Toyota Land Cruiser 80


Höfundur þráðar
spurs
Innlegg: 394
Skráður: 11.apr 2010, 19:05
Fullt nafn: Sigmundur Bjarnason

Toyota Land Cruiser 80

Postfrá spurs » 15.nóv 2012, 10:11

Sælir félagar,

var að kaupa þennan 80 Cruiser 1993 módel, gríðarlega ánægður með þennan bíl enda afar vel farinn.


Image



Image


Stuðarahornið er komið á núna, gríðarlega áægður með þennan bíl




Svenni Devil Racing
Innlegg: 77
Skráður: 18.des 2011, 15:26
Fullt nafn: Sveinn H Friðriksson

Re: Toyota Land Cruiser 80

Postfrá Svenni Devil Racing » 15.nóv 2012, 12:55

margt alveg svaðalega sterkt í þessum bílum , en gallar eru bremsurkerfið eins og það leggur sig, læsinga motorar, og hjólalegur að framan og framdrifið , en alveg ótrulegt hvað er hægt að bjóða þessu :)

User avatar

lc80cruiser1
Innlegg: 277
Skráður: 17.jan 2012, 12:40
Fullt nafn: Björgvin Björgvinsson
Bíltegund: LC 80

Re: Toyota Land Cruiser 80

Postfrá lc80cruiser1 » 15.nóv 2012, 14:20

Gríðarlegur bíll að mínu mati, vonandi reyndist hann vel hjá þér.
Land Cruiser 80 1991


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Toyota Land Cruiser 80

Postfrá kjartanbj » 15.nóv 2012, 21:53

eru þetta ekki samt of stór dekk miðað við kanta? 35" kantar virðast vera
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Toyota Land Cruiser 80

Postfrá -Hjalti- » 15.nóv 2012, 21:59

Svenni Devil Racing wrote:margt alveg svaðalega sterkt í þessum bílum , en gallar eru bremsurkerfið eins og það leggur sig, læsinga motorar, og hjólalegur að framan og framdrifið , en alveg ótrulegt hvað er hægt að bjóða þessu :)


hvað ertu að bulla Svenni minn , Hjólalegurnar eru í fínu lagi á þessum bílum en framdrifið og hjöruliðir er hinsvegar alveg glatað dót
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: Toyota Land Cruiser 80

Postfrá Heiðar Brodda » 15.nóv 2012, 22:36

Flottur jeppi þú Hefur keypt hann af Steina Láka á Egilsstöðum svo er bara að snara honum á 44'' og það er alveg hægt að nota framdrifið áfram kv Heiðar

User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Toyota Land Cruiser 80

Postfrá Svenni30 » 15.nóv 2012, 22:44

Flottur hjá þér Simmi. Hvað gerðirðu við hinn Cruiserinn ? Sá var líka flottur
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

lc80cruiser1
Innlegg: 277
Skráður: 17.jan 2012, 12:40
Fullt nafn: Björgvin Björgvinsson
Bíltegund: LC 80

Re: Toyota Land Cruiser 80

Postfrá lc80cruiser1 » 16.nóv 2012, 10:07

Hann skiptir um bíla eins oft og nærbuxur kallinn.
Land Cruiser 80 1991


Höfundur þráðar
spurs
Innlegg: 394
Skráður: 11.apr 2010, 19:05
Fullt nafn: Sigmundur Bjarnason

Re: Toyota Land Cruiser 80

Postfrá spurs » 16.nóv 2012, 16:09

Sá sem ég átti á undan er núna björgunarsveitabíll í Skagafirði.


Svenni Devil Racing
Innlegg: 77
Skráður: 18.des 2011, 15:26
Fullt nafn: Sveinn H Friðriksson

Re: Toyota Land Cruiser 80

Postfrá Svenni Devil Racing » 18.nóv 2012, 22:39

-Hjalti- wrote:
Svenni Devil Racing wrote:margt alveg svaðalega sterkt í þessum bílum , en gallar eru bremsurkerfið eins og það leggur sig, læsinga motorar, og hjólalegur að framan og framdrifið , en alveg ótrulegt hvað er hægt að bjóða þessu :)


hvað ertu að bulla Svenni minn , Hjólalegurnar eru í fínu lagi á þessum bílum en framdrifið og hjöruliðir er hinsvegar alveg glatað dót


hehe ég er ekkert að bulla hjalti minn , er að gera við þetta mjög oft í 3 bílum sem eru í fyrirtækinu sem ég vinn hjá :) en skánaði alveg heilan helling eftir að við settum stærri legur að framan í þetta þá þarf að skifta um þetta svona 1 sinni á ári en ekki 2 til 3 sinnum :)


risinn
Innlegg: 195
Skráður: 22.des 2010, 21:09
Fullt nafn: Ragnar Páll Jónsson

Re: Toyota Land Cruiser 80

Postfrá risinn » 18.nóv 2012, 23:24

Ég sá þennan bíl i Vík á föstudag, ekkert smá flottur, vantar bara breyðari kanta fyrir 38" dekkinn og örugglega flottari á stærri dekkjum eins og allir bílar. En svakalega er þessi bíll flottur, þeir sem að keyrðu bílinn í bæinn vildu eiga hann sögðu þeir mér.

Kv. Ragnar Páll.


Höfundur þráðar
spurs
Innlegg: 394
Skráður: 11.apr 2010, 19:05
Fullt nafn: Sigmundur Bjarnason

Re: Toyota Land Cruiser 80

Postfrá spurs » 19.nóv 2012, 06:26

Takk fyrir það. Byrjað var að þrífa og bóna bílinn um helgina og í dag verður farið í að setja nýjar filmur í rúðurnar (dekksta gerð). Á þriðjudaginn fer bíllinn til þeirra toppmanna í Bílageiranum og þar verður sett ný sía og vökvi í sjálfskiptinguna, ný hráolíusía og nýjar bremsuslöngur að framan. Í næstu viku verður vonandi hægt að setja IPF kastara og leitarljós á bílinn,VHF stöðina og nýjar fjarstýrðar læsingar. Eftir það verður bíllinn djúphreinsaður.

User avatar

lc80cruiser1
Innlegg: 277
Skráður: 17.jan 2012, 12:40
Fullt nafn: Björgvin Björgvinsson
Bíltegund: LC 80

Re: Toyota Land Cruiser 80

Postfrá lc80cruiser1 » 19.nóv 2012, 07:21

risinn wrote:Ég sá þennan bíl i Vík á föstudag, ekkert smá flottur, vantar bara breyðari kanta fyrir 38" dekkinn og örugglega flottari á stærri dekkjum eins og allir bílar. En svakalega er þessi bíll flottur, þeir sem að keyrðu bílinn í bæinn vildu eiga hann sögðu þeir mér.

Kv. Ragnar Páll.



Já þeir geta örugglega fengið hann keyptan fljótlega,,,,,,Image
Land Cruiser 80 1991

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Toyota Land Cruiser 80

Postfrá Stebbi » 19.nóv 2012, 09:28

Svenni Devil Racing wrote:
-Hjalti- wrote:
Svenni Devil Racing wrote:margt alveg svaðalega sterkt í þessum bílum , en gallar eru bremsurkerfið eins og það leggur sig, læsinga motorar, og hjólalegur að framan og framdrifið , en alveg ótrulegt hvað er hægt að bjóða þessu :)


hvað ertu að bulla Svenni minn , Hjólalegurnar eru í fínu lagi á þessum bílum en framdrifið og hjöruliðir er hinsvegar alveg glatað dót


hehe ég er ekkert að bulla hjalti minn , er að gera við þetta mjög oft í 3 bílum sem eru í fyrirtækinu sem ég vinn hjá :) en skánaði alveg heilan helling eftir að við settum stærri legur að framan í þetta þá þarf að skifta um þetta svona 1 sinni á ári en ekki 2 til 3 sinnum :)


Ef þú þarft að skipta um hjólalegur 2 til 3 sinnum á ári í svona bíl þá ertu að gera eitthvað vitlaust. Ekki einu sinni Y61 Patrol þarf svona ör hjólaleguskipti á 44" dekkjum og ekki er sá legubúnaður til að hrópa húrra fyrir.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

lc80cruiser1
Innlegg: 277
Skráður: 17.jan 2012, 12:40
Fullt nafn: Björgvin Björgvinsson
Bíltegund: LC 80

Re: Toyota Land Cruiser 80

Postfrá lc80cruiser1 » 19.nóv 2012, 10:34

Það þarf að herða upp á þessum legum eftir hvern einasta túr ef þetta er á 44. Patrol drifbúnaðurinn er sterkari er mér sagt.
Land Cruiser 80 1991

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Toyota Land Cruiser 80

Postfrá -Hjalti- » 19.nóv 2012, 11:29

lc80cruiser1 wrote:Það þarf að herða upp á þessum legum eftir hvern einasta túr ef þetta er á 44. Patrol drifbúnaðurinn er sterkari er mér sagt.


Stórlega ýkt , fínt að herða á þessu 1- 2 á ári. Drifin eru jú sterkari í Patrol en berðu bara saman Patrol legur og stúta við Toyotu. Toyotan er með mikið betri hjólalegu búnað að framan.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

lc80cruiser1
Innlegg: 277
Skráður: 17.jan 2012, 12:40
Fullt nafn: Björgvin Björgvinsson
Bíltegund: LC 80

Re: Toyota Land Cruiser 80

Postfrá lc80cruiser1 » 19.nóv 2012, 11:42

svopni wrote:
spurs wrote:Sá sem ég átti á undan er núna björgunarsveitabíll í Skagafirði.



Hvaða bíll er það?


Nákvæmlega eins bíll, bara ekinn 100 þúsund minna en þessi !
Land Cruiser 80 1991


Svenni Devil Racing
Innlegg: 77
Skráður: 18.des 2011, 15:26
Fullt nafn: Sveinn H Friðriksson

Re: Toyota Land Cruiser 80

Postfrá Svenni Devil Racing » 20.nóv 2012, 00:19

Stebbi wrote:
Svenni Devil Racing wrote:
-Hjalti- wrote:
hvað ertu að bulla Svenni minn , Hjólalegurnar eru í fínu lagi á þessum bílum en framdrifið og hjöruliðir er hinsvegar alveg glatað dót


hehe ég er ekkert að bulla hjalti minn , er að gera við þetta mjög oft í 3 bílum sem eru í fyrirtækinu sem ég vinn hjá :) en skánaði alveg heilan helling eftir að við settum stærri legur að framan í þetta þá þarf að skifta um þetta svona 1 sinni á ári en ekki 2 til 3 sinnum :)


Ef þú þarft að skipta um hjólalegur 2 til 3 sinnum á ári í svona bíl þá ertu að gera eitthvað vitlaust. Ekki einu sinni Y61 Patrol þarf svona ör hjólaleguskipti á 44" dekkjum og ekki er sá legubúnaður til að hrópa húrra fyrir.


hvað þeir eru þá nú ekki mikið keyrðir nema einhverja 10þús km , þetta er ekkert sem stendur í meirihlutan af árinu eins og einhver helvítis slyttujeppi, við erum að tala um lámark 30 til 60 þús plús km á ári


Höfundur þráðar
spurs
Innlegg: 394
Skráður: 11.apr 2010, 19:05
Fullt nafn: Sigmundur Bjarnason

Re: Toyota Land Cruiser 80

Postfrá spurs » 20.nóv 2012, 10:15

Þetta er þráður um bílinn minn og gaman að fá skoðanir á honum en ekki almennt um gæði þessara bíla. Betra að menn búi sjálfir til þráð um það.


Höfundur þráðar
spurs
Innlegg: 394
Skráður: 11.apr 2010, 19:05
Fullt nafn: Sigmundur Bjarnason

Re: Toyota Land Cruiser 80

Postfrá spurs » 20.nóv 2012, 10:23

Image


Filmurnar komnar í


Image


Fer vonandi á í næstu viku



Image


Spurning um að skella þessum í bílinn


Höfundur þráðar
spurs
Innlegg: 394
Skráður: 11.apr 2010, 19:05
Fullt nafn: Sigmundur Bjarnason

Re: Toyota Land Cruiser 80

Postfrá spurs » 20.nóv 2012, 13:35

Skagstrendingur.


Höfundur þráðar
spurs
Innlegg: 394
Skráður: 11.apr 2010, 19:05
Fullt nafn: Sigmundur Bjarnason

Re: Toyota Land Cruiser 80

Postfrá spurs » 20.nóv 2012, 13:37

Á sýnum tíma flutti Toyota umboðið inn flott stýri (sportstýri) veit einhver um svoleiðis stýri til sölu?


Höfundur þráðar
spurs
Innlegg: 394
Skráður: 11.apr 2010, 19:05
Fullt nafn: Sigmundur Bjarnason

Re: Toyota Land Cruiser 80

Postfrá spurs » 20.nóv 2012, 16:19

Sorry, þetta átti að vera Skagfirðingasveit. Já svörtu stýrin


peturin
Innlegg: 159
Skráður: 28.mar 2010, 10:52
Fullt nafn: Pétur Ingjaldsson

Re: Toyota Land Cruiser 80

Postfrá peturin » 20.nóv 2012, 18:15

Sæll
Ef þú ert með orginal stýri og ert að fara skifta þá vil ég endilega fá það og losna við þetta djöf....sport drasl sem er í mínum.
KV Pétur


Höfundur þráðar
spurs
Innlegg: 394
Skráður: 11.apr 2010, 19:05
Fullt nafn: Sigmundur Bjarnason

Re: Toyota Land Cruiser 80

Postfrá spurs » 20.nóv 2012, 19:04

Sendu mér mynd af þínu stýri á simmib@simnet.is


Höfundur þráðar
spurs
Innlegg: 394
Skráður: 11.apr 2010, 19:05
Fullt nafn: Sigmundur Bjarnason

Re: Toyota Land Cruiser 80

Postfrá spurs » 26.nóv 2012, 12:22

Fór með bílinn í Bílageirann þar sem settar voru nýjar bremsuslöngur, sía og sjálfskiptivökvi á sjálfskiptinguna, skipt um allar perur í mælaborði, hráolíusía og rúðuupphalarar liðkaðir upp. Töluðu um að bíllinn væri mjög góður bæði boddý og kram. Í kvöld er stefnt að því að sýruþvo felgurnar og djúphreinsa teppi. Fékk tíma á næsta mánudag þar sem VHF stöðin,kastararnir og leitarljósið ásamt nýjum fjarstýrðum læsingum verður sett í bílinn. Er að hugsa um að skipta um gorma undir bílnum þar sem bíllinn hallar aðeins bílstjórameginn. Ef þið vitið um gorma fyrir sanngjarnt verð þá látið mig endilega vita.


Sveinn.r.þ
Innlegg: 106
Skráður: 27.feb 2012, 08:16
Fullt nafn: Sveinn Rúnar þórarinsson
Bíltegund: lc80

Re: Toyota Land Cruiser 80

Postfrá Sveinn.r.þ » 26.nóv 2012, 15:10

já flottur hjá þér ,ég á 92 og farinn að halla til vinstri,sýnist best (fjárhagslega)að kaupa af Milner í Uk,eru víst 20% sterkari en vona samt að þeir séu ekki mikkið stífari þar sem ég er á 37" Toyo og þau eru h-hörð en frábært að keyra,keypti frá þeim um árið gorma í 90 bíl og kom bara vél út,

kv
Sveinn.


Höfundur þráðar
spurs
Innlegg: 394
Skráður: 11.apr 2010, 19:05
Fullt nafn: Sigmundur Bjarnason

Re: Toyota Land Cruiser 80

Postfrá spurs » 22.des 2012, 13:51

Jæja þá er búið að setja VHF stöðina, leitarljósið,nýjar fjarstýrðar samlæsingar og ganga frá öllum lögnum fyrir IPF kastarana. Nú bíð ég eftir grindinni til að setja kastarana á og þá koma nýjar myndir. Lét líka skipta um mótorinn í bílstjórahurðinni sem stjórnar samlæsingunum og setja nýjar perur í alla rofa. Keypti 44" brettakanta (Pamelu) um daginn svo nú er spurning hvort maður fari ekki í hásingarfærslu, er það dýrt og vitið þið um góðan mann í verkið?


steiktur
Innlegg: 11
Skráður: 16.des 2012, 20:39
Fullt nafn: Hermann Ísleifsson
Bíltegund: Toyota Landcruiser80

Re: Toyota Land Cruiser 80

Postfrá steiktur » 22.des 2012, 22:14

Sæll Sigmundur

Hvar keyptiru kantana? Hvað kostuðu þeir?

Kv. Hermann


Höfundur þráðar
spurs
Innlegg: 394
Skráður: 11.apr 2010, 19:05
Fullt nafn: Sigmundur Bjarnason

Re: Toyota Land Cruiser 80

Postfrá spurs » 22.des 2012, 23:22

Sæll.

Þeir voru auglýstir á netinu og eru tveir þeirra brotnir en ég er búinn að fá mann í þá viðgerð. Ég fékk þá á 20 þús kr.


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Toyota Land Cruiser 80

Postfrá kjartanbj » 22.des 2012, 23:30

ah þeir eru gráir er það ekki, sá þá auglýsta

ég er með svona Pamelu kanta nema þeir eru moddaðir aðeins, ekki í tvennu lagi heldur fara þeir ekki inn á hurðina, og olíulokið var fært hjá mér og kantarnir hafðir heilir ekki tekið úr fyrir olíulokinu
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: Toyota Land Cruiser 80

Postfrá Valdi B » 23.des 2012, 00:35

þessi er flottur, sá hann einmitt líka í vík fyrir þónokkru síðan
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000

User avatar

lc80cruiser1
Innlegg: 277
Skráður: 17.jan 2012, 12:40
Fullt nafn: Björgvin Björgvinsson
Bíltegund: LC 80

Re: Toyota Land Cruiser 80

Postfrá lc80cruiser1 » 31.des 2012, 09:48

Þá er gullmolinn komin með kastara og leitarljósið á toppinn !
Síðast breytt af lc80cruiser1 þann 07.jún 2013, 07:19, breytt 1 sinni samtals.
Land Cruiser 80 1991

User avatar

lc80cruiser1
Innlegg: 277
Skráður: 17.jan 2012, 12:40
Fullt nafn: Björgvin Björgvinsson
Bíltegund: LC 80

Re: Toyota Land Cruiser 80

Postfrá lc80cruiser1 » 31.des 2012, 12:42

Flottur þessi, skyldi hann vera falur ?
Land Cruiser 80 1991


Trudurinn
Innlegg: 98
Skráður: 16.nóv 2010, 10:20
Fullt nafn: Gunnar Gunnarsson

Re: Toyota Land Cruiser 80

Postfrá Trudurinn » 01.jan 2013, 15:36

Sæll Simmi,
Hann er flottur þessi hjá þér.
Kv Gunni Gunn.


Höfundur þráðar
spurs
Innlegg: 394
Skráður: 11.apr 2010, 19:05
Fullt nafn: Sigmundur Bjarnason

Re: Toyota Land Cruiser 80

Postfrá spurs » 01.jan 2013, 16:49

Takk fyrir það.


Höfundur þráðar
spurs
Innlegg: 394
Skráður: 11.apr 2010, 19:05
Fullt nafn: Sigmundur Bjarnason

Re: Toyota Land Cruiser 80

Postfrá spurs » 14.jan 2013, 21:52

Maður heldur áfram að eyða peningum í gripinn. Keypti í dag nýjan mótor fyrir rúðuþurkurnar,fannst hinn orðin svolítið latur ef dálítill snjór var á rúðunni. Bettakantarnir eru í viðgerð og verða sennilega kláraðir í þessari eða næstu viku. Ég þarf ekki að fara í hásingarfærslu svo vonandi fara þeir fljótlega á bílinnn. Er að hugsa um að láta sprauta bílinn fái ég gott verð hjá þeim sem lagar og sprautar brettakantana. Keypti Old Man EMU gorma (notaða) og var að mála þá áðan úti í bílskúr svo er bara að setja þá undir. Pantaði orginal turbo merki eins og eru á afturbrettunum frá Bretlandi og verður fróðlegt að sjá þau þegar ég fæ þau í hendurnar.

User avatar

lc80cruiser1
Innlegg: 277
Skráður: 17.jan 2012, 12:40
Fullt nafn: Björgvin Björgvinsson
Bíltegund: LC 80

Re: Toyota Land Cruiser 80

Postfrá lc80cruiser1 » 15.jan 2013, 13:09

Þessi maður lætur verkin tala !
Land Cruiser 80 1991


steiktur
Innlegg: 11
Skráður: 16.des 2012, 20:39
Fullt nafn: Hermann Ísleifsson
Bíltegund: Toyota Landcruiser80

Re: Toyota Land Cruiser 80

Postfrá steiktur » 16.jan 2013, 12:35

Sæll

Sama vandamál hérna með rúðuþurrkurnar, keyptiru beint úr Toyota á 79þús eða fékkstu hann ódýrari einhverstaðar annarstaðar?


Kv. Hermann


Höfundur þráðar
spurs
Innlegg: 394
Skráður: 11.apr 2010, 19:05
Fullt nafn: Sigmundur Bjarnason

Re: Toyota Land Cruiser 80

Postfrá spurs » 16.jan 2013, 16:18

Já ég keypti hann hjá umboðinu og kostaði hann 25 þús kr.


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 37 gestir