Síða 1 af 3
Runner á breytingarskeiði
Posted: 13.nóv 2012, 00:46
frá finnzi
Sælir spjallverjar...!
Þar sem ég hef mjög gaman að því að sjá og skoða hvað aðrir eru að brasa í sínum bílum langar mig til þess að deila nokkrum myndum/lýsingu af því sem minn bíll hefur eða réttara sagt er að ganga í gengnum þessa stundina.
2003Ég eingast bílinn, þá er hann 38" breyttur.
2003-2007Bíllinn er í daglegri notkun, bæði innan- og utanbæjar.
2007-2010Bíllinn stendur inni í geymslu.
2010-2011Bíllinn fer á götuna aftur í janúar, en eftir langa bið í geymslu var kominn talsverð öldrun í bílinn, ryðið hafði ekkert minkað og flest allt var orðið fast og lúið.
Í apríl er ákveðið að lagfæra helstu ryðkemmdir og fara út í minniháttar breytingar s.s. færa hásingu aftar.
Í júní keyrir bíllinn aftur út, en þá hafði verkið vafið heldur upp á sig, bíllinn var þá heilmálaður, hásing færð aftur um 22cm. nýjir kanntar smíðaðir úr 80lc. könntum o.fl.
Bíllinn er í daglegri notkun og mikið ferðast á honum.
2011-2012Þar sem ég var og er rosalega ánægður með þær viðgerðir/breytingar sem ég fór út í árið 2010 er ákveðið að gera eitthvað meira..! Í september er bílnum bakkað inn í þriðja sinn og er þar enn, en ég ætla leyfa myndunum að tala núna.

- 2010-hafist handan við að koma bílnum í þokkalegt ástand

- 2010-Úrklippa að framan

- 2010-Úrklippa að aftan

- 2010-Kominn úr málun

- 2010-Allt að smella saman

- 2010-kominn á götuna

- 2011-Bíllinn fer aftur inn í frekari breytingar

- 2011-20cm. lenging

- 2011-Hásing ca. staðett og frammendi mátaður

- 2011-Grindinni komið fyrir eins og grill pulsu á spjóti fyrir loka frágang og málun
Re: Runner á breytingarskeiði
Posted: 13.nóv 2012, 01:03
frá finnzi
Svona stendur bíllinn í dag.
Fleirri myndir um gang mála og ferlið verður sent inn síðar, eða eins og verkið mun vinnast.
kv.
Finnur
Re: Runner á breytingarskeiði
Posted: 13.nóv 2012, 01:27
frá tommi3520
Rosaleg vinna sem greinilega er búið að leggja í þetta! Flott stuff!
Re: Runner á breytingarskeiði
Posted: 13.nóv 2012, 03:47
frá -Hjalti-
VÁ !
Re: Runner á breytingarskeiði
Posted: 13.nóv 2012, 07:49
frá ellisnorra
Fokkíng snilld! Fyrst þú ert byrjaður, á þá ekki að bæta einni hurð inní miðjan bíl? :) Það virðist ekki vera mikið mál MIÐAÐ VIÐ ! :)
Djöfull líst mér vel á þetta.
Hvaða mótor er í honum?
Re: Runner á breytingarskeiði
Posted: 13.nóv 2012, 10:13
frá AgnarBen
Þetta er bara flott verkefni hjá þér en 46" þýðir væntanlega nýjar hásingar og ný vél líka !!!! :)
Re: Runner á breytingarskeiði
Posted: 13.nóv 2012, 11:15
frá Dúddi
Ég held að þessi bíll þurfi ekki 46 en það er bara mín skoðun, annars er þetta hrikalega flott verkefni og vel að öllu staðið. Smíðaðiru framendan sjálfur (bretti og húdd)
Re: Runner á breytingarskeiði
Posted: 13.nóv 2012, 12:40
frá MattiH
Þetta er fullorðins !! Bara flott..
Re: Runner á breytingarskeiði
Posted: 13.nóv 2012, 12:55
frá AgnarBen
Dúddi wrote:Ég held að þessi bíll þurfi ekki 46 en það er bara mín skoðun, annars er þetta hrikalega flott verkefni og vel að öllu staðið. Smíðaðiru framendan sjálfur (bretti og húdd)
MEGAS var settur á 46" hér um árið en eigandinn var engan vegin sáttur og fór aftur í 44" gleðigúmmíin. Annars held ég að þetta gæti virkað fínt ef notast yrði við slitin 46" dekk sem búið væri að skera doldið í munstrið, myndi örugglega virka vel fyrir þennan bíl.
Re: Runner á breytingarskeiði
Posted: 13.nóv 2012, 13:10
frá finnzi
Sælir og takk fyrir skemmtileg "comment".
AgnarBen wrote:a er bara flott verkefni hjá þér en 46" þýðir væntanlega nýjar hásingar og ný vél líka !!!! :)
Já ég mun notast við "full float" barkalæstar lc.60 hásingar og mótor úr lc. 120 með sjálfskiptingu og lóló.
elliofur wrote:Fokkíng snilld! Fyrst þú ert byrjaður, á þá ekki að bæta einni hurð inní miðjan bíl? :) Það virðist ekki vera mikið mál MIÐAÐ VIÐ ! :)
Djöfull líst mér vel á þetta.
Hvaða mótor er í honum?
Ég hef alveg hugsað um það hvort að tvær hurðar til viðbótar væri málið, en ekki að svo stöddu. Það má heldur ekki klára allt í einu...!
AgnarBen wrote:Dúddi wrote:Ég held að þessi bíll þurfi ekki 46 en það er bara mín skoðun, annars er þetta hrikalega flott verkefni og vel að öllu staðið. Smíðaðiru framendan sjálfur (bretti og húdd)
MEGAS var settur á 46" hér um árið en eigandinn var engan vegin sáttur og fór aftur í 44" gleðigúmmíin. Annars held ég að þetta gæti virkað fínt ef notast yrði við slitin 46" dekk sem búið væri að skera doldið í munstrið, myndi örugglega virka vel fyrir þennan bíl.
Upphaflega stóð til að vera á 44" dekkjum en þegar leið á verkið og eftir miklar pælingar ákvað ég að fara í 46" af nokkrum ástæðum. En grunnforsenda fyrir því að vera á 46" er að vera á vel tilkeyðum dekkjum og skera þau nóg.
Svona verkefni löngu komið yfir þröskuldinn "hvað er nóg", þetta snýst um hvað maður vill prófa...!
Re: Runner á breytingarskeiði
Posted: 13.nóv 2012, 16:49
frá vallikr
Ef þú ert ekki búinn að kaupa þér vél úr 120 bíl slepptu þvi þá , þvi að það þarf 8 cyl til að snúa þessum 46"
Er búinn að eiga 120 á 46" þegar búið er að hleypa úr niður fyrir 5 pund þá þarf 200 hestöfl í viðbót,
hann drullast áfram en það er ekkert gaman.
Þetta verkefni hjá þer verður miklu skemmtilegra ef það verður hægt að gefa aðeins í.
kv.Valli
Re: Runner á breytingarskeiði
Posted: 13.nóv 2012, 16:53
frá joisnaer
vallikr wrote:Ef þú ert ekki búinn að kaupa þér vél úr 120 bíl slepptu þvi þá , þvi að það þarf 8 cyl til að snúa þessum 46"
Er búinn að eiga 120 á 46" þegar búið er að hleypa úr niður fyrir 5 pund þá þarf 200 hestöfl í viðbót,
hann drullast áfram en það er ekkert gaman.
Þetta verkefni hjá þer verður miklu skemmtilegra ef það verður hægt að gefa aðeins í.
kv.Valli
hvaða hlutföll hefuru verið að nota í þeim bíl?
Re: Runner á breytingarskeiði
Posted: 13.nóv 2012, 18:30
frá jeepson
JÁ SÆLL!!! djöfull ertu búinn að leggja mikla vinnu í þennan. Þ'u átt hrós skilið fyrir alla þessa vinnu. Virkilega flott hjá þér.
Re: Runner á breytingarskeiði
Posted: 13.nóv 2012, 18:46
frá finnzi
joisnaer wrote:vallikr wrote:Ef þú ert ekki búinn að kaupa þér vél úr 120 bíl slepptu þvi þá , þvi að það þarf 8 cyl til að snúa þessum 46"
Er búinn að eiga 120 á 46" þegar búið er að hleypa úr niður fyrir 5 pund þá þarf 200 hestöfl í viðbót,
hann drullast áfram en það er ekkert gaman.
Þetta verkefni hjá þer verður miklu skemmtilegra ef það verður hægt að gefa aðeins í.
kv.Valli
hvaða hlutföll hefuru verið að nota í þeim bíl?
Ég get alveg tekið undir það að 400 hestar væri draumur, en þá koma gallar eins og aukinn eyðsla og möguleg þyngdaraukning á mótor.
Lc. 120 mótor skal það verða með 5:29 hlutföllum, ef það verður glatað er ekkert annað en að skipta honum út fyrir eitthvað stærra.
Re: Runner á breytingarskeiði
Posted: 13.nóv 2012, 18:47
frá kjartanbj
vallikr wrote:Ef þú ert ekki búinn að kaupa þér vél úr 120 bíl slepptu þvi þá , þvi að það þarf 8 cyl til að snúa þessum 46"
Er búinn að eiga 120 á 46" þegar búið er að hleypa úr niður fyrir 5 pund þá þarf 200 hestöfl í viðbót,
hann drullast áfram en það er ekkert gaman.
Þetta verkefni hjá þer verður miklu skemmtilegra ef það verður hægt að gefa aðeins í.
kv.Valli
Hvernig er þá með menn sem eru að keyra 46" á 2.8 patrol og álíka , þarft ekkert mörg hundruð hestöfl , rétt hlutföll bara
Re: Runner á breytingarskeiði
Posted: 13.nóv 2012, 20:12
frá AgnarBen
Það þýðir ekkert að setja glænýjan 46" MT gang undir svona léttan bíl en vel slitin dekk sem búið er að skera vel úr er allt annað dæmi. Var einmitt að spjalla við einn um daginn sem er með haugslitinn 46" gang sem búið er að skera mikið úr niður í banann undir Cherokee XJ og hann var bara helsáttur við drifgetuna og aflið enda dekkin orðin umtalsvert mýkri og léttari þegar þau eru svona. Sé enga ástæðu af hverju þetta ætti ekki að ganga líka undir 4Runner með 120 LC vél og hvað þá V8 hiluxinn hjá Vopna.
Hvort að þetta sé aftur á móti rétta leiðin til að hámarka drifgetuna og "fönnfaktorinn" þá er það ekki endilega víst ....
Re: Runner á breytingarskeiði
Posted: 13.nóv 2012, 21:19
frá AgnarBen
svopni wrote:Þetta er alltaf 50 kg þyngra pr dekk en dc er það ekki? Sama hvað er mikið búið að tálga af þessu. En það sem mér var sagt er að dryfgeta eykst, eyðsla eykst mikið og að þau taki mikið til sín sem skilar sér í miklu minna poweri. Þessir patrollar með 2,8 á 46" eru ekki að gera stóra hluti í brekkunum t.d. En gaman væri að fá sögur frá þeim sem hafa marktækar reynslu af hvoru tveggja undir sama bíl. Félagi minn sem er á svipuðum bíl og ég prufaði 44" mödder einn vetur en fór aftur í dc. Bíllinn dreif meira/öðruvísi en aflið fór og eyðslan mokaðist upp.
46" MT er 62 kg, man nú ekki hvað 44"DC eru þung, giska á 50-55kg ...... kannski voru þau 45-50kg, man þetta ekki.
Efast um að slitin 46" dekk sem búið er að skera vel niður sé þyngra en nýtt 44"DC ......
Re: Runner á breytingarskeiði
Posted: 13.nóv 2012, 21:38
frá IL2
Guðni Sveins ætti að geta svarað þessu með þyngd.
Re: Runner á breytingarskeiði
Posted: 13.nóv 2012, 21:47
frá Svenni30
Hrikalega flott project hjá þér
Hérna er 46" umræða
viewtopic.php?f=2&t=11353&p=59022#p59022
Re: Runner á breytingarskeiði
Posted: 13.nóv 2012, 21:51
frá Hilmar Örn
Djöfull líst mér vel á þetta hjá þér. Þessi bíll á eftir að virka vel hvort sem hann verður 44" eða 46" dekkjum en bæði dekkin hafa sína kosti og galla.
Þessi umræða með að þessi bíll hafi ekkert með 46" dekk að gera, sé of léttur og vélin verði of kraftlaus fyrir þessi dekk er nákvæmlega sama og var sagt við mig þegar að ég var að breyta mínum 4runner fyrir 44" dekk. En þrátt fyrir allar hrakspár þá var bílllinn ekki of léttur fyrir 44" dekk og vélin (1-kzt) réði við að snúa þeim og drifgetan jókst.
Ég stefni á að setja lc 60 hásingar undir bílinn hjá mér og ég var búinn að hugsa út í það hvort maður ætti að máta 46" undir í leiðinni.
Annars gríðalega flottur bíll og mikill metnaður sem er lagður í þetta. Til hamingu með gripin og hlakka til að sjá hann þegar hann verður tilbúinn.
Kv Hilmar
Re: Runner á breytingarskeiði
Posted: 13.nóv 2012, 22:37
frá vallikr
joisnaer wrote:vallikr wrote:Ef þú ert ekki búinn að kaupa þér vél úr 120 bíl slepptu þvi þá , þvi að það þarf 8 cyl til að snúa þessum 46"
Er búinn að eiga 120 á 46" þegar búið er að hleypa úr niður fyrir 5 pund þá þarf 200 hestöfl í viðbót,
hann drullast áfram en það er ekkert gaman.
Þetta verkefni hjá þer verður miklu skemmtilegra ef það verður hægt að gefa aðeins í.
kv.Valli
hvaða hlutföll hefuru verið að nota í þeim bíl?
Hann var á 5,38 , með tölvukubb og túrbínan var að blása meira en orginal,
Það vantaði ekki kraftinn á malbikinu en þegar það er hleypt úr þá eru þau svo breið
það er svo mikil mótstaða þegar búið er að hleypa almennilega úr.
46" hoppar og skelfur líka eins og annað.
Svo þarf breiðari kannta og hann verður allur miklu stærri en á 44" ,
mun leiðinlegra að ganga um hann.
En ég var í sömu sporum þegar ég var að breyta , átti fyrst að vera á 38 "
svo að geta sett 44" en endaði á dana 60 hásingum og 46" .
Þá spyr ég hvað eru þetta margar ferðir sem það þarf 46" umfram 44" og hverju er
verið að fórna í staðinn .
Valli
Re: Runner á breytingarskeiði
Posted: 14.nóv 2012, 17:22
frá -Hjalti-
vallikr wrote:46" hoppar og skelfur líka eins og annað.
Valli
BINGÓ , menn halda alltaf að 46 tomman sé svo frábær á malbiki. Það er bara ekki rétt.
Re: Runner á breytingarskeiði
Posted: 14.nóv 2012, 21:25
frá sfinnur
Það er nú ekki að ástæðulausu að "næstum allir" túristabílar eru á 46" dekkjum. Ég hef verið á 44"DC, 44" Trexus og 46" MT og 46"MT er miklu betri en hin;)
Re: Runner á breytingarskeiði
Posted: 14.mar 2013, 22:39
frá Svenni30
Hvað er að frétta af þessu svaka projecti ?
Re: Runner á breytingarskeiði
Posted: 14.mar 2013, 23:04
frá sukkaturbo
Sælir mikið rosalega er þetta vönduð vinnubrögð hjá þér og flott. Þessi lenging er frábær. Hér á Sigló er Patrol 1995 á 46" dekkum með 5:42 hlutföll og vél úr 120 cruser 5 gíra toyot kassanum og milligír frá Marlin Crawl 1:5 sem Jörgen flutti inn. Þess bíll er sko að mok vinna og hefur minn 80 Cruser á 38 ekkert að gera í hann td. í brekku fræsi eða öðru og svo er hann mjög mjög sparneytinn. Snilldarvél en mætti hafa öflugra dælukerfi fyrir snekkjuna í Patrol. Mickey Thompson dekkin 46" sem ég á er um 70 kg á 20" breiðum felgum og bælast auðveldlega undir 1700kg sukkunni á 2 pundum gott að aka á þeim og létt að snúa þeim þegar þau eru svona mikið skorin og mjúk. Alla vega á 120 hestafla V-6 Ford tík sem ekkert gat. kveðja guðni
Re: Runner á breytingarskeiði
Posted: 14.mar 2013, 23:06
frá joisnaer
ég var búinn að gleyma þessum, frekar áhugavert ökutæki
Re: Runner á breytingarskeiði
Posted: 14.mar 2013, 23:50
frá lecter
ekki veit eg hvaða motor væri flottur þarna ,, en þetta er flott smiðað ,, og hvort þessi jeppi ætti að vera bensin eða diesel ,, það er eigandans að akveða það ,, ég held að ég sé búinn að ségja mina skoðun um það hér áður á spjallinu
en þetta er með þvi betra sem ég hef séð hér á spjallinu ,,,, það væri kanski efni i nýan þráð að efna til keppni i best bygða jeppan á hverju ári svona til að hafa alvöru metnað við smiðina eins og hér er
Re: Runner á breytingarskeiði
Posted: 15.mar 2013, 16:47
frá lecter
00000000000000000
Re: Runner á breytingarskeiði
Posted: 15.mar 2013, 21:18
frá Valdi B
lecter wrote:sælir aftur jú ég læt það bara koma þar sem svo gifurlega vinnu hefur verið lagt i þetta ,,þa held ég að þessi bill verði bara ekið á snjó og svo geymdur inni þess á milli ,, þá held ég skipti ekki máli hvort hann fær benzin motor þá tæki ég 8,2 litra mercruser efi ,sem er 502cu 550hp hun kostar 3000usd með öllu notuð og þarf bara +og- og bensin togið svo mikið að hun gæti verið vel undir 20l jafnvel undir 16l 1300rpm á 100km hraða væri flott og hefur nogan kraft i allar brekkur eða kanski þá gleymir maður brekkum og hugsar um fjöll
það væri örugglega skemmtilegra að hafa léttann mótor í þessu, þetta eru ekki svo þungir bílar...
Re: Runner á breytingarskeiði
Posted: 16.mar 2013, 13:39
frá firebird400
Mercruiser 502 MAG HO er mest 430 hp og kostar sennilega mun meira, nema þá kannski long block. En þá vantar ennþá helling til að verða að complett mótor.
Ef menn vilja öflugan bensín mótor í svona bíl þá eru til betri kostir en bátavélin að mínu mati.
http://www.crateenginedepot.com/ZZ383-C ... 2C944.aspxhttp://www.crateenginedepot.com/ZZ454-C ... 5C604.aspx
Re: Runner á breytingarskeiði
Posted: 16.mar 2013, 13:48
frá Kiddi
Já eða bara 120 Cruiser mótorinn sem hann er með hmmmmmmm. Kemur bílnum alveg þokkalega áfram og er sparneytinn.
Re: Runner á breytingarskeiði
Posted: 16.mar 2013, 22:13
frá Valdi B
Kiddi wrote:Já eða bara 120 Cruiser mótorinn sem hann er með hmmmmmmm. Kemur bílnum alveg þokkalega áfram og er sparneytinn.
0g það ætti nú að vera hægt að kreysta útúr h0num alveg 250 höhö ef ekki meira...
Re: Runner á breytingarskeiði
Posted: 16.mar 2013, 23:26
frá finnzi
Re: Runner á breytingarskeiði
Posted: 17.mar 2013, 00:05
frá Svenni30
Þetta er svona all in dæmi. Þetta er eittvað það áhugaverðasta project sem ég hef séð. hvergi sparað og gríðalega flott smíði á þessu hjá þér, verður gaman að sjá þenna ofur flotta jeppa þegar hann verður race ready.
Re: Runner á breytingarskeiði
Posted: 17.mar 2013, 01:54
frá lecter
000000000000000000000
Re: Runner á breytingarskeiði
Posted: 17.mar 2013, 02:08
frá Svenni30
...........................
Re: Runner á breytingarskeiði
Posted: 17.mar 2013, 02:46
frá Þorsteinn
Svenni30 wrote:...........................
jebb
Re: Runner á breytingarskeiði
Posted: 17.mar 2013, 10:42
frá arniph
lecter wrote:http://brucebullockmarine.com/mercury/
hér koma mercury mercruser vélar 8,2 litrar og stærri fra 430 hp þá er bara eingin þjappa eða rpm undir 5000,,, það þarf bara smá breytingu i 550hp
http://brucebullockmarine.com/mercury/2 ... 0_sci.htmlþetta er stóra velin geingur hægagang samt á 800rpm
eg hef séð notaðar svona vélar fra´3000usd og upp i 10,000usd en þa með öllu drifinu lika sem er alveg 5000usd ,, það er mög sterkir hlutir i þessum vélum en eg vann i marinu i florida svo ég þekki þeta aðeins
Þetta er algjörlega málið, tökum léttan 4runner og troðum ofaní hann risastórum mótor úr bát því hann viktar aðein 490 kg eintóm og setjum svo einu skiptinguna á þetta sem þolir eithvað tog af viti sem er allison og hvaða combo eru menn þá komnir með júú stuttan dodge ram með vitlausu boddy. þessi 3 lítra cruiser rella mun skila þessum bíl fínt áfram, einginn efi á því og verður ekki eiðslufrek.
Re: Runner á breytingarskeiði
Posted: 17.mar 2013, 14:06
frá lecter
,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,