Síða 1 af 1
Jeppinn minn er Chevrolet Silverado Custom Deluxe.
Posted: 14.jan 2013, 18:40
frá Bjarni Ólafs
Hér er bíllinn áður en ég geri hann upp, en hann er með orginal 6,2 400 skiptingu og 208 millikassa.
Re: Jeppinn minn er Chevrolet Silverado Custom Deluxe.
Posted: 14.jan 2013, 18:51
frá Bjarni Ólafs
Hér er ein mynd eftir uppgerð, en ég á eftir að kaupa skrautið, svo sem krómlista og þess háttar utan á hann og klára hann. en aðalatriðið komið sem er heilt boddy. Svo græja ég fjöðrun o.s.frv.
Re: Jeppinn minn er Chevrolet Silverado Custom Deluxe.
Posted: 14.jan 2013, 18:53
frá seg74
Glæsilegur bíll hjá þér, vertu ekkert að spara myndir af uppgerðinni
Re: Jeppinn minn er Chevrolet Silverado Custom Deluxe.
Posted: 14.jan 2013, 18:58
frá Bjarni Ólafs
Bjarni Ólafs wrote:Hér er ein mynd eftir uppgerð, en ég á eftir að kaupa skrautið, svo sem krómlista og þess háttar utan á hann og klára hann. en aðalatriðið komið sem er heilt boddy. Svo græja ég fjöðrun o.s.frv.
það átti að koma mynd en hún er of stór, kann ekki að minnka svona myndir
Re: Jeppinn minn er Chevrolet Silverado Custom Deluxe.
Posted: 14.jan 2013, 19:06
frá Bjarni Ólafs
Bjarni Ólafs wrote:Hér er ein mynd eftir uppgerð, en ég á eftir að kaupa skrautið, svo sem krómlista og þess háttar utan á hann og klára hann. en aðalatriðið komið sem er heilt boddy. Svo græja ég fjöðrun o.s.frv.
Re: Jeppinn minn er Chevrolet Silverado Custom Deluxe.
Posted: 14.jan 2013, 19:13
frá halli7
Töff bíll og mjög flottur litur á honum.
Re: Jeppinn minn er Chevrolet Silverado Custom Deluxe.
Posted: 14.jan 2013, 19:37
frá Hr.Cummins
Þessi er grimmur, ekki er hann falur ?
Re: Jeppinn minn er Chevrolet Silverado Custom Deluxe.
Posted: 14.jan 2013, 19:40
frá jeepson
Er þessi en uppá Egilsstö'um??
Re: Jeppinn minn er Chevrolet Silverado Custom Deluxe.
Posted: 14.jan 2013, 20:01
frá Magni
Verklegur er hann. Hvað vigtar svona jeppi?
Re: Jeppinn minn er Chevrolet Silverado Custom Deluxe.
Posted: 14.jan 2013, 20:11
frá reyktour
Þessi er svaðalegur.
Flottur gripur.
Re: Jeppinn minn er Chevrolet Silverado Custom Deluxe.
Posted: 14.jan 2013, 20:18
frá Bjarni Ólafs
Takk fyrir, þetta er orginal litur og er ég mjög ánægður með hann, græjaði der á bílinn í leiðinni, en já þessar myndir eru teknar á Egilsstöðum við erum þaðan en búum í bænum núna vegna skóla. en bíllinn er ekki falur :).
Hér eru nokkrar myndir úr uppgerðinni.
Re: Jeppinn minn er Chevrolet Silverado Custom Deluxe.
Posted: 14.jan 2013, 20:20
frá Bjarni Ólafs
Skipti um t.d topp og sílsa...
Re: Jeppinn minn er Chevrolet Silverado Custom Deluxe.
Posted: 14.jan 2013, 20:22
frá -Hjalti-
Þetta er alveg svakalega flottur Chevy hjá þér !!
Magni81 wrote:Verklegur er hann. Hvað vigtar svona jeppi?
Það er nefnilega minna en maður á von á , þegar minn var á 44" þá viktaði hann 2350kg með 6.2

Re: Jeppinn minn er Chevrolet Silverado Custom Deluxe.
Posted: 14.jan 2013, 20:23
frá Bjarni Ólafs
Smíðaði mér sandblástursgræju, og sandblés allt ryð í burtu. Og nýji toppurinn kominn á
Re: Jeppinn minn er Chevrolet Silverado Custom Deluxe.
Posted: 14.jan 2013, 20:26
frá Bjarni Ólafs
Já ok minn viktar ca 2,800 ca 3000kg fullur af olíu,
Re: Jeppinn minn er Chevrolet Silverado Custom Deluxe.
Posted: 14.jan 2013, 20:45
frá Fetzer
geðveikur þessi!
Re: Jeppinn minn er Chevrolet Silverado Custom Deluxe.
Posted: 15.jan 2013, 01:00
frá Hr.Cummins
Það munar um að vera á stórum hásingum, með 14bolta að aftan og 10bolta að framan er þetta klettþungt hlýtur að vera...
Það munar feitt á hásingunum í 1500 RAM t.d. vs 2500 RAM.. heil 400kg !!!
Re: Jeppinn minn er Chevrolet Silverado Custom Deluxe.
Posted: 15.jan 2013, 09:04
frá jeepcj7
10 bolta framhásing er heldur léttari en dana 44
Re: Jeppinn minn er Chevrolet Silverado Custom Deluxe.
Posted: 15.jan 2013, 14:30
frá Hr.Cummins
jeepcj7 wrote:10 bolta framhásing er heldur léttari en dana 44
Já, en hvaða hásingar eru undir þessum Stepside .vs. Custom Deluxe
Dana 44 er líka MIKIÐ léttari en Dana 60 ;)
Re: Jeppinn minn er Chevrolet Silverado Custom Deluxe.
Posted: 15.jan 2013, 14:51
frá -Hjalti-
Hr.Cummins wrote:jeepcj7 wrote:10 bolta framhásing er heldur léttari en dana 44
Já, en hvaða hásingar eru undir þessum Stepside .vs. Custom Deluxe
Dana 44 er líka MIKIÐ léttari en Dana 60 ;)
Stepside var orgial bensin bíll með 12 bolta að aftan og dana 44 að framan
Re: Jeppinn minn er Chevrolet Silverado Custom Deluxe.
Posted: 15.jan 2013, 17:24
frá Bjarni Ólafs
Orginal á að vera dana 60 að framan en fyrri eigandi setti hana undir Blazer sem hann breytti á 49,5 tommu og setti þessa 10 bolta undir ístaðinn, lettinn minn er k20 og á þessvegna að vera með 60 að framan og 14 bolta að aftan, 14 bolta hásinginn er undir honum en ég er með það í planinu að verða mér útum 60 framfásingu þegar ég smíða undir hann fjöðrun að framan.
Re: Jeppinn minn er Chevrolet Silverado Custom Deluxe.
Posted: 16.jan 2013, 09:29
frá Big Red
Þeesi er hrikalega flottur til lukku með þennan
Re: Jeppinn minn er Chevrolet Silverado Custom Deluxe.
Posted: 16.jan 2013, 11:04
frá powerram
Flottur trukkur hjá þér!
Re: Jeppinn minn er Chevrolet Silverado Custom Deluxe.
Posted: 16.jan 2013, 11:52
frá JHG
Flottur trukkur :) og flott hvað þú ert að gera við hann. Þessum bílum fer því miður fækkandi og gaman að sjá einn í góðum höndum :)
Ein smámunasemi (þar sem að ég er líka chevy maður), hvort er hann Custom Deluxe eða Silverado?
1982-1987
Base model - Chevy Custom Deluxe/GMC Sierra
Z62 - Chevy Scottsdale/GMC High Sierra (Note this change)
Z84 - Discontinued
YE9 - Chevy Silverado/GMC Sierra Classic
Chevy kveðja, Jón H.
Re: Jeppinn minn er Chevrolet Silverado Custom Deluxe.
Posted: 16.jan 2013, 19:37
frá Bjarni Ólafs
JHG wrote:Flottur trukkur :) og flott hvað þú ert að gera við hann. Þessum bílum fer því miður fækkandi og gaman að sjá einn í góðum höndum :)
Ein smámunasemi (þar sem að ég er líka chevy maður), hvort er hann Custom Deluxe eða Silverado?
1982-1987
Base model - Chevy Custom Deluxe/GMC Sierra
Z62 - Chevy Scottsdale/GMC High Sierra (Note this change)
Z84 - Discontinued
YE9 - Chevy Silverado/GMC Sierra Classic
Chevy kveðja, Jón H.
já þú meinar það ég gáði í bækurnar af honum og það er nú ekkert minnst á þetta en utan á honum stóð Custom Deluxe áður en ég reif hann, með orginal merki, ekki límmiða en á mælaborðinu stendur Silverado svo hann er hvorkyn :)
Re: Jeppinn minn er Chevrolet Silverado Custom Deluxe.
Posted: 17.jan 2013, 07:43
frá Hr.Cummins
í hanskahólfinu ætti að vera límmiði með RPO kóðunum ;)
Re: Jeppinn minn er Chevrolet Silverado Custom Deluxe.
Posted: 19.jan 2013, 12:51
frá kári þorleifss
Þessi er bara hrikalega flottur og eigulegur hjá þér!
Re: Jeppinn minn er Chevrolet Silverado Custom Deluxe.
Posted: 24.jan 2013, 22:44
frá Bjarni Ólafs
Fleiri myndir af uppgerðinn þær eru ekki alveg í réttri tímaröð