Síða 1 af 2
Toyota Hi-Runner - 1kz-t 3.0 tdi komin í gang.
Posted: 06.feb 2010, 22:42
frá JonHrafn
Er ekki rétt að setja inn þráð um bíl okkar feðga. Þetta er ss Toyota hilux 1996, keyptum hann á 33" með 2.4 re bensín vél, klafar að framan. Ætluðum aðeins að snikka hann til en það endaði í hásingu að framan, hækkaður á 38tommu, framöxull færður fram um 5cm, afturöxull aftur um 17cm, öll grindin tekin í gegn og máluð, gormavæddur allan hringin með stillanlega Rancho 9000 dempara og RR gorma. Boddíið allt unnið upp og heilsprautað. Sett í hann v6 bensín úr 4runner sjálfskipt sem er reyndar ekkert alveg að gera sig á þessum hlutföllum 5,29, 2,5" púst og flækjur.
Bjó til nokkur myndbönd og á eftir að koma mér í að klára myndbandagerðina, nóg er til af myndunum.
[youtube]<object width="425" height="344"><param name="movie" value="http://www.youtube.com/v/mwdJRMwJi0E&hl=en_US&fs=1&"></param><param name="allowFullScreen" value="true"></param><param name="allowscriptaccess" value="always"></param><embed src="http://www.youtube.com/v/mwdJRMwJi0E&hl=en_US&fs=1&" type="application/x-shockwave-flash" allowscriptaccess="always" allowfullscreen="true" width="425" height="344"></embed></object>[/youtube]
[youtube]<object width="425" height="344"><param name="movie" value="http://www.youtube.com/v/dDH5m3tq0WY&hl=en_US&fs=1&"></param><param name="allowFullScreen" value="true"></param><param name="allowscriptaccess" value="always"></param><embed src="http://www.youtube.com/v/dDH5m3tq0WY&hl=en_US&fs=1&" type="application/x-shockwave-flash" allowscriptaccess="always" allowfullscreen="true" width="425" height="344"></embed></object>[/youtube]
[youtube]<object width="425" height="344"><param name="movie" value="http://www.youtube.com/v/rUKvvBraLD4&hl=en_US&fs=1&"></param><param name="allowFullScreen" value="true"></param><param name="allowscriptaccess" value="always"></param><embed src="http://www.youtube.com/v/rUKvvBraLD4&hl=en_US&fs=1&" type="application/x-shockwave-flash" allowscriptaccess="always" allowfullscreen="true" width="425" height="344"></embed></object>[/youtube]
[youtube]<object width="425" height="344"><param name="movie" value="http://www.youtube.com/v/_7Hcw3fZCjA&hl=en_US&fs=1&"></param><param name="allowFullScreen" value="true"></param><param name="allowscriptaccess" value="always"></param><embed src="http://www.youtube.com/v/_7Hcw3fZCjA&hl=en_US&fs=1&" type="application/x-shockwave-flash" allowscriptaccess="always" allowfullscreen="true" width="425" height="344"></embed></object>[/youtube]
[youtube]<object width="425" height="344"><param name="movie" value="http://www.youtube.com/v/FSnqVro54uM&hl=en_US&fs=1&"></param><param name="allowFullScreen" value="true"></param><param name="allowscriptaccess" value="always"></param><embed src="http://www.youtube.com/v/FSnqVro54uM&hl=en_US&fs=1&" type="application/x-shockwave-flash" allowscriptaccess="always" allowfullscreen="true" width="425" height="344"></embed></object>[/youtube]
[youtube]<object width="425" height="344"><param name="movie" value="http://www.youtube.com/v/bFiC31NxFl0&hl=en_US&fs=1&"></param><param name="allowFullScreen" value="true"></param><param name="allowscriptaccess" value="always"></param><embed src="http://www.youtube.com/v/bFiC31NxFl0&hl=en_US&fs=1&" type="application/x-shockwave-flash" allowscriptaccess="always" allowfullscreen="true" width="425" height="344"></embed></object>[/youtube]
[youtube]<object width="425" height="344"><param name="movie" value="http://www.youtube.com/v/TfS05tq35QA&hl=en_US&fs=1&"></param><param name="allowFullScreen" value="true"></param><param name="allowscriptaccess" value="always"></param><embed src="http://www.youtube.com/v/TfS05tq35QA&hl=en_US&fs=1&" type="application/x-shockwave-flash" allowscriptaccess="always" allowfullscreen="true" width="425" height="344"></embed></object>[/youtube]
Og nokkrar myndir.



Uppfæri þetta þegar tími gefst til og nánari upplýsingar.
Re: Toyota Hi-Runner
Posted: 07.feb 2010, 11:28
frá ofursuzuki
Þetta er nú bara einn snyrtilegasti Hilux ( Hi-Runner) sem ég hef séð og eru þeir nú nokkrir, til lukku með flottan bíl.
Re: Toyota Hi-Runner
Posted: 07.feb 2010, 13:21
frá sukkaturbo
Tek undir með Byrni Inga flottur bíll og flottur litur kveðja trölli
Re: Toyota Hi-Runner
Posted: 07.feb 2010, 17:47
frá JonHrafn
Takk fyrir það.
Við byrjuðum að breyta bílnum í byrjun febrúar og hann var kominn á götun aftur 20 ágúst. Unnum þetta langmest sjálfir, eina sem var keypt var lokasjæning á spörslun og sprautun, og pústkerfið. Það voru ekki margar skrúfur óhreyfðar. Þurftum að breyta afturkönntunum töluvert mikið þar sem þeir eru af 4runner.
Pallurinn var í hakki eins og á flestum hiluxum og við suðum um 1 fermeter af blikki í hann. Bílasprautaranum tókst síðan að sparsla það svo helvíti vel út að leikmaðurinn sér ekki hvað er búið að skipta um mikið af hliðunum á honum.
Byrjaði nú ekki vel því eftir 500km þá bilaði vélin, virðist sem það hafi komist skrúfa eða ró inn í soggreinina þegar við tókum hana af til að mála hana. Versta er að við vorum staddir nálægt skógarfossi , 200km frá keflavík hehe.
Keyptum vél af Atla í Knarrarholti sem virkar bara fínt, nema við erum í eyðsluvandræðum með hann, hann er að liggja í 25-30. Ætlum að fara yfir soggreinina, egr dótið og pústkerfið og athuga hvort hann gæti verið að draga falskt loft einhversstaðar, líka að skipta um pústskynjara. Held að svona bíll ætti að vera hanga í 20-24 lítrum.
Annars erum við alltaf að horfa á eftir 3.0 diesel vél í þetta á heilbrigða verðinu, eitthvað til á 2007 verðum.
Re: Toyota Hi-Runner
Posted: 07.feb 2010, 17:51
frá gislisveri
Passar LC 90 mótor í ef notað er olíuverk af runnar?
Re: Toyota Hi-Runner
Posted: 07.feb 2010, 17:52
frá JonHrafn
Atli í Knarrarholti er með LC90 mótor í sínum 6 dyra runner. Spurði hann ekki hvernig var að koma honum fyrir, það er svosem lítið mál að heyra í honum.
Re: Toyota Hi-Runner
Posted: 03.jún 2010, 21:33
frá JonHrafn
Jæja þá erum við loksins komnir með diesel vél. 3.0 Turbo úr 4runner, það er búið að smíða á hann intercooler. Hún verður komin í gang aftur innan 2gja vikna vonandi.
Ætluðum að nota tækifærið og laga bensíntankin sem við smíðuðum okkur. Þetta er 90lítra kassalaga stáltankur með engum skilrúmum,,, sem þýðir að hann er farinn að hökta þótt það séu 30lítrar af eldsneyti eftur. Vorum að pæla í að skera bara toppinn af honum og sjóða einhver skilrúm í hann ofan frá. Hvernig hafa menn verið að græja þau?
Ein önnur pæling, er forðadæla í olíutankinum í diesel 4runner eða sér olíuverkið um að sækja olíuna?
Re: Toyota Hi-Runner - Diesel væðing og eldsneytistankapælingar
Posted: 03.jún 2010, 22:57
frá StefánDal
Olíuverkið sér um það. Ætti að vera nóg fyrir þig að taka dæluna úr sambandi. En fyrst þú ert að taka geyminn í gegn þá er auðvelt að taka hana úr og skilja síuna eina eftir.
Auðveldast hefði verið í upphafi að skella í hann 2.4 dísel úr Hilux eða 70 Cruiser. Hann hefði passað beint í mótorfestingar og við kassann með öðru kúplingshúsi. Einni hefði ekkert þurft að eiga við rafkerfi fyrir þann mótor.
En 1KZ-T (3.0l diesel) er nátturulega góður rokkur og á klárlega heima í svona tæki. Flott hjá ykkur að diesel væða hann, mér fannst alltaf svolítið skrítið að taka þennan svona flott í gegn og nota svo 3.0V6. Sá mótor er ullabjakk.
Re: Toyota Hi-Runner - Diesel væðing og eldsneytistankapælingar
Posted: 03.jún 2010, 23:13
frá JonHrafn
stedal wrote:Olíuverkið sér um það. Ætti að vera nóg fyrir þig að taka dæluna úr sambandi. En fyrst þú ert að taka geyminn í gegn þá er auðvelt að taka hana úr og skilja síuna eina eftir.
Auðveldast hefði verið í upphafi að skella í hann 2.4 dísel úr Hilux eða 70 Cruiser. Hann hefði passað beint í mótorfestingar og við kassann með öðru kúplingshúsi. Einni hefði ekkert þurft að eiga við rafkerfi fyrir þann mótor.
En 1KZ-T (3.0l diesel) er nátturulega góður rokkur og á klárlega heima í svona tæki. Flott hjá ykkur að diesel væða hann, mér fannst alltaf svolítið skrítið að taka þennan svona flott í gegn og nota svo 3.0V6. Sá mótor er ullabjakk.
Valið stóð á milli 22re eða 3vze -- dieselinn kostar nokkra hundraðþúsundkalla og við ákváðum að bíða bara spakir þangað til við dyttum niður á diesel á góða verðinu, sem gerðist að lokum :þ Þessi er ekin 350þús en skipt um hedd fyrir 2 árum.
Það verður smá rifrildi að skipta um þetta en það er fljótgert þegar menn þekkja þessa bíla orðið eins og konuna,,, eða betur?
Annars er utanáliggjandi háþrýstidæla úr bens í bílnum, þannig að við breytum þessu þá bara þannig að það verður bara heil slanga með grófsíu beint fram í húdd.
Re: Toyota Hi-Runner - Diesel væðing og eldsneytistankapælingar
Posted: 05.jún 2010, 11:59
frá Dúddi
ætliði að nota runner skiptinguna við vélina?
Re: Toyota Hi-Runner - Diesel væðing og eldsneytistankapælingar
Posted: 05.jún 2010, 17:15
frá JonHrafn
Dúddi wrote:ætliði að nota runner skiptinguna við vélina?
Ætlum að notast við gírkassan og millikassan sem hangir á diesel vélinni.
Re: Toyota Hi-Runner - Afgashitamælir?
Posted: 10.jún 2010, 22:40
frá JonHrafn
Þá er búið að fjárfesta í afgashitamæli. Hvort eru menn að setja hann á undan eða eftir túrbínu?
Væri lítið mál að setja hann á undan túrbínu meðan maður er með vélina í höndunum, þaes skrúfa túrbínuna úr svo það kæmi ekki svarf ofan í hana.
Re: Toyota Hi-Runner - Afgashitamælir?
Posted: 10.jún 2010, 23:00
frá StefánDal
Best að setja hann á undan túrbínu, þeas. í greinina. Þar færðu nákvæma afgashita. Þá er líka hægt að nota eitt af götunum fyrir hitahlífina og bora það út og snitta svo;)
Re: Toyota Hi-Runner - Afgashitamælir?
Posted: 11.jún 2010, 07:49
frá hobo
Ég held að normal staðsetning á afgasmæli sé á eftir túrbínu. Þannig er það allavega í öllum bátum og skipum.
Re: Toyota Hi-Runner - Afgashitamælir?
Posted: 11.jún 2010, 08:42
frá HaffiTopp
Nei betra að vera með það hitastig sem er hvað fyrst eftir að afgasið kemur út úr brunahólfinu, sem sagt á útblástursgreynina á undan túrbínu. Hitaminnkunin/tapið er það mikið á eftir túrbínuni að maður fær aldrei rétta mælingu á ástandi vélarinnar. Kannski ertu að misskilja þetta, Hobo og snúandi þessu við í hausnum á þér :D
Kv. Haffi
Ps
Frekar en að snitta fyrir nemanum þá skoða það frekar að sjóða ró sem hægt er að skrúfa hann í. Bara svona smá pæling.
Re: Toyota Hi-Runner - Afgashitamælir?
Posted: 11.jún 2010, 11:04
frá hobo
Þetta er allaveganna svona í flestum skipum.
Held reyndar að staðsetning skipti ekki öllu máli, afgashiti er til viðmiðunar um hvernig ástand vélarinnar er.
Ef vélin er í góðu lagi þegar neminn er settur í má segja að það hitasvið sem mælirinn sýnir eftir ísetninguna sé rétt.
Re: Toyota Hi-Runner - Afgashitamælir?
Posted: 11.jún 2010, 11:26
frá hobo
Eftir nánari umhugsun þá er ég ekki að skilja tilgang afgashitamælis í bíl, enda fáir með slíkt orginal ef nokkur.
Sjóvélar eru allar með svona mæli því hægt er að fylgjast með afgashitastiginu mjög náið þar sem þær eru yfirleitt á sama snúning undir sama álagi, öfugt við bílvélar. Smá mótvindur breytir álaginu o.s.frv.
En að þessu frátöldu er bara flott að vera með svona mæli í bíl. Ég væri alveg til í það, því við erum jú allir eins, með tækjadellu..
Re: Toyota Hi-Runner - Afgashitamælir?
Posted: 11.jún 2010, 11:51
frá JonHrafn
En það er nú ekkert orginal við heimasmíðaðan 38" hilux :þ Er þetta ekki bara spurning um að geta fylgst með við extreme aðstæður og slá aðeins af þegar hitinn er að nálgast efri mörkin. Heddin eru ekki beint gefins fyrir utan tíman og vesenið sem því fylgir að skipta um.
Re: Toyota Hi-Runner - Afgashitamælir?
Posted: 11.jún 2010, 12:09
frá hobo
Jú ætli það sé ekki góð ástæða til að vera með mæli.
Ég styð þessa aðgerð þrátt fyrir tæknilega útúrsnúninga :)
Re: Toyota Hi-Runner - Afgashitamælir?
Posted: 11.jún 2010, 14:15
frá jonogm
hobo wrote:Þetta er allaveganna svona í flestum skipum.
Held reyndar að staðsetning skipti ekki öllu máli, afgashiti er til viðmiðunar um hvernig ástand vélarinnar er.
Ef vélin er í góðu lagi þegar neminn er settur í má segja að það hitasvið sem mælirinn sýnir eftir ísetninguna sé rétt.
Þetta er alls ekki rétt hjá hobo. Í nánast öllum skipum er einn afgashitamælir við hvern sílender, sem og afgashitamælir sem tekur hitann á undan túrbínu. Annað á kannski við í bátum.
Afgashitamælir er mjög skynsamleg fjárfesting.
Re: Toyota Hi-Runner - Afgashitamælir?
Posted: 11.jún 2010, 14:33
frá hobo
jonogm wrote:hobo wrote:Þetta er allaveganna svona í flestum skipum.
Held reyndar að staðsetning skipti ekki öllu máli, afgashiti er til viðmiðunar um hvernig ástand vélarinnar er.
Ef vélin er í góðu lagi þegar neminn er settur í má segja að það hitasvið sem mælirinn sýnir eftir ísetninguna sé rétt.
Þetta er alls ekki rétt hjá hobo. Í nánast öllum skipum er einn afgashitamælir við hvern sílender, sem og afgashitamælir sem tekur hitann á undan túrbínu. Annað á kannski við í bátum.
Afgashitamælir er mjög skynsamleg fjárfesting.
Þetta er reyndar eins mismunandi og skoðanirnar eru margar.
Það er rétt þetta með skipin og mæli á hvern sílender, (ég var reyndar að horfa í minni skip).
Málið er að því fleiri nemar, því betra er að fylgjast með ástandi vélar.
En staðsetning eins nema skiptir engu máli, undan eða eftir túrbínu.
Þetta er góð fjárfesting.
Re: Toyota Hi-Runner - Afgashitamælir?
Posted: 11.jún 2010, 18:51
frá jonogm
hobo wrote:
Þetta er reyndar eins mismunandi og skoðanirnar eru margar.
Það er rétt þetta með skipin og mæli á hvern sílender, (ég var reyndar að horfa í minni skip).
Málið er að því fleiri nemar, því betra er að fylgjast með ástandi vélar.
En staðsetning eins nema skiptir engu máli, undan eða eftir túrbínu.
Þetta er góð fjárfesting.
Staðsetningin skiptir höfuðmáli í því tilfelli sem hér er verið að ræða. Hvernig ætti maðurinn að vita hitann í pústgreininni öðruvísi en að mæla hann í pústgreininni.
Re: Toyota Hi-Runner - Afgashitamælir?
Posted: 11.jún 2010, 19:42
frá StefánDal
Um leið og menn fara að skrúfa upp í túrbínu og olíuverki er það hálfnauðsynlegt að geta fylgst með afgashita.
Tengdapabbi keyrir bílinn sinn hálfpartinn eftir þessu, sér oft þegar hann fer að hækka td. upp Ártúnsbrekkuna og þá er nóg að slá aðeins af en samt það lítið að það hafi ekki áhrif á afl. Hans mælir er til sölu, digital mælir frá Samrás og með honum fylgir full græjaður Hilux á 38" ;)
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=29&t=1145Kv. Einn sem var að selja sinn mæli og ætlar í V8;)
Re: Toyota Hi-Runner - Afgashitamælir?
Posted: 11.jún 2010, 22:28
frá JonHrafn
Nennti ekki að skrúfa túrbínuna úr og vesenast við að koma þessu á eldgreinina. Ætla bara sjóða ró á púströrið sem gengur niður úr túrbínunni, bara alveg efst við flangsin.
Re: Toyota Hi-Runner - Afgashitamælir?
Posted: 11.jún 2010, 22:59
frá joibarda
Þegar ég hef sett svona skynjara í þá hef ég bara borað og snittað í eldgreinina og haft þá beint fyrir ofan túrbínuna, þar er hitinn hvað hæstur.
Það þarf bara að passa að bora/snitta rólega, örlítið í einu og taka svo borinn/snitttappann upp úr og hreinsa af honum svarfið og að hafa þá báða löðrandi í koppafeiti, hún tekur allt svarfið, þá fer ekkert ofan í gatið.
En að vera með svona skynjara í diesel bíl sem eitthvað er búið að eiga við er alveg nauðsynlegt, samhliða boostmæli. Þetta getur sparð mörg hundruð þúsund í heddskipti og túrbínuviðgerðir. Einnig, þegar maður lærir að keyra eftir afgashitamæli, þá virkar hann eins og eyðslumælir - minni hiti=minni eyðsla - meiri hiti=meiri eyðsla.
Kv. Jóhann David
Re: Toyota Hi-Runner - Grófsía milli tanks og vélar?
Posted: 12.jún 2010, 18:26
frá JonHrafn
Ég er að pæla með olíulögnina frá tanki að vél. Viljum setja grófsíu af gefinni reynslu, sérstaklega í ljósi þess að við vorum að breyta tankinum og það er alltaf eitthvað rusl eftir.
Sverasta grófsían sem ég fékk í N1 í vetur er alveg 2-3 millum mjórri en aðal lögnin frá tanki til vélar orginal. Er það ekki alltof mikil þrenging? Hvar hafið þið verið að fá grófsíur á diesel vélar? Gleymdi nú að mæla rörið en ætli það sé ekki 10mm að innanmáli.
Re: Toyota Hi-Runner - Grófsía milli tanks og vélar?
Posted: 12.jún 2010, 18:38
frá JonHrafn
Læt nokkrar myndir fylgja með. Kannski einhver hafi gaman að.
Búið að strípa líffæragjafan.

Hi-Runner kominn inn

Búið að hreinsa allt innanúr. Ákváðum að skipta bara um fremra rafloomið eins og það lagði sig.

Tómlegt. Aðeins byrjaðir að púsla aftur saman.

Vélarnar að ræða málin.

Vélin komin í.

Aircon dæla úr Nissan Crew Cab á sérsmíðuðu bracketi til að komast á þessa vél. Verður fróðlegt að sjá hvernig það reynist þegar vélin verður gangsett.

Re: Toyota Hi-Runner - Afgashitamælir?
Posted: 12.jún 2010, 18:42
frá Einar
stedal wrote:....
Kv. Einn sem var að selja sinn mæli og ætlar í V8;)
Þetta er lausn á svona vandamáli sem er að mínu skapi
Re: Toyota Hi-Runner - Afgashitamælir?
Posted: 12.jún 2010, 18:45
frá JonHrafn
Einar wrote:stedal wrote:....
Kv. Einn sem var að selja sinn mæli og ætlar í V8;)
Þetta er lausn á svona vandamáli sem er að mínu skapi
Og Steingrími yfirfjárhirði okkar lýst líka vel á svona lausn :)=
Re: Toyota Hi-Runner - 1kz-t 3.0 tdi komin í gang.
Posted: 19.jún 2010, 14:14
frá JonHrafn
Jæja loksins er vélin komin í gang, við höfum lítin tíma haft til að sinna þessu. Gafst upp á helvítis handpumpunni og lagðist ofan á vélina og byrjaði að sjúga þar til olían var komin í gegn, namminamm. Hrökk í gang á hálfum snúning. Heimasmíðaða bracketið undir nissan aircon dæluna virðist vera nokkuð rétt staðsett þar sem reimin hékk á.
[youtube]<object width="480" height="385"><param name="movie" value="http://www.youtube.com/v/Wic8jwHHIsg&hl=en_US&fs=1&"></param><param name="allowFullScreen" value="true"></param><param name="allowscriptaccess" value="always"></param><embed src="http://www.youtube.com/v/Wic8jwHHIsg&hl=en_US&fs=1&" type="application/x-shockwave-flash" allowscriptaccess="always" allowfullscreen="true" width="480" height="385"></embed></object>[/youtube]
Re: Toyota Hi-Runner - 1kz-t 3.0 tdi komin í gang.
Posted: 19.jún 2010, 15:27
frá hobo
Flott sánd!
Re: Toyota Hi-Runner - 1kz-t 3.0 tdi komin í gang.
Posted: 19.jún 2010, 20:34
frá ellisnorra
Flott aðgerð, en tvær spurningar, afhverju kallaru bílinn hi-runner og afhverju þarf að rífa svona svakalega mikið í spað til að skipta um mótor og loom? :)
Re: Toyota Hi-Runner - 1kz-t 3.0 tdi komin í gang.
Posted: 19.jún 2010, 21:24
frá JonHrafn
elliofur wrote:Flott aðgerð, en tvær spurningar, afhverju kallaru bílinn hi-runner og afhverju þarf að rífa svona svakalega mikið í spað til að skipta um mótor og loom? :)
Erum reyndar að laga og skipta um aðeins meira, eins og t.d. miðstöðina eins og hún leggur sig og sitthvað fleira. Líka þægilegt að komast að þessu með því að rífa brettin og hurðarnar af.
Hi-Runner ... því þetta er 45%/45% hilux / 4runner 10% aðrir bílar
Re: Toyota Hi-Runner - 1kz-t 3.0 tdi komin í gang.
Posted: 19.jún 2010, 22:25
frá Brjótur
Var að lesa þráðinn og rak augun í vangaveltur um afgashitamælir, jahérna ef menn ætla nú að fara að keyra eftir afgasmæli í öllum brekkum þar af Ártúnsbrekkunni jaa þá verður nú lítið gaman á fjöllum ;) heehhee
kveðja Helgi
Re: Toyota Hi-Runner - 1kz-t 3.0 tdi komin í gang.
Posted: 19.jún 2010, 23:55
frá Einar
Brjótur wrote:Var að lesa þráðinn og rak augun í vangaveltur um afgashitamælir, jahérna ef menn ætla nú að fara að keyra eftir afgasmæli í öllum brekkum þar af Ártúnsbrekkunni jaa þá verður nú lítið gaman á fjöllum ;) heehhee
kveðja Helgi
Ef að það þarf að aka eftir afgasmæli í Ártúnsbrekkunni er kominn tími á að skipta um vél.
Re: Toyota Hi-Runner - 1kz-t 3.0 tdi komin í gang.
Posted: 04.júl 2010, 17:46
frá JonHrafn
Alveg ferlegt hvað við höfum haft lítin tíma til að sinna þessu en við fórum fyrsta rúntin áðan Skellti mér niður á bensínstöð til að taka olíu og .. úbbs byssan passaði ekki í bensíngatið :) Var að pæla í að reyna höggva í hringin með sporjárni og víkka hann þannig að byssan passi í, vitiði hvernig menn hafa annars leyst þetta?
Síðan er það hitt, hlutföllin. Við erum með 5.29 , sem var nú á mörkunum að vera nógu lágt fyrir 3vze sjálfskipt. Nú er þessu öfugsnúið og finnst mér þetta helst til lágt. Maður klárar gírana svakalega fljótt og á 90km hraða skv gps er snúningurinn í 2400, á 37" grófmynstruðum dekkjum. Hafa menn verið að nota 488 eða 529 á 3gja lítra toyotur? Þetta væru flott hlutföll ímyndar maður sér á 44 og 38" sumardekkjum, svoleiðis dekk myndu passa undir bílinn en buddan leyfir það ekki.
Re: Toyota Hi-Runner - 1kz-t 3.0 tdi komin í gang.
Posted: 06.júl 2010, 00:03
frá StefánDal
Á mínum Hilux sem var 2.4 bensín orgina og ég breytti í diesel var ekkert vandamál að koma byssunni í stútinn. Virðist vera misjafnt á milli bíla. Gætir skrúfað stútinn úr og sett úr diesel bíl.
Varðandi hlutföllinn þá eru menn ýmist að nota 4:88 eða 4:56.
Re: Toyota Hi-Runner - 1kz-t 3.0 tdi komin í gang.
Posted: 06.júl 2010, 00:11
frá JonHrafn
Já gæti vel ímyndað mér að 4,88 færu vel með þessari vél. Sé alltaf eftir að hafa selt lc70 partabílinn :(
Ætli það endi ekki með því að við þurfum að skipta um áfyllingastúta, bara vesen, hefði verið mjög auðvelt meðan tankurinn var ekki undir bílnum.
Re: Toyota Hi-Runner - 1kz-t 3.0 tdi komin í gang.
Posted: 16.júl 2010, 23:01
frá JonHrafn
Beitt sporjárn reddaði áfyllingastúnum, þetta er bara þrenging, dugði mér að höggva í hann með reglulegu milli bili og draslið flattist út vollah.
Annars er ég virkilega sáttur við loftkerfið sem við smíðuðum. Aircon dæla, rafm dæla og kútur. Byrja á að henda rafm dælunni í gang 1-2 mín áður en ég þarf að pumpa, set síðan aircon dæluna í gang þegar bílinn er kyrrstæður.
Rafmagnsdælan blæs út úr sér sjálf við 120pund en aircon dælan fer ekki í gang fyrr en þrýstingurinn dettur niður fyrir 85 pund. Ekkert smá loftflæði sem maður er að ná út úr svona kerfi. Engin þörf á að snúa vélinni með tilheyrandi sliti á aircon dælu.
Re: Toyota Hi-Runner - 1kz-t 3.0 tdi komin í gang.
Posted: 19.júl 2010, 02:57
frá sindri thorlacius
sællvertu ég datt niðrá þenana þráð hjá þér og er búinn að lesa mart nitsamlegt.... ég er eimitt að setja 3.0L TD í hiluxin minn sem geingur sæminlega hann fer alveg að komast á skrið
svo sé ég að þú talar um hlutföllin mér var sagt K2m á Akureyri að fara beint í 4.88 hlutfall eða 5.29 enn ætla í 4.88 þegar ég á penning birja á 5.71 svona tol að birja með .....
svo er eitt kvar léstu smíða intercolerinn
lentir þú nokkuð í rafmagnsveseni með rafkerfið hjá mér kveikna ekki aðvörunar ljósinn