Sælir
ég var að fjárfesta í flottum '92 Stubb
3.0L V-6 beinskiptur á 32" tommu
hafði ætlað mér að reyna að fara í einhverjar litluklúbbsferðir eða eitthvað svoleiðis á honum en það byrjaði ekki vel..
fyrsta daginn ætlaði ég að taka bensín en það gekk ekki vegna þess að ég gat ekki opnað bensínlokið :|
annann daginn gat ég opnað bensínlokið og ætlaði þá að fylla hann af bensíni en það fór ekki betur en að svona 30% fóru strax á götuna útaf geri ég ráð fyrir stóru gati á bensíntank sem ég var ekki látinn vita af. ég keypti tank af partasölu og pantaði tíma á verkstæði sem er í götunni sem ég vinn í en ég mátti ekki missa hann strax því vinnubíllinn var kúplingslaus.
í dag átti að skipta um tankinn fyrir mig en bílvirkinn hringdi í mig og bað mig um að koma og kíkja aðeins á bílinn. Þá kom í ljós að grindin er nánast ryðguð í sundur að aftan, rörið sem heldur grindarbitunum saman er svo gott sem ryðgað í burtu og brindarbitarnir sjálfir mjög ílla farnir að ryði yfir afturhásingu.. bremsurör og annað þarna í kring eru líka mjög ýlla farin
hvað getur maður gert í þessu? henda bílnum bara? eða er þetta eitthvað sem maður getur dunað sér við að rífa í sundur og sjóða saman aftur ?
hversu mikil vinna er að taka boddyið af á svona bíl?
MMC Pajero Stubbur
-
- Innlegg: 121
- Skráður: 24.apr 2010, 15:13
- Fullt nafn: Magnús Þór Árnason
Re: MMC Pajero Stubbur
held það sé ekki gott að finna heila grind í þessa bíla nema sem er ennþá bíll þá,,veikur punktur í þeim þessi grind
Re: MMC Pajero Stubbur
á maður ekki bara að rífa boddyið af grindinni og gera við grindina.. ég hef aðstöðuna í það.
og þótt að ég sjálfur sé ekki suðumaður þá þekki ég nokkra.
og þótt að ég sjálfur sé ekki suðumaður þá þekki ég nokkra.
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: MMC Pajero Stubbur
Hef nánast nýsmíðað grind í pajero frá grunni vegna ryðs frá stífuvasa á grind við afturhásingu og aftur að stuðara.
ekki að mig langi að gera það aftur... en það var gerlegt á lyftu með boddíið á...
ekki að mig langi að gera það aftur... en það var gerlegt á lyftu með boddíið á...
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
- Innlegg: 330
- Skráður: 19.mar 2010, 10:03
- Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson
Re: MMC Pajero Stubbur
Yfirleitt er þetta bara búið þegar grindinn er orðin svona slæm - sorrí. Þetta er nú gallinn við lokuðu plötugrindurnar.
-
- Innlegg: 8
- Skráður: 02.okt 2012, 08:20
- Fullt nafn: Þórhallur Jóhannsson
- Bíltegund: Landcruiser 80
- Staðsetning: Akureyri
Re: MMC Pajero Stubbur
Ath með grind úr galloper ég er með sama vandamál í mínum náði mér
i galloper grind sem er heil og er að fara að smíða undir þarf eitthvað
að púsla til hún passi
i galloper grind sem er heil og er að fara að smíða undir þarf eitthvað
að púsla til hún passi
Re: MMC Pajero Stubbur
Tómas Þröstur wrote:Yfirleitt er þetta bara búið þegar grindinn er orðin svona slæm - sorrí. Þetta er nú gallinn við lokuðu plötugrindurnar.
Þetta er upphaflega smíðað af mönnum og sé ekkert því til fyrirstöðu að þetta sé smíðað aftur að mönnum. Hvort það borgi sig er svo algjörlega undir eigandanum komið.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
Re: MMC Pajero Stubbur
Galloperinn er með heila grind. Getur notað hana,smá púsl og handavinna en hún getur gengið. Því fremur sem hún er óryðguð og ekki skemmd.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur