Síða 1 af 1
Landcruiser HJ-61 árg 1988
Posted: 22.nóv 2012, 00:49
frá Guðjón Smári
Festi kaup á þessum 2009, ákvað að fara alla leið í þessu og gera hann flottan. Heilsprautaður með háglans trukkalakki frá ORKUNNI, frekar mikið ryðbættur (myndir tala sýnu máli) Er búinn að vera að bæta aðeins í hann, stærri loftpúðar að aftan, gormar og stífur undan LC80 að framan, koni demparar, barkalæsingar orginal, chrome stál öxlar og sexkúluliðir að framan. AC reimdrifin loftpressa í húddinu, loftkútur, stillanlegir loftpúðar (stjórnað inni í bíl) auto kerfi á þeim líka. Loftkista í húddi, gerði ráð fyrir púðum að framan svo eina það sem þarf að gera er að setja þá undir + einhver suðuvinna í kringum það. Vinnuljós allan hringinn. 42" PittBull ROCKER á 16x16 felgum. Eitt sem mig langar í, í dag er logír, væri ekki verra að hafa svoleiðis.
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfu ... mId=252224.
Svona lýtur hann út í dag
Er alveg örugglega að gleyma einhverju.
Re: Landcruiser HJ-61 árg 1988
Posted: 22.nóv 2012, 20:56
frá Svekktur
Virkilega snyrtilegur bíll hjá þér.
Re: Landcruiser HJ-61 árg 1988
Posted: 22.nóv 2012, 21:37
frá -Hjalti-
Svakalega flottur Crusier hjá þér ! ekkert sparað í uppgerðini
Re: Landcruiser HJ-61 árg 1988
Posted: 22.nóv 2012, 21:55
frá gaz69m
glæsilegur hjá þér crueserin svo er bara spurning hvor er flottari þinn hvíti eða blái hanns pabba þíns
Re: Landcruiser HJ-61 árg 1988
Posted: 22.nóv 2012, 21:59
frá Heiðar Brodda
sæll flottur jeppi en hvernig er 42'' að koma út kv Heiðar
Re: Landcruiser HJ-61 árg 1988
Posted: 22.nóv 2012, 22:01
frá Hjörturinn
Klárlega einn flottasti cruiser landins
Re: Landcruiser HJ-61 árg 1988
Posted: 22.nóv 2012, 22:24
frá Guðjón Smári
Pittbull er að koma vel út í öllu því sem ég hef lent í á þeim, var frekar stressaður þegar ég festi kaup á þeim þar sem mjög lítil reynsla var komin á þessi dekk, en þeir sem voru búnir að vera á þessu eitthvað að viti lofuðu þeim vel.
gaz69m wrote:glæsilegur hjá þér crueserin svo er bara spurning hvor er flottari þinn hvíti eða blái hanns pabba þíns
Þeir eru klárlega á svipurðu reyki, pabbi er að setja undir hjá sér barkalæsingar svo þeir eru nánsast eins, nema hvað að pabbi vill hafa þetta soldið svona orginal, engar hásingafærslur og þessháttar.
Mér finnst gaman að vita af því að menn séu að gera þessa bíla upp, ég sé þá fleirri á götunni nýuppgerða, enda mjög góðir bílar.
Re: Landcruiser HJ-61 árg 1988
Posted: 23.nóv 2012, 00:27
frá jonni187
Þetta er gasalega flottur bíll ! Ég er ekki frá því nema ég hafi mætt þér fyrir ekkert svo löngu tvisvar sinnum sama dag og við tekið vinkið á þetta, sjálfur var ég keyrandi hvítan eins cruiser, fjarska fallegan :))
Re: Landcruiser HJ-61 árg 1988
Posted: 23.nóv 2012, 08:50
frá Guðjón Smári
jonni187 wrote:Þetta er gasalega flottur bíll ! Ég er ekki frá því nema ég hafi mætt þér fyrir ekkert svo löngu tvisvar sinnum sama dag og við tekið vinkið á þetta, sjálfur var ég keyrandi hvítan eins cruiser, fjarska fallegan :))
Jú gott ef ég man ekki eftir þér, var þetta ekki í sumar? Þinn er nú ekkert alslæmur sjálfur. Ég er bara þannig með þessa bíla að ef ég sé þá á götunni þá stoppa ég helst til gjóa augunum á þá, alveg sama í hvernig standi þeir eru.
Re: Landcruiser HJ-61 árg 1988
Posted: 23.nóv 2012, 10:48
frá andrib85
Rosalega flottur bíll hjá þér og virkilega vel uppgerður og flott smíði. til hamingju segi ég nú bara
Re: Landcruiser HJ-61 árg 1988
Posted: 23.nóv 2012, 15:13
frá jonni187
Guðjón Smári wrote:jonni187 wrote:Þetta er gasalega flottur bíll ! Ég er ekki frá því nema ég hafi mætt þér fyrir ekkert svo löngu tvisvar sinnum sama dag og við tekið vinkið á þetta, sjálfur var ég keyrandi hvítan eins cruiser, fjarska fallegan :))
Jú gott ef ég man ekki eftir þér, var þetta ekki í sumar? Þinn er nú ekkert alslæmur sjálfur. Ég er bara þannig með þessa bíla að ef ég sé þá á götunni þá stoppa ég helst til gjóa augunum á þá, alveg sama í hvernig standi þeir eru.
Jú það stemmir var einhvern tímann í sumar :) Nei hann er allur mikinn tekinn í gegn sá bíll, þyrfti að klappa boddýinu aðeins þá er þetta eins og nýtt ;)
Sjáumst kannski á fjöllum í vetur ;)
Re: Landcruiser HJ-61 árg 1988
Posted: 23.nóv 2012, 22:30
frá Guðjón Smári
jonni187 wrote:Guðjón Smári wrote:jonni187 wrote:Þetta er gasalega flottur bíll ! Ég er ekki frá því nema ég hafi mætt þér fyrir ekkert svo löngu tvisvar sinnum sama dag og við tekið vinkið á þetta, sjálfur var ég keyrandi hvítan eins cruiser, fjarska fallegan :))
Jú gott ef ég man ekki eftir þér, var þetta ekki í sumar? Þinn er nú ekkert alslæmur sjálfur. Ég er bara þannig með þessa bíla að ef ég sé þá á götunni þá stoppa ég helst til gjóa augunum á þá, alveg sama í hvernig standi þeir eru.
Jú það stemmir var einhvern tímann í sumar :) Nei hann er allur mikinn tekinn í gegn sá bíll, þyrfti að klappa boddýinu aðeins þá er þetta eins og nýtt ;)
Sjáumst kannski á fjöllum í vetur ;)
Ég er með facebook síðu fyrir svona bíla, sendu beiðni og ég kem þér inn.