Toyota Land Cruiser 70 "Kubburinn"

User avatar

Höfundur þráðar
Haffi
Innlegg: 313
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyhatsu Rocky

Toyota Land Cruiser 70 "Kubburinn"

Postfrá Haffi » 21.okt 2012, 19:32

Sælir félagar

Ég ákvað að salta Súkkudrauminn í bili og verslaði mér Land Cruiser 70 tdi á 38" blöðrum. Bíllinn er 1988 árgerð og er því að detta á lífeyrisaldurinn. Bíllinn er styttri gerðin og hefur því hlotið nafngiftina "Kubburinn" vegna þess hversu kubbslegur hann er.

Það er ýmislegt sem þarf að huga að í bílnum, enda orðin fjörgamall, en það kemur allt með kalda vatninu. Ég ætla að reyna að vera duglegur við að henda inn update hérna..

Image

Allar hugmyndir og athugasemdir eru vel þegnar. Eins ef einhver hefur reynslu af því að skrúfa eitthvað upp í aflinu á svona vél ;)

kv. Haffi


Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl


Ingójp
Innlegg: 149
Skráður: 09.des 2010, 04:00
Fullt nafn: Ingólfur Pétursson

Re: Toyota Land Cruiser 70 "Kubburinn"

Postfrá Ingójp » 21.okt 2012, 21:52

Virkilega flottur langar virkilega í einn svona

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Toyota Land Cruiser 70 "Kubburinn"

Postfrá jeepson » 21.okt 2012, 22:00

flottur þessi :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Toyota Land Cruiser 70 "Kubburinn"

Postfrá Polarbear » 21.okt 2012, 23:18

sæll. þetta er flott eintak. Ég átti svona stubb í 10 ár og þekki þá helvíti vel :) ég hefði reyndar verið löngu búinn að selja hann ef ég hefði ekki skipt um mótor og sett 60 krúser túrbó kram í hann en við það varð hann óskaplega skemmtilegur og eyddi 30% minna (já minna, ekki stafsetningarvilla).

-ef- þú ákveður að henda ekki þessum mótor þá er ýmislegt hægt til að gera þá skemmtilegri. ég myndi gera eftirfarandi (Eftir fjárhagsstöðu):

1. taka upp spíssa og láta yfirfara olíuverkið á viðurkenndu verkstæði. LÖNGU kominn tími á það í öllum svona bílum á landinu... þetta kostar svona 250 þúsund.

2. láttu taka upp túrbínuna og skipta um afgas-húsið. það springur -alltaf- við wastegate ventilinn á þessum bílum því þessi mótor er svoddan aumingi að hann getur ekkert án bínunar. Vendu þig svo á að keyra varlega þar til það er komin örlítil velgja í kælivatnið og aldrei láta hann ganga minna en 45 sekúntur í hægagangi -eftir- að þú stoppar áður en þú drepur á. Upptekt er c.a. 100 þúsund kall.

3. notaðu tækifærið á meðan þú ert að gera atriði 2 og boraðu afgashitamæli í pústgreinina fyrir túrbínu til að auðvelda stillingar á verki og þrýstingi eftir þessar aðgerðir. þessi mótor þolir alveg smá auka olíu og talsverðan þrýsting (15 psi) en passaðu afgashitann. ekki keyra lengi með afgasið yfir 700°c (T.d. upp kambana og slíkt). Settu líka túrbóþrýstimæli í kvikindið. Góður afgashitamælir er t.d. frá Samrás á Seltjarnarnesi og kostar hönd og fót.

4. skelltu sæmilega stórum interkúler í dýrið. það munar helling um það.


þetta eru mín 2 cent. Afl kostar peninga (bæði í upptektum og olíu) en sé þetta gert rétt þarf hann ekkert að eyða meira en verður mikið skemmtilegri.

að moka þessum peningum í svona gamlan bíl er líka alger della en ef þú ætlar eitthvað að eiga hann áfram er þetta góður díll. Sem fornbíll kostar hann þig ekki rassgat hvort eð er.

User avatar

Höfundur þráðar
Haffi
Innlegg: 313
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyhatsu Rocky

Re: Toyota Land Cruiser 70 "Kubburinn"

Postfrá Haffi » 31.okt 2012, 19:10

Takk fyrir það strákar!

Tók smá session síðustu helgi
Image
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl

User avatar

Fetzer
Innlegg: 376
Skráður: 31.okt 2010, 21:28
Fullt nafn: Aron Agnarsson

Re: Toyota Land Cruiser 70 "Kubburinn"

Postfrá Fetzer » 31.okt 2012, 23:43

ánægður með þetta, flottur bill, endilega ekkert að vera spara myndirnar, er með eins bíl i uppgerð :)
Land Cruiser 70 1989 í uppgerð
Hyundai Terracan 38"


Gutti
Innlegg: 79
Skráður: 17.jan 2012, 19:45
Fullt nafn: Guðjón Þorsteinsson
Bíltegund: Suzuki Samurai 92'
Staðsetning: Borgarfjörður

Re: Toyota Land Cruiser 70 "Kubburinn"

Postfrá Gutti » 07.nóv 2012, 22:29

Ég var að komast að því að þetta er alls ekki Landcruiser 70, þeir eru öðruvísi, þessir heita Landcruiser II
Guðjón Þorsteinsson
869-3906
gudjon1991@gmail.com

User avatar

Forsetinn
Innlegg: 126
Skráður: 13.nóv 2011, 00:43
Fullt nafn: Halldór Eggertsson

Re: Toyota Land Cruiser 70 "Kubburinn"

Postfrá Forsetinn » 08.nóv 2012, 09:46

Land Cruiser Rj-73 Black Edition 38" aka Forsetinn


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 34 gestir