Síða 1 af 1

Suzuki Vitara '97 32"

Posted: 22.nóv 2012, 22:39
frá StefánDal
Jæja minnkaði við mig um örugglega tvo metra í dag. Seldi langa Hiluxinn og fékk mér svona ofsalega stutta Súkku í staðinn.
Þetta er voðalega basic Suzuki Vitara 1.6EFI. Hækkuð um 2" held ég á fjöðrun og ekkert boddýhækkuð. 32" dekk sem mættu vera gripmeiri. Hrikalega mikill munur að keyra þetta frímerki í hálku miðað við Hiluxinn sem var með hjólhaf upp á 3.30 metra.
Ætla ekki að stefna á stærri dekk. Væri frekar til í að fá mér gróf og nelgd 31" í vetur.

Image

Image

Re: Suzuki Vitara '97 32"

Posted: 22.nóv 2012, 22:55
frá hrappatappi
Tl lukku með nýja bílinn. Það er bara verið að selja allt draslið sitt. :D

Re: Suzuki Vitara '97 32"

Posted: 22.nóv 2012, 23:07
frá hvati
Kudos fyrir litinn! Það er möst að hafa
liti í umferðinni!

Re: Suzuki Vitara '97 32"

Posted: 22.nóv 2012, 23:17
frá Hrannifox
hamingju með skopparann.

yndislegir bílar minnir mig alltaf á gokart að keyra þetta litið nett og kemst svona hér um bil það sem bilstjórinn vill.

Re: Suzuki Vitara '97 32"

Posted: 22.nóv 2012, 23:35
frá StefánDal
hrappatappi wrote:Tl lukku með nýja bílinn. Það er bara verið að selja allt draslið sitt. :D


Já þetta er svokölluð jólahreingerning;)

En já þetta er alveg sannkallaður skoppari. Þarf annað hvort að venjast honum eða fara með hann í hjólastillingu. Sennilega bæði.

Re: Suzuki Vitara '97 32"

Posted: 22.nóv 2012, 23:55
frá StefánDal
Sló henni upp og rakst á þetta í tæknilýsingu bílsins. Eiginþyngd: 1115
Getur þetta staðist? Hvar kemst ég á vikt hérna á stór Hafnarfjarðarsvæðinu?

Re: Suzuki Vitara '97 32"

Posted: 23.nóv 2012, 00:16
frá Sævar Örn
minn var breytingarskoðaður á 33" dekkjum með fullan tank 1160 kg

original skráður 1090 kg samt sem áður, kannski er þinn með eitthvern 30 kg lúxusbúnað sem minn hafði ekki :)

Re: Suzuki Vitara '97 32"

Posted: 23.nóv 2012, 00:29
frá StefánDal
Sævar Örn wrote:minn var breytingarskoðaður á 33" dekkjum með fullan tank 1160 kg

original skráður 1090 kg samt sem áður, kannski er þinn með eitthvern 30 kg lúxusbúnað sem minn hafði ekki :)


Varadekk?

Re: Suzuki Vitara '97 32"

Posted: 23.nóv 2012, 00:31
frá Stjáni Blái
Getur farið á hafnarvogina hér í firðinum, hún er við Cuxhavengötu sem er næsta gata við Kænuna.

Re: Suzuki Vitara '97 32"

Posted: 23.nóv 2012, 00:35
frá StefánDal
Stjáni Blái wrote:Getur farið á hafnarvogina hér í firðinum, hún er við Cuxhavengötu sem er næsta gata við Kænuna.


Er hægt að fara þangað allann sólarhringin? Þarf maður að fá leyfi hjá einhverjum?

Re: Suzuki Vitara '97 32"

Posted: 23.nóv 2012, 00:38
frá Stjáni Blái
já ég held að það sé kveikt á vigtinni allan sólarhringinn, þori nú samt ekki að fullyrða það.
Þeir eru mjög almennilegir kallarnir þarna, en ef þeir eru ekki við og það er kveikt á vigtinni, þá er bara að láta vaða á rampinn :)

Re: Suzuki Vitara '97 32"

Posted: 24.nóv 2012, 02:24
frá Turboboy
Kveikt á viktini allan sólahringinn, og það má hver sem er fara á hana allavega á kvöldin. Yfir daginn hafa kallarnir stundum verið að prenta þyngdina fyrir menn fyrir smá pening 500 kall eða eitthvað.

Re: Suzuki Vitara '97 32"

Posted: 24.nóv 2012, 16:51
frá StefánDal
Turboboy wrote:Kveikt á viktini allan sólahringinn, og það má hver sem er fara á hana allavega á kvöldin. Yfir daginn hafa kallarnir stundum verið að prenta þyngdina fyrir menn fyrir smá pening 500 kall eða eitthvað.

Þarf að kíkja á þetta.
Þessi er aðeins flottari en þessi sem ég keypti af þér hérna um árið Kjartan. En það er alveg sami fílingur í þessu;)

Re: Suzuki Vitara '97 32"

Posted: 27.nóv 2012, 17:18
frá StefánDal
Jæja kominn smá reynsla á þennan. Er hrikalega ánægður með þetta eintak. Á alveg eftir að prófa hann í snjó en það er svosem ekkert kappsmál hjá mér. Mældi eldsneytiseyðsluna í dag. 10.8 lítrar hérna innanbæjar með einni ferð í Hveragerði í fjórhjóladrifinu:)

Nú spyr ég aftur þar sem ég hef enn ekkert svar fengið. Hver er "uppskriftin" að því að setja svona frímerki á 33"?

Re: Suzuki Vitara '97 32"

Posted: 27.nóv 2012, 17:19
frá kjartanbj
hrikalega er það mikil eyðsla finnst mér

Re: Suzuki Vitara '97 32"

Posted: 27.nóv 2012, 17:22
frá Stebbi
kjartanbj wrote:hrikalega er það mikil eyðsla finnst mér


Já hann er að eyða svona svipað og Land Cruiser á 44" innanbæjar. :)

Re: Suzuki Vitara '97 32"

Posted: 27.nóv 2012, 17:25
frá StefánDal
kjartanbj wrote:hrikalega er það mikil eyðsla finnst mér


Haha! Þú mátt alveg standa í því að ljúga að sjálfum þér en ég hef haft það fyrir sið að vera raunsær og heiðarlegur við sjálfan mig þegar það kemur að því að mæla bensín eyðslu:) Maður græðir ekkert á því að bulla.

Re: Suzuki Vitara '97 32"

Posted: 27.nóv 2012, 17:26
frá jeepcj7
Láttu ekki svona Stebbi cruiserinn eyðir alltaf undir 10 sama hvað gert er. ;O)

Re: Suzuki Vitara '97 32"

Posted: 27.nóv 2012, 17:29
frá Stebbi
jeepcj7 wrote:Láttu ekki svona Stebbi cruiserinn eyðir alltaf undir 10 sama hvað gert er. ;O)


Svo er manni sagt. :)

Re: Suzuki Vitara '97 32"

Posted: 27.nóv 2012, 17:34
frá StefánDal
jeepcj7 wrote:Láttu ekki svona Stebbi cruiserinn eyðir alltaf undir 10 sama hvað gert er. ;O)


Já það er líklegast rétt. Og V6 Toyota eyðir 14 á 38" ;)

Re: Suzuki Vitara '97 32"

Posted: 27.nóv 2012, 17:54
frá kjartanbj
Krúser eyðir aldrei undir 10lítrum.. ég hef mælt krúserin hjá mér, ég veit alveg hvað hann eyðir, fólk má alveg trúa því sem það vill
en hinsvegar finnst mér samt svona létt súkka á litlum dekkjum vera eyða miklu ef hún er yfir 10l á hundraðið

Keyrði frá olís norðlingaholti í sumar og að leirubakka, fyllti bílinn aftur þar hjá mér, og félagi minn á 35" súkku gerði það sama
hann setti 8.6l á bílinn hjá sér og ég setti 10.6 á krúserin samkvæmt Mapsource eru þetta 106km

hinsvegar er þetta í góðu veðri á sumardegi.. til að fá raunhæfa mælingu þyrfti að mæla þetta í allskonar veðrum og vindum og taka meðaltal

veðurfar skiptir mjög miklu máli í svona mælingum :)

Re: Suzuki Vitara '97 32"

Posted: 27.nóv 2012, 18:14
frá Kiddi
Corolla 1600 er mjög stöðug hjá mér í 10 þannig að 10.8 á Súkku er ekkert skrítið...

Re: Suzuki Vitara '97 32"

Posted: 27.nóv 2012, 18:17
frá Stebbi
Ég á 1.8 Avensis,2005 sjálfskiptan, hann er að eyða á milli 8-9 lítrum í blönduðum akstri. Mér finnst 10 lítrar á svona múrstein á of stórum dekkjum ekkert til að hafa áhyggjur af og tæplega hægt að tala um það að þetta sé mikil eyðsla.
Td. eyðir Subaru Legacy með eldri vélini ekki undir 12 lítrum á veturnar.

Re: Suzuki Vitara '97 32"

Posted: 27.nóv 2012, 18:26
frá kjartanbj
síðasti tankur á 97 Legacy station hjá mér var 9.9l á hundraðið :)

Re: Suzuki Vitara '97 32"

Posted: 27.nóv 2012, 18:45
frá StefánDal
kjartanbj wrote:Krúser eyðir aldrei undir 10lítrum.. ég hef mælt krúserin hjá mér, ég veit alveg hvað hann eyðir, fólk má alveg trúa því sem það vill
en hinsvegar finnst mér samt svona létt súkka á litlum dekkjum vera eyða miklu ef hún er yfir 10l á hundraðið

Keyrði frá olís norðlingaholti í sumar og að leirubakka, fyllti bílinn aftur þar hjá mér, og félagi minn á 35" súkku gerði það sama
hann setti 8.6l á bílinn hjá sér og ég setti 10.6 á krúserin samkvæmt Mapsource eru þetta 106km

hinsvegar er þetta í góðu veðri á sumardegi.. til að fá raunhæfa mælingu þyrfti að mæla þetta í allskonar veðrum og vindum og taka meðaltal

veðurfar skiptir mjög miklu máli í svona mælingum :)


Þá er 10.8 hjá mér ekkert nema eðlilegt.

Skemmtileg umræða samt sem áður :)

Re: Suzuki Vitara '97 32"

Posted: 27.nóv 2012, 18:51
frá Oskar K
GUÐ MINN GÓÐUR ! er ekki komið nóg af rifrildi á þessu spjalli um eyðslu ?

flott súkka, flottur litur

Re: Suzuki Vitara '97 32"

Posted: 27.nóv 2012, 19:08
frá jeepson
iss pattinn minn eyðir ekki nema 4 á hundraðið hahahahaha. En þetta er bara mjög ásættanleg eyðsla á súkkuni. súkkan sem að ég átti var þetta 10-11 á hundraðið. 5dyra sidekick á 33" og 10" breiðum felgum. Algjör snilld hvað þessar súkkur eyða litlu og eru liprar sérstaklega á höfuðborgar svæðinu. En varðandi 33" væðingu þá var súkkan mín hækkuð 2" á boddý og 2" á gormunum minnir mig. Og svo auðvitað búið að fara með stóru sleggjuna og ríma aðeins betur til að framan :) Annars ætti nú Sævar að geta svarað þessu best með að breyta bílnum fyrir 33"

Re: Suzuki Vitara '97 32"

Posted: 13.feb 2013, 00:25
frá StefánDal
Jæja þá er komin reynsla á þessa. Búinn að keyra hann yfir 10.000km og fara í smá fjallaskrepp.
Þarf alveg klárlega að finna mér betri bílstjórastól.

Kíkti upp á Arnkötludal fyrir nokkrum vikum. Var að fara með tvo útlendinga til að leyfa þeim að prufa sleða í fysta sinn og ætlaði aldeilis ekki að þrusa þarna um á súkkuna á ónýtum 32".
En ég fann þá strax og ég kom út fyrir veg að þarna var "Súkku færi". Góð skel ofan á hrikalegu leiðinlegum sykri sem þjappast ekkert.
Hér er allvegana ein mynd af þeirri grænu í snjóakstri.
Image

Re: Suzuki Vitara '97 32"

Posted: 19.feb 2013, 17:05
frá Viditre
Er þessi seldur

Re: Suzuki Vitara '97 32"

Posted: 19.feb 2013, 17:19
frá StefánDal
Viditre wrote:Er þessi seldur


Nei og þetta er ekki söluþráður.

Re: Suzuki Vitara '97 32"

Posted: 19.feb 2013, 17:33
frá birgir björn
Viditre wrote:Er þessi seldur

hahaha eg hló djöfull eru menn dofnir