Síða 1 af 1

Patti

Posted: 03.sep 2010, 23:06
frá Hansi
Þá er maður kominn á 44" breyttan bíl loksins, er á 39,5 Irok Super Swamper en verður settur á ný DC 44" enda einu 44" dekkinn sem eru til á klakanum í dag. Pitbull reyndar á leið til landsins skoða þau kannski ef verðið er betra.
Allavega er um að ræða Patrol 2001 3.0L(ænó...) sjsk, leður, lúga, lækkuð hlutföll, 80L aukatankur, Warn spil, skriðgír, 2x loftdælur önnur fyrir framlæsingu og skriðgírinn, fini dæla fyrir dekkin, original læsing aftan, 2 x kastarar, grillgrind, profilbeisli framan og aftan, álkarl, drullutjakkur, skíðafestingar á þverbogunum, festing fyrir olíubrúsa á afturhurð, Cb talstöð, VHF talstöð, GPS, DVD, Sjónvarp, (var að fjarlægja NMT símann).
Nú bíður maður bara spenntur eftir snjó svo það sé hægt að prófa þetta almeninlega :)
Kv. Hans
Mynd á 39,5
Image
Nýjar myndir 44"
Image
Image

Re: Patti

Posted: 04.sep 2010, 09:02
frá hobo
Ansi flottur!
Hjá mér, og örugglega öðrum krepputíkureigendum, vaknar forvitni um hvað þessi pakki kostar?

Re: Patti

Posted: 04.sep 2010, 09:55
frá Hansi
Þetta er rándýrt, enda búið að vera draumur lengi sem ekki var hægt að uppfylla fyrr en nú.
Jeppasagan mín svona til gamans (fyrir mig allavega :) )
Fyrst var Sukka 413 '85 yfirbyggða langa á 33" finn ekki mynd. Mynd fyrir neðan af eins bíl, minn var reyndar blár.
Image
Svo liðu mörg ár á hinum ýmsu fólksbílum.
Allavega var það næst Patrol ´98 33" ágætur enn ekki nægileg drifgeta.
Image
Þá fékk ég mér Toyota Land Cruiser 90 '98 á 35" skemmtilegur bíll, en ekki 7 manna (sem ég þarf stundum, allavega þegar ég er að fóðra bílaskiptingar heima)
Image
og MMC Pajeró 3.5 bensín '01 7 manna og skemmtilegur og að mér finnst rosaflottur en eyddi alvegsvakalega.
Image
og að lokum Pattinn að ofan, 7 manna nægilega drifgeta, og ef allt fer eins og maður vonar þá kannski fær maður sér annann seinna eða bara setur 4.2 ofan í þennann.
Kv. Hans