Jeep Cherokee XJ 38"


Höfundur þráðar
Guðni
Innlegg: 74
Skráður: 27.apr 2010, 11:43
Fullt nafn: Guðni Freyr Ómarsson

Jeep Cherokee XJ 38"

Postfrá Guðni » 18.feb 2013, 23:12

Jæja ég eignaðist minn fyrsta 38" jeppa núna um helgina. Fékk hann hjá kunningja mínum en ég fékk bílinn í láni nokkrum vikum áður en ég keypti hann og fór í ferð upp í Landmannalaugar og var mjög ánægður með bílinn að mörgu leyti þó eitthvað mætti betur fara. Hér er smá lýsing á bílnum;

Jeep Cherokee
38" Ground Hawg
Dana 44 að aftan og Dana 35 að framan
4-link fjöðrunarkerfi að framan og aftan
307 Chevrolet mótor og skipting sem er á leiðinni úr
NP 242 millikassi held ég að hann heiti en hann er með part time og full time 4wd og svo auðvitað rwd og lága drifið
Rancho demparar hringinn, man ekki hvaða undirtegund

Og svo eitthvað meira, gæti verið að ég fari með vitlaust mál á einhverjum af þessum hlutum en ég hreinlega þekki bílinn ekki nógu vel eins og er.

Planið er að taka Chevrolet dótið úr bílnum og setja 4.0L High Output og beinskiptan gírkassa. Svo gæti vel verið að ef maður á þetta í einhvern lengri tíma að hann verði skreyttur með kösturum og þvíumlíku.

Hér eru nokkrar myndir, reyni svo að vera duglegur að setja inn myndir af breytingar ferlinu.

Image

Image

Image

Image
Síðast breytt af Guðni þann 04.mar 2014, 15:35, breytt 1 sinni samtals.


Mitsubishi L200 38"
Subaru Impreza GT Turbo
Subaru 1800 2.0L Turbo
Skidoo Formula
Rover Mini - eilífðarverkefni


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Jeep Cherokee XJ 38"

Postfrá stebbiþ » 18.feb 2013, 23:54

Flottur bíll. Nákvæmlega eins og ég myndi hafa hann. Hef reyndar alltaf verið spenntur fyrir því að setja AX15 5-gíra kassann, aftan á 350 chevy. Ef þú skiptir út þessum vonlausa Edelbrock blöndungi fyrir Quadrajet þá færðu a.m.k. 20% minni eyðslu. Þá ertu komin nálægt eyðslu á 4.0 sexunni.
Var með nýjan 600 cfm Edelbrock á 350 vél sem ég smíðaði fyrir nokkrum árum og hann alveg mokeyddi + vonlaus í halla og hristingi. Skipti yfir í gamlann Quadrajet og eyðslan minnkaði um 20-25%.
Auðvitað er meiri skynsemi í því að setja bara 4.0 vélina í ásamt kassanum.
Er annars nokkur skynsemi í því að vera að gera upp tvo gamla Q-jet blöndunga, eins og ég stend í núna?

Kv, Stebbi Þ.

Ef þú ert ekki búin að redda þér 4.0 sexu + kassa, þá veit ég um númerslausan bíl með þessu krami sem þú gætir eflaust fengið fyrir lítið.
Síðast breytt af stebbiþ þann 19.feb 2013, 00:02, breytt 1 sinni samtals.


kolatogari
Innlegg: 157
Skráður: 23.okt 2010, 20:27
Fullt nafn: Hjalti Búi Kristbjörnsson
Bíltegund: Jeep Grand Cherokee
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Jeep Cherokee XJ 38"

Postfrá kolatogari » 18.feb 2013, 23:59

glæsilegur bíll hjá þér. átti svona XJ cherokee með 4l high output, einstaklega skemtilegur bíll. veistu nokkuð hvaða litur er á Chevy vélinni?
Fólk á nú ekkjert endilega að spá í skinsemi eða eyðslu í svona bílasporti, heldur gera það sem mann langar að gera.

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Jeep Cherokee XJ 38"

Postfrá AgnarBen » 19.feb 2013, 00:19

Flottur Cherokee með viðhafnarútgáfunni af grilli og stuðara - allt í krómi :)
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Jeep Cherokee XJ 38"

Postfrá kjartanbj » 19.feb 2013, 01:06

Ekki myndi ég nú nenna að setja Beinskiptingu í svona jeppa , mikið skemmtilegri sjálfskiptur
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: Jeep Cherokee XJ 38"

Postfrá Valdi B » 19.feb 2013, 01:21

en hvernig væri að setja bara 5.2 í þennan aftur ? úr grand , er mikill munur á eyðslu á þeim og 4.0 mótornum ?
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Jeep Cherokee XJ 38"

Postfrá íbbi » 19.feb 2013, 04:36

af hverju að taka 350 úr?
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Gudni Thor
Innlegg: 68
Skráður: 23.aug 2012, 19:32
Fullt nafn: Gudni Thor Thorarinsson
Bíltegund: JEEP CJ5

Re: Jeep Cherokee XJ 38"

Postfrá Gudni Thor » 19.feb 2013, 06:30

Til lukku med bílinn. Èg átti tennann í smá tíma og jú passar ég setti np242 millikassa í hann.
Framhásing er dana 30R med lidhúsum af dana44 med stóru hjólalegunum.
Audvitad tarf e-h ad klappa tessu en engu ad sídur flottur og skemmtilegur jeppi med góda fjödrun.


BrynjarHróarsson
Innlegg: 113
Skráður: 12.okt 2011, 21:50
Fullt nafn: Brynjar Hróarsson

Re: Jeep Cherokee XJ 38"

Postfrá BrynjarHróarsson » 19.feb 2013, 08:21

það vita allir að þú ert hræddur um að keyra útí skurð með allt powerið í 350.


Dodge
Innlegg: 288
Skráður: 05.okt 2010, 15:05
Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
Bíltegund: Jeep Wrangler
Staðsetning: Akureyri

Re: Jeep Cherokee XJ 38"

Postfrá Dodge » 19.feb 2013, 12:37

Flottur jeppi!!

Ég persónulega mundi spara mér vélarskiftin, en innspíting og beinskift er málið, ef það er tilgangurinn.


Höfundur þráðar
Guðni
Innlegg: 74
Skráður: 27.apr 2010, 11:43
Fullt nafn: Guðni Freyr Ómarsson

Re: Jeep Cherokee XJ 38"

Postfrá Guðni » 19.feb 2013, 12:45

Aðal ástæðan fyrir vélarskiptunum er eiginlega bara sú að ég er mun hrifnari af innspýtingu en blöndung og þá sérstaklega í jeppa. 4.0L vélina er auðvelt að finna og eflaust enginn mótor sem jafn auðvelt er að koma fyrir ofan í þennan bíl.

En svo gæti það verið rétt hjá Brynjari Hróarssyni, kannski ræð ég bara ekki við allt aflið í 350 mótornum og enda bara með að keyra út í skurð ;)
Mitsubishi L200 38"
Subaru Impreza GT Turbo
Subaru 1800 2.0L Turbo
Skidoo Formula
Rover Mini - eilífðarverkefni


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Jeep Cherokee XJ 38"

Postfrá lecter » 19.feb 2013, 15:00

sæll ,, 350 chevy er flottur motor i þennan bil ,, algjör mistök að taka hann úr þar sem hann mun alltaf eiða minna en 4l og kostar ekkert að ná eiðsluni niður i 12 litra ,,, með girkassa nærðu þvi öruglega eiðslan minkar ekkert með efi fáðu goðan spar blöndung ekki of stóran skoðaðu frekar hver þjappan er best er að vera með 10:3 þá ertu með sæmilegt tog ,, ekki fara i lægra drif en 4:56 en eg vil ekki lægra en 4:10 og 38" dekk með v8 motor ,,,motorinn verður að vera á ca 13-1400rpm á 90km til að fara undir 14.l eðslu

atugaðu að ódyrustu motorpartar i heiminum eru i 350chervy hvort sem er nýtt eða notað og allt til ,

svo er jeppinn að minu mati meira virði með 350 en 4l


Gudni Thor
Innlegg: 68
Skráður: 23.aug 2012, 19:32
Fullt nafn: Gudni Thor Thorarinsson
Bíltegund: JEEP CJ5

Re: Jeep Cherokee XJ 38"

Postfrá Gudni Thor » 19.feb 2013, 16:58

Hvad ætli kosti tork ás í tennann mótor? Hann eiddi mjög litlu hjá mér med 307 svo eg held ad 350 rétt stillt og ekki of slitinn ætti jafnvel ad geta eitt enn minna, en satt innspítingar eru skemmtilegri finnst mér.


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Jeep Cherokee XJ 38"

Postfrá lecter » 19.feb 2013, 18:37

ég get ekki séð´að það muni miklu að vera með efi og blöndung i fjalla jeppa upp á þægindin ,, ef þú ert með insogið i lagi þa finnur maður aðeins mun á fyrstu 2 min ,,, en ég vil smiða bila sem eru einfaldir og svo ég geti reddað mér heim af fjöllum

svo er 4l ekki með mikið tog til að snúa 38" svo fara verður i lág hlutföll sem veikir drifin helling plús þa fer 4l velin að snúast upp undir 2000rpm i akstri og þa ertu ekki undir 20l eða hangir kanski rett undir 20,, i erfiðum snjó fer 4l upp þar sem hún hefur ekki svo mikið tog ,,,,það er bara til ein regla i V8 velum ekki núa vélini ,ef þú vilt lága eiðslu hun verúr að hafa tog til að aka undir 1500 rpm upp niður brekku

en það er jafn vont að lenda utanvegar með 4l og 350

farðu svo að vinna i 350 vélinni og og fáðu frekar hjálp við að smiða hana eins og þú óskar þér

ég er akkurat að smiða 383 ur 350 sem á að fara i willys 46 eg tek kaldan ás bara tork til að fá hægaganginn eins neðarlega og hægt er og 10,5 stimpla ekki búinn að velja cc hedd
Síðast breytt af lecter þann 20.feb 2013, 09:18, breytt 1 sinni samtals.


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Jeep Cherokee XJ 38"

Postfrá lecter » 19.feb 2013, 18:50

en alltaf ber að skoða timagirinn i usa vélum þar sem hann slitnar og þa fer vélin að eiða meira til að ath þetta set ég vélina á 0 i merki á dampernum sní svo vélini i hina áttina en bara frislagið i keðjuni ef hann er t,d 5 gráður slag þá var svona reglan 1liter fyrir hverja gáðu og gat lækkað´eiðsluna um 3-5 litra bara með að skipta út timagirnum en eg skipti alltaf um knast ás lika og undirliftur


Höfundur þráðar
Guðni
Innlegg: 74
Skráður: 27.apr 2010, 11:43
Fullt nafn: Guðni Freyr Ómarsson

Re: Jeep Cherokee XJ 38"

Postfrá Guðni » 20.feb 2013, 00:35

Já það er eflaust gaman af þessu v8 blöndungs dóti þegar maður er allur inn í því.. ég held að ég teljist samt ekki klikkaður að segja það að blöndungur er svo til úrelt uppfinning og ég held að í flestum tilvikum sé innspýting betri.
Annars ef menn eru að sækjast eftir því að hafa hlutina einfalda varðandi bilanir upp á fjöllum, er þá ekki bara best að fá sér dísel?
Mitsubishi L200 38"
Subaru Impreza GT Turbo
Subaru 1800 2.0L Turbo
Skidoo Formula
Rover Mini - eilífðarverkefni

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Jeep Cherokee XJ 38"

Postfrá Freyr » 20.feb 2013, 01:20

Gaman að þessum pælingum. Ég á einmitt XJ á 38" með 4 lítra vélinni og væri mikið til í öflugri vél og sbc er ofarlega á listanum....;-)


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Jeep Cherokee XJ 38"

Postfrá lecter » 20.feb 2013, 09:41

gott dæmi willys 41 með upprunalegu velinni á 32 dekkjum fullur tankur i Reykavik ekið hellisheiði bensinlaus á Búrfells brún

sami jeppi með 350chevy og 38" dekk sami tankur fylltur á sömu bensinstöð ekið ´mosfelsheiði um lyngdalsheiði -skalholt -þjórsárdal i sigöldu bensin laus rett fyrir innan sigöldu

original velin yfir 20l um há sumar +20
chevy velin 12 litrar um há vetur -25 frost


svo er annað sem er besti plúsinn við usa v8 miðstöðín er alltaf heit þess vegna er v8 fin i willys


Dodge
Innlegg: 288
Skráður: 05.okt 2010, 15:05
Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
Bíltegund: Jeep Wrangler
Staðsetning: Akureyri

Re: Jeep Cherokee XJ 38"

Postfrá Dodge » 20.feb 2013, 12:24

lecter wrote:ég get ekki séð´að það muni miklu að vera með efi og blöndung i fjalla jeppa upp á þægindin ,, ef þú ert með insogið i lagi þa finnur maður aðeins mun á fyrstu 2 min ,,, en ég vil smiða bila sem eru einfaldir og svo ég geti reddað mér heim af fjöllum

svo er 4l ekki með mikið tog til að snúa 38" svo fara verður i lág hlutföll sem veikir drifin helling plús þa fer 4l velin að snúast upp undir 2000rpm i akstri og þa ertu ekki undir 20l eða hangir kanski rett undir 20,, i erfiðum snjó fer 4l upp þar sem hún hefur ekki svo mikið tog ,,,,það er bara til ein regla i V8 velum ekki núa vélini ,ef þú vilt lága eiðslu hun verúr að hafa tog til að aka undir 1500 rpm upp niður brekku

en það er jafn vont að lenda utanvegar með 4l og 350

farðu svo að vinna i 350 vélinni og og fáðu frekar hjálp við að smiða hana eins og þú óskar þér

ég er akkurat að smiða 383 ur 350 sem á að fara i willys 46 eg tek kaldan ás bara tork til að fá hægaganginn eins neðarlega og hægt er og 10,5 stimpla ekki búinn að velja cc hedd


Fyrirgefðu.. en hefur þú einhverntíma prufað bíl með 4l. HO jeep mótor?
Það stendur ekki steinn yfir steini í þessum skrifum.

Þetta eru bara lágsnúnings togrellur, það er í raun alltof kaldur ás í þeim orginal, og alldrei hefur neinn annar en þú talað um að þær eiði miklu...


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Jeep Cherokee XJ 38"

Postfrá stebbiþ » 20.feb 2013, 12:26

Það er greinilegt að við Hannibal virðumst vera einu blöndungsmennirnir hér.
Kanarnir ræða þessi mál mikið á sínum spjallsíðum og eftir að hafa fylgst talsvert með þeim, þá má segja að í tilfelli 350 chevy (sem er jú ær og kýr þeirra vestanhafs) sé engin munur á eyðslu á innspýtingavélum (eldri) og vel stilltum Q-jet blöndungi. Annað mál er með Holley og Edelbrock, þeir eyða mun meira.
Varðandi hræðslu manna við gangtruflanir í miklum halla o.s.frv., þá er Q-jet nánast ónæmur fyrir bröttum brekkum og miklum hliðarhalla. Kanarnir nota m.a. Q-jetinn í rockcrawling, þar sem brattinn er miklu meiri en við kynnumst nokkurn tíma í jeppaferðum.
Menn þurfa auðvitað að kunna að stilla vélar á gamla mátann til að ná góðri eyðslu með blöndungsvél, og skilja hvernig torinn virkar. Passa að kveikjan sé rétt + flýtingin + vacuum flýting (vacuum advance). Svo má flýta (advance) kambásnum um 3-4 gráður fyrir betra low-rpm power og eyðslu, eins og Hannibal bendir á. Þá er gott að hafa vacuum-mæli inni í bílnum + kannski splæsa í air/fuel meter til að fylgjast með blöndunni.
Þessir tímar eru auðvitað liðnir þannig séð og skiljanlegt að menn nenni ekki að setja sig inn í þetta, enda nóg til af ódýrum innspýtingarvélum út um allt. En blöndungurinn er merkilegri en þið haldið og hægt að ná alveg ótrúlega miklu úr þeim, ef maður kynnir sér þá vel.

Kv, Stebbi Þ.


Höfundur þráðar
Guðni
Innlegg: 74
Skráður: 27.apr 2010, 11:43
Fullt nafn: Guðni Freyr Ómarsson

Re: Jeep Cherokee XJ 38"

Postfrá Guðni » 20.feb 2013, 12:57

Já ég efast ekki um það að hægt sé að stilla blöndung mjög vel þannig að eyðslan verði minni og afl meira, en aftur á móti er stilling á blöndung sem gerð er heima í skúrnum ekki endilega stilling sem virkar þegar þú ert kominn í 1000m hæð; sem maður er oft á tíðum í, í jeppaferðum.
Mitsubishi L200 38"
Subaru Impreza GT Turbo
Subaru 1800 2.0L Turbo
Skidoo Formula
Rover Mini - eilífðarverkefni

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Jeep Cherokee XJ 38"

Postfrá StefánDal » 20.feb 2013, 13:03

Flottur jeppi Gúndi. Ég hefði samt vilja sjá þig setja innspýtingu á 350 mótorinn.


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Jeep Cherokee XJ 38"

Postfrá lecter » 20.feb 2013, 17:37

ja ætli ég hafi nokkuð att eða ekið 4l bil ,, jú hef átt ca 10 og á einn cherokee 4l og 5,2 á sama tima svo er eg með wranglerinn en hef átt willys með amc 258 5 slika mis breytta og einn 4l 92 cherockee sem eg breytti á 36" mudder eg nenni ekki að telja þetta upp

en ég var með 2 grand á sama tima annar v8 hinn 4l 4l eiðir meira þóg að hann sé með millikassa sem er bara i afturdrifinu
v8 billinn var alltaf i 4x4

en eg er ekki að telja mönnum trú að taka 4l úr bilum hún er ok ef hún er i lagi ,,

ég ætlaði að hafa hana i wranglernum af þvi hún er ókeirð 130,000km en um leið og hún fer þá fer hún úr i skiptum fyrir 502 mercruser báta vél efi 550hp
en eg hef att yfir 1000bila og um 100 motorhjól ca 20 báta það litur að duga til að hafa smá skoðun á málunum
Viðhengi
016.JPG
Síðast breytt af lecter þann 20.feb 2013, 17:45, breytt 1 sinni samtals.


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Jeep Cherokee XJ 38"

Postfrá lecter » 20.feb 2013, 17:40

cherokee 95 4l
Viðhengi
005.JPG


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Jeep Cherokee XJ 38"

Postfrá lecter » 20.feb 2013, 17:59

en á sinum tima stillti eg bila fyrir aðra eftir eyranu og blöndunga ,, Holley var alltaf versur eða viðkvæmastur
og má ekki þorna i honum svo hann hentar ekki vel i jeppa sem stendur inni langan tima þá getur hann farið að bila ,,, en eg stilti oft bila sem voru ný komnir ur stillingu og fekk þá oftast mun betri ,,

en auðvitað vilja allir i dag efi ,,bara starta i gang og keyra ,,, ég skil það vel ,,,sérstaklega i bil sem maður notar alla baga ,, en i sérsmiðuðum jeppum og kepnis bilum finst mér ekki máli skipta hvað maður er með


dabbigj
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 17:22
Fullt nafn: Davíð Geir Jónasson

Re: Jeep Cherokee XJ 38"

Postfrá dabbigj » 21.feb 2013, 00:31

skemmtilegar pælingar, það er líka hægt að verka 4l mótorinn í 300 hestöfl ef að menn vilja en ég held að við höfum gert nóg til að ræna þræðinum af þráðarhöfundi og spurning hvort þetta sé ekki bara efni í nýjan þráð =)


Dodge
Innlegg: 288
Skráður: 05.okt 2010, 15:05
Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
Bíltegund: Jeep Wrangler
Staðsetning: Akureyri

Re: Jeep Cherokee XJ 38"

Postfrá Dodge » 21.feb 2013, 09:53

Sammála síðasta.. Gangi þér vel með græjuna, og umfram allt gerðu það sem þig langar að gera með hann.

En á hann að verða beinskiftur eða sjálfskiftur?


snorri80
Innlegg: 90
Skráður: 13.feb 2011, 20:45
Fullt nafn: Snorri Gíslason

Re: Jeep Cherokee XJ 38"

Postfrá snorri80 » 21.feb 2013, 11:32

ég skal skipta við þig á 350 og skiptingunni og á 4.0 ho með gírkassa og millikassa þú getur heyrt henni og prufað


Höfundur þráðar
Guðni
Innlegg: 74
Skráður: 27.apr 2010, 11:43
Fullt nafn: Guðni Freyr Ómarsson

Re: Jeep Cherokee XJ 38"

Postfrá Guðni » 21.feb 2013, 12:27

Já það er gaman af þessari umræðu. En Chevrolet dótið er að öllum líkindum selt.
Ég er svona farinn að hallast að því að hafa bílinn bara sjálfskiptan, auðveldara að komast yfir svoleiðis á minna verði og svo held ég að sjálfskipting sé betri við 4.10 hlutföllin sem eru í bílnum.
Mitsubishi L200 38"
Subaru Impreza GT Turbo
Subaru 1800 2.0L Turbo
Skidoo Formula
Rover Mini - eilífðarverkefni


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Jeep Cherokee XJ 38"

Postfrá kjartanbj » 21.feb 2013, 14:36

Sjálfskipting er líka bara mikið skemmtilegri í jeppa heldur en beinskipting :) , alltaf afl til staðar, ekki kúppla í miðri brekku og missa afl niður og svona vesen
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


Höfundur þráðar
Guðni
Innlegg: 74
Skráður: 27.apr 2010, 11:43
Fullt nafn: Guðni Freyr Ómarsson

Re: Jeep Cherokee XJ 38"

Postfrá Guðni » 21.feb 2013, 17:50

kjartanbj wrote:Sjálfskipting er líka bara mikið skemmtilegri í jeppa heldur en beinskipting :) , alltaf afl til staðar, ekki kúppla í miðri brekku og missa afl niður og svona vesen


Þessi alhæfing þykir mér ekki alveg meika sens hjá þér, þetta fer allt eftir bílum og færi og jafnvel ökumanni líka. Ég er búinn að prófa jeppast á sjálfskiptum og beinskiptum bílum og miðað við mína reynslu þá fer þetta mikið eftir færi.

T.d. getur maður lent í þeim aðstæðum að ekki er gott að bíllinn skipti sér upp, þá er betra að vera beinskiptur því þá hefur maður stjórn á því í hvaða gír bíllinn er. Ef startari klikkar upp á fjöllum þá ertu ekki að fara draga sjálfskiptan bíl í gang og svo margt fleira, það eru kostir og gallar í öllu. ;)
Mitsubishi L200 38"
Subaru Impreza GT Turbo
Subaru 1800 2.0L Turbo
Skidoo Formula
Rover Mini - eilífðarverkefni


Stjáni
Innlegg: 460
Skráður: 28.apr 2010, 13:36
Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
Bíltegund: Jeep cj5
Staðsetning: Reykjavík

Re: Jeep Cherokee XJ 38"

Postfrá Stjáni » 21.feb 2013, 18:26

Smá innskot varðandi að hafa sjálfskipt ;) það má líka stjórna því sjálfur á skipternum hvaða gír skiptingin er í,
td. ef hún er sett í 1. á skiptir þá fer hún ekki hærra og eins með 2. osfrv. :)

ég er hlynntur báðum kostum eða ef um afllítinn bíl er að ræða vil ég hafa hann beinsk. en sjálfsk. ef um meira afl er að ræða og
svo auðvita skiptir færi og margt annað máli líka :)


Höfundur þráðar
Guðni
Innlegg: 74
Skráður: 27.apr 2010, 11:43
Fullt nafn: Guðni Freyr Ómarsson

Re: Jeep Cherokee XJ 38"

Postfrá Guðni » 21.feb 2013, 18:49

Stjáni wrote:Smá innskot varðandi að hafa sjálfskipt ;) það má líka stjórna því sjálfur á skipternum hvaða gír skiptingin er í,
td. ef hún er sett í 1. á skiptir þá fer hún ekki hærra og eins með 2. osfrv. :)

ég er hlynntur báðum kostum eða ef um afllítinn bíl er að ræða vil ég hafa hann beinsk. en sjálfsk. ef um meira afl er að ræða og
svo auðvita skiptir færi og margt annað máli líka :)


Já þetta kom auðvitað eitthvað vitlaust út hjá mér.. en það er auðvitað rétt hjá þér en með beinskiptingum kassa þá hefuru þó meiri vald á því í hvaða gír þú ert. :)
Mitsubishi L200 38"
Subaru Impreza GT Turbo
Subaru 1800 2.0L Turbo
Skidoo Formula
Rover Mini - eilífðarverkefni


Stjáni
Innlegg: 460
Skráður: 28.apr 2010, 13:36
Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
Bíltegund: Jeep cj5
Staðsetning: Reykjavík

Re: Jeep Cherokee XJ 38"

Postfrá Stjáni » 21.feb 2013, 19:19

Við erum með cherokee xj með 4.0 HO beinsk. hann er að fara með 12-14 í langkeyrslu á "38 og er reyndar alltaf í svipaðri eyðslu hvort sem maður er innan eða utanbæjar :) finnst það alveg ásættanleg eyðsla miðað við að þetta er að skila rétt tæpl. 200 hp og hellings torki en auðvita er þetta ALDREI nóg alveg sama hvað maður er með hehe :)

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Jeep Cherokee XJ 38"

Postfrá jeepson » 21.feb 2013, 20:16

Stjáni wrote:Við erum með cherokee xj með 4.0 HO beinsk. hann er að fara með 12-14 í langkeyrslu á "38 og er reyndar alltaf í svipaðri eyðslu hvort sem maður er innan eða utanbæjar :) finnst það alveg ásættanleg eyðsla miðað við að þetta er að skila rétt tæpl. 200 hp og hellings torki en auðvita er þetta ALDREI nóg alveg sama hvað maður er með hehe :)


Farðu nú að redda mér AX-15 kassa í cherokeeinn minn. Ég er orðinn leiður á að hafa þetta sjálfskift.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Stjáni
Innlegg: 460
Skráður: 28.apr 2010, 13:36
Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
Bíltegund: Jeep cj5
Staðsetning: Reykjavík

Re: Jeep Cherokee XJ 38"

Postfrá Stjáni » 21.feb 2013, 20:27

Það er nú ekkert of auðvelt að fá þessa kassa en þeir eru eflaust til einhversstaðar.... Bara vera duglegur að auglýsa :)

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Jeep Cherokee XJ 38"

Postfrá AgnarBen » 21.feb 2013, 23:11

12-14 lítra eyðsla á 38" Cherokee innanbæjar ...... Hvað eru menn að reykja eiginlega ;-) Ég næ mínum 39,5" niður í 14 í langkeyrslu við BESTU aðstæður og á löglegum hraða en hann fer aldrei undir 20 innanbæjar.....

Það er einn beinsk XJ niðrí Vöku og kassinn er ennþá í honum. Held reyndar að hann sé 2,5 bensín ef að það skiptir einhverju máli .....
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


kolatogari
Innlegg: 157
Skráður: 23.okt 2010, 20:27
Fullt nafn: Hjalti Búi Kristbjörnsson
Bíltegund: Jeep Grand Cherokee
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Jeep Cherokee XJ 38"

Postfrá kolatogari » 21.feb 2013, 23:40

held að 2,5 kassin sé Ax-5 pugeot. Það er ekki hægt að mæla eyðslu innanbæjar í kílometrum. þannig er það nú bara. allavega hef ég ekki séð neinn vélarframleiðanda gefa upp eyðslustölur með random stoppum í einhverjar random mínotur, við random hitastig á vélinni í random færi. það er og verður alltaf einhverjar random tölur sem eru með öllu ómarktækar.


Stjáni
Innlegg: 460
Skráður: 28.apr 2010, 13:36
Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
Bíltegund: Jeep cj5
Staðsetning: Reykjavík

Re: Jeep Cherokee XJ 38"

Postfrá Stjáni » 22.feb 2013, 00:03

AgnarBen wrote:12-14 lítra eyðsla á 38" Cherokee innanbæjar ...... Hvað eru menn að reykja eiginlega ;-) Ég næ mínum 39,5" niður í 14 í langkeyrslu við BESTU aðstæður og á löglegum hraða en hann fer aldrei undir 20 innanbæjar.....

Það er einn beinsk XJ niðrí Vöku og kassinn er ennþá í honum. Held reyndar að hann sé 2,5 bensín ef að það skiptir einhverju máli .....


Ég hef ekkert reykt hingað til nema sígarettur og er hættur því en ég verð bara að taka þig hring þegar framhásingin er komin undir og sína þér þetta það er minnsta málið :)


Stjáni
Innlegg: 460
Skráður: 28.apr 2010, 13:36
Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
Bíltegund: Jeep cj5
Staðsetning: Reykjavík

Re: Jeep Cherokee XJ 38"

Postfrá Stjáni » 22.feb 2013, 00:05

Svo í ganni vil ég segja líka að við vorum með 4.7 cherokee ´99 óbreyttann og maður fann það alveg verulega vel hvað það kostaði miklu meira að vera á honum heldur en 4.0 bílnum þó svo 4.0 sé á "38


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 25 gestir