Bella - súkkuverkefni

User avatar

Höfundur þráðar
gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Bella - súkkuverkefni

Postfrá gislisveri » 11.nóv 2012, 21:52

Dömur mínar og herrar,
ég er kominn með nýtt súkkuverkefni í gang. Ætla að reyna að fylgja því eftir hérna, þigg bæði ábendingar og hugmyndir.

Það sem búið er að gera:

Hækka bílinn um 5cm á boddíi.
Skera úr hvalbak og brettum fyrir 37".
Lækka bílinn um 5cm á boddíi.
Skera aftur úr fyrir 37".
Loka hvalbak.
Sjóða brettin við húddið og skera þau laus frá boddíi.
Setja pumpur á framstæðuna.
Klóra sér mikið í bæði pung og skalla.
Máta kantana.
Drekka kaffi.

Það sem á eftir að gera:

Skera úr að aftan.
Smíða bensíntank.
Færa afturhásingu.
Koma rafgeymi fyrir inni í bíl.
Koma lofthreinsara og rúðupisskút fyrir.
Græja drulluhlífar í stað innri bretta.
Koma fyrir köntum.
Skipta um millikassa (Rocklobster).
Ryðbæta og mála.
Drekka meira kaffi og mögulega léttöl.
Fara á fjöll.

Fjöðrunarsmíði og mótorskipti eru svo á framtíðarplani, mótorinn á ég til í bómull og er hann 2000cc Grand Vitara (Big Block Suzuki).
Bíllinn verður ekki endilega á 37", en það voru einu tiltæku mátunardekkin og svo var bara svo rosalega gaman að skera.
Kantarnir eru af TJ Wrangler og smellpassa á súkku, hef prófað það áður með ágætis árangri.

Súkkukveðja,
Gísli.


IMAG0141.jpg

IMAG0142.jpg

IMAG0143.jpg

IMAG0149.jpg

IMAG0150.jpg

IMAG0151.jpg

IMAG0152.jpg

IMAG0153.jpg

IMAG0154.jpg

IMAG0155.jpg

IMAG0156.jpg

IMAG0158.jpg

IMAG0159.jpg



User avatar

Haffi
Innlegg: 313
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyhatsu Rocky

Re: Bella - súkkuverkefni

Postfrá Haffi » 11.nóv 2012, 22:21

Suzuki wrangler v2

Skemmtilega öðruvísi þessi útfærsla á húddinu, en er einhver sérstakur tilgangur eða bara vantaði þig eitthvað að gera? ;)
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Bella - súkkuverkefni

Postfrá juddi » 11.nóv 2012, 22:59

Helvíti flott en hvernig virka kantarnir með frammstæðuna svona ?
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

Höfundur þráðar
gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Bella - súkkuverkefni

Postfrá gislisveri » 11.nóv 2012, 23:06

Það var nú bara orðið svo lítið eftir af brettunum að þau voru farin að bylgjast við minnstu snertingu, þá datt mér þetta í hug. Svo er stór kostur að geta unnið við vélina án þess að þurfa að bugta sig og beygja.

Kantarnir fara í tvennt þegar þar að kemur.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Bella - súkkuverkefni

Postfrá jeepson » 11.nóv 2012, 23:29

Flottur nafni :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

seg74
Innlegg: 112
Skráður: 19.jan 2012, 17:49
Fullt nafn: Sigurður E Gíslason
Bíltegund: Hilux Dc 38"
Staðsetning: Vestmannaeyjar

Re: Bella - súkkuverkefni

Postfrá seg74 » 11.nóv 2012, 23:49

Glæsilegt verkefni hjá þér :)
Sigurður Einar Gíslason
Toyota Hilux 38"
Vestmannaeyjar


uxinn9
Innlegg: 104
Skráður: 10.feb 2011, 22:51
Fullt nafn: Arnar Þór Hjaltason
Bíltegund: Toyota hilux Dc
Staðsetning: Akureyri

Re: Bella - súkkuverkefni

Postfrá uxinn9 » 12.nóv 2012, 00:05

Nú vantar bara like takkan þetta er flott hjá þér

User avatar

fox
Innlegg: 22
Skráður: 09.okt 2011, 16:19
Fullt nafn: Þórir Kristmundsson
Bíltegund: sj 457

Re: Bella - súkkuverkefni

Postfrá fox » 12.nóv 2012, 07:58

Glæsilegt gaman að sjá fleiri súkkur í uppgerð. Flott útfærsla með húddið.

kv Þórir

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Bella - súkkuverkefni

Postfrá hobo » 12.nóv 2012, 17:53

Þetta er bara gaman.
Snilld þetta með húddið, ekkert smá munur á aðgengi að vél.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Bella - súkkuverkefni

Postfrá Stebbi » 12.nóv 2012, 21:25

hobo wrote:Snilld þetta með húddið, ekkert smá munur á aðgengi að vél.


Verst að hann ætlar ekki að setja vél í kaggann. ;)
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Bella - súkkuverkefni

Postfrá gislisveri » 08.des 2012, 17:55

Það eru hægar framfarir í gangi, en nokkuð stöðugar:

Rafgeymirinn kemst ekki lengur fyrir í vélarkompunni, svo þetta var illskásti staðurinn sem ég fann fyrir hann.
2012-11-12 10.16.50.jpg

2012-11-12 10.26.22.jpg

2012-11-12 10.27.23.jpg

2012-11-12 11.23.13.jpg

2012-11-12 15.24.29.jpg

Hér er geymahúsið klárt, inni í honum eru festingar til að strappa hann fastann, það er óþægilegt að fá þetta í hnakkann. Húsið sjálft verður soðið fast í bretti og gólf.
2012-11-16 15.23.34.jpg

Hér er búið að skera úr fyrir hásingafærslunni og dálítið af ryðguðu gólfi í leiðinni.
2012-12-02 22.08.51.jpg

Líffæri úr IFS Hilux og LC 70. Með því móti breikkar sporið um ca. 18 cm og greyið þarf ekki að líta út eins og bjáni með TJ kantana.
2012-12-06 20.52.35.jpg

Orginal hásingin um það bil að fara í frí.
2012-12-06 20.52.46.jpg


Til fróðleiks er harla lítill þyngdarmunur á afturhásingunum eða ca. 10kg, en nokkuð meiri á framhásingunum, um 25kg.

User avatar

Haffi
Innlegg: 313
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyhatsu Rocky

Re: Bella - súkkuverkefni

Postfrá Haffi » 11.des 2012, 23:24

Magnað verkefni kæri súkkubróðir

Segðu mér eitt, hvernig hafðiru hugsað þér að útfæra lofthreinsarafestingu, -inntak og rúðupissforðabúr?
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl


stebbi1
Innlegg: 170
Skráður: 03.feb 2010, 17:23
Fullt nafn: Stefán Grímur Rafnsson
Bíltegund: Nissan Patrol
Staðsetning: Vopnafjörður

Re: Bella - súkkuverkefni

Postfrá stebbi1 » 12.des 2012, 00:07

Stórglæsilegt :D
hvaðann er þessi eðalvagn ættaður? akureyri?
44" Nissan patrol (ofur~patti)
35" Suzuki samurai árg 92
35" suzuki samurai 6x6
Chervolet blazer 74 árg

----------Suzuki half the size twice the guts----------

User avatar

Höfundur þráðar
gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Bella - súkkuverkefni

Postfrá gislisveri » 14.des 2012, 10:55

Haffi wrote:Magnað verkefni kæri súkkubróðir

Segðu mér eitt, hvernig hafðiru hugsað þér að útfæra lofthreinsarafestingu, -inntak og rúðupissforðabúr?


Ekkert búinn að ákveða í þeim efnum, kemur í ljós þegar mótor er kominn heim.

User avatar

Höfundur þráðar
gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Bella - súkkuverkefni

Postfrá gislisveri » 14.des 2012, 10:55

stebbi1 wrote:Stórglæsilegt :D
hvaðann er þessi eðalvagn ættaður? akureyri?


Takk fyrir það, veit ekki hvaðan hann kemur.

User avatar

Maggi
Innlegg: 264
Skráður: 31.jan 2010, 00:32
Fullt nafn: Magnús Blöndahl
Bíltegund: WranglerScrambler

Re: Bella - súkkuverkefni

Postfrá Maggi » 14.des 2012, 12:16

Kemur frá Akureyri þar sem hann var í eigu sama eiganda í yfir 20 ár.
Wrangler Scrambler

User avatar

Höfundur þráðar
gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Bella - súkkuverkefni

Postfrá gislisveri » 14.des 2012, 18:23

Aðeins fleiri myndir, nú er verið að færa áfyllinguna, fjarlægja vél og gírkassa og hreinsa burtu brakket af grindinni.

2012-12-14 10.44.55.jpg

2012-12-14 10.45.09.jpg

2012-12-14 10.45.21.jpg

2012-12-14 10.45.47.jpg

2012-12-14 11.10.00.jpg

2012-12-14 11.24.36.jpg

2012-12-14 13.29.20.jpg

2012-12-14 15.03.07.jpg

2012-12-14 15.03.13.jpg

2012-12-14 15.03.23.jpg

2012-12-14 15.03.36.jpg

2012-12-14 15.03.56.jpg


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Bella - súkkuverkefni

Postfrá juddi » 16.des 2012, 11:47

Ertu hættur við 2.0 Grand mótorinn og ef svo er hvað fer í húddið ?

Hvað er hann orðin langur milli hjóla ?
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Bella - súkkuverkefni

Postfrá Hfsd037 » 16.des 2012, 12:37

Flottur, rosalega öfunda ég þig af aðgengingu að vélinni sem þú hefur hehe
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

Höfundur þráðar
gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Bella - súkkuverkefni

Postfrá gislisveri » 16.des 2012, 14:58

juddi wrote:Ertu hættur við 2.0 Grand mótorinn og ef svo er hvað fer í húddið ?

Hvað er hann orðin langur milli hjóla ?


Ég held ég sé bara kominn í hring, er að spá í að byrja að möndla Grandinn ofaní í kvöld. Það má alltaf hressa hann eitthvað við.

Hásingarnar eru ekki endilega komnar á sinn stað, en ef þetta verður raunin, þá er hann ca. 330mm lengri en orginal.
M.v. teikningu sem ég á þá er hann því orðinn 2750mm á milli hjóla.

User avatar

Höfundur þráðar
gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Bella - súkkuverkefni

Postfrá gislisveri » 16.des 2012, 14:58

Hfsd037 wrote:Flottur, rosalega öfunda ég þig af aðgengingu að vélinni sem þú hefur hehe


Takk fyrir það, þetta er vissulega þægilegt.


Stjáni Blái
Innlegg: 357
Skráður: 04.feb 2010, 08:36
Fullt nafn: Kristján Stefánsson

Re: Bella - súkkuverkefni

Postfrá Stjáni Blái » 16.des 2012, 15:56

Þetta er magnað !!
Hvernig fjöðrun verður undir honum. ?


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Bella - súkkuverkefni

Postfrá juddi » 16.des 2012, 19:18

Maður er svon að bera þetta saman við kreplingin sem ég er að smíð þar sem ég ætla að lengja grindina hjá mér svo boddy festingarna enda í sömustaðsetningum og í löngum fox en samt er grindin hjá þér einhverjum 20cm lengri
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

Höfundur þráðar
gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Bella - súkkuverkefni

Postfrá gislisveri » 16.des 2012, 19:32

Þú átt þetta kannski til, en hendi því inn til gamans:

samuraichassisdimensionslwb.jpg


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Bella - súkkuverkefni

Postfrá juddi » 16.des 2012, 21:38

Datt eimitt inná svona grindar teikningar fyrir tilviljun og þá var lengingar dellan komin á kaf
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


Pajero1
Innlegg: 98
Skráður: 28.feb 2011, 18:42
Fullt nafn: Halldór Sveinsson

Re: Bella - súkkuverkefni

Postfrá Pajero1 » 16.des 2012, 21:49

Það verður gaman að fylgjast með þessu.

User avatar

nobrks
Innlegg: 327
Skráður: 31.jan 2010, 21:12
Fullt nafn: Kristján Arnór Gretarsson

Re: Bella - súkkuverkefni

Postfrá nobrks » 16.des 2012, 23:35

gislisveri wrote:...Hásingarnar eru ekki endilega komnar á sinn stað, en ef þetta verður raunin, þá er hann ca. 330mm lengri en orginal.
M.v. teikningu sem ég á þá er hann því orðinn 2750mm á milli hjóla.


Þetta rok gengur hjá þér!! 2750mm er nánast það sama og hjá mér :D

User avatar

Höfundur þráðar
gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Bella - súkkuverkefni

Postfrá gislisveri » 25.jan 2013, 18:33

Þetta mjakast hægt og bítandi, með áherslu á hægt.
Smíðaði mótorfestingar, svo mætti fjaðrahönnuðurinn í heimsókn og sagði mér að henda þeim í ruslið og hækka mótorinn heilan helling. Ég nota hinar frægu "bens" fóðringar úr ET í mótorfestingarnar og flestar stífufóðringar.
IMAG0232.jpg

IMAG0233.jpg


Svo úbjó hann svona gúmmelaði fyrir afturfjöðrunina sem ég er núna að stilla upp í kvöld og um helgina. Smíða einnig stífur og reyni að muna að taka myndir af þeim líka.
IMAG0239.jpg

User avatar

Haffi
Innlegg: 313
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyhatsu Rocky

Re: Bella - súkkuverkefni

Postfrá Haffi » 25.jan 2013, 18:50

Er þetta Suzuki merki ekki bara til að minnka styrkinn í þessu? haha!

En drullusvalt!!!
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl

User avatar

Höfundur þráðar
gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Bella - súkkuverkefni

Postfrá gislisveri » 25.jan 2013, 18:54

Haffi wrote:Er þetta Suzuki merki ekki bara til að minnka styrkinn í þessu? haha!

En drullusvalt!!!


Við erum búnir að reikna út að brakketin eru 3x sterkari með Suzuki merkinu í. Prófuðum önnur merki með engum árangri.

User avatar

kjellin
Innlegg: 202
Skráður: 13.sep 2011, 10:32
Fullt nafn: Aron Andri Sigurðsson
Bíltegund: súzúkí

Re: Bella - súkkuverkefni

Postfrá kjellin » 25.jan 2013, 21:49

gislisveri wrote:
Haffi wrote:Er þetta Suzuki merki ekki bara til að minnka styrkinn í þessu? haha!

En drullusvalt!!!


Við erum búnir að reikna út að brakketin eru 3x sterkari með Suzuki merkinu í. Prófuðum önnur merki með engum árangri.
. Vantar læk takkan


birgir björn
Innlegg: 75
Skráður: 31.jan 2010, 15:55
Fullt nafn: Birgir Björn Birgirsson

Re: Bella - súkkuverkefni

Postfrá birgir björn » 25.jan 2013, 21:54

gísli. viltu giftast mér?

User avatar

Höfundur þráðar
gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Bella - súkkuverkefni

Postfrá gislisveri » 25.jan 2013, 21:59

birgir björn wrote:gísli. viltu giftast mér?


Það skal ég gera þegar þú ert kominn með fjórfaldan bílskúr, því ég veit að skúrinn þinn er nú þegar fullur af súkkum og Bella yrði að vera úti í kuldanum.

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Bella - súkkuverkefni

Postfrá AgnarBen » 25.jan 2013, 22:28

Skringilegt áhugamál að smíða súkkur í sífellu en fjandi skemmtilegt að fylgjast með þessu :)

Veðja þússara að innan klukkutíma muni "einhver" stinga upp því að henda þessari Grandvél út í horn og setja Cuuuuummmmmins ofan í kvekendið .......
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


SævarM
Innlegg: 165
Skráður: 05.feb 2010, 16:19
Fullt nafn: Sævar Már Gunnarsson
Staðsetning: Sandgerði

Re: Bella - súkkuverkefni

Postfrá SævarM » 25.jan 2013, 22:39

AgnarBen wrote:Skringilegt áhugamál að smíða súkkur í sífellu en fjandi skemmtilegt að fylgjast með þessu :)

Veðja þússara að innan klukkutíma muni "einhver" stinga upp því að henda þessari Grandvél út í horn og setja Cuuuuummmmmins ofan í kvekendið .......


Þetta er með betri commentum hérna inni :)
Jeep willys 64, Torfærubíll
TurboCrew Offroad Team

User avatar

Höfundur þráðar
gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Bella - súkkuverkefni

Postfrá gislisveri » 25.jan 2013, 23:55

AgnarBen wrote:Skringilegt áhugamál að smíða súkkur í sífellu en fjandi skemmtilegt að fylgjast með þessu :)

Veðja þússara að innan klukkutíma muni "einhver" stinga upp því að henda þessari Grandvél út í horn og setja Cuuuuummmmmins ofan í kvekendið .......


Ætli þú hafir ekki eyðilagt það fyrir einhverjum með þessari athugasemd.

User avatar

Gilson
Innlegg: 70
Skráður: 21.aug 2012, 22:28
Fullt nafn: Gísli Þór Sigurðsson

Re: Bella - súkkuverkefni

Postfrá Gilson » 26.jan 2013, 17:55

Ég held að réttast væri að breyta hausnum á spjallinu í "Hið Íslenska Cumminsspjall"

En að öllu gamni slepptu, þetta verkefni lofar mjög góðu hjá þér nafni og það verður gaman að sjá heildarútkomuna, hvenær sem það verður :)

User avatar

Höfundur þráðar
gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Bella - súkkuverkefni

Postfrá gislisveri » 26.jan 2013, 18:15

Gilson wrote:Ég held að réttast væri að breyta hausnum á spjallinu í "Hið Íslenska Cumminsspjall"

En að öllu gamni slepptu, þetta verkefni lofar mjög góðu hjá þér nafni og það verður gaman að sjá heildarútkomuna, hvenær sem það verður :)


Danke schön, það verður fyrir einhver áramót.

Nokkrar myndir frá dagsverkinu:
IMAG0254.jpg

IMAG0255.jpg

IMAG0256.jpg

IMAG0257.jpg

IMAG0258.jpg

IMAG0259.jpg


Núna er planið að setja dekkin undir og sjá hvort ég þarf að skera úr þakinu fyrir fulla misfjöðrun. Vandinn er að lyftuarmarnir leyfa stífunum ekki að hreyfa sig nógu mikið, þarf að finna eitthvað út úr því.

User avatar

Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Bella - súkkuverkefni

Postfrá Bskati » 26.jan 2013, 21:18

þetta er glæsilegt

en þú veist að það er ferð 15. feb, þú verður klár er það ekki?
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"

User avatar

Höfundur þráðar
gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Bella - súkkuverkefni

Postfrá gislisveri » 26.jan 2013, 23:34

Bskati wrote:þetta er glæsilegt

en þú veist að það er ferð 15. feb, þú verður klár er það ekki?


Ef þú lánar mér drif og stýrisgang, þá gæti það sloppið :)


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 14 gestir