Síða 1 af 2
Toyota Land Cruiser 80
Posted: 15.nóv 2012, 10:11
frá spurs
Sælir félagar,
var að kaupa þennan 80 Cruiser 1993 módel, gríðarlega ánægður með þennan bíl enda afar vel farinn.


Stuðarahornið er komið á núna, gríðarlega áægður með þennan bíl
Re: Toyota Land Cruiser 80
Posted: 15.nóv 2012, 12:55
frá Svenni Devil Racing
margt alveg svaðalega sterkt í þessum bílum , en gallar eru bremsurkerfið eins og það leggur sig, læsinga motorar, og hjólalegur að framan og framdrifið , en alveg ótrulegt hvað er hægt að bjóða þessu :)
Re: Toyota Land Cruiser 80
Posted: 15.nóv 2012, 14:20
frá lc80cruiser1
Gríðarlegur bíll að mínu mati, vonandi reyndist hann vel hjá þér.
Re: Toyota Land Cruiser 80
Posted: 15.nóv 2012, 21:53
frá kjartanbj
eru þetta ekki samt of stór dekk miðað við kanta? 35" kantar virðast vera
Re: Toyota Land Cruiser 80
Posted: 15.nóv 2012, 21:59
frá -Hjalti-
Svenni Devil Racing wrote:margt alveg svaðalega sterkt í þessum bílum , en gallar eru bremsurkerfið eins og það leggur sig, læsinga motorar, og hjólalegur að framan og framdrifið , en alveg ótrulegt hvað er hægt að bjóða þessu :)
hvað ertu að bulla Svenni minn , Hjólalegurnar eru í fínu lagi á þessum bílum en framdrifið og hjöruliðir er hinsvegar alveg glatað dót
Re: Toyota Land Cruiser 80
Posted: 15.nóv 2012, 22:36
frá Heiðar Brodda
Flottur jeppi þú Hefur keypt hann af Steina Láka á Egilsstöðum svo er bara að snara honum á 44'' og það er alveg hægt að nota framdrifið áfram kv Heiðar
Re: Toyota Land Cruiser 80
Posted: 15.nóv 2012, 22:44
frá Svenni30
Flottur hjá þér Simmi. Hvað gerðirðu við hinn Cruiserinn ? Sá var líka flottur
Re: Toyota Land Cruiser 80
Posted: 16.nóv 2012, 10:07
frá lc80cruiser1
Hann skiptir um bíla eins oft og nærbuxur kallinn.
Re: Toyota Land Cruiser 80
Posted: 16.nóv 2012, 16:09
frá spurs
Sá sem ég átti á undan er núna björgunarsveitabíll í Skagafirði.
Re: Toyota Land Cruiser 80
Posted: 18.nóv 2012, 22:39
frá Svenni Devil Racing
-Hjalti- wrote:Svenni Devil Racing wrote:margt alveg svaðalega sterkt í þessum bílum , en gallar eru bremsurkerfið eins og það leggur sig, læsinga motorar, og hjólalegur að framan og framdrifið , en alveg ótrulegt hvað er hægt að bjóða þessu :)
hvað ertu að bulla Svenni minn , Hjólalegurnar eru í fínu lagi á þessum bílum en framdrifið og hjöruliðir er hinsvegar alveg glatað dót
hehe ég er ekkert að bulla hjalti minn , er að gera við þetta mjög oft í 3 bílum sem eru í fyrirtækinu sem ég vinn hjá :) en skánaði alveg heilan helling eftir að við settum stærri legur að framan í þetta þá þarf að skifta um þetta svona 1 sinni á ári en ekki 2 til 3 sinnum :)
Re: Toyota Land Cruiser 80
Posted: 18.nóv 2012, 23:24
frá risinn
Ég sá þennan bíl i Vík á föstudag, ekkert smá flottur, vantar bara breyðari kanta fyrir 38" dekkinn og örugglega flottari á stærri dekkjum eins og allir bílar. En svakalega er þessi bíll flottur, þeir sem að keyrðu bílinn í bæinn vildu eiga hann sögðu þeir mér.
Kv. Ragnar Páll.
Re: Toyota Land Cruiser 80
Posted: 19.nóv 2012, 06:26
frá spurs
Takk fyrir það. Byrjað var að þrífa og bóna bílinn um helgina og í dag verður farið í að setja nýjar filmur í rúðurnar (dekksta gerð). Á þriðjudaginn fer bíllinn til þeirra toppmanna í Bílageiranum og þar verður sett ný sía og vökvi í sjálfskiptinguna, ný hráolíusía og nýjar bremsuslöngur að framan. Í næstu viku verður vonandi hægt að setja IPF kastara og leitarljós á bílinn,VHF stöðina og nýjar fjarstýrðar læsingar. Eftir það verður bíllinn djúphreinsaður.
Re: Toyota Land Cruiser 80
Posted: 19.nóv 2012, 07:21
frá lc80cruiser1
risinn wrote:Ég sá þennan bíl i Vík á föstudag, ekkert smá flottur, vantar bara breyðari kanta fyrir 38" dekkinn og örugglega flottari á stærri dekkjum eins og allir bílar. En svakalega er þessi bíll flottur, þeir sem að keyrðu bílinn í bæinn vildu eiga hann sögðu þeir mér.
Kv. Ragnar Páll.
Já þeir geta örugglega fengið hann keyptan fljótlega,,,,,,

Re: Toyota Land Cruiser 80
Posted: 19.nóv 2012, 09:28
frá Stebbi
Svenni Devil Racing wrote:-Hjalti- wrote:Svenni Devil Racing wrote:margt alveg svaðalega sterkt í þessum bílum , en gallar eru bremsurkerfið eins og það leggur sig, læsinga motorar, og hjólalegur að framan og framdrifið , en alveg ótrulegt hvað er hægt að bjóða þessu :)
hvað ertu að bulla Svenni minn , Hjólalegurnar eru í fínu lagi á þessum bílum en framdrifið og hjöruliðir er hinsvegar alveg glatað dót
hehe ég er ekkert að bulla hjalti minn , er að gera við þetta mjög oft í 3 bílum sem eru í fyrirtækinu sem ég vinn hjá :) en skánaði alveg heilan helling eftir að við settum stærri legur að framan í þetta þá þarf að skifta um þetta svona 1 sinni á ári en ekki 2 til 3 sinnum :)
Ef þú þarft að skipta um hjólalegur 2 til 3 sinnum á ári í svona bíl þá ertu að gera eitthvað vitlaust. Ekki einu sinni Y61 Patrol þarf svona ör hjólaleguskipti á 44" dekkjum og ekki er sá legubúnaður til að hrópa húrra fyrir.
Re: Toyota Land Cruiser 80
Posted: 19.nóv 2012, 10:34
frá lc80cruiser1
Það þarf að herða upp á þessum legum eftir hvern einasta túr ef þetta er á 44. Patrol drifbúnaðurinn er sterkari er mér sagt.
Re: Toyota Land Cruiser 80
Posted: 19.nóv 2012, 11:29
frá -Hjalti-
lc80cruiser1 wrote:Það þarf að herða upp á þessum legum eftir hvern einasta túr ef þetta er á 44. Patrol drifbúnaðurinn er sterkari er mér sagt.
Stórlega ýkt , fínt að herða á þessu 1- 2 á ári. Drifin eru jú sterkari í Patrol en berðu bara saman Patrol legur og stúta við Toyotu. Toyotan er með mikið betri hjólalegu búnað að framan.
Re: Toyota Land Cruiser 80
Posted: 19.nóv 2012, 11:42
frá lc80cruiser1
svopni wrote:spurs wrote:Sá sem ég átti á undan er núna björgunarsveitabíll í Skagafirði.
Hvaða bíll er það?
Nákvæmlega eins bíll, bara ekinn 100 þúsund minna en þessi !
Re: Toyota Land Cruiser 80
Posted: 20.nóv 2012, 00:19
frá Svenni Devil Racing
Stebbi wrote:Svenni Devil Racing wrote:-Hjalti- wrote:
hvað ertu að bulla Svenni minn , Hjólalegurnar eru í fínu lagi á þessum bílum en framdrifið og hjöruliðir er hinsvegar alveg glatað dót
hehe ég er ekkert að bulla hjalti minn , er að gera við þetta mjög oft í 3 bílum sem eru í fyrirtækinu sem ég vinn hjá :) en skánaði alveg heilan helling eftir að við settum stærri legur að framan í þetta þá þarf að skifta um þetta svona 1 sinni á ári en ekki 2 til 3 sinnum :)
Ef þú þarft að skipta um hjólalegur 2 til 3 sinnum á ári í svona bíl þá ertu að gera eitthvað vitlaust. Ekki einu sinni Y61 Patrol þarf svona ör hjólaleguskipti á 44" dekkjum og ekki er sá legubúnaður til að hrópa húrra fyrir.
hvað þeir eru þá nú ekki mikið keyrðir nema einhverja 10þús km , þetta er ekkert sem stendur í meirihlutan af árinu eins og einhver helvítis slyttujeppi, við erum að tala um lámark 30 til 60 þús plús km á ári
Re: Toyota Land Cruiser 80
Posted: 20.nóv 2012, 10:15
frá spurs
Þetta er þráður um bílinn minn og gaman að fá skoðanir á honum en ekki almennt um gæði þessara bíla. Betra að menn búi sjálfir til þráð um það.
Re: Toyota Land Cruiser 80
Posted: 20.nóv 2012, 10:23
frá spurs

Filmurnar komnar í

Fer vonandi á í næstu viku

Spurning um að skella þessum í bílinn
Re: Toyota Land Cruiser 80
Posted: 20.nóv 2012, 13:35
frá spurs
Skagstrendingur.
Re: Toyota Land Cruiser 80
Posted: 20.nóv 2012, 13:37
frá spurs
Á sýnum tíma flutti Toyota umboðið inn flott stýri (sportstýri) veit einhver um svoleiðis stýri til sölu?
Re: Toyota Land Cruiser 80
Posted: 20.nóv 2012, 16:19
frá spurs
Sorry, þetta átti að vera Skagfirðingasveit. Já svörtu stýrin
Re: Toyota Land Cruiser 80
Posted: 20.nóv 2012, 18:15
frá peturin
Sæll
Ef þú ert með orginal stýri og ert að fara skifta þá vil ég endilega fá það og losna við þetta djöf....sport drasl sem er í mínum.
KV Pétur
Re: Toyota Land Cruiser 80
Posted: 20.nóv 2012, 19:04
frá spurs
Sendu mér mynd af þínu stýri á
simmib@simnet.is
Re: Toyota Land Cruiser 80
Posted: 26.nóv 2012, 12:22
frá spurs
Fór með bílinn í Bílageirann þar sem settar voru nýjar bremsuslöngur, sía og sjálfskiptivökvi á sjálfskiptinguna, skipt um allar perur í mælaborði, hráolíusía og rúðuupphalarar liðkaðir upp. Töluðu um að bíllinn væri mjög góður bæði boddý og kram. Í kvöld er stefnt að því að sýruþvo felgurnar og djúphreinsa teppi. Fékk tíma á næsta mánudag þar sem VHF stöðin,kastararnir og leitarljósið ásamt nýjum fjarstýrðum læsingum verður sett í bílinn. Er að hugsa um að skipta um gorma undir bílnum þar sem bíllinn hallar aðeins bílstjórameginn. Ef þið vitið um gorma fyrir sanngjarnt verð þá látið mig endilega vita.
Re: Toyota Land Cruiser 80
Posted: 26.nóv 2012, 15:10
frá Sveinn.r.þ
já flottur hjá þér ,ég á 92 og farinn að halla til vinstri,sýnist best (fjárhagslega)að kaupa af Milner í Uk,eru víst 20% sterkari en vona samt að þeir séu ekki mikkið stífari þar sem ég er á 37" Toyo og þau eru h-hörð en frábært að keyra,keypti frá þeim um árið gorma í 90 bíl og kom bara vél út,
kv
Sveinn.
Re: Toyota Land Cruiser 80
Posted: 22.des 2012, 13:51
frá spurs
Jæja þá er búið að setja VHF stöðina, leitarljósið,nýjar fjarstýrðar samlæsingar og ganga frá öllum lögnum fyrir IPF kastarana. Nú bíð ég eftir grindinni til að setja kastarana á og þá koma nýjar myndir. Lét líka skipta um mótorinn í bílstjórahurðinni sem stjórnar samlæsingunum og setja nýjar perur í alla rofa. Keypti 44" brettakanta (Pamelu) um daginn svo nú er spurning hvort maður fari ekki í hásingarfærslu, er það dýrt og vitið þið um góðan mann í verkið?
Re: Toyota Land Cruiser 80
Posted: 22.des 2012, 22:14
frá steiktur
Sæll Sigmundur
Hvar keyptiru kantana? Hvað kostuðu þeir?
Kv. Hermann
Re: Toyota Land Cruiser 80
Posted: 22.des 2012, 23:22
frá spurs
Sæll.
Þeir voru auglýstir á netinu og eru tveir þeirra brotnir en ég er búinn að fá mann í þá viðgerð. Ég fékk þá á 20 þús kr.
Re: Toyota Land Cruiser 80
Posted: 22.des 2012, 23:30
frá kjartanbj
ah þeir eru gráir er það ekki, sá þá auglýsta
ég er með svona Pamelu kanta nema þeir eru moddaðir aðeins, ekki í tvennu lagi heldur fara þeir ekki inn á hurðina, og olíulokið var fært hjá mér og kantarnir hafðir heilir ekki tekið úr fyrir olíulokinu
Re: Toyota Land Cruiser 80
Posted: 23.des 2012, 00:35
frá Valdi B
þessi er flottur, sá hann einmitt líka í vík fyrir þónokkru síðan
Re: Toyota Land Cruiser 80
Posted: 31.des 2012, 09:48
frá lc80cruiser1
Þá er gullmolinn komin með kastara og leitarljósið á toppinn !
Re: Toyota Land Cruiser 80
Posted: 31.des 2012, 12:42
frá lc80cruiser1
Flottur þessi, skyldi hann vera falur ?
Re: Toyota Land Cruiser 80
Posted: 01.jan 2013, 15:36
frá Trudurinn
Sæll Simmi,
Hann er flottur þessi hjá þér.
Kv Gunni Gunn.
Re: Toyota Land Cruiser 80
Posted: 01.jan 2013, 16:49
frá spurs
Takk fyrir það.
Re: Toyota Land Cruiser 80
Posted: 14.jan 2013, 21:52
frá spurs
Maður heldur áfram að eyða peningum í gripinn. Keypti í dag nýjan mótor fyrir rúðuþurkurnar,fannst hinn orðin svolítið latur ef dálítill snjór var á rúðunni. Bettakantarnir eru í viðgerð og verða sennilega kláraðir í þessari eða næstu viku. Ég þarf ekki að fara í hásingarfærslu svo vonandi fara þeir fljótlega á bílinnn. Er að hugsa um að láta sprauta bílinn fái ég gott verð hjá þeim sem lagar og sprautar brettakantana. Keypti Old Man EMU gorma (notaða) og var að mála þá áðan úti í bílskúr svo er bara að setja þá undir. Pantaði orginal turbo merki eins og eru á afturbrettunum frá Bretlandi og verður fróðlegt að sjá þau þegar ég fæ þau í hendurnar.
Re: Toyota Land Cruiser 80
Posted: 15.jan 2013, 13:09
frá lc80cruiser1
Þessi maður lætur verkin tala !
Re: Toyota Land Cruiser 80
Posted: 16.jan 2013, 12:35
frá steiktur
Sæll
Sama vandamál hérna með rúðuþurrkurnar, keyptiru beint úr Toyota á 79þús eða fékkstu hann ódýrari einhverstaðar annarstaðar?
Kv. Hermann
Re: Toyota Land Cruiser 80
Posted: 16.jan 2013, 16:18
frá spurs
Já ég keypti hann hjá umboðinu og kostaði hann 25 þús kr.