44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?


Höfundur þráðar
gunnarb
Innlegg: 153
Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
Bíltegund: Hilux 44"

Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?

Postfrá gunnarb » 18.júl 2013, 09:00

íbbi wrote:
gunnarb wrote:Takk fyrir ábendinguna um síuna. Ég var að lesa bók um tuningu á svona vélum og þar segja þeir að með því einu að fjarlægja "netið" úr orginal síuboxinu stóraukist flæðið og það sé í raun á pari við það að vera með svona high-flow filter. Það dugir etv. alveg ... ekki nennir maður að fá vatn inná þennan eðal mótor. Annars velti ég því líka fyrir mér í ljósi þess hversu mikið pláss er allt í einu komið í húddið að fara með rör inn í bíl sem hægt væri að plögga við loftinntakið ef maður lendir í miklum skafrenningi.hafandi átt camaroa, trans ama, corvette og allt þetta sull þá get ég alveg sagt samviskusamlega að púst og liftintaksbreytingar á þessum mótorum eru afar skemmtilegar. ásamt fleyru. en ég sjálfur færi alltaf í síu í boxi sem er ekki í hættu í þeim skilyrðum sem að jeppi sem þessi kemur að öllum líkindum til með að sjá.

annað er svo að svona opin sía í vélarýminu sýgur heitt loft innan úr því, í staðinn fyrir að sjúga kalt loft úr brettinu eða undan stuðaranum, þannig að ávinningurinn er enginn


Ég sé það fyrir mér einhverntíma í framtíðinni að splæsa í langar flækjur á mótorinn. Þetta kostar tiltölulega lítið frá USA (300USD). Flækjurnar sem eru á mótornum eru ekki fallega smíðaðar, rörin mjög mis löng (sem ég hélt að ætti aldrei að vera) og víða dælduð.

Þetta með heita loftið er hárrétt, ef ég man rétt er t.d. camaro að taka loft innan úr vélarrýminu og það eru til ansi mörg myndbönd á youtube þar sem menn eru að setja cold-air intake, einmitt eins og þú segir með því að sækja loft úr brettinu eða hjólaskál - þessi mótor myndar nefnilega ansi mikinn hita...User avatar

íbbi
Innlegg: 1346
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?

Postfrá íbbi » 19.júl 2013, 17:13

camaroarnir taka loftið undan framstuðaranum, vatnskassin og AC kassin liggja skáhallt undir lásbitanum og loftintakið fer yfir þá og framfyrir, og svo er kjaftur undir nefinu á þeim.

á mínum setti ég málmintak sem kom undan framstuðaranum ekki ólíkt háfi úr eldhúsi,


ég yrði ekki hissa þótt stuttar flækjur væru ódýrari, þær eru yfirleitt sagðar gefa meira á lág snúning og tog upp eftir miðju vinnslusviði. sem ég gæti trúað að henti vel í jeppa, þá ertu líka með flangsana á þægilegri stað upp á bleytu og hamagang
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
gunnarb
Innlegg: 153
Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
Bíltegund: Hilux 44"

Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?

Postfrá gunnarb » 20.júl 2013, 09:41

íbbi wrote:camaroarnir taka loftið undan framstuðaranum, vatnskassin og AC kassin liggja skáhallt undir lásbitanum og loftintakið fer yfir þá og framfyrir, og svo er kjaftur undir nefinu á þeim.

á mínum setti ég málmintak sem kom undan framstuðaranum ekki ólíkt háfi úr eldhúsi,


ég yrði ekki hissa þótt stuttar flækjur væru ódýrari, þær eru yfirleitt sagðar gefa meira á lág snúning og tog upp eftir miðju vinnslusviði. sem ég gæti trúað að henti vel í jeppa, þá ertu líka með flangsana á þægilegri stað upp á bleytu og hamagang


Ég veit ekki mikið um þessi flækjumál, skilst að þetta séu heilmikil vísindi. Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að langar flækjur geri meira á lágsnúningi meðan styttri flækjur (og víðari) virki betur á hásnúningi þar sem vélin framleiðir meira afgas. Hvað um það - þetta er framtíðarmúsík - aflið í vélinni er galið mv. hvað þetta er léttur bíll þannig að mig vantar sko ekki meira afl :-)

User avatar

íbbi
Innlegg: 1346
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?

Postfrá íbbi » 21.júl 2013, 08:36

það er talað um að löngu flækjurnar gefi top-endið. og þær stuttu low-mid range.

þessvegna sérðu nánast eingöngu long tubes (lt's) í fólksbílum eins og camaro/trans am corvette og flr.

já ég skal alveg trúa því að þetta virki bara mjög vel eins og þetta er, þessar LT1 vélar toga gríðarlega uppúr mjög lágum snúning.

verður virkilega gaman að sjá hann með hinum framendanum
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

jongud
Innlegg: 2253
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?

Postfrá jongud » 21.júl 2013, 13:43

langar og grannar flækjur virka best á lágum snúning þar sem togið er, en stuttar og svera á háum snúning þar sem hestöflin verða til.
Síðast breytt af jongud þann 22.júl 2013, 13:55, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

íbbi
Innlegg: 1346
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?

Postfrá íbbi » 21.júl 2013, 23:36

það er satt. ég sneri þessu við :)
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
gunnarb
Innlegg: 153
Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
Bíltegund: Hilux 44"

Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?

Postfrá gunnarb » 14.aug 2013, 20:59

Jæja smá update.

Hellingur búinn að gerast síðan síðast ...

IMG_4031.JPG
Búið að tengja vatnskassa og viftu við orginal relayin


IMG_4480.JPG
Framkantar komnir á


IMG_4481.JPG
Svampur kominn í kanta og plast fyrir innra bretti


Ég var að spá í að sleppa því að setja gúmmímottu milli grindar og innri bretta til að fá betri loftun um vélina, en ákvað að treysta því að ofurviftan tryggi allt það loftflæði sem þarf. Í bleytu og drullu hlýtur það að vera kostur að loka þetta af.

IMG_4484.JPG
Gúmmíið komið á sinn stað


IMG_4489.JPG
Ólíkt meira pláss í húddinu og ekkert mál að komast að reimum oþh.


Höfundur þráðar
gunnarb
Innlegg: 153
Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
Bíltegund: Hilux 44"

Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?

Postfrá gunnarb » 14.aug 2013, 21:12

Meira update...

IMG_4490.JPG
nægt pláss fyrirARB dælu og aukarafkerfi fyrir kastarana, gæti leikandi komið extra rafgeymi fyrir...


IMG_4493.JPG
Það var leki af framhásingu vegna sprungu við suðu - búið að bræða taum í lekann ...


IMG_4497.JPG


IMG_4498.JPG


IMG_4499.JPG


Mér sýnist samt augljóst að það þarf að færa hásinguna fram um 10-15 cm... það verður gert í næstu umferð og farið í 9,5"

IMG_4500.JPG


Hann fékk líka veltistýri úr líffæragjafanum

IMG_4492.JPG
Komið á sinn stað


Ég opnaði líka út úr dekkjunum í þeirri trú að hann losi vatn betur úr mynstrinu - hafa menn skoðun á því hvort maður ætti að opna mynstrið eitthvað meira með því að skera úr ? Er að velta fyrir mér að láta microskera dekkin í framhaldi ...

IMG_4501.JPG


Höfundur þráðar
gunnarb
Innlegg: 153
Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
Bíltegund: Hilux 44"

Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?

Postfrá gunnarb » 14.aug 2013, 22:09

Ég keypti mér fyrir nokkru kapal til að lesa úr bíltölvunni og drattaðist loksins til þess síðustu helgi. Forritið getur "tekið myndir" allt að 10 á sekúndu um ástand vélarinnar og mælingar. Þetta er alveg stórskemmtilegt að grúska í þessu og ég sé að það hefur verið hinn mesti óþarfi að vera að setja hitamæli á sjálfskiptinguna þar sem ég get lesið þetta allt úr ECU:inu. Tölvan stýrir bæði skiptingu og vél og getur því meldað gögn úr hvoru tveggna. Það var smá umræða um það fyrr í þræðinum að gallinn við loftsíuna eins og ég hef sett hana er að vélin fær ekki kalt loft. Það er um 15 stiga hiti úti þegar ég var að mæla þetta og það sést að loftið sem hann er að anda að sér er 39,5 stiga heitt, vélin80,8gráður og skiptingin -36,8 (sem segir mér að skynjarinn í henni sé bilaður/ótengdur). Við sjáum líka á þessu augnabliki snýst vélin 1850 snúninga, en tölvan hefur gildið 550 sem "target" idle RPM. Það er hægt að sækja "Map" úr tölvunni og þar getur maður breytt ýmsum gildum og hlaðið inn aftur.

Þarna fyrir miðju er líka gluggi með villukóðum sem eru í vélinni. Sá fyrsti nr. 11 er að kvarta undan að check engine peran sé farin (ljósið er ótengt eftir fiktið). Hinir tveir hafa með meldingar á skiptinguna; að tölvan fái ekki hraða bílsins frá skiptingunni annars vegar og hins vegar að þar sem hún hafi ekki hraðann geti hún ekki komið í veg fyrir að ég geti skipt í reverse þó bíllinn fari hraðar en 4mph (sem ku vera default).

INT/BLT glugginn sýnir hvaða "cellur" í leiðréttingartöflu sem ECU:ið hefur hafa verið "notaðar" - þ.e.a.s. með súrefnisskynjurunum í pústinu reynir vélin að hafa rétta blöndu milli bensíns og lofts. Þegar blandan er of "lean" eða rík leiðréttir vélin fyrir því með gildum úr þessum töflum (magn bensíns, kveikjutími osfrv).

Ég er rétt að byrja að skoða þetta en ég sé ekki betur en það sé fjöldi annarra mæligilda sem hægt er að sækja umfram það sem birtist á þessum skjámyndum sem ég setti inn. Þetta var bara örstutt test-run hjá mér. Næsta skref er að "taka" upp hvað er að gerast í vélinni við eðlilegri notkun undir álagi.

Meira síðar ...

Screenshot (1).png
Skjáskot af DataMaster


Dúddi
Innlegg: 198
Skráður: 13.feb 2010, 12:57
Fullt nafn: rúnar ingi árdal

Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?

Postfrá Dúddi » 14.aug 2013, 22:22

ég hef alltaf skorið innað miðjunni á milli dc merkjanna ef þú skilur hvað ég meina

User avatar

karig
Innlegg: 333
Skráður: 01.feb 2010, 11:48
Fullt nafn: Kári Gunnarsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Varmahlíð

Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?

Postfrá karig » 15.aug 2013, 07:12

Mér sýnist að þú verðir að fá þér aðstoðaðar ökumann til að fylgjast með öllum þessum vélarupplýsingum og tjúnna þetta til eftir lofthita, hæð yfir sjó o.s.f.v. kv, K.

User avatar

elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2769
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?

Postfrá elliofur » 15.aug 2013, 08:26

Mikið líst mér vel á þetta bras, svipað og ég var að gera með luxann minn þó þessi sé á verulega öðru cailberi :)


Höfundur þráðar
gunnarb
Innlegg: 153
Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
Bíltegund: Hilux 44"

Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?

Postfrá gunnarb » 15.aug 2013, 16:19

Jamm, þú ert ráðinn :)


Höfundur þráðar
gunnarb
Innlegg: 153
Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
Bíltegund: Hilux 44"

Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?

Postfrá gunnarb » 27.sep 2013, 09:05

Jæja, tími á smá update.

Skúffan á bílinum er/var þannig að búið var að skera hjólaskálarnar burt þannig að pláss á pallinum var helv. fínt.

2013-09-11 19.38.11.jpg
2013-09-11 19.38.11.jpg (324.18 KiB) Viewed 9189 times


Ég ætla að mála bílinn á næstunni og hef því verið að vinna í boddíinu. Ekki nenni ég að sparsla yfir ryð og fá það aftur í gegn eftir nokkra mánuði
2013-09-11 19.37.19.jpg
Framhornin voru að mestu úr sparsli
2013-09-11 19.37.19.jpg (194.54 KiB) Viewed 9189 times


Skúffan var hinsvegar fjarska-falleg og eftir ítarlega skoðun ákvað ég að hún væri ekki á vetur setjandi og ákvað að skipta henni út.

2013-09-11 20.55.28.jpg
Skúffan komin af
2013-09-11 20.55.28.jpg (300.72 KiB) Viewed 9189 times

2013-09-12 18.48.14.jpg
2013-09-12 18.48.14.jpg (292.45 KiB) Viewed 9189 times


Höfundur þráðar
gunnarb
Innlegg: 153
Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
Bíltegund: Hilux 44"

Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?

Postfrá gunnarb » 28.sep 2013, 16:46

Þegar skúffan var komin af var auðvitað upplagt að bursta ryð úr grindinni og losa gamlar tectil flyksur burt. Það var ljót viðgerð með miklu af pensilkítti aftan á húsinu og allt undir kíttinu var ryðgað í hel. Þetta var skorið burt og stagað í gatið ....

2013-09-11 21.07.55.jpg
2013-09-11 21.07.55.jpg (288.74 KiB) Viewed 9084 times


2013-09-12 19.57.55.jpg
2013-09-12 19.57.55.jpg (347.57 KiB) Viewed 9084 times


2013-09-15 16.18.37.jpg
2013-09-15 16.18.37.jpg (290.03 KiB) Viewed 9084 times


en meira kom í ljós ... Mér þóttu gormasætin á grindinni ekki alveg nógu falleg og fór að banka í þau og þá kom í ljós að öðru megin voru þau að megninu til búin til úr sama efni og framendinn á skúffunni - sparsli... Það var því ekkert annað að gera en skera leifarnar burt og smíða nýja stóla/sæti ...


2013-09-15 15.11.59.jpg
2013-09-15 15.11.59.jpg (420.59 KiB) Viewed 9084 times


2013-09-15 16.18.08.jpg
2013-09-15 16.18.08.jpg (349.63 KiB) Viewed 9084 times


Karvel
Innlegg: 171
Skráður: 02.feb 2010, 19:15
Fullt nafn: Smári Karvel Guðmundsson

Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?

Postfrá Karvel » 28.sep 2013, 23:18

Þetta allt gefur manni góða innsýn að viðgerð, er ekki bara viðgerð.
Isuzu


Höfundur þráðar
gunnarb
Innlegg: 153
Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
Bíltegund: Hilux 44"

Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?

Postfrá gunnarb » 29.sep 2013, 08:22

Karvel wrote:Þetta allt gefur manni góða innsýn að viðgerð, er ekki bara viðgerð.


Nei, það er eitthvað til í því hjá þér... mig grunar að þetta hafi verið redding til að koma bílnum í gegnum skoðun. þetta er vissulega orðið 20 ára, en ástæða þess hversu ílla þetta var ryðgað (grindin í bílnum er nefnileg fín) er sú að styrkingarnar fyrir gormasætið voru nærri alveg lokaðar þannig að vatn komst ílla eða ekki burt...

User avatar

Gulli J
Innlegg: 168
Skráður: 22.mar 2010, 20:25
Fullt nafn: Guðlaugur Jónasson

Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?

Postfrá Gulli J » 29.sep 2013, 13:10

Glæsilegur vagn hjá þér, það verður fátt sem stoppar þennan.

Getur þú látið mig fá link á viftuna eða nánari upl, er í samskonar vandamáli hjá mér.
Guðlaugur Jónasson
Jeep Grand Cherokee 2005 5,7L Hemi 33" Jeep 1
Jeep Grand Cherokee 1998 5,7L Hemi 46" Jeep 2

Enda sagði presturinn, ef það eru bílar í Himnaríki þá eru það Jeep Grand Cherokee.


Höfundur þráðar
gunnarb
Innlegg: 153
Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
Bíltegund: Hilux 44"

Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?

Postfrá gunnarb » 29.sep 2013, 14:49

Gulli J wrote:Glæsilegur vagn hjá þér, það verður fátt sem stoppar þennan.

Getur þú látið mig fá link á viftuna eða nánari upl, er í samskonar vandamáli hjá mér.


Jamm, ég þarf bara að finna nótuna til að sjá nákvæmlega hvaða týpa þetta er. Ég keypti þetta hjá Summitracing.com í ameríkuhreppi.


Höfundur þráðar
gunnarb
Innlegg: 153
Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
Bíltegund: Hilux 44"

Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?

Postfrá gunnarb » 02.okt 2013, 11:28

gunnarb wrote:
Gulli J wrote:Glæsilegur vagn hjá þér, það verður fátt sem stoppar þennan.

Getur þú látið mig fá link á viftuna eða nánari upl, er í samskonar vandamáli hjá mér.


Jamm, ég þarf bara að finna nótuna til að sjá nákvæmlega hvaða týpa þetta er. Ég keypti þetta hjá Summitracing.com í ameríkuhreppi.


Fann þetta - hér er linkur: http://www.summitracing.com/int/search? ... =DER-18217


Höfundur þráðar
gunnarb
Innlegg: 153
Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
Bíltegund: Hilux 44"

Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?

Postfrá gunnarb » 22.okt 2013, 21:28

Jæja, að vanda líður langt á milli pósta frá mér, en það hefur samt eitthvað gerst í bílnum í hverri viku...

Snillingurinn hann Sölvi vinur minn teiknaði upp gormastóla/sæti og sendi til Héðins í Áhaldaleigunni ... snilldarsmíði ....

IMG_4750.JPG
Stálið frá Héðni
IMG_4750.JPG (154.55 KiB) Viewed 8586 times


IMG_4751.JPG
Úrskurðurinn gerir að verkum að maður nær að beygja þetta 100% fallega og flott :-)
IMG_4751.JPG (122.42 KiB) Viewed 8586 times


IMG_4753.JPG
Gormasætið komið á sinn stað ...
IMG_4753.JPG (109.05 KiB) Viewed 8586 times


IMG_4754.JPG
IMG_4754.JPG (103.48 KiB) Viewed 8586 times


IMG_4755.JPG
IMG_4755.JPG (131.73 KiB) Viewed 8586 times


IMG_4757.JPG
Styrkingar sem sjóðast upp í grind.
IMG_4757.JPG (94.11 KiB) Viewed 8586 times


IMG_4759.JPG
Styrkingarnar komnar á sinn stað. Takið eftir götunum í miðjunni sem Sölva þóttu nauðsynleg til að létta bílinn :)
IMG_4759.JPG (102.78 KiB) Viewed 8586 times
Síðast breytt af gunnarb þann 22.okt 2013, 22:19, breytt 1 sinni samtals.


Höfundur þráðar
gunnarb
Innlegg: 153
Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
Bíltegund: Hilux 44"

Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?

Postfrá gunnarb » 22.okt 2013, 21:38

IMG_4772.JPG
Bara varð að sýna hversu fallegir gömlu gormastólarnir voru ...
IMG_4772.JPG (120.05 KiB) Viewed 8579 times


Höfundur þráðar
gunnarb
Innlegg: 153
Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
Bíltegund: Hilux 44"

Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?

Postfrá gunnarb » 22.okt 2013, 22:01

Til að koma (eða reyna) í veg fyrir að bixið ryðgi passaði ég að hafa gat þannig að ef raki kæmist inn myndi hann sleppa út aftur með því að bora gat. Gormarnir eru trúlega úr LC 80, allavega smellpössuðu gormasætin eða hvað þessar kónísku græjur heita af LC80 fyrir gormana sem voru í bílnum. Bixið var síðan vaxað duglega að innan ...

2013-10-02 19.28.17.jpg
2013-10-02 19.28.17.jpg (410.61 KiB) Viewed 8568 times


Það er gott að komast að fleiri hlutum þegar skúffan er farin burt. Eitt af því sem böggaði mig var að bensínmælirinn sýndi aldrei meira en 1/4 tank þó ég fyllti á bílinn. Ég náði mér í nýtt viðnám og hugðist skipta því út. Áður en til þess kom skoðaði ég víralagnir milli viðnáms og mælis. Í ljós kom að sami rafvirki hafið lagt vírana og sá sem "dró í" bensíndæluna. Vírarnir voru ca. 3 metrum of langir og teknir í hring um grindina. Samsetningarnar voru amk. 8, ekki þó úr eins mismunandi vírategundum og í bensíndæluna. Hinsvegar var vírinn mjög oxideraður og mikið af lélegum tengjum sem voru óvarin fyrir raka og seltu. Ég ákvað á afleggja heila hönk af vírum og samsetningum í stað þess að skipta um viðnám. Viti menn, að þessu loknu tók mælirinn við sér ... Ég held að það sé ágætt að hafa í huga að lóða sem mest af svona samsetningum, því þó svo að vatn komist ekki að vírunum, þá er súrefni bölvaður viðbjóður og með tímanum oxiderast vírinn og samtengi og leiðni tapast. Ef menn geta ekki lóðað þá eru amk. til tengi með herpihólkum sem minnka aðgengi súrefnis.

2013-10-02 18.38.30.jpg
Flottur frágangur
2013-10-02 18.38.30.jpg (303.59 KiB) Viewed 8568 times


2013-10-02 18.25.55.jpg
meira flott
2013-10-02 18.25.55.jpg (308.27 KiB) Viewed 8568 times


2013-10-02 19.39.06.jpg
Þetta sá ég í fyrsta skiptið - mæli sem amk. meira mark er takandi á en áður.
2013-10-02 19.39.06.jpg (300.89 KiB) Viewed 8568 times
Síðast breytt af gunnarb þann 22.okt 2013, 22:17, breytt 1 sinni samtals.


Höfundur þráðar
gunnarb
Innlegg: 153
Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
Bíltegund: Hilux 44"

Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?

Postfrá gunnarb » 22.okt 2013, 22:07

Og enn meira sem gott var að gera meðan skúffan var ekki á bílnum. Það hafði verið skipt um bremsurör framan úr húddi og aftur undir framsæti í bílnum. Allt þar fyrir aftan var orðið mjög þreytt og því prýðilegt að endurnýja ...

2013-10-08 20.01.08.jpg
Bremsurör að verða brúklegt ...
2013-10-08 20.01.08.jpg (355.56 KiB) Viewed 8564 times


Hleðslujafnarinn fékk að fjúka í leiðinni, enda löngu orðinn óvirkur

2013-10-08 20.00.32.jpg
þessi er kominn til feðra sinna
2013-10-08 20.00.32.jpg (283 KiB) Viewed 8564 times


Höfundur þráðar
gunnarb
Innlegg: 153
Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
Bíltegund: Hilux 44"

Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?

Postfrá gunnarb » 22.okt 2013, 22:15

Jæja, loka pósturinn í bili ... Ég ákvað að fórna gömlu skúffunni, en neðan á hana höfðu verið smíðaðar upphækkanir - þær fuku því burt með skúffunni. Commrate Sölvi teiknaði nýjar festingar á grindina og Héðinn í Áhaldaleigunni skar þær út ...

2013-10-14 19.56.03.jpg
Ekki leiðinlegt að vinna með svona stöff
2013-10-14 19.56.03.jpg (315.14 KiB) Viewed 8562 times


2013-10-14 19.56.24.jpg
2013-10-14 19.56.24.jpg (221.3 KiB) Viewed 8562 times


2013-10-17 19.36.08.jpg
2013-10-17 19.36.08.jpg (305.53 KiB) Viewed 8562 times


2013-10-17 19.35.58.jpg
2013-10-17 19.35.58.jpg (290.75 KiB) Viewed 8562 times


2013-10-17 19.35.58.jpg
2013-10-17 19.35.58.jpg (290.75 KiB) Viewed 8562 times


Jæja, gott í bili. Fer að styttast í að hægt verði að fara með vagninn í málningu.
Viðhengi
2013-10-17 19.36.17.jpg
2013-10-17 19.36.17.jpg (337.92 KiB) Viewed 8562 times

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2468
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?

Postfrá hobo » 22.okt 2013, 22:21

Baaara flott hjá þér.


olafur f johannsson
Innlegg: 702
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?

Postfrá olafur f johannsson » 22.okt 2013, 23:09

Þetta er hrikalega flott og það verður gamanað sjá hann aftur góðan
Toyota Yaris GRMN 2018

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?

Postfrá -Hjalti- » 23.okt 2013, 01:18

Glæsilegt Gunnar , kíki á þetta hjá þér við tækifæri
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?

Postfrá Hr.Cummins » 23.okt 2013, 01:45

Flott og allt það.. en ég hefði látið kantana eiga sig... finnst þessi flugbretti alveg hræðileg á t.d. Megasinum....
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

karig
Innlegg: 333
Skráður: 01.feb 2010, 11:48
Fullt nafn: Kári Gunnarsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Varmahlíð

Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?

Postfrá karig » 23.okt 2013, 09:01

Nú er bara að fá andalækni frá Haiti til að reka illa anda úr hnénu á Þórði sprautara og þá fer þetta að rúlla. Mér sýnist að bíllinn verði komin í hlutfallið 1:1.000.000 í svo kölluðu F/S hlutfalli, sem stendur fyrir fjöll/skúr..... þetta var nú illa sagt.....


Magnús Þór
Innlegg: 120
Skráður: 24.apr 2010, 15:13
Fullt nafn: Magnús Þór Árnason

Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?

Postfrá Magnús Þór » 23.okt 2013, 18:25

ætli það sé ekki þess virði


Dúddi
Innlegg: 198
Skráður: 13.feb 2010, 12:57
Fullt nafn: rúnar ingi árdal

Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?

Postfrá Dúddi » 23.okt 2013, 19:49

Það er nú hægt að nota framendan þó maður sé ekki með eins breiða kanta og megast, lengdin er það sem er verið að sækjast eftir hef ég trú á.


Höfundur þráðar
gunnarb
Innlegg: 153
Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
Bíltegund: Hilux 44"

Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?

Postfrá gunnarb » 24.okt 2013, 10:31

Jamm, kantarnir, húddið og brettin koma í einum pakka. Mér finnast hinsvegar þessir kantar á Megasi hrikalega flottir. Þeir eru reyndar mun mjórri hjá mér (en breiðir samt), þar sem Megas er með breiðari hásingar.


Höfundur þráðar
gunnarb
Innlegg: 153
Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
Bíltegund: Hilux 44"

Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?

Postfrá gunnarb » 23.des 2013, 16:14

Jæja félagar, smá update. Það er ýmislegt búið að gerast frá síðasta pósti, en ég tók þá bráðnauðsynlegu ákvörðun að fresta málningar- og boddívinnu fram á sumar. Allt síðasta sleðaseason/jeppaseason fór í bílaviðgerðir og núna verður að nota dótið að skoða hvort það séu enn einhverjir alvarlegir böggar sem ég á eftir að finna. Ég ákvað því að skrúfa kvikindið saman og koma því í brúk á næstu dögum. Þegar kemur fram á sumar fer hann aftur í skúrinn og þá verður tekinn annar skurkur í málunum. Eftir á að hyggja hefði ég sennilega átt að henda þessu boddíi og nota boddíið úr "líffæragjafanum" sem ég tók framendann af. Það má vel vera að maður fari í slíkar æfingar ef mér líkar bíllinn það vel að ég vilji eiga hann í mörg ár enn.

Þegar framrúðan fór úr kom í ljós að listinn sem heldur rúðunni að neðan var nánast allur ryðgaður burt. Kjarri vinur minn var sko betri en enginn, rétt eins og þegar framendinn var bræddur á ...

2013-11-07 20.39.08-2.jpg
Kjarri að sauma nýjan lista ...
2013-11-07 20.39.08-2.jpg (295.55 KiB) Viewed 7866 times


Svona leit þetta út á eftir ...

2013-11-07 22.49.27.jpg
Listinn kominn á
2013-11-07 22.49.27.jpg (264.57 KiB) Viewed 7866 times


Svo hérna ein eftir að skúffan og afturkantarnir komust á sinn stað...

2013-12-13 00.22.36(1).jpg
Bíllinn að skríða saman
2013-12-13 00.22.36(1).jpg (287.55 KiB) Viewed 7866 times


Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?

Postfrá Valdi B » 23.des 2013, 23:53

flottur, en eru þetta 49" kanntar ?


ég er ekki að spyrja í djóki, þeir eru rosalega stórir eða líta allavega út fyrir það :D
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000


Höfundur þráðar
gunnarb
Innlegg: 153
Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
Bíltegund: Hilux 44"

Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?

Postfrá gunnarb » 24.des 2013, 08:55

Þetta eru kantar frá Gunnari Yngva í brettakantar.is. Þeir eru upphaflega smíðaðir á 4runner sem kallast "Megas" - tilvísun í útstæð eyrun ;) Sá bíll er með löngum öxlum beggja megin og því mun breiðari en orginal hilux/runner. Af þeirri ástæðu eru kantarnir extra breiðir.

Ómar sem á Megas runnerinn var svo almennilegur að leyfa mér að skoða hvernig bílnum hans var breytt þegar ég var að byrja á minni breytingu. Hér er mæling sem ég gerði á köntunum á bílnum hans:

IMG_0376.jpg
Mæling á köntunum á Megasi
IMG_0376.jpg (82.55 KiB) Viewed 7752 times


Þegar ég fékk kantana frá Gunnari Yngva voru þeir sennilega nærri 40 cm breiðir, en það átti eftir að fella þá að bílnum og setja brún/kant til að skrúfa í gegnum inn í bretti. Ég ákvað að hafa mína kanta 30cm, þannig ná þeir út fyrir barðann á dekkinu og taka líka ca. helminginn af "belgnum. Ef ég hefði haft þá slétta við ytri brún á 44" þá hefðu þeir þurft að vera enn breiðari. Með þá í þessari breidd get ég sett 46" undir ef ég kæri mig um án þess að barðinn nái útfyrir.


Kalli
Innlegg: 389
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

.

Postfrá Kalli » 24.des 2013, 11:34

.
Síðast breytt af Kalli þann 08.nóv 2014, 12:44, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

karig
Innlegg: 333
Skráður: 01.feb 2010, 11:48
Fullt nafn: Kári Gunnarsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Varmahlíð

Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?

Postfrá karig » 24.des 2013, 15:56

Verður þú ekki að skíra hann Skjóna og hafa hann svona á litinn? Gleðileg jól annars, kv, kári.


Höfundur þráðar
gunnarb
Innlegg: 153
Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
Bíltegund: Hilux 44"

Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?

Postfrá gunnarb » 02.jan 2014, 21:14

Jæja, alltaf mjakast þetta áfram. Ég var hræddur um að það væru mismunandi hlutföll í fram og afturdrifi vegna þess að það "urrar" í millikassanum ef ég reyni að setja í framdrifið ef ekið er hraðar en löturhægt. Til að meta hvort um sitthvort hlutfallið væri að ræða tjakkaði ég bílinn upp hægra megin og setti teip á dekkin. Síðan setti ég í framdrif þannig að hann myndi snúa bæði fram- og afturdekkkjum saman. Því til viðbótar setti ég teip í kringum drifsköftin og merkti strik inná.

IMG_4794-.jpg
IMG_4794-.jpg (110.92 KiB) Viewed 7513 times

IMG_4796-.jpg
IMG_4796-.jpg (109.06 KiB) Viewed 7513 times


Síðan var byrjað að snúa og eftir nógu marga hringi reiknaðist mér til að hlutföllin væru 4:54. Slíkt er víst ekki til í Hilux, þannig að þetta eru 4:56 hlutföll, þessir 0.02 eru því að kenna að teipið er ekki nógu nákvæmt :-)

Annar afturdemparinn var ónýtur og að auki var slaglengdin ekki alveg á pari við það sem 3link fjöðrunin leyfir. Hann fékk því nýja(notaða) ranco dempara í jólagjöf.

IMG_4791-.jpg
Sjóða þurfti augu í stað boltanna svo þetta passi festingunum sem eru á bílnum
IMG_4791-.jpg (117.17 KiB) Viewed 7513 times


Ég var búinn að taka það fram að ég hefði átt að skoða boddýið miklu fyrr og ákveða að nota húsið af líffæragjafanum. Eftir að hafa skoðað "fínu söluspörslunina og málninguna" á hurðunum ákvað ég að henda öllum nema bílstjórahurðinni.

IMG_4800.jpg
Farþegahurð framan - það sést vel hvernig kíttið er byrjað að springa burt frá ryðinu.
IMG_4800.jpg (67.78 KiB) Viewed 7513 times


IMG_4803.jpg
og hin afturhurðin
IMG_4803.jpg (79.23 KiB) Viewed 7513 times


IMG_4801.jpg
Afturhurð...
IMG_4801.jpg (62.26 KiB) Viewed 7513 times


Ég er búinn að næla í góðar hurðir sem fara á bílinn þegar hann fer í málningu - nú er bara að ákveða hvaða litur verður á kvikindinu...


Svopni
Innlegg: 92
Skráður: 01.sep 2013, 21:01
Fullt nafn: Sigurbjörn Vopni Björnsson

Re: 44" hilux - hvað skyldi að vera að fara að gerast hér?

Postfrá Svopni » 02.jan 2014, 21:27

Það var nú farið að ryðga í gegnum þetta á hurðunum þegar þú keyptir bílinn, það segir trúlega meira um hæfileika mína í boddyviðgerðum (sem eru takmarkaðir) en sölumannshæfileikana :) það er hörku gangur í þessu og mikið verið gert og bíllinn virðist loksins vera að hljóta uppreisn æru. En hvað kom útúr hlutfallamælingum? Er 4:88 að aftan og 4:56 að framan?


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 4 gestir