Nissan Patrol Y60
Posted: 13.apr 2013, 20:02
Var að fá mér þennan eðal Patrol, keyptur þann 10.03.2013 með endurskoðun á 170.þús sem ég tel nú bara vera nokkuð gott verð fyrir þennan fák.
Er 1992árg, ekinn 230þús. með 2.8l og intercooler.
Það sem var sett útá í skoðun 1.bremsur að aftan 2.gúmmí í stýrisdempara ónýt 3.dekk ónýt 4.púst sem var ekkert 5.hliðarspegill bílstjórameginn, er búin að græja þetta allt saman og er kominn með fulla skoðun.
Eftir að ég keypti bílinn þá hætti hann að hlaða svo ég reddaði mér öðrum alternator og skipti um hann, svo var það pústið sem var eiginlega svona forgangs atriði. Ég keypti mér efni í Málmtækni, 76mm riðfrítt og græjaði það á tveimur kvöldum og bíllinn hjómar bara ágætlega þrátt fyrir mikið kvín í turbínu veit ekki alveg hvað það er því félagi minn á eins bíl og hann er alveg hjóðlátur. (Megið alveg koma með einhverjar hugmyndir um hvað það gæti verið)
Svo var það olíu skipti og var olían alveg eins og vatn þegar ég tappaði henni af, hráolíu sían var svo riðguð að innan og full af vatni að það var bara ótrulegt að bíllinn hafi gengið, þá hvarf líka ljósið í mælaborðinu.
Þá voru það dekkja mál, keypti mér felgur 15x10 tveggja ventla (hann var á 305/70R16) og fékk lánuð dekk hjá félaga mínum 33x12.5 og lítur hann mun betur út á því.
svo er það bara búið að vera smá dund hér og þar skipta um stýri og gírhnúa, djúphreinsa því bíllinn var eins og fjós að innan, ætla mér að breyta AC dælunni í loftdælu bráðlega mér var bent á góða síðu af manni hér á spjallinu (Þakka fyrir það) sem sýndi mér hvernig ætti að gera það http://www.grungle.com/endlessair.html , og svo kemur þetta svona með tímanum.
Hér eru myndir af honum þegar ég fékk hann sem eru frá fyrri eiganda.





Svo kem ég með myndir bráðlega hvernig hann lítur út í dag.
Kveðja Birgir
Er 1992árg, ekinn 230þús. með 2.8l og intercooler.
Það sem var sett útá í skoðun 1.bremsur að aftan 2.gúmmí í stýrisdempara ónýt 3.dekk ónýt 4.púst sem var ekkert 5.hliðarspegill bílstjórameginn, er búin að græja þetta allt saman og er kominn með fulla skoðun.
Eftir að ég keypti bílinn þá hætti hann að hlaða svo ég reddaði mér öðrum alternator og skipti um hann, svo var það pústið sem var eiginlega svona forgangs atriði. Ég keypti mér efni í Málmtækni, 76mm riðfrítt og græjaði það á tveimur kvöldum og bíllinn hjómar bara ágætlega þrátt fyrir mikið kvín í turbínu veit ekki alveg hvað það er því félagi minn á eins bíl og hann er alveg hjóðlátur. (Megið alveg koma með einhverjar hugmyndir um hvað það gæti verið)
Svo var það olíu skipti og var olían alveg eins og vatn þegar ég tappaði henni af, hráolíu sían var svo riðguð að innan og full af vatni að það var bara ótrulegt að bíllinn hafi gengið, þá hvarf líka ljósið í mælaborðinu.
Þá voru það dekkja mál, keypti mér felgur 15x10 tveggja ventla (hann var á 305/70R16) og fékk lánuð dekk hjá félaga mínum 33x12.5 og lítur hann mun betur út á því.
svo er það bara búið að vera smá dund hér og þar skipta um stýri og gírhnúa, djúphreinsa því bíllinn var eins og fjós að innan, ætla mér að breyta AC dælunni í loftdælu bráðlega mér var bent á góða síðu af manni hér á spjallinu (Þakka fyrir það) sem sýndi mér hvernig ætti að gera það http://www.grungle.com/endlessair.html , og svo kemur þetta svona með tímanum.
Hér eru myndir af honum þegar ég fékk hann sem eru frá fyrri eiganda.




Svo kem ég með myndir bráðlega hvernig hann lítur út í dag.
Kveðja Birgir