Síða 1 af 3

Wrangler YJ 87 38"

Posted: 26.sep 2012, 12:04
frá Gunnar
425705_10150563656134500_1088561162_n.jpg
Keypti mér þennan og var hann og er frekar dapur, er í uppgerð og gengur það mun hægar en ég vildi vegna tímaskorts

Re: Wrangler 87

Posted: 26.sep 2012, 20:29
frá Gudni Thor
Hann er nú fjarskafallegur! hvada kram er í honum?

Re: Wrangler 87

Posted: 26.sep 2012, 21:04
frá Gunnar G
Flottur

Re: Wrangler 87

Posted: 27.sep 2012, 00:51
frá Gunnar
hann er með 5.2 magnum 727 skiptingu np 231 millikassa og orginal hásingar d 30 og d 35. en samt kominn á gorma, er búinn að brjóta ýmislegt í þessum bíl og kominn tími á uppgerð! helsti kosturinn við bílinn er að boddyið er ryðlaust. hann er í frumeindum núna, búið að ryðbæta grindina og svo er að fara undir hann dana 44 með ARB að framan og aftan og reyna lengja hann eitthvað á milli hjóla

Re: Wrangler 87

Posted: 27.sep 2012, 12:12
frá Óli Ingi
Þetta verður skepna

Re: Wrangler 87

Posted: 27.sep 2012, 20:41
frá Gunnar
kannski ef hann klárast einn góðann veðurdag;)

Re: Wrangler 87

Posted: 27.sep 2012, 21:41
frá Stjáni
Góðir hlutir gerast hægt! Flottur bíll hjá þér :)

Re: Wrangler 87

Posted: 27.sep 2012, 21:42
frá Óli Ingi
Gunnar wrote:kannski ef hann klárast einn góðann veðurdag;)


Engar efsasemdir Gunnar

Re: Wrangler 87

Posted: 27.sep 2012, 22:15
frá Hjörvar Orri
Ég hélt að svona jeppar þyrftu ekki úrhleypingarbúnað, bara gefa aðeins meira í og sleppa því að hleypa úr :)

Re: Wrangler 87

Posted: 27.sep 2012, 22:30
frá Gunnar
Hjörvar Orri wrote:Ég hélt að svona jeppar þyrftu ekki úrhleypingarbúnað, bara gefa aðeins meira í og sleppa því að hleypa úr :)


já ef það væri nú svo gott;)

Re: Wrangler 87

Posted: 29.sep 2012, 11:46
frá Gunnar
wrangler og stellan 008 (640x480).jpg
búið að ryðbæta Grind, þá eru bara 100 atriði af 101 eftir!

Re: Wrangler 87

Posted: 29.sep 2012, 15:14
frá kári þorleifss
ætla rétt að vona annar litur á bílinn sé eitt af þessum 100 atriðum sem eftir eru
annars flott verkefni, gangi þér vel

Re: Wrangler 87

Posted: 29.sep 2012, 15:33
frá Gunnar
já það er alveg á hreinu að það fer annar litur á bílinn, skil ekki að nokkur maður setji svona lit á bílinn sinn

Re: Wrangler 87

Posted: 05.okt 2012, 20:08
frá Gunnar
Wrangler uppgerð 042.JPG
Wrangler uppgerð 025.JPG
hlutirnir mjakast og er afturhásingin komin undir

Re: Wrangler 87

Posted: 06.okt 2012, 00:46
frá Gunnar
Wrangler uppgerð 043.JPG
Wrangler uppgerð 032.JPG

búið að teygja aðeins á honum

Re: Wrangler 87

Posted: 08.okt 2012, 15:27
frá spámaður
til lukku..flottar stífur:)

Re: Wrangler 87

Posted: 08.okt 2012, 17:32
frá firebird400
Mikið hrikalega getur þetta orðið gæjalegur bíll.

Keep at it

Re: Wrangler 87

Posted: 08.okt 2012, 17:55
frá Geir-H
Ekkert rosalega langt síðan að hann var bísna svalur

Re: Wrangler 87

Posted: 08.okt 2012, 23:57
frá Gunnar
ég vona að hann versni ekki við þessar aðgerðir. skóflaði framhásingunni undan í dag og á morgunn verður byrjað að möndla þá nýju undir

Re: Wrangler 87

Posted: 07.des 2012, 22:08
frá Gunnar
síminn 261.JPG
vinnan alltaf að trufla mann en loksins eru báðar hásingarnar komnar undir eftir mikið bras með þá fremri, þurfti að snúa liðhúsum til að fá réttan spindilhalla og ýmislegt fleira, hann er núna 2.60 á milli hjóla sem verður að duga

Re: Wrangler 87

Posted: 08.des 2012, 20:06
frá lecter
ja fint vekefni hja þer eg er med einn svona en Ætlar þu virkilega ad hafa bensin tankinn i fanginu inn i bilnum ,þu ferd med aftur hasinguna svo aftarlega ad stifu og hasingin er nu þar sem tankurinn var ,,,minn er med tankinum og er 5cm aftur og 7cm fram þa er hann 240cm milli hjola þer er velkomid ad skoda mina smidi sem er gerd af fag mönnum til 30 ara i faginu ,,en hann er ekki med nyustu utgafuna baja gormana og 40cm fjödrun

svona gamans ,,til ad fa umrædu eg er ekki ad sja neinn mun ad fara med afturhasinguna svona aftarlega þar sem hun er komin alveg aftast nu þegar og fara aftur fyrir bilinn eins og þu gerir ,, fa rök takk

Re: Wrangler 87

Posted: 08.des 2012, 20:54
frá Bskati
verður þessi í áramótaferðinni Gunnar?

Re: Wrangler 87

Posted: 08.des 2012, 20:57
frá Gunnar
Bskati wrote:verður þessi í áramótaferðinni Gunnar?


nei hann verður klárlega ekki í henni en klárast vonandi í vetur, fer allt eftir tímanum sem maður kemst í þetta

Re: Wrangler 87

Posted: 08.des 2012, 21:03
frá Gunnar
lecter wrote:ja fint vekefni hja þer eg er med einn svona en Ætlar þu virkilega ad hafa bensin tankinn i fanginu inn i bilnum ,þu ferd med aftur hasinguna svo aftarlega ad stifu og hasingin er nu þar sem tankurinn var ,,,minn er med tankinum og er 5cm aftur og 7cm fram þa er hann 240cm milli hjola þer er velkomid ad skoda mina smidi sem er gerd af fag mönnum til 30 ara i faginu ,,en hann er ekki med nyustu utgafuna baja gormana og 40cm fjödrun

svona gamans ,,til ad fa umrædu eg er ekki ad sja neinn mun ad fara med afturhasinguna svona aftarlega þar sem hun er komin alveg aftast nu þegar og fara aftur fyrir bilinn eins og þu gerir ,, fa rök takk


já fínt að fá umræðu um þetta, þessi er heldur ekkert nýtískufjöðrunardæmi, bara gamlir og góðir gormar þótt mig hafi nú langað svona coilover, en já bensíntankurinn verður inní bíl og rökin fyrir að færa afturhásinguna svona aftarlega eru þau að þessir bílar eru þekktir fyrir að vera rasssígnir og setjast alltaf á rassinn um leið og þeir komast í ófærð og sérstaklega upp smá brekku, með þessu færir maður þyngdarpunktinn framar í bílinn, og ekki nóg með það að tankurinn verði inní bíl hann verður sem næst framsætunum en ég ætla nú samt að klæða yfir hann svo hann mun nú ekki sjást, hann er tveggja manna og verður það áfram;)

Re: Wrangler 87

Posted: 08.des 2012, 21:18
frá Bskati
Gunnar wrote:
Bskati wrote:verður þessi í áramótaferðinni Gunnar?


nei hann verður klárlega ekki í henni en klárast vonandi í vetur, fer allt eftir tímanum sem maður kemst í þetta


já láttu mig þekkja það. Minn er búinn að vera í vinnslu í 2 ár, og samt merkilega lítill tími sem hefur farið í hann.

Re: Wrangler 87

Posted: 08.des 2012, 21:21
frá Gunnar
já vinnan er alltaf að trufla mann í þessum framkvæmdum!

Re: Wrangler 87

Posted: 08.des 2012, 22:18
frá lecter
þessir jeep fara bara a rassinn i brekkum ef þu hefur þunga vel i huddinu sem svo flytur sinn þunga nidur i afturhasinguna sama med ad fljota i krapa eda erfidum snjo framhasingin er lika þung og velin svo brotnar snjorinn up og losnar þa sekkur aftur endinn a eftir og ekki betra ad færa þungan upp og inn i bilinn velin er best stadsett eins framarlega i huddinu hvad med leingd stifunar ad aftan A link tala sumir um ad se betra en 4 link þad er oþarfi her ad finna up hjolid
her i gamladaga eda 30 arum sidan vorum vid med 350 i huddinu a 46 jeppa mer fanst þa ad velin mætti vikta meira en nu se eg ad kg færast nidur a aftur hasinguna svo allt sem vid getum gert til ad letta bilinn ad framn virdist til bota hvad haldi þid

Re: Wrangler 87

Posted: 08.des 2012, 22:34
frá Gunnar
lecter wrote:þessir jeep fara bara a rassinn i brekkum ef þu hefur þunga vel i huddinu sem svo flytur sinn þunga nidur i afturhasinguna sama med ad fljota i krapa eda erfidum snjo framhasingin er lika þung og velin svo brotnar snjorinn up og losnar þa sekkur aftur endinn a eftir og ekki betra ad færa þungan upp og inn i bilinn velin er best stadsett eins framarlega i huddinu hvad med leingd stifunar ad aftan A link tala sumir um ad se betra en 4 link þad er oþarfi her ad finna up hjolid
her i gamladaga eda 30 arum sidan vorum vid med 350 i huddinu a 46 jeppa mer fanst þa ad velin mætti vikta meira en nu se eg ad kg færast nidur a aftur hasinguna svo allt sem vid getum gert til ad letta bilinn ad framn virdist til bota hvad haldi þid


er ekki sammála því að allt sem við getum gert til að létta bílinn að framan sé til bóta, það þarf að vera í samræmi við þyngd á afturendanum, um það bil 60% þyngdarinnar þarf að vera á framhásingu hef ég heyrt flesta tala um og mér finnst góð rök fyrir því, ég veit að tankurinn er betri undir bílnum upp á að hafa þyngdina neðar en ég gat ekki farið báðar leiðir og þessi varð fyrir valinu.

Re: Wrangler 87

Posted: 08.des 2012, 22:49
frá lecter
ja gaman ad velta þessu fyrir ser her a þessum midli jeppaspjall ,eg er med einn willis 46arg hann er 2metrar milli hjola þad er vandrædi ad koma eitthverju krami ofan i hann þvi aftur skaftid verdur svo stutt og ja eitt sem eg prufadi þad er alveg must numer 1,2,3,4,5,6,7,8,9,10 þad er ad fa styris maskinu ur corvettu eda camaro med faa hringi bord i bord annars rædur madur ekkert vid jeppan i brekkum med fult gas

Re: Wrangler 87

Posted: 08.des 2012, 22:56
frá Gunnar
lecter wrote:ja gaman ad velta þessu fyrir ser her a þessum midli jeppaspjall ,eg er med einn willis 46arg hann er 2metrar milli hjola þad er vandrædi ad koma eitthverju krami ofan i hann þvi aftur skaftid verdur svo stutt og ja eitt sem eg prufadi þad er alveg must numer 1,2,3,4,5,6,7,8,9,10 þad er ad fa styris maskinu ur corvettu eda camaro med faa hringi bord i bord annars rædur madur ekkert vid jeppan i brekkum med fult gas


já það er full vinna að vera á stýrinu á þessum bílum haha, var einmitt að spá í að fá mér kassa í hann um árið, þá sagði mér einn maður að gleyma því, þú þarf báðar hendur á stýrið þegar þú ert að standa hann, það reyndist rétt og ég sé ekkert eftir að hafa fengið mér aðra skiptingu

Re: Wrangler 87

Posted: 08.des 2012, 23:08
frá lecter
ja en skiptu ut styrismaskinuni þa getur þu notad beinskipt annars er hann eins og prik laus raketa eg var ad senda mynd inn af 2012 kaiser flott græja

Re: Wrangler 87

Posted: 08.des 2012, 23:10
frá Gunnar
mjög flott græja, hvað vigtar svona bíll?

Re: Wrangler 87

Posted: 08.des 2012, 23:11
frá lecter
eg man ad min maskina biladi svo kom ferd og eg henti bara eithverri maskinu i og þad var surt eg hitti bara ekki brekkurnar i þeim tur og eg mun ekki getad notad venjulega maskinu i jeep eftir þad

Re: Wrangler 87

Posted: 08.des 2012, 23:15
frá lecter
eg hef ekki hugm einkver her sagdi ad hann væri med 44 ad framan 60 ad aftan og diesel vel ,, þetta kemur i ljos end fardu ad leita ad styeismaskinu ur sport bil camaro eda corvettu þetta er allt saginaw og passar i sömu festingar bara 2 hringir eda 2,5 bord i bord

Re: Wrangler YJ 87 38"

Posted: 09.des 2012, 21:23
frá lecter
eg se a myndum hja þer a þu notar bens samslattar puda og ef þu skodar plattan sem hann a ad lenda a og pressast saman ,,, þad vantar gat til ad hleipa loftinu ut svo hann springi ekki eda hafa menn leist þad ödru visi

Re: Wrangler YJ 87 38"

Posted: 09.des 2012, 21:39
frá Valdi B
lecter wrote:eg se a myndum hja þer a þu notar bens samslattar puda og ef þu skodar plattan sem hann a ad lenda a og pressast saman ,,, þad vantar gat til ad hleipa loftinu ut svo hann springi ekki eda hafa menn leist þad ödru visi


aldrei hef ég vitað til þess að þurfa þess... og ég er með þetta svona í mínum jeppa að framan og aftan LOKAÐ...

Re: Wrangler YJ 87 38"

Posted: 09.des 2012, 23:10
frá Gunnar
ég hef aldrei pælt í því, en það eru svosem rök fyrir því að hafa gat þarna

Re: Wrangler YJ 87 38"

Posted: 09.des 2012, 23:14
frá Eiður
er ekki málið að hann eigi að grípa loftið og verka eins og loftpúði? allavegna heyrði ég það einhverntíman um 80 krúser púðana.

Re: Wrangler YJ 87 38"

Posted: 09.des 2012, 23:20
frá Gunnar
vonandi getur einhver svarað þessu svona áður en maður borar gat þarna;)

Re: Wrangler YJ 87 38"

Posted: 09.des 2012, 23:51
frá jeepcj7
Alls ekki bora gat þetta er aðalmálið ef svona púði á að virka hann lokar loftið inni í augnablik í samslættinum til mýkja höggið og virkað eins og áður var sagt sem loftpúði á meðan.
Ef eitthvað er ættirðu frekar að gera góða skál á móti púðanum með td. rör botni/loki til að púðinn þétti vel í samlætti.