litli ljótur Mazda B2600


Höfundur þráðar
magnusv
Innlegg: 308
Skráður: 26.jún 2011, 22:49
Fullt nafn: magnús veigar ásgrímsson

litli ljótur Mazda B2600

Postfrá magnusv » 09.feb 2013, 19:36

Ég fór og náði í þennan dýrindisgæðing núna á fimmtudag til selfossar og ég hef virkilega gaman af bílum sem ekki er mikið til af.. man að pabbi minn átti svona sem vinnubíl og hann sagði að þetta væri hrikalega fínn bill og bilaði lítið

búnaður er þokkalega fínn miðað við svona hráan bíl.. það er lúxus eins og

rassahitari(virkar)
kassettu tæki sem spilar einungis queen kassettu sem er föst í..
svo er driflæsing í afturdrifi sem kom mér mjög mikið á óvart
svo er meiri lúxus sem á eftir að uppgötva

svo er það kramið það er 2,6 mótor sem er frá mitsubishi að ég held.. það er nýbúið að skipta um mótor því að bilunin lýsti sér þannig að hann fer í gang en svo um leið og það er snert inngöfina þá deyr hann hann gengur truntulega og fussar og sveiar ég va rað pæla hvað gæti þetta verið? það er flottur þrýsingur á mótor en það er eins og hann vilji ekki taka við bensínu eða þá að tíminn gæti verið vitlaus þa er ný kveikja og ný kerti + kertaþræðir í honum

allar upplýsingar eru vel þegnar um hvað gæti verið að þessum gæðing
Viðhengi
080220131659.jpg



User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: litli ljótur Mazda B2600

Postfrá hobo » 09.feb 2013, 21:48

Prófaðu að losa upp á kveikjunni og snúa henni í báðar áttir og gá hvort hann lagist. Ef hann er betri í aðra áttina er líklegt að það skeiki um eina tönn á tíma. Sérstaklega ef það er nýbúið að hræra í þessu.


kolatogari
Innlegg: 157
Skráður: 23.okt 2010, 20:27
Fullt nafn: Hjalti Búi Kristbjörnsson
Bíltegund: Jeep Grand Cherokee
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: litli ljótur Mazda B2600

Postfrá kolatogari » 12.feb 2013, 22:23

þetta eru alveg snilldar mótorar. komu í mmc starion líka. haugur af afli þarna á ferðinni ef allt er að virka vel. þú gæti gáð á síður hjá starion/dodge conquest klúbbum á netinu til að finna út hvað er að bílnum hjá þér.


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: litli ljótur Mazda B2600

Postfrá sukkaturbo » 12.feb 2013, 22:48

Ég hef grun um að kveikjan sé vitlaus sett niður um 90 gráður


Höfundur þráðar
magnusv
Innlegg: 308
Skráður: 26.jún 2011, 22:49
Fullt nafn: magnús veigar ásgrímsson

Re: litli ljótur Mazda B2600

Postfrá magnusv » 12.feb 2013, 23:34

jáá ég held að þessi mótor muni virka fínt í þennan bíl þar sem hann vigtar ekki neitt

og núna fer druslan ekki í gang en hrikalega sterk bensínlykt þannig mig grunar að þau séu rennandi blaut..

og já ég ætla að kíkja á þessa kveikju þegar ég næ að troða honum inn grunar samt líka tölvuna sem gæti verið að svíkja


Höfundur þráðar
magnusv
Innlegg: 308
Skráður: 26.jún 2011, 22:49
Fullt nafn: magnús veigar ásgrímsson

Re: litli ljótur Mazda B2600

Postfrá magnusv » 22.feb 2013, 23:51

jæja er búinn að ná honum í gang en hann gengur mjög tussulega að vana hann fær bensín fær neista og það er góð þjappa á mótor en eftir að hann gengur tussulega í svona 1-2 míntur þá er hann byrjaður að snúast á 2500-3000 snúningum og um leið og það er snert inngjöf þá kokar hann eða deyr bara

hann var mjög tregur í gang í gær og ég tók kertin úr blés þau og setti þau þurr í en um leið og mótor var búinn að snúast smá þá voru þau strax rennandi blaut

hvað gæti þetta verið sem orsakar að hann drepst við inngjöf?


Grímur Gísla
Innlegg: 233
Skráður: 22.mar 2010, 20:52
Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
Bíltegund: Mussó, VW , MMC
Staðsetning: Fellabær

Re: litli ljótur Mazda B2600

Postfrá Grímur Gísla » 22.feb 2013, 23:58

Prófa að skella á hann tímabyssu, og skoða kveikjutímann.
Er öruggt að hann fái loft í gegnum lofthreinsarann????
Er bensínið í lagi, er það nokkuð mjög gamalt.??


Höfundur þráðar
magnusv
Innlegg: 308
Skráður: 26.jún 2011, 22:49
Fullt nafn: magnús veigar ásgrímsson

Re: litli ljótur Mazda B2600

Postfrá magnusv » 23.feb 2013, 00:13

bensínið var allt sýjað úr og sett nýtt og ferskt bensín

og ertu að tala um loftsíuboxið? ég er búinn að prófaað taka loftsíuboxið af með öllum hosum og því og samt virkar ekki að bæta inná hann meira bensíni

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: litli ljótur Mazda B2600

Postfrá Stebbi » 23.feb 2013, 00:17

magnusv wrote:svo er það kramið það er 2,6 mótor sem er frá mitsubishi að ég held..


Eftir 88 er Mözdu mótor í þeim.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
magnusv
Innlegg: 308
Skráður: 26.jún 2011, 22:49
Fullt nafn: magnús veigar ásgrímsson

Re: litli ljótur Mazda B2600

Postfrá magnusv » 23.feb 2013, 00:21

það stendur mitsubishi á mótornum og það er mitsubishi tölva


Höfundur þráðar
magnusv
Innlegg: 308
Skráður: 26.jún 2011, 22:49
Fullt nafn: magnús veigar ásgrímsson

Re: litli ljótur Mazda B2600

Postfrá magnusv » 13.mar 2013, 03:57

nújæja núna fer hann í gang þegar honum sýnist.. kertin blotna alveg svakalega og hann snyst á þeim snúning sem honum sýnist fer alveg upp að að ég ég held 3-4þúsund snúninga en alltaf um leið og það er snert inngjöf þá kokar hann og deyr stundum?

hvað gæti þetta verið fyrir utan kveikju þar sem allt á henni er nýtt


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: litli ljótur Mazda B2600

Postfrá birgthor » 13.mar 2013, 13:36

Kælivatns hitaskynjarinn gæti verið að trufla þig. Það er svona það sem mér dettur í hug í fljótu bragði.
Kveðja, Birgir


Höfundur þráðar
magnusv
Innlegg: 308
Skráður: 26.jún 2011, 22:49
Fullt nafn: magnús veigar ásgrímsson

Re: litli ljótur Mazda B2600

Postfrá magnusv » 13.mar 2013, 15:52

hvernig get ég fitlað við það?

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: litli ljótur Mazda B2600

Postfrá hobo » 13.mar 2013, 16:53

Hvað með kveikjuna, varstu búinn að kíkja á það?
Er hún rétt á tíma?


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 22 gestir