:

Image

Þarna eru tveir auka rofar ef ég skyldi vilja bæta einhverju við, leiðinlegt að sjá margar mismunandi gerðir. Einnig keypti ég rofana í íhlutum þar sem þeir eru lagervara, eiga því að vera til ef mig vantar í framtíðinni (keypti þó nokkra auka).

User avatar

Haffi
Innlegg: 313
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyhatsu Rocky

Re: Frágangur í mælaborði

Postfrá Haffi » 09.jún 2013, 11:12

Fórnaði miðjumiðstöðvagaurunum fyrir rofaborð í Rockynum hjá mér. Bílanaustmælarnir eru svo bara í staðinn fyrir orginal mælana þarna uppi. Svo er ég reyndar með boost og oil pressure mæli neðar sem ég ætla að færa upp og hafa þarna við hliðina svo maður hafi auga á þessu í öllum hamaganginum ;)

Image
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Frágangur í mælaborði

Postfrá Freyr » 09.jún 2013, 13:43

Ein ábending. Ég passa mig á að velja alltaf rofa sem fara í kringlótt göt, þá er ekkert mál að bora og setja þá á sinn stað. Ömurlegt að koma fyrir rofum eins og t.d. ARB læsinga- og loftdælurofum sem eru u.m.b. 20*36 mm ferhyrningur....


Höfundur þráðar
jongunnar
Innlegg: 220
Skráður: 14.jún 2011, 21:03
Fullt nafn: Jón Gunnar Mýrdal

Re: Frágangur í mælaborði

Postfrá jongunnar » 10.jún 2013, 15:48

[quote="Haffi"]Fórnaði miðjumiðstöðvagaurunum fyrir rofaborð í Rockynum hjá mér. Bílanaustmælarnir eru svo bara í staðinn fyrir orginal mælana þarna uppi. Svo er ég reyndar með boost og oil pressure mæli neðar sem ég ætla að færa upp og hafa þarna við hliðina svo maður hafi auga á þessu í öllum hamaganginum ;)

ég var einmitt að pæla hvort að ég ætti að fórna miðjumiðstöðvargaurnum :)
Ef það er ekki olía undir enskum bílum þá er ekki olía á þeim

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Frágangur í mælaborði

Postfrá StefánDal » 10.jún 2013, 17:51

jongunnar wrote:
ég var einmitt að pæla hvort að ég ætti að fórna miðjumiðstöðvargaurnum :)


Ég ætla að láta þá flakka og setja þar plötu sem á að halda boost og EGT mæli. Ég hef persónulega aldrei notað þessar ristar í mínum bílum. Eins og flestir íslendingar þá hef ég miðstöðina stillta á framrúðublástur eingöngu og svo framrúða/fætur af og til.


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 22 gestir