Síða 1 af 5

Chevy Avalanche verkefni

Posted: 15.maí 2013, 22:37
frá Hordursa
Mig langar að deila með ykkur verkefninu mínu sem er ódýr 54" bíll. Keyptur var tjónabíll sem uppfyllti helstu skilyrðin sem bíllinn varð að uppfylla; Amerískur, full size, öðruvísi, leður og bensín.
Hér fylgja nokkrar myndir og mun ég uppfæra svona öðru hvoru.

1l.jpg
Nýkominn heim

2l.jpg
Á leið inn

3l.jpg
Grindin var ónýt fremst svo hún var fjarlægð

4l.jpg
Búið að finna framtíðarheimili fyrir framhásinguna

5l.jpg
þarna er að myndast nýr framendi á grindina

6l.jpg
Ég renndi nokkra mm utanaf rörinu til að létta það

7l.jpg
Smá getraun, í hvernig drif eru þessir pinjónar?


kv Hörður

Re: Chevy Avalanche verkefni

Posted: 15.maí 2013, 22:51
frá ellisnorra
Þetta er hraustlegt verkefni!

Re: Chevy Avalanche verkefni

Posted: 15.maí 2013, 22:58
frá íbbi
áhugavert!

Re: Chevy Avalanche verkefni

Posted: 15.maí 2013, 23:02
frá Fetzer
Geðveikt! ef þú nennir þessu hlýturu að eiga leiðinlega konu :) hehe

Re: Chevy Avalanche verkefni

Posted: 15.maí 2013, 23:30
frá Hordursa
Til að reyna að halda bílnum lágum þá var grindin að framan hækkuð um ca 150mm og framhásingin færð fram um ca 450mm, með þessu fer hásingar rörið nánast upp að damper á mótor í samslagi. Í bílnum verður coil-over fjöðrun með 400mm slagi að framan og 450mm að aftan.




8l.jpg
Efnið í framstífurnar, smá suð eftir

9l.jpg
það þarf mikið að máta, þetta er nokkuð rétt staða

10l.jpg
Gaman að máta, bara smá smíði eftir

11l.jpg
Afturfjöðrun, grindin hækkuð og mjókkuð

12l.jpg
Konan spurði mig, afhverju keypturu allt þetta stál?

13l.jpg
Afturfjöðrun að fæðast

14l.jpg
Þetta var eina leiðin til að ná mynd af bæði fram og afturbretti saman


kv Hörður

Re: Chevy Avalanche verkefni

Posted: 16.maí 2013, 01:24
frá Kárinn
hver er orginal vélin 5,3 eða eitthvað slíkt ætlaru að nota hana eða annað ?

Re: Chevy Avalanche verkefni

Posted: 16.maí 2013, 01:53
frá stjanib
Verður gaman að sjá hvernig þetta mun koma út hjá þér, gangi þér vel með smíðina...

Re: Chevy Avalanche verkefni

Posted: 16.maí 2013, 08:06
frá sukkaturbo
Sæll Hörður þetta verður flott verkefni. Endilega vertu duglegur að setja inn myndir. Baráttukveðjur Snilli og Tilli.

Re: Chevy Avalanche verkefni

Posted: 16.maí 2013, 08:38
frá Hfsd037
Glæsilegt, flottur pickup sem varð fyrir valinu!

Re: Chevy Avalanche verkefni

Posted: 16.maí 2013, 16:56
frá Bskati
Fetzer wrote:Geðveikt! ef þú nennir þessu hlýturu að eiga leiðinlega konu :) hehe


Magga er ekki svo slæm, það hlýtur að vera eitthvað annað sem drífur þetta áfram. Sennilega jeppadella :)

Re: Chevy Avalanche verkefni

Posted: 16.maí 2013, 17:58
frá Finnur
Sæll

Þetta er glæsilegt verkefni, virkilega gaman að sjá menn taka þetta alla leið. Líka flott að velja bíl sem er sjaldan eða aldrei valin í jeppabreytingar hérna heima. Verður gaman að fylgjast með þessu. Vertu duglegur á myndavélinni.

kv
KFS

Re: Chevy Avalanche verkefni

Posted: 16.maí 2013, 18:03
frá StefánDal
Hrikalega töff! Gaman að sjá eitthvað öðruvísi.

Re: Chevy Avalanche verkefni

Posted: 16.maí 2013, 18:18
frá Járni
Þetta er allverulega svalt.

Re: Chevy Avalanche verkefni

Posted: 16.maí 2013, 22:01
frá dadikr
Spurningin er: nær hann að vera flottari en síðasta verkefni Harðar? Hinn ómótstæðilegi Lilli.

M1008_49_1.jpg


kv, Daði

Re: Chevy Avalanche verkefni

Posted: 16.maí 2013, 22:05
frá Icerover
Þetta er frábært!

Snilldar mótor þarna á ferð, eitthvað annað en cummins akkerið sem tröllríður öllu :)

Re: Chevy Avalanche verkefni

Posted: 17.maí 2013, 11:44
frá birgthor
Hvar er lilli?

Re: Chevy Avalanche verkefni

Posted: 17.maí 2013, 14:05
frá nobrks
Þetta er bara spennandi

Re: Chevy Avalanche verkefni

Posted: 17.maí 2013, 17:44
frá dadikr
Þessi gamli GMC pallbíll sem Hörður breytti gengur undir nafninu Lilli (sennilega af því hann er svo lítill og sætur)

Re: Chevy Avalanche verkefni

Posted: 17.maí 2013, 19:35
frá lecter
ja cool verkefni nei menn eiga góða konu sem fá að leika sér i skúrnum

ja flottur motor ,,cummins þarf ekkert að vera ofan i öllum trukkum en gaman að sjá hvort þetta verði undir 30 litrum eða undir 40 litrum en

mig minnir að 429cc ford bronco ,vel hress og nýr motor, hér áður hafi farið með 20l á halftima fresti þegar hann var að draga annan bilaðan bronco

en á 44" dekkjum og unimog hásingum

svo gaman að sjá hvað þessi vél gerir i eiðslu ,,

mér finst þetta mjög spennandi smiði en hvernig cool over eru men að nota i svona sverum ásingum i 4 tonna bilum td eru til alveg upp i 5 tonn hefur verið fróðleikur um cool over hér á spjallinu sem nær um alla bila td 1000kg-5000kg

Re: Chevy Avalanche verkefni

Posted: 17.maí 2013, 21:32
frá Hordursa
Góðann daginn.
Hér eru myndir af smíði á framendanum eins og hann er á í dag.

20l.jpg
Hér er verið að máta orginal framendan á og myndin sýnir vel hversu langt fram hásingin er komin

21l.jpg
Verið að máta og hanna dempara festingar

22l.jpg
Hér er verið að leggja fyrstu línurnar fyrir framendann

23l.jpg
Hér er búið að saga brettið og bæta 560mm við lengdina

24l.jpg
Annað sjónarhorn á síðustu mynd

25l.jpg
Beinagrindin er smíðuð úr 25x2 röri.

26l.jpg
Lengdin á opnuninni á frambrettinu er 1650mm, sem telst mjög góð "krítísk lengd jeppa"

27l.jpg
Húddið mátað og þessi mynd sýnir vel hversu há úrklippan er.

28l.jpg
Klæðningin komin á beinagrindina, ég notaði 1 plötu (1.25x2.50) af blikki í klæðninguna og vantar smá meira.


Vona að einhverjir hafi gaman að þessu brasi mínu,
kv Hörður

Re: Chevy Avalanche verkefni

Posted: 17.maí 2013, 21:38
frá ellisnorra
Þetta er alveg rosalegt!!!

Svakalega verður gaman að sjá útkomuna úr þessu. Hvaða tegund dekkjum ætlaru að nota?

Re: Chevy Avalanche verkefni

Posted: 17.maí 2013, 21:49
frá sukkaturbo
Sæll Hörður þetta er meiriháttar ég sé glitta í gamla ofur trukkinn. kveðja guðni

Re: Chevy Avalanche verkefni

Posted: 17.maí 2013, 21:50
frá Freyr
Aukatank framan við vél? Útfæra kælikerfið svo það gangi upp????

Re: Chevy Avalanche verkefni

Posted: 17.maí 2013, 22:15
frá Hordursa
Sælir drengir,
hér eru nokkur svör við spurningum sem komið hafa:

Vélin er orginal 5,3 og verður bíllinn þannig þar til annað verður ákvðið, það er jú best að halda bílnum sem mest upprunalegum.
Konan er mjög skilningsríkur leikskólakennari sem veit að heilinn hættir að virka ef maður hættir að leika sér.
Dekkjagerðin verður ákveðin síðar, þetta eru jú bara 2 gerðir sem koma til greina í dag en það gæti ráðið einhverju hvor gerðin er míkri þar eð bíllinn á að verða töluvert léttari en flestir aðrir 54" bílar hérna heima.

kv Hörður

Re: Chevy Avalanche verkefni

Posted: 17.maí 2013, 22:43
frá olafur f johannsson
Þetta er alveg magnað verkefni og mjög gaman að sjá

Re: Chevy Avalanche verkefni

Posted: 18.maí 2013, 08:46
frá jongud
Freyr wrote:Aukatank framan við vél? Útfæra kælikerfið svo það gangi upp????


Gengur tæplega upp í skoðun, hinsvegar myndi ég setja loftkút (-a) þar.

Re: Chevy Avalanche verkefni

Posted: 18.maí 2013, 10:08
frá Freyr
jongud wrote:
Freyr wrote:Aukatank framan við vél? Útfæra kælikerfið svo það gangi upp????


Gengur tæplega upp í skoðun, hinsvegar myndi ég setja loftkút (-a) þar.


Rétt hjá þér, klippti þetta úr 18. grein reglugerðarinnar: "Eldsneytisgeymir má ekki vera staðsettur í vélar- eða fólksrými"

Kv. Freyr

Re: Chevy Avalanche verkefni

Posted: 18.maí 2013, 14:36
frá juddi
Samt slatti af td willysum með hann í fólksrými kemur td orginal í cj5 undir bílstjórasæti

Re: Chevy Avalanche verkefni

Posted: 18.maí 2013, 23:17
frá jhp
Þetta er ein risa snilld!

Re: Chevy Avalanche verkefni

Posted: 19.maí 2013, 00:52
frá íbbi
þetta er geðveikt!

Re: Chevy Avalanche verkefni

Posted: 19.maí 2013, 21:46
frá lecter
Jú, gott ef ég man ekki eftir einni bifreið sem lenti illa í þessu. Trabant var bannaður vegna þess að eldsneytistankurinn er staðsettur í vélarsalnum.

En ætli það megi breyta staðsetningu tanksins vegna fordæmis fyrrnefndra Willýsa?
Og þó, þessi bifreið kemur ekki með eldsneytistankinn í vélarrýminu og fær því varla undanþágu.

Mér er spurn, þar sem 54" Acalanche verður seint minna en þrjú þúsund kílógrömm (samkvæmt mínum útreikningum), skiptir einhverju hvar tvö hundruð lítrar af eldsneyti lenda?

Re: Chevy Avalanche verkefni

Posted: 20.maí 2013, 00:32
frá Hilmar Örn
Flott verkefni og verður gaman að sjá útkomuna.

Eitt sem mig langar að spyrja um, ertu að nota þessa Kemppi MinarcMic Adaptive 170 suðuvél í allar suður í þessu verkefni (boddy, grind. fjöðrun) og hvernig er hún að koma út. Flott græja lítil og nett.

Re: Chevy Avalanche verkefni

Posted: 20.maí 2013, 00:43
frá Freyr
lecter wrote:Jú, gott ef ég man ekki eftir einni bifreið sem lenti illa í þessu. Trabant var bannaður vegna þess að eldsneytistankurinn er staðsettur í vélarsalnum.

En ætli það megi breyta staðsetningu tanksins vegna fordæmis fyrrnefndra Willýsa?
Og þó, þessi bifreið kemur ekki með eldsneytistankinn í vélarrýminu og fær því varla undanþágu.

Mér er spurn, þar sem 54" Acalanche verður seint minna en þrjú þúsund kílógrömm (samkvæmt mínum útreikningum), skiptir einhverju hvar tvö hundruð lítrar af eldsneyti lenda?


Nú veit ég ekki hvaða skoðunn Hörður hefur á þessu en það væri mjög fróðlegt að fá þína skoðun Hörður??? Fyrir mína parta skiptir það heilmiklu máli. Fyrir mér skiptir dekkjastærð alls engu máli þegar kemur að þyngdardreyfingu, bíll sem setur meiri þyngd á afturhjólin virkar verr en sambærilegur bíll með hærra hlutfall á framhjólin. Það er ekki ósennilegt að þó svo hlutföllin yrðu óhagstæð í þessum sé hann þó það öflugur að hann drífi alla jafna mun meira en ferðafélagarnir en af hverju ekki að gera enn betur með betri þyngdardreyfingu? Svo þarf að taka inn í myndina að það að færa hásinguna svona langt fram gerir að verkum að bíllinn leggst mun þyngra á afturhjólin en væri hann með framhjólin á orginal stað. Hinsvegar koma kostir á móti á borð við pláss fyrir stóru dekkin án óhóglegrar hækkunar, ökumaður er sennilega mitt á milli hásinga sem lágmarkar hreyfingu á honum og eykur þannig þægindi í ferðum/hraðakstri o.fl...

Kv. Freyr

Re: Chevy Avalanche verkefni

Posted: 20.maí 2013, 00:54
frá Freyr
Annars þá þykir mér gaman að sjá að einhver er að breyta svona nýlegum gm pickup í snjójeppa. Hef sjálfur oft spáð í af hverju enginn væri búinn að setja bíla á borð við þessa að neðan á stór dekk til að ferðast á þeim í snjó. Hafði reyndar aldrei hugsað út í avalance...

Image

Image

Re: Chevy Avalanche verkefni

Posted: 20.maí 2013, 01:06
frá joisnaer
þetta verður verklegt tryllitæki. alltaf gaman að fylgjast þegar hugsjónarmenn fara í miklar breytingar á jeppum/bílum sem maður er ekki vanur að sjá breytta.

Re: Chevy Avalanche verkefni

Posted: 20.maí 2013, 07:46
frá íbbi
það hafa verið allavega tveir svona bílar á 44" í tæpan áratug eða svo freyr. hefur eflaust séð þá. drapplitaðir með duramax, þeir eru vart þekkjanlegir í sundur

þú setur reyndar inn mynd af 1500 bíl. ég held að menn kjósi 2500/3500 bílana frekar vegna framhásingar og flr

Re: Chevy Avalanche verkefni

Posted: 20.maí 2013, 09:36
frá jeepcj7
Er ekki ein af ástæðunum fyrir því að nýlegum gm er sjaldan breytt mikið að þeir koma ekki með hásingu að framan orginal og eru þessvegna með frekar ólögulega grind framan til með tilliti til breytinga?
Og svo eru þeir frekar dýrir í upphafi og svona á flestan hátt fólksbílslegri en hinir pöllungarnir.

Re: Chevy Avalanche verkefni

Posted: 20.maí 2013, 10:02
frá Hordursa
Hilmar Örn wrote:Flott verkefni og verður gaman að sjá útkomuna.

Eitt sem mig langar að spyrja um, ertu að nota þessa Kemppi MinarcMic Adaptive 170 suðuvél í allar suður í þessu verkefni (boddy, grind. fjöðrun) og hvernig er hún að koma út. Flott græja lítil og nett.


Já Hilmar ég er búinn að nota þessa vél á alla suðuvinnuna í bílnum og er mjög sáttur við hana, einu stykkin sem hún hefur tafið mig í eru framstífurnar eru úr 8 og 6mm veggþykkt og ég þurfti að hvíla vélina öðru hvoru þegar ég var að sjóða þær, vélin fer upp fyrir "duty cycle" og maður finnur vel hvernig hún verður kraftlaus.

Varðandi bensín umræðuna hér að framan.
Það fer ekki tankur í húddið og ekki inn í bíl.
Ég tel staðsetning á 2-300kg fram eða til baka muni ekki skifta öllu máli fyrir þennan bíl og það er nóg pláss fyrir tanka undir svona stórum bíl.
Ég vonast til að þyngdin verði ca 3300-3500kg og ca 55% af því á framhásingu.

kv Hörður

Re: Chevy Avalanche verkefni

Posted: 21.maí 2013, 23:56
frá #802
Væri ekki málið að setja Om352 í þennan ? Fræðingarnir eru að gefa þessum vélum mjög góða dóma .

Re: Chevy Avalanche verkefni

Posted: 22.maí 2013, 16:36
frá kári þorleifss
Djöfull er þetta hrikalega flott og spennandi verkefni