Jepparnir mínir gömlu og Pajero v6 í Dises væðingu
Posted: 02.feb 2013, 22:05
Sælir
Mér dauðleiddist og ákvað að búa til þráð um jeppana mína, þeir eru nokkrir og munu vera fleiri
því ég er sífelt að hræra í þessu jeppa stússi bara á meðan ég anda að mér súrefni, það er löngu
komið á hreynt að ég er með bíladellu á háu stigi og get bara ekki hætt að skralla í skrallinu mínu
í ryðhrúgum að margra manna mati, en öll hobbý kosta sitt þó reyndar sé ekki stór reikningurinn
hjá mér í þessum bransa því ég er fljótur að skipta um selja og fá mér annan áður en eitthvað bilar
sem mun kosta mig háar fjárhæðir :D
Ég byrjaði Jeppa delluna 2004-2005 á Hilux Xtra xab v6 á 36" og henti honum á endanum á 38" og seldi svo frá mér sést glitta í hann fyrir aftan GTi rolluna

Af honum stoppaði ég stutt á Nissan Terrano II 2.4 bensín sem ég fékk í hendurnar á 33" og henti á 35"

Af honum hoppaði ég svo rassa hæð mína uppí 35" breyttan rauðan Suzuki Jimny sem ég finn ekki myndir af en þegar ég geri það þá hendi ég þeim hingað inn fyrir ykkur sykurpúðana
En af sukkunni fékk ég leið þegar maður var að drepa á kvikyninu í örlittlum halla í lága drifinu
þá var hann seldur og fyrir peninginn keypt verðbréf og fyrir umingjalega
kerru sem ég átti skipti ég uppí þennan gæðing, Jeep cherokee 6cyl auto á 36" átti hann
heilan vetur og lék mér heilan helling á honum ásamt góðum vinskap

Cherokee var svo seldur fyrir sumarið og veturinn næsta keypti ég svo þennan af föður mínum
2,4l Bensín beinskiptur kom á 38" en var alltof leiðinlegur í keyrslu innanbæjar þannig ég henti honum niður á 35", er alltaf að mæta honum í umferðinni ennþá á 35" og er rosa gæjalegur




Hann seldist í einhverjum skiptum en svo kom næsti vetur og mig vantaði eitthvað fjós
skipti þá á körfustólum á bilaðari Suzuki vitöru blæju á 33", gerði við bensíndælu og
stillti kveikjuna og endist hann út veturinn og seldist svo í einhverjum skiptum

Svo kom næsti vetur mig vantaði jeppa fjós og skipti á gírkassa skrallandi Renault Traffic
sem ég hafði breytt í hús bíl og á þessum Diesel brumma á 38"

38" reyndist svo eitthvað gölluð þegar kom að vetrinum þannig ég endaði á 35" og fór að brosa aftur

Fékk svo leið á VM vélinni og þessum þumlabrjótum á hurðunum og fékk mér Sukku aftur á 31"

Ég var ekkert að nenna að segja of mikið en um sumrin þarna á milli eignaðist ég hina og þessa
jeppa sem áttu alltaf að verða "næsti" vetrar brummi sem stóðust svo ekki gang sumarsins og voru
látnir fara með als engum söknuði
Keypti þennan 4runner 38" á eitthvað og skipti á Camaro Z28 sem gerði mig að þeim sem ég er í dag (djók)

Datt svo á Hilux Diesel á sölu sem fékst á klink og átti að verða eitthvað en reyndist svo of ryðgaður fyrir mína nennu.

Skipti á honum fyrir Vitöru á 33" sem hafði gaman af því að drepa bara á sér útaf eingu hvar sem er
hvenær sem er, seldi hana með eingum sökknuði því það var of langt í veturinn hvort sem var.

Svo fyrir þennan vetur langaði mig að gera eitthvað annað, mig hefur alltaf langaði í Stuttan
Pajero og núna í vetur skellti ég mér á gamlan pajero fák sem mig langaði að dunda í sjálfur

Hann kom orginal með 2.6 blöndungs bensín rellu sem er eitthvað örlítið meira en úrbrædd


Af sögn fyrrum eiganda átti að vera búið að skera gróflega úr og sleggja til fyir 38" gúmmýi
er ekki búinn að staðfesta það sjálfur en það er á döfinni, er með 38" gang á 14" breyðum.
Á hann vantar eitt og annað t.d. aðra innréttingu, brettakanta, hurðir og önnur bretti helst
og svo ákvað ég að fara örlítið lengra eins og menn enda oft með að gera og finna mér Diesel
rellu í pæjuna, gróf upp bónda sem átti L200 diesel partabíl og fór ég og dróg hann í bæinn.



Bara rétt tilkeyrt!!

Ég var mjög óviss um að tækið færi í gang en af sögn fyrrum eiganda var hann búinn að standa
óhreyfður í 4ár, ég skellti í hann startara og tengdi einhverja geyma og hann fer í gang í
þriðja starti og kurrar eins og kisi gamli uppá þvottavélinni.

Öll jeppa plön taka tíma eins og margir hafa komist að, fyrr í þessum vetri keypti ég mér íbúð sem
ég er að standsetja þannig Pajero fór á hold en er svona hægt að renna á stað aftur, talaði við
bóndann aftur í vikunni og er kominn með einhverja parta í Pajeroinn ásamt Diesel dóti úr öðrum
sem hann á, ég er kominn með auka Turbinu með ónýta elgrein sem mun svo rata á L200 vélina
Planið mitt með hann er að koma honum í gangfært ástand tilþess að byrja með og
sjá svo til með dekkjabúnað, hækkun og kannta stærð, Pæjan á að vera eingöngu notaður
uppá fjöllum og þar sem hann er fornbíll á þessu ári verður hann bara hafður á númerum
allan ársins hring.
Ég gat svo ekki setið á mér á nýja árinu og skellti mér á annan Diesel L200 með þeim tilgangi að nota
milli A og B og kannski nokkrar ferðir á meðan veturinn er.
Hann kom til mín á 33" með ekkert púst og laust annað framhjólið og bæði afturhjólin og
gjörónýtan stýrisenda, ég lagaði svo pústið strax því það var ekki líft að keyra þetta ánþess

Meirihlutinn af ljósunum í bilnum voru eitthvað biluð og skipti ég flestum út



Hann kom svo með pinku littlu sport stýri sem ég skipti út fyrir stærra stýri og heillegra.

Það er enn hitt og þetta að hrjá hann en ég fékk með honum 3 brettakanta fyrir 35" og er enn
að berjast fyrir að fá þann síðasta í hendurnar. svo í gærkvöldi tók hann uppá að sprengja
bremsurör öðrum megin að framan og verður skipt um báðum megin fyrir nýtt.
Henti honum svo á 35" á 12" breyðum í dag, en komst ekki í að taka myndir af því
ég þarf að skera úr eða sleggja til framskálarnar ef ég vill halda loftinu áfram í dekkjunum :)
Tek nýjar myndir af honum eins og hann er í dag við tækifæri
Vonandi hafið þið gaman af þessu, ég mun svo bara halda áfram með þessa þrjá sem ég á núna
og pósta af þeim myndum þegar eitthvað hefur verið skrallað í þeim...
Kveðja. Elli
Mér dauðleiddist og ákvað að búa til þráð um jeppana mína, þeir eru nokkrir og munu vera fleiri
því ég er sífelt að hræra í þessu jeppa stússi bara á meðan ég anda að mér súrefni, það er löngu
komið á hreynt að ég er með bíladellu á háu stigi og get bara ekki hætt að skralla í skrallinu mínu
í ryðhrúgum að margra manna mati, en öll hobbý kosta sitt þó reyndar sé ekki stór reikningurinn
hjá mér í þessum bransa því ég er fljótur að skipta um selja og fá mér annan áður en eitthvað bilar
sem mun kosta mig háar fjárhæðir :D
Ég byrjaði Jeppa delluna 2004-2005 á Hilux Xtra xab v6 á 36" og henti honum á endanum á 38" og seldi svo frá mér sést glitta í hann fyrir aftan GTi rolluna

Af honum stoppaði ég stutt á Nissan Terrano II 2.4 bensín sem ég fékk í hendurnar á 33" og henti á 35"

Af honum hoppaði ég svo rassa hæð mína uppí 35" breyttan rauðan Suzuki Jimny sem ég finn ekki myndir af en þegar ég geri það þá hendi ég þeim hingað inn fyrir ykkur sykurpúðana
En af sukkunni fékk ég leið þegar maður var að drepa á kvikyninu í örlittlum halla í lága drifinu
þá var hann seldur og fyrir peninginn keypt verðbréf og fyrir umingjalega
kerru sem ég átti skipti ég uppí þennan gæðing, Jeep cherokee 6cyl auto á 36" átti hann
heilan vetur og lék mér heilan helling á honum ásamt góðum vinskap

Cherokee var svo seldur fyrir sumarið og veturinn næsta keypti ég svo þennan af föður mínum
2,4l Bensín beinskiptur kom á 38" en var alltof leiðinlegur í keyrslu innanbæjar þannig ég henti honum niður á 35", er alltaf að mæta honum í umferðinni ennþá á 35" og er rosa gæjalegur




Hann seldist í einhverjum skiptum en svo kom næsti vetur og mig vantaði eitthvað fjós
skipti þá á körfustólum á bilaðari Suzuki vitöru blæju á 33", gerði við bensíndælu og
stillti kveikjuna og endist hann út veturinn og seldist svo í einhverjum skiptum

Svo kom næsti vetur mig vantaði jeppa fjós og skipti á gírkassa skrallandi Renault Traffic
sem ég hafði breytt í hús bíl og á þessum Diesel brumma á 38"

38" reyndist svo eitthvað gölluð þegar kom að vetrinum þannig ég endaði á 35" og fór að brosa aftur

Fékk svo leið á VM vélinni og þessum þumlabrjótum á hurðunum og fékk mér Sukku aftur á 31"

Ég var ekkert að nenna að segja of mikið en um sumrin þarna á milli eignaðist ég hina og þessa
jeppa sem áttu alltaf að verða "næsti" vetrar brummi sem stóðust svo ekki gang sumarsins og voru
látnir fara með als engum söknuði
Keypti þennan 4runner 38" á eitthvað og skipti á Camaro Z28 sem gerði mig að þeim sem ég er í dag (djók)

Datt svo á Hilux Diesel á sölu sem fékst á klink og átti að verða eitthvað en reyndist svo of ryðgaður fyrir mína nennu.

Skipti á honum fyrir Vitöru á 33" sem hafði gaman af því að drepa bara á sér útaf eingu hvar sem er
hvenær sem er, seldi hana með eingum sökknuði því það var of langt í veturinn hvort sem var.

Svo fyrir þennan vetur langaði mig að gera eitthvað annað, mig hefur alltaf langaði í Stuttan
Pajero og núna í vetur skellti ég mér á gamlan pajero fák sem mig langaði að dunda í sjálfur

Hann kom orginal með 2.6 blöndungs bensín rellu sem er eitthvað örlítið meira en úrbrædd


Af sögn fyrrum eiganda átti að vera búið að skera gróflega úr og sleggja til fyir 38" gúmmýi
er ekki búinn að staðfesta það sjálfur en það er á döfinni, er með 38" gang á 14" breyðum.
Á hann vantar eitt og annað t.d. aðra innréttingu, brettakanta, hurðir og önnur bretti helst
og svo ákvað ég að fara örlítið lengra eins og menn enda oft með að gera og finna mér Diesel
rellu í pæjuna, gróf upp bónda sem átti L200 diesel partabíl og fór ég og dróg hann í bæinn.



Bara rétt tilkeyrt!!

Ég var mjög óviss um að tækið færi í gang en af sögn fyrrum eiganda var hann búinn að standa
óhreyfður í 4ár, ég skellti í hann startara og tengdi einhverja geyma og hann fer í gang í
þriðja starti og kurrar eins og kisi gamli uppá þvottavélinni.

Öll jeppa plön taka tíma eins og margir hafa komist að, fyrr í þessum vetri keypti ég mér íbúð sem
ég er að standsetja þannig Pajero fór á hold en er svona hægt að renna á stað aftur, talaði við
bóndann aftur í vikunni og er kominn með einhverja parta í Pajeroinn ásamt Diesel dóti úr öðrum
sem hann á, ég er kominn með auka Turbinu með ónýta elgrein sem mun svo rata á L200 vélina
Planið mitt með hann er að koma honum í gangfært ástand tilþess að byrja með og
sjá svo til með dekkjabúnað, hækkun og kannta stærð, Pæjan á að vera eingöngu notaður
uppá fjöllum og þar sem hann er fornbíll á þessu ári verður hann bara hafður á númerum
allan ársins hring.
Ég gat svo ekki setið á mér á nýja árinu og skellti mér á annan Diesel L200 með þeim tilgangi að nota
milli A og B og kannski nokkrar ferðir á meðan veturinn er.
Hann kom til mín á 33" með ekkert púst og laust annað framhjólið og bæði afturhjólin og
gjörónýtan stýrisenda, ég lagaði svo pústið strax því það var ekki líft að keyra þetta ánþess

Meirihlutinn af ljósunum í bilnum voru eitthvað biluð og skipti ég flestum út



Hann kom svo með pinku littlu sport stýri sem ég skipti út fyrir stærra stýri og heillegra.

Það er enn hitt og þetta að hrjá hann en ég fékk með honum 3 brettakanta fyrir 35" og er enn
að berjast fyrir að fá þann síðasta í hendurnar. svo í gærkvöldi tók hann uppá að sprengja
bremsurör öðrum megin að framan og verður skipt um báðum megin fyrir nýtt.
Henti honum svo á 35" á 12" breyðum í dag, en komst ekki í að taka myndir af því
ég þarf að skera úr eða sleggja til framskálarnar ef ég vill halda loftinu áfram í dekkjunum :)
Tek nýjar myndir af honum eins og hann er í dag við tækifæri
Vonandi hafið þið gaman af þessu, ég mun svo bara halda áfram með þessa þrjá sem ég á núna
og pósta af þeim myndum þegar eitthvað hefur verið skrallað í þeim...
Kveðja. Elli