Síða 1 af 1
Var að kaupa Pajero
Posted: 30.maí 2013, 00:57
frá thengillo
Var að kaupa um daginn Pajero 2,5 dísel árg.´99 35" breyttur. Ljómandi fínn bíll. Búið að gera heilmikið fyrir hann. Grindin algjörlega heil. Vinnur alveg merkilega vel. Virðist eitthvað vera búið að skrúfa uppí turbínunni. Eru að vísu ónýt glóðakertin í honum. Búið að setja Boost mæli í hann.
Re: Var að kaupa Pajero
Posted: 30.maí 2013, 07:54
frá muggur
Til hamingju með kaupin
Gaman að fá einn í viðbót í pæjuhópinn sem er frekar lítill hérna.
Flott að heyra að þú hafir fundið eintak sem er með heila grind þau eru fremur fá orðin. Prófaði nokkra svona 2.5 bíla á sínum tíma, reyndar bara á 31-33 tommu og fannst þeir fremur traktoralegir miðað við 2.8 bílinn. En las síðar að einmitt á 35 færi 2.5 bílinn að virka þar sem hann er orginal fremur lágíraður og á láum hlutföllum.
Ég endaði svo á bensín, vegna þess að ég fann engann díselbíl með heilli grind :-)
kv. Muggur
Re: Var að kaupa Pajero
Posted: 30.maí 2013, 10:46
frá gaz69m
er semsagt sniðugt að laga til pajero eftirlíkinguna mína og setja á 35 tommudekk , hvað er svona 35 tommu pajero að eyða hjá ykkur á hundraðið
Re: Var að kaupa Pajero
Posted: 30.maí 2013, 11:07
frá muggur
gaz69m wrote:er semsagt sniðugt að laga til pajero eftirlíkinguna mína og setja á 35 tommudekk , hvað er svona 35 tommu pajero að eyða hjá ykkur á hundraðið
Veit bara hvað bensín eyðir og held því alveg fyrir sjálfan mig :-)
Re: Var að kaupa Pajero
Posted: 30.maí 2013, 15:48
frá Stebbi
Beinskiptur 2.5 bíll á 5.29 og 38" er að fara með ca 14 á hundraðið í blönduðum akstri ef allt er í lagi með ömmu við stýrið.
Re: Var að kaupa Pajero
Posted: 30.maí 2013, 15:55
frá jeepcj7
Sjálfskiptur 2.8 bíll á 33-35" er með 12-14 L við venjulega notkun.
Re: Var að kaupa Pajero
Posted: 31.maí 2013, 14:02
frá thengillo
Ég hef átt svona óbreyttan bíl, hann var algjörlega glataður, var í nærri 3000 snúningum á 90. Og var alltaf í um 12ltr á 100. Alveg sama í hvernig aðstæðum maður keyrði.
Þessi sem ég keypti hann af talaði um að hann færi niður fyrir 10 í langkeyrslunni. En væri svona 12 í innanbæjarsnattinu.
En þessi er allt annar, hlutföllin henta 35" mjög vel.
Kv
Þengill
Re: Var að kaupa Pajero
Posted: 31.maí 2013, 19:41
frá HaffiTopp
Maður kannast aðeins við þennann. Datt í hug að þetta væri gamli minn þar sem þú minntist á óvenju góða vinnslu og boostmælinn.
Re: Var að kaupa Pajero
Posted: 31.maí 2013, 19:50
frá kolatogari
til hamignju með bílinn. þetta eru skemtilegir bílar, ef þeim er haldið vel við...
Re: Var að kaupa Pajero
Posted: 01.jún 2013, 12:52
frá thengillo
Þetta er gripurinn. Fékk með honum krómgrind til að setja framan á hann, að vísu merkt L200. Það eru vinnukastarar aftan á honum, þarf að tengja þá að vísu. Þessi grind sem er á þessum myndum er ekki á honum í dag.