Síða 1 af 1
Toyota Hilux DC
Posted: 11.nóv 2012, 19:12
frá Bergthor93
Keypti mér þennan hilux í september.
3L Turbo dísel, Gormar framan og aftan. 4link Rafmangslás að aftan brakalæstur að framan.Bíllin er mjög snyrtilegur vel gengið frá öllu og lítur vel út.
Það er eitt og annað sem ég á eftir að gera.Langar að filma bíllin frammí og afturí.Skipta kösturunum út fyrir einhverja snyrtilegri.
Svo þarf ég að þétta pallhúsið lekur fullmikið.Væri ágætt ef einhver gæti komið með góðráð varðandi það.
Svo er það bara snjórinn í vetur.!

Re: Toyota Hilux DC 2.8Tdi
Posted: 11.nóv 2012, 19:29
frá StefánDal
Djöfull er þessi flottur! Persónulega finnst mér samt Hilux framendinn flottari en þetta gefur honum svolítið nýrra lúkk.
Re: Toyota Hilux DC 2.8Tdi
Posted: 11.nóv 2012, 20:06
frá olafur f johannsson
Magnaður þessi hann var leingi hérna á Akureyri og í eigu vinnufélaga míns
Re: Toyota Hilux DC 2.8Tdi
Posted: 11.nóv 2012, 20:15
frá hobo
Bara sexý!
Úr hverju kemur vélin?
Re: Toyota Hilux DC 2.8Tdi
Posted: 11.nóv 2012, 21:22
frá Bergthor93
hobo wrote:Bara sexý!
Úr hverju kemur vélin?
Skildist að vélin sé úr Daihatsu Rocky, sem er bara útboraður 2.4
svopni wrote:Gefðu þessum kösturum séns, gríðarlega góðir í snjó. En hvar er húsið að leka? Þetta er virkilega flottur bíll að sjá.
Já þetta eru finir kastarar uppá birtuna að gera, Hár og lár geisli.En þeir eru bara svo stórir.
Re: Toyota Hilux DC 2.8Tdi
Posted: 11.nóv 2012, 21:26
frá Svenni30
Flottur hjá þér.
Skildist að vélin sé úr Daihatsu Rocky, sem er bara útboraður 2.4
Er ekki Rocky 2.8 orginal ?
Re: Toyota Hilux DC 2.8Tdi
Posted: 11.nóv 2012, 22:01
frá Magnús Þór
jú rocky voru orginal 2,8, þ.e.a.s. dísellinn
Re: Toyota Hilux DC 2.8Tdi
Posted: 12.nóv 2012, 17:44
frá sexlux
Flottur bíll
Með leka á milli pallhús og pals, þá er hægt að kítta ef pallhúsið á að vera á bílnum, en ef það á að vera hægt að taka það af er hægt að setja gúmmípulsu á milli og pressa saman, en meðfram hleranum þarf að setja vinkil neðst og setja gúmmí kant uppá .
Þú getur rent við í JK bílasmiðju, eldshöfða 19. þeir geta sagt þér nokrar góðar lausnir ;)
Re: Toyota Hilux DC 2.8Tdi
Posted: 12.nóv 2012, 19:47
frá fordson
einhvernvegin minnir mig að það sé 2.8 toyota í þessum eða strókuð 2.8 toyota eins og eigandin sagði þegar ég spurði
Re: Toyota Hilux DC 2.8Tdi
Posted: 12.nóv 2012, 20:15
frá sigurdurk
Svenni30 wrote:Flottur hjá þér.
Skildist að vélin sé úr Daihatsu Rocky, sem er bara útboraður 2.4
Er ekki Rocky 2.8 orginal ?
Það er ekkert líkt með 2.4 toyota og 2.8 Rocky hvorki í útliti né uppsetningu.
Re: Toyota Hilux DC 2.8Tdi
Posted: 12.nóv 2012, 21:11
frá StefánDal
Ég skil ekki hvaðan þessi saga varðandi Rocky mótorinn og 2.4 draslið kemur. Hef oft heyrt þetta.
Re: Toyota Hilux DC 2.8Tdi
Posted: 12.nóv 2012, 21:34
frá steinarxe
frekar einfaldur misskilningur,uti heimi var hiluxinn seldur mikid med 2,8 td,daihatsu fekk tennan motor skrifadi daihatsu a ventlalokid og setti i rockyinn,herna heima kom tessi motor bara i rocky tessvegna hefur verid vinsælt ad setja ta i hiluxinn enda smellpassar hann ofani. Tad hefur lika verid talad um ad tessir motorar seu nanast eins utanvid stærd eg hef svosem aldrei rannsakad tad en ef madur vill vita hvort motorinn komi ur islenskum rocky eda influttur toyotu motor er bara ad tekka hvad stendur a ventlalokinu:)ætti ad vera svo einfalt.
Re: Toyota Hilux DC 2.8Tdi
Posted: 12.nóv 2012, 21:48
frá Hjörturinn
Þetta er stóri bróðir 2L (2.4) mótorsins og heitir 3L, toyota all the way.
Re: Toyota Hilux DC 2.8Tdi
Posted: 12.nóv 2012, 22:26
frá sigurdurk
steinarxe wrote:frekar einfaldur misskilningur,uti heimi var hiluxinn seldur mikid med 2,8 td,daihatsu fekk tennan motor skrifadi daihatsu a ventlalokid og setti i rockyinn,herna heima kom tessi motor bara i rocky tessvegna hefur verid vinsælt ad setja ta i hiluxinn enda smellpassar hann ofani. Tad hefur lika verid talad um ad tessir motorar seu nanast eins utanvid stærd eg hef svosem aldrei rannsakad tad en ef madur vill vita hvort motorinn komi ur islenskum rocky eda influttur toyotu motor er bara ad tekka hvad stendur a ventlalokinu:)ætti ad vera svo einfalt.
ég hef verið með 3L 2.8 Toyotamótorinn við hliðiná Rockymótornum og þeir eru ekkert líkir 3L er tildæmis með yfirliggjandi kambás,pústgrein farþegamegin og soggrein bílstjóramegin meðan að rocky notast við undirliftustangir,með púst og soggrein á sömu hlið ( bílstjóramegin) og olíuverkið Farþegamegin öfugt við 3L
Re: Toyota Hilux DC 2.8Tdi
Posted: 12.nóv 2012, 22:37
frá MattiH
Mjög flottur Hilux. Væri gaman að sjá fleiri myndir.
Ég er einmitt á höttunum eftir svona kösturum. Er með Hella Rallye ef þú vilt skipta ;)
Re: Toyota Hilux DC 2.8Tdi
Posted: 12.nóv 2012, 22:38
frá steinarxe
Jamm,turfa ekkert ad vera alveg eins heldur,Toyota skirdi undirliftu motorinn 2L-THII og 3L-THII eda eitthvad svoleidis og teir komu i Toyota Crown syndist mer.Tad er hægt ad skoda tetta meira eda minna inna wikipedia.
Re: Toyota Hilux DC 2.8Tdi
Posted: 12.nóv 2012, 22:44
frá ellisnorra
Mjög flottur bíll! Til hamingju með hann!
Gaman væri ef þú smelltir mynd ofan í húddið á honum svo við sjáum þennan fallega mótor :)
StefánDal wrote:Ég skil ekki hvaðan þessi saga varðandi Rocky mótorinn og 2.4 draslið kemur. Hef oft heyrt þetta.
Sú saga kemur vegna þess að það er til annar mótor sem heitir 3L og er líka 2.8 eins og rocky mótorinn. Þessvegna er fólk að ruglast á þessu.
2.8 rocky gæti hinsvegar verið eitthvað ættaður frá toyota þó ég hafi ekki hugmynd um það, en ég veit það allavega fyrir víst að 2.0 bensínvélarnar sem komu í rocky voru toyota 3Y, sami mótor var líka í boði í hilux þó ég held að hann hafi ekki komið hingað til lands. Hér voru 2.0 bensín hiluxarnir með mótor sem heitir 18R
Smá málalengingar :)
Re: Toyota Hilux DC 2.8Tdi
Posted: 12.nóv 2012, 23:16
frá Kiddi
Toyota á Daihatsu þannig að það gæti skýrt EF það er eitthvað líkt með vélunum...
Re: Toyota Hilux DC 2.8Tdi
Posted: 13.nóv 2012, 00:20
frá beygla
þetta er toyotu mótor það hefur verið hægt að fá þessa vel erlendis ath að ísland er ekki nafli alheimsins Einar sól er með svona mótor umboðið flutti hann inn fyrir hann roky mótorinn er hundleiðinlegur miðað við toyotu móturinn sníst mikið minna þetta er senilega bíllinn sem vinur minn átti bjössi breiðfjörð flottur bíll
Re: Toyota Hilux DC 2.8Tdi
Posted: 13.nóv 2012, 01:04
frá StefánDal
Mér finnst þetta ótrúlega lífseig saga miðað hvað þessar vélar eru ólíkar. Pajero kemur líka 2.8, er sá mótor kannski einhver falin snilld frá Toyota?
Re: Toyota Hilux DC 2.8Tdi
Posted: 13.nóv 2012, 08:17
frá Stebbi
Ef að menn gefa sér smá tíma í að skoða málið þá er þetta eldgömul vél frá Daihatsu og á ekkert skilt við L-seríu Toyota vélar. Enda er allt öfugt á Daihatsu vélini á miðað við Toyota, línuverk í staðin fyrir stjörnuverk og svo framvegis. Ef hún gæti verið skyld einhverju frá Toyota þá væru það gömlu 4cyl landcruiser vélarnar sem komu í FJ40 og FJ55 en það er ekkert sem bendir til þess.
Re: Toyota Hilux DC 2.8Tdi
Posted: 13.nóv 2012, 08:45
frá sigurdurk
Stebbi wrote:Ef að menn gefa sér smá tíma í að skoða málið þá er þetta eldgömul vél frá Daihatsu og á ekkert skilt við L-seríu Toyota vélar. Enda er allt öfugt á Daihatsu vélini á miðað við Toyota, línuverk í staðin fyrir stjörnuverk og svo framvegis. Ef hún gæti verið skyld einhverju frá Toyota þá væru það gömlu 4cyl landcruiser vélarnar sem komu í FJ40 og FJ55 en það er ekkert sem bendir til þess.
Reyndar ertu rocky vélarnar amk eftir 1991 með stjörnuverk að mig minnir frá Bosch eins og í hilux . þekki ekki það sem kom þar á undan. Reyndar þegar að þú minnist á það þá var ég að skoða mótor úr fj40 og hann er miklu líkari rocky mótornum heldur en 2L og 3L
Re: Toyota Hilux DC 2.8Tdi
Posted: 13.nóv 2012, 17:09
frá steinarxe
Eg er nokkud viss um ad tessi motor komi fra Toyota,hef samt enga skodun a tvi hvort hann se einhver snilld eda ekki, en tad sem styrkir mig mest i tvi er ad ættingi minn var i tvi fyrir ekki svo allslongu ad slita svona motor uppur rocky,og tad sem gerist er ad motorinn hrynur ur drattarvelar galganum a jordina og eydileggur trissuhjol og hlif framana velinni. Hann hringir i BogL minnir mig,ta sem fluttu tetta inn a sinum tima,tar er hlegid ad honum og list nidri minutu hversu langt er sidan teir fluttu tetta inn. Utaf tessari sogu akvedur hann svo ad hringja i toyota kopavogi og viti menn manudi seinna er allt sem honum vanntadi komid inna bord. Skritid ad toyota islandi geti reddad varahlutum i einhvern eldgamlann Daihatsu motor.
Re: Toyota Hilux DC 2.8Tdi
Posted: 13.nóv 2012, 23:04
frá Bergthor93
hehe eftir nánari athugun og mér til mikillar ánægju þá er þetta 3L toyota mótor :)
Re: Toyota Hilux DC 2.8Tdi
Posted: 13.nóv 2012, 23:08
frá -Hjalti-
Bergthor93 wrote:hehe eftir nánari athugun og mér til mikillar ánægju þá er þetta 3L toyota mótor :)
er hann 3ja lítra eða heitir hann 3L ? stór munur þar á
3L
The 3L is a 2.8 L (2,779 cc) 4-cylinder diesel engine. Bore is 96 mm and stroke is 96 mm, with a compression ratio of 22.2 : 1. Output is 91 hp (68 kW) at 4,000 rpm with 19.2 kg·m (188 N·m) of torque at 2,400 rpm.
Re: Toyota Hilux DC 3.0Tdi
Posted: 14.nóv 2012, 17:30
frá StefánDal
Ef það stendur 3L á ventlalokinu þá er þetta 2.8 Toyota mótor.
Re: Toyota Hilux DC 3.0Tdi
Posted: 14.nóv 2012, 17:35
frá Bergthor93
Hmm er algjör nýgræðingur í þessum málum. En já stendur s.s 3L á blokkini
Re: Toyota Hilux DC 3.0Tdi
Posted: 14.nóv 2012, 17:49
frá StefánDal
Bergthor93 wrote:Hmm er algjör nýgræðingur í þessum málum. En já stendur s.s 3L á blokkini
Þá ertu með 2.8l Toyota dísel mótor. Ert ekkert verr settur með hann frekar enn 1KZ sem er 3.0l dísel mótor eins og í 4runner og Krúser. Amk. ekki að mínu mati:)
Re: Toyota Hilux DC 3.0Tdi
Posted: 14.nóv 2012, 18:08
frá ellisnorra
Þetta er nú meira ruglið.
Smelltu mynd ofan í húddið og þá sjáum við það um leið!
Re: Toyota Hilux DC 3.0Tdi
Posted: 14.nóv 2012, 18:11
frá StefánDal
elliofur wrote:Þetta er nú meira ruglið.
Smelltu mynd ofan í húddið og þá sjáum við það um leið!
Þetta er ekkert rugl. Hann segir sjálfur að það standi 3L á vélinni. 3L er 2.8l mótor alveg eins og 2L er 2.4l mótor.
Re: Toyota Hilux DC 3.0Tdi
Posted: 15.nóv 2012, 16:33
frá Magnús Þór
Hvernig er það með þessa 3L mótora,, komu bílar með þessu til landsins eða hefur þetta verið flutt inn og sett í eftirá.
Re: Toyota Hilux DC 3.0Tdi
Posted: 15.nóv 2012, 19:29
frá nobrks
Þeir hafa flestir verið keyptir nýjir í gegnum umboðið. Ég gerði keypti svona í gamla LC minn, þetta var svona 50% dýrara en að gera upp gamla kjallarann. vélarnafn 3L = 2800cm3.