Síða 1 af 1
Ofur~Patti (1992 Y60)
Posted: 14.apr 2013, 23:04
frá stebbi1
Ætli það sé nú ekki kominn tími til að gera smá þráð um eðal patrolinn sem ég verslaði á haustmánuðum.
Keypti hann á Akureyri og fyrri eigandi breytti honum að mestu og byrjað á því um 2007 held ég, nafnið Ofur~Patti fylgdi honum enginn ástæða til að slíta það af. Sjálfur hef ég ekkert gert nema skipta um olíu og alternator.Fjarlægði svo balanstangirnar þar sem hann fékk endurksoðunn útá slit í þeim ásamt einhverju smotteríi. smíðaði svo aðrar stangir, hef bara ekki séð tilganginn með því að setja þær í
Því miður hefur nú ekki gefist tími til að taka almennilega ferð, bara stuttar þægilegar dagsferðir

Ánægður með gripinn

ekki verri á 44"

Smá skreppur uppá Smjörvatnsheiði

annar smá skreppur um heiðarnar

hann, eða við erum frekar lagnir við að komast niður í afætur, sérstaklega með H frammhjól



Fór styðstu leið heim úr páskafríinu milli Eigilsstaða og Vopnafjarðar. tekinn við símahúsið á Smjörvatnsheiði

Ótrúleg tilviljun að þessi sé til
Re: Ofur~Patti (1992 Y60)
Posted: 15.apr 2013, 18:23
frá jeepson
Flottur patti. Við fórum nokkrir á smjörvatnsheiðina 7. apríl. Það var ansi gaman og þungt færi. Maður en er að hugsa um að henda pattanum á 44" fyrir næsta vetur :)
Re: Ofur~Patti (1992 Y60)
Posted: 15.apr 2013, 23:06
frá stebbi1
jááá, þið verðið nú að láta vita næst þegar þið eigið leið þarna um, við erum nú nokkrir hérna á Vopnafirði sem gætum kíkt á móti ykkur, hægt að fara víða þegar þarna upp er komið :D
en 44" er bara snilld :D
Re: Ofur~Patti (1992 Y60)
Posted: 16.apr 2013, 05:24
frá siggi64
Verð að fara kíkja á gripin í návígi,vonandi verður hægt að fara einn rúnt þegar ég kem í land um mánaðarmót
kv Siggi
Re: Ofur~Patti (1992 Y60)
Posted: 14.feb 2014, 10:40
frá stebbi1
Jæja þá er komið að því að skipta um frammhjólalegurnar og gerði ég netta verðkönnun áðuren ég verslaði nýjar, skelli þessu hér inn,. Öll verð eru án afsláttar.
Seljandi, verð, tegund
Bílanaust 15499 Nipparts
Poulsen 15813 Optimal
Bl 25500 Gleymdi að spyrja
Stál og stansar 15300 Koyo
Fálkinn 12243 SNR
AB varahl 14200 SNR
Stilling 16900 Eithvað japanskt, fékk ekki nánari upplýsingar
Hjá poulsen og stillingu fylgdu drulusköfurnar/þéttingarnar á kúluna utann um öxulliðinn líka.
Ég endaði á því að kaupa þetta hjá stáli og stönsum, lá svo vel á sölumanninum og svo voru koyo legur í bílnum hjá mér.
En úr því að pattinn er kominn inn þá ætla ég að reyna hafa mig í það að koma low gírnum í líka, hann er að verða búinn að standa núna og bíða í að verða ár. ekki seinna vænna að fara snúa honum.
Re: Ofur~Patti (1992 Y60)
Posted: 16.feb 2014, 13:01
frá ToyCar
gleymdir klárlega að ath verð hjá Jeppasmiðjunni, Ljónsstöðum :)
Kaupi nánast allt hjá þeim, hvort sem það er í ameríska eða annað.
Re: Ofur~Patti (1992 Y60)
Posted: 02.nóv 2014, 12:44
frá stebbi1
Þess fær nýtt hedd í jólagjöf, var farinn að blása útí vatnið af og til og svo fór það ágerast og eftir smá umhugsun og rannsóknir var ekkert annað að en kikja á strokklokið og pakningu. hér fyrir neðan eru svo nokrar myndir.

Sprungið á 6.cyl talið frá trissuhjóli. er þetta algengur staður?


allir cylindrar voru svona sprungnir að vísu mis mikið
Ég tel að það þurfi nú ekki að senda þetta í þrýstiprófun ;)
Re: Ofur~Patti (1992 Y60)
Posted: 02.nóv 2014, 21:55
frá Kiddi
Veit um Patrol með góðri vél (farið í hedd fyrir ca 10 þús km síðan) en lélegt body, fæst fyrir eitthvað sanngjarnt. Hefur þú áhuga?
Re: Ofur~Patti (1992 Y60)
Posted: 12.nóv 2014, 15:25
frá Valdi B
ég er með oltinn patrol 2.8 94-95 árgerð , boddy er ónýtt og ég ætla að halda hásingunum en ef þú vilt geturðu fengið restina fyrir 120 þúsund bíllinn keyrir eins og hann stendur og mótor í lagi og kassi og millikassi, eina er að ég ætla að halda intercoolernum úr honum líka.
Re: Ofur~Patti (1992 Y60)
Posted: 12.nóv 2014, 18:37
frá Grímur Gísla
Var Súkkan þá græjuð fyrir veturinn.