Landrover Series 2a 1971 (Þ-995)
Posted: 10.jan 2013, 23:50
Nú var ég að fjölga í bílaflotanum mínum:
Landrover Series IIA 1971 árgerð.
Var hann fenginn á Akureyri og ég bý í Keflavík.
Svo farið var í að gera þetta að einhverju góðu ævintýri, sem tókst jú þokkalega.
Fórum við tveir vinir notður að sækja fákinn á öðrum öldung, en sá er að gerðinni Lada Nivia (Lada sport) og frá herrans árinu 1987.
Sóttist ferðin vel eftir að búið var að sækja kúbein, slaghamar, startkappla og aðrar nauðsynjar í svona ævintýri.
En uppi á Holtavörðuheiðinni fór miðstöðin í Lödunni að blása köldu, og kom í ljós að hún hafi "dottið niður" og var því kift í liðinn í staðarskála.
Þá var farið að bílinn og ákveðið að láta slag standa, hann keirður á Lögreglustöðina á Akureyri og gengið frá eigandaskiptum, en þar vinnur fyrri eigandi bílsins.
Það gekk ekki betur en svo að mínotu áður en við komum kom útkall og þurftu allir að sinna því, og gat fangavörðurinn sem tók á móti okkur ekki aðstoðað okkur.
Þá var farið og fengið sér að borða, og sáum við að menn voru að tínast á stöðina aftir, svo við fórum og gátum þá græað pappírana.
Á bakaleyðinni gekk allt að óskum í Landrover, en miðstöðin í Lödunni mótmælti einhvað þessum langa vinnudegi svo hún lagðist aftur í dvala.
Svo við Baulu þá var stoppað og skrölt sem var í Landrovernum skoðað og kom í ljós að gleymst hafi að festa toppgrindina þegar hún var endur galvinseruð fyrir einhverjum árum, en hún hékk á alla leið heim.
Daginn eftir varð ég að kíkja nokkrum sinnum út í bílastæðið til að fullvissa mig á að bíllinn hafi verið sóttur, svo vel gekk ferðin.
Fið fyrstu skoðun leit hann ekki svo illa út, svo var aðeins farið að skoða rafmagnið þegar heim var komið,
og kom þá í ljós að einhverntíman á lífsleiðinni var rafmagnið í honum tekið í gegn og til verksins notaður tvíleiðari ásamt sexvíratengjum.
En hann mun vera gerður upp og settur aftur á orginal dekk og felgur, lit haldið óbreytt og brettakantarnir fá að fjúka.
En fyrst mun ég koma hinum bílnum í stand og þegar það verður komið mun þessi fara í skverun.
Ef einhver á viðgerðarbók (Serwice manual) á stafrænu formi (eða bækur fyrir smá aur) fyrir þessa bíla þá væri hann vel þeginn.
Landrover Series IIA 1971 árgerð.
Var hann fenginn á Akureyri og ég bý í Keflavík.
Svo farið var í að gera þetta að einhverju góðu ævintýri, sem tókst jú þokkalega.
Fórum við tveir vinir notður að sækja fákinn á öðrum öldung, en sá er að gerðinni Lada Nivia (Lada sport) og frá herrans árinu 1987.
Sóttist ferðin vel eftir að búið var að sækja kúbein, slaghamar, startkappla og aðrar nauðsynjar í svona ævintýri.
En uppi á Holtavörðuheiðinni fór miðstöðin í Lödunni að blása köldu, og kom í ljós að hún hafi "dottið niður" og var því kift í liðinn í staðarskála.
Þá var farið að bílinn og ákveðið að láta slag standa, hann keirður á Lögreglustöðina á Akureyri og gengið frá eigandaskiptum, en þar vinnur fyrri eigandi bílsins.
Það gekk ekki betur en svo að mínotu áður en við komum kom útkall og þurftu allir að sinna því, og gat fangavörðurinn sem tók á móti okkur ekki aðstoðað okkur.
Þá var farið og fengið sér að borða, og sáum við að menn voru að tínast á stöðina aftir, svo við fórum og gátum þá græað pappírana.
Á bakaleyðinni gekk allt að óskum í Landrover, en miðstöðin í Lödunni mótmælti einhvað þessum langa vinnudegi svo hún lagðist aftur í dvala.
Svo við Baulu þá var stoppað og skrölt sem var í Landrovernum skoðað og kom í ljós að gleymst hafi að festa toppgrindina þegar hún var endur galvinseruð fyrir einhverjum árum, en hún hékk á alla leið heim.
Daginn eftir varð ég að kíkja nokkrum sinnum út í bílastæðið til að fullvissa mig á að bíllinn hafi verið sóttur, svo vel gekk ferðin.
Fið fyrstu skoðun leit hann ekki svo illa út, svo var aðeins farið að skoða rafmagnið þegar heim var komið,
og kom þá í ljós að einhverntíman á lífsleiðinni var rafmagnið í honum tekið í gegn og til verksins notaður tvíleiðari ásamt sexvíratengjum.
En hann mun vera gerður upp og settur aftur á orginal dekk og felgur, lit haldið óbreytt og brettakantarnir fá að fjúka.
En fyrst mun ég koma hinum bílnum í stand og þegar það verður komið mun þessi fara í skverun.
Ef einhver á viðgerðarbók (Serwice manual) á stafrænu formi (eða bækur fyrir smá aur) fyrir þessa bíla þá væri hann vel þeginn.