Síða 3 af 7

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 23.des 2013, 12:26
frá Hr.Cummins
Ágætt að taka fram að ég er 193cm á hæð... þessi stigbretti eru huge... :)

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 23.des 2013, 12:33
frá jeepson
Hr.Cummins wrote:Ágætt að taka fram að ég er 193cm á hæð... þessi stigbretti eru huge... :)


JÁ SÆLL :)

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 23.des 2013, 18:09
frá Subbi
Kantar klárir en eru hvítir úr mótinu Gelcote sprauta þá svarta en hendi þeim á hvítum og klára svo að sprauta þá svarta milli jóla og nýárs :)

Image

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 23.des 2013, 20:41
frá jeepson
Subbi wrote:Kantar klárir en eru hvítir úr mótinu Gelcote sprauta þá svarta en hendi þeim á hvítum og klára svo að sprauta þá svarta milli jóla og nýárs :)

Image


Þetta eru keppnis kantar :)

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 24.des 2013, 00:00
frá Subbi
Já Kantarnir eru stórir enda bíllinn með breiðari hásingar og dekkin vel útstæð

bil milli dekkja á breiddina hefur aukist um 25 cm og framhásing kominn framar um 15cm og afturháasing aftur um 20cm

Gerði ráð fyrir að 46 eða stærra kæmist fyrir í hjólaskálunum :)

henda nokkrum myndum hér frá Mótasmíðini ofl


Groddaralegt Afturkantur
Image

Framkantmót
Image

Framskeljar komnar af
Image

Svaðalega groddaralegt
Image

Grunnmót límd á bretti til að móta framhaldið
Image

Trebbin er yndislegur
Image

Stífað og afstillt
Image

Aftan og framan
Image

Heimasmíðað fourlink Vasar og Stífur
Image

Stífur klárar og gúmmí frá Bens í allt saman
Image

Svo að endingu mynd eftir sjálfan mig sem verður prentuð og filmuð á alla hlið bílsins beggja megin reyndar spegluð Vinstra megin fyrir prentun :)
Image

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 24.des 2013, 16:20
frá iceman76
glæsilegt verkefni hjá þér hlakka til að sjá hann tilbúin

gleðileg jól kv snorri

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 24.des 2013, 17:15
frá jeepson
Hann verður glæsilegur með þessa mynd á hliðunum. Túristarnir eiga eftir að missa sig yfir þessu :) Gleðileg jólin :)

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 25.des 2013, 05:04
frá Subbi
Það er vonandi að þetta hrífi þá Túrhestana


en ók bílnum heim í kvöld og virkaði allt fínt en þegar ég bakkaði inn í innkeyrsluna þá sleit hann boltana fyrir stýrismaskínu :( og þarf eitthvað að betrumbæta það en notaði sömu bolta og original voru í GM Dæluni en tek fram að ég er ekki með tjakk en bíllinn fann ekkert fyrir að stýra og er ég búinn að styrkja grind að framan með þverbita til að koma í veg fyrir að hann vindi upp á sig

Reddar tjakkur þessu og kemur í veg fyrir svona boltaslit á maskínu ?

ein mynd af gripnum en á eftir að setja stigbrettin á og sprauta kantana og ganga betur frá þeim eru tilltir á með Skrúfum og ekkert límkítti komið enn

er ekki ánægður með framkantana finnst þeir hall of bratt en kannski venst það en hugsa að ég breyti þeim en verða að duga til að byrja með

Image

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 25.des 2013, 09:01
frá Gulli J
Hef lent í að slíta svona bolta í Grand Cherokee, í stýrismaskínunni í honum eru bara 3 boltar sem er ekki nóg til að halda halda henni, það skeði hjá mér að eyrun á maskínunni brotnuðu og boltarnir slitnuðu.
Veit af fleirum sem hafa lent í þessu.
Þetta varð ekki til friðs fyrr en það var soðin baula í grindina og utan um hálsinn á maskínunni og líka sett stífu til að halda við hana.

Er svo með catepillar bolta frá Kletti í maskínunni, mér var ráðlagt það af góðum manni.

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 25.des 2013, 10:48
frá stjanib
Mér hefur alltaf fundist þessir bílar flottir og hvað þá breyttir, flott verkefni hjá þér og verður gaman að sjá loka útkomuna hjá þér.

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 25.des 2013, 11:16
frá ellisnorra
Já ég er sammála, mér finnst kantarnir svolítið "sorgmæddir", halla svolítið mikið út. Það verður kannski bara flott þegar heildarmyndin kemst á þetta, litur og stigbretti og svona. Kantarnir eru frekar breiðir og þetta fade-out hjálpar kannsti til að gera það flottara.
Öðruvísi, og það er alltaf skemmtilegt :)

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 25.des 2013, 13:54
frá Subbi
Elli minn kantarnir eru fínir að aftan og hallin ekkert að skemma lookið fyrir mér þar losa sig betur við snjó ofl svona en framkantarnir eru erfiðari þar sem bíllin mjókkar fam frá miðri fram hurð hurð um 12 cm og það er skrambi erfið lína þar sem kantasmiðurinn lét hann halda heildarbreidd fram úr kantinum og mér finnst það því miður ekki koma vel út en kanturinn gerir sitt gagn á því er engin efi og eins og ég segi þá kannski venst það útlit en annars sker ég hann eins og bíllinn mjókkar en þá fer hann líka að ausa yfir sig drulluni að framan

En ætla að prufa þetta svona og sjá hvort maður venst þessu og ef ég venst því þá eru allir happy :)

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 25.des 2013, 21:57
frá hannibal lekter
Bara flottur þessi finst kantarnir koma vel út svona.

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 26.des 2013, 02:45
frá Subbi
Ég er að venjast þessum köntum alltaf betur og betur og er viss um að þeir gagnast jafnvel og 600 þús króna kantar :) og jafnvel betur en þessir kantar kostuðu mig ekkert nema vinnuna efnið var til

En ein mynd með hliðarsvip af Græjuni endurfæddri en á eftir að massa og klára sprautun á köntum ofl smálegt vonandi kemst ég 1 Jan í einhverja ferð :)

Image

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 26.des 2013, 06:29
frá Hr.Cummins
Böggar mig örlítið hvað afturkantarnir eru rúmgóðir... en það fer 46 ef ekki 49 undir hann seinna þegar að fjárhagur leyfir...

Bíllinn er ótrúlega stöðugur, en núna vantar bara Cummins í húddið B) hehehe

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 26.des 2013, 11:00
frá gráni
Subbi til hamingju með bílinn og gleðileg jól. Það er búið að vera gaman að fylgjast með þræðinum þínum, ótrúlega seigur að gera þetta meira og minna allt sjálfur á mettíma. Þetta sýnir manni hvað hægt er að gera ef viljinn er fyrir hendi. Gangi þér vel í verkefnum með bílinn þ.e. túristaakstrinum. Þú verður nú að reyna svo að hægja á Viktori í þessu Cummingsæði! ha ha.
jólakveðja Siggi Ragnars.

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 26.des 2013, 12:04
frá Subbi
Sæll og Sömuleiðis Siggi minn Gleðilega hátíð

Já bíllin verður góður það kemur alltaf eitthvað til og í ljós sem má betrum bæta það gegur þessu gildi

varðandi Viktor minn þá snerist allt um BMW í eina tíð og maður hafði smá áhyggjur af ökulaginu :) svo snýst allt um Cummings núna og maður hefur áhyggjur að hann sprengi þetta allt í loft upp og sjálfan sig með en hann er seigur strákurinn og næsta della sem hann fær vona ég að snúist um Kitchen Aid þá veður maður áhyggjulaus gamall maður :)

Viktor minn það fer 46 undir hann en stærra verður það ekki á ekki olíufélag það munar heilum haug á eyðslu á þessum dekkjum og það líka milli 44 og 46

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 26.des 2013, 12:24
frá jeepson
Ég myndi nú samt hafa áhyggjur af honum varðandi kitchen aid. Hann væri nú víst til að cummins væða hana og sprengja eldhúsið í loft upp :D Nú bíður maður bara spenntur eftir að þú hendir subbanum út og leyfir okkur að sjá hann í dagsljósi svo að maður fái betri heildar mynd af honum :)

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 26.des 2013, 15:11
frá jongud
Subbi wrote:... og næsta della sem hann fær vona ég að snúist um Kitchen Aid þá veður maður áhyggjulaus gamall maður :) ...


Allavega á meðan hann kemst ekki yfir "The Anarchist Cookbook"

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 26.des 2013, 18:03
frá íbbi
helduru að það kæmi ekki betur út að skera endan á kantinum beinann að framan? ekki taka þessu sem gagngrýni, búið að vera gaman að fylgjast með tröllinu fæðast

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 26.des 2013, 18:57
frá kolatogari
Rosalega ertu búinn að vera snöggur að þessu. Ég er að fíla fýla hvað frammkantarnir eru lokaðir á framan. Væri kanski töff að koma parkljósi í þá. Finnst samt eins og einhvað vanti........... hmm........ Alvuru kengúrugrind að framan kannski.

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 26.des 2013, 20:25
frá Subbi
Ætla að sjá til með framkantana er að venjast þessu útliti á þeim og verða ánægðari og ánægðari með að sjá svipinn á bílnum,,,,breytast örugglega til hins betra við að verða svartir,,, eru æpandi sjáðu mig núna he he he

Hef líka gælt við þá hugmynd að setja orange díóðu ljós framan á þá eða skera þá aðeins ofar en ætla að gefa þessu smá tíma enn og sjá svo til hvað ég geri

Þakka ykkur innlegin ykkar og mér finnst ég búinn að vera lengi að þessu en aðrir segja mig hafa verið fljótann og þá er það þannig en maður hefur stundum verið að frá 9 að morgni fram til 3 að nóttu ég er haldinn þeirri áráttu að klára verkin sem ég byrja á og skifti bílnum niður í ákveðin verk og vann hann þannig og þá komu langir dagar á milli þar sem ég vildi klára frekar en að koma að hálfnuðu verki daginn eftir :)

Ég var afskaplegur bæjarvillingur í gamla daga og mikill fjörbelgur og uppátektarsamur og fullur orku en í dag kallast þetta að vera ofvirkur :)

En það er nú svona smá fifferí eftir eins og að koma stigbrettunum fyrir en þau eru jafnbreið köntunum en mjókka í mjaðmir eftir lengd silsans og breikka svo aftur í kantabreidd að framan

svo þarf ég stýrismaskínu úr Chevy Express van því Ford Maskínan brotnaði er of efnisklítil eyrum fyrir boltana úr gm :) en express van maskínan er líka reverse en miklu efnismeiri og öflugri svo er að ná sér í stýristjakk til að minnka álagið á maskínuna og grindina að framan

En má segja að það sé svona korter í að geta farið að keyra miðað við að verkefnið hafi tekið 24 tíma :)

Sæl að sinni

Kv Guðmundur Falk
Subbi

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 26.des 2013, 20:58
frá gráni
Sæll aftur, hvernig eru stýrismaskínunarnar úr "Cummins" hljóta að vera frábærar eins og annað frá snillingum! kveðja jólasveininn

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 27.des 2013, 00:41
frá Subbi
Hr Cummins er að fara hamförum á Kitcen Aid og túrbóvæða hana en á meðan skellti ég Stigbrettum undir

Image

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 27.des 2013, 00:52
frá jeepson
Djöfull er þetta groddalegt. Svona á þetta að vera :)

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 27.des 2013, 02:08
frá gráni
Subbi minn flott hjá þér það kemur nú punkturinn yfir iið þegar þú verður búin að mála kantana, Hr Cummins hann á sjálfsagt eftir að setja "Cummins" merkimiða á hrærivélina. Ég vona bara að hann taki ekki föðurnafnið út og taki upp ættarnafnið Cummins!

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 27.des 2013, 04:02
frá Hr.Cummins
gráni wrote:Sæll aftur, hvernig eru stýrismaskínunarnar úr "Cummins" hljóta að vera frábærar eins og annað frá snillingum! kveðja jólasveininn


Reyndar eru þær... þær sömu og í GM bílunum...

Framleitt af AAM, virka flott en eru ekki reverse... svo að sá draumur er úti...

En það væri hægt að fá þær úr Dodge RAMvan eða eldri 1gen RWD bíl en það væru alltaf bensínbílar.... en þá passa þær samt ;)

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 27.des 2013, 07:42
frá kolatogari
En stýrismaskína úr Volvo FL6. mynnir að hún sé allavega reverse, er það allavega í FH12bílnum. Hún ætti líka að vera nógu sterk. Alltof veikt að vera með einhvað fólksbíla dót í þessu.

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 27.des 2013, 11:03
frá ellisnorra
Nú spyr ég eins og fávís kona, hvernig er reverse stýrismaskína?

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 27.des 2013, 12:44
frá Subbi
reverse maskína er með stýrisarminn fram :) og beygir til hægri þegar lagt er á til hægri inn í bíl ,,,margi fallið í þá gryfju að snúa bara arminum en þá beygir bíllinn til vinstri ef lagt er á inn í bíl til hægri Elli minn

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 27.des 2013, 13:09
frá Þorsteinn
ég var með orginal maskínuna og stýristjakk undir mínum suburban, ég var svo sem ekki búinn að ferðast mikið á honum þegar ég seldi hann en þó eitthvað og ekki voru komin nein þreytumerki í grindinni og stýrismaskínan óbrotin.

https://www.facebook.com/photo.php?fbid=236678963092855&set=a.236676996426385.53918.100002522580728&type=3&theater

hérna sérðu hvernig kanntarnir komu út hjá mér. Ég notaði kannta af econoline sem ég breikkaði og lengdi.

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 27.des 2013, 16:47
frá Subbi
Sæll Þorsteinn var maskínan þá á sínum upphaflega stað því ég fæ mjög svo skakka afstöðu á togstöngina eftir að hafa fært hásingu framar ef ég reyni að nota original Maskínuna

veit að menn hafa fært þær framar til að fá rétta afstöðu

væri gaman að fá að sjá þetta hjá þér

varðandi kantana þín þá eru þeir flottir en ég varð að hafa mína það breiða því að ég er með breiðar hásingar og backspace á felgum lítið á 44 tommuni en fer í meira backspace á 46 tommuna til að fá sömu stöðu á hjól og 44 er í dag hjá mér

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 27.des 2013, 21:31
frá Subbi
Enn vantar mig Stýrismaskínu til að gulltryggja stýrisvirknina :)

Það er nákvæmlega eins Stýrisgír í neðangreindum bílum eins og Original í Suburban nema Reverse og passa boltar og efnisþykkt því fyrir mig

1994 Dodge B150 B250 og B350 Van

95- 98 Dodge B1500 - B3500 Van

99-03 Dodge Ram van 1500 - 3500

96 - 02 Chevy Express Van 1500 - 3500

ef einhver veit um einhvern svona bíl í niðurrifi eða í reyðuleysi endilega hendið á mig EP eða hringið í mig 773-5569 Guðmundur

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 27.des 2013, 22:11
frá Þorsteinn
sæll,
´
Ég fór ekkert allt of framalega með framhásinguna. ég vildi það ekki til þess að þurfa ekki að breyta staðsetningunni á stýrismaskínunni.
Afstaðan var ekki alveg bein þegar dekkin voru bein, en þó fannst mér hún innan marka, auk þess sem ég setti stýristjakk og þá er mesta álagið komið niður í tjakkinn.
báðir armarnir, bæði á maskínu og á hásingu voru frekar stuttir þannig að afstaðan var frekar góð en hann fórnaði smá beygjuradíus í staðinn sem hann mátti alveg við því að fá aftur.

það sem ég sá mest eftir, það var að hafa ekki farið með afturhásinguna aftar. tekið orginal tankinn og minnkað hann og farið með afturhásinguna eins aftarlega og hægt var.

ég er búinn að selja bílinn í dag, hann er á egilstöðum, kominn með 5.9 cummins undir húddið, loftlæsing framan, no spin að aftan, loftpúðafjöðrun hringinn, milligír 49" dekk og flest allt sem góður jeppi þarf.

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 27.des 2013, 22:22
frá Kiddi
Væri ekki séns að nota aðra Ford maskínu og sleppa því að bora út götin og setja bara slífar inn í götin í grindinni til að grenna þau? Svona ef þú finnur ekki GM maskínu. Hefði haldið að grennri boltar væru ekki vandamál sérstaklega ekki ef þú ert með 10.9 bolta t.d. frá Klett.

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 28.des 2013, 04:50
frá Hr.Cummins
Þorsteinn wrote:sæll,
´
Ég fór ekkert allt of framalega með framhásinguna. ég vildi það ekki til þess að þurfa ekki að breyta staðsetningunni á stýrismaskínunni.
Afstaðan var ekki alveg bein þegar dekkin voru bein, en þó fannst mér hún innan marka, auk þess sem ég setti stýristjakk og þá er mesta álagið komið niður í tjakkinn.
báðir armarnir, bæði á maskínu og á hásingu voru frekar stuttir þannig að afstaðan var frekar góð en hann fórnaði smá beygjuradíus í staðinn sem hann mátti alveg við því að fá aftur.

það sem ég sá mest eftir, það var að hafa ekki farið með afturhásinguna aftar. tekið orginal tankinn og minnkað hann og farið með afturhásinguna eins aftarlega og hægt var.

ég er búinn að selja bílinn í dag, hann er á egilstöðum, kominn með 5.9 cummins undir húddið, loftlæsing framan, no spin að aftan, loftpúðafjöðrun hringinn, milligír 49" dekk og flest allt sem góður jeppi þarf.


Allt sem að gerir góðan jeppa enn betri 8)

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 29.des 2013, 00:08
frá Subbi
Jæja mér finnst framkantarnir ferlega ljótir en verða að vera það til að byrja með nenni ekki meiru í bili með plastið og breyti þeim seinna eina sem ég ætla að gera núna er að skera meira upp í þá að framan taka skálínuna aðeins ofar og minni gráðu svona mitt á milli stefnuljóss og Stuðara

Svo voru að koma hrikaleg mistök í ljós ha ha ég mældi demparaturna að framan á föstum punkt í grind og tek eftir því að bíllinn hallar aðeins að framan hjá mér hægra meginn og er búinn að mæla allt upp og sá mistök mín sem eru pínu fyndin og verða Löguð strax enda ekkert mál að skera upp suðuna og færa til um þessa 4 cm sem munar á turnunum

En mistökin voru að mæla í neðri brún á Hægri turni og efri brún á vinstri turni þannig að það muna um heila 4 cm á turnum en svona getur maður flippað á einföldum hlutum :)

en tvær nýjar myndir

Image

Image

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 29.des 2013, 00:47
frá atte
Er framhásingin bogin??? Hann virkar svo útskeifur

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 29.des 2013, 00:48
frá StefánDal
Það er búið að vera gaman að fylgjast með þessu hjá þér. Á mínum mælikvarða hefur þetta alveg rokgengið hjá þér!

En þessir brettakantar lýta bílinn alveg helling. Sérstaklega að framan, hann er frekar dapur á svipinn svona.

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 29.des 2013, 01:40
frá Subbi
nei vinur framhásingin er ekki bogin he he hann er óhjólastilltur meðan verið er að vinna í Maskínumálum

Já mér finnst framkantarnir ekki góðir ætkla eitthvað að reyna að hressa upp á þá en eins og er sker ég bara meir upp í þá að framan og svo lagast þetta þegar liturinn er kominn á þetta dót og svo er annar demparaturnin 4 cm hærri en hinn og einmitt sá hægra meginn þannig að bíllinn er lægri á framhornið hægra meginn og það skekkir alla heildarmyndina líka