Síða 1 af 1

4runner 91 42tommu. Uppfærður í Dodge Dakoda.

Posted: 19.jan 2013, 03:54
frá reynirh
Fór og verslaði þennan um daginn. Bíllin var búinn að standa í ca ár og var aðeins bilaður.
Ég skrúfaði svo í honum í tvo daga sótti mér vigtarvottorð og svo í aðalskoðun og sérskoðun, Var bara með 35 tommu skoðun, En ég for út með gulan 2014 miða, aðeins ein ath sem var að herða út í hjólalegu. Brunaði svo norður alveg hel sáttur.
Bíllin er með Hilux hásingu að framan ólæst með gorma og að aftan er 4runner með loftpúðum og loftlæsingu og Koni demparar allan hringin. Búið að færa afturhásingu einhverja 30 cm. Hann er núna 297cm á milli hjóla. hann var tekin í gegn á boddý fyrir ca þremur árum og breytt fyrir 44".
http://www.facebook.com/media/set/?set= ... tos_stream

Re: 4runner 91 42tommu.

Posted: 19.jan 2013, 11:02
frá siggi.almera
flottur tilhamingju

Re: 4runner 91 42tommu.

Posted: 19.jan 2013, 18:46
frá Turboboy
Virkilega fallegur bíll, og ég þekki aðeins til mannsins sem breytti honum svona. Og ég veit ekki nema að hafi verið vandað vel til verks þegar hann var tekinn í gegn :)

Re: 4runner 91 42tommu.

Posted: 19.jan 2013, 19:35
frá Svenni30
Hérna eru myndir gamli graður


Image

Image

Image

Image

Image

Re: 4runner 91 42tommu.

Posted: 19.jan 2013, 19:56
frá reynirh
Takk fyrir það Svenni.

Re: 4runner 91 42tommu.

Posted: 19.jan 2013, 20:18
frá -Hjalti-
hann er ekki ólíkur mínum nema annar litur :-)

Re: 4runner 91 42tommu.

Posted: 19.jan 2013, 20:43
frá Hfsd037
Vel gert! Virðist vera þokkalega snyrtilegur að sjá

Re: 4runner 91 42tommu.

Posted: 20.jan 2013, 14:21
frá reynirh
Fór á heiðina áðan og ættlaði að prufa bifreiðina en snéri fljótlega við, Ekkert gaman fór um allt á afturdrifinu og á 16 pundum þannig að ekkert reyndi á drifgetu.

Re: 4runner 91 42tommu.

Posted: 20.jan 2013, 19:35
frá actros
reynirh wrote:Fór á heiðina áðan og ættlaði að prufa bifreiðina en snéri fljótlega við, Ekkert gaman fór um allt á afturdrifinu og á 16 pundum þannig að ekkert reyndi á drifgetu.


kíkti líka uppá heiði áðan, fór ekki lengra en spennustöðin enda hundleiðinlegt færi

Re: 4runner 91 42tommu.

Posted: 21.jan 2013, 00:44
frá DABBI SIG
-Hjalti- wrote:hann er ekki ólíkur mínum nema annar litur :-)


ég hélt alltaf að þetta væri sami bíllinn, að hann hefði farið úr því að vera hvítur í silfur og svo svartur :o

Re: 4runner 91 42tommu.

Posted: 21.jan 2013, 07:03
frá -Hjalti-
DABBI SIG wrote:
-Hjalti- wrote:hann er ekki ólíkur mínum nema annar litur :-)


ég hélt alltaf að þetta væri sami bíllinn, að hann hefði farið úr því að vera hvítur í silfur og svo svartur :o


ég hélt það líka einusinni. Báðir bílar koma frá Vík og þessum hvíta var breitt á 44" og notuð svipuð uppskrift og á þeim silurlitaða / svarta

Hér eru þeir saman í kringum 2005

http://www.facebook.com/media/set/?set= ... 045&type=3

Image

Image

Image

Image

Re: 4runner 91 42tommu.

Posted: 21.jan 2013, 11:38
frá Valdi B
sigurður gýmir heitir maðurinn sem átti hann í fjöldamörg ár og býr hérna í vík, hann var fyrst bara á original fjöðrun að framan og aftan, semsagt klöfunum að framan, en siggi smíðaði undir hann hilux hásingu að framan og færði afturhásinguna aftar , hann lét síðan breyta honum fyrir 44" og taka hann í gegn fyrir sirka 3 árum af verkstæði hérna í vík .

allar hurðar voru teknar í gegn og smíðaður upp botninn í þeim , afturhlerinn líka minnir mig, þesssi bíll var orðinn rosalega ljótur, var búinn að standa í 2 ár eða eittvað álíka áður en var farið í þessa viðgerð og var allt gert af toppmönnum, bíllinn var málaður með mipa málningu hehe :D ég hjálpaði eitthvað til við vinnuna :)

þessum runner var breytt hérna í vík á 38" fyrir mörgum árum, síðann settur á 44" og skorið úr og málaður

en runnerinn hjá hjalta var keyptur hérna í vík þá 44" breyttur minnir mig en ennþá á klöfum að framan maðurinn sem átti hann heitir guðjón og seldi hann þann runner síðan og var smíðuð framhásing undir hann eftir að hann fer úr vík og er smíðinn á honum mjög ólík þessum hvíta (þá er ég að tala um fjöðrunarkerfi)

Re: 4runner 91 42tommu.

Posted: 21.jan 2013, 11:55
frá reynirh
Held að hann sé helvíti góður miðað við 91 bíl, Sér ekki á botninum í í honum, hann er teppislaus að innan og verður tekin og málaður þar áður en það fer teppi eða dúkur í hann. En ég er að spá í að setja dúk úr dobble cab í hann frekar en teppi, það passar víst í 4runner líka.
Og svo fær hann sennilega 3,4 lítra fj 40 disel hjarta með vorinu, þá verður þetta orðin alvöru ferðabíll.

Re: 4runner 91 42tommu.

Posted: 21.jan 2013, 12:13
frá Valdi B
mér líst velá 3.4 mótorinn en svona dúkur eins og er í doublecap er ógeðslegur og óþolandi drasl

myndi hafa original teppið í frekar :)

það var teppi í honum þegar hann var hérna í vík , sílsarnir voru orðnir mjög slappir og líka það sem var smíðað í hjólskálarnar að aftan þegar hásingin var færð , sá partur var orðinn slappur líka svo það var tekið í gegn

svo var ný kúpling í honum þá þegar hann var tekinn í gegn minnir mig og það eru 5.71 hlutföllí honum , eða voru það minnir mig hehe :D

Re: 4runner 91 42tommu.

Posted: 21.jan 2013, 12:32
frá reynirh
Teppi er líka hundleiðinlegt í bíl sem er notaður í ferðamensku í snjó og drullu og sem veiðibíll. Ég er búinn að eiga gott samtal við Gýmirinn um bílinn.
Hvað er mipa máling?

Re: 4runner 91 42tommu.

Posted: 21.jan 2013, 13:06
frá Svenni30
Mipa er vélalakk. Þetta er flottur jeppi hjá þér kallinn. Verður bara betri ef að þú skellir 3.4 í húddið. Er það vélinn sem gamli átti ?

Re: 4runner 91 42tommu.

Posted: 21.jan 2013, 13:15
frá reynirh
Jamm hann gaf mer bílinn, stendur á búkkum í hesthúsinu, þar sem sá gamli setur hann í gang, Setur í gír og lætur allt draslið snúast.
Þetta gerir hann einusinni til tvisvar í mánuði.

Re: 4runner 91 42tommu.

Posted: 21.jan 2013, 13:27
frá Valdi B
og hvað á að gera við gamla fj40 ? eða er eg að misskilja ?

annars hvað er hann á breiðum felgum hjá þér ?

Re: 4runner 91 42tommu.

Posted: 21.jan 2013, 13:32
frá reynirh
Fj 40 fær annað hlutverk sem varahlutabíll sennilega. Runnerinn er sennilega á 14-15 tommu felgum ég er ekki búinn að mæla.

Re: 4runner 91 42tommu.

Posted: 21.jan 2013, 14:18
frá Svenni30
Hvað er Fj 40 keyrður mikið ?

Re: 4runner 91 42tommu.

Posted: 18.sep 2013, 21:09
frá reynirh
220-30 þús.

Re: 4runner 91 42tommu. Uppfærður í Dodge Dakoda.

Posted: 18.sep 2013, 21:13
frá reynirh
Dakoda

Re: 4runner 91 42tommu. Uppfærður í Dodge Dakoda.

Posted: 18.sep 2013, 22:27
frá Stebbi
Til hamingju með uppfærsluna.

Re: 4runner 91 42tommu. Uppfærður í Dodge Dakoda.

Posted: 18.sep 2013, 22:30
frá -Hjalti-
Samhryggist

Re: 4runner 91 42tommu. Uppfærður í Dodge Dakoda.

Posted: 18.sep 2013, 22:43
frá reynirh
Engin hryggð í því Hjalti að uppfæra um 10 ár í bíl sem eiðir minna hefur pall og hantar mér mun betur en 4runner.
Og svo gerist einhvað þegar gefið er í, en það gerðist ekki á 4runner.

Re: 4runner 91 42tommu. Uppfærður í Dodge Dakoda.

Posted: 20.sep 2013, 17:42
frá -Hjalti-
reynirh wrote:Engin hryggð í því Hjalti að uppfæra um 10 ár í bíl sem eiðir minna hefur pall og hantar mér mun betur en 4runner.
Og svo gerist einhvað þegar gefið er í, en það gerðist ekki á 4runner.


Gleðileg auka 10 ár af bifreiðagjöldum og fullum tryggingum :)

Re: 4runner 91 42tommu. Uppfærður í Dodge Dakoda.

Posted: 14.jan 2014, 18:57
frá eidurr
Glæsilegur bíll þessi fjórhlaupari... Hvar fær maður svona kanta eins og þið eruð með á honum..?

Re: 4runner 91 42tommu. Uppfærður í Dodge Dakoda.

Posted: 16.jan 2014, 01:41
frá Þráinn
-Hjalti- wrote:
reynirh wrote:Engin hryggð í því Hjalti að uppfæra um 10 ár í bíl sem eiðir minna hefur pall og hantar mér mun betur en 4runner.
Og svo gerist einhvað þegar gefið er í, en það gerðist ekki á 4runner.


Gleðileg auka 10 ár af bifreiðagjöldum og fullum tryggingum :)



Hann hefði nú þurft að að bíða í 2 ár í viðbót til þess að fá fornbílaskráningu, og þá verður nú toyotan örugglega komin undir torfu eins þær flestar...

Re: 4runner 91 42tommu. Uppfærður í Dodge Dakoda.

Posted: 16.jan 2014, 10:03
frá -Hjalti-
Þráinn wrote:
-Hjalti- wrote:
reynirh wrote:Engin hryggð í því Hjalti að uppfæra um 10 ár í bíl sem eiðir minna hefur pall og hantar mér mun betur en 4runner.
Og svo gerist einhvað þegar gefið er í, en það gerðist ekki á 4runner.


Gleðileg auka 10 ár af bifreiðagjöldum og fullum tryggingum :)



Hann hefði nú þurft að að bíða í 2 ár í viðbót til þess að fá fornbílaskráningu, og þá verður nú toyotan örugglega komin undir torfu eins þær flestar...


Eg veit svosem ekkert ástandið á þessum bil en ég hef ekki seð að Toyoturnar endist eitthvað minna en aðrar tegundir og alls ekki síður en ameríska dótið :)

Re: 4runner 91 42tommu. Uppfærður í Dodge Dakoda.

Posted: 16.jan 2014, 14:29
frá Hfsd037
Maður sér varla gamlan amerískan bíl/jeppa út á götu lengur, ef svo er þá kannski uppgerðan.

Re: 4runner 91 42tommu. Uppfærður í Dodge Dakoda.

Posted: 16.jan 2014, 18:36
frá Subbi
Til Hamingju með þennan

Þetta eru sterkir bílar og taka Tog og Ýta langt umfram í endingu gæðum og vélarafli

Átti einn svona gamla lookið 1996 model með 318 Magnum með 4 tommu pústi og öndun i samræmi við það og flækjur og á 31 tommuni fór sá bíll létt í sandi og til að mynda þá bakaði hann 44 tommu Patrol í hólaskakstri út í sandvík

Svo ef þetta er 38 tommu breytt þá er þétta létt og fer allt í snjó líka

Re: 4runner 91 42tommu. Uppfærður í Dodge Dakoda.

Posted: 16.jan 2014, 23:29
frá Valdi B
reynirh wrote:Engin hryggð í því Hjalti að uppfæra um 10 ár í bíl sem eiðir minna hefur pall og hantar mér mun betur en 4runner.
Og svo gerist einhvað þegar gefið er í, en það gerðist ekki á 4runner.


Gleðileg auka 10 ár af bifreiðagjöldum og fullum tryggingum :)[/quote]


Hann hefði nú þurft að að bíða í 2 ár í viðbót til þess að fá fornbílaskráningu, og þá verður nú toyotan örugglega komin undir torfu eins þær flestar...[/quote]

Eg veit svosem ekkert ástandið á þessum bil en ég hef ekki seð að Toyoturnar endist eitthvað minna en aðrar tegundir og alls ekki síður en ameríska dótið :)[/quote]

þessi runner á eða átti allavega helling eftir held ég, tekinn í gegn 2010 minnir mig,heilmálaður og ryðbættur gerður voða fínn, en var farinn að sjá ryðtauma aftur um 2011 eða 12 en held að hann reynir geti alveg dæmt úr um það hvort að dakotan sé nothæfari til þess brúks sem reynir ætlar sér,frekar en runnerinn... TIL LUKKU MEÐ BÍLINN FRÆNDI! og ekki hlusta of mikið á þessa vitleysinga hér,þar aðauki mig... :D

Re: 4runner 91 42tommu. Uppfærður í Dodge Dakoda.

Posted: 18.jan 2014, 02:27
frá reynirh
Ég er alveg rólegur frændi yfir tegundar ríg þessara félaga. En Dakoda er seldur og ég er komin á Musso með hásingu að framan lowgir loftlæsingar og allan pakkan 42 tommu breittan og 44 tomman sleppur undir bara of mjóir kantar.

Re: 4runner 91 42tommu. Uppfærður í Dodge Dakoda.

Posted: 19.jan 2014, 01:33
frá Valdi B
til lukku með hann :)

hef aldrei verið hrifinn af musso reyndar en það er mitt mál! :D

Re: 4runner 91 42tommu. Uppfærður í Dodge Dakoda.

Posted: 12.feb 2014, 10:14
frá Jakob
hvad viltu fa fyrir rönnerinn ?