Síða 1 af 1

Ford F250 46"

Posted: 08.feb 2013, 10:14
frá Hagalín
Eigum við ekki að smella hér í þennan dálk.

Fákurinn er af gerðinni Ford F250 árgerð 2003 og er 46" breyttur. Hann er ekki ekinn nema rétt rúmlega 82þ km
frá upphafi og var vélin tekin upp í honum þegar hann var ekinn um 30þ km. Það er Edge kubbur í honum
með 3 stillingar og gefur hann allt að 100hp í viðbótþ
Jeppaþjónustan Breytir breytti þessum bíl á sínum tíma og er sú breyting alveg til fyrirmyndar.

Að framan er D60 reverse með 35rillu innri og 30rillu ytri öxlum, 4,88 hlutfall og loftlæsing. Að framan eru
loftpúðar og 4-link. Planið er að fara í 1600kg púða.
Að aftan er D60 10.5" með 4.88 hlufalli og loftlæsingu. Fjaðrir eru að aftan og er ég sáttur við þær því hann er
merkilega mjúkur þrátt fyrir það. En draumurinn væri að fara í púða líka að aftan.
Tanka pláss er um 300l og er aukatankurinn staðsettur fyrir aftan afturhásinguna.
Glussaspil inn á dælu vel boltað á. (Þjófar ekki reyna þetta... :)

Að innan er hann mjög snyrtilegur. VHF stöð og GPS handtæki sem ég notast við. Svo er tölvuborð fyrir 10" fartölvu sem
ég nota þegar ég fer á fjöll. Frágangur á tökkum er mjög fínn og vel gengið frá öllu.
Það er í honum Webbasto hitamiðstöð sem tengd er inn á kælivatnið. Það er stýriborð fyrir hana inn í bíl og getur maður stillt
tímann á miðstöðinni þannig að maður þarf ekki að koma í bílinn með hélaðar rúður frekar en maður vill :) Var að spá í að kaupa
mér fjarstýringu fyrir miðstöðina en það er rúmur 50þúsund kall og líkar mér betur að nota þann pening í olíu.
AC dælunni var búið að breyta í loftdælu en hún er föst eins og er og er planið að tengja hana aftur orginal sem AC dæla því
þessar dælur við 6.0 vélina þola þetta víst mjög illa ólíkt mörgum öðru AC dælum. Langar mig í Nardi lofdælu sem Landvélar eru að selja
og eru þær mjög öflugar en kosta slatta.

Jæja, maður má ekki bara dásama ökutækið sitt.
Þegar ég var búinn að eiga bílinn í viku síðasta sumar var ferðinni heitið upp í Veiðivötn og var planið að fylla helvítis pallinn af fisk. En
þegar uppeftir var komið dó bíllinn alveg og var ósammvinnuþýður með öllu.
Þá voru góð ráð dýr og bíllinn dreginn á Ljónstaði.
Þá kom í ljós að fæðivír fyrir vélartölvun hafði nuddast í sundur og slegið út öryggi nr 22 sem er fyrir vélartölvuna. Redduðu Ljónstaðamenn því
og bíllinn eins og nýr eftir.

Ég er nú ekki mikið búinn að eiga við bílinn síðan ég fékk hann fyrir utan að skipta um tvo stýrisenda sem eiga uppruna sinn að sækja í Bronco 74mdl sem er algjör
snilld þar sem þeir kosta helmingi minna en orginal í þennan bíl. Svo er bara að sjá hvað þetta endist :)
Skipti ég um annan hjólalegu hub í haust og smurði hann eftir leiðbeiningum annara Ford manna í gegn um gatið fyrir ABS skynjarann, henti ég nokkrum slögum
af koppafeiti og millitec þar ofaní. Frumraun í spindilkúluskiptum var framkvæmd og held ég eftir þá aðgerð að menn mikkli það svolítið fyrir sér að gera þetta sjálfir.
Útbjó bara pressu sjálfur og virkaði hún vel.

Jæja nóg í bili og hér koman nokkrar myndir.
Gert klárt fyrir ferð upp í Veiðivötn með sýnishorn af tjaldvagni þarna aftaní :)
Image


Gert klárt fyrir heimferð úr Veiðivötnum :(
Image

Frá fyrri eiganda
Image

Frá fyrri eiganda
Image

Úr ferð í Setrið núna í nóvember
Image

Úr ferð í Setrið núna í nóvember
Image

Af planinu
Image

Spindilkúluskipti
Image

Spindilkúluskipti
Image

Re: Ford F250 46"

Posted: 08.feb 2013, 12:55
frá íbbi
hrikalega flottur þessi

Re: Ford F250 46"

Posted: 08.feb 2013, 13:10
frá Tómas Þröstur
Hvernig myndi svona bíll drífa á 44 DC. Væri það nóg í flestallan sjó ?

Re: Ford F250 46"

Posted: 08.feb 2013, 13:27
frá jeepcj7
Flottur trukkur en með 44" dc þá er svoleiðis bara til fyrir 15" felgur og það gengur ekki alveg upp með bremsunum sem eru í svona bíl,44"dc var reyndar til einhvern tímann fyrir 16.5" felgur en það er alveg vonlaus útgáfa af dekkjum/felgum í úrhleypingar.

Re: Ford F250 46"

Posted: 08.feb 2013, 15:35
frá ivar
Svona bíll er ekkert ómögulegur á 44".
DC er kannski ekki alveg rétta tegundin en slatti af 44" sem gengur vel undir bílinn. Björgunarsveit/sveitir eru með þetta á 44" Trexus og þrátt fyrir að vera ekki fremsti bíll í öllu færi kemst hann sjálfsagt flest.

Re: Ford F250 46"

Posted: 08.feb 2013, 17:51
frá stjanib
Virkilega flottur hjá þer,, smá vottur af öfund hér :))

Re: Ford F250 46"

Posted: 08.feb 2013, 18:16
frá Hagalín
Takk fyrir það drengir.

Tómas Þröstur wrote:Hvernig myndi svona bíll drífa á 44 DC. Væri það nóg í flestallan sjó ?


Er nokkuð viss um að 44" DC undir svona bíl myndu duga lítið þar sem að þau myndu slitna mjög hratt.

Re: Ford F250 46"

Posted: 08.feb 2013, 18:30
frá -Hjalti-
Svakalega flottur hjá þér. Áttu ekki pallhúsið sem var á nokkrum myndum ?

Re: Ford F250 46"

Posted: 08.feb 2013, 18:40
frá Hagalín
-Hjalti- wrote:Svakalega flottur hjá þér. Áttu ekki pallhúsið sem var á nokkrum myndum ?


Nei það var selt hjá fyrri eiganda.

Er svona að melta það hvort maður eigi að finna hús eða láta smíða palllok úr gönguáli með styrkingum og krókum.

Re: Ford F250 46"

Posted: 08.feb 2013, 18:45
frá jeepcj7
Er einmitt að spá í lok líka annað hvort að smíða eða fá mér segldúk þeir eru svo ugly með húsi þó það sé auðvitað praktískt.

Re: Ford F250 46"

Posted: 08.feb 2013, 18:58
frá Hagalín
Ég sá bíl með loki úr gönguáli og kom það rosalega vel út. Mjög praktískt og flott. Það er hægt að setja ofaná það til dæmis varadekk og svoleiðis, vinnuljós og fleira. Er svolítið skotinn í því.

Re: Ford F250 46"

Posted: 11.feb 2013, 17:15
frá Hagalín
Kosturinn við svona állok er sá líka að maður þarf ekkert að vera spá í rispur eða neitt svoleiðis.

Re: Ford F250 46"

Posted: 05.okt 2013, 17:07
frá Hagalín
Jæja, eitthvað potast af verkefnalistanum.

Gafst upp á þessu AC/loftdælu dæmi og ætla að breyta til baka AC kerfinu með nýrri AC dælu kút og lögnum og hafa þetta bara eins og orginal. Verslaði mér 235lítra Nardi loftdælu ásamt fylgihlutum.

Pessustrad með innbyggðri afloftun ásamt einstefnuloka.
Image

Að koma mynd á þetta.
Image

Image

Smá biluð kúppling og hjól af AC dælunni.
Image

Keypti lika chrome á spegla og húna
Image

Spurning hvort það fari ekki að koma snjór svo hægt sé að fara í smá brekkuspól :)
Image

Re: Ford F250 46"

Posted: 05.okt 2013, 20:16
frá Guðninn
Flottur þessi verkleg græja
glæsilegt að vera kominn með almennilega dælu nardi alveg svinvirka

Re: Ford F250 46"

Posted: 05.okt 2013, 23:38
frá Hagalín
Já, það kom ekkert annað til greina eftir að hafa prufað nokkrar svona dælur. Þá er þetta ekki spurning.

Re: Ford F250 46"

Posted: 06.okt 2013, 07:26
frá Jóhann
Hvar fást þessar dælur?

Re: Ford F250 46"

Posted: 06.okt 2013, 08:13
frá Hagalín
Jóhann wrote:Hvar fást þessar dælur?


Verkfærasölunni og Landvélum.

Eini staðurinn þar sem ég fann þær á netinu var á Ítalíu og kostaði það helling að fá þær hingað heim. Svaraði ekki kostnaði.

Re: Ford F250 46"

Posted: 06.okt 2013, 14:20
frá jeepcj7
Þetta lítur vel út en hvað kostar svona dæla?

Re: Ford F250 46"

Posted: 06.okt 2013, 22:00
frá Hagalín
jeepcj7 wrote:Þetta lítur vel út en hvað kostar svona dæla?



125 Þúsund á fullu verði í Verkfærasölunni.

Re: Ford F250 46"

Posted: 06.okt 2013, 22:16
frá Fordinn
er þá ekki ódyrara að kaupa arb twin air dæluna.... keypti eina i usa i sumar... á hun er reyndar ekki kominn i bilinn svo eg hef ekki profað hana.....

Re: Ford F250 46"

Posted: 06.okt 2013, 22:43
frá Hagalín
Jú gæti verið. Hún kostar úti rúma 540dollara. Spurning hvað hún kostar hjá Benna.
Hún dælir 174lítrum á mínútu en er samt sem áður gerð fyrir allt að 10bör.