Síða 1 af 4

Dodge RAM 3500HD Cummins Compound Turbo Diesel

Posted: 14.jan 2013, 16:18
frá Hr.Cummins
Jæja drengir fjær og nær, Elli ofur gerði kröfu um þráð um blessaðan trukkinn svo að hér kemur það....

Um er að ræða Dodge Ram 1500 sem að var upprunalega með 318 og RH47 skiptingu, 318 rellan hefur svo gefist upp á leiðinni e'h staðar þessa 170.000km sem að trukkurinn er ekinn og verið settur saman mótor með 360 blokk og 318 toppnum, þetta virkaði svona þrusuvel á 35" en eyddi alveg heilum lifandis ósköpum....

Þannig að ég tók þá ákvörðun að hjartað yrði slitið úr og skipt yrði um blóðflokk enda er bensín ekki minn tebolli og diesel hentar betur þegar að maður getur brennt svo gott sem öllum grút sem að hægt er að finna :)

Þessi della byrjaði nú samt ekki öll hérna, því að upprunalega vantaði mér dráttarbíl í einum grænum til þess að fara með BMW sem að ég átti á bíladaga 2010 og þá var verslaður í snatri Dodge Ram 2500HD með Cummins mótor, sá var frekar latur enda bara um 215hestöfl eins og hann kom úr beljunni.

Ég var þó alkunnur olíuverkinu góða sem að var af tegundinni BOSCH P7100 og kunni eitt og annað bragð til þess að auka við aflið, þannig að fyrsta verkefni var að opna AFC hausinn á verkinu og taka skömmtunarplötuna úr, henni var síðan breytt í plötu #100 og hún sett í aftur... AFC húsið tekið og sett 15psi loft inn á það og stillt þannig að á þeim þrýsting kæmi nóg eldsneyti, waste-gate-inu lokað og út að rúnta...

Við þetta jókst aflið til muna og get ég tekið að mér svona breytingar fyrir menn ef að þeir vilja og treysta sér ekki sjálfir...

Mönnum er einnig velkomið að skutla heilu mótorunum til mín til upptektar og tjúningar, en þetta kostar alltsaman peninga...

Ég treysti mér til þess að smíða allt frá einföldum 300hp uppsetningum og allt að 1000hp race mótora ef að menn kæra sig um..

Hér koma nokkrar myndir af ferlinu hjá mér...

Svona leit durgurinn út sem að var rifinn í verkefnið:
Image

Svona lítur durgurinn út sem að kramið er svo í:
Image

Rauði "COAL TRAIN" með 360 kramið á leiðinni úr:
Image

Þarna er svo Cummins rellan komin á standinn og búið að rífa aðeins utan af henni:
Image

Búið að opna, ég klikkaði nú á að taka myndir en eftir 476.000 mílur mátti enn sjá hónför í "slífunum":
Image

Hérna má sjá hvernig olían hefur sprautast upp úr skálinni, en þetta gerist þegar að spíssarnir sprauta undir of lágum þrýsting (POP pressure too low):
Image

Þessir stimplar eru svokallaðir ISB stimplar og eru notaðir í pallbílana hjá Dodge, Marine stimplar eru með stærri móttökuskál en þessir standard stimplar duga vel fyrir 800hp, jafnvel meira ef að menn passa upp á drive pressure...

Hérna er búið að steam-rolla vélina og mála blokkina, slífarnar/cylindrarnir virðast vera tærðir en það er vegna þess að vélin var gufu/þrýsti þvegin þetta skolast út með tæringarleysir sem að síðan var flushað af vélinni:
Image

Hérna er megnið komið saman, COLT ásinn kominn í, heddið komið á með stífari ventlagormum og 12.9 heddboltar í heddið í stað 10.8 sem að er orginal:
Image

Ég ætla að sjá hvernig þetta kemur út, ég hef ekki orðið var við neitt vatnstap ennþá né ofhitnun, þannig að ég býst við að kælikerfið anni aflinu og einni býst ég passlega við að heddboltarnir haldi (7-9-13) ef að þetta spýtir svo undan sér pakkningunni þá verður fjárfest í ARP pinnboltum og draslið klemmt vel saman...

Málningarhornið, hér er verið að klína ReinOrange litnum á dótið, en uppi eru hugmyndir um að mála trukkinn seinna í þeim lit og vagnlestina líka:
Image

RAL2004, ReinOrange:
Image

Mótor kominn ofaní, þarna á eftir að raða lúmminu á hann og þarna var ekki búið að mála alternator festinguna né kælivatns-stútinn:
Image

Þetta rétt sleppur:
Image

Mock-up cold-pipe, til að prófa, þetta hefur síðan verið betrumbætt og ég set inn myndir fljótlega eftir að það verður búið að mála og gera fínt:
Image

Þessa hafið þið séð áður, en þetta eru kuðungarnir tveir:
Image

Menn mega segja álit sitt hér, mest hefur farið 5,8bar boost í gegnum dótið...

Það var því miður bara eitt rönn og ég varð var við skringilegt "brothljóð" þegar að það átti sér stað, stöðvaði og yfirfór ALLT, ekkert virtist vera að svo að við félgarnir tókum þann pól í hæðina að HX60 dýrið hefði ekki verið rétt balancerað og skoðuðum það, hún virtist vera með aðeins meira slag en eðlilegt þætt svo að boostið/fuel var minnkað þannig að hún blési um 1,3bar minna og þá voru engin óhljóð... svo kom hvellur og ískur og svo virðist vera sem að hún hafi fræst úr compressor húsinu og dælt "fræsinu" inn í HX40 með þeim afleiðingum að Compressor spaðarnir í HX40 eru lítillega skemmdir...

Á meðan tók ég HX60 úr umferð, og er að keyra með single HX40W...

Áætluð hestöfl með allt í standi 750WHP & 2200-2350Nm, áætlað eins og hann er núna 450WHP & 1700-1800Nm.

Búið er að panta nýtt Super 40 Compressor hjól og upptekningarsett fyrir HX60, nú er bara að vona að það sé tími fljótlega hjá Vélasölunni eða Blossa til þess að kíkja á þetta dót fyrir mig og balancera þetta 100%...

Þá kannski fáum við að sjá 6bar ;)

Með kærri JEPPAkveðju,
Viktor Agnar Falk Guðmundsson

Re: Dodge RAM 1500 Cummins Compound Turbo Diesel

Posted: 14.jan 2013, 17:16
frá ellisnorra
Mér finnst þetta flott.

Hvaða árgerð er vélin?

Re: Dodge RAM 1500 Cummins Compound Turbo Diesel

Posted: 14.jan 2013, 18:06
frá Hr.Cummins
Þetta er mótor úr 1995MY / árgerð 1996...

Kom með NV4500 gírkassa og NP271 millikassa married...

Orginal var hann með HX35W sem að er með 12cm2 afgashús og 56mm inducer en vegna auka boost vildi ég stærra afgashús til að skola betur afgasinu út og því skipti ég henni út fyrir HX40W með 16cm2 afgashúsi og 62mm inducer (svokölluð Super 40)...

Undir HX40W kemur svo risa HX60 með 32cm2 afgashúsi og 92cm inducer (jebb, risa ég veit!)

Til þess að fæða allt þetta loft með olíu er búið að skipta um dælur í verkinu og setja stærri auk þess að stilla verkið á full afköst og fjarlæga alveg fuel plate-ið, og er því AFC boxið (hausinn) það eina sem að takmarkar rack travel, þá eru Marine 370 spíssabody notuð með SDX (Southern Diesel Extreme) 5x.012 dísum, og setti ég örþunnar skinnur fremst á dísuna áður en að ég setti þær niður til að leiðrétta "spray-ið" svo að þeir hitti ofan í skálina, auk þess að það eru auka 20BAR POP þrýstingur umfram það sem að á að vera og þannig brennur þetta nánast rétt.

Til þess að hægt sé að snúa vélinni meira en orginal (2800 freeload, 2200 load) keypti ég DDP 4k Governor kit, og BBD 60lbs ventlagorma... þá er hægt að snúa vélinni 1800rpm meira en original, 4500rpm freeload og 4000rpm loaded, ég flýtti verkinu úr 13,5° og setti það í 21° til þess að minnka reyk og auka aflið enn frekar, menn geta kannsi gert sér hugmynd um hvernig þetta virkar...

Ég tek kannski upp smá "spyrnumyndband" á móti SCT tjúnuðum Ford F350 á 37" á næstunni, sá er með custom map eftir "kjéllinn" unnið úr Spartan tune, bara aðeins aggressívara (alvöru 500WHP setup, ekki þetta superchips 500hp kjaftæði), MBRP púst og K&N intake...

Vonandi hafði þið jafn gaman af þessu og ég hehehe

Re: Dodge RAM 1500 Cummins Compound Turbo Diesel

Posted: 14.jan 2013, 18:30
frá Hr.Cummins
Orginal ventlagormar vs BBD #60

Image

Re: Dodge RAM 1500 Cummins Compound Turbo Diesel

Posted: 14.jan 2013, 19:18
frá lecter
sæll skiptu út ventlasætunum lika faðu sæti fyrir 380hp marin og nýa spissa i stimpil kælisprautunina .. sama og er i marin 380hp ég held að ventla sætin gefi sig með þessum ventlagormum og svona miklum snúning

þegar eg fer að vinna aftur i norge þá mun eg skoða öll parta númerin og vera saman mismun ef ég finn eithvað sem er bara i mestu hp tölunum eða 380hp eða meira mun eg senda þér það svo þessi tjúnning endist vel já þér og öðrum,,,

verst að við hentum svona vélum i fyrra 3, 20 feta gámum af svona 5.9 sumar ganfærar aðrar skemdar ,,eg hefði getað feingið mer fina vél en eg gerði upp 4 vélar
þetta var allt marin vélar en bara ein af þessum sem ég endur smiðaði var 380hp með stóra oluverkinu

flott mál hjá þér margir fara að nota þessa vél eftir þetta framtak hjá þér

taktu næst 3.9 velina og tjúnnaðu hana hún geingur svo fint i minni bilana toyota nissan og izuzu td og lika i ram eða suburban ef þeir eru ekki mjög stórum dekkjum ég er að tala um venjulegt folk sem vil eiga stóran bil sem eiðir 10-12 l

Re: Dodge RAM 1500 Cummins Compound Turbo Diesel

Posted: 14.jan 2013, 19:24
frá Hr.Cummins
Ótrúlegt en satt þá er þessi í c.a. 14 í blönduðum hehehe

Re: Dodge RAM 1500 Cummins Compound Turbo Diesel

Posted: 14.jan 2013, 19:39
frá Startarinn
Mér líst gríðarlega vel á þetta hjá þér.

Gaman líka að fá þessar upplýsingar á íslenskt spjall frá einhverjum sem er búinn að prófa þetta hérna á klakanum

Re: Dodge RAM 1500 Cummins Compound Turbo Diesel

Posted: 14.jan 2013, 21:28
frá steinarxe
Tek undir eydslutolurnar hja ter,tetta dot eydir alveg faranlega litlu midad vi afkost, hann fer svo lett med tetta, en svo er tetta lika allanveganna 3 til 4 l minna en sjalfskifti billinn er ad fara med. Ekki gat eg nu kvartad yfir leti a orginal samt,120 upp kambana med 2.5 tonn i dragi ef madur kærdi sig um:) bara god tilfinning eftir Patrol syngjandi i 2 gir med hitmælinn i tryninu ef madur vogadi ser i 3ja. Finir trukkar, ekki gallalausir,en held eg hafi aldrei skilid sattari vid ameriskt tryllitæki hehe.

Re: Dodge RAM 1500 Cummins Compound Turbo Diesel

Posted: 14.jan 2013, 21:40
frá ellisnorra
Startarinn wrote:Mér líst gríðarlega vel á þetta hjá þér.

Gaman líka að fá þessar upplýsingar á íslenskt spjall frá einhverjum sem er búinn að prófa þetta hérna á klakanum



X2!!! Gæti bara ekki orðað það betur en Addi :)

Re: Dodge RAM 1500 Cummins Compound Turbo Diesel

Posted: 14.jan 2013, 23:46
frá Hr.Cummins
Takk fyrir hlýjar móttökur strákar, það hafa fáir trú á þessu á kvartmíluspjallinu, ég hafði hugsað mér að prófa að nota þetta eitthvað smá í sandspyrnu....

Ætti að virka flott á 35" held ég að keyra þetta bara af stað í 3 gír og launcha vel inn á powerbandinu bara...

Annars er ég að fara í stýriscomponentin næst, ég á steering box brace sem að ég set sennilega upp og svo ætla ég að skipta út öllum endunum en þeir eru meira og minna ónýtir eftir að e'h snillingur fór með bílinn að leika sér í motorcross-braut...

Þegar að ég tók við bílnum var hann fullur af mold bæði að innan og í skúffunni...

Re: Dodge RAM 1500 Cummins Compound Turbo Diesel

Posted: 15.jan 2013, 23:10
frá Hr.Cummins
Jæja, dútlaði vel í þessum í dag....

Græjaði allmennilega jörð á spilarann og tengdi bassaboxið upp á nýtt...

JBL 2000W og Alpine Type-R hátalarar í öllu með Two-Way Crossovers...

Spilarinn (Pioneer e'h) keyrir hátalarana og filterar út 100Hz og undir, bassaboxið sér um 16-100Hz..

Soundar flott og þegar að glamrið í Cummins angrar mig (sem að er sjaldan) þá get ég bara hækkað vel 8)

Tók toppklæðninguna úr og þreif í döðlur, var farið að móta fyrir smá myglu...

Næst á dagskrá er að djúphreinsa kvikindið og kannski skutla honum í mössun til hans Ragga í RaggaBón...

Spurning um að fara að græja steering brace-ið í hann svo og henda undir hann hásingunum sem að eiga að vera undir honum :)

Re: Dodge RAM 1500 Cummins Compound Turbo Diesel

Posted: 16.jan 2013, 11:09
frá powerram
Lengi má gott bæta :)

Re: Dodge RAM 1500 Cummins Compound Turbo Diesel

Posted: 19.jan 2013, 18:50
frá Hr.Cummins
Algjörlega, enda er þetta allt í vinnslu ;)

Er búinn að vera að skoða að bæta N2O á þetta eða water-meth.... veit ekki alveg samt, held að ný kúpling sé algjört must samt fljótlega, sýnist á öllu að ég sé kominn yfir uppgefna specs fyrir kúplinguna þannig að það verður að koma í ljós bara hvað hún endist...

Re: Dodge RAM 1500 Cummins Compound Turbo Diesel

Posted: 19.jan 2013, 22:54
frá Hr.Cummins
Jæja, nú datt maður í vitleysuna....

7x.016 spíssar... eiga að duga fyrir 900hp....

kúplingin hefði eiginlega átt að vera næst á dagskrá...

Re: Dodge RAM 1500 Cummins Compound Turbo Diesel

Posted: 19.jan 2013, 23:20
frá ellisnorra
Hr.Cummins wrote:Jæja, nú datt maður í vitleysuna....

7x.016 spíssar... eiga að duga fyrir 900hp....

kúplingin hefði eiginlega átt að vera næst á dagskrá...


Hvar færðu þá og hvað kosta svoleiðins spíssar?

Re: Dodge RAM 1500 Cummins Compound Turbo Diesel

Posted: 19.jan 2013, 23:25
frá Hr.Cummins
elliofur wrote:
Hr.Cummins wrote:Jæja, nú datt maður í vitleysuna....

7x.016 spíssar... eiga að duga fyrir 900hp....

kúplingin hefði eiginlega átt að vera næst á dagskrá...


Hvar færðu þá og hvað kosta svoleiðins spíssar?


Ég fékk þá notaða frá "félaga" í USA á 80$, hann fílaði þá ekki vegna þess að hann var ekki með nóg loft á móti þeim....

Nýtt sett kostar 899$, þannig að ég held að ég hafi neglt þetta flott ;)

Re: Dodge RAM 1500 Cummins Compound Turbo Diesel

Posted: 19.jan 2013, 23:32
frá ellisnorra
Já það er dúndur verð :)

Duga "bara" 8 bar fyrir þetta?

Re: Dodge RAM 1500 Cummins Compound Turbo Diesel

Posted: 19.jan 2013, 23:39
frá Hr.Cummins
vonum bara að þetta fari ekki svona:

Image

Þetta er samt Harvester DT466.... Cummins klikkar ekki svona 8)

Re: Dodge RAM 1500 Cummins Compound Turbo Diesel

Posted: 19.jan 2013, 23:43
frá ellisnorra
Já ég hef séð svona myndir og video og mér finnst það alltaf jafn sniðugt að vera búinn að tjúna svo mikið að blokkin brotnar á þessum stað :)

Re: Dodge RAM 1500 Cummins Compound Turbo Diesel

Posted: 19.jan 2013, 23:49
frá Hr.Cummins
elliofur wrote:Já það er dúndur verð :)

Duga "bara" 8 bar fyrir þetta?


ertu að tala um loft þá, ég er bara með 5,5bar.... en við sjáum bara hvað gerist, ég get alltaf bakkað á verkinu....

ég held að þetta sé overkill en mér langar að sjá hvað ég kemst langt á loftinu og tjúna svo út frá því bara með fuel plate....

spíssarnir runna btw 260bar... svona FYI

Re: Dodge RAM 1500 Cummins Compound Turbo Diesel

Posted: 23.jan 2013, 02:53
frá Hr.Cummins
Mér reiknast svo til að með nýjum spíssum sé ég að fá 6.2bar boost.... það eru 90psi....

Með 90psi og 7x.014 spíssum, og restinni af setupinu mínu, ætti ég að geta runnað 900... HEIT hestöfl.... með þessum blásurum, gæti lagast aðeins með því að stækka afgashúsið á minni blásaranum en þá þyrfti ég samt sem áður meiri snúninga.... hækka í 5000rpm, og þá væri ég eflaust kominn yfir 1000hp.... ef að heddið heimsækir ekki Mars eða Tunglið fyrst...

En það segir sig sjálft að þá er nú kominn tími á Dual/Triple Disc, Sérsmíðað skapt og Dana 80 undir í hvelli...

Re: Dodge RAM 1500 Cummins Compound Turbo Diesel

Posted: 23.jan 2013, 08:08
frá ellisnorra
Það eru aldeilis tölur. Út frá hverju byggiru þessar hestaflatölur? Þú þyrftir að smella þér á dyno til að sanna þessar kenningar þínar.

Re: Dodge RAM 1500 Cummins Compound Turbo Diesel

Posted: 23.jan 2013, 08:10
frá Stebbi
elliofur wrote:Það eru aldeilis tölur. Út frá hverju byggiru þessar hestaflatölur? Þú þyrftir að smella þér á dyno til að sanna þessar kenningar þínar.


+1 á það

Re: Dodge RAM 1500 Cummins Compound Turbo Diesel

Posted: 23.jan 2013, 08:25
frá jeepcj7
Er nokkur bekkur hér á landi sem tekur meira en ca. 400 hross?
Er ekki eina leiðin hér á landi að fara og taka tíma á kvartmílu brautinni ef aflið á að vera orðið meira en ca.400 hross?

Re: Dodge RAM 1500 Cummins Compound Turbo Diesel

Posted: 23.jan 2013, 12:52
frá Hr.Cummins
Ég byggi þetta á sambærilegum uppsetningum erlendis, stuff sem að er notað í Tractor Pull og annað er svipað sett upp...

Menn hafa verið að taka 1100hp út úr svona HX60 SINGLE á 5.9 Cummins og það er með 90psi, hjá mér teppast skolunin út vegna þess að afgashúsið á HX40 er ekki nógu stórt til þess að anna flæðinu þegar að við erum með svona mikið boost...

Ég hef verið að bera það undir menn eins og Bryce @ BBD Performance og Luke @ DieselDawgs Performance og menn virðast vera sammála mér um hvað þetta á að skila...

Ég fæ ALLTAF sömu svörin, það sé ekki hægt að keyra þetta á þessari kúplingu og ég þurfi að uppfæra innvolsið í kassanum hjá mér...

Ég veit að JonHrafn er með auka 47RH skiptingu sem að er í steik, og ég er virkilega farinn að pæla í þeim möguleika að græja mér eitthvað RACE innvols í þá skiptingu og geta þá bara hent henni í þegar að mér langar að hafa hann "sjálfaðan" og negla svo bara beinbíttaða kassanum aftur í þegar að ég er búinn að styrkja hann nóg og setja öflugari kúplingu með þessu...

Allt pælingar, en ég hugsa að ég byrji á að prófa þessa spíssa.. ég get alltaf bakkað á olíumagninu þegar að ég finn að hann snuðar ;)

Re: Dodge RAM 1500 Cummins Compound Turbo Diesel

Posted: 23.jan 2013, 17:53
frá lecter
ég er að skoða fult af cummins i usa notað 3,9með alison skiptingu verð 3000usd sama með 5,9 og alison beint upp úr með öllu 3-4000 svo allt er fullt að þessum vélum

og mikið tekið 3,9 i stóru bilana lika 350 ford með 3,9 160hp og 500Nm

Re: Dodge RAM 1500 Cummins Compound Turbo Diesel

Posted: 23.jan 2013, 18:13
frá Hr.Cummins
Já, menn hafa verið að nota 4BT 3.9 mikið í allskyns bíla, allt frá Cherokee og upp í F350 Ford... og þykja virka með ágætum...

Það er líka til 3,3 mótor... en er sennilega ekkert eins spennandi...

Menn eru að taka út 250-300hp úr svona 4BT án vandræða...

Re: Dodge RAM 1500 Cummins Compound Turbo Diesel

Posted: 23.jan 2013, 18:36
frá nobrks
Þetta er vægast sagt spennandi þráður!

Re: Dodge RAM 1500 Cummins Compound Turbo Diesel

Posted: 23.jan 2013, 22:09
frá Stebbi
Eitt sem ég hugsa alltaf þegar ég opna þennan þráð, verður bíllinn nothæfur í daglegan akstur þegar hann er orðin 1100hp. Nú hefur maður engin viðmið á svona tölur nema þá vörubíla og þú ert að tala um 1100hp og 2000+nm í tog. Svona tölur úr vél sem er 5.9 lítrar og er að toga eins og 16 lítra vörubílavél fá mann til að hugsa hvort að þú verðir að spoola túrbínurnar upp á öllum ljósum sem stoppað er á með þéttan kolamökkinn á eftir þér.

Re: Dodge RAM 1500 Cummins Compound Turbo Diesel

Posted: 23.jan 2013, 22:22
frá ellisnorra
Stebbi wrote:Eitt sem ég hugsa alltaf þegar ég opna þennan þráð, verður bíllinn nothæfur í daglegan akstur þegar hann er orðin 1100hp. Nú hefur maður engin viðmið á svona tölur nema þá vörubíla og þú ert að tala um 1100hp og 2000+nm í tog. Svona tölur úr vél sem er 5.9 lítrar og er að toga eins og 16 lítra vörubílavél fá mann til að hugsa hvort að þú verðir að spoola túrbínurnar upp á öllum ljósum sem stoppað er á með þéttan kolamökkinn á eftir þér.



Já einmitt, hvernig er líka flýtingin/olíuaukningin á olíuverkinu, er einhver búnaður sem bætir við olíuna miðað við túrbínuþrýsting eða er olíuverkið alltaf á max stillingu?

Re: Dodge RAM 1500 Cummins Compound Turbo Diesel

Posted: 23.jan 2013, 22:29
frá Hr.Cummins
Stebbi wrote:Eitt sem ég hugsa alltaf þegar ég opna þennan þráð, verður bíllinn nothæfur í daglegan akstur þegar hann er orðin 1100hp. Nú hefur maður engin viðmið á svona tölur nema þá vörubíla og þú ert að tala um 1100hp og 2000+nm í tog. Svona tölur úr vél sem er 5.9 lítrar og er að toga eins og 16 lítra vörubílavél fá mann til að hugsa hvort að þú verðir að spoola túrbínurnar upp á öllum ljósum sem stoppað er á með þéttan kolamökkinn á eftir þér.


Þetta snýst allt um Air Fuel control, ástæðan fyrir því að ég er með compound kerfi er að þá þarf ég ekki að vera alltaf með allt í gargandi botni til þess að fá boost...

Ég er með AFC gaurinn stilltan á "full travel" með 12psi, þannig að ég er ekkert að fá neitt "extreme fueling" fyrr en að trukkurinn er farinn að boosta eitthvað smá, þannig að ég fæ nánast aldrei "pre-boost" smoke, ekki nema þá bara voða létt haze, nema ég sé í 4gír að drolla á 1000rpm og botna síðan :)

Ég skal glaður taka menn rúnt þegar að allt er komið aftur í stand (vonandi í lok næsta mánaðar) til þess að sýna mönnum hvernig þetta virkar...

Ég ætla í breytingaskoðun þegar að ég er kominn fyrir leka á stýri, sýnist maskínan úr 1500 bílnum vera í rusli.... auk þess þarf ég að fara yfir stýrisenda í honum svo að þetta geti verið þétt og gott og setja í hann steering brace sem að ég á...

Þannig að to-do listinn eins og er;
Redda ádrepara (50.000kr takk fyrir takk) er að drepa bara á honum með gírnum eins og er....
Skipta um þverstífu, ég á hana til nýja...
Skipta um stýris-stangir og enda, ég á þetta líka úr 2500 bílnum, virðist vera í góðu standi, var allavega ný-yfirfarið þegar að ég lagði honum...
Færa stýrismaskínu yfir úr 2500 bílnum, hún lekur ekki og er sennilega þéttari en hin...
Laga vacuum leka, fá þannig power brakes...

Fara í breytingaskoðun, vigta tíkina og sýna þeim að hann hafi einungis þyngst um 200kg..

Síðan má setja hásingarnar undir.. D80 & D60...

Re: Dodge RAM 1500 Cummins Compound Turbo Diesel

Posted: 23.jan 2013, 22:41
frá ellisnorra
Hr.Cummins wrote:Ég skal glaður taka menn rúnt þegar að allt er komið aftur í stand (vonandi í lok næsta mánaðar) til þess að sýna mönnum hvernig þetta virkar...


Ókei! :)

Re: Dodge RAM 1500 Cummins Compound Turbo Diesel

Posted: 23.jan 2013, 23:24
frá Valdi B
dips!

Re: Dodge RAM 1500 Cummins Compound Turbo Diesel

Posted: 24.jan 2013, 00:04
frá HaffiTopp
Manni er eiginlega orðið sama um bílinn sjálfann, þar sem vélin er svo skratti áhugaverð :P
PS. Ekki illa meint, miklu frekar sagt í djóki :)

Re: Dodge RAM 1500 Cummins Compound Turbo Diesel

Posted: 24.jan 2013, 01:46
frá Hr.Cummins
Tek þessu ekkert illa, langar helst að hafa þetta í Dually Chevy Silverado...

En er kominn með rosalegan 46" vírus :) hehehe

Re: Dodge RAM 1500 Cummins Compound Turbo Diesel

Posted: 24.jan 2013, 10:55
frá Eyjo
Ég held að þér sé frekar að batna en að þú sért kominn með vírus;)

Þú værir lang flottastur á gömlum 46 tommu Dodge með steraða 5,9 í húddinu.
Hefurðu eitthvað pælt í portalhásingum undir Doddann? Það væri gott kombo. 46+5,9+portal=KILLER
kv.Eyjo

Re: Dodge RAM 1500 Cummins Compound Turbo Diesel

Posted: 24.jan 2013, 12:16
frá Kristinn
Hvað ætlar þú að gera við gamla líffærið þe.360/318 mótorinn er hann falur..á hvað... en annars flott combo Kv Kristinn

Re: Dodge RAM 1500 Cummins Compound Turbo Diesel

Posted: 24.jan 2013, 17:06
frá Hr.Cummins
Kristinn wrote:Hvað ætlar þú að gera við gamla líffærið þe.360/318 mótorinn er hann falur..á hvað... en annars flott combo Kv Kristinn


Planið var alltaf að nota hann í E36 Compact sem að ég og félagi minn eigum saman, var búinn að swappa M57TUD30 BMW mótor í hann en svo var hann aðeins lasnari og laskaðari en ég hélt og það fór út um þúfur, svo að við ætlum að nota 360 rokkinn úr þessum og RH46 skiptinguna sem að kom úr til þess að gera spól/drift græju :D

Ég hef lítillega pælt í hásingarmálum, eins og þetta lítur út núna þá er ég með 36" "krúsdekk" sem að fara undir hann á 16" felgum á Dana 60 og Dana 80 hásingarnar...

Ég er búinn að skoða aðeins þessar Portal hásingar og ég hef ekkert séð sem að heillar mig, þetta þarf að geta fært aflið út í hjól án þess að eitthvað brotni í látunum...

Ég held að ég byrji auðvitað á 38" og svo kannski þrepa ég mig eitthvað upp á við, fer svolítið líka eftir því hvað þarf að skera og breyta, ég vil helst sem minnsta boddíhækkun ;)

Re: Dodge RAM 1500 Cummins Compound Turbo Diesel

Posted: 24.jan 2013, 17:11
frá kjartanbj
mæta bara beint í 44"+ :) skera bara nóg, ég kem 46" auðveldlega undir og er ekkert boddyhækkaður á LC80 , hlýtur að vera hægt að búa til pláss á þessu :)

Re: Dodge RAM 1500 Böööööö Compound Turbo Diesel

Posted: 01.feb 2013, 03:35
frá Hr.Cummins
Hérna er myndband með trukknum mínum, FPV myndavél að elta á Bixler 2.0 flugvél sem að nær tæplega 120kmh....

Er bara að runna 3bar þarna, hence reykurinn, en olíuverkið er tjúnað fyrir 5,5bar..

Virðist nú samt vinna þokkalega þannig, var í 4gír þarna þegar að ég þrammaði á 60kmh ;)

Menn geta svona rétt ýmindað sér hvað gerist á 5,5bar :D

http://www.youtube.com/watch?v=bqybROHy ... e=youtu.be