Land Cruiser 73 1989

User avatar

Höfundur þráðar
Fetzer
Innlegg: 376
Skráður: 31.okt 2010, 21:28
Fullt nafn: Aron Agnarsson

Land Cruiser 73 1989

Postfrá Fetzer » 19.des 2012, 00:30

Er með þennan ágætis krúser, búinn að ferðast vel á honum síðan ég eignaðist hann

Toyota Land Cruiser 73 (Millilangur) 1989


2L-T (2.4) gamla rocker armar vélin með intercooler
Ekinn tæp 400 þúsund held ég örugglega, 16 þúsund frá "upptekt"
8" Revers að framan og 8" aftan 4:88 hlutföll
38" breyttur, en 44" sleppur undir en fjaðrar saman í kantana
ljótar speglafilmur eru í drossíuni sem fá að fjúka fljótlega

Garmin 620
YEASU talstöð
Úrhleypibúnaður
ónytt púst
riðgaður í drasl
og fleirra góðgæti svo eitthvað sé nefnt!

ég keypti bílinn , var i þokklegu standi, nema brotið framdrif og ónytur millikassi , sem fékk fljótlega að fjúka fyrir nýtt

hann leit svona út þegar ég fékk hann

Image

Image

Image


og svona er hann í dag

Image

Ég kaupi bílinn með "nýupptekini vél og kassar, allur ryðbættur og ný sprautaður"
keypti semsagt bóntvist, en þegar betur var að gáð var þetta sjálfdauð rolla!


Byrjunin á rifrildinu!

Image

Image

ætlaði fyrst að stilla hurðina aðeins og þurfti því að rífa brettið af til að komast að lömini, endaði skemmtilega :)

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image
Eins og sést eru þetta "ryðbætingarnar" frá fyrri eiganda, kíttaðir ál og járnbútar, eins og mótin séu rifin í höndunum, passa svo ekki í sárin heldur

Image
Rosa flott viðgerð þarna haha svo var þetta bara kíttað og skrúfað sjálfborandi, platan var yfir gatinu þarna!

Image
þetta svona eiginlega toppaði allt dæmið, þarna var álplata sem var orðin helviti flott af tæringu, með kítti og sjálfborandi, svo var búið að setja trebbamottu og resín yfir, lookaði eins og rifsberjasulta, ekki langt í flinstón bíl, með lappirnar niður úr gólfinu,

Image

Image
Göt hér og þar, sennilega resínið búið :/ haha

Image
það sést kannski ekki vel á þessari mynd, en neðra sætið fyrir gluggastykkið er orðin úr sér gengið, og þarf að smíða upp að nýju, smá smeikur við þetta, gluggastykkið 100% ryðlaust, ótrúlegt


Annars er pælingin að taka boddyið af grindini, og ryðbæta allt 110% með suðuvélum i þetta skiptið, sandblása og sprauta og koma honum á 44" með 5:29 hlutföllum og sprækja vélina

ætla að halda ljósavélini afram í húddinu

í bílnum var "nýupptekin" vél og kassar þegar ég keypti hann, ég er enn að velta fyrir mér hvaða maður gat haldið á vélinni, kannski notuð í deadlift?

en allavegana er ég búinn að taka þessa vél upp frá a til z eftir að heddið fór og sprakk, gaman gaman.

Ný túrbína sem er sögð aðeins stærri
Glænýtt hedd keypt frá bretlandi
öll ný glóðakerti
allir spíssar nýjir
allir pinnboltar nýjir
allir pakningar og pakkdósir
allir ventlar nýjir
nýjar legur frá a-ö
nýjar rúllur í knastás

satt að setja sé ég smá eftir þessu öllu varðandi vélina því kostaðurinn hleypur á cummins svappi :)

endilega komið með skemmtilegar tillögur varðandi litaval á bílnum!

peace out!


Land Cruiser 70 1989 í uppgerð
Hyundai Terracan 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Fetzer
Innlegg: 376
Skráður: 31.okt 2010, 21:28
Fullt nafn: Aron Agnarsson

Re: Land Cruiser 73 1989

Postfrá Fetzer » 19.des 2012, 00:55

var að pæla að byggja yfir tveggjasleða kerruna með þessu efni sem var afgangs haha
Land Cruiser 70 1989 í uppgerð
Hyundai Terracan 38"

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Land Cruiser 73 1989

Postfrá HaffiTopp » 19.des 2012, 01:12

Flottur bíll. Ljótur bíll. Flottari bíll ;)
Er ekki málið að sýna þeim er seldi þér bílinn þessar myndir og fara fram á endurgreiðslu að hluta?

User avatar

Höfundur þráðar
Fetzer
Innlegg: 376
Skráður: 31.okt 2010, 21:28
Fullt nafn: Aron Agnarsson

Re: Land Cruiser 73 1989

Postfrá Fetzer » 19.des 2012, 01:16

nei ætli það sé ekki bara tímasóun, Þetta er bara skemmtilegt verk :) en auðvitað leiðindi með of mikið ryð, það er of mikið á t.d þessu spjallborði af bílum sem eru eins og refurinn í sauðargæruni, og oftar en ekki eru menn að selja hlutina þanning , blekkja unga stráka sem eru að byrja i sportinu hef eg séð, og þeir hætta oft i jeppasportinu því þetta var bara "bull" og treysta sér ekki i jeppa aftur, nokkrir félagar mínir sem eru á þessari hugsun i dag, og auðvitað skiljanlegt
Síðast breytt af Fetzer þann 19.des 2012, 01:18, breytt 1 sinni samtals.
Land Cruiser 70 1989 í uppgerð
Hyundai Terracan 38"

User avatar

MattiH
Innlegg: 477
Skráður: 21.jún 2010, 12:29
Fullt nafn: Matthías Hálfdánarson
Bíltegund: LC90

Re: Land Cruiser 73 1989

Postfrá MattiH » 19.des 2012, 01:17

Það verður spennandi að fylgjast með þessu.
Þér ætti nú ekki að leiðast neitt á næstunni ;)
Toyota LC90 41" Irok

User avatar

Höfundur þráðar
Fetzer
Innlegg: 376
Skráður: 31.okt 2010, 21:28
Fullt nafn: Aron Agnarsson

Re: Land Cruiser 73 1989

Postfrá Fetzer » 19.des 2012, 01:28

rétt , nóg að gera, var að búa til sandblásturssíló, svín virkar, svo bara kikja a ykkur varðandi sand, ertu ekki i poulsen?
Land Cruiser 70 1989 í uppgerð
Hyundai Terracan 38"

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Land Cruiser 73 1989

Postfrá StefánDal » 19.des 2012, 02:24

Ég myndi án grín raða þessum bútum í kassa, pakka honum inn í fallegan pakkapappír og senda uppgerðarmeistaranum þetta í pósti!

En flottur jeppi og það verður gaman að fylgjast með þessu hérna.


tommi3520
Innlegg: 208
Skráður: 31.mar 2010, 19:18
Fullt nafn: Tómas Karl Bernhardsson

Re: Land Cruiser 73 1989

Postfrá tommi3520 » 19.des 2012, 06:14

Flottur! Ég þarf að renna við á rósu og kíkja við hjá þér

User avatar

Höfundur þráðar
Fetzer
Innlegg: 376
Skráður: 31.okt 2010, 21:28
Fullt nafn: Aron Agnarsson

Re: Land Cruiser 73 1989

Postfrá Fetzer » 19.des 2012, 07:45

ég var að hugsa þetta sama, gefa þetta i jólagjöf haha, Tommi, já hverning væri það! :)
Land Cruiser 70 1989 í uppgerð
Hyundai Terracan 38"


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Land Cruiser 73 1989

Postfrá sukkaturbo » 19.des 2012, 07:59

Sælir strákar ég seldi Aron þennan jeppa og koma hann á Sigló og skoðaði hann fyrir sirka 2 árum man það samt ekki alveg. Ég keypti hann frá Borganesi nýlega yfirfarinn á vél tek fram yfirfarinn og sprautaðan og átti hann í að venju með mína bíla í stuttan tíma og hefur hann örugglega ekki ryðgað niður hjá mér inn á lyftunni og vann og gerð sitthvað í honum og setti inn myndir. Þessi jeppi er mér kær því sonur minn sem er nú látinn átti hann og ætlaði ég að gera hann upp en hafði ekki pening í það á þeim tíma og auglýsti hann til sölu. Ryð var sjánlegt öllum sem vildu sjá og skoðuðu bílinn enda sást það bara með því að beygja sig og skoða undir bílinn og vél væri ekki í lagi sagði í auglýsingu. Ekki vissi ég um brotið framdrif og ónýtan gír og millikassa og fór ég nokkrar ferðir fram í fjörðinn að leika mér á honum og voru engir smellir eða brothljóð í honum og synist mér á myndum að hann hafi farið eitthvað í snjó eftir að ég seldi hann og honum var ekið suður og hver maður með einhverri þekkingu og jafnvel enga gat séð þetta ryð og plötuna og resínið og var það ekki falið á neinn hátt ekki einu sinni málað yfir það. Aron er að læra bílasmíði að ég held og höfum við oft rætt saman og hann sagt mér frá bilunum og ryði eftir þessi kaup og kom mér því á óvart að lesa þetta hér um hversu mikill drulluhali maður er og er ég ekki hress með það. Eins og ég segi það sem sannanlega er hægt að rekja til mín sem dulinn galli og falið ryð skal ég taka á mig og bið ég Aron afsökunar á því. En það sem eldra er og þeir sem sprautuðu bílinn meiga eiga afganginn. Væri gaman að finna auglýsinguna sem ég keypti bílinn eftir og var hann ekki keyptur á slikk eins og Aron segir. Ég setti inn myndir og fyrirspurnir af olíu í vatni á þessari vél og spurði hvað gæti verið að og kom upp að það gæti verið farinn heddpakkning eða olíukælirör inn í hliðinni á vélinni hér á þessum vef. Ég setti blikkplötu í gatið í afturhorninu og trebba yfir tvö göt í gólfinu og var Aron sýnt það með því að lyfta upp lausu aftur teppinu ég setti enga álplötu í bílinn sem var farinn að tærast það hefur tekið lengri tíma en þann sem ég átti þennan bíl og geta menn flett honum upp í bifreiðaskrá og séð hvað ég átti bílinn lengi. Ég var ekki að selja nýjan bíl og. Bíllinn var seldur á 38" dekkum. Þeir sem hafa fylgst með auglýsingum mínum vita að ég er ekki að plata einn eða neinn og segi frá því sem ég veit. Ég hef reynt að fá bílinn keyptan aftur eins og ég geri oft.Ég keypti bílinn samkvæmt auglýsingu hér á jeppaspjallinu og ég er tilbúinn að endurgreiða Aron jeppan og taka hann aftur og þá í því ástandi sem ég lét hann hafa bílinn. Það má öllum vera ljóst að bíllinn fer ekki svona illa hjá mér og þarf örugglega mörg ár í það og marga eignendur. Ekki gott að vera stimplaður sem svikari eða ræfill á þessum vef. kveðja guðni á sigló
Síðast breytt af sukkaturbo þann 19.des 2012, 13:58, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Höfundur þráðar
Fetzer
Innlegg: 376
Skráður: 31.okt 2010, 21:28
Fullt nafn: Aron Agnarsson

Re: Land Cruiser 73 1989

Postfrá Fetzer » 19.des 2012, 10:51

Sæll Guðni, ég er ekki að stimpla þig sem svikara og ræfil, bíllinn var ekki skoðaður á lyftu! en svona standa málin, varðandi þessa olíu í kælivatninu var það pakning við olíukælirinn, ekkert stórmál, og ekki þér að kenna, veit í dag að þú fékkst þennan bíl á slikk verði í lélegu ástandi, ég kaupi þennan bíl í þeirri meiningu að hann sé með nýupptekini vél og ryðbættur í golfið, ég sá aldrei hja þér gólf fúskið, en allavegana keypti ég þennan bíl af þér á 600 þúsund staðgreitt á hoppandi lelegum 38" dekkjum á mismunandi felgutýpum, "nú sprautaðir og ryðbættur" eins og stendur nú í auglýsinguni.

en ég er ekki að reyna að sverta þig, bara skil ekki vinnubrögðin miðan við verðmiðan sem stóð i glugganum. átti von á betri bíl viðurkenni það. ég var buinn að skipta um hlutföll, millikassa og vél mánuði eftir sölu bílsins, því það var allt í hakki,

en þú áttir nu ekki hlut í þessari uppgerð, nema þessari standsetningu sem þú gerðir sem hleypur á mundruði þúsunda í endursölu. trebbamotta og blikkplötur, og dúkinn sem var hnoðaður sem innrabretti.


ég tek það skýrt framm að ég er tilbúinn að selja þér bílinn aftur á 600 þúsund, meira að segja með útvarp i kaupæti, nú eru spilin í þínum höndum :)
Síðast breytt af Fetzer þann 19.des 2012, 11:12, breytt 2 sinnum samtals.
Land Cruiser 70 1989 í uppgerð
Hyundai Terracan 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Fetzer
Innlegg: 376
Skráður: 31.okt 2010, 21:28
Fullt nafn: Aron Agnarsson

Re: Land Cruiser 73 1989

Postfrá Fetzer » 19.des 2012, 10:53

Til sölu Toyota Land cruiser 70 millilangur 1989 model

Dísel
5 manna
2446 cc. slagrými 4 dyra Beinskipting, 5 gíra
86 hestöfl
Árgerð 1989
Fjórhjóladrif 4:88 hlutföll revers að framan 1890 kg.
38" dekk
44" breyttur
Ekinn 320Þús en ný búið að yfirfara mótor.
Ný smurður mótor,drif,og skipt um kælivatn samt olíu smit í lokinu á vatnskassanum en ekkert að finna að vélinni eða turboinu vil bara láta vita af þessu hefur verið svona í mörg ár segja þeir sem áttu bílinn á undan mér.

Aukahlutir & búnaður Auka rafgeymir síðan í gær - Driflæsingar nospin aftan gott að keyran samt finnst ekki - Filmur - Geislaspilari bilaður - Intercooler - Kastaragrind - - No Spin læsing - Reyklaust ökutæki - Smurbók - Stigbretti - Talstöð - Túrbína - Upphækkaður - Vökvastýri - Þjónustubók
Allt í motor er nýlega búið að fara í og gírkassa, millikassa strákur sem vinnur hjá Toyota gerði það en hann átti bílinn um tíma heitir Gummi A.T.H ný sprautaður og riðbættur.
Verð:790Þús.
skoða skipti á flottum húsbíl eða willys.

Uppl gefur Guðni Sveins í síma 8925426
Land Cruiser 70 1989 í uppgerð
Hyundai Terracan 38"


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Land Cruiser 73 1989

Postfrá sukkaturbo » 19.des 2012, 12:24

Sæll Aron hringdu í mig hef áhuga á að ræða málinn sé eftir þessum bíl guðni gsm 8925426 kveðja guðni


Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: Land Cruiser 73 1989

Postfrá Valdi B » 19.des 2012, 12:24

ekki vildi ég vera þessi strákur frá toyota, né guðni né fetzer... þoli ekki svona vesen hehe
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000

User avatar

Höfundur þráðar
Fetzer
Innlegg: 376
Skráður: 31.okt 2010, 21:28
Fullt nafn: Aron Agnarsson

Re: Land Cruiser 73 1989

Postfrá Fetzer » 19.des 2012, 12:29

Staðan á mér er ekki neikvæð í rauninni, ég sé ekki eftir krónu af þessum bíl, er búinn að nota hann vel, og more 2 come svo ég er sáttur.

þessum bíl var bara breytt með rassgatinu á sínum tíma, Guðni kom ekkert nálægt því.. svona helgarbreyting sem kemur til með að verða flott :)

Guðni,. hringi í þig við tækifæri :)
Land Cruiser 70 1989 í uppgerð
Hyundai Terracan 38"

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Land Cruiser 73 1989

Postfrá -Hjalti- » 19.des 2012, 13:37

Geturu ekki bara reddað þér öðru boddy ? Djöfull væri ég til í að sjá Toyota Rav44" :D
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Höfundur þráðar
Fetzer
Innlegg: 376
Skráður: 31.okt 2010, 21:28
Fullt nafn: Aron Agnarsson

Re: Land Cruiser 73 1989

Postfrá Fetzer » 19.des 2012, 13:58

haha nei andskotinn, þetta boddy er að fara vera flott :)
Land Cruiser 70 1989 í uppgerð
Hyundai Terracan 38"


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Land Cruiser 73 1989

Postfrá birgthor » 19.des 2012, 14:20

Frábært að koma með svona sölu upp á yfirborðið. Þetta ýtir undir efasemdir við fyrri sögu og eftirtekt okkar sem stefna á bílakaup.
Kveðja, Birgir


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Land Cruiser 73 1989

Postfrá birgthor » 19.des 2012, 15:30

Google geymir líka alltaf skyndiminnisafrit hérna er ein upprunalega auglýsingin (gætu hafa verið fleirri)

http://webcache.googleusercontent.com/s ... =firefox-a
Kveðja, Birgir

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Land Cruiser 73 1989

Postfrá Tómas Þröstur » 19.des 2012, 15:36

Því miður er svindl og svínarí, mismikið auðvitað, ansi algengt í bílaviðskiftum - eins gott að passa puttana. Gangi þér vel með bílinn. Hef ferðast nokkrar ferðir með svona 38 " 96 bíl með 3l vél og gormafjöðrun. Mjög seigir bílar í snjónum - léttir og liprir.


Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: Land Cruiser 73 1989

Postfrá Valdi B » 19.des 2012, 16:49

já þetta eru snilldarbílar.. félagi minn á einn svona 44" á patrol hásingum hringinn og 4link og púðum.. búið að færa afturhásingu slatta og verið að taka bílinn gjörsamlega í nefið... hann er blár á litinn og með 4.2 tdi
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Land Cruiser 73 1989

Postfrá sukkaturbo » 19.des 2012, 17:35

Sælir félagar þá er það ljóst að maður er orðin glæpamaður og getur lítið sagt við því og ekki gott að halda uppi vörnum í þessu máli. En Birgir og Svopni mikið væri gott ef þið gætuð fundið auglýsinguna sem ég kaupi bílinn eftir og nota texta úr þegar ég svo sel bílinn áfram. Ég tók ekki upp vélina og ég sprautaði ekki bílinn eða ryðbætti hann. Ég setti í tvö eða þrjú göt og sást það greinilega. Ég hringdi í menn sem ég vil ekki nafngreina hér sem sögðu mér um hvað hefði verið gert og hafði ég það eftir þeim spurning er hvernig var kúpplingin og þessar stangarlegur þegar mótorinn var opnaður var þetta ónýtt?. Síðan væri gaman Friðrik að sjá hversu lengi ég átti bílinn og hvort virklilega ég eigi virkilega sök á öllu þessu sem sagt er bilað. Aron hringdi í mig í dag og skildum við sáttir. Gott væri að heyra frá honum sjálfum hvort ég hafi svikið hann á einhvern hátt. Hann þekkir manninn sem gerði bílinn upp og ég keypti bílinn af og gott væri að sú auglýsing kæmi hér fram líka, en það hentar kanski ekki sumum hér. Ég gerði ekki neitt að ráði við bílinn nema kaupa í hann rafgeymir skipta um olíur og setti í þessi göt í gólfinu. Þetta eru mín loka orð í þessu og get ég lítið gert til að verja mig og verð nú líklega stimplaður svikari hér á þessari síðu. En takk fyrir málefnalega framkomu félagar. Ég sé að það er örugglega mikil rannsóknar vinna að baki skrifum hér og menn eins og Friðrik og Svopni hafa kynnt sér málinn vel og þakka ég þeim fyrir vel unnin störf og málefnalega framkomu. Þetta er rétt það sem þeir segja að það er ljótt að ljúga að fólki eða uppá fólk. Við Aron höfum marg oft talað saman og hefur hann aldrei verið annað en hlílegur og æðrulaus í sambandi við bílinn. Kanski hann hefði átt að hund skamma mig og heimta að ég tæki bílinn aftur sem ég hefði líklega gert. En ég mun reyna að bæta mig í framtíðinni og forðast að ljúga að fólki. Síðan mun ég ekki koma hér inn á jeppaspjallið framar sem eðlilegt er því þetta er ekki síða fyrir glæpamenn og svikara.gleðileg jól. kveðja guðni
Síðast breytt af sukkaturbo þann 19.des 2012, 23:35, breytt 2 sinnum samtals.


arni_86
Innlegg: 94
Skráður: 03.feb 2010, 22:39
Fullt nafn: Árni Einarsson

Re: Land Cruiser 73 1989

Postfrá arni_86 » 19.des 2012, 17:40

Èg skodadi thennan bìl i borgarnesi àdur en Gudni hefur keypt hann og thà var tøluvert leguhljòd annad hvort i gir eda millikassa svo ad thad kemur mèr ekki à ovart ad einhvad hafi hrunid. Thà àtti hann lika ad vera nysprautadur og rydbættur en mèr leyst ekkert à vinnubrøgdin svo èg lèt vera ad kaupa hann.

Gaman ad sjà samt ad hann er buinn ad fà gòdan eiganda sem tekur hann i gegn allmennilega.


Stjáni Blái
Innlegg: 357
Skráður: 04.feb 2010, 08:36
Fullt nafn: Kristján Stefánsson

Re: Land Cruiser 73 1989

Postfrá Stjáni Blái » 19.des 2012, 18:38

Án þess að vilja blanda mér sérstaklega í þessi mál.. er ekki réttast að láta þetta fylgja með hér, þetta er augljóslega sama auglýsing og hér að ofan... Flott mál samt að heyra að bíllinn verður gerður upp.. Almennilega í þetta skiptið vonandi og verður þá flottari en nokkurtiman áður hvar sem á hann verður litið.

http://f4x4.is/index.php?option=com_jfu ... 97#p105897


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Land Cruiser 73 1989

Postfrá lecter » 19.des 2012, 19:10

já strakar ad kaupa köttinn i seknum gerist oft ,,en þessi gerdin af cruser virdist rydga sérstaklega mikid og voru seldir óvenju margir slikir jeppat hér og örfáir eftir i dag,,,,

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Land Cruiser 73 1989

Postfrá StefánDal » 19.des 2012, 19:51

Ég seldi einu sinni strák Willys jeppa. Það kom svo í ljós að grind, skúffa og vélin voru svo gott sem ónýtt drasl.
Við kynntumst svo seinna og erum í dag mjög góðir vinir:)

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Land Cruiser 73 1989

Postfrá gislisveri » 19.des 2012, 19:58

Ef menn eru ósáttir með bílaviðskiptin sín þá er um að gera að reyna að útkljá þau milliliðalaust áður en farið er að hrauna yfir seljandann á internetinu. Ef að Guðni hefði ekki gefið sig fram sjálfur hérna, þá hefði verið lítið mál að finna út úr því hver hann væri fyrir þá sem höfðu áhuga á.

Það vita líka þeir sem þekkja Guðna að hann er höfðingi og hefði áreiðanlega boðist til að kaupa bílinn til baka þótt þessi saga hefði ekki flækst hingað inn.
Hann er líka búinn að selja svo marga bíla að ef hann stundaði svindl og svínerí, þá væri hann sjálfsagt að afplána lífstíðardóm núna.
Guðni, ég vona að þú gerir ekki alvöru úr því að hætta hérna inni, það myndu margir sakna þín.

M.ö.o. Ef það er ekki búið að reyna að útkljá málin utan internetsins, þá hefur það engan rétt á sér að ætla að gera það hér. Beini svoleiðis leiðindum á http://www.barnaland.is.

En ef málin eru útkljáð eins og mér sýnist og ég vona, þá verður gaman að fylgjast með uppgerðinni á bílnum.

Friðarkveðjur,
Gísli Sveri.


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Land Cruiser 73 1989

Postfrá birgthor » 19.des 2012, 20:22

Sæll Guðni, það er sjálfsagt mál fyrir mig að aðstoða þig við að finna en og eldri auglýsingu. Eins og ég sagði þá gleymir google engu.
Ég hef enga trú á því að þú sjáist ekki hér aftur þar sem þú ert klárlega með sömu jeppafíkn og við hinir :)

Ef sú auglýsing sem þú ert að tala um er ekki nú þegar fundin hér í vefslóð f4x4 þá máttu endilega senda mér einhvern textabút úr þeirri auglýsingu og ég skal sjá hvað ég finn.

Eins og ég sagði hér fyrr þá er ég greinilega ekki alveg sammála þér Gísli varðandi að þetta eigi heima á barnalandi, því sama hvaðan vont kemur þá þurfum við sem erum að fara versla okkur bíl að skoða þá vel og vandlega, þetta er góð áminning á það. Þá er oft góð regla að leita eftir eldri sögum af bílnum hér á alheimsnetinu, því oft veit seljandinn ekki alla söguna og allt eins jafn "grænn" og kaupandinn.
Kveðja, Birgir

User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Land Cruiser 73 1989

Postfrá Svenni30 » 19.des 2012, 22:39

Áhugaverðar umræður svo ekki sé nú meira sagt, Gangi þér vel með uppgerðina Aron alltaf þótt þetta flottir jeppar.
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Fetzer
Innlegg: 376
Skráður: 31.okt 2010, 21:28
Fullt nafn: Aron Agnarsson

Re: Land Cruiser 73 1989

Postfrá Fetzer » 20.des 2012, 00:13

Sælir aftur, hverning er það, þetta átti nú ekki að ná sársaukamörkum, og ég er EKKI að segja að þetta hafi verið Guðna að kenna varðandi vinnubrögðin, því hann kom ekkert nálægt þessu fúski sem var gert í "uppgerðini" en allavegana er ryð sem ég bjóst ekki við, og auðvitað er ég þriðji aðili af þessum bíl , og í rauninni breytir engu máli hvað stóð í "gömlu" auglýsinguni, ef ég sel bíl, og strákurinn er ekki sáttur með kaupinn get ég aldrei bent á þann sem seldi mér bílinn, en ég er ekkert að reyna að koma af stað leiðindum og vissulega enginn af okkur, þetta er ekkert leiðindar mál, ég er oft búinn að hringja í Guðna og ræða málin varðandi hitt og þetta, hef ekkert verið að væla utaf þessum bíl við hann., við Guðni erum góðir vinir og ekki til ósætti, en það breytir ekki að hann kom upp þessu "riðbættur" orði i auglýsinguna sem kom mér á ovart í dag, oft eru bílabrask svona ég hef sjálfur lent i því að selja bíl sem eg taldi í topp standi, en annað kom í ljós, ég hef líka alltaf hugsað um jeppa sem eign ekki söluvöru, og ef ég ætla að eiga góðan jeppa í dag, þá verð ég að drullast til að gera hann góðan sjálfur, því það gerir það enginn annar fyrir þig, og það þýðir nu ekki alltaf að selja og kaupa til að reyna að lenda á góðu eintaki, "Þú uppskerð það sem þú sáir" og þanning er það í þessum bransa að minni hálfu, nema þú sért kominn í bíl sem hleypur á mörgum milljónum. en svona gamlir bílar eru ekki flottir fyrr en eitthver gerir þá almennilega. hef ALDREI séð bíl ganga á milli manna og verður flottari og flottari. fyrr en eitthver tekur allan pakkann. ætlaði ekkert að koma óorði á Guðna, en svona tala myndirnar, og svona er þetta. kom Guðna vissulega á ovart líka. þýðir samt ekki að vera fimm ára og fara í fílu og hætta á spjallinu :) brosum bara og höfum gaman af þessu., ég vissi að þetta væri ekki frúarbíl.
Land Cruiser 70 1989 í uppgerð
Hyundai Terracan 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Fetzer
Innlegg: 376
Skráður: 31.okt 2010, 21:28
Fullt nafn: Aron Agnarsson

Re: Land Cruiser 73 1989

Postfrá Fetzer » 20.des 2012, 00:38

Jæja, spurning að haldasér við aðalatriðið

Tók ALLT rafmagn úr bílnum, boddýfestingar eina sem heldur þessu saman núna, veit ekki hverning maður raðar þessu saman, en svo þarf að fara yfir rafkerfið á vinnuborði. skrítið hvað það virkaði nánast allt í bílnum þrátt fyrir að flest öll tengi voru bláfóðruð að spannskrænu að innan. læt myndirnar tala.

Image

Image

Image

Image

Ætla svo að reyna að breyta bílnum og lækka þessa 4" boddylift klossa , reyna að minnka þá sem mest fyrir 44" breytingu.

Image
Land Cruiser 70 1989 í uppgerð
Hyundai Terracan 38"

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Land Cruiser 73 1989

Postfrá -Hjalti- » 20.des 2012, 01:52

Þetta finnst mér standa uppúr í þessari umræðu.


Fetzer wrote: veit í dag að þú fékkst þennan bíl á slikk verði í lélegu ástandi,




svopni wrote: Viltu kannski segja okkur hvað þú borgaðir fyrir bílinn?


Ef ég fæ pizzu á tilboði eiga þá allir aðrir að fá pizzu á tilboði?

Ég bara skil ekki hvað það kemur málinu við hvað fyrri eigandi kaupir bílinn á ?

Svo minni ég á skoðunarskildu kaupanda , hún er ansi sterk.

En gangi þér vel með uppgerðina ;)
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Höfundur þráðar
Fetzer
Innlegg: 376
Skráður: 31.okt 2010, 21:28
Fullt nafn: Aron Agnarsson

Re: Land Cruiser 73 1989

Postfrá Fetzer » 20.des 2012, 01:57

jájá, eg er ekkert að gráta þetta. mér fynnst að allir ættu að fá allavegana bita af þessari pizzu sem þú keyptir :)
Land Cruiser 70 1989 í uppgerð
Hyundai Terracan 38"

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Land Cruiser 73 1989

Postfrá -Hjalti- » 20.des 2012, 02:03

Fetzer wrote:jájá, eg er ekkert að gráta þetta. mér fynnst að allir ættu að fá allavegana bita af þessari pizzu sem þú keyptir :)

Ekki málið , fílaru ekki seafood pizza ? :)
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Höfundur þráðar
Fetzer
Innlegg: 376
Skráður: 31.okt 2010, 21:28
Fullt nafn: Aron Agnarsson

Re: Land Cruiser 73 1989

Postfrá Fetzer » 20.des 2012, 02:11

jú best, en voðalega erfitt orðið á fá sjávarréttapizzu á þessum basic stöðum :P
Land Cruiser 70 1989 í uppgerð
Hyundai Terracan 38"


juddi
Innlegg: 1242
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Land Cruiser 73 1989

Postfrá juddi » 20.des 2012, 10:52

Fetzer wrote:Jæja, spurning að haldasér við aðalatriðið

Tók ALLT rafmagn úr bílnum, boddýfestingar eina sem heldur þessu saman núna, veit ekki hverning maður raðar þessu saman, en svo þarf að fara yfir rafkerfið á vinnuborði. skrítið hvað það virkaði nánast allt í bílnum þrátt fyrir að flest öll tengi voru bláfóðruð að spannskrænu að innan. læt myndirnar tala.

Image

Image

Image

Image

Ætla svo að reyna að breyta bílnum og lækka þessa 4" boddylift klossa , reyna að minnka þá sem mest fyrir 44" breytingu.
Skera festinguna af gindinni og færa hana upp
Image
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


arni_86
Innlegg: 94
Skráður: 03.feb 2010, 22:39
Fullt nafn: Árni Einarsson

Re: Land Cruiser 73 1989

Postfrá arni_86 » 20.des 2012, 16:33

Ef thu ferd i ad færa boddyfestinguna upp myndi eg skoda thad ad færa hana aftar lika ì leidinni.
Thà er hun allavegna ekki fyrir ef menn missa sig seinna meir i dellunni og fara i 46" :)


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Land Cruiser 73 1989

Postfrá lecter » 20.des 2012, 17:17

þessi body festing er adal festingin og er alltaf færd upp,, þarna á ekki ad vera klossi á milli er hann vitlaust smidadur á fleiri stödum ,, en hann er svo mikid rifin nidur ad þú ert ekki leingi ad taka body af og lata sand blása þad og grindina lika


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Land Cruiser 73 1989

Postfrá lecter » 20.des 2012, 17:20

hér er spurning hver sand blæs á besta verdinu menn hafa skodun á þvi

User avatar

Höfundur þráðar
Fetzer
Innlegg: 376
Skráður: 31.okt 2010, 21:28
Fullt nafn: Aron Agnarsson

Re: Land Cruiser 73 1989

Postfrá Fetzer » 20.des 2012, 18:46

planið var að taka boddyið af, og ætla ekkert að bakka með það, það eru bara boddýlift boltarnir sem eru tengdir grind eins og staðan er i dag, allt hitt laust og farið frá.

boddy fer af bráðum, ætla að smíða snúningsbekk fyrir boddýið svo það sé hægt að sjóða í þetta með góðu móti.
Land Cruiser 70 1989 í uppgerð
Hyundai Terracan 38"


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 52 gestir