Síða 1 af 1

Hilux Dc´92

Posted: 27.nóv 2012, 18:37
frá seg74
Var að fá mér hilux í fyrsta skiptið og datt niður á þennan eðal fák.
Mjög heillegur og góður bíll og ég er bara mjög sáttur við hann.
Ef einhver þekkir sögu þessa bíls þá má það alveg koma hér framm.

38" breyttur en var á 36" dekkjum.
Grind á pallinum með 4 kösturum og kengúrugrind að framan með 4 kösturum þar og svo leitarljós á toppi.
Image

Image

Framtíðarplönin voru: pallhús, rörastuðari og klippa úr að framan og ryðbæta.

Kominn á 38" ground hawk dekk á 14" breiðum felgum og með pallhús.
Image

Þá er eftir að græja hlera og rörastuðara.
Image

Byrjað að klippa úr og ryðbæta.
Image
Image

Farþegameginn.
Image

Smá gat að aftan farþegameginn.
Image

Soðið í aftur.
Image
Image

Kominn afturhleri (á eftir að samlita) og rörastuðari.
Image
Image

Re: Hilux Dc´92

Posted: 27.nóv 2012, 19:08
frá Hfsd037
Flottur þessi, mér finnst hann gæjjalegri með grindinni að aftan en pallhúsið er þæginlegara.
Ég á svona handkastara á þakið með xenon setti ef þig vantar, sérsmíðaður fyrir H3 peru, dregur rosalega langt

Re: Hilux Dc´92

Posted: 27.nóv 2012, 19:10
frá jeepson
Myndalegur lúxi. Til lukku með gripinn :) Ætla að vera sammála síðasta ræðu manni með grindina og pallhúsið :)

Re: Hilux Dc´92

Posted: 27.nóv 2012, 19:29
frá seg74
Ég er alveg sammála ykkur, planið er að hafa húsið á yfir veturinn.

Það verður tekið af og málað næsta sumar.

Re: Hilux Dc´92

Posted: 28.nóv 2012, 00:52
frá kári þorleifss
auðvita alltaf flottari með kastaragrindina en ég skil þetta með húsið. Hvort á að samlita það eða mála svart?
Svo er alltaf hægt að skella toppboga á húsið og raða kösturunum þar

Re: Hilux Dc´92

Posted: 28.nóv 2012, 01:56
frá seg74
Ætla að samlita það.

Mig vantar góða grind af framan sem hægt er að setja kastatana á sem voru á toppinum.

Vitiði um góða grind handa mér??

Og þá er krómgrindin föl ef einhverjum langar í.......

Re: Hilux Dc´92

Posted: 30.nóv 2012, 19:04
frá arnarb
laglegur bíll hjá þér. Hvað ertu að spá í að fá fyrir krómgrindina ?

Re: Hilux Dc´92

Posted: 30.nóv 2012, 19:52
frá seg74
Bara sanngjarnt tilboð.

Vantar líka nettari grind sem hægt er að setja þessa 4 kastara af toppinum á.