Rocky-inn minn

User avatar

Höfundur þráðar
Haffi
Innlegg: 313
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyhatsu Rocky

Rocky-inn minn

Postfrá Haffi » 25.jan 2013, 19:06

Sælir

Ég eignaðist fyrir skemmstu ánægjulegan Rocky, sem er þó mest megnis Toyota.

Mótorinn er 3,4 disel sem kom orginal í 40 cruiser. Við hana er búið að setja túrbínu úr Rocky og bíllinn gjörsamlega mokast áfram. Gírkassi og millikassi er einnig úr 40 cruiser.
Hilux hásing að framan með gormum og stífum úr range rover og Rancho 9000 dempurum.
60 cruiser hásing að aftan með gormum og Rancho 9000 dempurum, loftlæst.

Svo er hann á 38" mudderum á 60 cruiser felgum.

Það er ekki langt síðan bíllinn var allur tekinn í nefið og er alveg stríheill. Þó má auðvitað alltaf bæta eitt og annað og gera og græja sem ég mun svo sannarlega gera.

Ég hef ekki verið nógu duglegur með myndavélina en vonum að það breytist.
En hér er ein, drulluskítugur, en hann er á litinn eins og appelsína.
Image


Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl

User avatar

LFS
Innlegg: 579
Skráður: 10.apr 2010, 11:39
Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
Bíltegund: nissan patrol y60

Re: Rocky-inn minn

Postfrá LFS » 25.jan 2013, 19:11

hann er svo sjúklega svalur einhvað :)
hvað viktar svona tæki ?
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Haffi
Innlegg: 313
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyhatsu Rocky

Re: Rocky-inn minn

Postfrá Haffi » 26.jan 2013, 01:03

LFS wrote:hann er svo sjúklega svalur einhvað :)
hvað viktar svona tæki ?

Hef ekki viktað hann, en myndi halda að hann væri um 1800kg klár í ferð.

Image
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl


Ingójp
Innlegg: 149
Skráður: 09.des 2010, 04:00
Fullt nafn: Ingólfur Pétursson

Re: Rocky-inn minn

Postfrá Ingójp » 26.jan 2013, 18:55

Þessi er virkilega flottur


Gutti
Innlegg: 79
Skráður: 17.jan 2012, 19:45
Fullt nafn: Guðjón Þorsteinsson
Bíltegund: Suzuki Samurai 92'
Staðsetning: Borgarfjörður

Re: Rocky-inn minn

Postfrá Gutti » 29.jan 2013, 13:27

Klassa flottur Rocky en hvaða ruddalegi Bronco trukkur er þetta? öss
Guðjón Þorsteinsson
869-3906
gudjon1991@gmail.com

User avatar

Höfundur þráðar
Haffi
Innlegg: 313
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyhatsu Rocky

Re: Rocky-inn minn

Postfrá Haffi » 29.jan 2013, 21:02

Gutti wrote:Klassa flottur Rocky en hvaða ruddalegi Bronco trukkur er þetta? öss

Ég veit það ekki, en það er einhver gutti sem á hann ;)
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Rocky-inn minn

Postfrá -Hjalti- » 29.jan 2013, 21:20

Flottur hjá þér.
Þú þarft allavega ekki að hafa áhyggjur af því að týnast í jeppaferðum :)

Image

Image

Image

Image
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Höfundur þráðar
Haffi
Innlegg: 313
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyhatsu Rocky

Re: Rocky-inn minn

Postfrá Haffi » 29.jan 2013, 21:32

Mökkurinn sést örugglega vel á google earth ;)
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl

User avatar

kjellin
Innlegg: 202
Skráður: 13.sep 2011, 10:32
Fullt nafn: Aron Andri Sigurðsson
Bíltegund: súzúkí

Re: Rocky-inn minn

Postfrá kjellin » 29.jan 2013, 22:15

Hvadan eru gormarnir ættadir, ?

User avatar

sigurdurk
Innlegg: 240
Skráður: 14.apr 2011, 19:11
Fullt nafn: Sigurður Kári Samúelsson
Bíltegund: Toyota Land Cruiser
Staðsetning: Reyðarfjörður/Akureyri

Re: Rocky-inn minn

Postfrá sigurdurk » 30.jan 2013, 14:00

Haffi wrote:
LFS wrote:hann er svo sjúklega svalur einhvað :)
hvað viktar svona tæki ?

Hef ekki viktað hann, en myndi halda að hann væri um 1800kg klár í ferð.


Varstu búinn að vikta hann ? Rockyinn sem ég átti var 2200kg tilbúinn í ferð á 44" en hann var á LC70 hásingum
Toyota Landcruiser HJ61 '89 44"[SKÁRRI]
VW Touareg 5.0 V10TDI '06
Dodge RAM 1500 '98 2H 4.0 turbo diesel 38-44"


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Rocky-inn minn

Postfrá lecter » 30.jan 2013, 16:57

ja flottur reykur hahahah góður húmor

svona verður reykurinn hjá Hr cummins þegar hann er búinn að tjúnna sinn motor menn halda i bygð að eldgoss sé hafið

User avatar

Höfundur þráðar
Haffi
Innlegg: 313
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyhatsu Rocky

Re: Rocky-inn minn

Postfrá Haffi » 14.feb 2013, 17:50

Enginn er snjórinn svo þá er bara að nostra við kvikindið, halda þessu stífbónuðu!

Image
Smá overload á orange litnum, símamyndavélin ekki sú besta.
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl

User avatar

LFS
Innlegg: 579
Skráður: 10.apr 2010, 11:39
Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
Bíltegund: nissan patrol y60

Re: Rocky-inn minn

Postfrá LFS » 14.feb 2013, 18:41

endilega setja inn fleiri myndir innan jafnt sem utan ;)
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Rocky-inn minn

Postfrá Hr.Cummins » 15.feb 2013, 20:10

Hvaða túrbína kom í Rocky ???

Kom þetta ekki allt bara 1.6 Bensín NA ?? grútloppið ???

Flottur bíll none-the-less :)
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]


SævarM
Innlegg: 165
Skráður: 05.feb 2010, 16:19
Fullt nafn: Sævar Már Gunnarsson
Staðsetning: Sandgerði

Re: Rocky-inn minn

Postfrá SævarM » 15.feb 2013, 20:32

veit ekki annað enn að rocky hafi komið 2.8 D turbo
Jeep willys 64, Torfærubíll
TurboCrew Offroad Team

User avatar

Höfundur þráðar
Haffi
Innlegg: 313
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyhatsu Rocky

Re: Rocky-inn minn

Postfrá Haffi » 16.feb 2013, 19:12

SævarM wrote:veit ekki annað enn að rocky hafi komið 2.8 D turbo

Stemmir
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl


Grímur Gísla
Innlegg: 233
Skráður: 22.mar 2010, 20:52
Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
Bíltegund: Mussó, VW , MMC
Staðsetning: Fellabær

Re: Rocky-inn minn

Postfrá Grímur Gísla » 16.feb 2013, 19:55

Rocky kom líka 2,o l bensin

User avatar

Höfundur þráðar
Haffi
Innlegg: 313
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyhatsu Rocky

Re: Rocky-inn minn

Postfrá Haffi » 09.mar 2013, 13:43

Vigtaði kvikindið í gær, 50L af olíu með ökumanni: 1990kg

Kom mér pínu á óvart, ég hélt hann væri léttari, en ég geri þá ráð fyrir að hann sé um 2200kg klár í ferð með ökumanni og kóara.
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl


Steini
Innlegg: 67
Skráður: 08.okt 2010, 13:01
Fullt nafn: Steinn Atli Unnsteinsson

Re: Rocky-inn minn

Postfrá Steini » 09.mar 2013, 15:12

veistu hvað þessi mótor og kassar er þungt?
ég átti svona bíl á 70 cruiser hásingum. orginal 2,8 td.
með spili,drullutjakk, bjór, olíu og öllu dótinu viktaði ég hann 1980kg á viktinni uppá kjalarnesi með mér og kóara..
Land Rover Defender Td5

User avatar

Höfundur þráðar
Haffi
Innlegg: 313
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyhatsu Rocky

Re: Rocky-inn minn

Postfrá Haffi » 09.mar 2013, 15:43

Steini wrote:veistu hvað þessi mótor og kassar er þungt?
ég átti svona bíl á 70 cruiser hásingum. orginal 2,8 td.
með spili,drullutjakk, bjór, olíu og öllu dótinu viktaði ég hann 1980kg á viktinni uppá kjalarnesi með mér og kóara..

Mótorinn er sjálfsagt klettur og svo telja rörastuðararnir sennilega sitt. Og gott ef 60 cruiser hásingin sé þyngri en 70 cruiser hásingin. Þetta er svosem fljótt að telja.
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl

User avatar

Höfundur þráðar
Haffi
Innlegg: 313
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyhatsu Rocky

Re: Rocky-inn minn

Postfrá Haffi » 22.mar 2013, 00:04

Það verður alltaf að dunda eitthvað, er núna að smíða líklega massífustu brúsafestingu norðan Aplafjalla, amk fyrir skitinn 20L brúsa, en á þetta kemur líka gurme skóflufesting.

Image
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Rocky-inn minn

Postfrá villi58 » 22.mar 2013, 00:09

Það vantar ekki styrkinn í grindinni hjá þér, þolir mörg hundruð kíló.

User avatar

Höfundur þráðar
Haffi
Innlegg: 313
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyhatsu Rocky

Re: Rocky-inn minn

Postfrá Haffi » 22.mar 2013, 00:14

villi58 wrote:Það vantar ekki styrkinn í grindinni hjá þér, þolir mörg hundruð kíló.

Heldur betur, ég held að eitthvað annað gefi sig á undan grindinni, en maður notar bara það sem maður á í skúrnum ;)
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl


BrynjarHróarsson
Innlegg: 113
Skráður: 12.okt 2011, 21:50
Fullt nafn: Brynjar Hróarsson

Re: Rocky-inn minn

Postfrá BrynjarHróarsson » 22.mar 2013, 08:32

-Hjalti- wrote:Flottur hjá þér.
Þú þarft allavega ekki að hafa áhyggjur af því að týnast í jeppaferðum :)

Image

Image

Image

Image



ég hef nú verið í ferð þar sem þessi bíll týndist. það segjir kannski bara einhvað um sjónina hjá mér......

User avatar

Höfundur þráðar
Haffi
Innlegg: 313
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyhatsu Rocky

Re: Rocky-inn minn

Postfrá Haffi » 23.mar 2013, 19:29

Image
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl

User avatar

Höfundur þráðar
Haffi
Innlegg: 313
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyhatsu Rocky

Re: Rocky-inn minn

Postfrá Haffi » 01.apr 2013, 21:42

Fórum á upp á Langjökul hjá Jaka á laugardaginn síðasta. Glatað færi uppi á jöklinum en Rocky gamli stóð sig bara nokkuð vel þrátt þrátt fyrir það. Mjög fallegt veður framanaf og fullt af fólki á jöklinum, bílar, vélsleðar, stigasleðar, hundasleðar, fjórhjól osfrv. Það þykknaði að vísu upp uppi á jökli þegar leið á daginn.

Gæðingurinn fór þetta reyndar ekki alveg áfallalaust. Það sprakk hjá mér hosan sem kemur frá túrbínu inn á mótorinn í öllum hamaganginum en því var reddað með kókflösku og einangrunarteipi ;)

Image

Reddingin góða:
Image

Image

Menn voru að lenda í basli þarna ofarlega í brekkunni, enda bara púður:
Image
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Rocky-inn minn

Postfrá birgthor » 02.apr 2013, 11:41

Virkilega snyrtilegur bíll hjá þér.
Kveðja, Birgir

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Rocky-inn minn

Postfrá ellisnorra » 02.apr 2013, 16:23

Ertu fluttur á elliheimilið Haffi?

Fyrir hina að skilja þá hefur bíllinn staðið fyrir utan ónafngreint elliheimili í amk 2 sólahringa :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Haffi
Innlegg: 313
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyhatsu Rocky

Re: Rocky-inn minn

Postfrá Haffi » 02.apr 2013, 17:54

birgthor wrote:Virkilega snyrtilegur bíll hjá þér.

Takk fyrir það :)

elliofur wrote:Ertu fluttur á elliheimilið Haffi?

Fyrir hina að skilja þá hefur bíllinn staðið fyrir utan ónafngreint elliheimili í amk 2 sólahringa :)

Já ég varð gráhærður á færinu uppá jökli um helgina, treysti mér bara ekki lengra en beinustu leið á elliheimilið ;)
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Rocky-inn minn

Postfrá lecter » 02.apr 2013, 20:15

ég hefði haldið að hann væri búinn að fatta þessar xxxlausu


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Rocky-inn minn

Postfrá villi58 » 02.apr 2013, 20:19

lecter wrote:ég hefði haldið að hann væri búinn að fatta þessar xxxxxlausu

Já þar kemst þú í feitt :)

User avatar

Höfundur þráðar
Haffi
Innlegg: 313
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyhatsu Rocky

Re: Rocky-inn minn

Postfrá Haffi » 14.feb 2015, 16:31

Jæja, þessi er enn í fullu fjöri. Hefur þó staðið númerslaus í dáldinn tíma en er nú kominn með fulla 16 skoðun! Skipti um bremsuborða og báða stýrisendana í millibilsstönginni og lét hjólastilla hann. Smíðaði nýtt rafkerfi í hann þar sem hitt var allt tengt með jarðstrengjum, smíðaði rofaborð og setti fullt af vinnuljósum, mikkamúsljósum og dóti í hann. ARB dótið var illa frá gengið svo ég gerði það allt almennilegt og gerði allt klárt fyrir loftlás að framan sem ég á uppi á hillu. Svo festi ég loftdæluna í skottið og tengdi hana á rofa í mælaborðinu og setti úttak í afturstuðarann svo nú er leikur einn að lofta sig upp :)

Læt eina crappy símamynd fylgja ásamt varðhundinum Skottu
Viðhengi
1723717_10206287707931017_3015627095437354525_n.jpg
1723717_10206287707931017_3015627095437354525_n.jpg (55.64 KiB) Viewed 4169 times
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Rocky-inn minn

Postfrá ellisnorra » 14.feb 2015, 18:23

Ég sá þig einmitt á ferðinni i Mosó um hádegisbil á uppeftirleið, þessi bíll fer ekkert framhjá manni :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Haffi
Innlegg: 313
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyhatsu Rocky

Re: Rocky-inn minn

Postfrá Haffi » 14.feb 2015, 19:11

Það stemmir, ég er búinn að vera með hann í dekri fyrir sunnan ;)
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 22 gestir