Síða 1 af 1

Nissan Terrano II 2.7TDI 1997(Kreppu breyting)

Posted: 08.maí 2013, 10:58
frá eyberg
Fékk mér þennan jeppa því þeir eru á góðu verði og traustir (má deila um það) er búinn að lesa mig allt sem ég get lesið hér á spjallinu og fundið misjafnar reinslusögur eins og maður getur fundið af flestum bílum.

Gerð: Nissan Terrano II
Árgerð: 1997
Vél: 2.7TDI
Hjólbarðar: 31"

Búnaður:
VHF stöð / Yaesu FT-2800M
Loftdæla / VIAIR 300P
Nokia GPS module LD-3W
Android spjald tölva með Íslandskort GPSmap.is 2013.2 - Fyrir OruxMaps í Android
Dráttarkúla
Drullutjakkur
Tendamömmubox

Image

Viðhald og aðrir hlutir.
Ekki er vita hvað var gert fyrir þennan tíma.

27/09/2006 - 173.000km - Vassdæla og vasslás
11/06/2007 - 181.980km - Crank sensor
11/10/2007 - 183.000km - Bremsuklossar
14/02/2008 - - Bremsuborðar
25/02/2008 - 187.000km - Pústkerfi
23/04/2009 - 202.000km - Ballansstangarendar
10/08/2009 - - Bremsuklossa og bremsuborða
15/10/2009 - 210.000km - Dempara að aftan
23/01/2010 - 213.000km - Gírkassa púða
26/03/2010 - 214.500km - Kúpling
27/03/2010 - 215.000km - Bremsudiska og bremsuklossa
08/07/2010 - - Ballansstangargúmi
15/09/2010 - 221.050km - BFGoodrich A/T 31"
20/10/2010 - 222.415km - Alternator og reimar
10/06/2013 - 251.000km - Nýr Startari
05/07/2013 - 253.000km - BF A/T 31" microskorinn

Hann hefur fengið góða smurþjónustu að mér sýnist.
Þessi var fyrir norðan fyrstu 7 árin og var ekki í saltinu hér fyrir sunnan sem kanski skýrir að hann er lítið riðgaður miða við Terrano II sem er 16 ára.
Er í topp lagi, lítið slitin og gott að keyra.

Image
Image
Breyting gerð í Ágúst 2013.

Hjólbarðar 33/12.50/R15
Hækkun er gerð með 2 tommu klossum undir gorma að aftan
Skrúfaður upp að frama um 1 og hálfa tommu.

Re: Nissan Terrano II 2.7TDI 1997

Posted: 08.maí 2013, 12:28
frá íbbi
til hamingju með þennann, þrátt fyrir hversu hrikalega ryðsæknir þeir eru þá má láta þessa andskota duga eins og fátt annað

Re: Nissan Terrano II 2.7TDI 1997

Posted: 21.júl 2013, 23:49
frá eyberg
Jæja þér er að áhveðið að setja þennan á 33" til 35" núna í ágúst.

Brettakantar og skurðarskífur.

Var að auglýsa eftir dekkjum á lítið eða skipti dýl :-)

Re: Nissan Terrano II 2.7TDI 1997

Posted: 22.júl 2013, 20:17
frá ofursuzuki
Ég eða öllu heldur konan átti svona 2000 árg og þetta eru alveg ágætis bílar svona heilt yfir.
Það sem var helst að hrjá hann var mælaborðið, það bilaði tvisvar meðan við áttum hann og ég gat
lagað það í fyrra skiptið en í það seinna var engu tauti við það komið. Það fór í honum vatnsdæla og
tveir alternatorar ásamt því að eitthvert pikkelsi hljóp í ABS kerfið en annar ágætis bíll og allt í lagi að
ferðast í þeim.

Kv. Björn

Re: Nissan Terrano II 2.7TDI 1997

Posted: 22.júl 2013, 20:25
frá eyberg
Takk fyrir þetta, held bara að flestir bílar bili og það eru allir með einhverja veiki eða hvilla :-)

Eins og er útlistað hér að ofan þá hefur hann fengið fott viðhald á þessum slitflötum sem eru að fara í þessum bílum en það er ekki ABS í þessum svo það bilar ekki, veit af mælaborðinu.
Langar bara að breita þessum eða skipta honum uppí breytan bíl :-)

Re: Nissan Terrano II 2.7TDI 1997

Posted: 22.júl 2013, 20:32
frá ofursuzuki
Þessi sem við áttum var 33" breyttur og hægt að komast ótrúlega mikið á honum í snjó með því að
vera grimmur að hleypa úr en ef þú festir þig þá varstu líka fastur!!

Re: Nissan Terrano II 2.7TDI 1997

Posted: 26.júl 2013, 19:48
frá eyberg
Þá er maður búinn að redda Bretaköntum og 33" til að byrja breytingar á þessum svo maður komist aðeins meira en á 31" :-)

Er búinn að uppfæra fyrstapóstin aðeins.
Vantar loftdælu á góðu verði sem dugar fyrir 33" til 35" svo ef þið eigið svoleiðis á lausu má senda á mig upplýsingar.
Kláraði að setja loftnetið á toppin og fela snúrur :-)

Svo er bara að fara í breytingar í ágúst.

Re: Nissan Terrano II 2.7TDI 1997

Posted: 27.júl 2013, 20:11
frá eyberg
Þá er dælan komin í hús sem hentar 12v betur :-)
Image

Re: Nissan Terrano II 2.7TDI 1997

Posted: 31.júl 2013, 15:01
frá eyberg
Þá er þetta komið af stað að setja 33" undir :-)
Sækji kanntana á eftir og límið og það verður hafist hana að setja þetta á á eftir.

Smá mátun í gnagi.
Image

Re: Nissan Terrano II 2.7TDI 1997

Posted: 31.júl 2013, 15:14
frá hobo
Allt annað að sjá.
En þarftu ekki að græja drullutjakksbita framan og aftan til að geta tjakkað bílinn upp með drullutjakknum?

Re: Nissan Terrano II 2.7TDI 1997

Posted: 31.júl 2013, 15:36
frá eyberg
hobo wrote:Allt annað að sjá.
En þarftu ekki að græja drullutjakksbita framan og aftan til að geta tjakkað bílinn upp með drullutjakknum?


Ju það er rétt :-) það verður næsta mál á dagskrá og að koma loftdælu og kút fyrir :-) 1 í einu :-)

Re: Nissan Terrano II 2.7TDI 1997

Posted: 01.aug 2013, 14:53
frá andrifsig
Sælir,

flottur bíll,

Verð þó að spyrja varðandi festinguna fyrir spjaldtölvuna, er þetta 7" eða 10" tölva?

Er með 10" tölvu, að vísu Ipad, en planið er að fara í eitthvað sem er með Android stýrikerfi og vera með lítinn GPS við hliðina á því. Hef verið í vandræðum með að finna festingu hjá verslunum hérna.

Hvar fékkstu festinguna fyrir tölvuna hjá þér?

kv,
Andri Freyr

Re: Nissan Terrano II 2.7TDI 1997

Posted: 01.aug 2013, 18:21
frá eyberg
Sæll
Takk fyrir það.

Standinn fék ég á ebay :-)

Re: Nissan Terrano II 2.7TDI 1997

Posted: 07.aug 2013, 00:11
frá eyberg
Jæja þá er onnur hliðin tilbúinn :-)
Image
Image

Veit að þetta er ekki alvig sami litur en það verður vonani lagað seina meir.

Re: Nissan Terrano II 2.7TDI 1997(Kreppu breyting)

Posted: 08.aug 2013, 13:01
frá ihþ
Sæll.

Hvar fékkstu svona Brettakanta ? Þetta lookar bara fínt hjá þér so far.

Re: Nissan Terrano II 2.7TDI 1997(Kreppu breyting)

Posted: 08.aug 2013, 14:49
frá eyberg
ihþ wrote:Sæll.

Hvar fékkstu svona Brettakanta ? Þetta lookar bara fínt hjá þér so far.


Takk fyrir það :-)

Fékk þessa kanta uppí borganesi af partabíl sem er verið að rífa.
Það eru kantar á bland og svo er 1 í þorláksh0fn að selja kanta líka.

Re: Nissan Terrano II 2.7TDI 1997(Kreppu breyting)

Posted: 08.aug 2013, 20:53
frá jeepson
Flottur :)

Re: Nissan Terrano II 2.7TDI 1997(Kreppu breyting)

Posted: 08.aug 2013, 21:05
frá HaffiTopp
Vel gert.
En hvað snérirðu rónni fyrir flexitorinn sirka marga hringi til að hækka hann um þessa 1oghálfu tommu að framan?

Re: Nissan Terrano II 2.7TDI 1997(Kreppu breyting)

Posted: 09.aug 2013, 21:02
frá eyberg
Þetta voru 6 til 7 hringir og hann fór upp um 1 og hálfa tommu að mér sýnist, á eftir að skoða þetta betur.

Þeir sem hafa gert þetta hér á spjallinu meiga svara hér, er möguleiki að skrífa þetta í botn?
Finst eins og ég geti ekki skrúfað meira !

Re: Nissan Terrano II 2.7TDI 1997

Posted: 09.aug 2013, 22:51
frá Bragi Hólm
andrifsig wrote:Sælir,

flottur bíll,

Verð þó að spyrja varðandi festinguna fyrir spjaldtölvuna, er þetta 7" eða 10" tölva?

Er með 10" tölvu, að vísu Ipad, en planið er að fara í eitthvað sem er með Android stýrikerfi og vera með lítinn GPS við hliðina á því. Hef verið í vandræðum með að finna festingu hjá verslunum hérna.

Hvar fékkstu festinguna fyrir tölvuna hjá þér?

kv,
Andri Freyr



Flottur þessi. enn tölvutek er með góðar festingar fyrir spjaldtölvu. verslaði þessa og hún kemur bara asskoti vel út
http://tolvutek.is/vara/point-of-view-b ... jaldtolvur

Svo var þessi líka, enn mér leist betur á þá fyrri
http://tolvutek.is/vara/point-of-view-b ... pjaldtolvu

Re: Nissan Terrano II 2.7TDI 1997(Kreppu breyting)

Posted: 12.aug 2013, 14:26
frá eyberg
Þá er þetta búið í bili, kantar og stærri dekk :-)
Á eftir að klæða inni bretti og ganga frá þar, fæ plasti í þetta um næstu mánaðarmót hjá Málmtækni það var búið en er í pöntun.

Veit ekki hvort ég eigi að setja stigbretti á hann eða slepa því, það eru skiptarskoðanir á því hér á spjallinu um gagn af stigbrettum :-)
Á eftir að pæla aðeins í búnaði fyrir drullutjakkinn, væri til að fá hugmyndir varðandi það tildæmis hvaða efni eru menn að nota.
1 mynd útum gluggan :-)
Image

Næsta mál er að koma 10L loft kút fyrir og loftdælu, hugmyndir eru velkomnar varðandi það :-)

Re: Nissan Terrano II 2.7TDI 1997(Kreppu breyting)

Posted: 12.aug 2013, 14:31
frá bjarni95
Flottur! Tekur sig mjög vel út svona ;)

-Bjarni

Re: Nissan Terrano II 2.7TDI 1997(Kreppu breyting)

Posted: 12.aug 2013, 15:08
frá Tollinn
Einn stór kostur við stigbretti að ef þú ert með þau í flútti við dekkjamunstur eða jafnvel utar þá taka þau við grjótkasti og öðru sem bíllinn kastar upp á sig. Svo fær bíllinn aðeins heildstæðara look og svo auðvitað sá kostur að geta stigið upp á þessu á meðan þú losar drullutjakkinn sem þú ert búinn að koma svona snyrtilega fyrir á toppnum

kv Tolli

Re: Nissan Terrano II 2.7TDI 1997(Kreppu breyting)

Posted: 14.aug 2013, 16:29
frá eyberg
Tollinn wrote:Einn stór kostur við stigbretti að ef þú ert með þau í flútti við dekkjamunstur eða jafnvel utar þá taka þau við grjótkasti og öðru sem bíllinn kastar upp á sig. Svo fær bíllinn aðeins heildstæðara look og svo auðvitað sá kostur að geta stigið upp á þessu á meðan þú losar drullutjakkinn sem þú ert búinn að koma svona snyrtilega fyrir á toppnum

kv Tolli


Já enda öruglega að setja eithvað, ennilega notað ég gamladótið aftur til að spara :-)

En núna er ég farin að huga að smíða festingar til að geta tjakkað bílin upp með drullutjakk :-)
Hvað eru menn að nota í þetta ?

Re: Nissan Terrano II 2.7TDI 1997(Kreppu breyting)

Posted: 18.aug 2013, 15:39
frá eyberg
Farið var í Setrið á laugardagin í gegnum Kerlingarfjöll og Klakksleið til baka :-)

Image
Allar myndir hér.
http://www.flickr.com/photos/golf-mk3-vr6/sets/72157635111290337/

Re: Nissan Terrano II 2.7TDI 1997(Kreppu breyting)

Posted: 18.aug 2013, 16:17
frá jongud
eyberg wrote:Þetta voru 6 til 7 hringir og hann fór upp um 1 og hálfa tommu að mér sýnist, á eftir að skoða þetta betur.

Þeir sem hafa gert þetta hér á spjallinu meiga svara hér, er möguleiki að skrífa þetta í botn?
Finst eins og ég geti ekki skrúfað meira !


Gallinn við að skrúfa mikið upp á flexitorum er sú að bíllinn getur ekki fjaðrað eins mikið niðurávið. (Missir drop down fjöðrun)

Re: Nissan Terrano II 2.7TDI 1997(Kreppu breyting)

Posted: 18.aug 2013, 17:17
frá eyberg
jongud wrote:
eyberg wrote:Þetta voru 6 til 7 hringir og hann fór upp um 1 og hálfa tommu að mér sýnist, á eftir að skoða þetta betur.

Þeir sem hafa gert þetta hér á spjallinu meiga svara hér, er möguleiki að skrífa þetta í botn?
Finst eins og ég geti ekki skrúfað meira !


Gallinn við að skrúfa mikið upp á flexitorum er sú að bíllinn getur ekki fjaðrað eins mikið niðurávið. (Missir drop down fjöðrun)

Já það fylgja þessu kostir og gallar :-)

Re: Nissan Terrano II 2.7TDI 1997(Kreppu breyting)

Posted: 22.aug 2013, 21:31
frá eyberg
Jæja þá er annað stigbrettið komið á :-)
Image
Þetta er síma mynd :-)

Það gengur vel að halda kosnaði niðri og ég er nokkuð ánægður með að ég er en inna við það sem ég seti mér fyrir þessa breytingu.

Re: Nissan Terrano II 2.7TDI 1997(Kreppu breyting)

Posted: 27.aug 2013, 01:33
frá budapestboy
Mikið flottari með stigbrettum !!

Re: Nissan Terrano II 2.7TDI 1997(Kreppu breyting)

Posted: 27.aug 2013, 01:39
frá jeepson
Stigbretti eru algjört must að mínu mati.

Re: Nissan Terrano II 2.7TDI 1997(Kreppu breyting)

Posted: 09.sep 2013, 16:47
frá íbbi
minn var á skrúfaður ansi hressilega upp að framan og framfjöðrunin í honum var alveg skelfilega stutt