Síða 4 af 7

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 29.des 2013, 01:59
frá gráni
Rétt hugarfar hjá þér félagi, ekki að ergja sig á hlutunum , þú breytir þessu seinna, að sjá á myndunum þá hefur þú ekkert verið að drepa þig á jólaskrautinu! ha ha
kveðja SVR

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 29.des 2013, 02:39
frá Subbi
Jú Gráni minn það er mikið skreytt en mest inni he he he og sería í öllum gluggum en þessir álgluggar eru leiðinleguir og línur hafðar niðri bara :)

Nei er ekkert að ergja mig á þessu ef hann drífur vel og er þokkalegur í snjónum þá er ég ánægður :)

Hitt kemur allt veit hann lagast strax við að opna kantana aðeins upp að framan og helling þegar búið verður að sprauta þá og myndin verður kominn á bílin

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 29.des 2013, 02:57
frá gráni
Hvenær ætlar þú að prufa bílinn!

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 29.des 2013, 03:15
frá Subbi
það styttist í það er að klára þetta stýrisdæmi og svo fer yokinn í á morgun að aftan

Ætli maður stefni ekki eitthvað á nýársdag Djúpavatnshring svona til að prufa áður en farið verður í langferð

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 29.des 2013, 18:07
frá gráni
þú klikkar ekki!

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 30.des 2013, 08:07
frá Hr.Cummins
Neinei, þetta klikkar ekkert...

Hvað á það að þýða að vera svona mótfallinn Cummins Siggi :)

Annars var þetta smíðað að mér finnst á mettíma hjá okkur feðgum, með hjálp frá Smára vini hans Pabba og nokkrum vel innréttuðum einstaklingum sem að björguðu okkur með hitt og þetta... þið vitið hverjir þið eruð ;)

Það er auðvitað eitt og annað sem að má laga og betrumbæta en það kemur bara í ljós þegar að þetta fer að keyra, þangað til vonum við bara að þetta gangi sem best...

Ég vill hækka hann aðeins meira upp að framan, smá skekkja í útreikning þar en ekkert mál að redda :)

Þarf ekki að koma 49" undir þetta frekar en 46" :)

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 30.des 2013, 19:24
frá gráni
Sæll Viktor minn og gleðilega hátíð, er ekkert á móti Cummins, en hugsa samt alltaf meira um báta en bíla þegar Cummins ber á góma. En auðvitað eru þetta frábærar vélar í það sem pabbi minn ætlar að nota þetta í ferðaþjónustubíla. Ef ég væri hins vegar að smíða mér leikfang þá vil ég hafa alvöru bensínmótor eins og er í Gráa big block. það er enginn smáræðismunur á small block og big block, 350 mótor er eins og saumavél samanborið við 454. En svo vilja þess diselmenn tala um hestöfl. Það er bara staðreynd að á fjöllum í þungu færi þá eru þessar amerísku dieselvélar alltof þungar fyrir alvöru leiktæki. Við skulum ekki gleyma því að þetta er þráðurinn hans pabba þíns megum ekki missa hann í fýlu! haha
kveðja SVR

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 30.des 2013, 19:39
frá Subbi
Fýla hvað er það ha ha ha

Ég fer aldrey í fýlu en getur fokið í mig snögglega og jafnsnögglega úr mér Siggi minn ;)

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 30.des 2013, 20:11
frá Hr.Cummins
gráni wrote:Sæll Viktor minn og gleðilega hátíð, er ekkert á móti Cummins, en hugsa samt alltaf meira um báta en bíla þegar Cummins ber á góma. En auðvitað eru þetta frábærar vélar í það sem pabbi minn ætlar að nota þetta í ferðaþjónustubíla. Ef ég væri hins vegar að smíða mér leikfang þá vil ég hafa alvöru bensínmótor eins og er í Gráa big block. það er enginn smáræðismunur á small block og big block, 350 mótor er eins og saumavél samanborið við 454. En svo vilja þess diselmenn tala um hestöfl. Það er bara staðreynd að á fjöllum í þungu færi þá eru þessar amerísku dieselvélar alltof þungar fyrir alvöru leiktæki. Við skulum ekki gleyma því að þetta er þráðurinn hans pabba þíns megum ekki missa hann í fýlu! haha
kveðja SVR


Ég býð þér rúnt í þessum við tækifæri :)

Image

Image

Image

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 30.des 2013, 20:39
frá gráni
Gummi minn við þekkjum þetta , erum eins og alvöru vélar fljótir upp og niður

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 30.des 2013, 21:19
frá Hr.Cummins
Þú ert ágætur Siggi minn ;)

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 30.des 2013, 21:33
frá gráni
Þú ert ágætur líka, rosalega er ég feginn að pabbi þinn fór ekki í fýlu! haha það væri nú hryllilegt á miðjum jólunum!

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 30.des 2013, 23:11
frá Stjáni Blái
Hr.Cummins wrote:
gráni wrote:Sæll Viktor minn og gleðilega hátíð, er ekkert á móti Cummins, en hugsa samt alltaf meira um báta en bíla þegar Cummins ber á góma. En auðvitað eru þetta frábærar vélar í það sem pabbi minn ætlar að nota þetta í ferðaþjónustubíla. Ef ég væri hins vegar að smíða mér leikfang þá vil ég hafa alvöru bensínmótor eins og er í Gráa big block. það er enginn smáræðismunur á small block og big block, 350 mótor er eins og saumavél samanborið við 454. En svo vilja þess diselmenn tala um hestöfl. Það er bara staðreynd að á fjöllum í þungu færi þá eru þessar amerísku dieselvélar alltof þungar fyrir alvöru leiktæki. Við skulum ekki gleyma því að þetta er þráðurinn hans pabba þíns megum ekki missa hann í fýlu! haha
kveðja SVR


Ég býð þér rúnt í þessum við tækifæri :)

Image

Image

Image


Ekki bjóða honum á rúntinn, Mættu á þessu uppá kvartmílubraut og sýndu honum og okkur hinum hvað þetta getur í raun og veru. Það er of auðvelt að vera hetja á internetinu. Þetta er spennandi verkefni og ég held að það séu margir sem séu ansi spenntir eftir því að sjá þetta í action.. ég er það allavega :)

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 31.des 2013, 01:41
frá gráni
þetta er nú málið! sennilega hentar vélin betur á kvartmílubrautinni heldur en á fjöllum

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 31.des 2013, 04:13
frá Hr.Cummins
gráni wrote:þetta er nú málið! sennilega hentar vélin betur á kvartmílubrautinni heldur en á fjöllum


Þetta er allskostar rangt hjá þér Siggi minn, mitt setup er sett upp fyrir high-end power þó að vissulega sé nóg power frá 1400rpm og upp, en það væri hægt að smíða svona compound kerfi eins og ég er með og setja það upp með t.d. HX35W og 12cm afgashúsi.. og hafa svo HX50 eða HX52 undir henni með 20-25cm afgashúsi og láta HX35 nota orginal wastegate-ið og fá þannig alveg rosalegt low-end, gífurlegt tog og endalaust power !!!

En Stjáni, ég mæti í sumar... hafðu engar ahyggjur...

Ég er að fara að taka boddý-ið af Dodge á næstu dögum og gera fuel feed og rafmagn tilbúið fyrir mótor, svo slaka ég mótor og skiptingu niður á þetta og geng frá öllu kringum það, og smelli svo boddý aftur ofan á...

Geng þannig frá að þetta verður betra en nýtt, og til þess að vera ofurhetja á netinu... þá er ég að vona að ég verði með ~1100hp (FUEL ONLY) fyrir næsta sumar (búinn að breyta aðeins meira, meir um það síðar) og svo 300hp af hlátursgasi ;)

Sjáum svo hver hlær eftir það, er búinn að smíða mér að mestu 48RE/47RE hybrid skiptingu og á bara eftir að tína til nokkra hluti til þess að allt verði perfect ;)

En nóg um þetta, þetta er þráðurinn hans Pabba en ekki minn.... þó að minn sé ekki jeppi þá er þráður um hann hérna það kemur update þar fljótlega :D

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 01.jan 2014, 19:32
frá gráni
Subbi fórstu að prufa græjuna í dag!

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 01.jan 2014, 19:40
frá Subbi
Nibbs stykkið sem mig vantar kemur ekki á fyrr en á morgun

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 01.jan 2014, 19:41
frá Hr.Cummins
Nei, þessu var slegið upp í kæruleysi í gærkvöld :)

Er á leið að sækja stýrismaskínu í rvk fyrir hann núna, sækjum svo hinn varahlutinn á morgun og þá vonandi ættum við að geta hent okkur í að klára þetta á morgun ;)

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 01.jan 2014, 20:13
frá gráni
Subbi ,það er gott að eiga góða að, Viktorinn klikkar ekki, mikill höfðingi. Gleðilegt ár drengir og gangi ykkur vel 2014.

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 02.jan 2014, 18:31
frá gráni
Já það er satt Siggi minn, hann er nú betri en engin!

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 02.jan 2014, 18:31
frá Hr.Cummins
dafuq ?

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 10.jan 2014, 18:40
frá Subbi
gráni wrote:Já það er satt Siggi minn, hann er nú betri en engin!


Siggi minn ertu farinn að tala við sjálfan þig ertu orðinn svona gamall :)

jæja Stiginn upp úr flensuni og get snúið mér að því að klára smáfiffið Klippa til Kantana Sprauta þá og setja nýjan Yoke á Hásingar og ganga frá Stýrismaskínu :)

ef einhver veit um Stýristjakk sem myndi henta á þetta má hinn sami láta mig vita það er orðið þröngt í budduni eftir Hátíðarnar og Breytingarferlið

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 12.jan 2014, 20:57
frá Subbi
Jæja loksins kominn með Maskínusem passar beint í bolt on á grindina með arminn fram

einn vildi fá 50.000 fyrir eina sem var með L gatadeilinguni annar 70 þús fyrir þrýhyrnings deilinguna

en fékk þessa úr 2001 bíl á heilar 20 þús :)

nú fer minn að rúlla af stað hvað úr hverju

Image

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 12.jan 2014, 22:12
frá ellisnorra
Frábært :)

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 13.jan 2014, 04:02
frá Subbi
Já það er ýmislegt sniðugt í Ameríkuhrepp

Bátasmiðjur þar verða með clean blokkir þeas mótora frá Cummins á lager af nýju v-8 Cummins relluni og maður á góða að úti og nær sér í eina slíka fyrir næsta vetur með standalone tölvu á ca 5000us$ og að sögn
verður ekki mikið mál að nota gm skiftingarnar aftan á þessar blokkir

5.0 Liter V-8 Turbo-Diesel Stock 335 HP og auðvelt að skella henni í 500 hesta :)

[youtube]http://youtu.be/vFx0H3L_1cE[/youtube]

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 13.jan 2014, 21:31
frá kolatogari
Ég var einmitt að reka augun í þessa V8 vél hjá cummins fyrir nokkrum vikum. kom mér svoldið á óvart að þeir væru að framleiða svona litla V8 vél. En létt er hún. Veit einhver hvernig hún hefur verið að koma út? Hún lúkkar allavega á pappír.

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 14.jan 2014, 08:51
frá jongud
kolatogari wrote:Ég var einmitt að reka augun í þessa V8 vél hjá cummins fyrir nokkrum vikum. kom mér svoldið á óvart að þeir væru að framleiða svona litla V8 vél. En létt er hún. Veit einhver hvernig hún hefur verið að koma út? Hún lúkkar allavega á pappír.


Hvað er hún þung?

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 14.jan 2014, 11:17
frá Subbi
Nýjustu Rúturar þeas Schoolbus og fleiri eru farnir að nota þennan mótor og er hann að koma mjög vel út og eyðslan er brandari en Titan með 3000 lbs vagn á 100 km er að eyða 8 lítrum :)

Motorhomes eða Stórir húsbílaframleiðendur eru farnir að setja hana í sína bíla og er þessi mótor búinn að vera lengur að en eingöngu í Ameríku það þótti ekkert fréttnæmt við hann fyrr en Nissan ákvað að velja hann í titan bílin

hér má heyra í græjuni en þarna er verið að prufa hana i þremur farartækjum

[youtube]http://youtu.be/lgNmLotzuo0[/youtube]

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 14.jan 2014, 12:04
frá Þorsteinn
jongud wrote:
kolatogari wrote:Ég var einmitt að reka augun í þessa V8 vél hjá cummins fyrir nokkrum vikum. kom mér svoldið á óvart að þeir væru að framleiða svona litla V8 vél. En létt er hún. Veit einhver hvernig hún hefur verið að koma út? Hún lúkkar allavega á pappír.


Hvað er hún þung?


356 kg þurrvigt

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 15.jan 2014, 13:16
frá Stebbi
Subbi wrote:... og eyðslan er brandari en Titan með 3000 lbs vagn á 100 km er að eyða 8 lítrum :)



Tæp 4 tonn og 8 lítrar á hundraðið, þetta hljómar bara jafn vel og 44" Land Cruiser með fellihýsi. :)

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 16.jan 2014, 19:11
frá Subbi
Jæja búinn að fá nóg af að brjóta maskínunar he he sú þriðja er góð og fær sér til aðstoðar glænýjan Stýristjakk frá Stýrisvélaþjónustuni

Frábær þjónusta og viljasemi að koma hlutunum í gang hjá manni :)

þeir fá einn stóran plús hjá mér

Image

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 18.jan 2014, 03:22
frá Subbi
Jæja svona leit hann út nýbónaður og fínn í sumar kem svo með mynd af honum þegar hann verður alveg klár til að sjá munin fyrir eftir breytingar :)

Image

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 18.jan 2014, 16:19
frá villi58
Hvað er þessi bíll langur og hver er burðargetan ?????????

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 18.jan 2014, 17:35
frá Hr.Cummins
lengsta útgáfan af Suburban.... 3500kg, hann er tæp 2800kg eins og hann er núna, með fullan tank af olíu...

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 18.jan 2014, 18:51
frá villi58
Hr.Cummins wrote:lengsta útgáfan af Suburban.... 3500kg, hann er tæp 2800kg eins og hann er núna, með fullan tank af olíu...

Ég var að reyna að fá upplýsingar um lengdina á bílnum og það sem hann má bera kg.

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 19.jan 2014, 01:27
frá Valdi B
Subbi wrote:Jæja svona leit hann út nýbónaður og fínn í sumar kem svo með mynd af honum þegar hann verður alveg klár til að sjá munin fyrir eftir breytingar :)

Image


og þarna stendur hann í original ford felgur ekki satt ? hann lítur allavega vel út á þessari mynd :)

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 19.jan 2014, 01:32
frá Rodeo
villi58 wrote:
Hr.Cummins wrote:lengsta útgáfan af Suburban.... 3500kg, hann er tæp 2800kg eins og hann er núna, með fullan tank af olíu...

Ég var að reyna að fá upplýsingar um lengdina á bílnum og það sem hann má bera kg.


Þú ert væntanlega að leyta að þessu http://www.cars.com/gmc/suburban/1996/specifications

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 19.jan 2014, 02:37
frá Subbi
valdibenz wrote:
Subbi wrote:Jæja svona leit hann út nýbónaður og fínn í sumar kem svo með mynd af honum þegar hann verður alveg klár til að sjá munin fyrir eftir breytingar :)

Image


og þarna stendur hann í original ford felgur ekki satt ? hann lítur allavega vel út á þessari mynd :)


Nei þetta eru Original GM felgur :) Ford Felgurnar eru líkar en passa ekki önnur deiling á nýrri 8 gata ford bílunum

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 19.jan 2014, 02:41
frá Valdi B
haha fór að hugsa það smástund eftir að ég póstaði :D nennti ekki að lagfæra það hehe

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Posted: 19.jan 2014, 02:57
frá Hfsd037
Hvenær á svo að hefja flugtak?

Image