Toyota Hilux 1984 2L-T


Höfundur þráðar
Bjartmannstyrmir
Innlegg: 81
Skráður: 26.des 2012, 01:48
Fullt nafn: Bjartmann Styrmir Einarsson
Bíltegund: 44" Hilux 1984

Toyota Hilux 1984 2L-T

Postfrá Bjartmannstyrmir » 26.apr 2013, 22:00

Hér er Hiluxinn minn


Toyota Hilux x-cap
árgerð: 1984
Mótor: 2L +turbo
5:71 hlutföll og Soðið frammdrif
frammhásing færð um 12cm framm
4link/5link aftan og rangerover stífur framan
rangerover gormar framan og aftan

kaupi bílinn 2011 og hefur hann þá staðið inní vélageimslu á bæ hér í sveitinni í um 10 ár
Búið var að opna aftur á pall og setja þar bekk úr lödu sport og skráður 4 manna.
fyrri eigandi búinn að eiða mikilli vinnu í að riðbæta grind og smíða fjöðrunarkefri. fór svo í honum stýrismaskína
þegar var verið að bakka honum inn í Vélageimsluna og var svo ekki hreyfður fyrr en ég kaupi hann.

Image

Image

Svo var farið að skola af þessu rikið og massað lakkið upp til að fá hann rauðann aftur

Image

Image
hér er búið að dunda eitthvað í honum.

Svo slitnar í honum tímareim(var að fara skipta um) þegar ég er á leið út á verkstæði og ná stimplar í ventla.
ventlarnir sluppu óbognir en foru rokkerarmar og filgibúnaður í döðlur. þetta var rifið og fannst ekki annað hedd á hann
þarna og því var gert við heddið sem var í honum. fékk invols í heddið úr gömlum hiace en heddið gekk ekki á milli. en það hafði brotnað úr einu sætinu fyrir knastásinn og í því broti er einnig bolti sem heldur ventlaloki. því var reddað með því að bora aðeins lengra niður í heddið og snitta . svo var sett tveggja þátta málmsteypa á brotið og skrúfað saman....... (átti bara að sjá hvort þetta myndi tolla) og þegar var verið að skrúfa ventlalokið á var einn boltinn aðeins of langur (sá sem skrúfaðist í gegnum brotið) . skar af honum 2-3mm og svo skrúfað saman.. setti svo í gang .bíllinn dettur í gang og gengur vel. þá er mér litið undir bílinn og sé mígleka undan bílnum smurolíu. farið var að athuga málið og kom í ljós að brotnað hefði út úr heddinu stórt stykki 3x4-5 cm. ekki hafði betur hepnast til en að þetta 2-3mm stykki sem ég skar af boltanum fyrir ventlalokið hafði lent akkurat ofan í heddinu. (var sammt sem áður með ventlalokið á þegar ég skar þetta) og lenti þetta stykki á milli knastásar og hliðar í heddinu og braut það sig þessvegna út.
þá var áhveðið að notast við þetta tveggja þátta undraefni enn á ný og brotið límt aftur á sinn stað....

mér til mikillar furðu gengur bíllinn furðu vel enn þann dag í dag með heddið svona frágengið og lekur ekki dropa af smurolíu... bjóst ekki við því meða við skítamixið á þessu heddi.


Svo var farið í að loka húsinu aftur og laga til grindina var orðin mikið riðguð eftir þessi 10 ár sem bíllinn stóð

Image
hér er verið að loka húsi. þarna var skorið hluti úr öðrum bíl og fært á milli. ekki fanst afturrúða í hann og lét ég því skera fyrir mig afturrúðu úr akrýlplasti (svipað og plexýgler)
Image
skipt var um hjólalegur að aftan og allar pakkdósir í afturhásingu. einnig fór í hann allt nýtt í bremsur og ný bremsurör frá afturhásingu og framm í höfuðdælu.

Image
hér er skúffan komin á aftur og búið að loka húsinu.

svo var bíllinn í notkun í einhverja mánuði og lagt svo aftur. ýmislegt brasað í honum þar á meðla skipt um stýridælu og maskínu,
frammhásing tekin í gegn, skipt um allar pakkdósir og fóðringar í frammstýfum og skástýfu,

núna fyrir um 2 mánuðum var hann tekinn og skorið úr fyrir 44"

Image

Image

Image

Image
þarna er bíllinn orðinn leiðinlega upplitaður aftur og var hann því tekinn og Massað upp lakkið eina ferðina enn.

Image
Image
svona stendur hann í dag. Búið að setja á hann breiðari kanta og sitthvað fleirra af smáhlutum

á frammtíðarplaninu er:
-að gera við grindina þar sem marg er búið að riðbæta hana og er hún orðin snúin og skökk
hugsa að aftari hluti grindar verið smíðaur nýr.
- 44"dekk og 17"breiðar felgur.
- taka upp mótor- nýjar legur, pakkningar pakkdósir- annað hedd og flr
- loftlæsingar
- Riðbæta boddy og Heilmálun.




sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Toyota Hilux 1984 2L-T

Postfrá sukkaturbo » 27.apr 2013, 08:15

Þetta verður flottur bíll hjá þér og verður gaman að fylgjast með þér í að gera hann upp. kveðja guðni

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Toyota Hilux 1984 2L-T

Postfrá HaffiTopp » 27.apr 2013, 08:21

Gamall og flottur hjá þér. Hvað er hann mikið ekinn, bara svona í forvitni? En þú verður að setja flottari framstuðara á bílinn. Þetta stingur svakalega í augun finnst mér :D


Höfundur þráðar
Bjartmannstyrmir
Innlegg: 81
Skráður: 26.des 2012, 01:48
Fullt nafn: Bjartmann Styrmir Einarsson
Bíltegund: 44" Hilux 1984

Re: Toyota Hilux 1984 2L-T

Postfrá Bjartmannstyrmir » 27.apr 2013, 16:00

takk fyrir.
hann er ekinn um 230 þúsund samkvæmt mæi. veit nú sammt ekki hversu rétt það er.
og á hann fer annar frammstuðari. ætla að smíða rörastuðara á hann. og á einnig til röraafturstuðara sem fer á hann.

User avatar

Fetzer
Innlegg: 376
Skráður: 31.okt 2010, 21:28
Fullt nafn: Aron Agnarsson

Re: Toyota Hilux 1984 2L-T

Postfrá Fetzer » 15.maí 2013, 23:28

á nýupptekinn svona motor fyrir þig, nýtt hedd, ný túrbína, og bara allt 100%, fæst á 170k með kössum og intercooler!
Land Cruiser 70 1989 í uppgerð
Hyundai Terracan 38"


Höfundur þráðar
Bjartmannstyrmir
Innlegg: 81
Skráður: 26.des 2012, 01:48
Fullt nafn: Bjartmann Styrmir Einarsson
Bíltegund: 44" Hilux 1984

Re: Toyota Hilux 1984 2L-T

Postfrá Bjartmannstyrmir » 27.maí 2013, 00:34

Þá fór loksins eitthvað að gerast í þessum

Image
skúffuni var kift af á laugardag og svo var honum hennt inn í dag og áhveðið var að rífa þetta og gera þetta í eitt skipti fyrir öll.

Image
rosalega þæginlegt að gera þetta á lyftu. og tók ótrúlega stuttann tíma. vorum 2-3 tíma að aftengja allt og kippa boddyi af.

Image

Image
svo var mótor hífður úr og fer þessi vonandi ekki aftur í. það er að segja ef að "fetzer" er ekki búinn að selja.

Image

Image
svo stóð hann svona kl hálf 7 í kvöld. byrjuðum um 12-1 leitið

það sem er fyrir stefnu er að taka grindina og sandblása. skipta út aftastahluta grindarinnar. er líklegast kominn með aðra grind sem verður sameinuð við þessa, færa afturhásingu 15cm aftar og laga aðeins til fjöðrunarkefið. tók eftir því að skástýfurnar liggja í kross. sennsagt framm og afturstífa. grunar að það hafi ekki góð áhrif á aksturseiginleika.
svo verður þetta allt málað og riðvarið.
kemur svo vonandi annar mótor og einnig verður boddy tekið og riðbætt og sprautað. en það verður bara að koma í ljós hvernig þetta á allt eftir að ganga
Image

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Toyota Hilux 1984 2L-T

Postfrá jeepcj7 » 27.maí 2013, 12:58

Þetta með þverstífurnar er nokkuð algengt td. í patrol orginal.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

íbbi
Innlegg: 1453
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Toyota Hilux 1984 2L-T

Postfrá íbbi » 27.maí 2013, 18:21

getur það ekki verið út af hliðarhreyfinguni v/ þverstífunar, að það jafni út að hafa þær sitt og hvað
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
Bjartmannstyrmir
Innlegg: 81
Skráður: 26.des 2012, 01:48
Fullt nafn: Bjartmann Styrmir Einarsson
Bíltegund: 44" Hilux 1984

Re: Toyota Hilux 1984 2L-T

Postfrá Bjartmannstyrmir » 27.maí 2013, 18:43

það er þá bara ágætt . þá þarf maður ekki að breyta því. en sammt sem áður er skástífan að aftan of brött


Höfundur þráðar
Bjartmannstyrmir
Innlegg: 81
Skráður: 26.des 2012, 01:48
Fullt nafn: Bjartmann Styrmir Einarsson
Bíltegund: 44" Hilux 1984

Re: Toyota Hilux 1984 2L-T

Postfrá Bjartmannstyrmir » 07.jún 2013, 12:21

Jæja þá er ýmislegt búið að gerast í þessum. Fór í seinustu viku og keipti mótor í þennann. sagt er að hann sé allur ný upp tekinn, nýtt hedd, ventlar, túrbína. bara búið að taka hann allann upp. og sagt að hann sé í topp standi. en það verður að koma í ljós svo hvernig hann á eftir að reynast.

svo var það núna í þessari viku sem ég fer og versla mér annann svona bíl. Sá er 38"breyttur með fulla skoðun. stráheila grind og sæmilega skúffu. læsingar framan og aftan og sitthvað fleirra. en því miður er húsið á honum frekar illa farið af riði, hurðar frekar mikið riðgaðar innrabirðið á þeim og gluggaramminn. einnig er toppurinn illa farinn af riðið og svolítið rið í gólfi. þannig húsið á gamla mínum er mun betra.
að öllum líkindum verðuð þetta sameinað í 1 góðan og svo restin í einn verri bíl.

Image
það er sennsagt þessi bíll sem ég keypti . stal þessum mynd af fyrri eiganda

Image


Magnús Þór
Innlegg: 121
Skráður: 24.apr 2010, 15:13
Fullt nafn: Magnús Þór Árnason

Re: Toyota Hilux 1984 2L-T

Postfrá Magnús Þór » 07.jún 2013, 19:34

verður gaman að sjá


Höfundur þráðar
Bjartmannstyrmir
Innlegg: 81
Skráður: 26.des 2012, 01:48
Fullt nafn: Bjartmann Styrmir Einarsson
Bíltegund: 44" Hilux 1984

Re: Toyota Hilux 1984 2L-T

Postfrá Bjartmannstyrmir » 31.aug 2013, 19:50

þá er eitthvað farið að gerast í þessum
búinn að vera sandblása síðustu vikurnar svona þegar einhvern þurk gerir


Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image
svolítið rið hér og þar....
Image

svo er búið að grunna þetta allt síðan þessar myndir voru teknar og er að fara byrja á riðbætingu.


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Toyota Hilux 1984 2L-T

Postfrá lecter » 01.sep 2013, 01:35

sælir ég á nokkuð heilt body af 84 en gólfið er úr en annað held ´ég mun betra en þetta

þetta er sami billinn hann er með guli og svarti ,,, ,með 350buick 350skipting og 307 held .eg gormar læsingar hlutföll

en body má fara
Viðhengi
8092.jpg
8092.jpg (41.74 KiB) Viewed 6016 times
006.JPG
006.JPG (303.11 KiB) Viewed 6016 times

User avatar

jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Toyota Hilux 1984 2L-T

Postfrá jongud » 01.sep 2013, 10:12

Bjartmannstyrmir wrote:þá er eitthvað farið að gerast í þessum
búinn að vera sandblása síðustu vikurnar svona þegar einhvern þurk gerir
...
svolítið rið hér og þar....
...
svo er búið að grunna þetta allt síðan þessar myndir voru teknar og er að fara byrja á riðbætingu.


Þú er búinn að blása hálfum bílnum í burtu !


Höfundur þráðar
Bjartmannstyrmir
Innlegg: 81
Skráður: 26.des 2012, 01:48
Fullt nafn: Bjartmann Styrmir Einarsson
Bíltegund: 44" Hilux 1984

Re: Toyota Hilux 1984 2L-T

Postfrá Bjartmannstyrmir » 01.sep 2013, 11:56

ég væri til í að skoða þetta boddý hjá þér lecter, hvað þyrfti maður að borga þér fyrir þetta ?

User avatar

sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Toyota Hilux 1984 2L-T

Postfrá sonur » 11.sep 2013, 20:41

flott vinnubrögð!!!

Ég lenti einu sinni fyrir aftan þennan á ljósum og hefði getað ekið undir hann (var á mjög lágri corollu)
Image

og það sat einhver með mer í bilnum sem ég man ekki hver var í augnablikinu en hann sagði mér
að strákurinn sem átti þennan og gerði hann svona eins og hann er útlitandi í dag (eða þegar þú keyptir hann) hefði eytt í hann 700.000kr... er eitthvað í honum sem stendur undir því?
mér fannst þetta svo há upphæð sem hann nefndi en hann færði rök fyrir því að hann hefði skrúfað bilinn
í sundur og keypt allt nýtt, ég hlit að vera að tala um annan bil en þennan en ég man bara svo vel
eftir "TOYOTA" merkinu á lokinu á pallinum.

p.s.
Er að fila að þessi pallbílar eru að poppa upp hérna og þarna aftur, alltaf fundist þetta flottustu breyttu jepparnir svona pallbíll á 38" og var einmitt minn fyrsti jeppi Hilux xtra cab 36"
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"


Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Toyota Hilux 1984 2L-T

Postfrá Big Red » 12.sep 2013, 18:19

Veit ekki með 700þúsund enn örugglega nálægt því. keypti aðra grind undir hann því hin var brotin og hann reif bílinn bókstaflega í spað held það séu kanski ein eða tvær skrúfa í honum sem hann hefur ekki skrúfað. Það var alltaf næst á dagskrá hjá honum að taka body-ið í gegn. En það var orðið smá dapurt, hann var bara aldrei komin það langt. Minnir hann hafi keypt annan mótor í hann og tekið hann alveg í gegn, hvort hann hafi sett túrbínu á hann eða hvort það var túrbína til staðar man ég ekki. hvort hann verslaði nýjan gírkassa líka. Smíðaði rörastuðara og svo má lengi telja. keypti fourlinkið undir hann ásamt allskonar dóti, legum, endum, boltum og skrúfum til að gera hann almennilegan. Hann var búinn að setja svo mikið í hann að held það hafi verið það sem stoppaði frekari aðgerðir hjá honum. Því hann fengi það aldrei til baka + hann ákvað að halda áfram í skóla ;)
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159


Höfundur þráðar
Bjartmannstyrmir
Innlegg: 81
Skráður: 26.des 2012, 01:48
Fullt nafn: Bjartmann Styrmir Einarsson
Bíltegund: 44" Hilux 1984

Re: Toyota Hilux 1984 2L-T

Postfrá Bjartmannstyrmir » 12.sep 2013, 18:38

Ég hef nú ekki orðið því sérstaklega var að búið sé að eiða í þennann svarta 700þúsundum eða allavega ekki uppá síðkastið.
dýrustu hlutirnir í þessum bíl eru sennilega læsingarnar og afturstuðarinn.

en skemmtilegur bíll engu að síður. en ég hef þurft að leggja svolitla vinnu í hann eftir að ég kaupi. þegar ég fæ hann er hann ný kominn úr skoðun og fékk fulla skoðun athugasemda laust. og tek ég því sem helstu slitfletir og annað skoðunar skilt sé í ásættanlegu standi. en í dag er ég allveg klár á því að skoðunarmaðuriinn hafi verið drukkinn eða sofandi því það sem er að honum þegar ég fer að skoða bílinn nánar og keyra hann meira en stuttann prufurúnt innanbæjar er eftirfarandi..

: öll fjaðragúmmí voru handónýt. og sum þeirra varla til staðar,
bremsur virkuðu hrikalega, bremsaði nánast engöngu að aftan,
frammhásing var laus undir bílnum (bara lausar fjaðraklemmur)
bakkljós og hazzard virkaði ekki( rafkerfið í honum er allt hálf fúskað og virkar takmarkað)
mótor lekur olíu (eigandinn lét mig vita af því )
stýrið lekur
kúplings þrællinn lak
boddýið á bílnum ætti ekki að vera skoðunarhæft sökum riðs,
Bitinn í toppnum við frammrúðuna var horfinn á 20 cm kafla,
innrabirði á hurðum mjög riðgað (eigandinn lét mig reyndar vita af því og sýndi mer það)
gólfið í bílnum bílsjóra meginn einnig mjög riðgað, og 2 dögum eftir kaup þá gefur sig gólfið og boddýfestingin gengur upp
og í bílinn vantaði boddýpúða á einum stað og boddýið hálf laust á grindinni. (eigandinn sagði mér að það væri smá rið í gólfi)

þetta er svona það helsta sem ég man í augnablikinu og verð ég að segja að ég hálf sjái eftir þessum kaupum.
og ekki mjög sáttur við þann sem skoðaði þennann í bifreiðaskoðun . en að sjálfsögðu get ég bara sjálfum mér um kennt að hafa ekki gefið mér meiri tíma til að skoða bílinn betur áður en ég kaupi hann.

en hann mun koma að ágætum notum við uppgerð á þeim rauða. læsingar og grindin úr þessum svarta verður notað og pallurinn fer á annann bíl sem er einnig í smíðum hjá mér. en húsinu af þessum svarta verður hennt þar sem það er gott sem óviðgerðar hæft.


Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Toyota Hilux 1984 2L-T

Postfrá Big Red » 12.sep 2013, 19:11

Já mjög líklega er margt farið að bila því það eru jú komin 3-4 ár síðan jafnvel 5 man það ekki alveg sem hann var að taka bílinn í gegn. og eins og sagði ekki nú alveg viss með 700þús
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 94 gestir