Síða 1 af 1

Toyota Hilux Extra Double Cap 2.4EFI 35"

Posted: 27.sep 2012, 23:57
frá StefánDal
Eignaðist þennan fyrr í vikunni. Keypti í hann vél í gær og keyrði heim með bros á vör í kvöld.
2.4 bensín, 5.71 hlutföll og 35" dekk. Hann er hækkaður um 6cm. en það á eftir að færa upp boddýfestingarnar undir hvalbaknum og klippa meira úr fyrir 38". Sé til hvar þetta endar hjá mér. Planið í dag er að vinna næst í því að gera hann ryðlausan og þar er ágætis verk fyrir höndum.

Image

Image

Image

Image

Re: Toyota Hilux Extra Double Cap 2.4EFI 35"

Posted: 27.sep 2012, 23:58
frá kjartanbj
myndir? :)

Re: Toyota Hilux Extra Double Cap 2.4EFI 35"

Posted: 28.sep 2012, 00:01
frá StefánDal
Ættu að vera komnar inn?

Re: Toyota Hilux Extra Double Cap 2.4EFI 35"

Posted: 28.sep 2012, 00:09
frá Dannyp
...

Re: Toyota Hilux Extra Double Cap 2.4EFI 35"

Posted: 28.sep 2012, 00:16
frá -Hjalti-
Góður efniviður í eitthvað flott :)

Re: Toyota Hilux Extra Double Cap 2.4EFI 35"

Posted: 28.sep 2012, 07:55
frá lc80cruiser1
þetta eru traustir vagnar

Re: Toyota Hilux Extra Double Cap 2.4EFI 35"

Posted: 28.sep 2012, 10:32
frá StefánDal
svopni wrote:Stebbi varstu abbó útí Ástu afþví að hún átti eina svona lengju? ;)


Já mig langaði líka í svona limmu!

Re: Toyota Hilux Extra Double Cap 2.4EFI 35"

Posted: 28.sep 2012, 13:24
frá seg74
Til hamingju með þennan :)

Re: Toyota Hilux Extra Double Cap 2.4EFI 35"

Posted: 28.sep 2012, 14:20
frá StefánDal
Takk fyrir :)

Hann semsagt hrökk í gang eftir mótorskifti í gær og gekk fínt. Svo þegar ég stökk út í morgun þá fór hann að freta undir álagi. Gengur samt fínt hægagang og ríkur upp á snúning við botngjöf. Hann var að vísu búinn að standa síðan í mars þegar ég fékk hann. Ónýtt bensín?
Ég víxlaði tveimur vacum hosum og djöflaði þræðinum úr háspennukeflinu lengra inn í kveikjulokið og þá var hann fínn á eftir. Þarf að skoða það nánar.
Aðeins eitt atriði hefur farið úrskeiðis eftir þessa aðgerð og það er að hraðamælirinn virkar ekki. Það er svona breytibox með takka undir mælaborðinu til þess að breyta mælinum fyrir mismunandi dekkjastærðir. Gæti verið að það sé að klikka. Það er rafmagns hraðamælir í þessum bíl.

Re: Toyota Hilux Extra Double Cap 2.4EFI 35"

Posted: 29.sep 2012, 08:57
frá hobo
Til hamingju,
38" og þú verður glaður í vetur :)

Er hann með læsingar?

Re: Toyota Hilux Extra Double Cap 2.4EFI 35"

Posted: 29.sep 2012, 09:10
frá sonur
Ohh mig langaði svo í þennan :/ hann kom á sölu daginn eftir að ég keypti 4Runnerinn minn
svosem allti lagi keypti nokkur diesel kröm oný runner fyrir mismuninn á þeim en þessir löngu
Hiluxar hafa alltaf kítlað mig búinn að eiga alla Toyotu flóruna nema svona stk

Til lukku, hann virðist eigulegur gripur :p

Re: Toyota Hilux Extra Double Cap 2.4EFI 35"

Posted: 30.sep 2012, 18:58
frá StefánDal
Jæja þá er "fínstillingin" eftir vélarskiftin að verða búin. Það slitnaði einn af boltunum sem herðir saman soggreinina og þar dróg hann að sjálfsögðu falskt loft. Búinn að laga það. Svo fékk ég að kíkja í húddið hjá Herði "Hobo" en hann er með samskonar vél og sá ég þá að ég hef tengt vitlaust í vacum slöngu súpuni. Eitthvað í sambandi við einhvern kút sem retúr rörin fara í gegnum. Nú er það komið í lag og kominn fínn gangur í lúxann. Nú á ég bara eftir að skifta um pústpakkningu og tengja hraðamælinn aftur. Er búinn að komast að því hvað gerði hann óvirkann en það er svo heimskulegt að ég ætla ekki að segja frá því...
Þá fer þessi Hilux að verða nokkuð góður og klár í veturinn. Næsta mál á dagskrá er að ryðbæta og sjæna.

Ég reikna með því að hafa hann á 35" í vetur. Sé svo til hvað gerist seinna. Er farið að gruna að það séu í honum 5.29 hlutföll frekar en 5.71. Ef ég breyti honum á 38" þá boddýhækka ég hann um 4cm í viðbót og vill þá helst nota 5.71. Rökin á bakvið það eru að mér finnst það mjög passleg hlutföll fyrir 38" dekk með þessum mótor. Auk þess hef ég góða reynslu af þeim. Var með svoleiðis hlutföll í 38" Double Cap með 22RE og tók vel á honum án þess að brjóta neitt.

Já og svo ryðbætti ég hann í Paint núna áðann ;)

Image

Re: Toyota Hilux Extra Double Cap 2.4EFI 35"

Posted: 30.sep 2012, 20:40
frá hobo
Það var laglegt!

Re: Toyota Hilux Extra Double Cap 2.4EFI 35"

Posted: 30.sep 2012, 21:57
frá StefánDal
Ég þakka þér enn og aftur fyrir Hörður. Þetta var algjörlega það sem mig vantaði:)

Re: Toyota Hilux Extra Double Cap 2.4EFI 35"

Posted: 01.okt 2012, 17:32
frá StefánDal
Jæja þá allt orðið klárt nema smá gat á pústi. Bónaði hann í dag og bíllinn gjör breytist!
Nú er hraðamælirinn kominn í gagnið og þá fyrst er ég orðinn eiginlega alveg viss um að hann sé á 5.29 hlutföllum.
Allavegana er ég í 90km/h í 5.gír á 2500rpm.

Re: Toyota Hilux Extra Double Cap 2.4EFI 35"

Posted: 01.okt 2012, 19:06
frá StefánDal
Image

Léleg myndavél en sýnir samt smá mun á bílnum eftir þrif og bón.

Re: Toyota Hilux Extra Double Cap 2.4EFI 35"

Posted: 01.okt 2012, 21:10
frá Stjáni Blái
Bónaðiru græjuna með skósvertu ?

Re: Toyota Hilux Extra Double Cap 2.4EFI 35"

Posted: 01.okt 2012, 23:55
frá StefánDal
Haha það mætti halda það. Er með einhverja ægilega lélega myndavél. Renndi svo myndini í gegnum picasa til þess að hressa upp á hana og þetta varð útkoman.

Hér er önnur útgáfa sem sýnir rétta litinn:)
Image

Re: Toyota Hilux Extra Double Cap 2.4EFI 35"

Posted: 02.okt 2012, 13:03
frá dazy crazy
vantar þig ekki aðra eins vél?

Re: Toyota Hilux Extra Double Cap 2.4EFI 35"

Posted: 02.okt 2012, 16:20
frá StefánDal
Ekki eins og er.

Re: Toyota Hilux Extra Double Cap 2.4EFI 35"

Posted: 02.okt 2012, 17:39
frá dazy crazy
Ég á allavega þessa vél sem er að fara úr bílnum með kassa og öllu, þið vitið af því

Re: Toyota Hilux Extra Double Cap 2.4EFI 35"

Posted: 05.okt 2012, 20:27
frá StefánDal
Jæja þá fór ég vestur á þessum í dag. Virkar allt eins og það á að gera og ég er bara lukkulegur með hann.
Ég fyllti aftur í Borgarnesi og var þá búinn að keyra 120km með innanbæjarakstri á höfuðborgarsvæðinu. Það fóru ákkurat 20 lítrar á hann sem gera eyðslu upp á 16,6 á hundraðið. Það er í lagi. Er með 5.29 hlutföll og 35" dekk. Er að snúast 2500rpm í 5.gír á 90 og nægilegt afl í framúrakstur.

En svona í ljósi þess að hlutföllin eru 5.29 en ekki 5.71 þá held ég að ég salti allar pælingar varðandi 38" í vetur. Væri til í að finna 36" til þess að prufa. Held samt að ég komist ágætlega áfram í snjó með 330cm á milli hjóla og gróf 35" dekk.

Re: Toyota Hilux Extra Double Cap 2.4EFI 35"

Posted: 16.okt 2012, 20:42
frá Einar Örn
ég er með 5:29 í mínum og hann virkar bara vel á 38" og þú er að eyða 2líturm meira en ég á 100. minn er í 13-15 utanbæjar

Re: Toyota Hilux Extra Double Cap 2.4EFI 35"

Posted: 16.okt 2012, 21:53
frá StefánDal
Einar Örn wrote:ég er með 5:29 í mínum og hann virkar bara vel á 38" og þú er að eyða 2líturm meira en ég á 100. minn er í 13-15 utanbæjar


Ég er að sjá svipaðar tölur núna. Fer að mér sýnist niður í 12 ef keyrt er á 85 samkvæmt GPS. Þá er hann á 2500rpm í 5.gír.

Re: Toyota Hilux Extra Double Cap 2.4EFI 35"

Posted: 16.okt 2012, 21:56
frá -Hjalti-
StefánDal wrote:
Einar Örn wrote:ég er með 5:29 í mínum og hann virkar bara vel á 38" og þú er að eyða 2líturm meira en ég á 100. minn er í 13-15 utanbæjar


Ég er að sjá svipaðar tölur núna. Fer að mér sýnist niður í 12 ef keyrt er á 85 samkvæmt GPS. Þá er hann á 2500rpm í 5.gír.


afi drullaðu þér af veginum... :(

Re: Toyota Hilux Extra Double Cap 2.4EFI 35"

Posted: 16.okt 2012, 23:11
frá StefánDal
-Hjalti- wrote:
StefánDal wrote:
Einar Örn wrote:ég er með 5:29 í mínum og hann virkar bara vel á 38" og þú er að eyða 2líturm meira en ég á 100. minn er í 13-15 utanbæjar


Ég er að sjá svipaðar tölur núna. Fer að mér sýnist niður í 12 ef keyrt er á 85 samkvæmt GPS. Þá er hann á 2500rpm í 5.gír.


afi drullaðu þér af veginum... :(


Haha! Þarf að drífa í því að fá mér límmiða í afturrúðuna "Ég kemst alveg hraðar en ég er bara ekkert að flýta mér"
Ætlaði alltaf að setja þetta í gamla Hiluxinn eftir að ég setti 2LT vélina í hann.

En ég þarf eiginlega að fá mér afturrúðu í pallhúsið áður en ég fæ mér límmiða...

Re: Toyota Hilux Extra Double Cap 2.4EFI 35"

Posted: 16.okt 2012, 23:14
frá -Hjalti-
Ég þurfti engan límmiða :)

Image

Re: Toyota Hilux Extra Double Cap 2.4EFI 35"

Posted: 16.okt 2012, 23:21
frá dazy crazy
Ef hann er bæði að snúast 2500 snúninga á 90 og 85 myndi ég nú held ég frekar hafa hann í 90 haha, annars var minn að eyða svona 17 lágmark í langkeyrslu og alveg uppí 25 með fjórhjól á pallinum og móti vindi.

Re: Toyota Hilux Extra Double Cap 2.4EFI 35"

Posted: 16.okt 2012, 23:41
frá StefánDal
dazy crazy wrote:Ef hann er bæði að snúast 2500 snúninga á 90 og 85 myndi ég nú held ég frekar hafa hann í 90 haha, annars var minn að eyða svona 17 lágmark í langkeyrslu og alveg uppí 25 með fjórhjól á pallinum og móti vindi.


Mældi með GPS og sá þá að hann er í 85 en ekki 90. Get ég ekki stillt þetta True Speed box eitthvað?

Nú man ég hver það var sem stal þessari hugmynd af mér á sínum tíma Hjalti!

Re: Toyota Hilux Extra Double Cap 2.4EFI 35"

Posted: 17.okt 2012, 00:21
frá ellisnorra
Nú þekki ég ekki powerbandið á þessari vél, en ertu ánægður með þennan snúning Stebbi?

Re: Toyota Hilux Extra Double Cap 2.4EFI 35"

Posted: 17.okt 2012, 01:17
frá StefánDal
elliofur wrote:Nú þekki ég ekki powerbandið á þessari vél, en ertu ánægður með þennan snúning Stebbi?


Já þetta er eiginlega ákkurat þar sem ég vill hafa hann. Þess vegna vil ég ekki fara á 38" nema að nota 5.71.