4runner 1988


Höfundur þráðar
maggig
Innlegg: 3
Skráður: 03.des 2012, 17:12
Fullt nafn: Magnús Geir Guðmundsson

4runner 1988

Postfrá maggig » 20.maí 2013, 14:07

Sælir, ég verslaði mér eitt stykki 4runner fyrir c.a. tvem vikum.

Þetta er gripurinn, þetta er að vísu gömul mynd af gripnum.

Image

Það var brotin hjólalegan framan farþega megin, legan hafði étið sig inní nafið og driflokan ónýt, sem betur fer fylgdi annað naf með ásamt fleiri varahlutum.
Fann loku í vöku undan hilux.

Er búinn að vera dunda mér í honum, búinn að skipta um nafið og lokun, diska og klossa og dempara að framan.

Eftir að ég var búinn að þessu öllu, þá lýtur út einsog að dekkið þar sem legan var brotinn sé innar við jörðu en að ofan.
Eftir að ég googlaði aðeins um þetta þá er hægt að stilla þetta með því að losa bolta á klafastellinu og trekkja þetta til, eru menn með einhverja reynslu hérna hvernig eigi að stilla þetta eða mæla með einhverjum sérstökum stað til að fara með bílinn? (hjólastillingu?)

Handbremsubarkinn er slitinn, ætla að prufa að festa hann saman með vírfestingum en það verður líklega sett útá það í skoðun.

Ég tók teppið úr bílnum þar sem að litlu hliðarrúðurnar leka var kominn raki í teppið. Botnin lýtur ótrúlega vel út, smá yfirborðsryð.
Ætla að slípa ryðið og mála botninn. En ég veit ekki hvaða málningu ég á að nota. Samkvæmt erlendum spjallsíðum er POR-15 besta efnið í bransanum og ALLIR nota það. Ég held að þetta sé ekki til hérna á íslandi þannig ég spyr hvort menn viti um einhvað sambærilegt efni?

Kem með fleiri myndir af gripnum við tækifæri.




olafur f johannsson
Innlegg: 703
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: 4runner 1988

Postfrá olafur f johannsson » 20.maí 2013, 22:27

Góðir bílar og þessi lúkar vel á þessari mynd
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995


Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: 4runner 1988

Postfrá Heiðar Brodda » 20.maí 2013, 23:00

sæll flottur 4runner á einmitt svona grip 1987 usa type eini munurinn að ég held að það er snúningsmælir fyrir vél krús,topplúga og ragm.rúður skemmtilegir jeppar og komast langt minn er reyndar kominn á 70 krúser hásingu að framan kv Heiðar Brodda


Höfundur þráðar
maggig
Innlegg: 3
Skráður: 03.des 2012, 17:12
Fullt nafn: Magnús Geir Guðmundsson

Re: 4runner 1988

Postfrá maggig » 21.maí 2013, 17:13

Já snilldar bílar. Hann lýtur nú ekki eins vel út og á myndinni.

Hann er samt þokkalega heillegur en það þarf að gera og græja í honum.
Tók teppinn og háþrýsti þvoði þau, lýta mun betur út núna.
Er að fara að slípa og þrýfa gólfið/botninn á eftir.

Er enþá að spá í málningu á gólfið eru menn ekki með einhverja hugmynd hvað er best að nota?

Er að fara versla mér myndavél, þá fara að detta inn myndir af honum.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: 4runner 1988

Postfrá villi58 » 21.maí 2013, 17:54

Húsasmiðjan er með fínasta grunn og lakk, ég sprautaði 8 stk. felgur og komst að því að þetta efni hentar ekki á svoleiðis.
Ástæðan var sú að bæði grunnur og lakk er mjög mjúkt og svoleiðis hentar ekki á felgur sem mæðir mikið á en í gólf þá held ég að þetta sé ágætis mjöður þar sem að maður er að sækjast eftir þoli við hreyfingu án þess að springa, þannig að þetta ætti að henta vel í gólf og hliðar sem er teppi, dúkur, og klæðning. Ég man ekki hvað þetta heytir, eitthvað rust olium held ég. Þeir vilja auðvitað aleiguna manns fyrir jukkið, held að ég hafi þurft að punga út um 20 þús. fyrir það sem þurfti til, grunnur, lakk, þynnir.
Kveðja! VR
Síðast breytt af villi58 þann 22.maí 2013, 00:48, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: 4runner 1988

Postfrá Svenni30 » 21.maí 2013, 21:53

Ég setti rust converter og 2ja þátta Epoxy grunn og trukkalakk á gólfið á mínum. En það sem villi segir ætti líka vera gott.
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: 4runner 1988

Postfrá sukkaturbo » 28.apr 2019, 06:51

Jamm það er hægt að stilla hjólahallan mundi panta að utan allar fóðringar og bolta í þetta.Það er ekki svo dýrt.Það gamla er líklega orðið ryðgað fast innan í fóðringum.Hef gert þetta við bensín klafa hiluxa


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: 4runner 1988

Postfrá grimur » 01.maí 2019, 01:06

Ekki nema 6 ára gamalt innlegg þetta næstsíðasta hérna :-)


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 23 gestir