Síða 1 af 7
1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel
Posted: 05.jan 2013, 03:39
frá Subbi
Góðan daginn Menn og Konur hér á Spjallinu
Guðmundur heiti ég og er Suburban maður og er nú að fara í að breyta 36tommu Subba í 44 tomu bíl
Skift verður úr klafadótinu að framan í Dana 60 ,settur á gorma - Orginal hásinguni haldið að aftan sem er 14bolta GM semi floating,,,, fjaðrir undan og settur á loftpúða að aftan :)
Skorið úr brettum framhásing færð framar settir viðeigandi brettakantar og sett ný hlutföll sem henta 44 tommuni og læsingar til að harðlæsa öllu þegar á þarf að halda
bílnum verður breytt hjá renniverkstæði Ægis og er ekki alveg klárt með verkbyrjun og verklok en það fer að líða að þessu
hendi hér inn mynd af Bílnum eins og hann er í dag ,,,svo þegar verkið hefst vona ég að ég fái nú að fylgjast með verkinu og mynda framvinduna í því og koma með smá myndasögu eftir að Breytingum lýkur en bíllinn verður málaðu líka hvort sem það verður í beinu framhaldi af breytingum eða eftir vertíðina sem bíllinn verður í vinnu við á komandi sumri
My 4X4 Suburban 2500 by
Gummi Falk, on Flickr
Re: Nýr hér
Posted: 05.jan 2013, 10:32
frá JeepKing
Like á það :D
þetta eru egilega einu bílarnir sem ég væri til í að skipta út fyrir Grandann, svona burban með 6.5 bara geðveikt.. :D
er þessi ekki örugglea diesel?
Re: Nýr hér
Posted: 05.jan 2013, 15:33
frá Subbi
jú Diesel og nettur á eyðsluni 1600 snúningar á langkeyrsluni 100 km og um 12.6 lítrar og um 16 innanbæjar en fer hærra ef maður er að snúa þessu mikið yfir 2000 rpm
Re: Nýr hér
Posted: 05.jan 2013, 16:21
frá Hagalín
Þetta ferður flottur bíll.
En ein spurning, af hverju 44"? Af hverju ekki bara í 46"?
Re: Nýr hér
Posted: 05.jan 2013, 18:03
frá Subbi
já það er spurning svo má bara fara í 49 og klára þetta bara :)
Re: Nýr hér
Posted: 06.jan 2013, 00:14
frá Stebbi
Subbi wrote:já það er spurning svo má bara fara í 49 og klára þetta bara :)
Veit um túrbínu til að setja í staðin fyrir þessa sem geispar í húddinu hjá þér ef þú ferð 49" leiðina. Ekki veitir af.
Re: Nýr hér
Posted: 06.jan 2013, 00:58
frá Þorsteinn
sæll,
ég er búinn að breyta og eiga svona suburban á 46".
ég færi ekki í stærri dekk, vegna þess að mótorinn á alveg nóg með að snúa 46" og vantar ekkert uppá drifgetu á þeim heldur.
mér lýst hins vegar ekkert á það hjá þér að nota orginal hásinguna að aftan þar sem hún er semi floating og öxlarnir eru ekkert svakalega sterkir. það þarf svo lítið til að brjóta í þessu öxul og þá áttu orðið hættu á að missa dekkið undan.
mundi finna mér full floating hásingu ef þú ert að hugsa um að fara í 44-49" dekk.
ég setti undir hjá mér 14 bolta full floating hásingu, en mundi frekar fara í nýrri ford hásingu vegna þess að þær eru orðnar jafn breiðar framhásingunum. það munaði 6 cm á framhásingu og afturhásingu. kannski hlutur sem skiptir engu máli en maður sér það ef maður horfir eftir hliðinni á honum. það er líka kostur að fá diskabremsur að aftan.
gangi þér vel með þetta og ef það er eitthvað sem þú villt spurja útí þá skal ég glaður svara.
Re: Nýr hér
Posted: 06.jan 2013, 02:11
frá Freyr
Svakalega lýst mér vel a þessar pælingar, mjög töff þessir þegar þeir eru alminnilega breyttir
Re: Nýr hér
Posted: 06.jan 2013, 02:44
frá Bergthor93
Góður
Re: Nýr hér
Posted: 06.jan 2013, 02:51
frá Subbi
já þetta kemur allt í ljós en 14 bolta orginal hásingin á nú að þola töluvert það er nú ekki eins og ég ætli að fara að taka neitt rosalega á honum með þennan mótor vo á ég aðra alveg eins full floating þannig að það er hægur leikur að nota hana
Þeir hjá Renniverkstæði Ægis munu ábyggiliega koma með góðar tillögur allavega hef ég ekki heyrt að menn hafi verið sviknir af vinnubrögðunum hjá þeim og fátt klikkað
En já þetta þróast ábyggilega út í eitthvað meira en byrjunin er að koma honum á framhásingu loftvæða að aftan gorma að framan og 44 tommur tel það gríðarlega mikið stökk frá því sem hann er í dag svo ætti það að duga í það sem ég nota hann Veiði á Sumrin og Ljósmyndaferðir á vetrum :)
Re: Nýr hér
Posted: 06.jan 2013, 18:56
frá Hr.Cummins
Það er til 14bolta 11,5" Full Floating undir hann hjá gamla, einnig er til D44 og 4link kerfi úr Dodge Ram, en það er víst betra að setja D60 þar sem að þetta er þungt verkfæri...
Varðandi afl í 6.5, þá er mjög auðvelt að láta svona 6.5 vinna ef að á hana er sett mechanic olíuverk af 6.2 og dælurnar færðar úr Stanadyne verkinu á 6.5 vélinni, þá þarf líka að bæta við boost en með Borg Warner kuðungnum sem að er á 6.5 er það illmögulegt þar sem að afgashúsið á þeirri túrbínu er of þröngt til þess að hægt sé að bæta eitthvað við án þess að "drive pressure/backpressure" rjúki upp úr öllu valdi og þá er hætt við að menn sprengi sveifarásinn niður...
Best er að smíða nýjar greinar og endurhanna intake plenum/manifoldið þannig að hægt sé að hafa túrbínuna ofan í dalnum í miðjunni og tengja inn á intercooler, ég tel að OEM Holset HX35W af 5.9 Cummins væri mjög fýsilegur kostur fyrir ykkur 6.5 karlana ;)
Geometry-ið fyrir þá túrbínu er gefið upp fyrir 450hp, en geometry fyrir BW af 6.5 er ekki nema 220hp, og það segir okkur að það má ekki miklu álagi bæta við...
Ég hef fulla trú á því að hægt sé að láta 6.5 afkasta mun betur en OEM !
Re: Nýr hér
Posted: 15.sep 2013, 15:09
frá Subbi
ekkert skeð í breytingum en nú er allt klárt og bíllinn fer í skurðstofuna næstu daga
Fer undir hann dana 80 aftan höfð 20 cm aftar en í dag á gömlu fjaðrinar og four link system og gormar að framan Dana 60 hásing og skorið úr og tjakkað upp fyrir 49 tommu en verður á 44 tommu til að byrja með
Stefni á að aka hínum út úr aðstöðuni fyrir Jól og að hann verði Nýsprautaður og klár í Norðurljósaferðir 1 febrúar
Hann verður rauður með svartar Strípur yfir húdd og topp og Afturhlera og svartur neðan lista a hliðum
Set inn myndir þegar allt er komið í gang en ég ætla að standa í þessu sjálfur með hjálp frá Góðum vini sem kann þetta
Svo bíður 6 Cyl Cummins með 5 gíra kassa tilbúinn en klára fyrst að keyra út 6.5 velina :)
Re: Nýr hér
Posted: 15.sep 2013, 15:40
frá biturk
Hvað er verðmiðinn frá verkstæði
Re: Nýr hér
Posted: 15.sep 2013, 18:12
frá ellisnorra
Þetta er alveg frábært verkefni! Endilega vertu svakalega duglegur að dæla inn alveg gommu af myndum, frekar miklu meira en minna :)
Kv. frá öðrum suburban eiganda :)
Re: Nýr hér
Posted: 18.sep 2013, 03:45
frá Hr.Cummins
Byrjum á að mála hann rauðan fyrst áður en við setjum á hann svartar strípur ;)
Re: Nýr hér
Posted: 21.okt 2013, 05:24
frá Hr.Cummins
Lítið búið að gerast hérna, vorum að fá nýja skurðstofu og erum að fara að byrja að vinna í þessu.... allt að gerast í komandi viku ;)
Re: Nýr hér
Posted: 22.okt 2013, 02:44
frá Subbi
verðmiðinn var 4 mills
Re: Nýr hér
Posted: 23.okt 2013, 00:12
frá Hr.Cummins
Subbi wrote:verðmiðinn var 4 mills
Hvað segiru Pabbi minn, ætlaðir þú kannski að svara einhverjum einkapósti :?:
Re: Nýr hér
Posted: 24.okt 2013, 15:41
frá Subbi
jæja þá er allt efnið komið í breytingarnar
í 4 link kerfið að aftan tók ég heildregnar Pípur S355 sem eru 42.4mm að ummáli og með veggjaþykkt 4mm
stálið í turnana tók ég Plötu af S235 4mm þykkt og hjá ET pantaði ég svo hólkana og fóðringar þýska gerð með 12mm boltaþykkt
sama verður í 4 Link að framan og gormar sem ég nota að að aftan eru nýjir framgormar úr ford 150

Svo er það Dana 60 framhásing sem ég er að taka úr RAM 2500 bíl

afturhásing kemur úr sama RAM og er Dana 80


Allt vrður þetta blásið og málað upp á nýtt svo þetta líti nú allt vel út :)
Kem svo með fleiri myndir jafnóðum og hlutirnir gerast en það verður unnið alla Helgina við að fínisera hásingar og skera óþarfa í burtu og græja fyrir GMC
Re: Nýr hér
Posted: 30.okt 2013, 17:13
frá Subbi
Skórnir komnir og felgur farnar í sandblástur og Breikkun
fer með þær í 18 tommu breidd
dekkin eftir háþrýstiþvott

fór svo með conditoner yfir þau sem lífgar upp á grátt gúmmí og gerir það svart

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel
Posted: 02.nóv 2013, 23:37
frá Subbi
Jæja Hásingar klárar undir Smíðavinnu og búið að panta hlutföllin og Læsingar í herlegheitin tók 4.88 hlutföll í þær
Unnum frá 18:00 til 23:00 og náðum að hreinsa undan RAM að sem fara á í Suburban :)
Skárum framstykkið bara af RAM betra að komast að en ég hirti líka allar festingar fyrir fourlinkið af RAM grindini

Þarna er svo Dana 60 Strípuð fyrir utan stýrisgang sem fer með í Suburban og fourlinkið

Dana 60 og Dana 80 klárar fyrir smíðavinnuna sem verður alla næstu daga

Strákurinn minn var eitthvað að stanga hrútinn og blæddi aðeins úr hornfestunum á honum he he he

Svo er stefnan að hann rúlli út Skorinn á 44 tommuni og fari í brettakantasmíði hjá bátasmið sem er mjög klár að smíða flotta kanta um miðjan mánuðinn og í almálun strax eftir það og verði kominn í Akstur í fullu fjöri fyrstu vikuna í Desember :)
Meira síðar
Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel
Posted: 02.nóv 2013, 23:44
frá ellisnorra
Þetta verður mjög flott. Er framdrifið vinstra megin í subbanum? Ég veit að það er allavega hægra megin í þeim eldri, þekki ekki nýrri bílana.
Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel
Posted: 03.nóv 2013, 00:00
frá sukkaturbo
Sælir félagar mér lýst vel á þráðinn hjá ykkur og hlakka til að fylgjast með honum. Subbin er flottur bíll og hefur góða eiginleika í snjó torfærum. kveðja Guðni
Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel
Posted: 03.nóv 2013, 00:41
frá jeepcj7
Framdrifið er vm í þeim sem ekki koma á hásingu að framan.
Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel
Posted: 03.nóv 2013, 01:15
frá Subbi
Það er vinstramegin á Klafahásinguni og þar af leiðandi smell passar þetta :)
geri hann klárann fyrir 46 tommuna en læt duga 44 undir hann þar sem það er allt til í það stækka svo skóna þegar efnahagurinn leifir
Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel
Posted: 03.nóv 2013, 05:10
frá Hr.Cummins
Þarna er greyið mætt í skurðstofuna:

Og framhásingin komin undan:

Svo er Pabbi gamli að djöflast með rokkinn hérna:

Þetta verður djöfull fínt þegar að þetta klárast, vonum að við verðum ferðafærir um næstu mánaðarmót :!:
Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel
Posted: 03.nóv 2013, 23:11
frá Subbi
Jæja ein mesta drulluvinna og tímafrekasta vinna sem ég hef unnið í bíl :)
Skar demparaturna frá grind í RAM ásamt Festingum fyrir Four link kerfið og svo hirti ég undan honum profil beislið og set það auðvitað framan á Suburban sem er með fínt Profil beisli að aftan
en allavega Demparaturnar og Gormasæti klár og Fourlink festingar af grind úr RAM fara beint á Grind í Suburban þetta er hentugt því það sparar ómælda vinnu að hirða þetta úr RAM grindini og þurfa ekkert nema sjóða á Suburban grindina sem verður byrjað að hreinsa framstellið úr á Miðvikudag og slípa Grindina á honum fyrir suðuvinnu
Vona að ég verði svo helgina að klára að koma hásignum og fourlink kerfunum undir og geti rúllað með hann í brettakantana á Mánudag Þriðjudag en er kannski full bjartsýnn því það kemur alltaf eitthvað upp á sem tekur frá manni tímann en vona þó að allt gangi upp eins og ég er búin að hugsa þetta

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel
Posted: 03.nóv 2013, 23:35
frá ellisnorra
Þegar ég hef gert svona, sett hásingar undir með 4link úr tilsniðnu plötuefni og smíðað stífur og allt annað þá hef ég verið uþb 50 tíma með hvora hásingu, þannig að þú mátt halda þér duglega við efnið :)
Re: Nýr hér
Posted: 04.nóv 2013, 11:21
frá juddi
Hvað skeltirðu þessu ekki bara í þvottavélina og síðan í þurkarann
Subbi wrote:Skórnir komnir og felgur farnar í sandblástur og Breikkun
fer með þær í 18 tommu breidd
dekkin eftir háþrýstiþvott

fór svo með conditoner yfir þau sem lífgar upp á grátt gúmmí og gerir það svart

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel
Posted: 06.nóv 2013, 20:47
frá Eiðurþ
Fékkst þú fóðringar sem passa sæmilega í festingarnar sem eru fyrir á Ram dótinu?
Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel
Posted: 06.nóv 2013, 23:50
frá Hr.Cummins
Eiðurþ wrote:Fékkst þú fóðringar sem passa sæmilega í festingarnar sem eru fyrir á Ram dótinu?
Við notum allt 4link-ið úr RAM yfir í Suburban... þ.e. stífur, fóðringar og festingar í grind ;)
Engin ástæða til þess að gera það ekki, þetta virkar fínt undir bæði 44" og 46" bílum sem að eru hér á suðurnesjunum :!:
Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel
Posted: 07.nóv 2013, 01:09
frá Hr.Cummins
Gleymdi að setja inn í fyrra innlegg....
Fór niður á verkstæði áðan, og gamli er nánast búinn að berstrípa grindina á Suburban og allt að verða klárt til þess að setja D60 undir að framan ;)
Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel
Posted: 07.nóv 2013, 19:24
frá Subbi
Jæja er að klára að slípa niður suðusárin af gamla draslinu og er stefnan að byrja að rúlla dana 60 undir á morgun og máta og klippa það sem þarf að klippa
Klafaruslið komið undan

Gamla draslið drifið ofl fyndið hvað ég fór langt niður með bremsudiskinn en klossar voru búnir fyrir 2 vikum og ég nennti ekki að pæla í þessu þar sem ég var að fara að rífa draslið allt undan

Skorið brennt og slípað :) en gæti verið að ég þurfi að brenna frambitan sem er þarna síður á myndini kemur í ljós á morgun þegar ég máta hásinguna undir

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel
Posted: 08.nóv 2013, 20:24
frá Subbi
Jæja felgur sóttar í dag 19 tommu breiðar :)
dekkjunum hent á og hásing grófstillt undir og eins og er lítur út fyrir að eini skurðurinn sem framkvæma þarf að framan sé úr stuðaranum miðað við samslátt enda bílinn mjög hár á RAM linkunum
Lokafrágangur á framhásingu á morgun svo farið í að setja saman og sjóða fourlink kerfið að aftan og vonandi rúllar hann út á þriðjudag miðvikudag í kantasmíðina :)
Þetta smellpassaði allt úr ram og eina sem ég á eftir að gera upp við mig er hvort ég á að nota áfram millikassan sem ég er með eða henda Handskifta kassanum úr ram aftan á Skiftinguna og gera gat í gólfið fyrir handskiftingu :)
megið endilega gefa álit á þeim gjörningi en handvirkt er betra en rafmagns skift bilar minna en venjulega held ég þetta handvirka og má alltaf treysta á það :)

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel
Posted: 09.nóv 2013, 11:56
frá powerram
Er þetta ekki 16,5" felgur eða komu þið 15" undir?
Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel
Posted: 09.nóv 2013, 18:01
frá Subbi
15" hvað er það :)
nei nei þetta er 16.5 en fer á 16 eða 17 " þessar eru með vitlaust Backspace en eru undir meðan hann er skorinn og stillt upp
En i dag punktaði ég Dempara og gormaskálar úr RAM á grindin tók svo Stífuturnanan og breytti þeim til að falla betur að Grind í GMC allt stillt af og situr rétt á morgun verður svo klárað að heilsjóða og grunna og mála dótið tengja drifskaft og ganga frá stýri
svo verður farið í afturhásinguna eftir það og er það enn minna mál og vonandi stenst það að ég burri honum út á Þriðjudagskvöl og fari með hann í kantasmíðina
Bíllinn er ansi reffilegur finnst mér og húddbrún er mér í axlahæð er að breytast úr litlum sem mér fannst alltaf stór Suburban í ansi Stóran Suburban :)
Bíllinnkominn á gormana að framan og boltaður í stífurnar allt stillt rétt af þarf að skera lygilega lítið úr bílnum

Skorið úr framstuðara og aðeins úr innra bretti innan við hornið

Gormasæti úr RAM 2500 sniðin og punktuð á grindina og fittar þetta nánast Plug and Play á milli

Stífuturnar úr RAM 2500 punktaðir undir eftir smá breytingar svo á morgun verða settar styrkingar á þá og heilsoðið

fleiri myndir á morgun
Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel
Posted: 11.nóv 2013, 01:12
frá Subbi
Jæja framhásing kominn undir og sestur í gormana og Stífur 100% lárettar :)
Lyftan kominn undan situr fínt og er passlega hár á eftir að skera aðeins meira úr framendanum
heildarbreidd eins og hann stendur er 2.44 metrar frá yst á belg á dekki í dekk

Eftir að ganga frá Stýrisdempara og Stýrisarm skelli mér í það á morgun

Helvíti nettur bara eins og han situr

Endurbættir og Styrktir framstífuturnar úr RAM

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel
Posted: 11.nóv 2013, 01:50
frá Hr.Cummins
Þetta er svo gaman 8)
Get ekki beðið eftir að fara að rúlla honum um 8)
Spindilhallinn á enn eftir að koma í ljós, en m.v. gróflegar mælingar ætti hann að vera á milli 6-8° positive...
Menn hafa stillt þessu setup-i upp með allt frá 5° og upp í 12° spindilhalla... positive...
Viljum allavega ekki hafa hann negative, það væri leiðinlegt að vera með stöðuga jeppaveiki....
Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel
Posted: 11.nóv 2013, 17:16
frá Subbi
Framendinn búinn og þá er að byrja á afturhásingu og græja hann endanlega
Keyrði hann út til að koma öðrum sem var fyrir innan mig í aðstöðuni út og það er smá munur á gamla dótinu og breytinguni :)
En gaman að þessu og maður lærir mikið

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel
Posted: 12.nóv 2013, 01:59
frá agustingig
Virkilega flott hjá ykkur. Alltaf verið hrifinn af þessum bílum.